Heimskringla - 10.04.1940, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows
Quality That Is Why She Selects
“CANADA
BREAI)”
“The Quality Goes in
Before the Name Goes On”
Weddlng Cakes Made to Order
PHONE 39 017
ALWAYS ASK FOK—
“Dutter-Nut
Bread”
The Finest Loaf In Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
LIV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. APRÍL 1940
NÚMER 23.
OGiRÆÐST
ÞYZKALAND TEKUR DANMORK
Danir veita Þýzkurum enga mótstöðu. — Norðmenn grípa
til vopna. — Þýzkarar taka Oslo, Bergen, Þrándheim og
Narvik. — Chamberlain lofar Skandinövum hjálp. —
Sjóorusta í aðsígi. — Stjórn Norðmanna segir af sér.
A NOREG
9. apríl: Þýzkarar vaða inn í
skandinavisku löndin með að-
gangi miklum og heljarafli. Eft
ir að hafa ógnað Danmö'rk með
drápsvélum sínum, taka þeir
hana án nokkurrar mótstöðu,
teygðu þeir síðan klærnar yfir
til Noregs, og hugðust að fara
þar eins að. En Norðmenn
brugðust fast við, víkingabióð-
ið sagði þar fljótt til sín, og hófu
þeir samstundis vopnin til verka
og vörðust vel og gáfu þyzkur-
um þungan andróður. En þar
fór svo sem von var til, að eng-
inn má við ofureflið etja. Þýzk-
arar umkringdu borgir og hafnir
með loftárásum og vörpuðu
sprengjum niður á borgirnar.
^g sagt er að þeir hafi duibúið
hermenn sína, látið þá klæðast
sem sjómenn og sent þá síðan á
vaftalegu flutningaskipi inn á
Norskar hafnir, vel útbúna með
hand-sprengjur og vélabyssur,
og að þeim hafi á þann hátt
tekist að yfirvinna borgirnar
fljótlega.
Sér til afsökunar fyrir þessari
skyndi árás á Skandinavíu, báru
býzkarar þá sögu út, að þegar
Englendingar lögðu sprengidufl-
in á þrem stöðum í Atlantshafið
uieðfram ströndum Noregs til
bess að koma í veg fyrir að
Svíar og Norðmenn sendu járn
til Þýzkalanda, en þá hefði
Ehamberlain haft það í huga að
England tæki Noreg eftir nokkra
haga. En vitanlega var lítill
tnúnaður lagður á þetta málæði
Pýzkara.
Á sama tíma og þessu fór
fram, tilkynti Chamberlain að
■^nakkar og Englendingar sendu
samstundis Skandinavíu hjálp á
sjó og landi, og sendu skeyti til
Ni
um að
aðstoð
oregs með fullvissan
þoim verði veitt öll sú
sem þeir þurfi með.
Sama dag — í gær — segir í
°tvarpsskeyti frá Oslo að stjórn-
Jn hafi sagt af sér og að ný þjóð-
°rnissinna stjórn verði mynduð
afarlaust. En þetta skeyti var
^amið og sent af Major Vidkún
^uisling leiðtoga nazista í Nor-
sem ætlar sér að verða leið-
toSi hinnar nýju stjórnar. Við
Petta er það að athuga að Oslo
er nú alveg í höndum nazista og
Pyí ekki gott að byggja á þvi
Sem þeir segja frá, en rétt mun
Vera að stjórnin hafi ekki sagt
a Ser. heldur hafi hún flutt sig
^ Hamar, sem er um 60 mílur
norður af Oslo.
Oökka bliku dregur nú upi
j *r Norðursjónum, því útlit ei
v^r*r að innan lítillar stundai
erði sjóorusta háð milli ensk^
? býzka flotans, sem geti orðic
j. ^ættuleg og mannskæð. Og
• 11 síðar herma svenskar fréLL-
sjóorustan sé þegar hafin
e, fHr því sem nú horfir við ei
^ ^ ú^ugsandi að Hitler komist
a® teirir niðurstöðu
í . ha°n hafi stigið feti of langt
agengni sinni og einræði, því
1 rmf °r að Bretland sé nú að
0r Sa festar á hinum stærstu
ustuskipum sínum og ætli sér
f m*ta skipaflota Hitlefs með
0 Um ^rafti á næstu stundum
ve i^Ur ^a svo ^arið að ekki
bjf t svo ískyggilega langt að
t ^ess að úrslita orustan
6rði háð.
