Heimskringla - 03.07.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1940
Hrmrslmrtglct
(StofnuB 1881)
Kemur út A hverfum miBvikudegt.
. Kigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
153 og 155 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimia St 537
VerB blaðsins er $3.00 árgangurtan borglst
[yrirfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
tJU vlBsfcifta bréf blaðinu aBlútandi sendtot:
Manager THE VIKINO PRBSS LTD.
853 Safgent Ave., Winnlpeg
Ritstjórí STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til rítstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Helmskringla” ls publtohed
and printed by
THB VIKINQ PRESS LTD.
153-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepihone: 86S37
WINNIPEG, 3. JÚLf 1940
MAÐURINN
Eg var að blaða í alfræðibók einni og
rakst á orðið maður. Skýringin á því var
á þessa leið:
Frá sjónarmiði dýrafræðinnar, eru það
aðeins heilinn og hendurnar, sem aðgreina
manninn frá öðrum dýrum. Málið á hann
aðallega að þakka heilanum. Og heila og
höndum á hann einnig að þakka notkun
áhalda og eldsins. Þroskatímabilin í sögu
þessa drottins jarðarinnar, eru þessi hin
helztu: Fyrri steinöld, sem var byrjunar-
skeiðið og er lengri en nokkurt annað
tímabil í sögu hans. Þá er síðari stein
öldin, þegar menn byrja að yrkja jörðina
og verður þar mikið ágengt. Næst tekur
við eiröldin, með eftirtektaverðri málm'
vinslu. Þá er og fundið upp hjólið og
notkun þess og uxar og hestar tamdir og
beitt til dráttar. Og síðast er járnöldin.
Ef til vill byrjaði nýtt tímabil, ný öld, með
18. öldinni, og mætti nefna einkenni henn-
ar notkun vatnsafls, gufuvéla, sprengiefna
og raforku. Tilraunir mannsins eru efni
sögunnar. Maðurinn er félagslynd skepna
og ann hóplífi, en þjóðskipulag hefir hon-
um ekki hepnast að mynda enn, sem neitt
tekur fram því er hann átti við að búa á
hinni síðari steinöld.
Lýsingin var ekki lengri, en er samt ekki
sem verst.
HENRY FORD OG STRÍÐIÐ
Fyrir nokkru, þegar stríðinu tók að
halla alvarlega á Frakka og sem mest
var talað um þörfina á meiri sprengju-
flugskipum fyrir Breta, lét Ford, bíla-
kóngurinn heimskunni, sér það um munn
fara, að hann gæti framleitt í Detroit'
smiðjunum sínum 1000 flugför á dag. —
Breta- og Bandaríkjastjórn fögnuðu þessu
sem eðlilegt var. Þær voru um þetta leyti
að svipast um, hvar hægt væri að fá tugi
þúsunda flugskipa gerð í miklu skyndi.
Það leið því ekki á löngu, að þær sneru
sér til Fords. En þar urðu þær fyrir illum
vonbrigðum. Ford skýrði þeim frá, að
hann framleiddi ek8i flugvélar fyrir Breta
í Bandaríkjasmiðju sinni. Hann var fús
til að smíða flugvélarnar fyrir Bandaríkin.
En Bretinn mátti ekki vera þar með. Kaup-
in höfðu Breta- og Bandaríkjastjórn sam-
einað bæði sér og framleiðanda til flýtis og
hagnaðar.
Aðal-ástæðan sem Ford færði fyrir
þessu, var sú, að hann framleiddi í hverju
landi vélar aðeins fyrir það land eitt, en
ekki önnur. Verkstæði hans í Canada, á
Bretlandi, og hvar annar staðar sem eru
innan Bretaveldis, framleiða hernaðarvöru
fyrir Breta. Hann á og verkstæði í Þýzka-
landi, er að líkindum framleiða hernaðar-
vöru þar fyrir nazista.
En hvað sem um það er, hefir mikill
styr staðið um þennan stærsta iðjuhöld í
heimi, út af því, að neita að framleiða
vopn fyrir Breta.
