Heimskringla


Heimskringla - 24.04.1940, Qupperneq 3

Heimskringla - 24.04.1940, Qupperneq 3
WINNIPEG, 24. APRÍL 1940 HEIMSKRINGLA Þegar hann leit í endurminning- unni yfir sína viðburðaríku æfi. Hann hafði unnið tmarga og glæsilega sigra. Oft hafði gæfu- sólin skinið bjart á æfintýra- brautir hans. En hann hafði þó að lokum beðið fullkominn ósig- ur í fjármálabaráttunni. í kvæðinu til móður sinnar segist hann hafa siglt sinn sjó fram á haust þar til hin suðlægu lönd voru horfin sjónum. Hann vissi, að ættlandið beið, enda var þangað stefnt: Hér á að draga nökkvann í naust. Nú er eg kominn af hafi. En þegar Einar Benediktsson hafði ráðið skipi sínu til hlunns, varð löndum hans tamara að fjölyrða um það sem orðið hafði honum mótdrægt, heldur en listamannsfrægð hans. — Nú fann hann það, sem hann hafði löngu áður sagt vel og spámann- lega um Gretti Ásmundsson: Og reyndi það nokkru glöggvar en hann að sekur er sá einn—sem tapar ? Framh. § 8. SíÐA BJÖRN SYEINSSON F. 7. apr. 1857—-D. 1. sept. 1939 Hanrj er fallinn, hrumur, veikur. Hann, sem áður beinn og keikur Gafst ei upp við Grettis tök. Vinnukappið var ’onum leikur, Vel þess kendu, stofnar, eikur, Engin brýna slegin slök. Átökin í ungu landi Ýmsum reyndust þung í bandi; Þér varð ekki það að sök. Haldgæðin frá “heimalandi”* Hreinræktaður manndómsandi Stóðu eaman, bök við bök. Árarhlummur æfði drenginn Ægir karl er tók í strenginn. “Þrekraun óx í þeirri vök”. Hér ’onum mætti enginn, enginn Er axla skyldi þyngsta fenginn Handfestan við hreystitök. Einyrkjans á veg og vanda; Veifði sigð, til beggja handa. Ruddi þögull reitinn sinn Aleinn, aleinn upp hann tætir, Erfiðust þrekraun mætir, Sjálfur eignast sigurinn. * * * í umræðum við einn og þenna Öllum ljúft að viðurkenna Að tál hans varð þér tekjulind. Andleg nægð að miðla og menna Og mér** voru hugtök frá hans penna, Frumleg augljós fyrirmynd. Þýðisblær á anda og orði; Auguri mildur geislaforði, Hirt í eðliseinkunn hans— Skráður mannúð, skírleiksandi Skilningsfrjór, frá móðurlandi. Hitaeining hreinleikans. Móðurtungan mjúka og hreina Myndauðg hjá þér gekk um beina. Kjarnfæðuna bar á borð. Vissir því ei væri að leyna, Er vansmíðslausa málið eina Sem dekrar ei við að drepa í skörð. * * • Eftir hrakning alloft strangan ^msum geðþekk hinsta gangan Og fiönnum hetjum harmavörn. En þyngstur í skauti þér var dauðinn ^egar hann hremdi dýrsta auð- inn— Eiginkonu og ástkær börn. í’ökkum vafin, þín sé minning ■~-Þeirra allra er nutu kynning Við þig, tryggi vinur minn. ^verjum einum vaxtar-vinning Verðmæt, sönn og bróður hlynn- o in« oss fylgir út og inn. Viljir þú teljast mikilmanna Meðal, kynn þér háttu landnem- anna, Kynslóð unga, hald þeim hæst! 0g afrek þeirra á þér sanna Að afsprengur sért höfðingjanna Framtíð þín mun fegurst, .stæst. Th. St. Barna og unglingastukan “Gimli Temple”, Nr. 7 BINDINDISMÁLIÐ Erindi er Christiana O. L. Chis- well flutti á ársþingi Bandalags lúterskra kvenna, í Fyrstu lút. kirkju, Winnipeg, 17. júní 1939. * íslandi. ** Bréfaviðskifti okkar í nær 40 ár. Þegar forseti Bandalags lút- enskra kvenna fór þess á leit við mig að innleiða bindindismálið á þessu þingi, þá runnu á mig tvær grímur. Fyrir nokkrum árum liðnum, reyndi eg að tala fyrir því mál- efni á þingi yðar á Langruth, en mætti þá svo gífurlegri mót- spyrnu, sársauka og vonbrigða, að eg vildi síður mæta slíku aft- ur. Og eg hugði þá, að þið væruð ekki bindindissinnar. — Líklegt mundi að bindindi væri stássorð á þingum yðar, og að þið munduð aldrei gefa því mál- { efni fylgi til framkvæmda. En