G L A M P A R
Sagt er að fullur helmingur
borgarbúa í Oslo, hafi flúið úr
borginni áður en hún gafst upp.
* * *
Bretar segjast ekki geta litið
á Danmörk, sem hlutlausa, fyrst
hún hafi gefið sig þýzkurum á
vald.
* * %
Fyrst Hitler hefir nú tekið
Danmörku, er talið líklegt að
hann muni slá hendi sinni á ís-
land og nýlendur Dana á Græn-
landi.
Mislukkuð fjárvon
Þrír bófar gerðu tilraun til að
ræna mótormanninn John J.
Campbell á einu Winnipeg Elec-
tric “bussinu” á Notre Dame eg
Garfield St. um kl. 2.20 á föstu-
dagsmorguninn. En Mr. Camp-
bell var snar í snúningum, hann
réðist með leiftur hraða á bóf-
ana áður en þeir gátu komið
skammbyssunum við. Gerði
þessi snögga árás þá svo rugl-
aða að þeim varð ráðafátt og
flúðu sem fætur toguðu án þess
að verða nokkuð ágengt. Á
fimtudagskveldið var $100 rænt
úr apóteki að 226 River Ave.,
er tveir menn réðust þar inn og
hélt annar skammbyssu að apó-
tekaranum meðan hinn hirti
penignana.
Taugaveikin
Sex sjúklingar voru sagðir
hættulega veikir á föstudaginn
Hér í borginni, er tala þéirra nú
komin upp í 84. Síðustu fréttir
herma að 2 ungir menn voru
fluttir á St. Boniface sjúkra-
húsið, þriggja og hálfs árs
drengur á St. Roch’s og ung
stúlka, er undir læknishendi dr.
M. Bowman. Það virðist vera
að sjúklingum fari fjölgandi
3nnþá, eftir því sem heilbrigðis-
fulltrúar gefa í skyn. En von-
indi er að bráðlega verði stemt
?tig fyrir þessum leiða gesti.
3tór vinningur
Maður að nafni Richard A.
-oppen, í Winnipeg, vann s. 1.
"istudag um $70,000 við írsku
appreiðarnar. Mr. Coppen er
arfsmaður Canadian General
ectric félagsins og býr með
ður sínum og móður að 351
ictor St. hér í borginni.
BARNASAMKOMA
LAUGARDAGSSKÓLANS
Barnasamkoma laugardags-
kólans, sem haldin var í fyrstu
útersku kirkjunni við Victor
?træti, s. 1. laugardagskvöld, var
3in sú allra fjölþættasta og
úcemtilegasta sem stofnað hefir
v?erið til í þessu sambandi. Þar
;oru leikin og sungin íslenzk
'ög, sýndir margir prýðilega
valdir gamanleikir, og voru bún-
ingar barnanna ágætir og með-
ferð þeirra á hlutverkunum góð.
Þá sungu þau marga íslenzka
söngva, léku á piano og fiðlu, og
margt fleira. — Þó skemtiskrá-
in stæði yfir í fulla tvo klukku-
tíma, þá fann enginn til þess,
bví alt var svo ánægjulegt og fór
svo vel og skipulega fram. Og
sérstaklega fanst mér til um
hvað börnin báru yfirleitt vel
fram íslenzkuna, og sannar það
best hvað hægt er að gera þeg-
ar lögð er einlæg rækt við að
kenna hana börnunum. Á Þjóð-
ræknisfélagið þakkir skilið fyr-
ir að halda uppi laugardagsskól-
anum og styðja að gagnsemi
hans. En besta og almennasta
þökk eiga þó kennararnir skilið
fyrir það mikla starf og auka
fyrirhöfn, sem þeir hafa lagt á
sig án þóknunar, og árangur af
•starfinu er ágætur. Þess urðum
við áskynja með hinum fögru
og góðu áhrifum er við urðum
aðnjótandi þessa kvöldstund.
