Heimskringla - 05.06.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. JÚNf 1940
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
þeim kostum sem konu geta
prýtt; var framúrskarandi gáf-
uð, og hneigðist mjög til lesturs,
sérstaklega skáldskapar, og átti
>að til að vera hagmælt.
Aldrei mun eg gleyma gest-
risni og alúð þeirra hjóna. fs-
lenzk gestrisni er orðlögð, en
móttakan sem þau hjónin veittu
vinum sínum gnæfði yfir há-
mark íslenzkrar gestrisni.
Útför hennar fór fram laug-
ardaginn 25. maí frá Crawford
útfararstofu að viðstöddu fjölda
fólks. Stýrði Rev. Ramshaw frá
Morgan Park athöfninni.
Feyki fjöldi blómkransa bar
vott um söknuð vina hennar, og
samhrygð með fjölskyldu henn-
ar. Hvílir hún með börnum sín-
um í þeim reit, sem eftirlifandi
ástvinur hennar hefir varið æfi
sinni til að fegra.
Blessuð sé minning hennar.
ABRAHAM LINCOLN
Eftir Náttfara
Framh.
Lincoln höfuðsmaður
“Fornhelga spekin veit afl skal
mót afli
En andanum gefur hún síðast
leikinn í tafli.—E. B.
Styrjaldir eru fordæmdar, sem
fáránlegasta djöfliska á vorum
tímum. Það er sezt að ástæðu-
lausu því þær olla alskyns spill-
virkjum. Hitt er langt um
meira vafamál hvort þessar
frómlyndu upphrópanir orka
miklu til að afstýra þeim. Saga
heimsins hefir verið skrifuð með
blóði og tárum og það er strang-
lega búist við því, að leiðtogum
að hún verði það einnig í fram-
tíðinni, því fjárframlög til her-
kostnaðar aukast óðfluga, þótt
fé skorti til líknarstarfs og
framfara má ekki horfa í skild-
ingin þegar útbúa skal sig fyrir
næstu hildarleiki. Heimsbúar
þrá frið en búast við ófriði; þá
grunar með öðrum orðum að ör-
lögin reki þá út í orustur gegn
vilja sínum. Sumir vilja nú
halda því fram að hér þurfi ekki
annars við en breyta þessum
hugsunarhætti, að eyðileggja
þjóðtrúna á ófriðarhættuna. En
hafa þessir menn athugað að
þessi beygur byggist á stað-
reyndum, grundvallast á þekk-
ing manna á sjálfum lífslögun-
um.
Heimurinn er einn óskiftur
orustuvöllur og hefir altaf verið
það. Elli og æska, líf og dauði,
gott og ílt, þekking og þröng-
sýni, framsókn og kyrstaða,
heyja þar þrotlaust stríð. Það
er ekki einn þumlungur af þess-
ari jörð, sem um er ekki barist;
það er ekki ein einasta hugsjón,
er ekki þarf að berjast sér til
sigurs gegn tregðu og ofstæki
aldarfarsins; það er ekki ein ein-
asta uppfynding, sem hefir ekki
verið hædd og fordæmd af ein-
hverjum, og oftast af fjölmörg-
um. Eg veit að þetta kemur
mjög í bága við þá heimsskoð-
un, er nýja guðfræðin, svonefnda
hefir haldið að mönnum upp á
síðkastið, um guð í öllu — já,
jafnvel í syndinni. En mætti
eg leggja fram eina spurningu?
Getur guð verið sjálfum sér ó-
samkvæmur, getur hann háð
stríð gegn sjálfum sér? Það er
ekkert erfitt að hugsa sér guð í
angandi blómskrúði vorsins. En
getur þú hugsað þér guð í orm-
inum, sem nagar rætur þess,
eða illgresinu, sem kæfir það?
