Heimskringla - 10.04.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEiMSKRINGLA
WINNIPEG, 10. APRÍL 1940
SVO ERU LOG,
SEM HAFA TOG
Burke var í raun og veru áhyggjufullur
yfir þeirri stefnu, sem málið hafði tekið. Hann
var maður, sem vafalaust var mjög hæfur í
sinni stöðu og hafði mjög mikinn áhuga og
virðingu fyrir starfi sínu og stétt. En hann
hafði líka galla stéttarbræðra sinna. Hann
var ekki sérlega ærukær ef hann sá sér leik á
borði, að ná sér peningaupphæð vegna stöðunn-
ar sem hann var í, og var þess albúinn að hlýða
bendingum þeirra, sem gátu greitt eða hindrað
gengi hans til metorða og frægðar, en þrátt
fyrir þessa venjulegu galla, var hann góður
starfsmaður og langaði til að verða framúr-
skarandi í stöðu sinni. Þessvegna var Maria
Turner honum þyrnir í auga. Hún stóð upp í
hárinu á honum og hafði meira að segja gengið
svo langt í ósvífninni að fá vernd dómstólanna.
Honum fanst það alveg takmarkalaus ósvífni
og.ásetti hann sér því að láta krók koma á móti
• bragði. Og þar sem hún hafði nú snarað Dick
Gilder og veitt hann, varð hann ennþá áfjáðari
að sigra og verða hlutskarpari í þessu talli,
sem þau tefldu. Eftir að hafa lagst mjög djúpt,
hafði honum komið ráð í hug, sem þótt ekki
snerti það Maríu sjálfa, mundi skaða hana og
gera auðveldara að ná tökum á henni síðar
meir. Til þess að framkvæma þessi ráð, hafði
hann heimsótt Gilder, og er hann hitti unga
manninn heima, datt honum nýtt ráð í hug,
sem hann hélt að kynni að koma myndi að
gagni. Hann hirti því ekkert um kveðju Gild-
ers, en sneri sér beint að syni hans.
“Svo hún hafði sig í burtu,” sagði hann
sigri hrósandi.
Dick gekk eitt skref áfram. Augu hans
leiftruðu og það var reiði blær á rödd hans er
hann svaraði:
“Því trúi eg ekki.”
Lögreglumaðurinn brosti án þess að láta
það á sig fá.
“Hún hélt í morgun af stað til Chicago,”
sagði hann og laug liðlega vegna langrar æfing-
ar og líklega. “Eg sagði yður að hún mundi
fara.” Hann sneri sér að föður hans, og mælti
með góðlátlegu gorti: “Alt sem þér þurfið nú
að gera er að ná drengnum út úr þessum vand-
ræðum, og þá verður alt saman gott á ný.”
“Ef við gætum það nú,” sagði Gilder með
átakanlegri alvöru, en það var lítill vonarblær í
röddinni.
Lögreglustjórinn var samt viss í sinni sök
um sigurinn og var því glaðlegur í máli er hann
svaraði.
“Eg býst við að við römmum á eitthvert
ráð til að gera þessa giftingu ógilda, eða hvað
það nú er, sem þeir gera við hjónabönd sem
eru ófullkomin í framkvæmdinni.”
Þessi ruddalegu ummæli um þau atriði sem
voru öllum siðuðum mönnum helg, reittu Dick
til reiði.
“Verið þér ekki að sletta yður fram í þetta
mál,” sagði hann í mjúkum rómi en ákveðn-
um.
Engu að síður hélt Burke áfram málefni
sínu. En hin óútskýranlega breyting í fram-
komu hans var ekki eins særandi fyrir unga
manninn.
“Sletta mér fram í þetta!” svaraði hann
með gleiðu brosi. “Hvað er þetta! Það er það
sem mér er borgað fyrir að gera. Hlustið nú á
mig sonur minn. Á þeirri svipstundu, sem þér
farið að leggja lag yðar við skálka, þá hafið
þér engan rétt til að leggja neinum lífsregl-
urnar. Þorpara lýðurinn er alveg réttlaus í
augum lögreglunnar. Þér skuluð minnast þess.”
Lögreglustjórinn sagði ekkert nema sannleik-
ann eins og hann sá hann frá sjónarmiði sinn-
ar löngu reynslu, sem lögreglumaður. Kenning
laganna er sú, að sá sem ákærður er um glæp,
sé saklaus uns hann er sannaður um glæp-
inn. En lögreglan er samúðarlaus með slíkum
kenningum. Samkvæmt þeirra skoðun er
skálkurinn sekur samstundis og hann er kærð-
ur um glæpinn, hver svo sem ákæran er gegn
honum. Ef þörf gerist er altaf hægt að fá
nægar sannanir gegn honum — það vita undir-
heimarnir, sér til fordjörfunar.
