Heimskringla - 03.07.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 3. JÚLf 1940
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
alveg samlitir botninum, sem
þeir liggja á. Það er bæði
skemtilegt og lærdómsríkt að at'
huga þessa íbúa vatna og sævar.
Þegar eg var drengur hafði eg
ekki eins gaman að neinu og að
horfa á seiðin við klappirnar eða
silungsbröndur í læk.
Auðvitað höfðum við ekki tíma
til neins nema rétt að líta á allar
þessar skepnur, því áfram varð
að halda. Næst fór Vilhjálmur
með okkur að hæstu byggingu í
New York, Empire State bygg-
ingunni. Þar urðum við að keyra
höfuðin á bak aftur til að horfa
upp á hæstu strýtuna, sem gnæf-
ir 1120 fet upp í loftið. Eitt
hundrað og tvö gólf er sagt að sé
í þessari risabyggingu. Manni
er leyft að fara upp og horfa úr
þessum hásölum yfir borgina, en
með því að dimmviðri var og út"
sýni mjög lélegt, réðum við af að
gera það ekki. Næst ókum við
fram hjá bryggjunni, sem skipið
Queen Elizabeth liggur við og
sáum kugginn tilsýndar. Var það
mikla bákn málað grátt, svo að
það sæist illa á sjónum, og var
fremur kuldalegt útlits þarna
undir blýgráu þokuloftinu. Eitt-
hvað ókum við þarna meira um,
gegnum Wall Street og fleiri
stræti. Þar stendur Trinity
kirkjan fyrir miðjum strætisenda
og er grafreitur umhverfis hana.
Er líklega hvergi í heimi til
grafreitur, sem er svo umkringd'
ur af risabyggingum sem þessi.
Og úr því eg mintist á kirkjur í
New York, vil eg bæta því við,
að eina kirkju þar hefði mig fýst
að sjá, ef eg hefði mátt vera að
því, en það er The Cathedral of
Saint John the Divine. Þegar
eg kom til New York árið 1907
var nýlega byrjað að byggja
hana, ef eg man rétt. Við kom-
um þá niður á grafhvelfinguna
undir kirkjunni (The Crypt), en
veggirnir voru svo að segja ekk-
ert á veg komnir. Og fyrir
nokkrum árum las eg einhvers
staðar, að hún væri þá ókláruð,
en sennilega er nú búið að ljúka
við hana. Það er ómögulegt að
lýsa þeim áhrifum, sem stórar og
veglegar kirkjur í gotneskum
stíl hafa á mann. Dómkirkjan í
Köln og Ely dómkirkjan á Eng-
landi, sem eru þær stærstu og
veglegustu, sem eg hefi séð, eru
ógleymanlegar. Það er eins og
maður sé ekki staddur í húsi
heldur innan hamraveggja, sem
rísa upp í þessari ósegjanlegu
tign oddboganna og súlnanna, og
í öllu þessu er hið fegurtsa sam-
ræmi, sem hugsast getur.
Vilhjálmur Þör gerði ekki
endaslept við okkur, við urðum
að borða miðdegisverð með þeim
hjónunum. Og þegar klukkan
var eitthvað um þrjú ók hann
með okkur heim að húsinu, þar
sem við gistum. Þar kvöddust-
um við, en í þakklátum huga
okkar allra mun lengi vera end-
urminningin um frábæra rausn
og alúð Þórs hjónanna. Þau
munu nú bráðum hyggja á að
fara aftur til fslands, enda munu
þau bæði vilja heldur vera þar
en í Ameríku. En vingjarnlegri
og drenglundaðri erindsreka en
hann mun ísland tæplega eignast
erlendis.
Nú var lagt af stað frá New
York. Tók Buddy nú við stjórn
og ók í gegnum borgina, eins
og hann hefði aldrei gert annað
en að aka um stórborgir. Var nú
ferðinni heitið til Trenton í New
Jersey. Þangað átti Sveinn er-
indi, sem síðar mun verða skýrt
frá. Var ekið í gegnum Holland
Tunnel undir ána og eftir nokk-
urn tíma vroum við komin út á
víðan vang í hinum fögru bygð’
um New Jersey. En altaf rigndi,
svo lítið var hægt að sjá út frá
veginum. Segir nú ekkert af
ferðinni fyr en við komum til
Trenton, en frá komunni þar
skal síðar sagt.
