Heimskringla - 24.07.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.07.1940, Blaðsíða 1
The Modem Housewif* Knows Quallty That Is Why She Selecta “CANADA BREAD” "The Quality Goes in Betfore the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Ordcr PHONE 39 017 LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. JÚLÍ 1940 NÚMER 43. Roosevelt í kjöri í þriðja sinni Franklin Delano Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, var kjör- inn forsetaefni sérveldismanna í komandi kosningum á útnefning- arfundi flokksins í Chicago s. 1. fimtudag. Þó það sé að brjóta venjuna, hefir Roosevelt forseti kvatt sig fúsan að gefa kost á sér í þriðja sinni. í svari sínu til flokksmanna sinna, segir hann, að sér fyndist hann bregðast skyldu sinni, ef hann yrði ekki við hverju því, er flokkurinn krefðist af sér í þjónustu landsins á þessum al- varlegu tímum. f lögunum um kosningu for- seta, er ekkert annað sagt, en að endurkosning sé leyfileg. En að sami forseti hafi verið kosnir oftar en tvisvar, hefir aldrei komið fyrir. George Washing- ton, fyrsti forseti Bandaríkj- anna, neitaði að vera í þriðja sinni í kjöri, og kvað það mundi reynast heillavænlegt fordæmi. Theodore Roosevelt, er sá eini, sem í þriðja sinni hefir sótt og var þó eitt kjörtímabil þá liðið frá því að hann var forseti. En Wilson var í það sinn kosinn, en Roosevelt tapaði. Hann stóð enda illa að vígi, náði ekki út- nefningu flokks síns, en mynd- aði nýjan flokk, sem sótti á móti samveldisflokkinum. Úr þeim flokki sóttu því tveir í það sinn, sem ekki gat góðri lukku stýrt. En þó svona færi nú um kosn- ingu frænda núverandi forseta í þriðja sinni, er alt öðru máli að gegn um val Franklins D. Roose- velts. Hann fær svo einróma fylgi flokks síns við útnefning- una, að þar virðist ekki neinn annar hafa verið í vali í neinni alvöru, eða öðru vísi en til mála- fnynda. Á.fylgi Roosevelts forseta, er ekki að furða sig. Hann nær kosningu fyrst 1932, þegar kreppan er í þeim algleymingi, 3ð ekkert var sjáanlegra, en að ' hrun lægi fyrir dyrum. Hver bankinn af öðrum gafst upp og almenningur tapaði í tugum eða hundruðum þúsunda aleigu Fjallkonan á Gimli sinni. Daginn eftir að Roosevelt er kominn til valda, skipar hann bönkunum þreyttum af krepp- unni, að taka sér hvíld. Sá hvíld- ardagur batt enda á þetta óskap- lega ástand þjóðarinnar og barg henni óefað frá byltingu. Árið 1936 er hann endurkos- inn. Hinar miklu breytingar sem hann gerði á lögum landsins með viðreisnarlöggjöf sinni hafa að svo miklu leyti hepnast vel að þær eru talandi vottur um stjórn- málahæfileika fram yfir það sem algengt er og heilbrigt viðhorf. Að hann hafi oft gengið lengra í breytingum sínum, en flokki hans gott þótti, er ekki að efa. Slíkt hendir alla sem eru á undan samtíð sinni. — En það bezta við hann sem leiðtoga er ef til vill það, að alþýðan skil- ur hann og það er þessvegna einnig sem Roosevelt er ekki hræddur við að segja þröngsýn- um flokksmönnum sínum til syndanna. Eftir átta ár við stjórn á hin- um verstu krepputímum, er sag- an getur um, nýtur Roosvelt forseti meiri hylli hjá þjóð sinni, en nokkur annar maður. Það mun nokkuð einstakt í sögu þeirra landa, er við lý^ræði og almennigsfrelsi eiga að búa. Það er nokkurt orð gert á því í ummælum blaða um útvalningu Rooseevlts, að afstaða hans í utanríkismálum, hafi þar mikið komið til greina. Það væri nú gott og blessað, ef svo væri, og að útnefningin sýndi vilja þjóð- arinnar í að aðstoða Breta, meira en gert hefir verið. Að segja eins og í stefnuskrá