En Dick hlustaði ekki á þetta. Hann var
aðeins að hugsa um konuna, sem hann elskaði,
og sem hafði flúið frá honum, eftir því sem
inspektorinn sagði.
“Og hvar settist hún að í Chicago?”
Burke svaraði spumingunni á sinn venju-
lega önuga hátt, en samt með þeirri góðsemi
að það hafði áhrif á Dick.
“Eg get ekki lesið í hug manna,” sagði
hann. “En hún er ágætis stúlka, það má hún
eiga. Þessvegna hugsa eg að hún hafi fengið
sér herbergi á Blackstone gistihúsinu, þangað
til við látum lögregluna vita um hvar hún er í
raun og veru.
Andlit unga mannsins tók nú gagngerðri
breytingu. f stað reiðisvipsins lýsti nú svipur
hans ákafa. Hann gekk fast að Burke og talaði
af mikilli alvöru og ákafa.
“Burke,” sagði hann í bænarrómi, “gefið
mér tækifæri. Eg fer til Chicago í fyrramálið.
Veitið mér einn sólafhring áður en þér farið að
ofsækja hana.”
Lögreglustjórinn horfði á hann rannsókn-
araugum. Hið þunglamalega andlit hans lýsti
efasemd, en alt í einu brosti hann og mælti:
“Þetta er ekki nema sanngjarnt.”
En faðir piltsins gekk til hans.
“Nei, nei, Dick,” hrópaði hann. “Þú skalt
ekki fara! Þú mátt ekki fara!”
En Burke hristi höfuðið til að mótmæla
þessu. Hin mikla rödd hans varð bjóðandi og
áhrifamikil.
“Því þá ekki?” spurði hann. “Það er
ekki nema rétt að reyna þetta, og auk þess
dáist eg að hugrekki piltsins.”
Dick greip fegins hendi við leyfinu.
“Og þér samþykkið þetta?” hrópaði hann.
“Já, það geri eg,” svaraði hinn.
“Þakka yður fyrir,” svaraði Dick hæglát-
lega.
En faðir hans var samt ekki ánægður.
Þvert á móti. Hann gekk til þeirra og var hinn
mesti óánægju svipur á honum.
“Þú mátt ekki fara Dick,” sagði hann
valdsmannslega.
Lögreglustjórinn leit á hann til þess að
vara hann við og hvíslaði að honum, svo að
Dick heyrði ekki. “Hafið yður hægan! Þetta
gerir ekkert til.”
En Dick hélt áfram með alvöru, sem hæfði
hinu þýðingarmikla fyrirtæki hans.
“Þér heitið mér því þá, inspektor, að láta
ekki lögregluna í Chicago vita um hana fyr cn
eg hefi verið þar í sólarhring?”
“Já, því megið þér treysta,” svaraði Burke
glaðlega. “Þeir fá ekki nokkra vitund um
þetta að heyra frá mér, fyr en sú stund er
liðin.” Hann sneri sér að föður hans og nú
breyttist svipur hans. “Heyrið mér Mr. Gild-
er,” sagði hann rösklega. “Mig langar til að
tala við yður um annað efni-------”
Dick greip þessa bendingu og sagði ákaf-
ur: “Þá ætla eg að fara.” Hann brosti fremur
dauflega við föður sínum og sagði: “Þú veist,
pabbi að mér þykir þetta slæmt, en eg neyðist
til að gera það sem samviskan segir mér að
rétt sé.”
Burke, sem sá að í hart ætlaði að slást
með þeim, bjargaði við málinu með því að segja
mjög hjartanlega: “Auðvitað, auðvitað verðið
þér að gera það. Það er það réttasta, sem nokk-
ur getur gert.” Hann beið með vakandi at-
hygli eftir að ungi maðurinn færi út úr her-
berginu og þegar hann hafði lokað á eftir sér,
settist hann á sófann og bjóst til að segja auð-
manninum það, sem hann bar fyrir brjósti.
“Hann fer til Chicago í fyrramálið, haldið
þér það ekki?”
“Það er áreiðanlegt,” svaraði Gilder, “en
mér líkar það alls ekki.
Burke skelti hendinni svo fast á lærið, að
það hefði lærbrotið veikbygðari mann.
“Það er það langbesta, sem fyrir gat kom-
ið,” sagði hann hátt. Og þegar Gilder horfði á
hann forviða, bætti hann hlægjandi við: “Því
sjáið þér til. Hann hittir hana ekki þar.”
