Heimskringla - 24.04.1940, Side 1

Heimskringla - 24.04.1940, Side 1
The Modern Housewtfe Knows Quallty That Is Why She Selects “GANADA BREAD” "The Quality Goes in Before the Name Goes On” Weddlng Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOB— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf In Canada Rich as Butter—Sweet aa a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. APRÍL 1940 NÚMER 30. HELZTU FRÉTTIR VORKOMA Norsk söguhetja hvetur landa sína til að berjast Sigríði Undset kannast allir við. Hún er fræg-asta sagr.a- skáld Norðmanna og hefir unnið Nobles-verðlaunin fyrir sögu sína “Kristín Lavrandsdatter”. Hún ekki síður en aðrir fá að kenna á ránskap og grimd Naz- ista, því nýverið var heimili hennar sprengt í loft upp með hýzkri sprengikúlu. Hana sak- aði þó ekki. Hvetur hún nú þjóð- ina í ræðu og riti móti óvinun- um og kemst að orði á þessa leið: “Vér skömmumst okkur fyrir suma af mönnum þjóðar vorrar og stöndum undrandi yfir því að heir skuli gerast landráðamenn reyna til að selja land sitt í hnedur keltuhundi Nazista.” Með þessu á hún við hina norsku alndráðamenn, sem að- stoða andstæðinga sína í stað Þess að berjast við þá. — Og skáldkonan heldur svo áfram og segir: “Heimurinn þarf ekki að halda að við séum heiglar, þó þjóð vor sé smá og afstaða okk- ar þannig að við höfum ekki sótt eftir stríði. Við getum barist. Um það færir heim sanninn stríðið, sem vér áttum í við bræðraþjóðir vorar og ávann oss sjálfstæði 1814. Og við skulum sanna heiminum það enn að við getum barist.” Þá sendir hún kveðju sína til allra norskra manna og kvenna °S hvetur alla að standa saman °S gera alt sem þeim er unt til a<5 verja frelsi sitt og föðurland. Til allra aðkominna hermanna, franskra, enskra og canadiskra, 'Sendir hún sínar heillakveðju fyrir að leggja líf sitt í hættu fyrir frelsi smáþjóðanna og rétt beirra. Að endingu farast henni °rð á þessa leið: “Guð gefi öllum þjóðum frið á °kkar tímum, frið sem getur leitt oss til meira réttlætis, var- anlegri friðar og samkomulags hér á jörð.” Stríðinu hallar á Þjóðverja Bretar, Frakkar og Canada- ^aenn hafa sýnt frábæra her- ^nsku í Noregi og Hrakið lið bjóðverja. Mesta orustan var nálægt ^tiklastað þar sem Canada-menn °g franskir Alpafjallamenn voru að reyna að komst á skíðum ^ir fjöll og öræfi norður til ^rándheims. Geti þeir komist Stiklastaðar, þá geta þeir ^Jálpað fámennum hóp af Norð- ^Önnum, sem ennþá halda Hegra yirki, og þannig náð járnbraut- ker til Stiklastaðar, en Þjóð- verjar tóku ekki með í reikning- inn hvað Bandamenn fara fljótt yfir. Svo þó þessir bæir hafi verið mikið skemdir, biðu Banda- menn sama og ekkert manntjón. Þjóðverjar í kring um Þránd- heim, eru sagðir að vera í þann veginn að gefast upp því þeir geta ekki náð sambandi við Þjóðverja í suðurhluta Noregs, þess vegna eru norskir yfirmenn í góðu skapi og þykjast þeir sjá fyrir endann á Þjóðverjum í Mið Noregi. Bretar og Frakkar hafa um- kringt Narvik og munu þeir ekki lina bardagann fyr en þeir eiga sigurinn vísan. Sagt er að canadiskir og franskir hermann kunni vel við sig í snjónum í norður Noregi og gera þeir sitt hlutverk full- komlega móts við aðra í þessum árásum. Skipaður ræðismaður Bandaríkjanna á íslandi