Heimskringla - 15.05.1940, Side 6

Heimskringla - 15.05.1940, Side 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 15. MAÍ 1940 SVO ERU LÖG, SEM HAFA TOG “Þú mátt ekki kalla hana til yfirheyrslu sem vitni,” sagði hann eins verndandi vegna þess hve hinn var ófróður. “Lögin leyfa þér ekki að láta konuna bera vitni gegn manni hennar. Og ennfremur er það ólöglegt af þér, að taka hana fasta fyrst og neyða hana til að ber vitni á eftir. “Nei, Burke,” bætti hann við með áherslu, “eina ráðið fyrir þig til að finna hið sanna í þessu máli, er að fá þau til að meðganga.” “Þá skal eg kæra þau bæði fyrir morð,” svaraði lögreglustjórinn heiftúðlega. Það veit skaparinn að þau skulu bæði koma fyrir rétt, nema einhver meðgangi glæpinn!” Hann lamdi hnefanum í borðið og rómur hans varð ennþá illúðlegri. “Eg ætla mér að ná í þann, sem skaut Griggs, þó það verði síðasta verkið, sem eg framkvæmi í þessu lífi.” Demarest var mjög órótt yfir þessu. Hann átti margt að þakka Edward Gilder, sem með áhrifum sínum hafði komið honum í þessa háu stöðu, sem hann nú skipaði, og þess vegna hefði hann gert mikið til að hjálpa auðmanninum út úr hverjum þeim vandræðum, sem hann kynni að rata í. Hann hefði verið fullkomlega fús til þess að nota öll embættisáhrif sín, til að losa son hans frá öllu sambandi við hina illræmdu konu. En nú gátu þeir þakkað ráðabruggi Burkes, sem gert hafði verið í þessum sama tilgangi ,að ástandið, sem var vont, gerðist nú háskalegt í fylsta máta. Einn hinna verstu glæpa hafði verið framinn í húsi Edwards Gild- ers, og sonur hans kannaðist við glæpinn. Hér- aðssaksóknarinn fann til raunverulegrar sorg- ar, er hann hugsaði til þeirrar áhyggja, sem Glider hlaut að hafa út af þessu. Hann fann líka til með syni hans. Hann þekti hann nógu vel til þess, að vera sannfærður um, að hann hefði aldrei framið slíkan glæp. Honum var nokkur huggun í því, þótt hann óttaðist hvern- ig fara mundi. Það hefði vafalaust verið betra, ef Dick hefði skotið Griggs í raun og veru, og látið innbrotsþjófinn fá maklega málagjöld verka sinna. En saksóknarinn gat ekki fallist á þá játningu. Lýsing Burkes á samsærinu, sem hinn leigði svikari hans hafði leikið þetta hlutverk í, virtist of flókin til þess. Þegar á alt var litið, virtist það næstum ómögulegt, að Dick gæti verið vegandinn. Demarest hristi höfuðið vandræðalega. “Burke,” sagði hann, “eg vil að drengurinn sleppi. Eg get ekki eitt augnablik trúað því að Dick Gilder hafi drepið þennan uppáhalds njósnara þinn. Svo þú verður að skilja þetta. Eg vil að hann sleppi og sé látinn laus.” En Burke var ekki alveg á því. Þetta var málefni, sem hann átti yfir að segja og enginn annar. Hann hefði líka gert mikið til þess að gera Edward Gilder greiða, eða þeim sem stóð eins hátt í mannfélagsstiganum og hann, en þegar svona stóð á var embættisheiður hans sjálfs í veði. Það hafði verið snúið á hann, hann hafði verið blektur, og óþjóðarlýður þessi hafði svo drepið bezta njósnarann hans. “Pilturinn verður látinn laus þegar hann segir alt sem hann veit,” sagði hann reiðuglega, “og ekki mínútu fyr.” Það glaðnaði svolítið yfir honum. “Kannske gamli maðurinn geti fengið hann til að tala. Eg get það ekki. Hann er undir áhrifum þessarar konu eins og svo sem auðvitað er, og hún sagði honum að segja ekki neitt, og þessvegna segir hann heldur ekki neitt.” Hálf vandræðalegt bros flaug yfir þunglamalega andlitið er hann leit á saksókn- arann. Eins og þú sérð,” sagði hann, “þá get eg ekki neytt hann til að tala, en það gæti eg kannske gert, ef ástæðurnar hefðu verið öðru- vísi. En vegna þess að hann er sonur gamla mannsins, þá nýt eg mín eiginlega ekki.” Það