Á sambandsþingi Canada, var s. 1. mið-
vikudag, gert mikið veður úr þessu. Voru
það einkum R. B. Hanson, foringi íhalds-
manna, og M. J. Coldwell, foringi C.C.F.
flokksins, sem réðust mjög ákafir á Ford,
einkum hinn síðarnefndi, er lagði til að
verksmiðjur hans í Canada yrðu allar tekn-
ar og hagnýttar sem bezt hentaði af stjórn-
inni meðan á stríðinu stæði. Hanson fór
ekki harðara í sakir en það, að hann spurði
stjórnina, hvort henni bæri ekki að gera
eitthvað fyrir hönd Breta í málinu. Paul
Martin, þ.m. úr því kjördæmi í Canada,
sem Ford-verksmiðjur eru mestar í, kvaðst
ekki virða það neinum til hins verra, hvorki
í Canada né Bandaríkjunum, þó svipaðar
tilfinningar bæru til Fords, persónulega,
og lýst hefðu sér í orðum Coldwells. í
þinginu mælti enginn stefnu Fords bót.
Mr. Wallace Campbell, forseti Ford-fé-
lagsins í Canada, gat þrátt fyrir mikið og
einlægt starf í þarfir stríðsins, ekki mikið
mildað hugi þingmanna til Fords sjálfs.
Mr. Campbell var, þar til fyrir skömmu,
formaður ráðsins, sem um birgðir til hers-
ins sá og nokkurs konar sjálfboði eða einn
af þeim, sem kallaðir hafa verið “eins
dollars mennirnir” (á ári).
En Ford-félagið í Canada, var ekki Mr.
Ford. Á það var bent á sambandsþinginu,
eftir hina harðorðu ræðu Mr. Coldwells um
Ford. (Mr. Coldwell hélt því ekki aðeins
fram, að Mr. Ford viðhefði “tára-gas” og
“uppsölu-bombur”, til þess að kúga verka-
lýð sinn, heldur hafi hann verið sæmdur
krossi af Hitler í þokkabót). Hon. C. D.
Howe, skoðaði, sem Coldwell beindi spurn-
ingunni að sér, hvað stjórnin ætlaði við
mál þetta að gera. Ford-félagið í Canada
kvað hann að nokkru eign manna í Canada
og annara en Fords. Hann kvað það eiga
7 verksmiðjur og væri sú stærsta í Wind"
sor. Það væri ekki aðeins stærsta verk-
smiðja þessarar tegundar í Canada, heldur
jafnframt önnur sú stærsta í öllu Breta-
veldi. Fyrir efni, vinnlaun, skatta og
skyldur ýmsar, greiddi félagið árlega um
35 miljón dali. Atvinnu veitti það 7000
manns á ári. Vélarnar næmu 100,000 tals-
ins á ári, sem það framleiddi.
Nú kvað Mr. Howe helming allrar þess-
arar framleiðslu vera gerða í þágu Can-
ada-stjórnar og stríðsins. Hann taldi og
lítinn efa á því, að senn yrði þörf fyrir alt
starf félagsins.
Þannig standa sakir í þessu máli í Can-
ada. í Bandaríkjunum er sagt, að undir
eins hafi verið leitað til annara félaga, til
að fá flugskipin smíðuð. Er víst enginn
efi á, að önnur félög geta leyst verkið af
hendi. En það svarar ekki spurningunni
nægilega um hvað Ford hafi á móti því,
að framleiða heima hjá sér hernaðar-áhöld
fyrir Breta. Það er í Canada og á Bret-
landi eða í brezka ríkinu, sem hann hefir
yfir auð sinn komist jöfnum höndum og í
Bandaríkjunum.
Skoðanir Fords á friði, eru fáránlegar,
þó skrítið sé, um svo skýrann mann. Eins
og ýmsum mun minnisstætt,1 gerði hann út
skip austur yfir haf í síðasta stríði og
ætlaði að koma á sættum. Á skipinu voru
um 160 manns. Það fór til Noregs. Sjálf-
ur var Ford í förinni. Eftir tvær vikur,
fer hann heim, en segir mönnum sínum að
halda áfram að semja frið. Skipið fer frá
Noregi til Svíþjóðar og þaðan til Hollands.
Friðarpostularnir halda fundi, en vissu
ekki hvað gera skyldi og urðu svo loks ó-
sáttir sín á milli og lauk starfinu með því.
Hvernig Ford hugsaði sér að koma á friði
með ferð þessari, er öllum ráðgáta. En
ferðin kostaði hann hálfa miljón dala.