Eins og eg gat um áður, kom
eg til New York fyrir 33 árum.
Vorum við þar tíu saman ungir
menn og lífsgiaðir undir leið-
sögn eins af okkar ágætu kenn-
urum í Meadville, prófessors N. j
P. Gilman. Fórum við þá víða I
um borgina og skoðuðum margt, |
skóla, kirkjur, listasöfn, fang-
elsi, geðveikrahæli o. s. frv. Þá
og aftur nú fanst mér New York
vera of stór borg, eitthvað tröll-
aukið við alt þar. Mér fanst, að
manni hlyti altaf að leiðast þar
innan um allan þennan grúa af
ókunnu fólki. Og núna nýlega
las eg ræðu eftir John Haynes
Holmes, sem hann hefir gefið
fyrirsögnina: The Lonely. —
Where Shall They Go? Hann
talar þar um einstæðingsskap
margra, sem búa meðal þúsunda,
sem þeir ekki þekkja. Hvergi
nema í New York eða einhverri
annari miljónaborg, hefði slík
ræða verið flutt. Sá sem mætir
mörgum þúsundum manna, sem
hann ekki þekkir, daglega á göt-
unni, getur verið einmanalegri
en sá, sem býr langt frá öllum
mönnum.
Framh.
FREGNSAFN
Fyrir nokkru lét Voroshilov,
marskálkur, yfirherforingi
Rússa, af störfum, sem yfirmað-
ur Rauða-hersins. Verður hann
nú vara-forsætisráðherra og þar
af leiðandi önnur hönd Molo-
tovs. Þessi breyting er talið að
gerð hafi verið vegna þeirrar ó’
ánægju, sem það vakti í Rúss-
landi, hversu treglega innrás
Rússa í Finnland gekk.
* * *
Dr. Seyss-Irquart heitir sá er
skipaður var landstjóri í Hol-
landi eftir a ðlandið var her-
numið. Hann mun hafa aðsetur
sitt í Haag. Náungi Jjessi kom
fyrst við sögu árið 1938, er hann
var gerður að innanríkismálaráð-
herra í ráðuneyti Schusschniggs,
samkvæmt kröfu Hitlers. Síðar
hjálpaði dr. Seyss-Irquart til að
steypa Schusschnigg.
* * * \
í frétt frá San Sebastian á
Spáni, er tala frakkneskra manna
er féllu eða voru herteknir á síð"
asta mánuði stríðsins á Frakk-
landi, sögð 1,500,000. Fréttin er
óstaðfest.
Á einum mánuði hafði Hitler
algerlega yfirunnið einn bezta
her Evrópu, frakkneska herinn,
með véla-herdeildum sínum. —
Þegar Frakkar fóru fram á
vopnahlé, skýrði Weygand hers-
höfðingi frá því á ráðuneytis
fundi í Tours, að frakkneski her-
inn hefði ekki skotfæraforða
nema til þriggja daga.
Ráðherrarnir frakknesku, er
séð höfðu lið Frakka hníga í val"
inn við árnar Somme og Aisne,
tárfeldu er þeir heyrðu Wey-
gand lýsa sókn Þjóðverja og
hvernig hermennirnir voru brytj-
aðir niður vegna þess að þá
sporti vopn til varnar.
* * *
Wendell L. Wilkie heitir sá,
sem valinn var s. 1. föstudag til
þess að vera forseta-efni við
næstu kosningar í Bandaríkjun-
um af hálfu samveídismanna (re-
publicans). Það var frá Phila-
delphia, sem kosningunni var
stjórnað. Voru 5 eða 6 aðrir í
vali og sumir þeirra nafnkunnir
menn, svo sem Thomas E. Dew"
ey og Senator Robert A. Taft.
Hinn útvaldi er sagður lærður
vel og stóriðjuhöldur. Hann hef-
ir ofsótt viðreisnarstefnu Roose"
velts, en er sagður að hafa svip-
aða skoðun honum í utanríkis-
málum þ. e. a. s. skoði hervarnar-
línu Bandaríkjanna á Englandi.
En hin nýbirta stefnuskrá sam-
veldismanna, fer í alt aðra átt
og af henni að dæma, er ekki
annað að sjá en að Bandaríkin
telji ekki neina þörf á að láta
sig stríð skifta fyr en það er
komið til Nova-Scotia í Canada.
