Heimskringla - 24.04.1940, Síða 5

Heimskringla - 24.04.1940, Síða 5
WINNIPEG, 24. APRÍL 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA fortíðinni. Hún er árás á hrsesni, yfirdrepsskap og kúgun- aranda. — Ef ekki má sýna leikrit í þessum anda, án þess að sé fundið, hvað má þá sýna? Er það kannske meining ritstjór- ans, að slík árás hljóti um leið að vera árás á “eldri trúar- bragðasetningar”? Spyr sá, er ekki veit. Jakob Jónsson ÞJÓÐRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKT Eftir próf. Richard Beck I. í grein mnini um ísleznkuskóla Þj óðræknisfélagsins hér í blað- inu lagði eg áherslu á það, hvert grundvallaratriði fræðsla barna °g unglinga í íslenzkri tungu væri í þjóðræknisstarfsemi vorri í landi hér. Sá sannleikur hefir vitanlega verið marg-endurtek- in vor á meðal, en stendur engu að síður í fullu gildi; enda má ætla, að mönnum verði hann að sama skapi ferskari og fastari 1 minni sem oftar er á hann minst. Þessvegna las eg með sér- stakri ánægju og eftirtekt hina snjöllu og tímabæru ræðu Mrs. E. P. Jónsson: “Markviss þjóð- ræknisstarfsemi”, er hún flutti á Frónsfundi nýlega og prentuð var í Lögbergi. Var það sann- arlega kröftug lögeggjan til ís- lenzkra foreldra um að kenna börnum sínum íslenzku, og er vonandi að áminning þessi hafi eigi með öllu fallið í grýtta jörð; einkum má ætla, að ýmsar ís- lenzkar mæður hérlendis láti hið fagra dæmi Melkorku — rækt hennar við mál og menningar- erfðir feðra sinna — verða sér til fyrirmyndar. Ekki er þó sanngjarnt, að skella allri á- byrgð í því efni á herðar mæðr- nnna; hinsvegar er það laukrétt athugað, að miklu meiri við- leitni og árangurs má vænta í bessu tilliti frá þeim heldur en °ss karlmönnunum. Hitt vita allir ,sem eru að leitast við að kenna börnum sínum íslenzku, að það verður ekki gert fyrir- hafnarlaust, sér í lagi utan ís- lenzkra bygðarlaga; en þess éru enn eigi fá dæmi í vorum hópi, a® það má takast, ef hugur fylg- ir máli. Jafnfram\ því sem Mrs. Jóns- son dregur réttlega athyglina að hví, hve mjög, það sé undir á- huga og viðleitni mæðranna komið, hvort börnin læri íslenzkt mál, hvetur hún Þjóðræknisfé- lagið til að leita frekari sam- vinnu í þjóðræknismálum við kvenfélögin íslenzku. Efast eg ekki um, að stjórnarnefnd fé- iagsins taki þá bendingu til at- hugunar. Alkunnugt er, að for- stöðukonur kvenfélagsheiida heggja kirkjufélaga vorra, og aðrar þær konur, sem vinna mest að þeim málum, eru þjóð- næknar vel í orðsins bezta skiln- ln&i; enda hafa þær á margan hátt sýnt í verki þá afstöðu sína til ættarerfða vorra. Er mér í fersku minni upplestrar-sam- hepni sú í íslenzku, sem Banda- iag lúterskra kvenna efndi til í tyrra sumar í Winnipeg, fyrir börn og unglinga, og mun fram- Vegis á starfsskrá þess. Nefni eg þetta sem aðeins eitt dæmi beirrar þjóðrækisstarfsemi, er 'slenzkar konur í landi hér hafa með höndum. Aukin samvinna við þær á því sviði ætti því að Vera þeim málum vorum hinn mesti styrkur. Auk þess merkilega þjóðrækn- Vsstarfs, sem konurnar vlnna með barnafræðslu á heimilunum °g í kvenfélögunum, vinna ýms- ^r þeirra, og líklega margar eiri en oss grunar, að sama marki með öðrum hætti. Ágætt ?mmi þ«ss er starfsemi hinnar