Það er engum vanda bundið að
hugsa sér guð í glitrandi, sund-
fráu síli. En getur þú hugsað
hér guð í hákarlinum, sem leit-
ast við að svelgja það, með gap-
andi gini? Vér elskum — að
niinsta kosti sumir — fegurð,
sannleik, göfgi og góðleik og
fullyrðum gjarnan að þetta séu
kuðdómlegir kostir. En þeim
nianni, sem elskar fegurðina er
ékleift að aðhyllast hið herfi-
^ega, eða þeim er virðir sannleik-
nnn að dáðst að lýginni. Það
vekur viðbjóð í hverju óspiltu
mannsbrjósti að eigna guði
þessa ókosti. Vér höfum nú
komist að því að tilveran býr
yfir ótal andstæðum og á milli
þeirra stendur stöðugur styr.
Þetta er svo almenn jarðlífs
reynsla að gáfað alþýðuskáld
gerir ráð fyrir sama lögmáli út í
hnattasveimi himingeimsins og
horfandi á eina stjörnuna yrkir
hann þetta unaðsfagra stef.
“Mun ei innan endamarka þinna
Eins og vorra, gleði og sorg að
finna,
Líf og dauða, sífeld sókn og vörn
Mun ei augað myrkvast trega
tárum,
Megin þungum hvar sem farið er
Mun ei hjartað slegið sorgar
sárum,
Sviða vörmum þar sem hér.
—Kr. Stefánsson
Ekki veit eg hvernig friður
helzt, hjá uppheims búum en
hitt er ljóst að í algeiminum eru
um æsku og elli að ræða jafnvel
hjá sólna skaranum er streymir
í endalausri ljósmóðu um hin
dökku, regin djúp. Þar eru blá
sólir, gular sólir, og rauðar. M.
ö. o. þar eru ungar sólir er veita
bláum eldkvikum frá funandi
ljósalindum út í almyrkrið. Og
þar eru líka aldnar og bliknandi
sólir á heljar leið. Alstaðar er
æska og elli, líf og dauði og tog-
streita milli tveggja andstæða
háð. Nú get eg upp á að ein-
hver muni segja. Hvað koma
þvílíkar skýjafarir okkur við
og að hverju leiti snerta þær
Abraham Lincoln í Nýju Salem?
Já, það er nú undir því komið
hvað þú vilt gera þinn hugar-
heim stórann. Þegar eg var
smástrákur var allur minn
heimur í þröngum, íslenzkum
fjalladal; þar, sem fjögur kot
kúrðu sig í lágkúrulegri auð-
virðingu undir bröttum hlíðum.
En þótt eg vissi það ekki þá,
stjórnuðust áform og athafnir
dalbúanna af ástæðum umheims-
ins og við sem hérna búum, á
þessu hnattkríli, lútum alheims
lögum og hvert sem við viljum
gera okkur það Ijóst eða ekki þá
erum við ekki einungis í alheim-
inum heldur einnig hluti hans og
frá honum fæddir.
En það er máske raunhæfara að
taka nærstæðari dæmin. Gott
og vel. Það er engin friður í
þínu holdi fremur en í þinni
eigin sál. Hvítu blóðkornin
heyja látlaust stríð við aðvíf-
andi eiturgerla. Oft var sá leik-
ur ójafn og miljónirnar hrundu
niður eins og mýflugur í farsótt-
unum. Mennina sjálfa skorti
þekkingu til að verjast plágun-
um, en í örvæntingu gripu þeir
til signinga, bænagerða og als-
kyns huglækninga. Ef Dr. Alex-
is Carrel (sjá bókina: The Man
Unknown), vill endilega upp-
taka kynjalækningar, þarf jekki
nema hverfa til baka svo sem
tvær þrjár aldir. En yfirleitt
gáfust þær lítið betur en
strauma og skjálfta farið á vor-
um dögum.
Fyrstu sporin til að firra
menn þessum hremmingum voru
stigin með blóðrannsóknum
þeirra Harveys og Malpeghis,
smitunar athugunum Jenners,
gerlafræði þeirra Pasteurs,
Kochs og Listers og síðast en
ekki sízt með eftirgrenslan Vir-
chows á eðli og byggingu
frumluvefjanna. Þá græddist
mönnum þekking á sjálfum sér
og orsökum sjúkdóma. Með
þessari þekkingu tekst oft að
ljá lífinu lið. Það er öldungis
áreiðanlegt að sömu aðferð verð-
ur að beita til að afstýra rauða-
dauðanum, sem þegar hefir verið
notuð til að verja mannkynið
fyrir svartadauðanum, bláa-
dauðanum og hvítadauðanum.