nú, þegar tækifærið að tala fyrir bindindi var aftur lagt í höndur mér, þá hugsaði eg tvisvar. Og niðurstaðan vavð þessi: Láttu nú bróðurkærleik- ann stjórna geði þínu. Með L>ökkum skalt þú grípa þessar tíu mínútur, sem þér og þínu málefni eru gefnar til umráða. “Hér stend eg! Guð hjálpi mér!” — Nú vitið þið flestar, að bindindismálið hefir verið mitt hjartans málefni í meir en hálfa öld. Sérstaklega hefi eg lagt krafta mína fram við eina grein á þeim stóra stofni,, sem nú, breiða lim sín út um allan hinn mentaða hemi, — grein sem egj ann og nefni hina göfugustu grein á bindindis stofninum. Hér { á eg við barna- og unglingastarf- semina. Barna- og unglinga- stúkur eru eins nauðsynlegar og i sunnudagaskólar. Oft finn eg, þegar eg er að reyna að skapa j ást og virðingu fyrir málefninul í hið bljúga barnshjarta, að al- mættið grípur inn í starfið, — gefur mér nýtt líf, nýja krafta, nýjar hugsjónir. Hvergi í reynsluskóla lífs j míns hefi eg fundið betri lexíurj til notkunar í lífinu en í barna-j og unglinga starfinu. Yður er kunnugt, að bindindi er hið mesta menningarmáis heimsins. Og nú, þar sem vís-j indin hafa sannað okkur hin skaðlegu áhrif áfengis og tóbaks á líkama og sál, þá sætir það undrun hugsandi manna hve fáir hér í Manitoba veita því göfuga málefni fylgi. Og það rís kökk- ur í kverkum mér, þegar eg mæti konu sem er andvíg bind- indi. Oft sárnar mér í huga, þegar okkar hæfustu mælskumenn eru að tala um vestur-íslenzxa menningu, en minnast svo ekki með einu orði á I. 0. G. T. bygg- inguna á Sargent Ave. Það voru líka fátækir bindindis.sinnaðir verkamenn og fátækar bindind-| issinnaðar vinnukonur sem j reistu þá byggingu. Drottinn var í verkinu. Tíminn er naumur og leyfir enga óþarfa mælgi. Samt lang- ar mig að stikla á fáeinum stein- um enn. Læt kylfu ráða kasti. Bið Guð að láta þessi fáu og fá- tæku orð falla í frjófga mold. ; Bandalag lúterskra kvenna! Það er meiningu mín að hrópa og kalla, unz þið vaknið til með- vitundar um það, að bindismálið er yðar málefni. Frá kristilegu sjónarmiði grípur það hærri, við- ari, dýpri tökum í líf og verka- hring kopunnar en karlmanns- ins. í Bandaríkjunum hafa kon- ur látið til sín taka í bindidis- málum. Og nægir að benda á Frances Elizabeth Willard (The Mother of Temperance) ; á Eng- landi, Lady Henry Somerset; á fslandi, Ólafía Jóhannsdóttir og Guðrún Lárusdóttir; hér í Win- Mynd þessi er tekin af barna og unglingastúkunni “Gimli Temple, Nr. 7 á 33. starfsafmæli hennar 1939. Myndin var tekin í skrúðgarði Gimlibæjar. — Þann 1. desember síðastl. hélt stúkan skemtisamkomu 1 kirkju lúterska safnaðarins á Gimli; fór þar alt fram á íslenzku öllum viðstöddum til ósegjanlegs yndis. Frú Kristjana Chiswell hefir verið lífið og .sálin í starfrækslu stúkunnar frá byrjun, og hefir með því unnið hreint og beint kraftaverk í þjóðræknislegum skilningi íslenzkunni til viðhalds. nipeg, Guðrún Búason, Carólína Dalman, Ingibjörg Jóhannesson. Margar fleiri mætti nefna, en tíminn leyfir það ekki. Það er 17. júní í dag, afmælis- dagur Jóns Sigurðssonar, frels- ishetjunnar miklu, — frelsis- hetjunnar okkar fslendinga. Við höfum ekki gleymt orðunum, sem hann risti á skjöldinn sinn: “Fram, aldrei að víkja!” eða, “Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við.” Fyrirkomulagið sem nú ríkir í heiminum, viðvíkjandi bindind- ismálinu, getum við aldrei unnið nema með sjálfsfórn, framsókn og sameinuðum kröftum. Lát- um nú skrið koma á skútuna. Söfnum liði, og stefnum í rétta átt. , Þegar hans hátign, konungur hins mikla Bretaveldis, og drotn- ingin Eiizabeth, voru stödd hér i Wninipeg, síðastl. 