Heimskringla - 05.06.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5. JÚNÍ 1940
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
bar hornin í gröfina, íþá lagðist
hann í rúmið um tíma á eftir.
Svo tók hann aftur að safna
hornum að nýju um allar nálæg-
ar sveitir. Hann bar þau út í
haga til beitar og jarmaði sem
kind þegar hann var að færa þau
að og frá húsi. Salómon var
fremur lítill vexti, skikkanleg-
ur og allvel greindur, meinlaus
og óáleitinn við alla.
Sigurður sonur hans giftist
Guðrúnu *Hákonardóttur frá Há-
teigi á Skipaskaga. Þau kom-
ust í mál veturinn 1859 fyrir að
hafa drepið barn sitt úr hor, en
lítið varð úr því máli. Sigurður
bjó þá í vestri hreppnum á Mýr-
um.
Halldór Pétursson
—Lesb. Mbl.
EINAR BENEDIKTSSON
Eftir Jónas Jónsson
Framh
XLI.
Þegar Einar Benediktsson
orti um málmloga yfir fjársjóð-
um fyrri alda, talaði hann lík-
ingamál til að vekja þjóðina til
skilnings á viðfangsefnum sam-
tíðar sinnar. Fyrir mann, sem
skildi undramátt nútíma tækn-
innar, voru hin sönnu verðmæti
ekki geymd í fornum kappa-
haugum, heldur í lífrænum gæð-
um landsins.
Iðar djúpt í mold og móðu
magn og líf, sem hefja þarf.
Þegar skáldið kemur að Detti-
fossi, mestu orkulind ættjarðar-
innar, sézt, hvað hann ítelyr
hinn sanna haugaeld:
Hér finst, hér skilst, hve fslands
auðn er stór,
hver ómur bris, er rís þess
fljótasjór!
Þig konung vorra stoltu, sterku
fossa,
eg stilla heyri forsöng í þeim
kór.
Öll gljúfrahofin hljóma af gulli
snauð
um héruð landsins undir sólar-
blossa.
Einar Benediktsson vill leggja
þennan mikla orkugjafa í fjötur
vélatækninnar og láta hann
vinna fyrir þjóðina:
Þú gætir unnið dauðans böli bót,
stráð blómaskrauti yfir rústir
grjótsins,
steypt mynd þess aftur upp í
lífsins mót
með afli því, frá landsins hjarta-
rót,
sem kviksett er í klettalegstað
fljótsins.
Skáldið sér fleiri sýnir við
Dettifoss. Hér var sú orkulind,
sem hann dáði mest, og eyddi
mikilli vinnu í mörg ár til að
beygja undir vald mannanna:
Hve mætti bæta lands og lýða
kjör,
að leggja á bogastreng þinn
kraftsins ör,
að nota máttinn rétt í hrapsins
hæðum,
svo hafin yrði í veldi kraftsins
skör.
Og frjómagn lofts má draga að
blómi og björk,
já, búning hitans sníða úr jökuls
klæðum.
Hér mætti leiða líf úr dauðans
örk
og ljósið tendra í húmsins eyði-
mörk
við hjartaslög þíns afls í segul-
æðum.
XLII.
Meðan Einar Benediktsson var
rtistjóri Dagskrár, átti hann í
allmiklum blaðadeilum við
ookkra af helztu leiðtogum
kaupfélaganna í Þingeyjarsýslu,
bar á meðal Jón Jónsson í Múla
°g Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Hann var mjög andstæður sam-
vinnustefnunni. Gulltrú hans
beindi honum á aðrar brautir
um hagfræðileg málefni. f kvæði
um Egil Skallagrímsson kemur
glögglega fram lífsskoðun
skáldsins um undirstöðuatriði
fjárhyggjunnar:
í gullbjarma sá hans glögga
hyggja,
að gifta hins stærra er frelsi
hins smærra,
að þúsunda líf þarf í eins manns
auð,
eins og aldir þarf gimstein að
byggja.