“Og því haldið þér það?” spurði Gilder for-
viða.
Burke lét það eftir sér að skellihlægja
áður en hann svaraði:
“Af því að hún fór ekki þangað.”
“Og hvert fór hún þá?” spurði Gilder, sem
ekkert skildi í þessu.
“Aftur hló lögregluþjónninn. Það var auð-
séð að hann var allánægður yfir bragðvísi sinni.
“Hvergi ennþá sem komið er,” svaraði
hann að síðustu. “En um það bil, sem hann
leggur af stað vestur mun eg hafa náð henni
niður á lögreglustöðina. Demarest mun hafa
ákæru gegn henni fyrir hádegið. Hún mun
koma fyrir rétt seinni partinn, og annað kvöld
verður hún komin í svartholið. Það er einmitt
þangað, sem hún er að fara.”
Gilder stóð hreyfingarlaus um hríð. Þegar
á alt var litið var hann bara venjulegur borg-
ari og þekti ekki leynibrögð lögreglunnar.
“En þér getið ekki gert það,” sagði hann
undrandi.
Lögreglustjórinn hló af innilegri ánægju
yfir þessu skilningsleysi áheyranda síns.
“Jæja, jæja,” sagði hann hæglátlega. “Eg
get það kannske ekki,” og nú brosti hann við
manninum, sem efaðist um vald hans. “Eg get
það kannske ekki,” endurtók hann, og nú sauð
hláturinn niðri í honum og hann hélt áfram
með mikilli áherslu: “En eg skal gera það
samt!” Nú varð hið þunglamalega andlit hans
hörkulegt, og hin greindarlegu augu hans log-
uðu grimdarlega, og könnuðust allir undirmenn
hans við þann glampa. Hann beit hörkulega
saman tönnunum er hann mælti:
“Haldið þér að eg ætli að láta hana gera
gys að öllu lögregluvaldi borgarinnar? Eg er
settur til að ná í hana, stöðva hana að minsta
kosti. Þorpara lýðurinn hennar ætlar sér að
brjótast inn í hús yðar í nótt.”
“Hvað þá?” spurði Gilder. “Eigið þér'við
að hún komi hingað til að stela?”
“Nei, ekki beinlínis,” svaraði Burke, “en
félagar hennar ætla sér að koma hingað í
þeim tilgangi. Hún mundi ekki vilja koma
hingað, ef eg þekki hana rétt. Hún er of vitur
til þess. Ef hún vissi hvaða ráð Garson helir
með höndum mundi hún stemma stigu fyrir
þeim.
Lögreglustjórinn þagði um hríð og sat í
þungum þönkum. Svo sló hann heljarhögg á
lærið og andlit hans ljómaði af gleði.
“Það veit hamingjan,” hrópaði hann, “að
nú hefi eg náð henni í netið. Ráðið til þess
hafði nú loksins flogið honum í hug. Hann
gekk að skrifborðinu, þar sem símaáhaldið
stóð og bað um að fá að tala við lögregulstöð-
ina. Er hann beið þannig eftir sambandinu,
brosti hann glaðlega við Gilder, sem starði á
hann steinhissa. “Þetta er ekki of seint,”
sagði hann glaðlega. “Eg hlýt að hafa venð
hálfruglaður, að hafa ekki hugsað út í þetta
fyr,” en nú fékk hann sambandið. “Er þetta
lögreglustöðin ?” spurði hann. “Burke lög-
reglustjóri er að tala. Hver er í skrifstofunni
minni? Látið mig fá að tala við hann strax.”
Hann brosti framan í Gilder, er hann hlustaði
í símann og sagði við hann: “Þetta er Smith,
duglegasti maðurinn, sem eg hefi. Og eg get
sagt yður að það var heppni,” og svo talaði
hann aftur í símann.
“Ó, heyrið mér Eddi, sendið einhvern til
þessarar Turner stúlku. Þið vitið hvar hún á
heima. Sjáið bara til þess að hún fái vit-
neskju um, að Joe Garson ásamt fáeinum íé-
lögum sínum ætli að brjótast inn í hús Edwards
Gilders núna í nótt. Náið í einhvern spæjara
og látið hann færa henni fregnina um þetta.
Og yður væri betra að vera fjári snar að
•þessu. Skiljið þér það?”
