Heimskringla - 24.04.1940, Side 6

Heimskringla - 24.04.1940, Side 6
6. SÍÐA MEiMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APRÍL 1940 SVO ERU LOG, SEM HAFA TOG Aftur varð svipur hans ákveðinn og harn mælti í bjóðjandi rómi: “En hvað sem því líður, þá mátt þú ekki hætta á slíkt. Við förum héðan öll eftir eina mínútu eða svo, og þá kemur þú með okkur. Hann sneri sér að mönnunum og talaði ótt og skipandi: “Heyrið mér nú. Þú Dacey ferð að ljósahnappnum þarna við stofudyrnar. Þegar þú heyrir mig smella saman fingrunum, há slekkur þú ljósin. Skilurðu það?” Maðurinn hlýddi skipuninni tafarlaust og stóð á sínum stað albúinn að stjórna rafmagns- straumnum. Hin örvæntingarfulla stúlka gerði hina sið- ustu tliraun. Vegna þess að skap Garsons hafði mýkst svolitla stund, hafði hún fengið hugrekki sitt á ný. “Gerðu þetta ekki Joe.” “Þú getur ekki hindrað þetta, María, ’ svaraði hann rösklega. “Það er of seint. Þú ert bara að tefja tímann og auka á hættuna, sem við erum öll saman í.” Hann sneri sér nú aftur að stjórninni á framkvæmd ránsins. “Rauður,” sagði hann, “þú skalt standa við þessa hurð,” en það var hurðin, sem hann hafði reist stóíinn upp við. Rauður hlýddi >því og Joe hélt áfram: “Komi einhver inn um þessar dyr, þá náðu í hann og það fljótt. Skilurðu? Láttu hann ekki hljóða upp.” Chicago Rauður glotti hróðugur þessu til samþykkis. Hann rétti upp hinar stóru hendur sínar með útglentum greipum. “Það er ekki mikil hætta á því” sagði hann hróðugur. “Hann fær þessar yfir trýnið.” Til þess að enginn hávaði yrði af stólnum færði hann hann frá hurðinni. “Nú skulum við hefjast handa,” sagði Gar- son ákafur, en María tók til máls gremjufull yfir ósigri sínum: “Hulstaðu nú á mig Joe. Ef þú gerir þetta, erum við skilin að skiftum. Eg er hætt!” Garson lét þessa hótun ekkert á sig fá. “Ef okkur hepnast þetta fyrirtæki,” svar- aði hann, “getum við öll hætt. Þess vegna réðist eg í þetta. Eg hefi andstygð á þessu líferni.” Hann bjóst nú við að hraða starfinu. “Komið hingað Griggs og Rauður og drag- ið þetta skirfborð til svo að eg geti staðið á því.” Báðir mennirnir hlýddu þeirri skipun, án þess að hirða um hin áköfu mótmæli Maríu. “Nei, nei, nei, nei, nei, Joe! En Rauður rétti sig skjótlega upp og stóð hreyfingarlaus og hlustaði.. Hann gaf frá sér lágt hljóð til að þagga niður í hinum, svo þeir stóðu grafkyrrir og steinþegjandi. “Eg heyri eitthvað/’ hvíslaði hann og lagði eyrað við skráargatið á hurðinni fram að göng- unum. Svo hvíslaði hann á ný. “Einhver er að koma hingað.” Er hann hafði þetta mælt gaf Garson merkið og herbergið varð kolmyrkt. XVIII. Kap.—Hávaðalaus dauðdagi Það varð alger þögn í bókastofunni eftir að ljósin dóu. Löng augnablik liðu, svo heyrðist svolítill hávaði—hurðarhúnn snerist að hurðinni fram í göngin. Er hurðin opnaðist, var eins og María sypi hveljur. Því við glætuna frá náttlampanum í göngunum, sá hún Dick koma inn um dyrnar. í sömu andránni gekk hann inn í herbergið og lokaði hurðinni á eftir sér. Á svipstundu greip Rauður fyrir vit hans með annari hendinni,,en vafði hinum handleggnum utan um hann. Dauft fótatak heyrðist. Það var alt og sumt. Loksins heyrðist rödd Rauðs sigri hrósandi: “Eg hefi klófest hann.” “Það er Dick!” hrópaði stúlkan angistar- full. Samstundis leiftraði ljósið frá vasaljóskeri Garsons á yngra Gilder, sem Rauður hafði nítt niður á hnén fyrir framan legubekkinn og var hann hálf kæfður af fangbrögðum