Það verður að rækta það góða
svo það megi sigrast á hinu illa,
það verður að rannsaka lyndis-
einkenni hinna ólíkustu mann-
tegunda svo ráð verði fundin til
að samrýma þau; það verður að
komast fyrir um lífsskilyrði
þjóðanna svo þær í samvinnu fái
Bjarni Jasonsson
Fæddur 25. september 1862—Dáinn 20. apríl 1940
Við andlátsfregn hans.
Hnípir nú bygðin, fallin eykin er.
Andgustur dauðans gegnum hjartað fer,
lögmáli drottins lútir sérhver önd,
legg yfir sárin þína mildu hönd.
Autt er nú skarðið, stofninn blómstrin bar,
breiddi út limið. Skjólið fundum þar.
Kærleikans and ríkti þar í rót,
rétti ölmusur fátæklingnum mót.
Þar var svo oft að gest að garði bar,
gjöfular hendur saman unnu þar.
Ljósið var inni, viðmót hjartans hlýtt,
í helgri ró þeim sönnu dygðum prýtt.
Það er ei oflof um þann merka mann,
merkin það sýndu alt í kringum hann.
Ávextir andans, Guð einn þekkir þá,
þeir eru sprottnir lífsins mætti frá.
Þegar í æsku var því sæði sáð,
sálin var ætíð gjafaranum háð.
í lífsins þrautum þolinmæðin bjó,
þraut eigi trúin meðan hjartað sló.
Minningin varir, enduð æfin er.
Alfaðir launi kærleiksverkin þér.
Þráin var heim í dýrð, sem eigi dvín,
í drottins höndum lifir sálin þín.
hversu margir voru drepnir af
þeim hvítu, en Raupskinnar
reyndust þeim einatt skeinu-
hættir, því þeir létu þá elta sig
út í ófærur og réðust svo að
þeim úr launsátrum. Hversu
mannfallið var mikið hjá inn-
byggjunum má ráða af fólks-
fækkuninni meðal Indíána. Árið
1865 töldust þeir aðeins 294,574
en tekur svo að fjölga aftur og
reyndust 340,241 talsins, árið
1930. (Beztu heimildir áætla
tölu þeirra um 846,000 árið
1492).
Nú er ekki svo að skilja að
friðsamleg samskifti væri með
öllu útilokuð milli hvítra og eir-
rauðra manna í Ameríku, jafn-
vel þótt um hina herskáu ætt-
flokka væri að ræða.
Hér var fátt um hvítar konur
í fyrstu og frumherjarnir
kvæntust iðulega innlendum
konum, eru sumar helstu ættir
landsins frá þeim samböndum
runnar. Seinnikona Wilsons for-
seta átti, að einhverju leyti,
þangað ættir að rekja og svo er
um sumar fleiri fríðleiks konur
í Bandaríkjunum. Curtis fyr-
verandi varaforseti var af Indí-
ána ættum, að parti og sama er
að segja um Smith öldungaráðs-
mann frá Oklahoma.
Við dauðans dyr oss hringir líksöngslag,
en lífsins kallið ódauðlegan dag —
er lyftir von í sárri sorgarstund
að sjá þig aftur, lífs við endurfund.
Ingbjörg Guðmundsson
fullnægt þeim. Allar aðrar frið-
ar raðstafanir munu reynast
heimska og hégómi.
En það er bezt að kannast við
það með hreinskilni að friðar-
leiðin er erfið og vandasöm. Alt
krefst nákvæmra og hleypidóma-
lausra athugana. Þessvegna
held eg að alt þetta móðursýkis-
lega friðarhjal sé langtum frem-
ur til ílls en góðs, þar sem einn
er fordæmdur en hinn alsýkn-
aður.
Við erum að jafnaði réttdæm-
ari á liðna en verðandi atburði
enda skírast allar aðstæður með
tímanum. Nú á dögum getum
við t. d. rædd ofur rólega um
skæru hernaðinn er varaði milli
hins rauða og hvíta kyns í Ame-
ríku, um alt að því þrjár aldir.