Lögreglustjórinn dró nú upp úrið, sem
Aggie Lynch hafði leikið svo mikil girnd á;
hann leit á það og hélt áfram að tala: “Klukkan
er hálf ellefu núna. Hún fór í Lyric leikhúsið
með einhverjum kvenmanni. Náið fundi henn-
ar þegar hún kemur út, eða það sem betra
væri, heima hjá henni. Þið verðið að hraða
ykkur. Þetta er alt og sumt.”
Lögreglustjórinn lagði frá sér áhaldið og
horfði ánægjulegur og brosandi framan í hÚ3-
ráðanda.
“En hvaða gagn er að öllu þessu?” spurði
hann með óþolinmæði. Burke útskýrði það
fyrir honum með ánægju manns, er hefir lagt
svo djúp og slungin ráð að þau geta ekki
brugðist. Þetta fylti hann hrifningu, því að nú
var hann sannfærður um að hafa veitt Maríu
Turner í gildruna.
“Hún mun koma hingað til að stemma
stigu fyrir þessu ráni, og þegar við handtökum
óaldarflokkinn, verður hún tekin hér ásamt
honum. Eg hugsaði svo mikið um Garson að
eg hafði næstum gleymt henni. Þér trúið því
nú kannske ekki, Mr. Gilder, en samt er það
satt, að varla hefir nokkur meiri háttar fölsun
verið framin í þessu landi, hin síðustu tuttugu
árin, án þess að Garson hafi eigi á einhvern
hátt haft þar hönd í bagga. Við höfum aldrei
getað haft hendur í hári hans. Burke hló og
bætti við: “Skálkar eru skrítnir menn. Þótt
Garson sé maður vitur, lét hann samt Griggs
telja sig á þessa heimsku, og nú gengur hann
í gildruna. Viljið þér nú kalla á þjóninn yðar
rétt sem snöggvast, Mr. •Gilder?”
Gilder studdi á hnapp í skrifborði sínu, en
í sömu svipan leiftraði skært ljós í útskots-
glugganum og hvarf svo. Burke hrökk við,
þótt honum væri ekki hætt við að láta scr
bregða.
“Hvað er þetta?” spurði hann snögglega.
Það er varpgeisli frá Háborgarturninum,”
svaraði Gilder og brosti að hræðslu lögreglu-
þjónsins. “Geisli þessi hittir á þennan glugga
fimtándu hverja mínútu. Þjónarnir hafa
gleymt að draga niður gluggatjöldin,” er hann
mælti þannig, gekk hann að glugganum og dró
fyrir tjöldin. “Nú mun þetta Ijós ekki trufia
okkur framar.”
Þegar þjónninn kom nú inn, beindist at-
hygli Burkes aftur að því atriði, sem fyrir
höndum var.
“Maður minn,” sagði hann valdsmanns-
lega, “eg vil að þér farið upp á þakið og opnið
lúguna sem þar er. Þér munuð hitta fáeir.a
menn, sem bíða þar eftir yður. Komið með þá
niður.”
Andlit þjónsins, sem venjulega var alveg
tilbreytingarlaust lýsti forundrun og vanþókn-
un í senn, og hann leit spyrjandi á húsbónda
sinn, sem kinkaði kolli til samþykkis.
“ó, þeir gera yður ekkert mein,” sagði lög-
reglustjórinn, er hann sá hikið á manninum.
“Þetta eru alt lögregluþjónar. Þér komið me.ð
þá hingað niður og farið svo beint í rúmið og
verðið í því þangað til á morgun. Skiljið þér
það?”
Aftur leit þjónninn á húsbónda sinn og
aftur hneigði hann sig til samþykkis og svar-
aði þjóninn þá: “Gott og vel, herra minn.”
Hann leit svo vandræðalega og hálf önuglega á
lögreglustjórann og fór út úr herberginu.
Gilder sjálfur skildi ekkert í þessu öllu
og spurði því: “En hvernig vitið þér að þeir
ætla að brjótast inn í húsið í nótt? Eða haldið
þér að þeir yfir höfuð ætli að brjótast hér inn?”
“Það veit eg vel,” svaraði Burke mjög upp
með sér, “því að eg kom því sjálfur svo fyrir.”
“Þér komuð því svo fyrir!” hrópaði auð-
maðurinn undrandi.
“Já, auðvitað,” svaraði Burke ánægjulega.
“Eg kom því í kring með hjálp svikara eins í
herbúðum þeirra.
“Ó, þér meinið mann sem svíkur félaga
sína í trygðum?” spurði Gilder hálf vandræða-
lega.
“Já,” svaraði Burke, “lögreglan hefir slíka
menn í þjónustu sinni, og þeir eru í rauninni
hin svívirðilegustu kvikindi, sem skríða á jörð-
inni.”