jötunsins. Fast hjá honum horfði María, orðlaus af skelf- ingu á þessi úrslit óhappa næturinnar. Allir mennirnir þögðu og stóðu í þéttum hnapp við arininn. Garson hörfaði eitt skref aftur á bak áður en hann gaf skipun sína, svo að hann ásamt félögum sínum stóð í skugganum. María ein sást glögt þar sem hún beygði sig yfir mann- inum, sem hún hafði gifst. Falsaranum flaug það í hug að andlit konunnar, þar sem hún laut yfir þennan óboðna gest væri öflugra tii að halda honum í skefjum og vara því að hann kallaði á hjálp, heldur en öfl Chicago Rauðs, þótt mikið væri. Þessvegna sagði hann: “Sleptu honum Rauður.” Náunginn hlýddi þessu tafarlaust, þótt nauðugur væri, því að hann var mjög upp með sér yfir aflinu og hvernig hann beitti því. Þegar Dick losnaði úr þessum heljargreip- um, staulaðist hann á fætur hálfblindur. Þvi næst fálmaði hann eins og ósjálfrátt eftir Ijósahnappnum á borðlampanum. Samstundis slökti Garson á vasaljósinu. Eftir að Dick hafði fálmað um stund eftir lampanum fann hann hann og herbergið fyltist af þýðri birtu. Hann hrópaði upp yfir sig af undrun, því að hann starði framan í konuna sína. “Guð minn góður!” hrópaði hann og róm- urinn lýsti sárri hugarkvöl. María- reikaði í áttina til hans máttlaus af skelfingu — hrædd um sjálfa sig, um þá alla, en hræddust um Dick. “Þey, þey!” stundi hún upp til að aðvara hann. “Ó, Dick, þú skilur þetta ekki.” Dick lyfti hendinni upp að hálsinum. Hann átti örðugt með að tala ennþá sem komið var, því að hann var hálf hengdur eftir átökin, og auk þess var hann í sterkri geðshræringu, sem vonlegt var, þar sem hann hitti konuna sína á slíkum stað og í þvílíkum félagsskap — hana, sem hann elskaði, og sem hann þrátt fyrir alt heiðraði og virti, og sem hann hafði gefið nafnið sitt! María var þarna og á þennan hátt! “Eg skil þetta,” stamaði hann út úr sér, “að hvort sem þú hefir gert það fyr eða ekki, að þá ertu nú að brjóta lögin. Honum datt nú ráð í hug. Vegna ástarinnar, sem hann bar í brjósti varð hann að nota tækifærið, sem atvik- in höfðu veitt honum, til að beita valdi. Hann bætti því við djarflega og fór það honum vel. “Þú ert nú á mínu valdi. Þessir menn eru það líka. Ef þú gerir ekki eins og eg vil, María, skal eg láta setja ykkur öll í svartholið.” Þótt svona stæði á var María samt ekki sein að átta sig og svaraði hún því á svipstundu: “Það getur þú ekki. Eg er sú eina, sem þú hefir séð.” Það tekur nú ekki lengi að laga það,” svaraði Dick. Hann sneri til dyranna fram í ganginn til þess að kveikja á rafljósunum. En María greip í handlegg hans og sagði með bænarrómi: “Gerðu það ekki Dick. Það er háskalegt fyrir þig.” “Eg er hvergi hræddur,” svaraði hann þurlega. Hann hafði framkvæmt fyrirætlan sína, ef hún hefði ekki aftrað honum, en hann var ófús að beita við hana valdi, því að honum þótti of vænt um hana til þess. En maðurinn sem hafði tekið Dick er hann kom inn, tók nú til máls. Hann furðaði sig mjög á þessari aðferð, sem var svo gjöróiík þeim innbrotsaðferðum, sem hann þekti og var hann þó vel fróður á því sviði. “Hver er þetta annars?” spurði Chicago Rauður. Hann sagði þetta eitthvað svo barnalega önuglega með sinni drafandi rödd, að Dick svaraði honum strax: “Eg er maðurinn hennar, en hver eruð þér?” María kallaði til þeirra í aðvörunarrómi: “Enginn ykkar má tala neitt. Þið megið ekki láta hann heyra málróm ykkar.” Dick var sárgramur yfir þessum órjúfandi félagsskap hennar við glæpamennina sem