mulu og þjóðræknu bindindis- *°nn, Mrs. C. 0. L. Chiswell á imli. Eins og kunnugt er held- Ur hún þar uppi Ungtemplara- 8túku; auðvitað er bindindis- starfsemin höfuð-viðfangsefni I hennar, en ekki er starfsemin þó I eingöngu bundin við það. Þannig hélt stúkan hátíðlegan Fullveld- isdag íslands, 1. desember s. 1., með sýningu skuggamynda frá íslandi, íslenzkum söngvum og upplestri. Fór þar alt fram á íslenzku. Er þessi viðleitni í alla staði hin frásagnarverðasta, og er hennar getið hér hlutað- eigendum til verðugrar viður-1 kenningar og öðrum til eftir- breytni. II. Dr. S. E. Björnsson komst svo að orði í grein í Heimskringlu fyrir stuttu síðan, “að íslenzkar leiksýningar hafa í sér fólgið stórvægilegt gildi til viðhalds tungu vorri og þjóðræknisstarf- semi yfirleitt í þessu landi.” Þetta er hverju orði sannara. Ber því að fagna yfir því, að þessi viðleitni í þjóðræknisátt- ina stendur nú með miklum blóma. Á eg þar auðvitað við sýninguna á leikritinu Piltur og stúlka á ýmsum stöðum, sem séra Eyjólfur J. Melan hefir samið upp úr samnefndri skáld- sögu Jóns Thoroddsen, er allir eldri íslendingar kannast við; og sýninguna á leikritinu Ofurefli, er Árni Sigurðsson hefir sniðið upp úr hinni merku skáldsögu Einars H. Kvaran með sama nafni. Hafi leikstjórarnir báð- ir, leikararnir og aðrir þeir, er hér hafa lagt hönd að menning- ar- og þjóðræknisverki, beztu þakkir fyrir áhugann og erfiðið, sem slík starfsemi útheimtir. Eg gríp einnig þetta tækifæri til þess að þakka Leikfélagi Sam- bandssafnaðar hið merka þjóð- ræknisstarf, sem það hefir unnið með leiksýningum sínum á ís- lenzku nú í nærfelt 20. ár. Náskyld hinni íslenzku leik- starfsemi í landi hér, og' jafn merkileg frá þjóðræknislegu sjónarmiði, er íslenzk söng- starfsemi vor á meðal; hún stendur nú einnig með blóma víðsvegar þar sem íslendingar eiga dvalarstað. Vestur á Kyrra- hafsströndinni starfar sönfélag- ið “Harpa” af miklu kappi, und- ir ágætri leiðsögn Helga S. Helgasonar, /tóns,kálds. En í blaðagrein nýlega lýsti Mrs. Guðbjörg Freeman maklega og fagurlega ágætum söngsam- komum flokksins í Bellingham, Blaine og Seattle. Hitti hún vel í mark með þessum ummælum sínum: “íslenzk þjóðrækni deyr ekki meðan ljóðin og lögin lifa.” Söngflokkur íslenzkra kvenna í Minneapolis, undri stjórn prof. H. Lárussonar, starfar einnig ötullega og hefir þegar getið sér svo gott orð, að honum hefir verið boðið að syngja á þjóðhá- tíð Norðmanna þar í borg, 17. maí n. k. Alkunnugt er hið á- gæta starf Karlakórs fslendinga í Winnipeg og Karlakórsins ís- lenzka í Norður Dakota, sem Ragnar H. Ragnar stjórnar. - — Megi ríki íslenzks söngs sem víðlendast verða í landi hér og hljómar hans bergmála frá sem flestum íslenzkum brjóstum, meðan svo er, lifir eldurinn á arni þjóðrækninnar. Hinsvegar stendur skrifað: “Þar sem söng- list dvín er dauðans ríki”. Það er einnig sannmæli innan landa- mæra íslenzkrar þjóðræknisvið- leitni. III. Vafalaust hefir þyngt í huga íslendinga hér vestra, þegar þeim barst harmafregnin örlaga- ríka um árás Þjóðverja á Dan- mörku og Noreg; og eigi þykir mér ólíklegt, að ýmsum í vorum hópi hafi hitnað í hamsi yfir þeim voðatíðindum og hefðu helst kosið að