Eftir þetta þóttist Ford viss um það, að
það væru ekki bankar, vopnasmiðir eða
iðjuhöldar, sem stríði yllu, heldur almenn-
ingur. Og hér eftir átti ekki að standa á
hönum að berjast fyrir réttlætinu og
frelsinu, hvenær sem á þyrfti að halda eða
ekki yrði hjá stríði komist.
Á síðast liðnu hausti var Ford þó á
móti því að Bandaríkin rýmkuðu um
vopnasöluna til Evrópu.
Og svo er nú þessi síðasta framkoma
hans, að neita að framleiða nokkuð fyrir
Breta, hvernig sem ber að skilja hana,
vekur hún þá spurningu, hvort eitthvað sé
óákveðið'og óljóst í huga Fords um mál*
stað Breta í þessu stríði. Það er nokkuð
sem menn ekki vita, hvað hátt hillir orðið
undir nazismann í hugskoti lorða og fé-
sálna eystra ,vestra og alt um kring, af
hinum mörgu og furðulegu fréttum af því
að dæma.
FYRSTI JÚLÍ
Þjóðminningardagur Canada var haldinn
helgur og minst mjög á sama hátt og flest
árin frá 1867 að fylki Canada mynduðu
stjórnarsamband með sér. Því hátíðahaldi
hefir oftast nær fylgt eitthvert gaman, ein-
hver útiskemtun ásamt samkomum með
ræðuhöldum, eins og víðast mun venjulegt
vera á þjóðminningardögum. f þetta
skifti hefir að sjálfsögðu ástandið í heim-
inum skygt á skemtanirnar, en hins mátti
finna dæmi í þeim mun ríkara mæli, að
þjóð þessa lands gerði sér nú alvarlegri
grein fyrir merkingu þessa dags, en nokkru
sinni áður. Þegar sambandið var myndað,
var það gert með það í huga að efla hag og
samvinnu þjóðarinnar. Af því starfi hefir
þjóðin ekki einungis vaxið, heldur inn-
byrðis bundist þeim vináttu og ættjarðar-
böndum, sem vernduð munu verða til hins
síðasta. Ógnir stríðs vofa nú yfir þessari
þjóð, sem mörgum öðrum. En það mun
aldrei hafa betur sýnt sig en nú, hve ein-
huga þjóðin er í því, að vernda hið dýra
óðal sitt, þjóðríkið, sem hún myndaði
fyrsta júlí árið 1867.
STUTT FERÐASAGA
Eftir G. Á.
Nú var komið til New York, seint á degi,
og ekkert ákveðið takmark fyrir augum,
annað en það, að sjá sem mest að unt væri
af borginni og veraldar sýningunni á þeim
stutta tíma, sem þar væri til viðdvalar, sem
að vísu var nóg verkefni. f þeirri von, að
hinn íslenzki málsháttur: “Fullir (þ. e. a. s.
staddir) kunna flest ráð”, væri sannur og
áreiðanlegur, var sezt að snæðingi í fyrsta
matsöluhúsi, sem að var komið. Síðan
fórum við að spyrja okkur fyrir um í hvaða
hluta borgarinnar við værum og hver leið
væri styzt til sýningarinnar. Kom það þá
upp úr kafinu, að við vorum stödd í þeim
borgarhluta, sem Bronx heitir, og þyrftum
ekkert að gera annað en. að aka beint eftir
þeim vegi, sem við komum eftir, út á sýn-
ingarsvæðið. Virtist þá vera vandaminst
að gera það. Samt datt sumum í hug, að
hyggilegra mundi vera að leita sér fyrst að
náttstað; og minnir mig, að það væri eink-
um Mrs. Björnsson, sem hélt því fram. En
sú viturlega ráðstöfun var samt ekki tekin;
því að meiri hlutinn vildi ekki annað heyra
en að komast á sýninguna strax. Var þá
haldið þangað og “park-að”, sem útlegst,
bíllinn skilinn eftir, nokkuð fyrir utan
sýningarsvæðið, og þaðan farið með stræt-
isvagni inn á sýninguna. Þetta var á
föstudagskvöld og fátt um fólk þar úti,
enda var veðrið ónotalega kalt. Eftir
nokkra snúninga fundum við íslenzka sýn-
ingarskálann, en hann var þá lokaður. í
matsöluskála, sem er við hliðina á honum,
var okkur sagt, að hann yrði opnaður um
hádegi næsta dag. Við settustum þá niður
og drukkum kaffi og bárum saman ráð
okkar um, hvar við ættum að leita gisti-
staðar. Var okkur sagt, að nóg væri af
húsum þar umhverfis, þar sem hægt væri
að fá gistingu fyrir sanngjarna borgun.