beggja flokkanna stendur, að nauðsyn- legt sé að veita Bretum að mál- um, án þess að fara í stríð, er naumast fullnægjandi, þar sem um það er að ræða, að veita hin- um illu öflum Hitlers viðnám. En það er fleira en þetta, sem útnefningu Roosevelts veldur. Ein hin helzta þeirra er ef til vill maðurinn sjálfur, persónan. Viðreisnarstarfinu gat og orðið óhagur að því, að skifta um stjórnanda, á þessum tímum. Skorinorð ræða um stríðsmílin Dorothy Thompson hefir um oörg ár sagt fréttir og ritað um íeimsins gagn og nauðsynjar í ^andaríkja blöð og tímarit, flest- im framari af þeim er þá at- dnnu stunda. Á sunnudaginn 'ar hélt hún ræðu í canadiska itvarpið, las einarðiega yfir íitlers harða svíra og sagði með- ll annars: “Það Bretland sem þú segir mðvaldið stjórrta, er nú það land Jar sem jöfnuðurinn ríkir, og til skapa það jafnaðarríki var ;kki höfð illvíg stétta barátta teldur góðvild og stofnandi ?ess ríkis er maður stórættaður. ^anda honum smíða Bretar ekki lrnahreiður á fjallstindi né stór- lr hallir fyrir skatta sem eru ‘akaðir af aðþrengdri alþýðu. Sá naður hefir engan hug á pening- löl» hefir aldrei elskað f jármuni leldur Bretland og þá veröld 5em koma mun, þá veröld sem ^rjálst, jafnaðarsinnað Bretland bun vissulega hjálpa til að 5tofna ef hún verður nokkurn- •íma sett á stofn. Bretaveldi er gömul smíð límd 5aman með blóði, ótrúlega fín- ?erð og vandasöm smíð, saman ^ldið nú á tímum af ósýnilegri ^amloðun, trausti, tiltrú, áliti, reynslu, haganlegri meðferð, lögum rituðum og órituðum, venju og hátta skorðum. “Þessi merkilega og haglega gerða smíð, Bretaveldi, að hálfu herveldi að hinu leytinu almenn- ingur eða frjálst samfélag, er sú eina stofnun sem til er, sem held- urf uppi jöfnuði og jafnvægi um víða veröld, sá eini stöðvun- ar kraftur í víðri veröld, það eina sem styður með afli lög og spekt á þessari jarðstjörnu. “Ef þú sundrar því, þá mun koma jarðskjálfti miklu stór- kostlegri en nokkur eru dæmi til. Vér í Bandaríkjunum mun- um skjálfa og svo mun Þýzka- land gera. “Eg segi að þetta sæki oft að þér, Mr. Hitler, á andvökunótt- um, og að þá fáir þú svitaköst, ekki af kvíða út af ósvífni Naza, heldur af skelfingu við þá til- hugsun að Nazar muni sigra. Mr. Churchill lýsti hún þann- ig, að hann réði fyrir þeirri stíflu, sem varnaði því að ólög og stjórnleysi geysuðu .yfir heiminn. Ekki lézt hún vita hvaða svipir sveimuðu um Hitler, “en kring- um þig Winston Churchill, reik- ar prúður flokkur framliðinna. Elizabeth er þar og hin sæti söngvari frá Avon (Shakespeare) Friðartilboð Hitlers og hótanir MRS. LILJA EYLANDS Fjallkona Islendingadagsins að Gimli 5. ágúst í ræðu sem hitler flutti í Þýzka þinginu s. 1. föstudag, býður hann Bretum frið. Um skilmála getur hann ekki. En við þennan góða tilgang, bætir hann samt því ,að þiggi þeir ekki boðið nú, verði England lagt í rústir og heimsveldinu brezka kollvarpað. Ástæðuna fyrir friðartilboðinu segir Hitler vera heilbrigða skynsemi, en ekki sigurvímu út af hinum miklu sigrum Þýzka- lands. Fyrir sér hafi aldrei vak- að, að steypa Bretaveldi. Hann hafi boðið Bretlandi, sem Italíu, vináttu sína, en hún hafi ekki verið þegin. í eitt og síðasta skifti bjóði hann Englandi nú frið og undir sjálfu sér eigi það komna framtíð sína. En hitt sé víst, að þeir sem England byggi eftir að Þjóð- verjar hafi látið til sín taka, verði ekki Churchill eða hans nótar; hann verði þá flúinn til Canada. Af þesskonar gífuryrðum er ræða Hitlers belgfull. Um efnið er það að segja, að rakalausari lýgi mun ekki á