var í rauninni alt annað, að lemja og misþyrma tugthússlimum, eins og Dacey. og Chicago Rauð, en að misþyrma manni, sem hafði slíka stöðu í mannfélaginu og Dick Gilder hafði. Demarest skildi það mjög vel, en hann efaði að sú skoðun lögreglustjórans væri rétt, að Dick vissi jrfir höfuð nokkuð um hver drap Griggs. “Svo þú heldur að yngri Gilder viti þetta í raun og veru?” spurði hann efablandinn. “Eg held ekkert um það ennþá sem komið er,” svaraði Burke. “Alt sem eg veit er þetta að Eddie Griggs, þarfasti þorparinn sem nokkru sinni vann fyrir mig, hefir verið myrt- ur,” Andlit embættismnansins varð ógnandi er hann bætti við: “Og einhver, karlmaður eða kona, verður að gjalda fyrir það.” “Kona?” át Demarest eftir hálf hissa. Rödd Burkes lýsti engri miskunn. “Eg á við Maríu Turner,” svaraði hann hægt. Demarest hnykti við. “En Burke,” hrópaði hann, “hún er ekki þesskonar manneskja. Lögreglustjórinn setti á sig fyrirlitningar- svip. “Hvernig veistu það svo sem?” spurði hann. “Jæja hvað sem því líður, þá hefir hún spilað með alt lögregluvaldið, og fyrst, síðast og altaf, þá er eg lögregluþjónn . . . . og það minnir mig á eitt,” sagði hann með sínu venju- lega umsvifaleysi. “Eg vil að þú bíðir eftir Mr. Gilder hér fyrir utan á meðan eg yfirheyri stúlkuna, sem þeir hafa komið með úr íbúð Maríu Turner. XXI. Kap—Aggie á í vök að verjast Eftir að lögmaðurinn var farinn út, horfði Burke með eftirvæntingu á hurðina, sem stúlk- an átti að koma inn um. Hann hafið nú sent eftir henni. En þegar Dan kom loksins og beið til að láta stúlkuna koma inn um dyrnar, datt alveg ofan yfir lögreglustjórann, vegna þeirrar óvæntu sjónar, er mættu augum hans. Hann hafði búist við kvenmanni frá þeim heimi, sem hann þekti best frá starfi sínu, sem aðal- lega fór fram í undirheimum glæpamannanna. Hann gat búist við að hún væri fríð, en samt brennimerkt með merki svívirðingarinnar, sem eigi gat dulist hinum æfðu augum hans. En strax hugsaði hann með sér að hann hefði mátt búast við einhverju óvenjulega í þessu falli, fyrst þessi stúlka var bendluð við Maríu Turn- er, því sú vandræða manneskja leit út fyrir, bæði í andliti, vexti og látbragði, að vera hefð- armær. En öll hugsun gleymdist honum brátt vegna óblandinnar aðdáunar. Stúlkan var fremur lítil vexti, en svo grönn og yndisleg að hún var alveg dásamlega fögur og búningur hennar var eftir því. Fötin hefðu hlotið að vekja öfund allra þeirra kvenna, sem ekki voru eins gæfusamar hvað útlitið snerti, því að allur búningurinn var hvorki of né van; hann var alveg fullkominn á sinn hátt. Á ein- hverri annari stúlku, hefði hann kannske sýnst of íburðarmikill, en sá galli, ef það var annars hægt að nefna þetta því nafni, varð miklu fremur að kosti, vegna sakleysissvipsins á andliti stúlkunnar. Það var barnslegt andlit og bláu augun hennar störðu undrandi á alla tilveruna í kring, þau voru mjög opin, vegna óánægjunnar, sem birtist í raunablænum á rauðu vörunum, sem voru eins og nýútsprungin rós. “Heyrið mér nú stúlka mín,” sagði hann hranalega, “eg vil fá að vita---” Með leiftur- hraða varð nú svipbreyting á andliti hennar. Stúlkan stappaði niður litla fætinum, sem var svo snoturlega búinn. “Hvernig vogið þér yður!” sagði hún og bláu augun hennar urðu svört af reiði. Roði færðist í báða vanga hennar. Varirnar báru ekki lengur raunasvipinn, en herptust saman dembilega, á aðdáanlega áhrifamikinn hátt. Burke stóð gagnvart þessari móðguðu og reiðu ungfrú, og fann til vandræða kendar, sem honum var gersamlega framandi og hann hafði aldrei áður fundið til. “Hvað sögðuð þér?” spurði hann hikandi. Stúlkan sagði það sem henni bjó í brjósti og dró