* * *
Um 2000 heimili í Manitoba,
hafa lofast til að taka að sér
börn frá Englandi til uppfóst-
urs. Alls er búist við að fylkið
hafi einhver ráð með að sjá 5000
börnum borgið. Dr. F. W. Jack-
son, aðstoðar-heilbrigðismálaráð-
jherra í Manitoba, lét þessa getið
I í ræðu s. 1. föstudagskvöld í
j Winnipeg.
* * *
Á frakkneska flotann er nú
ekki minst í fréttum frá Evrópu.
Það segir einu sinni ekki frá
hvar hann er. Eftir upplýsing-
um um þetta, er helzt vænst frá
Winston Churchill er ræður
flyiur á þinginu seint í þessari
viku.
Canadiskt herskip sekkur
við strendur Frakklands
Canadiski tundurspillirinn
“Fraser” sökk við vesturströnd
Frakklands ekki alllangt frá
Bordeaux s. 1. föstudag. Hann
rakst á annað skip. Af 115
manns, sem á skipinu var fórust
45. Þetta var að nóttu í myrkri
og skipið var að elta óvinaskip,
er slysið varð.
Skipið var smíðað í Englandi
1931, en Canada keypti það 1937.
Það var 1,355 smálestir að stær$
og eitt af fjórum slíkum her-
skipum í eign Canada.
TVENNIR TIMAR
Austurrískur maður segir frá.
Það voru þeir tímar að eg
hafði mörg þúsund dala tekjur á
ári. Nú eru tekjur mínar $4.50
á viku og það er fyrir örlyndi og
góðvild eins af vinum mínum,
að eg hefi þessar tekjur. Eg
átti afar stórt hús í Vínarborg
og annað í Berlín. Það voru
fimtíu herbergi í þeim báðum til
samans. Nú hefst eg við í einu
þakherbergi í ódýru matsölu-
húsi.
Eg hélt stundum miklar veizl-
ur og bauð hundrað gestum í
einu. Nú þykir mér það stór
viðburður í lífi mínu, ef einn
maður leggur það á sig, að
ganga upp fjóra stiga til að líta
inn til mín og tala við mig
stundarkorn.
Eg var töluvert uppstökkur á
mínum velgengnis árum og oft
óánægður, sem kom til af því að
eg lagði ofmikið að mér. Ekki
get eg sagt að eg sé vel ánægð-
ur enn, því oft hugsa eg um alla
þessa landa mína, sem hafa ver-
ið hneftir í þrældóm og um alla
þessa vanlíðan sem þjáir fólkið
víðsvegar um heim. En eg sé
ekki lengur eftir mínum tapaða
auð, að öðru leyti en því, að eg
finn altaf til þess, að eg hefði
átt að verja honum betur en eg
gerði, meðan eg hafði hann.
Hvað gerir það manni svo sem
gott þó hann hafi fimtíu her-
bergi til eigin afnota? Maður
getur bara notað eitt þeirra í
einu og það ætti ekki að gera
mikið til þó það sé altaf sama
herbergið.
Þetta er ekki sagt í gremju.
Eg hugsa ekki ilt um þá sem
ríkir eru, þó eg sé ekki sjálfur
einn af þeim. En eg veit það,
að þegar maður hefir alt of mik-
ið af þessa heims gæðum, þá
hefir það ill áhrif á mann, dóm-
greind hans og siðferðisþrek, al-
veg eins og of mikið af góðum
mat veldur manni mikilla óþæg-
inda.
Minnar mestu gleði í lífinu
naut eg við framkvæmdir við
að komast fram úr í kapphlaup-
inu. Og þó eg sé nú orðinn gam-
all maður og hafi skift um skoð-
un á ýmsu, þá get eg enn fallist
á skoðanir æskumannsins, sem
heldur því fram, að án einhvers
neista af samkepni, geti ekki
verið um framfarir mannkyns-
ins að ræða.
Auðsöfnun mín byrjaði þegar
leikrit mitt, “The Five Frank-
furters”, var leikið í Vínarborg
og Berlín. Efni leikritsins var
um Rothschild bræðurna og það
var gott rit, því efnið var þá
töfrandi fyrir mig — peningar,
stórgróði. “Þetta er fyrsti mað-
urinn sem hefir grætt á okkur,
án þess við hefðum okkar hluta
af gróðanum,” sagði einn af
Rothschild fjölskyldunni.