Skyldleikinn með þessum
tveim víkingum og höfuðskáld-
um kom hér enn glögglega fram.
f augum Einars Benediktssonar
varð fjármagnið og vélatæknin
að hafa fullkomið frelsi. Hinir
sterku athafnamenn stýrðu fjár-
magninu og stóriðjunni. Þeir
sköpuðu nýjan auð, og fyrir
þeirra tilverknað dreifðist fjár-
magnið síðan til iðjuhersins, og
bætti þannig lífskjör þegnanna
í landinu. f ritgerðum Einars
Benedkitssonar má sjá, að hann
Frh. á 7 bls.
FJÆR OG NÆR
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund sinn á miðvikudags-
kvöldið 12. júní, að heimili Mrs.
F. W. Edinger, 641 Sherburn St.
Vegna þess að þetta verður síð-
asti fundur fyrir sumarfríið, er
æskilegt að sem flestir meðlimir
sæki fundinn. *
* * *
Kirkjuþing
hins Sameinaða Kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi verður
haldið dagana 28. júní til 1. júlí
n. k. í Wynyard, Sask., sam-
kvæmt fundarsamþykt stjórnar-
nefndar kirkj ufélagsins, og eru
söfnuðir sem eru í kirkjufélag-
inu kvaddir til að senda fulltrúa
á þingið, einn fyrir hverja fimtíu
safnaðarfélaga eða brot af þeirri
tölu. Einnig heldur Samband
íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga
sitt þing á sama tíma og sama
stað. Auk þess mæta einnig á
þinginu fulltrúar fyrir hönd ung-
mennafélaga og sunnudaga-
skóla. Þingið verður nánar aug-
lýst síðar.
* # *
Stjórnarnefnd Sumarheimilis-
ins á Hnausum biður þess getið,
að fyrstu vikuna í júlí n. k. verð-
ur byrjað að starfrækja heimil-
ið. Þeir, sem hafa í hyggju að
færa sér það í nyt eru hér með
beðnir að snúa sér sem fyrst til
nefndarinnar, fyrir 20. júní.
Ennfremur æskir nefndin þess
ef svo stæði á, að einhver ís-
lenzk hjúkrunarkona eða kenn-
ari hefði tíma til að hjálpa til við
heimilið, þó ekki væri nema í
nokkra daga, að nefndin fengi þá
að vita um það sem fyrst.
í nefndinni eru undirrituð:
Mrs. P. S. Pálsson,
796 Banning St., Ph. 89 407
Mrs. B. E. Johnson,
1016 Dominion St., Ph. '38 515
Mrs. E. J. Melan,
Riverton, Man.
Mrs. S. E. Björnsson,
Árborg, Man.
Rev. P. M. Pétursson,
640 Agnes St., Ph. 24163.
* * *
Til leiðbeiningar þeim, sem
þurfa að leita sér upplýsinga um
eitthvað í sambandi við hátíða-
hald íslendingadagsins að Gimli
næsta sumar, skal hér sett niður
nöfn allra nefndarmanna, og
getur fólk snúið sér til einhvers
þeirra.
Sveinn Pálmason, forseti, Win-
nipeg; Steindór Jakobsson, vara-
forseti og formaður prógrams-
nefndar, Wpg; Davíð Bjömsson,
ritari, Winnipeg; Jóh. Sigurðs-
son, vara-ritari, Winnipeg; Joch.
Ásgeirsson, féhirðir og formað-
ur garðs- og flutningsnefndar,
Winnipeg; Geir Thorgeirsson,
vara-féhirðir, Winnipeg: E. A.
fsfeld, formaður íþróttanefndar,
Winnipeg; séra P. M. Pétursson,
Winnipeg; Dr. L. A. Sigurðsson,
formaður auglýsinganefndar,
Winnipeg; Th. S. Thorsteinsson,
Selkirk; Th. Thórðarson, eigna-
vörður, Gimli; og Hannes
Kristjánsson, Gimli.
* * *
fslendingar!
Þér sem eruð bókamenn og
bókavinir! Munið eftir því, að
þér aukið þægindi yðar, og
prýðið alt í kring um yður, með
því, að láta binda og gylla bækur
yðar. Þá þurfið þér ekki annað,
en að renna augunum yfir kjöl-
inn á bókunum, til þess að finna
bókina, sem þér þurfið á að
halda. Sendið því bækur yðar,
sem fyrst, í band eða viðgerð,
til Davíðs Björnssonar að
“Heimskringlu”. — Stafirnir
þryktir í gull eða silfur á kjöl-
inn, eftir því sem óskað er. —
Miklu efni úr að velja í mörgum
litum. Verkið vel af hendi leyst.