brot- ist höfðu inn í hús föður hans. “Þú berst eins og heigull,” sagði hann reiðuglega. Rödd hans var gremjufull. Augu hans sem ætíð höfðu horft á hana svo h’ý- lega, voru nú kuldaleg. • Hann sneri sér frá henni eins og með ósjálfráðum hryllingi. “Þú ert að nota þér ást mína. Þú heldur að af því að eg elska þig geti eg ekkert gert þessum mönnum. En hlustaða nú á. Eg——” “Nei, það vil eg ekki,” hrópaði María. Rödd hennar var skerandi vegna hinna mörgu til- finninga, sem vöknuðu í brjósti hennar. “Við þurfum ekki að tala um neitt. Við getum aldrei átt neitt saman að sælda.” Ungi maðurinn svaraði og rödd hans var ákveðin og hljómfögur með nýjum blæ. Raun- /rnar, sem hann hafði reynt, vöktu þrótt hans ogt gerðu framkomu hans bjóðandi og valds- mannslega. “Það bæði getur verið og er,” svaraði hann. Hann hækkaði róminn og talaði til mannanna inni í skuggunum, sem stóðu þar steinþegjandi. “Þið þarna frammi!” hrópaði hann, ef eg lofa ykkur því að láta ykkur alla sleppa, og heiti því að þekkja engan ykkar aftur, ef eg hitti ykkur einhverntíma síðar, viljið þið þá fá Maríu til að hlusta á mig? Það er alt sem eg bið ykkur um. Eg þarf að fá fáeinar mínútur til að útskýra málið fyrir henni. Veitið mér það. Hvort sem eg vinn eða tapa, þá farið þið frjálsir héðan, og eg skal gleyma öllu, sem gerst hefir hér í nótt.” Það kom niðurbældur hlátur frá Chicago Rauð og rólegur hlátur frá Dacey er þeir heyrðu þessa fáheyrðu uppá- stungu. Dick bandaði hendinni með óþolinmæði er hann heyrði þetta ókurteisa spott þeirra. “Segðu þeim að þeim sé óhætt að treysta mér,” sagði hann við Maríu. Það var Garson, sem svaraði. “Eg veit að það er óhætt að treysta yður,” sagði hann, “vegna þess að þér el---”. Hann hætti við setninguna eins og hann hrylti við að enda við hana, og andlit hans var náfölt inni í skugganum. “Þú verður að hlusta á mig,” sagði Dick og sneri sér aftur í áttina til stúlkunnar, sem stóð þar frammi fyrir honum og skalf frá hvirfli til ilja. Hún horfði ýmist á hann til að sjá svipbrigðin á andliti hans, eða horfði niður fyrir sig vandræðalega, sem var henni svo framandi, að hún kannaðist ekki við það sjálf. “Frelsi ykkar er í mínum höndum,” sagði ungi maðurinn. Setjum svo að eg kalli á hjálp?” Garson gekk fram ógnandi. “Þér munduð ekki kalla nema einu sinni,” sagði hann mjög þýðlega, en samt ógnandi. Hann stakk hendinni ofan í vasann þar sem byssan var geymd. En ungi maðurinn sannfærði þá um að hann ætlaði líka að gera sitt ítrasta, og að hann skildi til fulls allar ástæðurnar. “Einu sinni væri líka alveg nóg,” svaraði hann blátt áfram. Garson hneigði sig til merkis um að hann væri sigraður. Það getur líka verið að hann hafi á sinn hátt dáðst að þessum unglingi, sem alt í einu var orðinn svona ákveðinn og hæfur til að stjórna svona hættulegum viðburðum. Það gat kannske líka verið mögulegt, að ástar- þel það, sem hann bar til Maríu, hafi komið honum til að óska að þetta tækifæri yrði gefið og að það læknaði þau sár, sem ógæfan og for- lögin höfðu sært hana á hennar liðnu æfi. “Þér sigrið,” sagði Gar-son hálf hlægjandi. Hann sneri sér til hinna mannanna og gaf þeim fyrirskipanir sínar. “Þú ferð fram í for- stofuna Rauður, og hafðu eyrun opin fyrir hverju hljóði, sem kann að berast. Láttu okkur vita ef þú heyrir nokkuð. Sé að okkur sótt, og við verðum að forða okkur í skyndi, þá sjáið til þess að María hafi besta tækifærið. Þið heyrið það allir saman?” Er Chicago