Heimskringla


Heimskringla - 22.05.1940, Qupperneq 5

Heimskringla - 22.05.1940, Qupperneq 5
WINNIPEG, 22. MAÍ 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA mundsson, til heimilis á Hverfis- götu 89. Handleggsbrotnaði hann og slasaðist á höfði. Verið var að skipa kolum út í “Belgaum”, er slysið varð og er ekki vitað með vissu, hvernig það bar að höndum. Sáu vinnu- félagar Sigurjóns alt í einu, að hann var orðinn fastur milli vindutopps og vindutósins. — Vafðist hann nokkra snúninga áður en hægt var að stöðva vind- una og ná honum úr henni. Sigurjón var þegar fluttur á Landspítalann og liggur hann þar.—24. apríl. * * * Nýr brezkur aðaikonsúll Til Reykjavíkur er kominn nýr brezkur aðalkonsúll, Mr. F. M. Shepherd. Tekur hann við störfum af Mr. John Bowering, sem nú gegnir aðalkonsúlsstörf- um, en er á förum af landi burt til að taka við aðalkonsúlsstöðu í Svisslandi. Það var vitað fyrir löngu, að Mr. Bowering var á förum og stendur þessi breyting engan veginn í sambandi við atburði þá, sem undanfarið hafa verið að gerast á Norðurlöndum. Blaðamaður frá Morgunblað- inu hitti Mr. Shepherd að máli í gærkvöldi. — Hingaðkoma mín er alveg eðlileg, sagði aðalræðismaður- inn, því eins og þér vitið er al- gengt að skift er um starfsmenn í utanríkismálaþjónustunni. Eg hefi hlakkað til að koma til íslands og kynnast landi og þjóð, því þó eg hafi aldrei kom- ið hingað til lands, hefi eg kynst mörgum Englendingum, sem lát- ið hafa vel af landinu. Eru það aðallega laxveiðimenn, sem hafa skýrt mér frá veru sinni sér. T. d. sagði Mr. Shepherd, hefi eg séð kvikmyndir hjá kunn- ingja mínum, dr. Harold Gilles, sem ferðast hefir um landið og stundað laxveiðar á Norðurlandi. Kvikmyndir hans, sem teknar eru í eðlilegum litum, eru ein- hverjar þær alfallegustu áhuga- manns-kvikmyndir, sem eg hefi séð. Mr. Shepherd taldi ekki á- stæðu til að fjölyrða neitt meira um hingaðkomu sína, nema að hann tæki við af Mr. Bowering, er hann færi. Mr. Francis Michie Shepherd M.B.E., er 47 ára og ókvæntur. Hann stundaði nám við Grenoble háskólann og hefir verið í utan- ríkismálaþjónustu Breta í San Francisco, Buenos Aires, Lima og Hamborg. Hann var Chargé d’Affaires í Haiti 1932; E1 Sal- vator 1933, og aftur í Haiti 1935 —-1938. Hann var í Barcelona nokkurn tíma á meðan á borgarastyrjöld- inni stóð og síðan konsúll í Dres- den í Þýzkalandi. Mr. Shepherd var í Danzig þegar innrásin var gerð í Pól- land í haust er leið og í “Bláu bókinnj” ,sem brezka stjórnin gaf út um innrásina í Pólland og tildrög hennar, eru margar skýrslur frá Mr. Shepherd, sem hann sendi brezku stjórninni. -—24. apríl. LEIKKONA í 40 ÁR efndi leikfélagið til veglegs sam- Barnakór hljómleikar ------ |sætis fyrir leikkonuna, er fjöldi | Barnakór R. H. Ragnar er æft Á þessum vetri átti frú Svavalbæjarbúa tók þátt í. Geta má hefir síðan um nýár efnir til Jónsdóttir á Akureyri 40 ára leikkonu afmæli, var þess minst í blöðum bæjarins og á annan hátt. Frú Svava lék í fyrsta sinn, þá um 16 ára að aldri, Iovíu í gamanleiknum “Annar hvor þess, að við síðustu úthlutun samkomu í Góðtemplarahúsinu, styrkveitinga Mentamálaráðs, þriðjud. 