ísland og Bandaríkin hafa nú myndað ræðismannasamband sín á milli. Nú þegar Danmörk hefir verið tekin herskildi af Þjóð- verjum og konungur Danmerkur er ekki lengur konungur íslands, verða fslendingar að sjálfsögðu sjálfir að sjá öllum sínum innan og utanríkismálum borgið. Hingað til hafa verzlunar af- skifti íslands við Bandaríkin, orðið að ganga gegnum hendur ræðismanns Dana og fulltrúa is- lenzku stjórnarinnar í New York. Nú hefir utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna Cordell Hull, látið þess getið, að hann hafi fengið skeyti frá ráðherra íslands, Hermann Jónasson, þess efnis, að Alþingi íslands væri það áhugamál að komast í beint samband við Bandaríkin. Hull kvað stjórn Bandaríkj- anna vera ánægða í að verða við þessum tilmælum íslands, undir þeim kringumstæðum sem nú eru. Og nú fyrir fárum dögum, var B. E. Kuniholm, ræðismað- ur Bandaríkjanna á Svisslandi, skipaður ræðismaður Bandaríkj- anna á fslandi. Bretar slá verndarhendi yfir Færeyjar Eins og Churchill skýrði frá á þingi í síðast liðinni viku, hafa nú Bretar slegið vemdarhendi sinni yfir Færeyjar á þann hátt, að hermenn hafa verið sendir þangað og eiga þeir að sjá um að ekki verði ráðist á eyjarnar. lani frá Þrándheim, sem liggur ^ svensku járnnámunum, frá bjóðverjum. Til að koma í vcg ^Tir þessa árás, hafa Þjóðverj- ar sent marga tundurspilla norð- ast Þrándheimsfjörð og þar r®ynt að setja hermenn á land Steinker, til að vera viðbúnir arásum frá Bandamönnum. Baeði Bandamenn og Þjóðverj- ar hafa orðið fyrir miklum akaða. Bandamenn hafa líka aSt leið sína suður til Oslo og °niist suður fyrir Hamar, mætt Jóðverjum þar og háð þar harð- an bardaga. Stórorusta er og afin í Guðbrandsdal og með þvi ,^er sigurvegari verður þar er a*veðið í hvers hendur-Oslo fell- ^jóðverjar senda viðstöðu- óst sprengikúlur úr loftinu á arnbrautina frá Namsos, þar ?eitl Bandamenn eru væntanleg- j. að ferðast með. Þessi braut Sgur- gegnum Grong og Stein- Sigurvegari í Marathon hlaupi Gerard Cots, blaðasali frá St. Hyacinthe, Quebce, 26 ára gam- all, vann þann 19. apríl 44. B. A. A. Marathon hlaupið, 26 mílur 385 yard. Hann hljóp þessa vegalengd á 2.28.28.3-5 sem er nýtt met. Áður var það 2.28.51 4-5 og sett síðast liðið ár af Ellison (Tarzan) Brown frá Westerly, R. I. Á eftir honum kom eins og stælt fjöður Johnny litli Kelly frá Arlington, Mass., sem vann Marathon hlaupið 1935. Hann hljóp vegalengdina á 2.32.00 3-5 Þriðji í röðinni var Don Heinicke frá Baltimore á 2.32.21. 7,000 flugvélar John H. Towers, sjóliðsforingi og formaður flugmála skrifstof- unnar í Washington, sagði ný- verið að England og Frakkland Gæzka’ í ári’ að völdum veik vetrar fár hún stillir dropi smár hver lífi’ og leik lagarbárur fyllir. Fuglar gómsins gígjum með glepja tómsins drauga upp úr grómsins gráa beð gægist blómsins auga. Golan iðar brumi’ á baðm bögu kliðar tindi, lækir niða ljóss við faðm lög um frið og yndi. Bölheims-skessa af hungri’ og hor hlýtur sess að kveðja. Kom þú blessað! blíða vor bæði’ að hressa’ og gleðja. Jón Jónatansson hefðu pantað um 7,000 flugvélar frá Bandaríkjunum síðan stríðið hófst, og að þeim kvað hann vera búið að senda um 3,000. Um leið lét hann þess getið að um áramótin 1940-41, mundu Banda- ríkin auðveldlega geta smíðað 25,000 nýtízku flugvélar árlega. 