Kostnaðarsöm urðu þessi stríð
hvorutveggju aðiljum og betur
hefði verið ef menn hefðu fundið
ráð til að aflétta þeim. En því
nákvæmari, sem ;þekking vor
verður, á öllum málavöxtum,
þess eðlilegri virðist áreksturinn
milli þessara afar ólíku kyn-
flokka.
Við vitum að Norðurálfumenn
fóru til Ameríku, til að forða sér
og sínum frá því er var verra en
dauðinn: frá áþján, eymd og
misrétti. Vonir þeirra stóðu
til auðs og frelsis í hinu vest-
ræna landrými. Frásagnirnar
um amerísku auðæfin fóru eins
og kynjasögur um skuggahverfi
stórborganna, þær bárust til
dreifibýlanna, þar sem arðrænd-
ir leiguliðar slitu æfinni í ann-
ara þjónustu og í brjóstum
þrautpýndra, margsligaðra og
tröllriðnra vesalinga vaknaði sú
eina uppreisnarvon er þeir höfðu
eignast um dagana. Menn hættu
að hugsa um himnasali en sneru
sér heldur til Vesturheims. Var
það undarlegt? Getum við láð
þeim það? Þarna biðu ónumin
lönd til að byggja og rækta með
frelsis iðju. Þarna voru tækifæri
til sjálfsþroskans. Hvað var nú
eðlilegra en trúaðar sálir sæju
einmitt í þessu handleiðslu skap-
arans, er hafði hugað þeim og
þeirra niðjum þetta land til
halds og trausts. Þeim bar ekki
einungis réttur heldur einnig
skylda til að nema það og rækta.
En það var mannvist í álfunni
áður hvitingjarnir fluttu um
haf. James Mooney, hinn sann-
fróðasti maður í öllu því er
Indíánum viðkemur, áætlar að
um 840,000 rauðskinnar hafi hér
búið um það leiti er hvítra
manna landnámið hófst. Öldum
saman höfðu forfeður þessara
innbyggja átt hér heima og
þessvegna ofur eðlilegt að þeir
skoðuðu landið sem ættaróðal
sitt og helgireit, er þeim bæri að
verja fyrir annara ágangi. —
Sumir Indíána ættflokkar að-
hyltust, þess utan, náttúru trú-
arbrögð og alt jarðrask var goð-
gá í þeirra augum. Plógurinn
og herfið voru þeim andskotans
verkfæri til að spilla þeirra
móðurjörð. Veiðiþjóðirnar lögðu
sérstakt hatur á nýlendu menn-
ina, sem gáfu sig við landruðn-
ingi og akuryrkju.
Það var því sízt að undra þótt
til ófriðar dragi þar sem þessir
Indíánar voru herskáir að eðlis-
fari og höfðu um langt skeið
legið í hernaði hver við aðra.
Aftur á móti var yfir höfuð að
tala gott samkomulag milli land-
búnaðar Indíána og hvítliðanna.
Mönnum hættir við að halda að
allir Rauðskinnar væru veiði-
menn, um það skeið, en því fór
fjarri. Meðal ættflokka er
stunduðu landbúnað má nefna:
Hopi, Mandan, Navaho, Yuma og
hina svonefndu pueblo Indíána
(orðið pueblo er spánskt og þýð- j
ir þorp). Af þessum ættflokk-
um lærðu hvítir menn að rækta
maís, hrísgrjón, tóbak, hnetur,
gúrkur baðmull og karötflur.