28. maí. Við samkom- hlaut frú Svava dálitla upphæð una aðstoðar með söng Karlakór sem viðurkenningu fyrir leik-. íslendinga í Winnipeg og að starf sitt. Isöngnum lokumn verður dans. Þótt frú Svava Jónsdóttir sé Þeir sem óska að þessi barnakór nú af léttasta skeiði aldurs síns, | haldi áfram starfi gætu hjálpað verður að giftast”, er það smá- :munu samt Eyfirðingar og aðr- með aðgöngumiða sölu og eru liekur í einum þætti. Vakti framkoma hennar á leiksviðinu þá strax talsverða athygli. Síð- an lék hún um margra ára skeið í ýmsum þeim leikjum, er sýnd- ir voru á Akureyri. Voru það einkum ungar stúlkur, sem og vænta mátti, er hún á því tíma- bili tók að sér að sýna á sviðinu. A Árið 1914 fluttist hún ásamt manni sínum, Baldvin Jónssyni til Sauðárkróks, er tók þá við forstöðu Hinna samein. ísl. verzlana ,og voru þau hjónin bú- sett :þar til ársins 1921, er þau þá aftur fluttust til Akureyrar og hafa síðan átt þar heimili. Á Sauðárkróki mun frú Svava hafa fremur lítið leikið, en á Akur- eyri hefir hún aftur á móti leikið flest árin, og þ. á. m. mörg vandasöm og margvísleg hlut- verk. Hefir hún sem skapgerð- arleikkona þroskast með aldrin- um, og nýtur hún almennra vin- sælda hjá hinum mörgu leik- húsgestum á þessu langa leik-! tímabili æfi sinnar. Frú Svava mun jafnan verða talin í allra fremstu röð þeirra leikkvenna er á Akureyri hafa starfað og ber þar margt tií. List frú Svövu getur að vísu ekki talist stórbrotin, með sterkum persónueinkennum. Leikkonan vekur ekki eftirtekt með ofsa eða hávaða, miklu fremur með eðlilegri framkomu í látbragði, fasi og framburði málsins, sem alt er í bezta lagi og túlkað af hinni mestu nákvæmni og smekkvísi. Mörgum leikendum hættir mjög til að ýkja (“yfir- drífa”) í leik sínum og sem fell- ur vel í smekk skilningslítilla áhorfenda. Alt slíkt er mjög fjarri eðlisgáfu þessarar leik- konu. Sá, er þessar línur rítar og sem hefir séð frú Svövu í flestum hlutverkum hennar, minnist þess ekki, að hafa séð henni nokkurn tíma verða ráða- fátt, sem þó stundum vill henda leikendur. Hún virðist altaf svo að segja eiga heima á leiksvið- inu. ir þeir, er mest kynni hafa haft beðnir að snúa sér til R. H af leiklist hennar, óska þess, að Ragnars, 636 Home St., sími hún sé ekki með öllu búin að 31476. leggja leikstarf sitt á hilluna, og | * * * eigi því ennþá eftir að veita Messur I Gimli þeim margar ánægj ustundir á Lúterska Prestakalli leiksviðinu. 25. marz, 1940. —Mbl. 19. apr.. H. V. FJÆR OG NÆR Gjafir í Blómasjóð Sumar- heimilis ísl. barna að Hnausa: Mr. og Mrs. Ingimundur Sig- urðsson og fjölskylda, Lundar, Man..................... $5.00 í minningu um Bergþór Þórðar- son, nýlátinn að Gimli, Man. Meðtekið með samúð og þakk- læti. Árborg, Man., 16. maí 1940. Emma von Renesse * * * Þakkarávarp Með þessum fáu orðum langar okkur til að þakka vinum og vandamönnum, alla þá velvild sem okkur var sýnd í veikindum og við fráfall okkar eiginmanns og föður, Bergþórs Thórðarson- ar. Þegar vegir skiljast finnur maður best hvað vinarhöndin má sér mikið. öll blómin og sam- úðarorðin eru geymd í kærri endurminning. Sérstaklega langar okkur til að þakka Dr. K. I. Johnson og Dr. L. A. Sigurðsson fyrir þá frábærlegu umönnun sem þeir sýndu frænda sínum allan þenn- an langa tíma. Guð blessi ykkur öll. Mrs. K. B. Thórðarson og börn. Þegar maður nokkur, sem hafði verið óhamingjusamur í hjónabandinu, var kominn á biðilsbuxur daginn éftir að kon- an hans dó, sagði Ben Jonson: —- Sjá! — Sigur vonarinnar yfir reynslunni! * * * Móðirin: Þú spýttir vonandi ekki appelsínukjörnunum út úr bér á gólfið í bíó, Pétur? Pétur: Nei, mamma, eg setti bá varlega í hatt mannsins, sem 8at við hliðina á mér. * * • Með frönsku hersveitunum á vesturvígstöðvunum eru 400 ka- þólskir prestar og 75 mótmæl- enda trúar. 