hefja upp sverð sitt gegn því ofurefli, sem frændþjóðirnar á Norðurlön'dum hafa orðið að beygja sig fyrir. Danmörku höfum vér íslending- ar um langt skeið verið tengdir stjórnarfarslegum og margvís- legum menningartengslum. — Hörmum vér því einlæglega ör- lög hinnar dönsku þjóðar og ósk- j um þess af heilum huga, að hún 'megi sem allra fyrst losna úr járnklóm hins erlenda valds og endurheimta frelsi sitt. Noregi erum vér tengdir bönd- um blóðs og erfða. Á hin norska þjóð því alla samúð vora í harðri baráttu hennar fyrir frelsi sínu og sjálfstilveru. Sannast nú kröftuglega orð Stephans G. i Stephanssonar í hinu svipmikla kvæði hans: “Ávarp til Norð- manna”: “Við hörpu íslands hnýttur sér- hver strengur fær hljómtitring, ef skrugga um Noreg gengur. Það snertir innar ættartali í sögum, sem ómur væri af sjálfra okkar högum og ættpm bæ og böm í Þrænda- lögum.” Hver áhrif styrjöldin á Norð- urlöndum, og þá sérstaklega á- rásin á Dnamörku, hefir haft a stjórnarfarslega afstöðu fslands, er kunnugt öllum íslendingum í þessu landi. Alþingi sá þann kostinn vænstan, eftir að Þjóð- verjar höfðu tekið Danmörku herskildi, að fá landsstjóminni í heldur það vald, sem konungur hafði áður farið með, og alla umsjá íslenzkra utanríkismala. Hér er um hið söguríkasta og merkilegasta spor að ræða af hálfu íslandsstjórnar, enda þótt bráðabirgða ráðstöfun kunni að vera, eftir því, sem sumar fregn- ir herma. Fanst mér svo mikið til um þessa atburði í sögu þjóðar vorr- ar, að eg sendi Hermanni Jónas- syni forsætisráðherra svohljóð- andi skeyti: “Kveðjur. Blessun- aróskir!” Þó að skeyti þetta væri sent í eigin nafni, veit eg að það hefir túlkað tilfinningar íslendinga í heild sinni hér vestra gagnvart heimaþjóðinni á þessum tímamótum í sögu hennar. Kunnugt er mér ejnnig um, að Guðmundur dómari Grím- son sendi heim kveðjuskevti í sama anda. Laust fyrir helgina fékk eg svarskeyti frá Hermanni ráðherra á þessa leið: “Þökkum heillaóskir. Kveðjur.” Þó að það væri mér sent, geng eg þess ekki dulinn, að það er kveðja frá heimaþjóðinni tfl allra ís- lendinga í landi hér; þessvegna hefi eg einnig sagt frá skeyta- sendingum þessum á opinberum vettvangi. Hitt þori eg að fullyrða, að eigi hefir hlýlegar verið hugsað til íslands vestan um haf eða heitar beðið fyrir íslenzkri þjóð utan landamæra hennar heldur en nú er gert af vestrænum börnum hennar. Þau minast orða Klettaf jallaskáldsins: “Lítil þjóð á þeirri eyju þolað hefir margt, reynt um aldir afl og seigju eðli lands við hart, öllum þjóðum öðrutn smærri, ýmsum meiri þjóðum stærri, ef menn virtu vits og anda verkin allra þjóða og landa.” TUTTUGASTA OG ANNAÐ SINN Á BRÚÐARBEKKNUM Frá því var sagt í erlendum blöðum fyrir skömmu, að bóndi einn finskur hefði þá fám dög- um áður kvongast í 22. sinn! Hann er óneitanlega tekinn að reskjast, bóndi sá, því að borinn er hann í þenna heim 1813 og er því orðinn 126 ára! En unglegur er hann enn í dag, rjóður í kinn- um og léttur í spori. Hann hefir lengst af stundað skógarhögg, þó að bóndi sé að nafni til, og gengur enn að vinnu. Hefir verið hinn mesti iðjumaður alla æfi. Og ekki hefir hann van- rækt það boð, að “aukast og margfaldast og uppfylla jörð- ina”, því