Ætti þetta að vera hvöt til
altra foreldra að hefjast nú
handa og senda börn sín í skól-
ann strax næsta haust, og þó
erfiðleikarnir sýnist vera margir
í sambandi við það að láta börn-
in læra íslenzkuna, er auðvelt að
yfirstíga þá ef vilji og áhugi for-
eldranna helst í hendur með það
að láta þau nema íslenzkuna. Og
vita megið þið, að þó börnin
skilji ekki tilganginn með ís-
lenzku náminu. og finnist það
bæði erfitt og óþarft nú, þá
verður hugmynd þeirra önnur
þegar þau þroskast og þau fara
að gegna ýmsum mikilvægum
bókmentastörfum í lífinu. Þá
kemur íselnzkan þeim að góðum
notum og þá blessa börnin for-
eldra sína fyrir að hafa lagt hjá
þemi undirstöðuna að námi “ást-
kæra ylhýra málsins”. Og allir
geta verið vissir um það að ís-
lenzku-nám barnanna felur í sér
þann fjársjóð, sem getur orðið
þeim síðar í lífinu að ómetan-
legum notum.
Kennarar og aðrir aðstendur
þessarar starfsemi, eiga allir
bestu þakkir skilið fyrir verkið.
Og næsta vetur er óskandi að
aðsóknin að laugardagsskólan-
um verði tvöfalt meiri en hún
var í ár. Og ef þannig verður
í horfinu haldið, þá er enginn
efi á að íslenzkan á sér enn lang-
ann aldur hér vestan hafs.
íslenzku mæður og feður!
'eggið einlæga rækt við að láta
börnin ykkar nema íslenzku, þvi
íslenzkan er gullinn strengur,
?em lýsir af á menningarbraut-
inni og síðar í Iífinu.
D. B.
THE NORTHERN PRESS
OG PRENTVILLURNAR
“DROTTINN SÉ MEÐ
YÐUR”
ttefán ritstj. Einarsson hafður
huga og silfurbrúðkaup þeirra
hjóna. sem Aýlega var getið
Heimskringlu.
um
I.
Tvað sem tautar, hvað sem er,
tvað sem aðrir brýna:
>iáðu til, eg sendi þér
leinni blessan þína!
II.
f kringum þig sindra silfurbál,
Ög svo ert þú giftur á ný—
Og svo er þér afhent silfurskál,
Og settur á brúðfarar ský.
Svo fimtíu ára óskamál
Er ofið í þvílíkan brag:
Sem leiðir góðvilja-gull í sál
Með gimstein í ofanálag.
J. J. N.
-31-3-40.
Fréttir í morgun herma að
fimm skipum hafi verið sökt
fyrir Þjóðverjum, en Þýzkarar
. hafi sökt tveim fyrir Bretum.
Rétt nýlega kom kunningi
minn einn inn til mín með ein-
tak af mánaðarriti til fróðleiks
og skemtunar” og prentað hjá
The Northern Press að Víðir,
Man. Hann benti mér þar á
greinarkorn eftir ritstjóra þess
tímarits. með fyrirsögninni
“Hver mokar næst?” Eg las
greinina og varð í meira lagi for-
viða. Hún er einn sá klaufaleg-
asti fúkyrða-samsetningur, sem
eg minnist að hafa séð lengi. Eg
er sakaður um “argasta skít-
mokstur” á þá virðulegu prent-
smiðju The Northem Press og
prentara hennar, eg er kallaður
“lágt hugsandi persóna”, “lítil-
menni”, “heigull” og eg veit ekki
hvað fleira.
Hvernig stendur á öllum þess-
um ósköpum?
Sökin virðist vera sú, að í rit-
dómi um ljóðabók Jónasar Stef-
ánssonar frá Kaldbak eftir mig,
sem birtist í Heimskringlu fyr-
ir skemstu, benti eg á, að það
væru meinlegar prentvillur i
bókinni; og eg held að það geti
ekki hjá því farið, að aðrir, sem
hafa lesið hana, hafi rekið aug-
un í þær líka.
Það fer að verða nokkuð vand-
lifað, ef ekki má minnast á
prentvillur í ritdómi, án þess að
eiga það á hættu, að maður fái
yfir sig skammadembur frá
prentsmiðjunum. Eg hafði ekki
hugmynd um, að ekki mætti
setja út á verk prentara, að þeir
væru svo mikið rétthærri heldur
en t. d. höfundar bóka, sem má
beita gagnrýni við, jafnvel í rit-
dómum. En nú veit eg, að það
er betra að vera var um sig, þar
sem prentarar eiga hlut að máli.