Hér steig eg spor sem hepn-
aðist fljótt og vel og færði mér I
mikið í aðra hönd. Leikritið
var þegar þýtt á tólf tungumál.
Þegar eg nú hita mér kaffi-
sopa í litla herberginu mínu,
hugsa eg oft til þessara daga.
Hvað peningarnir komu fljótt!
Nú streymdi gullið til mín og
það var einmitt það sem eg
hafði altaf þráð.
Eg er farinn að trúa því nú,
að ef þú hefir sterkan vilja-
kraft og sækist af öllu afli eftir
einhverju ákveðnu, þá munir þú
oftast fá það. En guðirnir hafa
jafnan einhver ráð til að jafna
við þig sakirnar seinna.
Æfðir og ófyrirleitnir fjár-
sýslumenn hjálpuðu mér að
græða fé. Eg var ekki ánægður
með fimm prósent á ári. Eg
vildi hafa “hærra spil” — alt
eða ekkert.
En eg sóttist ekki bara eftir
fé, heldur líka frægð, og því
vann eg við að semja ný leikrit
Eg lagði svo hart að mér að
raka saman fjármunum, að eg
hafði engan tíma til að eyða
þeim, og það er hér um bil það
heimskuleagsta sem nokkur
maður getur gert.
Ef eg væri auðugur, þá væri
eg eins og áður, þræll auðsins.
Eg mundi vinna tólf klukku-
stundir á dag, hlaðinn áhyggj-
um, við að safna meiri auð, sem
eg þýrfti ekki með og hefði ekk-
ert gott af að fá. Nú get eg
setið tímunum saman og hugsað
og svo get eg skemt mér við að
horfa á börnin leika sér úti.
Það er eins vont að hafa of
mikla peninga, eða nærri þvl
eins vont, eins og að hafa enga.
Maður er ekki lengi búinn að
vera ríkur, þegar manni fer að
þykja heldur lítið til þess koma.
Þegar eg einu sinni vann stór-
fé í happadrætti, gat eg ekki
látið mér detta annað í hug að
gera við þá peninga, en að nota
þá til að græða meiri peninga.
Vitaskuld var það, að eftir að
stríðið hófst 1914, varð eg ekki
fyrir" eins miklum óþægindum
eins og svo margir aðrir. Eg
þurfti ekki að leita að mönnum
sem eg gæti mútað til að selja
mér meiri matvöru heldur en
lög leyfðu. Þeir komu sjálf-
krafa og reyndu að selja mér
meira en lög stóðu til og heldur
en eg þurfti. Þeir vildu vitan-
lega græða töluvert á því.
Þetta er ástæðan fyrir því,
að mér fellur nú ekki við ríka
menn. Þeir geta vel verið heið-
arlegir menn sjálfir, en nærvera
þeirra vekur ágirnd hjá öðrum.
Eg geri ráð fyrir, að enn í dag
sé nóg af sníkjudýrum í manns-
mynd, sem gera sitt ítrasta að
koma ríku mönnunum til að
auka sem mest á skort og eymd
fátækra meðbræðra sinna.
Nú, sem fátæklingur, get eg
séð hið göfuga í manneðlinu. í
stríðinu mikla var eg ríkismaður
og það sem mér bar þá helst
fyrir augu var það, hve mikið ilt
mennirnir gátu látið af sér leiða.
Eftir stríðið kom hið mikla
hrun. Helmingurinn af auðlegð
minni varð að éngu, svo að segja
á svipstundu.
Eg varð hálf ruglaður, jafn-
vel þó eg ætti nógu mikið utan-
lands til að geta lifað góðu lífi og
umflúið þann skort sem flestir
Austurríkismenn áttu þá við að
búa.
Jafnvel þó eg væri þá hættur
að hafa mikla ánægju af auð-
legðinni, þá var eg samt nógu
heimskur til að 'finna til mikill-
ar vanlíðunar út af því, að hafa
nú ekki nema hundruð í stað
þúsunda.
Nú finst mér eg vera ríkur ef
eg á tíu cents til að kaupa
nokkra vindlinga fyrir.