ekki af. “Hvað meinið þér með þessari ósvífni?” hrópaði hún. Rödd hennar var lág og full, eitt- hvað svo yndislega þægileg, að hún minti áheyrandann á, að þarna var tigin hefðarmær að tala. En nú var rómurinn reiðiþrunginn og undrunarfullur í senn ýfir þessari óheyri- legu móðgun, sem þessi erindsreki laganna hafði sýnt henni. En í einu vetfangi mýktust augun og það leit út fyrir að þau ætluðu að fyllast tárum. “Hvað á þetta að þýða?” spurði stúlkan á ný, og skalf af reiði. “Eg krefst þess að þér látið mig tafarlaust lausa,” það var óútmálan- leg ásökun í orðunum. Þetta hafði áhrif á Burke, þótt hann væri ekki uppnæmur fyrir öllu né næmur fyrir tilfinningum annara, því nauðsynin knúði hann jafnan til að ransaka þær, en ekki að hafa sam- líðun með þeim. Hin harða og háa rödd hans mýktist talsvert, en hann talaði í rómi sem menn mundu nota til að sefa óþægt eftirlætis- barn, sem væri hamslaust af reiði. “Bíðið þér nú við,” sagði hann, “bíðið þér bara svolítið við.” Hann bandaði hendinni kurteislega í áttina til eins stólsins, sem stóð við enda skrifborðs hans. “Fáið yður nú sæti þarna,” sagði hann lokkandi. Fyrirlitning stúlkunnar var takmarkalaus. Hún svaraði með ískaldri röddu: “Það dettur mér ekki til hugar. Ekki nema það þó að fara að fá mér sæti hérna! Eg sem hefi verið tekin föst---” Það var grátstafur í röddinni, og ekka stuna leið frá brjósti henn- ar, en vangarnir urðu rjóðir af blygðun. “Eg—” stamaði hún, “eg hefi verið tekin föst af óbreyttum lögregluþjóni!” Lögreglustjórinn greip eina stráið, sem hann átti kost á að grípa. “Nei, nei, ungfrú,” svaraði hann alvar- lega. “Þér verðið að afsaka mig. Það var enginn venjulegur lögregluþjónn — það var leynilögregluforingi.” En þessi huggunaraðferð var alveg árang- urslaus. Þessi ráðslynga, litla blómarós, með barnsandlitið og galopnu bláu augun, stóð alveg á öndinni af mótþróa og vildi ekki sefast láta. Rödd hennar skalf af viðbjóði og hún horfði á lögreglustjórann á þann hátt, að hann gat búist við illum afleiðnigum fyrir þetta tiltæki sitt. “Bíðið þér bara við!” sagði hún ógnandi. “Þér skuluð bara bíða við, skal eg segja yður, þangað til hann pabbi minn heyrir um þetta!” Burke horfði á hina ofsareiðu stúlku og gerðist smeikur. “Hver er pabbi yðar?” spurði hann hálf hræddur, því að hann langaði ekkert til að móðga nokkurn heldri mann, ef þess gerðist engin þörf. “Það mun eg ekki segja yður,” sagði hún mótþróafull. Mjallhvíta ennið hennar hrukk- aðist dásamlega, er hún setti upp þrákeltnis- svipinn. En nú varð hún aumingjaleg á svip er henni datt nýtt í hug. “En hamingjan góð- asta,” sagði hún, “þér látið líklega fréttaritar- ana fá þetta. Aftur ætluðu rósrauðu varirnar að beygja af vegna ángistar og sjálfsmeð- aumkvunar. “Ef þetta kæmist í blöðin, ræður smánin yfir því, fjölskyldu minni að fullu!” Hin átakanlega skelfting hennar smaug gegn um hina þykku skel lögreglumannsins. Hann talaði með afsökunarrómi: “Nú er þetta auðveldasta leSðin fyrir okkur bæði, að þér segið hver þér eruð. Sjáið þér til ungfrú góð, þér voruð handteknar í hús- um illræmdrar glæpakonu.” Dramb stúlkunnar óx. Hún virtist hækka um heilan þumlung við þessi ummæli lögreglu- stjórans. “Þvílík fádæmis vitleysa!” hrópaði hún háðslega. “Eg var gestur Maríu Turner!” “En hvernig fóruð þér annars að kynnast henni?” spurði Burke. Hann hélt áfram að halda hinni miklu rödd sinni í skefjum. En reiði stúlkunnar virtist samt aukast með hverju augnablikinu. Hún sýndi það ljós- lega, að hún áleit þennan látúnshnappaða lög- gæslumann óbærilega ósvífinn í framkomu sinni gagnvart henni. Engu að síður lét hún þó svo lítið að svara og gerði það með