Gengum við nú um enn um stund og sáum
flugelda mikla og gosbrunna, sem voru
uppljómaðir með öllum regnbogans litum.
Þóttustum við ekki hafa af öllu mist þetta
kvöld. En þegar klukkan var orðin tíu
þótti ekki ráðlegt að vera lengur á svona
eigri og án þess að vita hvar maður ætti
höfði sínu að halla yfir nóttina, og þess
vegna var farið að leita uppi bílinn, sem
ekki tók lengi að finna. En rétt þegar
hann var fundinn og af stað lagt til að
leita að gististað, kom einhver auga á aug-
lýsingu um gististað utan á kompu rétt við
veginn og sá mann þar inni. Var nú óðara
farið til hans og hann spurður ráða. Jú,
hann var nú ekki lengi að segja okkur, hvað
gera skyldi; náði hann skyndilega í konu
eina, sem sagði okkur að koma heim með
sér og skyldum við fá herbergi með þeim
beztu hvílurúmum, sem til væru í því ná*
grenni. Við fórum svo með konunni og
komustum að raun um, að hún hafði sagt
satt. Ráði hún yfir allstóru húsi með á-
gætum herbergjum, og bauðst hún til að
hýsa okkur eins lengi ag við vildum fyrir
einn dollar um nóttina, á mann. Þótti
okkur nú vel hafa úr ræzt, að ekki þurfti
lengur að leita, og vorum við þarna í góðu
yfirlæti tvær nætur. Þessi sómakona
heitir Agnes, og var hún hin alúðlegasta og
sagði okkur ýmislegt um sýninguna. Sagð-
ist hún hafa hýst marga sýningargesti
síðastliðið sumar, og að þeir hefðu allir
verið ánægðir. Efast eg ekki um að hún
hafi sagt það alveg satt.
Snemma morguns næsta dag, sem var
laugardagur, vorum við Sveinn á fótum.
Langaði okkur í morgunkafi og fórum út
að svipast um eftir kaffihúsi. Gengum
við sjálfsagt hálfa mílu vegar áður en við
náðum í kaffið. Þegar við komum heim
aftur, var hitt samferðafólkið vaknað, og
var nú samstundis lagt af stað með strætis-
vagni til sýningarinnar. Var gert ráð fyrir
að vera þar þann dag allan. Nú var það, að
yngri kynslóðinni fanst hin eldri vera sein
og ekki nærri nógu áhugamikll með að sjá
það, sem henni (yngri kynslóðinni) þótti
merkilegast. Skyldu þar leiðir, Buddy og
Sissa fóru sína leið, en við hin héldum
hópinn. Skoðuðum við nú margt fram að
hádegi. Bjuggustum við þá við að íslenzki
skálinn væri opnaður og fórum þangað.
Var það ætlun okkar, að litast þar um og
spyrjast fyrir um, hvar Vilhjálm Þór væri
að hitta, því hann vildum við finna að
máli. Vildi þá svo vel til, að hann var þar
staddur og með honum Agnar Wlemenz
Jónsson, frú Jónsson, móðir Agnars, og
Haraldur Árnason, kaupmaður frá Reykja*
vík. Var ekki við annað komandi en að
við slægjustum í hóp með þessu ágæta
fólki og borðuðum með því. Vil-
hjálmur er, eins og kunnugt er,
íslenzkur konsúll í New York;
Agnar, sem er sonur Klemenz
heitir Jónssonar landritara, hafði
verið starfsmaður við dönsku
sendiherrasveitina í Washing-
ton, en hætti þar, þegar Þjóð-
verjar tóku Danmörku; móðir
hans var nýkomin í heimsókn til
sonar síns; og Haraldur Árnason
var þar í erindagerðum fyrir ís-
lenzku sýningarnefndina, sem
hann á sæti í. Áttum við þarna
hina skemtilegustu stund með
öllu þesu fólki og skoðuðum svo
íslenzku sýninguna á eftir undir
handleiðslu þeirra Haraldar og
Vilhjálms. Aðrir íslendingar,
sem við hittum þarna voru syst-
kin tvö nýkomin frá íslandi,
börn Richards Thors, ef eg man
rétt; Elín Sigurðsson, sem unnið
hefi við sýninguna í fyrra og
aftur nú, hún er dóttir séra Jón-
asar heitins Sigurðssonar, og svo
stúlka frá íslandi, sem eg man
ekki hvað heitir. Þetta síðar-
talda fólk er starfsfólk við sýn-
inguna. Höfðum við mikla
skemtun af að hitta það og tala
við það. Áður en við skildum
bauð Vilhjálmur Þór okkur að
aka með okkur um borgina dag-
inn á eftir, og má geta nærri, að
við tókum svo vingjarnlegu boði
með þökkum.
