Heimskringla - 05.06.1940, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.06.1940, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JÚNÍ 1940 ANNAÐ LÍF1ÞESSU LIFI Eftir Stgr. Matthíasson Nexö, 3. nóv. 1939 Enn má heita að alt sé í lagi hér úti í hólma. Sjómennirnir geta fiskað, því hér eru engin tundurdufl. Þau eru bara sunn- an til í Eyrarsundi. Kolin, gasið og rafmagnið hafa stigið lítillega. Margir bjuggust við því verra og fárast ekki yfir þessu. Einginlega hef eg ekki heyrt neina kvarta sáran, nema nokkra feita, makráða grósséra og séntilmenn, sem fá ekki ben- zín í bílana sína og verða að kaupa sér far í almenningsbílum eða “ota gönguteinum” upp á gamla móðinn, — veskú! Þeir öfunda okkur læknana, sem njót- um náðar guðs og manna og megum fara gandreið um sveit- irnar, eins og okkur sýnist (þó aðeins til sjúklinga, en ekki í snatt). Fiskimennirnir fengu ríkis- styrk (200—300 kr. hver), þeir sem síldin sveik í sumar, og urðu glaðir, og enn glaðari fyrir það, að nú kemur hún viljug í netin, eins og væri henni borgað fyrir það. Yfirleitt mega Danir enn dá- sama fagra veröld. En ýmsa dreymir illa drauma, að Surtur fari sunnan, eða Hræsvelgur, úr hálofti, að austan. Veraldarsag- an sýnist farin að flýta sínum klyfjagangi og ýmist brokka eða stökkva. Eg er a ðupplagi bjartsýnn og held að skáni veðrið fyrr en var- ir, svo að aftur skíni sólin á fagra veröld. í öllu falli held eg að við hér í Nexö gerum ekki neitt til að verja okkar hlutleysi nema rétta upp hendurnar. En aðrir segja, að margt geti skeð,- þegar heimurinn er að verða sjóðandi vitlaus. Gröndal lætur Flosa vera ugglausan fyrir Rimmugýgi, hún muni aðeins stytta hina félagana um eina hauslengd. “Laus eru höfuð á herðum yðar”, segir hann, með- an greyin sofa vært uppi í Þrí- hyrningi eftir brennuna. Sann- ara mun, að Flosi hafi tekið sinn haus með í reikninginn, og svo mun flestum farið, þó þeir beri sig vel. Öll Norðurlönd, og ís- land ekki sízt, mega “lofsælum leyfa ljóðstöfum” “fagra veröld” síðustu áratugina. Aldrei hefir frelsisröðull skinið skærar frá því löndin voru bygð. Geri Bolsar það betur! Eg lærði í skóla vísu eftir Ovidius og þyl hana oft í hug- anum. Öbundin er hún svona: “Aðrir lofa gamla daga. Eg lofa nútímann, og hrósa því, að hafa fengið að lifa einmitt nú.” Ovidius v^r uppi á dögum Ágústúsar, ' þegar Rómaveldi stóð með allra mestum blóma. Hann skemti sér vel í Róm og orti mikið. Eg hef ætíð síðan eg lærði vísuna, tekið undir með Ovidiusi og sagt af hjarta eins og hann: “Gratulor, hæc ætas moribus apta meis!” Því mér hefir liðið vel og séð mörgum líða vel. Veröldin hefir verið fögur og lífið skemtilegt. Nokkuð veldur, ef til vill, að eg er stálminnugur á gott, en gleyminn á ilt. Eg finn mig knúðan til þessar- ar játningar meðan eg er ungur í anda og ekki orðinn gleyminn á gott, og áður en, ef ske skyldi, að fjandinn yrði laus, svo að veröldin ljókki og við hættum að mega “treysta þeim norðan við sundið” (eins og faðir minn sagði). Þegar aðrir hafa, í viðtali við mig, bölsótast yfir síðustu og verstu tímum, jafnvel þó væri dúnalogn um víða veröld, nema í Kína, hef eg ætíð tekið málstað nútímans, sérstalklega síðustu áratugi. Því eg veit, að veröld- in hefir aldrei verið skárri. — Aldrei hefir verið minni sultur, minni sjúkdómar og minni hjá- trú. Aldrei betri aðbúð manna, aldrei meiri