50 herprestar eru í franska flotanum og 25 í flug- hernum. KATTPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta fslenzka vikublaðið Þó að frú Svava hafi ieikið nokkur gamanhlutverk og leyst þau vel af hendi, sem flést ann- að, þá eru það samt hin alvar- legii verkefni, sem hún hefir meiri mætur á. Hvað það eru mörg hlutverk, sem frú Svava hefir farið með á leiksviði, verður ..ekki sagt um með vissu, en 50—60 munu þau þó a. m. k. vera. Skulu hér af handahófi talin nokkur þeirra og ekki eftir tímaröð: Jóhanna í Æfintýri á göngu- för (eftir Hostrup), Ásta í Skuggasveini (M. Joch.), Len- óra í Heimkomunni (Suder- mann), Lavender í samnefndum leik (Arthur Pinero), Toinetta í ímyndunarveikinni (Moliére), Norma í Vér morðingjar (Kam- ban), Steinunn í Galdra Lofti (Jóh. Sigurjónsson), Abigael í Ambrosiusi (Molbeck). Það hlutverk lék frúin á móti Adam Poulsen, er þá lék sem gestur á vegum Leikfél. Akureyrar. Þá má telja Mrs. Midget í Á útleið (Sutton Vane), Unu í Dansinum í Hruna (Indr. Einarsson), Þór- gunni í Fróðá (Jóh. Frímann), Ágústu í Þórláki þreytta (Neal og Farmer) o. fl. mætti telja, og nú síðast lék hún Mrs. Wite í Apaloppunni (W- W. Jackobs). A Á tuttugu og fimm ára leik- afmæli frú Svövu, heiðraði Leik- félag Akureyrar hana með því að sýna “Dóma”, eftir Andrés Þormar, til ágóða fyrir hana, og lék hún þar Erlu. Var leikhúsið þéttskipað áhorfendum við það tækifæri. Á eftir sýningunni Til minnisvarða K. N. Júlíus: I. W. Thordarson, Fargo, N. D..........$2.00 John Freeman, Fargo, N. D. 1.00 A. S. Sigurðson, Moorehead, Minn. ...... 1.00 A. F. Björnson, Mountain, N. D....... 1.00 Ásbjörn Sturlaugsson, Svold, N. D.......... 1.00 O. G. Johnson, Hallson, N. D.............50 Wm. Sigurðson, Hensel, N. D......... 1.00 Mrs. Kristín Johnson, Hensel, N. D......... 1.00 B. J. Austfjörð, Hensel, N. D............50 O. M. Olason, Hensel, N. D............50 Skúli Stefánsson, Hensel, N. D............25 J. B. Sigurðson, Hensel, N. D............25 A. M. Ásgrímsson, Hensel, N. D......... 1.00 Haraldur Ólafson, Mountain, N. D........ 2.00 W. K. Halldórson, Mountain, N. D........ 1.00 Mr. og Mrs. Hannes Hanneson Mountain, N. D....... 1.00 Mr. og Mrs. H. B. Sigurðson, Edinburg, N. D..... 1.00 B. S. Guðmundson, Edinburg, N. D........ 1.00 G. A. Christianson, Edinburg, N. D........ 1.00 Wm. Benidiktson, Mountain, N. D........ 1.00 Fred Halldórson, Mountain, N. D...........50 Mrs. Helga S. B. Björnson, Mountain, N; D...........50 Jóhann Geir, Crystal, N. D. 1.00 Tryggvi Anderson, Hensel, N. D..............50 26. maí: Betel, morgunmessa Árnes, messa og ársfundur kl 2 e. h. Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. 2. júní Mikley, messa kl. 2 e.h. Sunnudagaskóli Gimli safnað- ar kl. 1.30 e. h. hvern sunnudag. Fólk í Árnessöfnuði er beðið að taka eftir því, að málið um fyrirhugaða inngöngu kirkjufé- lagsins í United Lutheran Church in America verður lagt fyrir ársfund safnaðarins næsta sunnudag til væntanlegra úr- slita. Áríðandi er því að sem flestir safnaðarlimir séu við- staddir. B. A. Bjarnason * * * Sunnudaginn 26. maí verða messur í prestakalli séra H. Sig- mar, sem fylgir: í Péturssöfnuði, Svold kl. 11. í Mountain (Víkursöfn.) kl. 2 e. h. Safnaðarfundur eftir messu á Mountain til að kjósa erindreka á næsta kirkjuþing, kjósa einn fulltrúa, og til að greiða atkvæði safnaðarins um inngöngu mál kirkjufélags okk- ar í U. L. C. A. f Garðar kl. 8 að kveldi. Allar þessar