Nú var enn gengið um og litið
inn í ýmsa sýningarskála. En
eftir nokkurn tíma fóru þau
Björnssons hjónin að finna
Gretti Eggertsson, son Árna
Eggertssonar í Winnipeg. Er
hann verkfræðingur og á heima
einhvers staðar ekki langt þaðan
sem við vorum. Var eg nú einn
eftir og hélt áfram að ganga úr
einni byggingunni í aðra og
skoða það, sem fyrir augu bar.
Hætti eg ekki fyr en klukkan
ellefu um kvöldið; en þá var eg
orðinn svo þreyttur, að eg varð
feginn þegar eg loksins gat kom-
ist upp í strætisvagn og haldið
heim og háttað í því ágæta rúmi,
sem sú góða Agnes hafði mér
tilreitt.
Um sýninguna mætti náttúr-
lega rita langt mál, en ekki mun
eg gera það. Eg sá svo lítið af
henni á þessum eina degi, að það,
sem eg gæti um hana sagt, yrði
næsta gagnslítið. Af útlendu
sýningarskálunum og því, sem í
þeim var að sjá, virtist mér
franski og enski skálinn einna
tilkomumestir og merkilegastir.
ítalski skálinn er og mikill til'
sýndar og margt merkilegt þar
inni, en allmikill yfirlætisbrag-
ur er á því öllu, eins og vænta
mátti. Af sýningum hinna
smærri þjóða, held eg að íslenzka
sýningin sé einna laglegust. —
Sumar hinar virtust mér vera
heldur ómerkilegar. En sums
staðar var þó ekki búið að undir-
búa fyrir sumarið. Sýning
Bandaríkjanna (Federal sýning-
in) er afar merkileg, og þar hefði
mátt eyða löngum tíma og fræð-
ast mikið, um iðnað Bandaríkj-
anna. Sumar sýningar hinna
sérstöku ríkja, sem eg sá, voru
hvorki tilkomumiklar né fjöl-
breyttar. Af þeim sýningum
sérstakra iðnaðar fyrirtækja, sem
eg sá, var General Motors sýn-
ingin eflaust merkilegust. En
sem sagt, er ekkert vit í að segja
nokkuð um svo stórfelda sýn-
ingu eftir eins dags dvöl á henni.
Sýningarsvæðið, sem er afar
stórt, var tekið til undirbúnings
tveimur árum áður en sýningin
hófst. Var það ljótt og blautlent
landsvæði með öskuhaugum og
öðru rusli. Nú eru þar stræti
með gosbrunnum, myndastytt-
um, trjágöngum og margri ann-
ari prýði. Þegar sýningunni lýk-
ur, á að rífa allar byggingarnar,
en svæðið á að vera almennur
skemtigarður, sem verður mikil
bæjarprýði. Sýningarsvæðið er
á Long Island, sem er eyja mikil,
um 120 mílur á lengd frá suð-
vestri til norðausturs, og stend-
ur nokkur hluti New York borg-
ar, Brooklyn og fleiri bæjarhlut-
ar, á vesturenda hennar. Milli
Long Island og Manhattan Is-
land, sem meginhluti borgarinn-
ar stendur á, er sund, sem er
kallað The East River. Að vest"
an við New York er Hudson’s
áin, og fyrir handan hana er New
Jersey. Vegna þess hve Man-
hattan er mjó, en þar er aðal
verzlunarsvæði borgarinnar, eru
byggingar þar afar háar. Höfnin
er við eyjaroddann báðu megin
upp eftir ánum; og er þar krökt
af skipum, bæði stórum og smá-
um. Margar og miklar brýr eru
yfir árnar, og eru Triboro brúin
milli Long Island og New York
og George Washington brúin
yfir Hudson’s ána þeirra mest"
ar. Gamla Brooklyn brúin, sem
lengi var eitt mesta risasmíði
sinnar tegundar, þykir ekki neitt
tiltakanlega stór nú orðið. Á
miðju sýningarsvæðinu er hin
mikla kúla, (Perisphere) og þrí-
strendi turninn (Trylon), sem
sjást langar leiðir að, og setja
sinn svip á alt sýningarsvæðið.