Eins og áður greinir var það
aðalega við veiðiþjóðirnar sem
hvítir menn áttu í stríði. Þessar
þjóðir voru vaskar og vígkænar
og nýlendumönnum afar skeinu-
hættar. Sumar þeirra höfðu'
þegar náð allmiklu valdi yfir ná-
lægum Indíána ættflokkum. —
Voldugastir voru Iroquois Indí-
ánarnir en þeim næst gengu
Hurons, Algonquins, Seminola
og Cherokees ættflokkarnir, —
Margir þessara ættflokka, og þó
einkum Iroquois höfðu afar
merkilega og lýðræðis sinnaða
stjórnarskipun. öll ráð voru
ráðin á almennum ráðstefnum
þar sem kvenfólkið hafði enda
meiri völd en karlar. Það var
því ekki að boði einhverra ein-
valda að þessar þjóðir vöktu ó-
frið við landnemaliðið, heldur að
alþjóðar vilja, og fyrir þá nauð-
syn er þeim virtist á því að
vernda frelsi sitt og atvinnu-
vegi. Þetta var, samkvæmt eðli
sínu gereyðingar hernaður og
þessvegna afar grimmur. Hvítir
menn máttu ekki um frjálst
höfuð strjúka meðan Rauðskinn-
ar voru í þeirra nágrenni og ný-
lendu mennirnir eyddu lífsbjörg
Indíánanna, með því að uppræta
veiðidýrin. Mannfalið var mikið
á báðar hliðar. Engin veit nú
menn gerðu sér ferðir til Indíana
og urðu tíðum vinir þeirra. —
Sömdu sumir þeirra sig talsvert
að háttum Rauðsknina og undu
sér hið bezta þeirra meðal.
Trúboðar fluttu Indíánum
kristna trú. Þessar trúboðsferð-
ir til hinna viltustu og vígreif-
ustu ættflokka eru harla æfin-
týralegar. Klerkarnir, einkum
þeir kaþólsku, sýndu þvílíkan
hetjuhug, fórnfýsi og trúar al-
vöru að eins dæmi má teljast í
nútíðar kristninni. Þeir sóttu
fram undir krossins merki með
biblíuna sína að vopni og létu
hvorki hættur né erfiðleika letja
sig. Þeir gengu fyrir hina
grimmustu höfðingja heiðninn-
ar og sungu þeim messur á lat-
ínu. Þeir sættu tíðum hinum
skelfilegustu pyndingum. Þeir
voru bundnir við tré og bál kynt
í kringum þá og út úr logunum
heyrast andláts andvörp þeirra:
“Sustinuit animo mea in verba
ejus. Mater Dei memento mea.”
(Styrk mig með þínu orði. Guðs
móðir minstu mín). Með tigin-
mannlegri trúarró mættu þeir
dauðanum og með því sneru þeir
hjarta margs heiðingjans til
þeirrar trúar er veitir þeim því-
líkt hugrekki. Þessir kaþólsku
klerkar voru lærdómsmenn sVc
sem þeir: La Salle, Poul Lc
Juene og Chouchetiers. Ferða-
bækur þeirra eru hrífandi,
skemtilegar eins og frægustu
hetjusögur. Eg stautaði mig
fram úr einni á frummálinu;
mig minnir að hún héti “Sou-
venirs d’un voyage dans Nortc
Amerique”. Hún hélt fyrir méi
vöku, því eg gat ekki slitið mig
frá henni.
Þessum mönnum var þaí
fyrst og fremst að þakka a?
hvítum mönnum græddist þc
nokkur kynni af Rauðskinnuir
og háttum þeirra. Þeir rann-
sökuðu mál þeirra og menningt
og við þá þekking smá glæddisl
virðing hvítliðanna fyrir þess
um heiðingjum.
Svo fór að lokum að Indíám
þraut magn til mótspyrnu. Indí
ána höfðinginn Weatherfort
sagði: “Eg er búinn að gers
óvinunum alt það ílt, sem ej
megna en nú skortir mig lið ti
frekari baráttu. Kappar mínii
lig’g'Ja valfallnir hjá Tallushcat
ches, Tahopeha, Tellidga oí
Emuchfew, svo nú get eg aðein:
tárast.”
Þótt undarlega megi virðas
unnu þeir sigur iheð uppgjöf
inni. Nú urðu þeir skjólstæðing
ar Bandaríkjanna og yfirleit
má segja'að vel hafi um þá far
ið. Héðan af var það ekki hug
myndin að uppræta þá heldur ai
kenna þeim að lifa. Þeir fengi
sérstök landflæmi til umráðs oj
sérréttindi til veiða. Þeim va:
Einu sinni segir sagan, tók maö-
ur fullan disk af tíu dollara
seðlum og fór með hann út á
strætishom, og bauð þeim seðla
sem fram hjá gengu fyrir fimm
cent hvem. En hann gat ekki
selt einn etnasta seðil!