að 79 börn hefir hann eignast með konum sínum — 48 sonu og 31 dóttur; Er elstn barnið enn á lífi og tekið aó reskjast — orðið 106 ára! — En ekki segir frá niðjum hans að öðru leyti, eða hversu margir þeir séu orðnir. En konurnar hefir bóndi þessi mist hverja af annari og hafði nú nýlega fylgt þeirri 21. til grafar. Hann kunni ekki einlífinu, karl-ang- inn, enda óvanur því og krækti sér því í nýja konu — þá 22. í röðinni! — En búist hafði hann við því að svo gæti nú farið, að þetta yrði síðasta konan. ‘OFUREFLI” Á LUNDAR Það virðist næstum orðið ofur- efli að hafa nokkura uppbyggi- lega samkomu eða skemtun í ís- lenzkum bygðum nema að hafa dans á eftir, og þessvegna hefiri leikurinn “Ofurefli” verið illa' sóttur, því enginn dans var á eftir. En Leikfélagið á þakkir skilið fyrir að brjóta þenna flla vana að þurfa að hafa dans á eftir hverri skemtun, og vona eg að það haldi þeirri reglu ef víðar verður farið með Ofur- efli, því sannarlega er óþarfi að kaupa fólk með dansi, til að sækja þann leik. Eg þekki ekki Árna Sigurðsson eða neinn leik- andann, en svo fullkominn er all- ur frágangur og öll hlutverkin svo jafnvel leikin að einhver mjög listráenn og góðum leikara- hæfileikum búinn hefir þar haft stjórn á verki, svo, að ekki einu sinrui hef»r ytf)irsézt um smá atriði. Mörgum finst eflaust, og það réttilega að Imba vatnskerling sé bezt leikin, hvað sem ritstjóri Lögbergs segir, og prúðmann- legri og hæfari prest sé ekki gotc að finna, en Þorvald Gunnarsson í þessum leik. Einbeittni manna þarf ekki að vera fasmikil eða berast mikið á til að verða að notum, og þó þetta hlutverk sé erfitt, þá er maðurinn svo vel valinn í þetta stykki að hann hrífur áhorfend- ur með hinni hógværu, jafnvel tignarlegu framkomu sinni, jafnframt því sem staðfesta og drengskapur er áberandi í með- ferð á þessu vandasama hlut- verki.. Það er svo langt frá að nokkr- ar ófrýnilegar myndir séu í “Ofurefli” heldur blátt áfram sannar myndir úr daglega lífinu. Eg er til dæmis sannfærður um að Einar Páll Jónsson er mér alveg samdóma um að við eigum fjölda, já ofmarga Þorbjarnar leppa sem tala og skrifa eins og aðrir vilja en þora ekki að fylgja sinni eigin sannfæringu. Það er sannleiksgildi leiksins sem gerir hann áhrifamikinn, og það er sannleikurinn hreinn og ómeng- aður sem okkur yngri fslendinga vantar. Við þurfum .ekki rit- stjóra Lögbergs til að segja hvað sé holt að bera á borð fyrir okkur í bókmentalegu eða þjóð- ræknislegu tilliti og eg get full- vissað hann um að það er ekki neitt í leiknum Ofurefli sem er hættulegt fyrir okkur yngi’a fólkið, heldur er þar að finna þann lífssannleika og hreinskilni í kenningum og hvað á að var- ast, eimitt það sem við efum að leita að, sannleikanum og þor- inu að standa við hann á móti Þorbjarnar leppum mannfélags- ins. Um bókmentalegt gildi leik- rita eða sagna má lengi þrátta. Eg minnist þess eitt sinn að Dr. Sig. Júl. Jóhannesson sagði í rit- dómi um söng að gildi hans kæmi fram í hvernig hann hrifi einstaklings hug og hjarta. — Þetta á einnig við sögur og leik- rit. Það er nærri broslegt það sem ritstjórinn hefir að segjp um Einar H. Kvaran. “En hanr um það.” En eitt er víst, að hann getur ekkert