24. maí, þá hlustaði eg á útvarpsræðu hans hátignar, sem var hin bezta, og brezkum konungi sæmandi. En aðeins ein setning ræðunnar festist í minni mínu. Konungur vor sagði: “Lykillinn að öllum mannlegum framförum heims- ins er trú, von og kærleikur.” Trú, von og kærleikur eru kjör- orð bindindismanna og kvenna um allan hinn mentaða heim. Bandalag lúterskra kvenna! Þessi lykill er í yðar höndum. Opnið nú hurðina í Jesú nafni. H L A U P Á R Eftir Guðný Sigurðardóttir — Jæja, stelpur, ætlið þið ekki að reyna að krækja í ein- hvem burgeisinn núna þann 29. febrúar, þið fáið hvort sem er ekki jafn gott tækifæri næstu fjögur ár, sagði Gunnar, um leið og hann benti þjónnium að koma. — Já, það skal eg svei mér gera, sagði Lóa. — En þú þarft ekki að ímynda þér það, að þú yerðir svo lánsamur að verða fyrir valinu. — Nei, vonandi slepp eg við öll hanskaútlát, hreytti Gunnar út úr sér. — Viljið þér gera svo vel að láta okkur fá tíu rjóma- bollur í viðbót. Bolludagurinn er ekki nema einu sinni á ári. Hann brosti afsakandi til þjónsins, sem hneigði sig og fór, Hljómsveit “Borgarinnar”, tók að spila hvellandi, fjörug Vínar- ljóð, sem áttu að vera einskonar andleg næring fyrir gestina, og hjálpa þeim til að renna niður kaffinu og rjómabollunum. — Tóta mín, hefir þú hugsað þér að stýra skipi þínu í hina viðsjárverðu höfn hjónabarids- ins- spurði Ragnar, með sínum rólega en jafnframt hæðnislega málróm. Tóta dæsti og sagði: — Þó eg færi bónorðsför til einhvers myndi enginn taka mig alvarlega, svo eg verð sjálfsagt piparmey alt mitt líf. — Já, sagði Ragnar í upp- gerðar meðaumkvunartón. — Þú átt því miður ekki mörg skref áfram að dyrum piparmeyja- pakkhússins. En þó eg vilji ekki beinlínis halda því fram, að eg finni hjá mér tilhneigingu til að hnerra þegar eg er nálægt þér, þá skaltu samt vara þig. Nú tók ólafur til máls og var að vanda stuttorður og ákveðinn. — Uss, hvað ætli þær gæti í fáum orðum sagt ekki neitt. — Viltu taka orð þín aftur, sagði Lóa og kveikti sér í nýjum vindlingi. — Nei, sagði ólafur. — Má bjóða þér. eina bollu Lóa mín. — Nei, þakka þér fyrir, eg er nógu feit. En ef við stúlkurnar — eg á ekki við Reykjavíkur- stúlkurnar, heldur allar stúlkur, — fengjum tækifæri til að sýna hvað við getum, þá myndu karl- mennimir vera í stórkostleguin minnihluta í öllum embættum landsins, eftir nokkur ár. —: Þá vildi eg vera dauður, sagði Ólafur. — Haldið þið að við getum ekki alveg eins verið á þingi og rifist eins og karlmennirnir ? — Jú, þið munduð ekki svíkj- ast um að rífast, sagði Ragnar. — Við skulum halda okkur við efnið, sagði Gunnar. — Haldið þið til dæmis að nokkur stelpa þori í raun og veru að biðja sér manns ? — Það þori eg, sagði Stella. Hún hafði setið þegjandi og hlustað á samtalið, sem nú var farið að verða nokkuð eldfimt. — Jæja, viltu sýna að þú gugnir ekki? sagði ólafur ögr- andi. — Ekkert er auðveldara, svar- aði hún rólega og án þess að blikna. Félagar hennar hlógu efa- blöndnum hlátri, sem varð ein- mitt til þess að sá snefill sem eftir var af skynsemi hennar rauk út í veður og vind. — Eg skal veðja við ykkur, að eftir 29. febrúar skal eg annað hvort eiga tólf pör af -nýjum hönskum eða vera harðtrúlofuö, sagði Stella og barði hnefanum í borðið orðum sínum til áherslu. — Bravo! hrópuðu strákarnir í kór, en augnaráðið sem þær Tóta og Lóa sendu vinstúlku sinni var alt annað en uppörv- andi. Á næsta augnabliki voru sam- in bráðabirgðalög, og var efni þeirra í stuttu máli þetta: Stella mátti ekki láta þann