vamir gegn sóttum, aldrei meiri samúð, samhjálp og skynsamlegt vit, friður og fagn- aður. Við, sem erum eldri höfum upplifað bæði gamla og nýja tímann, þann gamla, sem að vísu gat verið bráðskemtilegur, en sem yfirleitt var harðréttis og horfellistími, og þann nýja, sem í mörgum löndum og ekki sízt á íslandi hefir skapað nýja “fagra veröld”. Við höfum lifað annað líf í þessu lífi, miklu mildara og mannúðlegra en nokkru sinni fara sögur af áður, og svo þægi- lega skemtilegt, að eg hef aldrei heyrt neinn klerk (sem varla var von) lýsa lífinu, í eilífa friðinum, hinu megin, að það sýndist skemtilegra (ekki má þó skilja mig svo, sem eg ætlist til bardaga í guðspjöllum, né held- ur, að eg óttist, eins og skáldið, að englameyjar verði “altof sak- lausar”). Fagra veröld! — Eg vil óska þegar að því kemur, að eg eigi að hverfa úr þessu Ijósi, að eg þá enn muni alt, sem þú hefir vel til mín gert og eg sakna þess að þurfa “að skilja við þroskann og æskuna” (án þess þó að vera vonlaus um nýjan himin og nýja jörð sem sé enn betri stjarna en þessi gamla). Þess skal getið í sambandi við grein þessa að hún er rituð síð- astliðið haust, og þá var stríðið aðeins byrjað og fáum ljóst hvað víðtækt það yrði og hvernig það færi yfir. Greinin er hér prent- uð eftir ósk höfundarnis. D. B. 1 MYNDASAFNI ÁS- MUNDAR SYEINSSONAR EG mætti Ásmundi Sveinssyni á götunni. Hann var að koma sunnan úr Háskóla. Þar er hann að gera veggmynd í kapelluna. Hann var í vinnu- fötunum sínum, rétt eins og hann kæmi úr eyrarvinnu. Hann er vinnugefinn maður. Þegar hann vinnur ekki að myndagerð, þá hefir hann annað fyrir stafni. Hann vann t. d. í ein tvö ár að byggingu húss síns við Freyju- götu. Það er sérkennilegt hús hið ytra að sjá, stór vinnustofa og um leið safn öðrum megin, eitt gímald með miklum glugga, er nær upp á þak. En á þeirri hlið sem að götunni snýr er þetta sem önnur tveggja hæða einbýlishús. Nú fær maður ekki einu sinni gibs, sem hægt er að nota í myndir, segir Ásmundur. En hann segir það í engum gremju- tón. Því hann virðist taka öllu sem að höndum ber með jafnað- argeði. . Jafnvel þegar hann á það á hættu að myndirnar, sem hann yrkir í leir molni sundur áður en þeim er breytt í gibs, þá tekur hann því með kímnibrosi. Svona er hann. Við gengum upp að húsi hans við Freyjugötu, fram hjá “Þvottakonunni”, sem hann hef- ir steypt í sement og sett út í garðinn sinn. Eg staðnæmist þar augnablik og horfi á mynd- ina. Hún er hrifin út úr til- breytileik daglegra starfa, eitt augnablik meitlað í /stein, er minnir bæði á fjölbreytni lífsins og óumbreytanleik. Við göngum inn í vinnustofu Ásmundar. Þar hefir hann fár- ánlegt trévirki á vinnupalli sín- um, samanrekna grind úr ýmis- konar ótilhöggnum og ólöguleg- um spýtum. — Þetta er byrjunin, segir hann. Utaná þessa uppistöðu mótum við leirinn. Það er ekki efnileg byrjun. Eg fer að svipast um í vinnu- stofunni. Um alt gólfið eru stórar myndir á stöplum, en á hillum meðfram veggjunum minni myndir. Þar er margt að sjá, og þyrfti langt mál til að lýsa því öllu saman. Einkenni- legt hve fáir bæjarbúar gera sér það ómak að heimsækja Ásmund og skoða myndir hans. — Ef við eigum að fá yfirlit yfir myndirnar, sagði Ásmund- ur, þá er þægilegast að fara eftir bókinni, sem gefin var út í vetur með nokkrum af helstu mynd- unum í. Mér finst að þar hafi tekist að raða myndunum