STÁLLUNGAÐ Á LANDS-
SPÍTALANUM TILBÚIÐ
TIL NOTKUNAR
Stállungað, sem Nuffield lá-
varður gaf hingað til lands og
sagt hefir verið frá áður hér í
blaðinu, er nú að verða tilbúið
til notkunar.
Ófeigur ófeigsson læknir
sýndi blaðamönnum stállúngað í
gær á Landspítalanum. Ófeigur
skýrði frá því, að er enski próf.
R. R. Macintosh kom hingað í
sumar og dvaldi hér einn dag
með “Arandorra Star”, hafi
hann komið í heimsókn á Land-
spítalann. ófeigur læknir sýndi
honum spítalann og bæinn.
Prfóessor Masintosh er kenn-
ari í svæfingum og deyfingum
við háskólann í Oxford. Hafði
hann orð á því við Ófeig lækni,
að það, sem sér virtist einna
helst ábótavant við Landsspítal-
ann væri, að þar vantaði sér-
fróðan lækni í deyfingum og
svæfingum.
Bauðst prófesorinn til að
bjóða ungum, efnilegum íslenzk-
um lækni til Oxford til þess að
kynna sér þessi vísindi endur-
gjaldslaust með öllu.
Þá bauð hann ófeigi að gjöf
stállunga það, sem nú er komið
hingað til lands, en það er próf.
Macintosh sem sér um úthlutun
á þessum stállungum, sem Nuf-
field lávarður hefir gefið sjúkra-
húsum víðsvegar í Bretaveldi.
Prófessorinn gat þess, að ekki
hefðu stállungun verið gefin til
annara landa, en sem tilheyrðu
brezka heimsveldinu, en þar sem
ófeigur læknir hefði stundað
framhaldsnám í Bandaríkjun-
um og í Canda og þar að auki
gæti hugsast að enskir sjómenn
hefðu gagn af þessu áhaldi ‘hér,
fyndist það réttlætanlegt, að
hingað væri gefið slíkt áhald.
Ófeigur lækni stakk svo upp
á því, að stállungað yrði eign
Landspítalans.
Stállungað er kassi, sem rúmi
er rent inn í. Aðeins höfuð sjúkl-
ingsnis er út úr kassanum. —
Sýndi ein hjúkrunarkona sjúkra
hússins blaðamönnum hvernig
sjúklingar eru lagðir í þenna
kassa. Kassinn er loftþéttur, en
áhald fylgir honum til að dæla
inn 1 hann lofti, miklu eða litlu,
eftir þörfum.
Það hefir Verið almenn skoð-
un að stállungu séu eingöngu
notuð við mænuveikissjúklinga.
En Ófeigur læknir skýrði frá
því, að stállunað mætti nota við
allskonar lömunarsjúkdóma í
andfærum og hjarta. T. d. gæti
verið heppilegt að nota það við
fólk, sem hefði fallið í sjó og
gera þyrfti lífgunartilraunir á.
Einnig fólk, sem hætti að anda
vegna svæfingar, atsmasjúkl-
inga, æðakölkun, o. fl. o. fl. Yfir-
leitt taldi Ófeigur læknir þetta
hið mesta þarfa áhald, sem gæti
komið hér að miklum notum.
—Mbl. 7. maí.
Morgenthau fjármálaráðherra
Bandaríkjanna lýsti því yfir ný-
lega, að gullforði Bandaríkjanna
sem er 18,600 miljón dollarar,
myndi verða notaður til aðstoð-
ar við að byggja upp heilbrigð
alþjóða viðskifti eftir stríðið.
ISLANDS-FRÉTTIR
Launakjör skipverja á milli-
Iandaskipunum áður en
verkfallið hófst
Launakjör á íslenzku milli-
landaskipi, með núverandi
stríðshættuþóknun, áður en
verkfall byrjar til að knýja fram
hækkun:
Kr. á dag
1. Skipstjóri ..........83.00
2. 1. stýrimaður........59.00
3. 2. styrimaður........41.00
4. 3. stýrimaður........31.00
5. Loftskeytamaður .....39.00
6. 1. vélstjóri ........72.00
7. 2. vélstjóri.........56.00
8. 3. vélstjóri ........41.00
9. Bryti ...............56.00
10. Háseti ..............27.00
11. Léttadrengur ........21.00
12. Kyndari .............32.00
13. Matsveinn ...........45.00
14. Batsmaður ...........35.00
—Tíminn, 30. apríl.
