Heimskringla


Heimskringla - 15.05.1940, Qupperneq 7

Heimskringla - 15.05.1940, Qupperneq 7
WINNIPEG, 15. MAÍ 1940 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA EINAR BENEDIKTSSON Frh. frá 3. bls. Móðir skáldsins var skáld: Þú elskaðir stökunnar máttuga mál, myndsmíð vors þjóðaranda. Frá árbjarma fyrstu æsku eg man i óm þinna flötuðu stefja. Enn finst mér eg heyra fjalla- svan í fjarska sín vegaljóð hefja. En lífskjör yfirdómarafrúar- innar á Elliðavatni hentuðu ekki skáldi: Mér brann ekkert sárar í sjón og hug en sjá þínar vonir deyja. Enginn sonur ann móður sinni fyrir það eitt að gefa streng og boga. En bæri eg heim mín brot og minn harm þú brostir af djúpum sefa. — Þú vógst upp björg á þinn veika arm; þú vissir ei hik eða efa. í alheim eg þekti einn einasta barm, sem alt kunni ‘að fyrirgefa Hér er lýst dýpsta einkenni móðurástarinnar, sem gefur alt og biður ekki um laun. Þess- vegna hverfur minningin um móðurina og ættlandið í eitt, þegar komið er að hinum yztu landamerkjum: Móðir. Nú ber eg þitt mál á vör og merki þér ljóðastafi. Til þess tók eg fari, til þess flaut minn knör. Til þess er eg kominn af hafi. XXXII. Samtíðarmenn Katrínar Ein- arsdóttur vissu, að hún var skáld og sonur hennar var ekki í efa um að frá henni hafði hann erft þá gáfu. Frá henni voru líka komnar með beinum erfðum gáfur skáldsins til sárbeittra, kaldra og andstæðukendra spak- mæla. Sú saga er sögð frá bú- skaparárum Benedikts yfirdóm- ara og frú Katrínar á Elliða- vatni, að þangað kom í heimsókn Grímur Thomsen skáld frá Bessastöðum. Þeir Benedikt og Grímur voru með vissum hætti samverkamenn og leiðtogar í þjóðmálum. Samstarf þeirra var langt, en tvírætt. Yfirdómarinn var örlyndur, heitur og bjart- sýnn, en Grímur kaldur veru- leikamaður, gráglettinn í skapi. Yfir borðum beinir Grímur að yfirdómaranum óþægilegri spurningu um vínhneigð hans. Benedikt verður svarafátt og segir, að Grími sé hentast að spyrja konu sína um málið. Hún svarar þegar í stað: “Það er jafn ómögulegt að svara þessari spurningu eins og að bera hana fram”. Grímur spurði ekki um fleira í þann sinn. Hirðmaður Danakonungs varð að sætta sig við að frúin á Elliðavatni leið- beindi honum um rétta manna- siði í samkvæmislífinu. Löngu síðar, þegar Einar Benediktsson var orðinn lögmaður við yfir- dóminn og upprennandi þjóð- skáld, fékk hann ljóðabréf frá móður sinni. í því var þessi vísa: Ef að þótti þinn er stór, þá er von að minn sé nokkur. Blóðið sama er í okkur. Dropar tveir, en sami sjór. Enginn, sem ber þessa einu vísu saman við Ijóð og tilsvör Einars Benediktssonar mun af- ast um, að Katrín Einarsdóttri hafi haft gáfu, en ekki lífskjör, til að vera mikið skáld. Hún finnur, að móðir og sonur eru óaðskiljanleg. Þau hafa sama þóttann, líka skapgerð, og list- hneigð. Hún átti fullan rétt á þeirri viðurkenningu, sem sonur hennar veitti henni síðar: Og þitt var mitt ljóð hvert gígjugrip. Þú gafst mér þinn streng og þinn boga. Móðir Grettis var hrifin af glæsileika sonar síns, sem hún fann með réttu að bar af sam- tíðarmönnum sínum. Katrín Einarsdóttir fann, að hún átti líka þann son, sem mjög bar af sínum jafnöldrum. Hún fann til mikillar gleði yfir gengi hans, og yfir vitundinni um að margt af þeim eiginleikum sem honum myndu verða til mestrar frægð- ar, voru úr ætt hennar og Víð- dæla. En jafnframt móðurgleð- inni og ættarstoltinu bar hún í brjósti leyndan kvíða um fram- tíð þessa óvenjulega sonar, sem var fullur af ósamrýmanlegum andstæðum, eins og skapgerð foreldranna, sem ekki báru gæfu til geðfeldra samvista. XXXIII. Kynningin við þær þrjár af- burðakonur, sem nú hafa verið nefndar, hlaut að gefa ungu skáldi djúpa virðingu fyrir yfir- burðum kvenna. Þess sjást líka glögg merki í æskukvæði hans: Undir brúnum búa í friði bjartar stjörnur kulda og glóðar. Ættarmerki minnar þjóðar mærin ber í anda og sniði. Þessi kona kann að unna, kann að vera ambátt, drotning. En eg finn með ótta og lotning, einnig hatrið mundi hún kunna. Einar Benediktsson dáir hér á unga aldri eins og í minninga- ljóðinu um Þorbjörgu Sveins- dóttur, það sem hann kallar hina íslenzku skapgerð. Það er lund Guðrúnar ósvífursdóttur, Katrínar móður hans og ótelj- j andi annara minna þektra kvenna, þar sem heitar tilfinn- ingar, bæði ást og hatur, er falið undir djörfu, köldu, en fáguðu yfirbragði. Nokkru síðar kem- ur skáldið heim að skautaför á Tjörninni með unnustu sinni. Það var heiður himin og stjörnu- bjart. Velgerður Zoega bað hann að skilnaði að yrkja um fegurð stjörnunæturinnar. Þá orti hann kvæðið Stjarnan. Það er eitt af fegurstu ástarkvæðum, sem til eru á íslenzku en minnir að allri gerð á málverk eftir Rembrandt. Skáldið lýsir dásemdum himin- hvolfsins, en