850,000 menn kallaðir Bretar létu þá fregn ganga út nýverið að þeir ætluðu sér að senda 850,000 menn til Noregs, og þeir mundu geta það án þess að skerða nokkuð frönsku eða ensku fylkingarnar. Atvinnumálaráðherrann gat þess þá einnig, að í apríl og maí yrðu menn á aldrinum 25, 26 og 27 ára kallaðir í herinn og ætla þeir á þann hátt að ná upp þess- um 850,000. Það er fullyrt að Bretar muni hafa 2,750,000 menn undir vopnum í byrjun júní, að meðtöldum Canada, Ástralíu, Nýja Sjálands og Indía hermönnunum. Veglegt heimboð Síðastliðinn sunnudag var veglegt heimboð að heimili Mr. og Mrs. Arlnbjörn S. Bardal í E. Kildonan; skírnar og afmælis- veizla. Sonur Niel Bardal og konu hans Sigríðar, (áður Miss Johnson) var skírður í kirkjunni þá um morguninn. En afmælis- barnið var A. S. Bardal. Hann var þá 74 ára, ungur má segja, því lítil ellimörk eru á honum að sjá, og er síglaður og leikandi í lund og heilsugóður. Þar var samankomið um 160 manns og öllum veittar góðgerð- ir af mikilli risnu og höfðings- skap. Kaupa flugvélar Stjórn Suður-Afríku hefir gert samninga við félag 1 Cali- forníu, um að smíða flugvélar fyrir $2,225,000. Góð samkoma Á föstudagskvöldið í síðustu viku fóru héðan frá Winnipeg til Gimli, þeir Einar Páll Jóns- son, Alex Johnson, Nikulás Ot- tenson, Lúðvík Kristjánsson og Bergþór Emil Johnson. Fóru þeir til að skemta á hinni árlegu lestrarfélags samkomu á Gimli. Hafði Bergþór Emil Johnson ræðu. Alex Johnson söng, Nik- ulás Ottenson flutti frumort kvæði um J. B. Johnson er gaf stöfnsjóðinn til spítalans á Gimli, og Einar Páll Jónsson tal- aði um Einar Benediktsson skáld. Lúðvík Kristjánsson flutti sinn fræga Krossabrag. Einnig voru á skemtiskránni þeir Feld- steds bræður frá Árborg, með tví söng. Og Óli Kárdal frá Gimli iheð einsöng. Guðmundur Felsted var samkomustjóri. — Samkoman var fjölsótt og hin skemtilegasta. \ fSLAN DS-FRÉTTIR Bríet Bjarnhéðinsdóttir dáin Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir andaðist að heimili sínu hér í bænum aðfaranótt laugardags. Hún hafði kent hjartabilunar síðustu árin, en hafði fótavist til þess síðasta og fékk hægt andlát. Hún varð 83 ára að aldri. Frú Bríet var sérkennileg kona, stórbrotin og mikilhæf á marga lund. Vegna afskifta hennar af kvenfrelsismálum verður hennar lengi minst. —Mbl. 17. marz. * * • Ásmundur Sveinsson myndhöggvari Bókaverzlun ísafoldarprent- smiðju hefir nýlega gefið út bók er fjallar um Ásmund Sveinsson myndhöggvara og listaverk hans. Eru í henni myndir af mörgum listaverkum Ásmundar, ásamt ritgerð eftir Guðlaug Rósinkranz yfirkennara, um æfi- feril Ásmundar og listamanns- feril. Tuttugu ár eru nú liðin síðan Ásmundur hóf listnám, en tíu ár var hann að námi í ýms- um höfuðborgum Norðurálf- unnar. Tilgangurinn með útgáfu þess- arar bókar, er sá, að kynna að nokkru list Ásmundar Sveins- sonar þeim, er ekki eiga þess völ að sjá listaverkin sjálf með eigin augum—Tíminn. * * * Þrjár stúlkur fótbrotna á skíðum Þrjár stúlkur héðan úr bæn- um fótbrotnuðu á páskadaginn er þær voru í skíðaferð. Ekki munu brotin vera hættuleg. Stúlkur þessar voru Ragn- heiður Jónsdóttir, Halldórsson- ar, skrifstofustjóra