I>egar Nazistarnir komu, tóku
þeir það sem eftir var af því sem
eg átti. Eg var þektur fyrir að
vera frjálslyndur og því varð eg
að flýja svo mér yrði ekki varp-
að í fangelsi.
Nú hefi eg enga þjóna. Enga
dýra vindla. Ekkert kampavín.
Nú koma engir miðlarar til að
segja mér hvernig eg geti grætt
fimtíu þúsundir á einni nóttu.
Alt sem eg hefi, er þak yfir
höfuðið, dálítið af einföldum
mat til að borða, nokkrir góðir
vinir og nægan tíma til að hugsa
og hlusta og taka eftir því sem
fram fer.
Hafir þú þetta, þá hefir þú
mikið.
Þegar eg hugsa til þessara
gömlu daga, þá finn eg til metn-
aðar, ekki vegna peninganna
sem eg græddi, heldur vegna
þeirra ritverka sem eftir mig
liggja.
Ef eg ætti þess kost, vildi eg
lifa lífi mínu í annað sinn. Ekki
til að græða aftur fimm miljón-
ir, heldur til þess að reyna að
semja meira og betra leikrit
heldur en eg hefi áður gert.
Það er kannske enn tími til
þess. Eg er ekki nema sjötíu
og fimm ára.
F. J. þýddi
úr Winnipeg Free Press
ÍSLENDINGADAGURXNN
að Gimli 5. ágúst 1940
Eftir Davíð Björnsson
að hrista af sér borgarmolluna
°g rykið, með því að streyma til
baðstaðanna, út í heilnæma skóga
og vatna loftið, þar sem frelsið
ríkir og fegurðin margbreytileg
blasir við augum manns og
tendrar með oss margþætta gleði,
fjör og fagrar hvatir, um leið og
það er oss bæði andlegur og efn-
islegur orkugjafi til starfs og
sigra í lífsbaráttunni.
Svo segir í Gylfaginning: “Á
himni er sá salr, er allra er
fegrstr. Hann skal standa þó
himinn ok jörð farizk, þótt lík-
amr fúni at moldu eða brenni at
i ösku, ok skulu þar allir menn
lifa, þeir er rétt eru siðaðir. Og
þar er bezt at vera, því á Gimli er
allgott til góðs drykkjar þeim,
er þat þykkir gaman.”
Að Gimli var það, sem flestir;
íslendingar námu fyrst land í
stórum stíl, hér vestan hafs.
Að Gimli var það, sem fyrsta
íslenzka barnið fæddist í því
bygðarlagi, og lifði af gegnum
allar baráttur, stríð og hörmung-
ar landnemanna í Nýja-fslandi,
sem efalaust hafa hvergi verið
meiri, né stórkostlegri í frum-
byggjalífi íslendinga en þar,
eftir því, sem sögur og sagnir
eldra fólksins benda til, og sjá
má einnig af því, sem ritað hefir
verið um landnemana og frum-
byggjalíf þeirra, hér í landi.
Að Gimli var það, sem íslend-
ingar hófu almennust og sterkust
samtök að íslenzkri félagsstarf-
semi og ruddu henni braut, út
um bygðir og bæi víða vegu um
Canada og Bandaríkin.
Að Gimli var það, sem fyrsta
íslenzka blaðið var gefið út, hét
það “Nýi-Þjóðólfur” og var
skrifað, segir í “Vestmenn” eftir
Þ. Þ. Þ. Var þetta skrifaða blað,
vísirinn að víðtækari og áhrifa
ríkri blaðastarfsemi, meðal ís-
lendinga vestan hafs, og sem hef-
ir verið og er enn, og vonandi
verður um langt skeið enn, sterk-
asti liðurinn, og þýðingarmesta
málgagn og tengitaug allra ís-
lendinga í Ameríku.