“En ef þér hafið slíkt álit á þeim,” svar-
aði Gilder, “því hafið þér þá nokkuð' saman
við þá að sælda?”
“Af því að það er stundum nauðsynlegt,”
svaraði lögreglustjórinn. “Við vitum að slíkur
maður, er njósnari og svikari og í hvert skifti,
sem hann kemur nálægt manni, ætti maður að
nota sóttvarnarlyf, en við notum hann samt,
vegna þess, að við megum til. Svikarinn sem
við notum núna er forfínn, enskur skálkur.
Hann fór til Garsons í gær og lagði með honum
ráðin á að ræna hús yðar. Hann reyndi Maríu
Turner líka, en hún vildi ekkert hafa með það
að gera — sagði að það varðaði við lög, og öll
j lagabrot væru á móti sínum meginreglum og
siðferði. Hún sagði Garson að skifta sér ekk-
ert af þessu. En hann hitti Griggs síðar meir,
án hennar vitundar og félst þá á, að taka þátt
í þessu. Griggs lét mig svo vita að þetta ætti
að ské nú í nótt. Þarna sjáið þér nú hvemig
eg veit um þetta, Mr. Gilder. Þér skiljið nú
þetta, eða hvað?”
“Jú,” svaraði Gilder og var hreint ekkert
hrifinn yfir því. f raun og veru yar hann háif-
gert móðgaður yfir því, að húsið hans skyldi
I vera notað til þess arna að veiða í því glæpa-
menn.
“En hversvegna látið þér menn yðar koma
niður um þakið?” spurði hann forvitnislega.
“Það var ekki óhætt að láta þá koma inn
um framdyrnar,” svaraði lögreglustjórinn, “því
að það eru öll líkindi til þess, að þeir hafi auga
á húsinu. Eg vildi að þér létuð mig fá útid>ra
lykilinn yðar. Mig langar til að koma hingað
aftur og vera viðstaddur handtökuna.
Húseigandinn fékk honum lykilinn með
mestu hlýðni og sagði: “En því þá ekki að bíða
hér þar sem þér eruð kominn?”
“En setjum svo að þeir hafi séð mig fara
hingað inn,” svaraði Burke. “Það yrði ekki
neitt úr framkvæmdum þeirra fyr en eg væri
farinn.”
Hurðin út í göngin opnaðist og þjónninn
kom aftur inn í herbergið. Á eftir honum
kom Cassidy og tveir aðrir leynilögregluþjónar
‘í venjulegum fötum. Samkvæmt boði hús-
bónda síns hafði þjónninn, sem ekkert vissi
hvaðan á sig stóð veðrið, sig á burt, með þeim
ásetningi að hlýða boði lögreglustjórans og
fara strax í rúmið, og forðast þannig alla
mögulega hættu sem stafa kynni af þessum að-
förum, sem brutu svo mjög í bága við allar
hans hugmyndir réttan og virðulegan fram-
gangsmáta.
Þegar hurðin lokaðist á eftir þjóninum
.spurði Burke húsráðanda hvar menn sínir
gætu falist þangað til þeirra þyrfti við.
Um það varð nokkur umræða og urðu
þeir loks ásáttir að fela þá í geymsluklefa ein-
um, sem var í endanum á göngunum, en fram
í þau göng voru dyr úr skrifstofunni.
“Eins og þér sjáið,” sagði Burke við
Gilder er þeir höfðu útkljáð þetta mál og leyni-
lögregluþjónarnir höfðu farið ásamt Cassidy
á sin"n stað, “þá verður maður að fara rétt að
öllu, er maður ætlar að veiða skálka í þannig
setta gildru. Eg lét þessa menn koma í númer
26 á hinu strætinu, og koma svo hingað eftir
þökunum.”
“Gilder hneigði sig þessu til samþykkis
þótt í engri hreinskilni væri. Honum fundust
að slíkar krókaleiðir væru í raun og veru mjög
fjarri öllum sanni og heimskulegar.
“Og nú, Mr. Gilder, ætla eg að gefa yður
sama ráðið og þjóninum yðar og það er að
fara í rúmið og vera þar,” sagði lögreglustjór-
inn.
“En drengurinn?” spurði Gilder. “Hvað
er um hann? Hann er mér dýrmætari en alt
annað.”
“Ef hann segir nokkuð meira um þessa för
sína til Chicago, þá látið hann fara þangað.
Það er alt og sumt. Það er besti staðurinn
fyrir hann núna um næstu dagana. Eg mun
koma til yðar á morgun og láta yður vita
hvernig þetta gekk alt saman.”