sú fegurð verður umgerð kjarna kvæðisins, þar sem skáldið lætur falla sterka birtu hrifningar sinnar. Ein stjarnan í hinni miklu vetrar- braut, sem hvelfist yfir ástfang- ] inn mann, meir af öllum hinum.' Hún ljómar og skín út á yzta álm af eldum með blikandi gimsteina liti; einn brennur þó ríkast í röðl- anna hjálm, með rúbínsins loga, með smar- agðsins gliti. Þar tindrar þú stjarnan mín, stolt og há sterkasta ljósið, sem hvelfingu á! Eg elska þig, djásnið dýrðar- bjarta, demant á himinsins tignarbrá, geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta. Fegurð himnanna er umgerð- in. En íslenzk kona fyllir hug skáldsins. Hvað véldur, að þú ert ást mín ein, af öllum blómum í stjarnanna kransi? Svo margt skín þó eplið á glit- meiðsins grein BIÐJIÐ ÁVALT UM MONOGRAM Canadian Rye Whlsky FIVE SCOTS Select Liquuer Whlsky MONOGRAM London Dry Gin T THE BRITISH COLUMBIA DISTILLERY CO. LTDl LOOK FOR THIS SEAL ON ALL B.C.D. BRANDS §|g|S This advertlsement is not inserted by Govemment Liquor CJontrol Oommlsslon The Commisslon is not responsible for statements made as to qualtóy of pro- ducts advertlsed. og gott er um sólbros í hnatt- anna dansi. Mín jarðneska hugsan, þitt himneska bál, hittust eitt kvöld, eins og tinna við stál, og síðan man eg þig, svipurinn fríði sé þig í draumi, við gleðinnar skál finst alt, sem er fagurt, þér einni til prýði. Nú líða nokkur ár. Einar Benediktsson hefir gifst Val- gerði Zoega. Þau eru norður við Hljóðakletta a Þingeyjarsýslu. Skáldið yrkir um hildarleik hinna dauðu, ótömdu náttúru- afla. En um leið finnur hann andstæðuna, hamingju mann- legrar ástar: Eg hvíli við straum þessa huldu- máls og hljómsprota slæ á hinn kalda stein, en lindin sprettur fram líðandi hrein, úr líflausa klettsins heim'i. Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann sem hjarta er aldrei neitt berg- mál fann, og nokkuð svo sælt sem tvær sálir á jörð samhljóma í böli og nauðum? |Ein barnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma’ af hamranna storð, eins getur eitt kærleikans al- máttugt orð íshjartað kveðið frá dauðum. Þegar Einar Benediktsson yrkir um rómantík ástarinnar, koma þeir þættir venjulega ó- vænt í ljóðum hans, eins og lind- ir úr hamraveggjum í Hólma- tungum við Jökulsársgljúfur. í Hljóðaklettum lýsir skáldið dá- semd og fegurð náttúrunnar og hinum fjötraða krafti árinnar í klettagljúfrum. En inn í þá köldu umgerð kemur skyndilega heit ástarjátning um hið al- máttka vald kærleikans, sem getur gefið íshjarta líf. í fornsögunum er þrásinnis sagt frá þessu einkenni í íslenzku lundarfari. Atli á Bjargi mælir það eitt að nú tíðkist hin breiðu spjótin, þegar hann er lagður til bana. Guðrún ósvífursdóttir lætur veganda Bolla segja frá atburðinum, þegar maður henn- Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrllstofusiml: 23 674 Stimdar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl 6 skrlfstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmili: 46 Alloway Ave. Taltími: 33 ISÍ Oitici Phoki Ru. Phoxb 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 100 MKDICAL ART8 BUILDINO Ornci Houms: 12 - 1 4 P.H. - 6 P.H. AND BV APPOIKTM*KT Dr. S. J. JohannesTon 806 BROADWAY Talaiml 30 877 Viötalatíml kl. 8—6 e. h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Bental, Insurance and Hnaneial Agantt Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—-Winnipeg H. BJARNASON —TRAN SFER— Baoaage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allafconar flutnlnga trua og aftur um bselnn. DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 ar er feldur, en leynir vandlega þeirri hefndarglóð, sem logar í sál hennar. í Æfintýri hirð- ingjans sjást neistar af þessum vel falda eldi. Riddarinnar Sara- hoa sýnir listir sínar í trúðleik- húsi í Suðurlöndum. Áhorfend- ur fylgja hverri hreyfingu hans með aðdáun. Um ein slík leiks- l'ok segir Einar Benediktsson: Ljós og bláeyg hefðarhrund hverfur seint og aftur lítur. Fingurhring af hvítri mund hrífur einn — og varir bítur. Hún kastar hringnum til ridd- arans inn á leiksviðið: .... hann rétti’ út arminn. Augnakastið auga hans eldsnart hitti, er gullni bjarminn hringsins skein við hófspor sands og hvarf, sem gullið inn í barm- inn. Eitt augnakast, og eitt fing- urgull er í Suðurlöndum sama og ákvörðun um ástamót sama dag: Þau sáust og skildu á sama kveldi sem segull og stál. Blönduð sem rökkur með arin- eldi eilíf minning snart þeirra sál— henni sem fylgja frá himinsins veldi, en honum sem stjömubál. Síðar stendur önnur kona við hlið æfintýrariddarans: Hún var af hans eigin eigrandi þjóð, ör eins og foksandsins bára. Austræn að fegurð, eirðarlaus, treg og æst jafnt til hláturs sem tára. Þau deila. Thorvaldson & Eggertson Lögfræðlngfar 705 Confederation Ltfe Bldg'. Talsíml 97 024 * M. HJALTASON, M.D. ALMINNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl f vlðlögum Vlútalstimar kl. 2—4 ». h. T—8 aú kveldinu Slmi 80 867 666 Vlotor St. A. S. BARDAL selur Ukklstur og annast um útíar- lr. Allur útbúnaður s& bestl. _ Enníremur selur hann aUskonar mlnnlsvarða og legstelna. 