því að draga seiminn eins og hún væri einhver stór- höfðingi. “Eg var kynt Miss Turner, og það gerði Mr. Richard Gilder. Þér hafið kannske heyrt um föður hans, eiganda Emporium búðarinnar?” svaraði hún. “ójá eg hefi heyrt um föður hans og um hann líka,” sagði Burke vingjamlega. En stúlkan mýktist ekkert á manninn fyrir það, en svaraði hörkulega: “Þá hljótið þér að sjá að þér hafið algerlega rangt fyrir yður í þessu efni.” Bláu augun hennar opnuðust enn- þá meira, er hún starði ásakandi á lögreglu- manninn, sem virtist vera í vandræðum og varð ógreitt um svar. Þá færðist eins og blíðari svipur yfir yndislega brúðuandlitið hennar, og hún bætti við eins og biðjandi: “Þér hljótið að sjá að svo er?” “Nei, ekki get eg það,” svaraði Burke og var órótt; “nei það geri eg alls ekki!” Hann gat ómögulega fengið sig til, þótt hann gæti varla skilið það, að viðhafa sína venjulegu hrotta aðferð við þessa fíngerðu stúlku, en skylda hans krafðist að hann skyldi halda á- fram. Hann var í raun og veru milli steins og sleggju, þótt sleggjan í þessu tilfelli væri frem- ur líkari sólargeisla en nokkru öðru. Þótt svar hans væri nú svona meinlaust, varð bamsandlit hennar fyrirlitningarfult og ásakandi, að svo miklu leyti, sem það gat sýnt slíkan svip. “Herra minn!” hrópaði hún og kastaði hnakka með fyrirlitningu og ásökun og hún sneri sér frá embættismanninum með viðbjóði. “Nú, nú,” sagði Burke góðlátlega. Honum var ómögulegt að vera hrottalega við þessa saklausu stúlku. En hann varð samt að gera henni þett ljóst, svo að hún skyldi ekki halda að hann væri ruddi. Það dugði nú ekki. “Sjáið þér nú til ungfrú góð,” sagði Burke með svo blíðum rómi að þeir Dacey og Chicago Rauður hefðu aldrei trúað því, “sjáið þér til ungfrú, þó að þér hafið í raun og veru verið kyntar þessari Maríu Turner, og Mr. Gilder hafi gert það þá hefir þessi sama María Turner verið tugthússfangi, og núna sem stendur hefir hún verið handtekin fyrir morð.” Við þetta hræðilega orð gerðist mikil breyting á stúlkunni. Hún snarsneri sér að lögreglustjóranum og það var eins hinn grann- vaxni líkami hennar hallaðist í áttina til hans. Hinar loðnu augnabrýr lyftust lítið eitt er hún starði á hann vantrúarfull, en hræðslusvipur sást á rauðu vörunum. “Morð!” stundi hún upp og þagnaði svo. “Já”, svaraði Burke, sem nú var búinn að ná sér og kominn á stryk. “Sjáið þér til, ef við höfum tekið yður í misgripum, þá langar yður ekki til að flækjast inn í þetta mál lengra, ekki ögn lengra, það er áreiðanlegt. Þess- vegna sjáið þér, að eg verð að vita hver þér eruð.” Svo lagði Burke fyrir hana sömu spuminguna og hún hafði fyrir skemstu lagt fyrir hann: “Þér hljótið að sjá, að svo er?” “Ó, já, já!” svaraði hún strax. “Þér hefð- uð átt að segja mér frá þessum hræðilegu ó- sköpum þegar í fyrstu.” Nú var framkoma hennar gerbreytt. Hún brosti raunalega við lögreglustjóranum, og augnatillitið var mjög góðlegt — næstum því lokkandi blíðlegt. En í þessari mynd virtist samt birtast enn þá skýrar en hingað til, hinar fíngerðu tilfinningar stúlku, sem mjög vandlega hafði verið uppalin. Hún hneig niður í stól við skrifborðið og tók til máls með einföldu látleysi, sem í sjálfu sér hafði einkennilega máttug áhrif á embættis- manninn, sem hlustaði á hana. “Eg heiti Helen Travers West,” sagði hún. Burke hrökk dálítið við í sætinu, og borfði á stúlkuna með aukinni virðingu er hann heyrði nafnið. “Ekki dóttir járnbráutarkóngsins?” spurði hann. “Jú,” svaraði stúlkan og sýndi nú á ný alvarlega áhyggju yfir því, að þetta yrði hljóð- bært. “Æ gerið svo vel og segið engum frá þessu,” sagði hún í bænarrómi. Bláu augun voru nú biðjandi og lokkandi í