nokkru lögþingi hafa verið flutt. Þjóðirnar í kring um sig, var Hitler knúinn að taka undir sína vernd, af því að Bretinn ætlaði sér, eða var að búa sig undir, að taka þær. Pól- verja kvað hann hafa slægtað en ella. Hvernig Bretastjórn tekur friðartilboðinu er óljóst um þeg- ar þetta er skrifað (á laugardag). Nokkur blöð á Englandi hafa á málið minst, en flest í þeim anda. að það sé eins og annað gaspur Hitlers ekkert að marka. Um eða upp úr miðri þessari viku, er búist við, að Churchill svari Hitl- er í ræðu á þinginu. Hitler heiðraði marga í her sínum við þetta tækifæri; Gör- ing skipaði hann marskálk í hinu nýja víðfeðma þýzka ríki. FREGNSAFN MISS CANADA MISS MARIA S. JÓNSSON Winnipeg MISS AMERIKA Almenn herskráning er mælt, að fara muni senn fram í Banda- ríkjunum. Ef við sama aldur er bundin og í Canada, nær þetta til 42,000,000 manna. * * * Mánudaginn 15. júlí, gáfu öll hreyfimyndahús Canada tekjur sínar sambandsstjórninni í þágu stríðsins. Þetta var gert á þann hátt, að stríðsfrímerki voru af- hent hverjum leikhúsgesti, fyrir inngangseyririnn, sem var 25c; ^egar keypt hafa verið 16 slík frímerki, eða fjögra dallara virði fæst verðbréf frá stjórninni fyrir dali fyrir þau. Hugmundin „r, » .. , var hjálpa til með þessu að sem sauðfe Þjoðverjum, sem i selja þessi sérstöku verðbréf MISS HELEN FREEMAN Souris, N. Dak. þar er Drake og Raleigh og Wellington. Burke sömuleiðis og Walpole og Pitt. Byron fyllir þann flokk og Wordsworth og Shelley. Já og Washington, held eg og Hamil- ton, en þá tvo vörðu hugprúðir menn á þingi Breta. Og ekki vantar Jefferson í þann hóp, Jefferson sem dó fyrir skemstu á Frakklandi í annað sinn. Allir eru þar sem sköpuðu veröld frjálsræðis og lögstjórnar. Hún sagðist eiga von á að þýzkir beittu öllum sínum áróð- urs kröftum til þess að vinna Bretland með því að níða og eyði leggja foringja þess. Því Þýzkir láta sem þeir eigi engar útistöður né ósátt við Bretland. Hitlers stríð er aðeins gegn þeirri stjórn sem situr nú að völdum á Bret- landi og einkum og sér í lagi við þeirrar stjórnar formann, Mr. Churchill. Ef bara Mr. Chur- chill vill segja af sér og stjórn tekur við, sem er að skapi Hitl- ers, þá vill hann feginn semja frið upp á stundina. Þessi svör væru öllum orðin kunn, sagði Miss Thomson, þau voru framsett af hálfu Þjóð- verja, áður þeir tóku Tékkósló- vakíu, áður en þeir tóku yfir ráð í Austurríki og enn fleiri lönd, sem þýzkir hefðu gleypt. “Honum mislíkaði ekkert við þær þjóðir sem hann hefir gleypt aðeins við stjórnir þeirra. Mr. Hitler míslíkar alls ekki'við svik- ara í hvaða landi sem er. Þeir eru hans fulltrúar, og sem full- trúar hans heiðarlegir menn, sem vilja frið. Hann slæst ekki upp á aðra en einlæga ættjarðarvini. Churchill og Hitler eru skír- ustu tákn þeirra andvígu stefna sem nú berjast um ráðin, sagði Miss Thompson. “Ef vér getum losað okkur við, stutta stund, alla þá kvöl sem þessum bardaga fylgir, og virðum fyrir oss þessa tvo menn, þá munum vér sjá þann hrikaleik, sem aldrei finst í skáldskap, og ekkert honum líkt. Annar er óður, ólukkulegur, illa vaninn of- láti, sem hefir klifrað til óvenju- legra valda upp bökin á óteljandi miljónum, upp tosað af byltinga öflum, uppi haldið af geysifjöl- mennum æskulýð, hrópandi á eyðilegging og uppræting menn- ingar undanfarinna alda. “Sá sem stóð á toppi þessa stóra stöpuls stálhjálmaðra manna, rétti út sína hægri hönd og greip stóra spildu lands, út- rétti sína vinstri og hrifsaði aðra. Stöpullin óx, varð hærri og hærri. Yarð hár sem fjall af blóði