* * *
480 atvinnulausir í Reykjavík
Við hina lögboðnu atvinnu-
leysisskráningu, sem staðið hef-
ir yfir undanfarna daga og lauk
í gær, skráðu sig 480 manns.
Mikið er af iðnaðarmönnum
meðal atvinnuleysingjanna, —
múrurum og trésmiðum.
27 konur voru skráðar at-
vinnulausar og er það meira en
nokkru sinni áður.
Á sama tíma í fyrra voru
skráðir 458 atvinnulausir, 363
árið 1938, 309 1937, en 746 1936.
—Mbl. 7. maí.
♦ >1« *
13 hjúkrunarkonur
nýútskrifaðar
Þann 30. apríl s. 1. útskrifuð-
ust úr Hj úkrunarkvennaskólan-
um 13 eftirtaldar fullnuma
hj úkrunarkonur:
Ágúst Jónasdóttir, Stardal,
Mosfellssveit; Arndís Einars-
dóttir, Hringsdal, Arnarfirði;
Betsý Petersen, Reykjavík;
Gerður Guðmundsdóttir, Litla-
Skarði, Stafholtstungum; Guð-
rún Árnadóttir, Stórahrauni,
Stokkseyrarhr.; Ingunn H. Sig-
urjónsdóttir, Akureyri; Katrín
Pálsdóttir, Heiði, Mýrdal; Kat-
rín H. Tómasdóttir, Reykjavík;
Oddný Pétursdóttir, Eydölum;
óla S. Þorleifsdóttir, Hofi, Norð-
firði; Sigríður Jónsdóttir,
Skeggjastöðum, Fellnahreppi;
Sólveig Pálsdóttir, Ásólfsstöð-
um.
Námstími er 3 ár og ljúka
hjúkrunarnemarnir prófi, bæði í
bóklegum fræðum og verklegum
hjúkrunaraðgerðum. Alls hafa
88 hjúkrunarkounr lokið burt-
fararprófi úr Hjúkrunarkvenna-
skólanum síðan hann tók til
starfa í Landspítalanum, árið
1933,—Mbl. 5. maí.
* * *
Yfir 38 þúsund íbúar
í Reykjavík
Samkvæmt manntalinu síðast-
liðið haust voru í bænum 38,219
manns. Af þeim voru það 1,016.
sem ekki áttu lögheimili í
Reykjavík.
Haustið 1938 voru hér 37,366,
þar með taldir þeir, sem ekki
áttu hér lögheimili. Hefir því
fjölgað hér um 853 á síðasta
manntalsári, og mun það vera
minni f jölgun en verið hefir um
árabil, og er þó helst til mikil.
—Mbl. 4. maí.
HVAÐ VILDUÐ ÞÉR HELZT VITA
UM WINNIPEG ELECTRIC FÉLAGIÐ?
veittir fyrir beztu spurning-
una, sem send er til “Quiz
Contest,” 411 Railway Cham-
bers. Þessari samkepni lýkur
15. júní, og er úrskurður dóm-
enda algildur.
WINNIPEGELECTRIC
C O M P A N Y
urinn Abraham Eliahn Hittler,
— sonur Shmils, lést í Chesvan-
mánuði 5653.” — Gyðingurinn
óreytti skírnarnöfnum sínum í
Adolf — þótti það vestrænna.
Hann lést 26. okt. 1892, sextug-
ur að aldri.
* * *
Árið sem leið andaðist grískur
munkur, sem dválist hafði í
þessum heimi full 82 ár, en enga
konu augum litið — alla leið frá
vöggu til grafar! Móðir hans dó
þegar hann fæddist. Og daginn
eftir var sveinninn fluttur í
munkaklaustur á fjallinu Athos
og þar hafðist hann við til æfi-
loka. En í það klaustur hefir
engin kona fæti stigið öldum
saman, samkvæmt æfafomu
banni!