messur fara fram á ís- lenzku. * * s(s Ungmenni fermd í Gimli lút- ersku kirkju þ. 19. maí af séra Bjarna A. Bjarnason: Leonard Thorkell Jacobson Kristinn Trygvi Ólafur Olson Jóhann Eggert Sigurjón Arason ' Walter Marinó Stevens. Óli óskar Jóhannes Narfason. * * * Séra Carl J. Olson flytur guðsþjónustu á þessum stöðum næsta sunnudag: Mozart, kl. 11 f. h. (ísl.) Wynyard, kl. 3 e. h. (ísl.) Kandahar, kl. 7.30 e. h. (Ferm- ing og altarisganga.) Ekkert minna en húsfyllir á hverjum stað er fullnægjandi. Alir eru velkomnir. * * * Rúmgott og bjart herbergi — nógu stórt fyrir tvo — til leigu nú þegar að 594 Alverstone St. Einnig fæði ef óskað er. HEFND MAFÍUNNAR Samtals .............$ 21.50 Áður auglýst......... 183.45 Meðtekið hér syðra, alls $204.95 Kæra þökk í nafni nefndarinnar Th. Th. Útlendingur, sem var á ferða- lagi um Sikiley og dvaldi í einum bæ þar, uppgötvaði einn góðan veðurdag að veskið hans var horfið. Kunningi hans, sem þarna var búsettur og heyrði raunasögu hans, fór ekki til lög- reglunnar heldur til eins of for- ingjum mafíunnar þar í bænum og sýndi honum fram á, að það væri skaðlegt og ljótt afspurnar að stela frá útlendingum. Morg- uninn eftir kom maðurinn svo með fimm veski, en ferðamaður- inn vildi ekki helga sér neitt þeirra. “Það hlýtur að vera eitt af þessum,” sagði maðurinn, “því að þetta eru fimm veskin, sem stolið var í gær!” “Nei, ekkert af þeim er mitt veski”. “En þá hefir, caro signore, yðar veski heldur ekki verið stolið”. — Og það reyndist rétt. Ferða- maðurinn fann veskið sitt í jakka, sem hann hafði lagt ofan í tösku. Svipurinn með mafíunni og bófunum í Bandaríkjunum er auðséður og það er engin tilvilj- un. Bófaskipulagið vestra er í fylsta máta amerískt afsprengi mafíunnar á Sikiley og camarill- unnar í Napoli. ' Þróttmest var mafían á vest- |urkjálka Sikileyjar og inni í miðju landi og þar hafði hún heila bæi og sveitir alveg á sínu valdi. Þar kvað hræðilega mikið að glæpum: ránum, fjárþvingun, þjófnaði og morðum. Eigendur og ráðsmenn stórbýlanna neydd- ust til að semja við mafíuleið- togana og borga þeim skatt og taka þá í vinnu. Þeir voru blóð- sugur hver í sínu bygðarlagi. Mafíuleiðtogarnir voru flestir bændur, sem höfðu komist að þeirri niðurstöðu að fjárþving- un og verzlun með þýfi væri miklu þægilegri og arðvænlegri atvinna en landbúnaðurinn. í bæjunum hafði mafían umboðs- menn og fulltrúa um alt, og meðal allra stétta. í maíumál- inu mikla, árið 1929, voru meðal hinna ákærðu: borgarstjóri, tveri kunnir málaflutningsmenn, læknir, verkfræðingur og tveir prestar — og fengu allir dóm. Eru margar sögur sagðar af því, hve mafíumenn höfðu mikið vald og víst er um það, að þeir höfðu áhrif á allar kosningar. Mafíumenn leigðu oft flugu- menn til að fremja glæpina. — Tveir unglingar rændu einu sinni geitahóp, sem metinn var (á 20,000 lírur. Þeir vissu ekkert fyrir hvern þeir unnu verkið, heldur það eitt að “maður, sem maður getur ekki óhlýðnast”, hafði skipað þeim að ná í hjörð- ina. Hættan á að þeir fengi refsingu fyrir var mikil, en kaupið, sem þeir áttu að fá fyrir verkið, var — fimm lírur! Yfirvöldin voru í vandræðum með þennan ófagnað. Almenn- ingur þorði ekki að hjálpa þeim, óttaðist hefndir mafíunnar. Og sauðsvartur almúginn skoðaði lögregluna sem þjóna yfirstétt- anna — menn, sem ekki væri hægt að vænta góðs af. Þeir, sem glæpirnir komu niður á, sneru sér ekki til yfirvaldanna, en kusu heldur að reyna að fá leið- réttingu mála sinna