Ritstjórinn spyr, hvernig eg
gæti sýknað Jónas af öllum
prentvillum, sem kunna að finn-
ast í bókinni. Eg hélt, sannast
að segja, að Jónas hefði ort
kvæðin, en ekki prentað þau.
Eg hélt, að það væri prentar-
anna verk að prenta, og að það
væri verk hverrar prentsmiðju,
sem tekur að ér að gefa út bæk-
ur, að sjá um, að verkið væri
skammlaust af hendi leyst. En
bað getur vel verið að The
Northern Press hafi einhverjar
aðrar aðferðir. Hann spyr enn-
fremur: “Hvað veit hann um
mófarkalestur þeirrar bókar?”
"!g skal svo sem fúslega játa,
ð eg veit ekkert um hann og að
ið stendur ekki til að eg viti
útt um hann; en, í allri ein-
gni talað, grunar mig, að hann
vfi verið alls enginn.
Ritstjórinn heldur að Jónas
ifi sent mér bókina og beðið
lig að skrifa um hana og sagt
lér rangt frá allri “aðstöðu við
tgáfuna.” Það er satt, að hann
endi mér bókina að gjöf, og
ann eg honum þakkir fyrir það,
g ennþá meiri þakkir fyrir það,
ið hann hafði leiðrétt vitleys-
irnar, því annars væri eg enn
:kki búinn að fá skilning á nánd-
ir nærri öllu, sem í henni er. Eg
æ nú ekki betur séð að hann
hefði fullan rétt til að gera
þetta. Hitt er alveg ósönn á-
gizkun, að hann hafi sagt eitt
einasta orð um “aðstöðuna”. —
Ekki get eg heldur séð að það
komi ritstjóra Dagrenningur
nokkuð við, hvort eg skrifa rit-
dóma eftir beiðni þeirra, sem
eiga hlut að máli, eða af eigrn
hvötum. En hitt er skiljanlegt,
að hann hefði helst kosið að
enginn ritdómur yrði skrifaður
um þessa bók. ‘ Tveir menn hafa
minst á hana á undan mér, og
báðir mintust á prentvillurnar í
henni, ef eg man rétt. Þá hefir
sjálfsagt báða langað til að
“moka skít” á The Northern
Press.
Þá segir ritstjórinn, að hann
neyðist líklega til að skrifa “æfi-
sögu” þessarar útgáfu, þó að sér
sé ekki ljúft að gera það. Það
ómak held eg að hann ætti að
spara sér. Eg held að Jónas bíði
ekki mikinn skaða við það sem
skáld, jafnvel ekki hjá “fjöldan-
um”. Og það er erfitt að sjá,
hvernig hægt er að gera honum
DUGLEGUR DRENGUR
Richard Leonard Beck
Gleðiefni má það vera öllum
fslendingum, þegar fréttist um
unga grein af íslenzkum stofni,
meiri skaða heldur en búið er að ■ sem er bráð þroska og skarar að
gera, jafnvel þó að “sgfisaga”, einhverju leyti fram úr. Ein
útgáfunnar væri skrifuð. Og slík grein af stofni vorum er
það er áreiðanlega víst, að hvað Bichard Leonard Beck, sonur J.
sem ritstjórinn segir um skáld- Beck og Svanhvítar konu
skap Jónasar, þá tekur enginn hans, að 975 Ingersoll St., og
maður mark á því, á þeim vett- bróðursonur Dr. Richard Beck
vangi megnar hann hvorki að!Prófessor við University of
hækka né lækka nokkurn mann. North Dakota í Grand Forks,
N. D.
Ritstjórinn segist ekki ætla
að leyfa mér eða nokkrum öðr-
um, að hafa The Northern Press
eða prentara hennar fyrir rangri
sök mótmælalaust.
Eg hefi ekki haft þá fyrir
neinni sök, hefi ekki haft neina
ástæðu til þes^. Eg hefi skrifað
um bók, sem þeir hafa prentað,
og sagt eins og satt er, að hún
væri full af prentvillum. Til
þess hefi eg, eða hver annar,
sem um bækur ritar, fullan rétt.