útvalda komast að því að bón- orðið væri veðmál, fyr en svarið væri fengið. Frh. á 7. bls. ISLANDS-FRÉTTIR Fregnir hafa borist frá Suður- hemisskautsleiðangri Byrds að- míráls, sem tilkynnir, að flogið hafi verið yfir suðausturströnd meginlands suðurheimskauts- landsins, en hún var áður ófund- in, Var ílogið meðfram hinni nýfundnu strönd, sem er 1200 sjómílur fyrir austan “Little America”. Byrd hefir gert upp- drátt af strandlengjunni. Enn- fremur hafa leiðangursmenn fundið fjallgarð mikinn og eru hæstu tindarnir mörg þúsund fet á hæð. Ennfremur hefir ver- ið flogið yfir haf, áður óþekt, og liggur það að jökulströnd. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið SkutuII lyftist alveg upp úr sjó, þegar ein sprengikúlan sprakk við hann Alþýðubl. átti í dag kl. IIV2 samtal við Lúðvík Vilhjálmsson, skipstjórann á togaranum “Skutli”, en þá var skipið statt undan Reykjanesi og er það væntanlegt hingað til Rekyja- víkur síðdegis í dag. Blaðið spurði skipstjórann um nánari atvik að árásinni, sem gerð var á skipið undan austur- strönd Englands síðastliðinn laugardag. Skipstjórinn skýrði svo frá í stórum dráttum: “Árásin var gerð á skipið kl. um 5 á laugardagsmorgun og var þá enn dimt af nóttu. Við sigldum með fullum Ijósum, einnig undir bátadekki. Eg held að skamt frá hafi verið convoyi (kaupskipalest), en það er alger misskilningur, ef menn halda að Skutull hafi siglt í convoy, það gerir yfirleitt enginn íslenzkur togari mér vitanlega. Skyndilega kom flugvél út úr myrkrinu. Hún var ljóslaus og flaug mjög lágt. Við vissum fyrst alls ekki hverrar þjóðar hún var, en okkur þótti líklegt, að hér væri um þýzka flugvél að ræða og hún sagði fljótt til sín. f einu vetfangi sveif hún yfir skipið og meðfram því stjóm- borðs megin og varpaði niður sprengju. Þetta skifti engum togum og ekki gátum við áttað okkur vel á því, hve margar sprengjurnar voru, en þær hafa ekki verið færri en þrjár. Undir eins og fyrsta sprengj- an féll, slöktum við öll ljós og sigldum með fullum hraða bemt áfram, við breyttum aldrei um stefnu og hægðum aldrei á okk- ur, heldur héldum áfram beint ■strik og nú ljóslausir. Við eina sprengjuna tókst skipið alveg á loft, og vissi eg í bili alls ekki hvort sprengjan hafði farið í sjóinn eða hitt skip- ið sjálft, og skalf skipið alt og nötraði. Það mun hafa skemst eitthvað, en þó er það ekki lekt. Skipið mun strax á morgun verða tekið til skoðunar. Strax eftir að flugvélin, sem alt af var ljóslaus hafði varpað sprenjum, hóf hún vélbyssu- skothríð á skipið, en það fór á sömu leið — ekkert skotanna hitti. Fóru þau öll yfir skipið aftast í myrkrinu sáust eldrák- irnar eftir vélbyssukúlurnar. Eg veit ekki hve lengi árásin stóð, en hú hefir ekki staðið lengur en í 10 mínútur, því að snögglega birtust okkur tvær stórar árásarflugvélar með full- um ljósum. Komu þær stjórn- borðsmegin að okkur og réðust á hina þýzku flugvél, sem flýði strax, en nokkur bardagi mun hafa orðið milli þeirra, því að við heyrðum skothríð frá þeim.” —Alþbl. 6. marz. * * * Rausnarleg gjöf frá Nuffield lávarði til fslands Nuffield lávarður er heims- þektur fyrir þann áhuga, sem hann hefir á undanförnum árum sýnt á heilbrigðismálum. Hefir hann gefið ógrynni fjár til sjúkrahúsa og heilbrigðismála, enda langaði hann til þess í æsku að verða læknir, en fátækt kom í veg fyrir að hann gæti gengið mentaveginn. Varð hann fyrst hjólhestaviðgerðarmaður, en færði sig smám saman upp á skaftið og lauk með því að verða þektasti bifreiðaframleiðandi Breta. Nú er hann einnig orö- inn einn af stærstu