og stáli. Af tindi hans gat landi þeirra bjuggu og því varð að taka það. Um Versalasamn- inginn og Gyðinga sagði hann margt, en ekekrt af því var nýtt. Menn spyrja nú, hvað Hitler gangi til með friðartilboðinu, sé um það að ræða fyrir honum, eða nokkuð annað en að reyna að ná því án stríðs, sem stríð kostar hann. Maður gæti haldið eftir nýafstaðinn sigur hans á Frökk- um, að hann væri alls ekki í því skapi, að leggja nú árar í bát og semja frið. Hér eru þrjár ástæður fyrir friðartilboðinu, sem sennilegri eru en nokkrar aðrar: 1. Að Þýzkaland sjái fram á matvæla- skort og hallæri í sínu stækkaða ríki á komandi vetri. 2. Að Rússinn virðist orðinn aðgæzlu verður og að þar er við erfiðari óvin að eiga í stríði en nokkra aðra þjóð á meginlandi Evrópu 3. Útnefning Roosevelts forseta í Bandaríkjunum. Roosevelt er að vísu ekki kosinn. En hver er líklegri én hann til sigurs? Og með kosningu hans, er Bretum vísari aðstoð frá Bandaríkjunum, sá óði ofláti séð öll ríki verald- arinnar. En í Englandi var til maður. Winston Churchill var af létt- asta skeiði. En æskubragð er á öllum sem hafa gert það sem þá langaði til og verið lukkulegir. Miss Thompson sagði sögu Churchills þar til hann hætti af- skiftum af landstjórn og hélt sig heima, til að vera spakur og rækta sinn laukagarð meðal fornra vina og mála myndir. En “skáld sér það sem sölusveinar sjá ekki né stjórnmálamenn. Og þar kom að þessi maður, bæði hermaður og skáld, spratt á fæt- ur. Ein hugsjón bjó með honum í æsku sterkari en allar aðrar, sú sama fylgdi honum á uppvaxtar árunum og yíirgaf hann aldrei Hvað er þessi veröld, ef Bret land fellur? Hvað verður um hugsjón þá sem æ fer vaxandi að þjóðirnar eigi félag saman mannfélagið haldist og vaxi? “Það er of snemt að draga sig hlé og rækta sinn laukagarð.” í W innipeg-borg einni seldust verðbréf fyrir $45,000 þennan dag. Yfir alt landið er metið að fjárhæðin hafi numið $500,000. Eftir því sem Hon. J. L. Ilsey, fjármálaráðherra farast orð, bjóst stjórnin fyrst um sinn við að selja einnar miljón dollara virði af þessum frímerkjum á viku; raunin hefir orðið sú til þessa, að tveggja miljón dollara virði hefir verið selt, eða helm- ingi meira en við var búist. * * * Herskip, sem smíðuð verða í Canada, skulu bera nöfn cana- diskra blóma, segir flotamálaráð- ið. * * * Spurningu um hvað mannafli Canada væri mikill, var svarað á þinginu í Ottawa s. 1. viku á þessa leið: á aldrinum frá 18 til 29 eru 1,080,299 menn, en frá 30— 59 ára eru 1,862,984. * * * Nýtt sprengjuflugskip, var gefið Canada flughernum ný- lega. Gefandinn var I. O. D. E. félagið í Canada, sem Jóns Sig- urðsonar félagið er deild af. — Bristol Bolingbroke mun gerð skipsins vera. Það hefir tvær vélar og kostaði $100,000. Land- stjóri Canada og dóttir hans, Alice prinsessa voru viðstödd. Flugfarið var smíðað í Montreal, það er þriggja manna far og hraði þess er 295 mílur á klukku- stund, hlaðið sprengjum. a * * » Bretar telja að stríðið kosti sig 57,000,000 st. pd. á viku. Það verður lítið innan við 3 biljón pund á ári. Fjárhæðina á út- gjaldareikningi stjórnarinnar alls yfir árið, sagði Sir Kingsley Wood, fjármálaráðherra mundi nema 3,649,000,000 st. pd. * * * Miklir hitar hafa verið und- anfarna viku. í Winnipeg náðu þeir þó hámarki s. 1. mánudag. Á mælir veðurstofunnar við há- skólann var hitinn þann^dag 100 gráður, en alt upp að 90 stig eina þrjá daga áður. Eins og vant er, sýndu mælar annar staðar í bænum meiri hita eða alt að 115 gráðum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.