Að Gimli er sá staður, sem eina
Hver sem það hefir verið er
valdi þessum fyrsta stað land-
nemanna í Nýja-íslandi, nafnið
Gimli, hefir efalaust haft í huga
þessi orð úr Gylfaginning. Þó
aðkoman væri ekki í fyrstunni
glæsileg eða fögur, þá hafa
margir borið þá von í brjósti, að
þarna mundi verða gott að vera
er fram liðu stundir, og að þarna
skildi rísa íslenzk bygð, þar sem
starfandi hugur og hönd
ynnu að heill hvers annárs og
framgangi alls þess er orðið gæti
stað þessum, Gimli, og þeim, sem
þar búa, einskonar sælustaður
eftir allar þær hörmungar, sem
þeir voru búnir að glíma við á
gamla landinu. Og þó Gimli
þessi, fullnægi ekki öllum þeim
vonum, sem landnemarnir gerðu
sér um þenna stað, og fullnægi
heldur ekki þeim kostum og
kjarna, sem Gylfaginning ræðir
um, þá er Gimli og bygðin Nýja-
fsland svo sögurík og minninga
mörg, að hún gleymist aldrei
meðan nokkur íslenzkur blóð-
dropi byggir þetta land. Þar af
leiðandi verður Nýja-ísland oss
öllum kært, jafnvel þeim, sem
aldrei hafa átt þar heima, því
flestum íslendingum mun fara
líkt og skáldinu okkar St. G. St.
þar sem hann segir:
íslenzka gamalmerina heimili fs-
lendinga í Améríku er stofnsett. í
Það ætti vissulega að vera einn
sterkur liður í sambandi við
sameiginlegt íslendingadags há-
tíðahald á þeim stað. Gamal-!
mennin á “Betel” hljóta að
tengja hvern sannan íslending
traustari böndum við Gimli. Og
gamalmennin á “Betel” hafa öll
verið einu sinni ung, og lagt
margt gott, þarflegt og nytsamt
af mörkum til íslenzkrar félags-
starfsemi, varðað veginn fyrir
afkomendur sína, og aukið hróð-
ur lands vors og heimaþjóðar,
samfara borgaralegum skyldum
sínum við þetta land. — Og ætti
þetta eitt fyrir sig að vera nægi-
legt til þess, að Gimli sé oss ís-
lendingum helgur staður.
Að Gimli var það, sem fyrsti
íslendingadagurinn var haldinn
fyrir fimtíu árum síðan. Þaðan
runnu straumar hans út um
bygðir íslendinga.
Það er því ekki úr lausu lofti
gripið, þó því sé haldið frajn að
Gimli er hinn rétti staður, þar
sem fslendingadagurinn á að
haldast, og ekki hvað sízt þegar
þess er gætt, að Gimli er einnig
bezt í sveit komið fyrir alla ís-
lendinga að sækja hátíðahaldið,
að undanskilinni Winnipeg, sem
ekki getur nú orðið komið til
mála fyrir íslendingadags há-
tíðahald vort, sökum þess að
Winnipeg er borg, og allir vilja
komast út úr borgunum, sem
geta, til þess að létta sér upp; þ;
frídaga, sem um er að ræða, til
“En ættjarðarböndum mig gríp-
ur hver grund,
sem grær kringum íslendings
bein.”
Þess vegna ætti Gimli að vera
öllum fslendingum helgur stað-
ur, sem laðar til sín “landann”,
og verði fegurðarinnar staður,
sem blasir við augum vorum og
þar sem friður og fagnaður fyll-
ir sálu vora við að koma þar sam-
an, til að leika saman, syngja
saman, ræða saman og bindast
traustari trygða og samvinnu
böndum, til heilla öllu því, sem
best er í sögn og sögu, fram-
kvæmdum og fyrirhyggju og sál
vors íslenzka eðlis.
íslendingar gerast nú með ári
hverju fámennari. Leiðtogunum
fækkar, og þeim, sem eiga ís-
lenzkuna, sem móðurmál, fer
einnig stöðugt fækkandi, hér í
landi. Þar af leiðandi ættu allir
íslendingar að standa sem best
saman, og skipa sér um þau mál
og verkefni, sem lengst og best
geta haldið uppi minningu þeirra
um afrek á sviði andans og af-
burðanna.
f sumar, þann 5 ágúst, höldum
við fimtugasta og fyrsta “ís-
lendingadaginn, og sextíu og
fimm ára afmæli bygðarinnar há-
tíðlegt. Verður eftir bestu föng-
um reynt að vanda til þessa há-
tíðahalds, sem undanfarið, og
skal eg geta hér þess helsta, sem
búið er að undirbúa fyrir hátíða-
haldið.
Framh.