Ekki man eg neitt um hæð á
þessum undrasmíðum, en þegar
eg var kominn upp í kúluna,
sundlaði mig, hvort sem eg
horfði upp eða niður. Maður
stendur þar á palli út við hlið"
arnar, sem snýst í kring, og
horfir niður á grænar grundir
með borgum og vegum, sem eiga
að tákna jörðina, eða upp í al'
. stirndan himininn. Eins og gef-
ur að skilja, eru hús og vegir
smáar eftirlíkingar, en öllu er
þessu mjög vel fyrir komið og
tilsýndar er það náttúrlegt. Er
nógu gaman að sjá það, enda
munu margir fara í kúluna. Okk-
ur var sagt, að þetta væri alt
táknrænt og ætti að fyrirstilla
hæð og dýpt og breidd mannlegs
hugvits og eg man ekki hvað
fleira. En með því að eg hefi
aldrei lagt mig eftir symbólík-
inni, skildi eg það ekki til fulln-
ustu, heldur hugsaði eins og
kerlingin, sem kom til Stafholts
kirkju, þegar hún var nýsmíðuð,
að mikil eru verkin mannanna.
En hennar aðdáun fékk skjótan
enda, því að önnur kerling, sem
til hennar heyrði, bætti því við,
að meiri væru þó verkin drott"
ins, og það varð hún, nauðug
viljug, að viðurkenna. Eg tek
undir með kerlingu númer tvö.
Eg vil heldur dást að fjalli eða
skógi en öllum perispherum og
trilonum og öðrum mannaverk-
um, að Stafholtkirkju meðtaldri.
Næsta morgun kom Vilhjálnr
ur Þór og sótti okkur. Fór hann
fyrst með okkur heim til sín og
höfðum við þar stutta viðdvöl.
Þar mættum við konu hans, sem
var jafn alúðleg og hann sjálfur.
Ætluðu þau nú að verða með
okkur og sýna okkur það af
borginni, sem við gætum ekið um
fram eftir deginum. Frú Þór er
hálfgerður Vestur-íslendingur.
Var hún í Winnipeg tvö eða þrjú
ár, þegar hún var barn að aldri.
Hún er dóttir Jóns Finnbogason-
ar, sem var hér vestra fyrir
löngu, og bróðurdóttir Guttorms
Finnbogasonar í Winnipeg. Þar
sáum við og íslenzka stúlku, sem
vinnur hjá þeim hjónum. Er
hún frá Lundar, dóttir Einars
Eyfjörðs, sem þar hefir lengi átt
heima. Nú var ekið af stað yfir
til New York (Vilhjálmur Þór
býr úti á Long Island) og þar
fram og aftur, gegnum Central
Park og svertingjahverfið Har-
lem, svo niður Hudson’s á niður
á enda á Manhattan. Þar er hið
fræga Aquarium, þar sem mesti
fjöldi fiska er til sýnis. Eru
þeir geymdir í vatnsþróm með
glerhliðum og geta áhorfendur
séð alt þeirra háttlag. Á miðju
gólfi er þró mikil, þar sem sæ-
ljón busla með skvampi og
gauragangi. Er það hin mesta
skemtun að sjá þessar skepnur
synda. En meðfram veggjunum
getur að líta alls konar fiska alt
frá örsmáum sílum upp í stærðar
geddur. Litskrúð sumra fisk"
anna er alveg ótrúlegt, en aðrir
eru mórauðir eða skítgráir; sum-
ir eru á sífeldu iði, en aðrir
liggja grafkyrrir tímunum sam-
an, eins og trédrumbar, næstum