Rauður fór á sinn stað sneri Garson sér að Dick. “Munið eftir að flýta yður.” Hann fór með hina tvo að arninum eins langt og mögulegt var frá hjónunum, sem stóðu við legubekkinn. Dick tók strax til máls og talaði hikandi, var það vottur þess hve mikið honum var niðri fyrir. “Þykir þér þá hreint ekkert vænt um mig?” spurði hann raunalega. Svar stúlkunnar kom með svo miklum á- kafa, að það lýsti skeflingunni sem hafði gripið hana. “Nei, nei, nei!” sagði hún þrjóskulega. En nú hafði ungi maðurinn náð sér aftur. “Eg veit að þér þykir vænt um mig,” sagði hann öruggur; “að minsta kosti svolítið. Hvað gengur að þér, María,” bætti hann við í ásökun- arrómi, “getur þú ekki séð að þú ert að varpa í burtu öllu því, sem gerir lífið virði að lifa því?” Stúlkan svaraði engu. Brjóst hennar reis og hneig ótt og títt. Hún gætti þess vel að líta ekki á eiginmann sinn. “Því svarar þú mér ekki?” spurði hann. María svaraði eins kuldalega og henni var unt: “Það var aldrei í samningnum.” Rödd mannsins varð blíðleg, viðkvæm og biðjandi, full af ástarþrá g fortölumætti og meðaumkvun hins réttláta manns, er hann reynir að snúa syndaranum. r “María, María!” sagði hann, “þú verður að breyta þér. Vertu ekki svona hörð. Gefðu kvenhjarta þínu tækifæri. Líkami stúlkunnar varð allur stæltur er hún barðist við að ná stjórn á sjálfri sér. Þessi bæn náði til instu hjartaróta hennar, en hvorki gat né vildi láta undan. Orðin brutust fram af vörum hennar með beiskju, sem huldi sálar- kvöl hennar. “Eg er það sem eg er,” svaraði hún bitur- lega. “Eg get ekki breyst. Efndu nú loforð þín og láttu okkur fara héðan.” En hann tók ekkert tillit til þeirrar stað- hæfingar að hún gæti ekki breyst. “Þú getur breyst,” svaraði hann ákafur. “Heyrðu nú María, hefir þú aldrei þráð þau kjör, sem aðrar konur eiga við að búa. Heimúi, umhyggju, og þá lífshamingju, sem æðri er öllu, sem lífið hefir að bjóða? Þetta stendur þér alt til boða María. . . Og hvað um mig?” Rómur hans varð ásakandi. “Þú giftist mér og nú átt þú þess kost að gefa mér tækifæri að gera minn hluta. Eg hefi aldrei verið til mikils gagns, eg hefi aldrei reynt að vera það. Eg mun nú reyna það, ef þú vilt það María; ef þú vilt hjálpa mér til þess. Eg veit að mer mun takast það, eg veit það — og þú veist það líka, María. Þú verður bara að hjálpa mér til þess.” “Eg að hjálpa þér!” spurði stúlkan með vantrúarrómi og furðusvip. “Já,” sagði Dick blátt áfram. “Eg þarfn- ast þinnar hjálpar og þú minnar. Komdu í burtu með mér.” “Nei, nei!” svaraði hún með ekkaþrunginni rödd. Mikill harmur nísti hjarta hennar, því hún hafði hlúað að frækornum hefndarinnar þangað til hún bar blöð og blóm. Hún tók andköf. “Nei, nei! Eg giftist þér ekki vegna þess að eg elskaði þig, heldur til að endurgjalda föður þínum rangindi þau, sem hann hafði sýnt mér. Eg hugsaði ekkert um þig — fyr en mér varð það ljóst að eg hafði eyðilagt líf þitt.” “Nei, þú hefir ekki eyðilagt það, María! Þú hefir flutt mér blessun! Það verðum við að sanna í framtíðinni.” “Jú, eyðilagt það,” svaraði kona hans ofsa- lega. “Ef eg hefði skilið, ef mig hefði dreymt um að mér gæti nokkurntíma þótt vænt. — Ó, Dick, þá hefði eg aldrei nokkurntíma gifst þér þótt öll auðæfi veraldarinnar hefðu verið í boði.” “En nú veistu það,” sagði ungi maðurinn rólega. “Þetta er nú búið. Ef maður gerir eitthvað rangt, þá er það skylda manns að snua rangindunum í hamingju.” En geturðu ekki séð? svaraði hún mcð