Verkið er illa af hendi leyst,
eins og eg hefi áður sagt; og
sama munu allir segja, sem í
bókina líta. Og til þe&s að eng-
inn haldi, að þetta sé eintóm hót-
fyndni, skal eg tilfæra hér að-
eins eitt erindi sem sýnishorn:
“Þegar allir aðrir sofa,
ein eg vaki um dimmar nætur.
ó, hvað þá mig böndin buga,
bundið hjarta, sárar fætur.”
Síðasta línan á að vera svona:
“bundið hjarta sáran grætur”,
sem er dálítið annað. Hér er
heilli ljóðlínu snúið upp í hreina
og beina vitleysu; og ekki nóg
með það, heldur er málfræðis-
villa rekin inn í hana í ofanálag:
orðið “fótur” er karlkyns orc
jafnt í fleirtölu sem í eintölu
og lýsingarorðið ætti því að veri
“sárir.”
Á síðustu blaðsíðunni bæti
•itstjórinn svo við fáeinum a
íugasemdum um þetta efni, c
lar virðist röksemdafærsla nar
era á þá leið, að af því að e
é prestur við Sambandssöfnu
g höfundur kvæðanna er meí
’imur annars safnaðar, sem er
sama kirkjufélaginu, og forse:
hans, þá hafi eg skrifað lof un
kvæðin. Auðvitað stendur mo
gersamlega á sama hvað r:t
istjórinn heldur um þetta. E
| bori vel að standa við all, sen
ieg hefi sagt um kvæði Jónasar
i hann á skilið að fá sanngjarn.
i viðurkenningu fyrir skáidska,
i sinn.
G. Á.
Við Manitoba Musical Festi-
val, sem fram fór hér í Winni-
peg fyrstu viku þessa mánaöar,
vann Richard, miðvikudagskv.
þann 3 apríl samkepni í piano-
spili í yngri flokki, og svo aftur
á föstudaginn þann 5. vann hann
verðlaunabikarinn Manitoba
Trophy, í úrslita samkepni við
aðra sigurvinnara úr yngri
flokki.
Richard hefir verið frá því
hann byrjaði piano-nám, og er
enn, nemandi Ragnar H. Ragn-
ars.
Á H U G I
Þriðjudaginn, 2. apríl, vori
þau Márús Ingiberg Brynjólfui
Renson og Christine Svanfríðm
Ámundson, bæði til heimilu að
Hecla, Man., gefin saman í hjóna
band af séra Rúnólfi Marteir.s-
syni að 493 Lipton St. Heimil
þeirra verður að Hecla.
Stundum heyri eg miðlungi
vel gefna menn álasa Matthíasi
Jochumssyni fyrir mælgi hans,
sem þeir kölluðu, í blöðum og
tímaritum. Slíkir menn skildu
eigi það, að áhugaríkur andans
maður er gjafmildur og fús að
miðla af auðlegð sinni.
Bólu-Hjálmar nefnir þessa
hvöt Ijótu heiti. Hann segist
aldrei geta kjafti þagað” og
fyrir þá ástríðu hlotið óvinsæld-
ir.
Lífskjör Hjálmars gerðu hann
tannhvassan. En þó Matthías
væri févana löngum, kom hann
samt ár sinni þannig fyrir borð,
að hann átti þess kost, að skift-
ast á orðum og bréfum við and-
lega úrvalsmenn úti í víðri ver-
öld jafnt sem innanlands.
Það sálufélag hélt honum
glaðvakandi og í góðu skapi. Á-
gætt andlegt mötuneyti er til
þess fallið að glæða áhuga og
halda honum vel vakandi.
Matthías mun hafa vitað, að
enginn er af sjálfum sér fu!l-
kominn, og að stórmennin, jafn-
vel, eru þiggjendur jafnt sem
gefendur.
Stórskáldið fékk stundum efni
í góð kvæði meðal fátækrar al-
þýðu. Þannig gáfu fátækling-
ar auðmanninum efnivið, og
hann gaf svo aftur á mót smið-
isgripi alþjóð.
Áhugi er í rauninni náskyld-
ur uppsprettu, sem þarf að fá-
útrás og ryður hömlum úr vegi.
Skáld, sem vantar áhuga, verður
að andlegum kryplingi, fyrri eða
síðar, eða þá að smáskáldi, þó að
hæfileika hafi hlotið , vöggugjöf.
Eitt sinn kvaddi eg Matthías
í síma, var þá að snúa heimleiðis
Frh. á 5. bls.