þann- ig, að myndaröðin sýni hvaða breytingum eg hefi tekið sem myndhöggvari. Þar er saga mín í myndum. Síðan tökum við bókina, og Ásmundur segir frá: Bókin byrjar með mynd af “HafmeyjunniY Þá mynd gerði eg í Svíþjóð og fékk verðlaun þar fyrir hana árið 1922. Eg var í Svíþjóð alls í 6 ár og var í skóla hjá Milles. Þetta verk mitt ber svip af áhrifum frá honum. Hann fekst mikið við hafmeyja-myndir og annað slíkt, sem fór vel við gosbrunna og þess háttar. Það sem vakti fyrir mér á þeim árum var að ná í myndirn- ar þeirri efnisfyrirferð (“Vol- ym") sem einkennir t. d. myndir hins danska myndhöggvara Adams Fischer. Við þetta er eg að vissu leyti að glíma enn, þó í öðru formi sé nú en þá. Eftir Svíþjóðarveru mína var eg 3 ár í París. Þar lifði eg ann- an þátt myndagerðar minnar. Milles hafði enn áhrif á mig. En þar vildi eg sýna, að eg gæti gert “realistiskar” myndir. Þá gerði eg myndina af kraftamanninum, sem eg hefi nefnt “Milli þátta.” Eg hugsa mér, að aflraunamað- urinn sé þar að hvíla sig milli átakanna. Sú mynd ber með sér áhrif frá grískri list. Frá þessum árum eru “Model” myndir, sem sýndar eru í bók- inni, eins og mynd af ungri stúlku, og “Svertinginn”. En þetta skoða eg sem mínar eldri myndir, sem eg er nú horfinn frá. Frá sama tímabilinu eru líka myndimar “Stúlka með Amor” og “Drengur” sem dans- ar á öðrum fæti. Létt er yfir þessum myndum, og minna þær nokkuð á “rokkoko”-stíl. Þetta var í París. Á þeim ár- um var þar mikið um “kubisma” í listinni. Þá gerði eg myndina af Sæmundi á selnum, sem marg- ir kannast við. Það er mín fyrsta “cubistiska” mynd. Mér fanst eg læra mikið af því að gera hana. Frá sama tímabili er myndin “Nótt í París”. Hún er prentuð framan á bók mína, en láðst hafði að geta nafns hennar. Hún er þannig til komin, að við vor- um nokkrir félagar á gangi heila vornótt um París. Þar var þá sem sagt cibisminn í móð, skreytingar, jafnvel klæðnaður og ótal margt sem fyrir augun bar var með þeim svip. Og þá sá eg karl og konu sitjandi á bekk úti í vornóttinni, eins og eg lýsi á myndinni, en myndina mótaði eg um morguninn er eg kom heim. Fleiri myndir gerði eg í þessum stíl, eins og mynd- ina er eg kalla “Kreppan”, og “konuna sem spilar á harmón- íku”. Síðan komu nokkrar manna- myndir, m. a. myndin af Einari Benediktssyni, Davíð Þorvalds- syni, frú Björgu C. Þorláksson o. fl. En fyrir einum 10 árum gerði eg myndina sem eg kalla “Pilt og stúlku”. Mér þykir sérlega vænt um þá mynd. Þar fanst mér að mér hefði tekist að sníða forminu einfaldan stakk eftir listarinnar reglum. Þar þóttist eg vera laus við skólaáhrif og frjáls úr böndum utanaðkom- andi áhrifa. Þar fanst mér eg hafa fundið sjálfan mig. Þegar hér var komið sögu, var eg kominn í hreinustu vandræði með húsnæði, fékk hvergi inni fyrir myndir mínar. Þær lágu undir skemdum. Mig vantaði vinnustofu, og alt var að fara í mola. Þá fékk eg bygginga- styrk og þá fór allur tími minn í bygginguna að heita má. Við hana varð eg að vinna. Er van- ur byggingavinnu. En hvað sem eg á mig lagði varð húsið mér samt alt of dýrt. Því er ekki að leyna. Nú hefi eg orðið að leigja íbúðina öðrum, og á samt fult í fangi með að halda húsinu. Við- haldið er mikið, ekki síst þegar ekki hafa verið efni á að ganga sem best frá öllu í upphafi. Eg hefi t. d. orðið að setja útihurð úr tré á vinnustofuna. Hún er að bila. Þar þarf að setja