í Lands bankanum og Kristín Haralds- dóttir, Árnasonar kaupmanns. Var Ragnheiður á leið frá Skíða- skálanum í Hveradölum til Kol- viðarhóls, er slysið skeði, en Kristín fótbrotnaði í Hellis- skarði, rétt hjá Kolviðarhóli. Ennfremur fótbrotnaði í skíðaferð dóttir Nieljoniusar ólafssonar vrezlunarmanns hjá Kol og Salt. Stúlkan heitir Sig- fríður. Hún þríbrotnaði um öklann. Yfirleitt munu allmargir hafa hlotið meiðsli í skíðaferðum nú um páskana, því að færi var hart og hættulegt víða hér syðra. —Vísir, 26. marz. ;.t * n- * * Forn-islenzk orðabók 3-4000 blaðsíður Fyrir nokkru var haldinn fundur í Kaupmannahöfn, til undirbúnings útgáfu stórrar forníslenzkrar orðabókar, sem gert er ráð fyrir að verða 3— 4000 bls. að stærð. Þenna fund sátu Danir, Norð- menn og einn fslendingur. ís- lendingurinn var próf. Jón Helgason, Danirnir dr. pfcil. Ejnar Munksgaard og prófess- orarnir Arup og Bröndum-Nicl- sen, en af hálfu Norðmanna sátu fundinn dr. Kaht. utanríkis- málaráðherra, próf. A. Seip, rektor Osloarháskóla og Anne Holsmark, dósent. —Vísir, 26. marz. * * * Goðafoss fær ekki afgreiðslu í New York nema hann taki póst Á föstudaginn var kl. 5 e. h. var “Goðafoss” ferðbúinn í New York til þess að leggja af stað heimleiðis. En þá kom babb í bátinn. — Brezk yfirvöld hafa ákveðið, að skip frá Norðurlöndum, sem fara með póst frá Ameríku verði að koma við í brezkri eftirlitshöfn, Kirkwall. En Bandaríkjastjórn hefir á- kveðið, að skip sem þaðan fara verði ekki afgreidd nema þau taki póst. Þetta mun eigaijafnt við öll skip, en “Goðafoss” er fyrsta íslenzka skipið, sem verð- ur fyrir stöðvun vegna þessa. Eins og sakir stóðu í gær, gat “Goðafoss” ekki farið frá New York, nema að taka póst, og gat ekki tekið póst, nema sigla til Kirkwall, en gat ekki siglt til Kirkwall, því það myndi marg- falda vátrygginguna á skipi og farmi, og við það sat, þegar blaðið síðast vissi. Um horfur á póstflutningi til landsins frá Norðurlöndum hefir blaðið ekkert frétt, ekkert enn komið þaðan síðan þann 2. febr. eins og fyr hefir verið minst á. En póstur, sem héðan hefir farið síðustu mánuði, og farið hefir í póstskoðun í Englandi, kemst smátt og smátt áleiðis, að því er frést hef-ir, en með miklum töfum.—Mbl. 17 marz. * * * Ásmundur Ásgeirsson Skákmeistari Reykjavíkur 1940 f gær lauk skákeinvíginu með því að Ásmundur sigraði Gilfer í 3. sinn í röð og hlaut því titil- inn “Skákmeistari Reykjavíkur 1940.” Ásmundur hafði hvítt og fékk snemma yfirburðastöðu. Mið- taflið reyndist þó svo flókið og tímafrekt, að báðir lentu í miklu tímahraki og varð skákin all- spennandi um tíma, þótt eigi tækist Gilfer að rétta við hlut sinn. Enda gaf hann í 42. leik, þegar mannstap var óverjandi og staðan að öðru leyti gertöpuð. Eins og kunnugt er, skyldi sá hljóta titilinn, er fyrr ynni 3 skákir. Gat einvígið því dreg- ist töluvert á langinn, ef mikið hefði orðið af jafnteflum. Nú hefir raunin aftur á móti orðið sú, að Ásmundur vann fyrstu 3 skákirnar og gerði því einvígið eins stutt og glæsilegt og hægt var.