sagt um þettr vinsæla og sannleikselskandi skáld sem rýrír hann í huguir allra fslendinga bæði fyr og nú eða í framtíð. Sögum hans ei svo vel unnað og víðkunnar o? viðurkendar bæði af rithöfund um og almenning, að tilraun rit stjórans að fara að véfengja bók- mentalegt gildi þeirra ér næst- um barnalegt. Þökk sé Leikflokk þessum fyrir að sýna þenna leik, sem er fágaður, og allur frágangur og meðferð lýtalaus. Leikfélagið er hér að vinna eins þarft þjóðræknisstarf og nokkur íslenzkur félagsskapur og er vonandi að fólk kunni að meta það sem vert er. Óskandi væri að Gull yrði næsta sagan sem snúið yrði í leikrit og að yngri sem eldri í bygðum fslend- inga fái tækifæri að sjá það. B. Einarson TILDURDRóSIR OG HEFÐARKONUR 1 SKALDSKAP ST. G. STEPHANSSONAR Eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. KlrgrAlr: Henry Ave. Eu*l Sími 95 551—95 562 Skrifittfa: Heory *g Argyto VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA I. Það tíðkast í öllum áttum bókmentanna, að rtihöfundar eru skýrðir og skáldskapur brot- inn til mergjar fyrir almenning. Ekki skyldi alþýða ætla að henni sé með þessu gert létt undir höfði. Þorri manna sem er hverskonar önnum hlaðinn, get- ur ekki áttað sig á bókmenta- greinum stuðningslaust, hvorki í voru landi né út 1 löndum.,Þar sem skilgreining bókmenta er á háu stigi, eða í fullum blóma, eru rithöfundarnir brotnir til mergjar og raktar til rótar stefnur þeirra, uppruni og ætt- erni hugmyndanna. Stórskáld- um í útlöndum er sá sómi sýnd- ur, að umsagnir um þau verða oft meiri að vöxtum en ritverk höfundanna sjálfra. Hér í landi er lítill sómi sýndur skáldunum að þessu leyti og færist þó held-1 ur í horfið, eftir því sem þjóð vorri vex fiskur um hrygg, efna- hagslega og andlega. — Stephan G. Stephansson er eitt þeirra skálda vorra, sem j þörf er á að skýra. Hann er myrkur í máli og ekki aðlaðandi. Honum ^r gefin djúpúð fremur en háttsnild ogefni sumra kvæða hans er betur til þess fallið, aö útlistað sé í sundurlausu máli en lesið samföstu. Rökræður rímaðar um félagsmálefni eru eigi til þess fallnar, að tungan bregði sér á sund í munnvatni. Eg ætla nú í þetta sinn að gaumgæfa skáldskap St. G. St. að því leyti, sem hann f jallar um tildurkonur annarsvegar, en á hinn bóginn hefðarkonur. Þessi höfundur bregður ekki á þann leik, að kveða götuvísur. Hann hefir að líkindum litið svo á, að sú ljóðagerð tilheyrði litlu spámönnunum. Stephan gerir aldrei tilraun til að daðra við tískuna. Hann er einn þeirra höfunda, sem reynir að hefja upp til sín heyrendur. Aðrir fiska í því vatni, að litillækka sig til þess, er þeir standa jafn- fætis lágildislýðnum. Á þeim gatnamótum fæðast götuvísurn- ar, sem nú eru að hremma at- hygli eða forvitni þjóðanna, ef athygli skyldi kalla. Stundum eru kynlegar orsakir til ritgerða. Það má kalla útúr- dúr frá efninu að segja frá til- drögum að þessari ritsmíð. En þó vil eg dreþa á þau. Mér hug- kvæmdist að athuga viðhorf St. | G. gagnvart tildurdrósum, þegar eg hafði — af tilviljun — lesið auglýsingu í reyikvísku blaði. j Auglýsingin var á þessa leið: i Hér geta konur fengið litaðar i varir og augabrýr og kinnar —, I og fætur mjókkaða — o. s. frv. Mér svelgdist