senn. Litla brosið á litlu vörunum var dásamlega aðlaðandi. Litlu hendurnar klæddar fallegu glófunum spentu greipar, framréttar og biðjandi. “Þér hljótið nú að sjá það, herra minn, að það má aldrei fréttast af nokkrum lifandi manni í heiminum, að það hafi nokkru sinni verið farið með mig til þessa voðalega, hræðilega staðar — þó þér hafði verið ósköp góðir við mig.” Nú varð bænarblær á rómnum. Orðin komu mjög þýðlega, mjög hægt, með þeim blæ, að það var næsta örðugt fyrir nokkum mann að dauf- heyrast við þeim. Gerið svo vel og lofið mér að fara heim.” Hún dró svolítinn vasaklút upp úr töskunni sinni, bar hann upp að augunum og grét hljóðlega. Hinn þrekvaxni lögreglustjóri hrærðist til meðaumkvunar. f raun og veru var það sann- arlega skammarlegt, að slík stúlka, skyldi vera fyrir einhverja dutlunga forlaganna bendluð við hin lágu og lostafullu málefni, sem staða hans neyddi hann til að fást við og rannsaka. Hann var því talsvert föðurlegur þegar hann bjóst til að hughreysta þessa sorgmæddu ung- frú. “Þetta gerir ekkert til, ungfrú góð,” sagði hann glaðlega. “Verið þér nú hreint ekkert áhyggjufullar yfir þessu. Yður er óhætt að trúa mér til þess, Miss West. Segið mér nú bara alt, sem þér vitið um þessa Turner stúlku. Sáuð þér hana í gær?” Stúlkan hætti að gráta. Eftir að hafa þerrað sér svolítið um augun með litla vasa- klútnum, hallaði hún sér dálítið í áttina til lög- reglustjórans og spurði hann mjög áfjáð: “Viljið þér þá láta mig fara strax og eg hefi sagt yður þetta litla sem eg veit?” “Já,” svaraði Burke tafarlaust með upp- Örfandi brosi, og eins og til að árétta það loforð sitt, bætti hann við eins og menn mundu hafa gert við hrætt bam: “Enginn mun gera yður neitt, ungfrú góð.” “Jæja, þá, þér sjáið að þetta var svona,” svaraði hún hressilega. “Mr. Gilder heimsótti mig kvöld eitt, og hann sagði við mig, að hann þekti yndislega unga stúlku, sem--------” þar endaði frásögnin, en vasaklúturinn var borinn á ný upp að augunum og gráturinn braust fram með auknum ákafa. Rödd stúlkunnar varð kveinandi og hún bætti við: “ó, þetta er hræðilegt, hræðilegt!” orðin enduðu í stunu. Burke fann óljóst til þess áð hann væri sök í þessari þjáningu ungu stúlkunnar, sem var svo saklaus sjálf. Þar sem hann var söku- dólgurinn, fanst honum að hann yrði að reyna að bæta úr þessu og stöðva þennan harm, sem stafaði af því að hann hlaut að gera skyldu sína. “Þetta lagast alt saman, ungfrú góð,” sagði hann með ótrúleg ablíðri rödd á móts við i það, sem venja hans var til. “Eg hefi altaf verið að segja yður, að þetta færi alt vel. Eng- inn ætlar að gera yður neitt — ekki vitundar ögn. Trúið mér til þess! Engum lifandi manni gæti dottið það í hug að gera yður hið minsta mein!” En allar tilraunir hans að hughreysta þessa harmþrungnu stúlku voru árangurslaus- ar. Hún hélt áfram að gráta. Við og við stundi hún upp í mjúkum rómi og mjög aumkvunar- legum: “Hamingjan hjálpi mér. Ó, hamingjan hjálpi mér!” “Gætuð þér nú ekki sagt mér eitthvað meira um þennan kvenmann?” spurði Burke í örvæntingu sinni yfir þessari sorg stúlkunnar. Hann hugðist sem sé að leiða athygli hennar frá raunum með að breyta um umræðuefnið. En stúlkan svaraði engu spurningu hans. “Æ, eg er svo hrædd!” stundi hún upp. “Hvaða, hvaða!” sagði lögreglustjórinn í gælu rómi. “Eg er altaf að segja yður að þér þurfið alls ekkert að óttast.” “Eg er svo hrædd um,” sagði stúlkan raunalega, “að þér — þér lokið mig inni í klefa.” Rödd hennar var hvísl er hún mælti þessi orð, sem voru svo þrungin skelfingu, »®m þessi fíngerða sál hlaut að finna til við því- líka tilhugsun.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.