flugvéla- framleiðendunum þar í landi. — Nuffield hefir gefið fjölda stál- lungna til sjúkrahúsa í Bret- landi. Ráðunautur hans í heilbrigð- ismálum, dr. Maclntosh frá Ox- ford, var hér á ferð s. 1. sumar og kom þá m. a. í Landspítalann. Er það fyrir milligöngu hans, að Nuffiled lávarður gefur gjöfina. ófeigur ófeigsson læknir mun hafa eftirlit með stállunganu á Landspítalanum. Vísir átti tal við ófeig lækni í morgun. Kvað hann tækið myndi verða tekið úr umbúðun- um næstu daga. Dr. Maclntosh bauð Ófeigi lækni fyrst stállungað, en hcn- um þótti réttara að það væri á þeim stað, þar sem sem flestir gæti haft aðgang að því. Spurðí hann Maclntosh hvort honum væri ekki sama þótt Landsspit- alanum væri gefið tækið og félst gefandinn á það. Verður Iungað því látið vera í Landsspítalanum framvegis.—Vísir, 1. marz. * * * Brynjólfur Bjarnason fékk kinnhest á Alþingi Sá óvenjulegi atburður gerð- ist í sölum alþingis í gær, að Hermann Jónasson forsætisráð- herra rétti Brynjólfi Bjarnasyni alþingismanni og aðalforsprakka kommúnista snöggan kinnhest með flötum lófa — svo að Brynjólfur riðaði við. Nokkrir þingmenn voru — utan fundar í þinginu — að ræða um Finnlandsmálin, og sló Her- mann Jónasson því fram, að kommúnistaforsprakkarnir hér ættu allir að taka upp ættar- nafnið Kuusinen og kenna sig með því við hinn fræga flokks- bróður sinn frá Terijoki. Brynjólfi mun hafa .sárnað samanburðurinn við þennan fé- laga, enda kvað nú Stalin vera búinn að láta drepa hann, og mun hann því í augum Brynjóifs vera orðinn “upplagður svikari”. Rauk Brynjólfur upp og svaraði forsætisráðherra um heimsku. Kvað hann forsætisráðherra vera frægan að heimsku, en þó hefði hann sjálfur ekki talið hann vera svona heimskan. Þeir alþingismennirnir stóðu sitt hvoru megin við borð, og rétti forsætisráðherra hinum kinnhestinn yfir borðið og mælti eitthvað til Brynjólfs um leið. Ýfðist Brynjólfur afskaplega við þetta og varð svo hvumsa að hann kom engu orði upp um stund og viási ekki hvað til bragðs skyldi taka, en rauk svo út. í dag ber Þjóðviljinn sig mjög illa undan kinnhestinum, sem Brynjólfur fékk, og er bersýni- legt, að Kommúnistaflokkinn svíður allan sárt undan honum. —Alþbl. 15. marz. * * • Gunnar Gunnarsson gengur á fund Hitlers Samkvæmt fregn frá Beriín tók Hitler á móti Gunnari Gunn- arssyni rithöfundi í Ríkiskansl- arahöllinni í dag. Gunnar, bóndi að Skriðu- klaustri, mun vera fyrstl ís- lendingurinn sem gengur á fund þýzka einræðisherrans. —Mbl. 21. marz. • * • Gott tíðarfar Stgr. Davíðsson skólastjóri á Blönduósi ritar Tímanum: Það, sem af er þessum vetri, hefir tíðarfar verið hér fádæma gott. Muna menn eigi slíka stillu, jafn langan tíma. Snemma í janúar- mánuði tók upp allan snjó af lág- lendi. Var þá frostlaust þann mánuð til enda og venjulega logn. Framan af febrúarmán- uði hélzt sama blíða, en kólnaði nokkuð í veðri um miðjan mán- uðinn, og hefir síðan lengst af verið nokkurt frost.. En hríðin, sem gekk yfir flest héruð lands- ins, kom hér varla við. Var hér logn og bjart veður þá daga flesta, sem hríðin geisaði annars staðar um landið. Á Húnaflóa hefir verið ágætur afli í allan vetur og er enn. Frá Blönduósi var róið til fiskjar til skamms tíma, og á Skagaströnd er enn góður afli. Er fiskurinn flak- aður og hertur til útflutnings. óvenjulegt er, að hér aflist um þetta leyti árs.—Tíminn, 5. marz Það hefir vakið mikla athygli í Hollywood, að Chaplin er orð- inn uppvís að því að hafa litað hár sitt. Fréttin flaug um allan heim, sem von var!

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.