járn- hurð, og aðrar aðgerðir þarf húsið nú með sem kasta alls 2—3 þúsund krónur. Það munar lim minna fyrir fátækan mynd- höggvara. Þegar húsbyggingunni lauk hélt eg áfram á sömu braut og eg byrjaði á með ‘Pilt og stúlku’. í þeim myndum sem eg þá gefði gætir endurminninga og áhrifa frá æskuárunum, þá gerði eg myndina af konunni sem er að strokka, og myndina af konunni með barnið í fanginu, sem hefir fengið heitið “Fýkur yfir hæð- ir”. En m.vnd sú er ekki gerð í neinu sambandi við kvæði Jónas- ar Hallgrímssonar, eins og menn geta álitið. Eg var þar að lýsa I konu úti í hríð og gaddi með barn sitt. Frostið og hríðin hef- ir belgt út föt hennar. En nafn- ið er þannig til komið, að smá- drengur kom inn á vinnustofuna til mín og kom auga á þessa mynd. Hann var nokkuð kot- roskinn í tali. Hann segir við mig upp úr þurru: “Eg veit hvað þessi mynd á að heita. Hún á að heita “Fýkur yfir hæðir”. Og svo varð það. “Þvottakonan” tilheyrir líka þessum “kapítula” myndanna. Hún er spottin af endurminn- ingum úr þjóðlífinu. Stúlkan, sem er að þvo, hugsa um alt annað en þvottinn, sem hún hef- ir milli handanna. Hún er að hugsa um gamalt ástaræfintýri. Þessar myndir mínar eru, að mér sjálfum virðist, ákaflega blátt áfram, þær eru frásögn úr þjóðlífinu, ekki rómantískar. Árið 1937 var eg í Höfn í nokkrar vikur. Þá var eg dag- legur gestur í frönsku deild Listasafnsins þar. Þar lærði eg mikið, einkum af málverkum Gromaire. Myndir hans eru svo sterkar í formi. Þá átti eg létt um vinnu. Þá mótaði eg 16 myndir á skömmum tíma. Síðan hafa myndir mínar sumar hverjar orðið “stíliser- aðri” en áður. Ekki af því að eg keppi eftir formi eftir frönsk- um fyrirmyndum, heldur af því að eg sé lífið svona. Frá þessu síðasta tímabili er t. d. “Járn- smiðurinn”. Sú mynd er gerð undir áhrifum frá járnsmiðun- um sem eg hefi séð og umgeng- ist í Héðni og Hamri. Að fara út á meðal fólks, sjá hvað er að gerast, um að vera, og móta myndir mínar eftir þeim áhrif- um. Það er eftir þessu sem eg keppi. Eins og til dæmis í “Veð- urspámanninum”, sem margir hafa haft gaman af. Fólk hefir haft orð á því við mig, að sér fyndist sem það þekkja hann, þegar það sér hann í fyrsta sinn, hafi séð hann einhversstað- ar áður, ljóslifandi. Þetta er líka mynd úr lífinu. Eg kom inn á smíðaverkstæði, þar sem margir fjörugir strákar voru að tala saman í glensi, og einn þeirra sagðist þekkja karl, sem teldi sig vera ákaflega góð- an veðurspámann. Pilturinn hermdi eftir karlinum. Og hann sýndi hvernig hann stæði, þegar hann væri að gá til veðurs. í þessar stellingar fór pilturinn. Og þannig mótaði eg hahn þegar eg kom heim. Verst, sagði Ásmundur að lok- um, hve lítið eg get hreyft mig. Þyrfti helst að geta ferðast um til sjós og sveita til að sjá nýjar og nýjar fyrirmyndir úr þjóðlíf- inu. Því þangað sæki eg helst verkefni mín. V. St. —Lesb. Mbl. Fyrsta jámbrautin í hinu volduga rússneska ríki var lögð 1851 — milli Moskva og Péturs- borgar. Keisarinn, Nikulás I., var heldur en ekki upp með sér af þessu samgöngutæki og kunni því betur, að þegnar sínir sýndu þAÚ tilhlýðilega virðingu—og vit- anlega var hugsunin sú, að þar með væri keisaranum sjálfum í raun og veru sýnd virðing og þökk. Hann skipaði því svo fyr- ir, að hver og einn rússneskur karlmaður, sem með lestinni ferðaðist, skyldi taka ofan höf- uðfatið, en konur hylja andlitið