harmþrunginni röddu. Eg er tugthússlimur!” En þú elskar mig — þú elskar mig, eg veit það!” Ungi maðurinn mælti þetta með hrifn- ingu, því að einhver blær á rödd hennar hafði frætt hann um sannleikann. Alt hitt gerði ekkert til. “En svo eg hverfi aftur að vand- ræðunum, sem við erum í nú. Getur þú ekki skilið það, að það er ekki hægt að fyrirlíta og sigra lögin? Ef þú verður tekin hér í nótt, hvert mundir þú þá lenda? Hér með hóp af innbrostþjófum? Segðu mér góða, því gerðir þú þetta? Hversvegna reynir þú ekki að gæta þín? Hversvegna fórst þú ekki til Chicago eins og þú ætlaðir? “Hvað?” spurði María'og nú kom nýr blær ; í rödd hennar, sem brann í gegn um hirðuleys- isgrímuna, ,sem hún hafði áður klætt hann í. Dick endurtók spurningu sína án þess að taka eftir áhrifunum, sem hún hafði. “Hvers vegna fórst þú ekki til Chicago eins og þú ætlaðir?” Hverjum sagði eg að eg ætlaði þangað?” spurði hún áköf og tortrygnislega. “Burke sagði það,” svaraði ungi maðurinn, og reyndi að bæla niður óþolinmæði sína yfir þessum óþarfa útúrdúr á slíkri hættustund. “Hver sagði þér að eg hefði ráðgert slíkt ferðalag?” spurði María, og nú tók maður hennar eftir áhyggjublænum í rödd hennar, og hann svaraði með alvöru, sem spratt af ein- hverju, sem hann vissi ekki hvað var. “Burke sagði mér það sjálfur.” “Hvenær?” María stóð eins og stirðnuð og vangar hennar vrou rjóðir, en augun tindr- uðu. “Það er varla klukkutími síðan,” hann eins og smittaðist af hugarástandi hennar og fann til óljósrar hræðslu. “Hvar?” spurningin varð gerð með brenn- andi ákafa. “í þessu herbergi.” “Burke var hér?” María var nú róleg og hættuleg. “Hvað var hann að gera hingað. “Hann var að tala við föður minn. v Þetta einfalda svar virtist taka af allan efa stúlkunnar. Rödd hennar var grimdarleg í hinu þögula herbergi, bjóðandi og hörkuleg. “Joe, kveiktu á ljósunum! Eg vil fá að sjá framan í hvern einasta mann í þessu her- bergi.” Það var eitthvað svo örlagaþrungið og þýðingarmikið í hreimnum, sem þessi orð voru sögð í, að Joe Garson þaut að hnappnum og ljósin frá ljósahjálminum leiftruðu um .salinn. Hinir stóðu kyrrir og depluðu augunum vegna hinna snöggu umskifta — öll nema Griggs, sem í þessum svifum færði sig laumulega nær dyrunum, sem næstar honum voru. En það sem María sagði næst gerði alla forviða, því það virtist ekkert snerta hið þýð- ingarmikla vandamál, sem athuga þurfti, en orð hennar lýstu samt miklum ótta. “Dick,” hrópaði hún, “hvers virði eru þessi veggjatjöld?” og hún benti á tjöldin, sem héngu fyrir útskotsglugganum. Ungi maðurinn varð stein hissa og líka ruglaður yfir því, að hún talaði iim svona þýð- ingarlaus atriði á jafn örlagaþrunginni stund. “Því í ósköpunum-----?” tók hann til máls óþolinmóður. “Segðu mér það fljótt!” skipaði hún og stappaði niður fætinum. Röddin og látbragðið var svo bjóðandi að engin mótmæli komu til greina. “ó þau kasta tvö eða þrjú hundruð daii hugsa eg. En því þá?” spurði hann ólundar- lega. “Hirtu aldrei um það!”' svaraði hún eins og æðisgengin og nú glumdi rómur hennar eins og svipuhögg. Ofsareiði birtist einnig í svip Gar- sons, því hann gat sér strax hins sanna til og næsta spurning Maríu sannaði honum að get- gátan væri rétt. “Hvað lengi hafið þið átt þau, Dick?” Ungi maðurinn sá nú að eitthvað leyndar- dómsfult og örlagaþrungið væri tengt við þess- ar spurningar, þótt þær virtust þýðingarlausar.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.