I augum þeirra er fram hjá
gengn, leit tíu dollara seðillinn
eflaust út, sem gildur væri. En
jafnvel þó seljandinn byði
skiftavininum 20,000 prósent á
sölunni gat hann samt ekki gert
nein viðskift vegna þess að
hann brást traust fólksins.
Eitt af því stærsta ef ekki hið
allra stærsta, sem EATON’S
getur tileinkað sér er traust
Vesturlandsins til þess,—traust
sem bygt er á margra ára vin-
áttu hvers til annars. Til
Vesturlandsbúans er verðskrá
EATON’S nokkurs konar stofn-
un—“Leiðarvísir á verði í Can-
ada”—öllu, sem í henni er hald-
ið fram, er viðurkent að vera
nákvæmt og áreiðanlegt—hver
kaup, sem gerð eru úr henni,
eru gerð með fullu TBAUSTI
þess að það sparar mönnum að
kaupa hjá EATON’S.
*T. EATON C?_„
WINNIPEG CANADA
kend akuryrkja og mentaðir á
ýmsan hátt. Sjálfsagt hafa ótal
misgrip verið gerð, í meðferð
þessara mála, en tilgangur
stjórnarinnar hefir yfirleitt ver-
ið mannúðlegur og árangurinn
talsverður. Fáum frumstæðum
þjóðum hefir verið þvílíkur sómi
sýndur, af sigurvegurum sínum,
enda fer nú Indíánum fjölgandi
í álfunni þar sem frumþjóðimar
eru að deyja út í ýmsum nýlend-
um Evrópu þjóðanna. Auðvit-
að hefði það verið báðum fyrir
beztu að þessi stefna hefði verið
upptekin frá upphafi en það er
oft erfitt, ef ekki ómögulegt að
finna samkomulags grundvöll,
meðan báðir hafa þrek að stríða
og einhverja von um sigur.
Eg hefi fjölyrt um þessar
Indíána skærur af því þær höfðu
mjög ákveðin og íll uppeldis-
áhrif á hina ungu þjóð. Sá ótti
og það hatur, er við þær skap-
aðist gerði hana grimma og of-
stækisfulla í aðra röndina. Eg
er alsannfsérður að sú harðýðgi,
er nýlendubúar þóttust þurfa að
beita gegn Indíánum og Svert-
ingjum átti drjúgan þátt í laga-
leysi og múgmorðum þeim er
ennþá gerast í Ameríku og setja
margan svartan blett á sögu
landsins. Hvorki þjóðir né ein-
staklingar geta alið hatur í
brjósti án þess að mannskemm-
ast sjálfir.
Þegar Abraham Lincoln var
tuttugu og fimm ára gamall
gerði Sac kynflokkurinn innrás
í bygðir hvítra manna, í Wiscon-
sin-ríki. Stjórnin sendi út her-
lið gegn þeim og kvaddi sjálf-
boða til hjálpar. Lincoln og all-
margir nágrannar hans urðu við
þessari kvöð.
Fátt gerðist sögulegt í þessari
herferð en samt hlaut Lincoln
vegtyllu nokkra í sjálfboða
sveitinni. Þeir skyldu kjósa sér
foringja er hlyti höfuðsmanns
(kapteins) nafnbót. Staðan þótti
eftirsóknarverð því hún jók
stjórnmálafylgi þess er hana
hlaut. Sökum vinsælda varð
Lincoln fyrir valinu þótt auðugri
menn og frændfleiri byðu sig
fram. Ekki mundi hinum gull-
borðalögðu herstjórum finnast
mikið til um heragan í þessari
hersveit. Þegar Lincoln gaf
sínar fyrirskipanir höfðu nýlið-
arnir það til að segja honum
blátt áfram að fara til fjandans.
Honum fataðist líka stundum í
Framh. á 7. bls.