blæjum. Mátti enginn maður setja upp höfuðfat og engin kona lyfta blæjunni meðan á ferðinni stóð. Sagt er að fyrir- skipanin hafi verið í gildi árum saman! * * * Allir sem vilja eignast póst- kort af landnema lendingunni að Gimli 1875, geta pantað þau hjá Davíð Bjömsson, 853 Sar gent Ave., (Heimskringla) og sent hvort sem þeir vilja heldui frímerki eða peninga. .Hvert póstkort kostar lOc og er tekið af málverki eftir Friðrik Sveins- son listmálara, en hann var einn í þessum hóp, sem lenti við Gimli 21. október 1875. i í A m & W'. if OnLV HE HRD j PREVENT THIS COSTLY DELRY Broken machinery is costly when you’re busy and each minute oi delay means lost money. In case the unex- pected does happen — ARE YOU PREPARED? A HOME TELEPHONE will help locate the neces- sary parts, just as your dealer uses his telephone to buy his emergency repairs and other supplies. O Save Time, Money and Energy by hoving YOUR OWN HOME TELEPHONE ff WI ■ . ---íÆ | Sólskins drykkurinn . . . óvið- jafnanlega Ijúffengur og næringarríkur. Drykkurinn hefir ferskt ávaxtabragð. Pantið hjá kaupmanni yðar BLACKWOOOS RPvrRAGES LTD. WINNIPEG ÆFIMINNIN G Frú Guðrún Davíðsdóttir Johnson látin. Sá sorgaratburð- ur skeði á heimili hennar í Du- luth, Minnesota, miðvikudaginn 22. maí eftir sjö mánaða van- heilsu. Óhætt er að fullyrða að harla fáir munu vera þeir íslendingar eða af íslenzku bergi brotnir sem ekki þekki annaðhvort persónu- lega eð af afspurn þau hjónin Guðrúnu og Kristján Jónsson. Hefir heimili þeirra þann orðstír meðal landa þeirra austan hafs og vestan, að fregnin um lát þessarar ágætu, vinsælu og vin- föstu konu mun verða þeim harmafregn. Að sú ást og virðing lá ekki innan takmarka hennar eigin þjóðflokks sást bezt við gull- brúðkaupsveizluna sem þeim hjónunum var haldin í desember 1937, og nú nýlega við sjúkleik og fráfall hennar. Guðrún var fædd 4. nóv. 1857 að Ketilsstöðum í Dalasýslu. — Greinin sem hér fylgir viðvíkj- andi ætt Guðrúnar var rituð af séra Pétri Hjálmssyni í Almanak ólafs S. Thorgeirssonar árið 1924: “Foreldrar hennar voru þau Davíð í Fornahvammi Bjarna- son Daníelssonar frá Þórodds- stöðum og kona hans, Þórdís Jónsdóttir frá Hlaðhamri í Strandasýslu. Móðir Davíðs, kona Bjarna Daníelssonar, var Gubjörg Jónsdóttir, systir Pét- urs í Norðtungu.” Prófessor Richard Beck farast þannig orð: “Ætt Péturs í Norðtungu hefir af ættfróðum mönnum verið rakin til ólafs hvíta og Unnar Djúpúðgu. Kristjáni og Guðrúnu var fjögra barna auðið, dó yngri sonur þeirra í barnæsku, og sá eldri 17 ára, og dóttir á tuttug- asta og fyrsta ári; er önnur dóttir þeirra, Svafa, ein eftir á lífi; fetar hún í fótspor móður sinnar hvað mannkosti snertir. Hún er gift Carl Hanson, manni af norskum ættum; er Carl ágætismaður og haldinn í miklum metum; hefir hann ný- lega tekið við störfum Kristjáns. Þau Hanson hjónin eiga eina dóttur, Betty; er hún efnileg og gáfuð stúlka eins og hún á ætt til. Þau hjónin Kristján og Guð- rún fluttust til Vesturheims 1886, giftust í Winnipæg 10. desember 1887 og voru næstu tvö árin til heimilis þar og í Norður Dakota; fluttust þaðan til Duluth árið 1888 og hafa þar verið búsett síðan. Kristján hef- ir allan þann tíma verið graf- reitsstjóri “Forset Hill” graf- reitsins; mun leitun á fegri hvíldarstað hinna látnu. Guðrún var gædd flestum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.