Þér *em notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
MrgSlr: Henry Ave. Ea*t
Sírrvi 95 S51—95 562
Skrtfstofa:
Henry o| Argyle
VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA
$10.00 í góðu bandí, en er nú
færð niður í þriðjung þess
verðs, auk burðargjalds. Pant-
anir ætti að gera sem fyrst, því
ólíklega endist upplagið lengi úr
þessu.
* * *
Baldursbrá
* * *
— Hvers vegna afhentuð þér
ekki lögreglunni demantshring-
inn sem þér funduð?
— Það var óþarfi!
— Hvað meinið þér?
— Það stóð í hringnum: “Þinn
að eilífu”.
* * *
Gunna: ÓIi hefir altaf komið
fram við mig eins og heiðurs-
maður.
Sigga: Já, mér finst hann líka
vera hálf leiðinlegur.
* * *
— Hvernig gengur það með
þig og hana Siggu?
— Það gengur ekkert.
— Nú, af hverju?
— Vegna þess, að þegar eg
var að hugsa um að biðja henn-
ar, sagði hún mér að hún elskaði
Kipling, Knut Hamsun og. ein-
hvern náunga sem heitir Strind-
berg, og þá þýddi vitanlega ekki
fyrir mig að hugsa um hana.
* * *
— Þessi bekkur geymir minn-
ingar. Það var við þenna bekk,
sem eg bað Bodil Ibsen, leikkonu
í Konunglega leikhúsinu, að
koma á stefnumót.
— Hvað segirðu, Badil Ibsen?
Segðu mér frá því!
— Það er frá engu að segja.
Hún kom ekki á stfenumótið!
* * *
Jóns Sigurðssonar félagið I.O.
D.E., hefir beðið “Heimskr.” að
minna fólk á, sem ekki hefir enn
eignast bókina “Minningarrit
íslenzkra hermanna”, sem félag-
ið gaf út fyrir mörgum árum
síðan, að enn gefist því kostur á
að eignast bókina, því fáein ein-
tök eru enn eftir óseld hjá for-
seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta-
son, 378 Maryland St., Winni-
peg. Bókin kostaði upphaflega
Nú fást keyptir 3 árgangar af
aarnablaðinu Baldursbrá fyrir
$1.00, sent póstfrítt. Það eru til
6 árgangar og eru 3 þeir fyrri
innheftir. Ætti fólk að nota
þetta tækifæri á meðan upplagið
endist. Pantanir sendist til:
B. E. Johnson,
1016 Dominion St., Winnipeg
“Þegar eg er
þurbrjósta
kaupi eg
Kl EWELS
VERIÐ HÓFSAMIR—
DREKKIÐ BJÓR
HITT OG ÞETTA
í blaði einu í Suður-Evrópu
var birt frétt um kuldana í Dan-
mörku í vetur. Fréttin var
svona:
— Það er harður vetur, frost
og snjóalög í Kaupmannahöfn,
og í dönsku nýlendunni Græn-
landi er einnig töluvert frost
þessa dagana.
* * *
Adolf Hittler
Kirkjugarður Gyðinga í Buka-
rest heitir Filantropa. Þar eru
grafnir um 20 þús. Gyðingar og
þeirra á meðal Adolf Hittler.
Hann var austurrískur að ætt og
uppruna en ritaði eftirnafnið
með tveim t-um. Á legsteini
hans er ritað á hebresku: “Mað-
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin sknld
Thla advertlsement la not lnserted by
Govemment Llquor Control Oommtsalon.
The Commlaslon la not respcmadble for
statements made as to quaúty oí pro-
ducts advertlsed.
With Shampoo
& Finger Wave
Complete
AMAZING VALUE
--Greatest Advertising Offer Ever Made-
A GUARANTEED SCIENTIFIC PUSH UP
Permanent _ _ t
W A V E 95 ______
This Offer Is Made by the Scientific as an Advertislng Special.
Never Before Sueh Values. Beautiful, Lasting, Permanent Waves.
Phone 24 862
SCIENTIFIC BEAUTY CULTURE
612 Power Bldg., Portage Ave. & Vaughan St., Winnipeg
Winnipeg’s Largest, Most Reliable, Best Equipped Beauty Salon