á við þenna lestur og eg saup hveljur. Þetta kom svo flatt upp á mig, að skepnan í landi voru værj tekin til að gera svofelda uppreisn gegn skapara sínum. Mér þótti þörf á að fá bragðbæti í munn- inn og tók til Andvakna St. G. 3t. Eg stilti svo til, að bókin opnaðist sjálfkrafa, og upp kom ‘HlaðgerSur”, kvæði með þvi fr . Það er báðkvæði um . _u.'conu, tildui’KN endi, stáss- i ufu. — Nafnið mundi vera valið eins og t. Skarphéðinn í Sólar- ljóðum, sem’ Björn ólsen ætlar að tákna muni skrautgjarnan mann, veifiskata, mann sem berst mikið á. Þetta kvæði um Hlaðgerði er háðkvæði, hárfínt, en lætur svo lítið yfir sér að því leyti, að meðalathygli sézt yfir skopið í því og neyðarlegu aðferð, sem höfundurinn beitir, meðan hann dregur Hlaðgerði sundur í háðinu. Þá tek eg til kvæðisins og ætla eg að gefa það inn í smáskömt- um. En því kom eg heim, að eg örlög þar á og eitt af þeim, Hlaðgerður, var þig að sjá. Því Faxahaus gróf eg í flaginu hér. En feigð veit eg enginn sér þó á mér. Þó að við höfurn þurft til þess þriðjung úr öld að þekkjast og kveðjast og hitt- ast í kvöld. Sum skáld fara kynlega ein- stigi út af þjóðveginum. Það kalla eg undarlega við brugðið, að fara í einu stássrófukvæði út í þann myrkvið aldanna, sem Oddur víðförli — örvar-Oddur — reikaði um fyrir 1000 árum eða þaðan af fyrri. Skáldmær- ingur þessi segist hafa grafið Faxahaus í flaginu hér, háður forlögum sjálfs sín. — Faxa- hausinn þessi á að baki sér langa sögu í Fornaldarsögum Norðurlanda. Svo er sagt, að Völva framvés kæmi að Torgum, þar sem fóstri Odds bjó. Hún spáði því um Odd, að hann myndi verða ævagamall, fara víða um lönd, vinna mörg her- virki en hreppa þann aldurtila að lokum, að haus af hestinum Faxa . mundi verða honum að bana þar á Torgum. — Oddur spratt á fætur og laust völvuna á munninn, tók Faxa og drap hann, gróf hræið djúpt í jörð og hlóð að grjóti. Að því búnu fór Oddur í víking og ásetti sér að koma aldrei á þessar slóðir fram- ar. En á ellidögum greip hann heimþrá og löngun til að líta æskustöðvarnar. Hann stóðst ekki það mát, og þegar hann gekk um æskustöðvarnar, þar sem fyrrum hét Berurjóður, sá hann blásinn hestshaus í barði eða flagi. Oddur stakk til hans með stjóti sínu. Og þá hröklað- ist naðra undan beininu, og hjó Odd í fótinn, spýtti í hann eitri og lyfaði víðförla manninum bana. — Þessi kynlega saga ligg- ur að baki því orðatiltæki í kvæði St. G.: “Og Faxahaus gróf eg í flaginu hér.” — Sá sem les eða heyrir kvæðið, verður að þekkja sögu Örvar-Odds, til þess að skilja orðaleikinn. Völvan sá fyrir örlög Odds og hann varð að hlýða þeim. Og í annan stað er St. G. bundinn af örlögum, þegar hann kemur , heim til þess að sjá Hlaðgerði. j Það er undirskilið, að hann hefir jkynst henni í æsku, hefir ætlað að grafa minning hennar djúpt í mold, eins og Oddur gróf Faxa. En hann getur ekki spornað við örlögunum. Framh. Baldursbrá Nú fást keyptir 3 árgangar af barnablaðinu Baldursbrá fyrir $1.00, sent póstfrítt. Það eru til 6 árgangar og eru 3 þeir fyrri innheftir. Ætti fólk að nota þetta tækifæri á meðan upplagið endist. Pantanir sendist til: B. E. Johnson, 1016 Dóminion St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.