843 SHERBROOKB 8T. Phone: 86 607 WINNIPBO Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Eresh Cut Flowers Datóy Plants in Seaaon We apeclalize in Wedding & Concert Bouquets Sc Funeral Designs lcelandlc spoken MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO 664 BANNINO ST. Phone: 26 420 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 tll 12 f.b,—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwln Diamonds and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Hún hraðar sér lék við handanna skraut og hring einn sneri um fingur. “Djásn þetta,’’ kvað hún, “mér draup í skaut þann dag, sem eg fyrst þínar ástir hlaut, en saga er mér sögð um það glingur. Hvort eignast það mér, sem ann- ari ber, afræktur trygðahringur ?” Riddaranum þykir þessi hring- ur fegurstur af öllu skrauti hennar. Hann biður að mega fá hringinn. Vill sökkva honum í “þrúgunnar skál” og drekka síð- an vínið til eilífra sátta og frið- ar. Hún segir: “Eg hirði ei,” sagði hún, “hvort heimurinn laug,” hló og lét steinana glóa. f hlátrinum blandað var heift og spaug, hún henti yfir borðið þeim gylta baug til hirðingjans Sarahoa. Riddarinn blandar eitri í bik- arinn og drekkur vínið af hringnum til eilífra sátta og friðar. En hringurinn bar eld haturs og afbrýðissemi milli tveggja kvenna, líkt og motur- inn góði í sögunni um Ingibjörgu konungssystur og Guðrúnu Ó- svífursdóttur. Æfintýrið gerist í Suðurlöndum, en eigendur hringsins voru íslenzkar konur í hug og hjarta, rétt bornar syst- ur Þorbjargar Sveinsdóttur. Framh. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.......................JZ. J. Abrahamson Árnes..............................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont..................................G. J. Oleson Bredenbury............................H. O. Loptsson Brown.............................. Thorst. J. Gíslason Churchbridge------------------------H. A. Hinriksson Cypress River...........................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson Elfros______________________________J. H. Goodmundson EJriksdale............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Ámason Foam Lake.............................H. G. Sigurðsson Gimli....................................K. Kjernested Geysir................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland.............................Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa................................Gestur S. Vídal Húsavík................................John Kernested Innisfail....................... Ófeigur Sigurðsson Kandahar______________________________ S. S. Anderson Keewatin..............................Sigm. Björnsson Langruth.................................B. Eyjólfsson Leslie..............................Th. Guðmundsson Lundar.......................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ ófeigur Sigurðsson Mozart..................................S. S. Anderson Oak Point............................. Mrs. L. S. Taylor Otto............................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer...........................ófeigur Sigurðsson Reykjavík........................................Árni Pálsson Riverton........................... Bjöm Hjörleifsson Selkirk, Man...........Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill......................................Björn Hördal Tantallon.......................................Guðm. ólafsson Thornhill..........................Thorst. J. GísVason Vfðir............................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..........-..........Finnbogi Hjálmarsson Winnlpeg Beach...................................John Kernested Wynyard..............-.................S. S. Anderson í BANDARfKJUNUM: Bantry...............................E. J. Breiðfjörö Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co.............................Th. Thorfinnsson Grafton...............................Mrs. E. Eastman Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.... Mdton..........___________________________S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, CaUf......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Upham..................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.