—Vísir, 4. marz. * * * Ný flugvél verður smíðuð fyrir Flugfélag fslands Aðalfundur Flugfélags Akur- eyrar var settur á Akureyri í fyrradag, en honum var ekki lok- ið og var frestað þar til síðar. Á fundinum var sú ákvörðun tekin að breyta nafni félagsins í Flugfélag fslands h. f. Örn Johnson flugmaður leggar annað kvöld af stað áleiðis til Bandaríkjanna til að annast kaup og sjá um smíði á nýrri flugvél fyrir félagið. Flugvélin verður mjög áþekk gömlu vél- inni, en lítið eitt stærri og með fullkomnari tækjum. Það tekur 6 vikur að smíða hana, því að verksmiðjan verð- ur að smíða hana sérstaklega fyrir okkur og okkar staðhætti, því hún smíðar aðeins landflug- vélar með hjóliím, en þessi vél verður að hafa flotholt í stað hjóla. Auk þess verður hún út- búin ýmsum tækjum fyrir okk- ar staðhætti. Er búist við að hún komi hingað í byrjun mai- mánaðar. Gjaldeyri- og innflutnings- leyfi er fengið fyrir hinni vænt- ajnlegu flugvél, en þess má.einnig geta, að vátryggingarfé fyrir gömlu vélina — en hún var trygð hjá Lloyds í London — fæst í erlendum gjaldeyri og það auðveldar mjög kaupin á þeirri nýju. Flugvélin mun kost með nauð- synlegum varahlutum um 70 þús. ísl. krónur.—Vísir, 15. marz ÞÝÐING AUKINS SAM- BANDS MILLI ÍSLANDS OG AMERÍKU Þetta var fyrri fundurinn af tveimur umræðufundum, sem Stúdentafélag Reykjavíkur held- ur á þessum vetri um afstöðu ís- lands til umheimsins, og’fjallaði hann um afstöðuna til Ameríku. Thor Thors hafði þar aðal- framsögu og ræddi um menning- arleg, viðskiftalega og pólitÍ3k sambönd íslands við Ameríku. Lagði hann aðaláherzluna á auk- ið menningarsamband við ís- lendingana í Vesturheimi og lýsti hinum síauknu erfiðleikum, sem þeir hefðu við að etja, og þeirri viðleitni, sem sýnd hefði verið hér heima, til að styðja þá og halda sambandi við þá. Hann rakti þróun viðskiftanna milli fslands og Suður- og Norð- ur-Ameríku frá 1935 og erfið- leikana og möguleikana á aukn- um viðskiftum íslands við þess- ar þjóðir. Kvað hann útflutn- ing íslands til Bandaríkjanna 1930 hafa verið IV2 milj. kr, 1935 4.2, 1938 5.8 og 1939 7.4 milj. Hann sagði, að eins og nú stæðu sakir væri ekki hægt að selja síldarlýsi til Ameríku sök- um tolla, en ef því fengist breytt, yrði það mikill hagnaður fyrir okkur, því þá yrðum við óháðir lýsishringunum í Evrópu. Svipuð aðstaða sagði hann að væri um sölu síldarmjöls. Þa ræddi hann og um gildi sýning- arinnar í New York bæði fyrir viðskiftalífið og ísland sem ferðamannaland. Þá kom hann nokkuð inn á hina pólitísku að- stöðu til Bandaríkjanna, m. a. hugmynd Vilhjálms Stefánsson- ar um að ísland væri fyrsta ameríska lýðveldið og Monro- kenningin ætti að ná til þess. Kvað ræðumaður, að eins og nú stæðu sakir, væri erfitt að standa einn og óstuddur og væri því ekki fráleitt að athuga þenna möguleika, því landinu myndi minst hætta stafa af vernd Bandaríkjanna af þeim stórveldunum, sem nú væru til. Ragnar Ólafsson lögfr. hafði framsögn um aukið menningar- samband fslands og Ameríku og nauðsyn á því, að íslendingar öðluðust betri skil á andlegri og verklegri menningu þeirra en verið hefir. Sagði hann, að á s. 1. ári hefði verið stofnað hér félag, sem héti íslenzk-ameríska félagið, til að vinna að menning- arsambandi íslands og Banda- ríkjanna s. s. með því að koma greinum um íslenzk efni í blöð vestra, koma þar út þýðingum á ísl. bókum og koma á kandidata- Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.