hjá mafíu- leiðtogunum; því að þá fengu þeir stundum nokkuð af því aft- ur, sem frá þeim hafði verið stolið. í maí 1924 fór Mussolini til Sikileyjar. Hann dvadli þar eina viku, ferðaðist um og talaði við fólk til þess að undirbúa her- ferðina gegn mafíunni. n En sá, sem gekk á milli bols og höfuðs á þessum illræmda félagsskap, hét Cesare Mori. Að honum tókst það, stafaði ekki eingöngu af því, að hann tók á málinu með meiri röggsemi og skipulagi en áður hafði verið gert, heldur sá hann líka, að óhjákvæmilegt var að fá almúgann á sitt band og snúa almenningsálitinu til fjand- skapar við bófana og fá fólkið í lið með sér. Baráttan var í senn venjuleg lögreglubarátta og siðabót almennings. Hörðust varð viðureignin í Le Madonie, fjallasveit fyrir austan Palmero, þar sem mafían var svo að segja einvöld. Þrír miklir og margir smærri ræningjaforingj- ar höfðu skift yfirráðunum á milli sín. Ýmsir af bófunum höfðu grætt svo vel á “atvinn- unni”, að þeir höfðu keypt sér hús og sezt í helgan stein, flest- ir í bænum Gangi. Mori afréð að koma bófunum í opna skjöldu. Hann settist um aðalstöðvarnar í Gangi, þar sem 130 bófaleiðtogar höfðu bú- ið um sig. . Setti hann bófunum Þér »«m notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Henry Ave. Ea*t Sími 95 351—95 562 Skrlfstofa: Hearjr og Argyle VERÐ . GÆÐI . ÁNÆGJA úrslitakosti, að gefast upp inn- an tólf klukkustunda. Flestir þeirra urðu skelkaðir og gáfust upp. Þetta var byrjunin á frið- un Sikileyjar. Árið 1929 til- kynti JVIori, að nú væri engin mafía til framar á Sikiley. Á- rangurinn af starfi hans sést af eftirfarandi skýrslu: 1922—25 1928 1929 Morð 248 5 1 Rán 285 3 1 Fjárþvingun 66 1 0 Þjófnaðir 52 1 0 Það er varla hætta á, að mafí- an skjóti upp kollinum aftur. Meðal annars vegna þess, að nú er bændum skipað að marka og láta skrásetja allan búpening sinn. Og þó skiftir meiru það menningarstarf, sem hafið er meðal fólksins. Nýir og góðir skólar hafa verið settir á stofn og nú læra börnin að lesa og fá ýmsa aðra fræðslu. Mafían ótt- ast tugthúsin minna en skólana og dómarann minna en kennar- ann.—Lesb. Mbl. SIÐUSTU SKEYTI í morgun (miðvikudag) bár- ust þessi skeyti af stríðinu frá Evrópu. Frumvarp var lagt fyrir brezka þingið í gær til skjótrar löggildingar um að herskylda auð, iðnað og menn. * * V Þjóðverjar eru stöðvaðir við Ibbeville, bæ í Frakklandi, 12 mílur frá sjó. Þeir hafa farið yfir þvera Suður-Belgíu og Norður-Frakkland frá Sedan og vestur að hafi. Að þeir haldi öllu þessu landi er þeir hafa ætt yfir, er ótrúlegt. • ♦ * Frá París er símað, að -Rúsar hafði hætt að láta Þjóðverja hafa gasolíu. Stalin mun þykja nóg um veldi nazista. Á þessu ári eru 15 ár síðan Greta Gustafsson skifti um nafn og tók upp hið heimsfræga nafn Greta Garbo. Nýjasta kvikmynd hennar er “Ninotcka” >og er það 25. kvikmyndin, sem hún leikur í í Hollywood. Jóns Sigurðssonar félagið I.O. O.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. AMAZING VALUE --Greatest Advertising Offer Ever Made- A GUARANTEED SCIENTIFIC PUSH UP Permanent With Shampoo & Finger Wave Complete W A V E 95' _________________________ This Offer Is Made by the Scientific as an Advertising Special. Never Before Such Values. Beautiful, Lasting, Permanent Waves. Phone 24 862 SCIENTIFIC BEAUTY CULTURE 612 Power Bldg., Portage Ave. & Vaughan St., Winnipeg Winnipeg’s Largest, Most Reliabie, Best Equipped Beauty Saion

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.