Heimskringla - 24.07.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. JÚLÍ 1940
Það glaðnaði strax yfir henni. Hún fann að
bros hans sigraði hana alt af. Þessi risavaxni
maður, sem hjá henni stóð, rak á burtu allan
hennar beyg við myrkrið og hið óheimlega haf.
Er hún gekk með honum eftir þilfarinu náði
hún honum rétt í öxl.
Fyrst sýndi hann henni klefann, sem hann
ætlaði henni að vera í. Hann var lítill og ekki
mjög hentugur, en hann bað hana að gera sig
eins heima þar og henni væri unt. Hann sagði
henni ekki að þetta væri eina einkaherbergið á
skipinu, og að hann ætlaði að sofa í háseta klef-
anum sjálfur, til þess að hún gæti haft
hann. Hún var í raun og veru hrifin yfir
þessu — þetta var miklu betra, en hún hafði
búist við. Á klefanum voru tveir gluggar og
var engin hætta á að vatn kæmist í gegn um þá,
og gott rúm.
í stýrishúsinu hitti hún norska Andrew.
Hann átti að vera fyrstur á verði um nóttina.
Unga stúlkan varð hrædd, því að þessi maður
gerbreytti' öllum hennar hugmyndum um það,
hvernig lúðuveiðari liti út. Hann var alvar-
legur og vingjarnlegur risi, eitthvert besta
sýnishorn, sem hægt var að fá af norðmanni.
Hann hafði kosið Bandaríkin sér að heimili og
það mátti þeim þykja vænt um, því að hann
var tryggari fósturlandi sínu, en margir þeir,
sem þar voru fæddir.
Úti á þilfarinu stóð löng röð af risavöxnum
mönnum. Fremstur þeirra stóð Eiler, eins og
honum líka bar. Seinastur var Ketchikan
Eddie, hendur hans voru eins og bjarnar-
hrammar. Á milli þeirra stóð tylft sjómanna,
sem voru feimnir við hana, en dáðust að henni.
María var hrifin og frá sér numin yfir
þessu öllu. Þeir höfðu heldur en ekki logið í
hana í Ketchikan! Hún hafði heyrt að lúðu*
veiðararnir væru harðir menn, fyllisvín og
óþjóðalýður hinn mesti. Og þeir voru einmitt
mennirnir, sem gátu látið drauma Nansens ræt*
ast. Með björtum augum og hraustum hönd-
um voru þeir færir um að stofna nýjan Noreg á
ströndum Alaska, og Nansen, hinn ljóshærði
víkingur var hæfilegur foringi þeirra til þess.
Það var ekki hægt að dæma þá rétt þegar
þeir voru í landi, því að þá voru þeir, eins og
allir aðrir sjómenn um allan heim í æfintýraleit.
En hér, þar sem þeir voru heima hjá sér, sáust
þeir í sinni réttu mynd, og María heilsaði þeim
hjartanlega og umgekst þá eins og félaga sína.
í raun og veru gat hún ekki furðað sig á
þessu. Engin stétt manna er eins ranglega
dæmdir. Heiglar og aumingjar geta ekki lifað
úti á sjónum. Það var kannske áður fyrri, að
glæpamenn voru reknir út á hafið af mótstöðu-
mönnum sínum, en sá tími er löngu liðinn. Nú
leita vargar mannfélagsins veiðinnar inni í stór-
borgunum, en ekki úti á hafinu. Þeir vita að
þar geta þeir brotið lög mannfélagsins og slopp-
ið við afleiðingarnar, en ekki úti á hafinu, því
lög þess eru gömul og miskunarlaus, og ef trúa
má sjómönnunum, lætur hefndin ekki lengi bíða
eftir sér.
Auðvitað eru undantekningar. Ein þeirra
var Jakob Bozen, hvítur hákarl, hinn óheimlegi
ránfiskur hafsins. En Bozen var enginn heig-
ull. Að undanteknum draugnum, sem gekk
aftur í draumum hans og lét hann þjóta æpandi
upp úr rúminu, svo að hann vakti alla skips*
höfnina, virtist hann ekki óttast neitt ofan eða
neðan sjávar.
Bozen var ekki ásamt hinum að heilsa
Maríu Hunter. Er þau mættust síðar í stigan-
um, gekk hann fram hjá henni án þess að líta á
hana. En í rökkrinu, sem var hæfilegast um-
hverfi hans, sat hann í skugganum og athugaði
hverja hreyfingu hennar.
Unga stúlkan varð brátt vör þessara njósna
hans. Þrátt fyrir sjálfstraust sitt gat hún ekki
leitt það hjá sér. Hún gat ekki leynt ótta sínum
fryir Nansen, er stóð hjá henni. Hlátur hennar
skalf.
“Hvað eruð þér hræddar við?” spurði hann
skyndilega.
“Ekki neitt, við skulum fara inn í stýris-
húsið.”
Hann hristi höfuðið.
“Það dugar ekki. Á meðan eg er skipstjóri á
þessu skipi, verðið þér ekki rekin af neinum
bletti á því nema af illviðri. Er það maðurinn
þarna við sigluna, sem veldur yður ótta?”
“Já, en þetta er heimskulegt af mér. Hann
gerir mér varla neitt mein.”
“Hann vill helst gert alt ilt sem hann getur.
En honum dugar það ekki hérna á þessu skipi.
Bíðið þér augnablik.”
Áður en hún gat mótmælt þessu var Nansen
kominn til mannsins.
“Jakob, ef þú gætir séð eins vel á átta*
vitinn og á farþegana værir þú miklu meira virði
f þessari ferð,” sagði hann. "En því miður ert
þú ónýtur til alls, en berðu þig samt að finna
þér eitthvað þarflegra að gera en þetta.”
María vorkendi manninum. Henni fanst
Nansen vera of strangur við hann. En Jakob
þótti vænt um þetta, reiðin mundi herða hann
til að taka þátt í því, sem í vændum væri.
Hann vissi reyndar ekki nákvæmlega hvað
mundi koma fyrir. Indíáninn Mihcael hafði
bara drepið á það óljóst. Það var þoka fyrir
framan hann. Rauð þoka, eins og hann við og
við hafði séð í Unimak skarðinu.
í augum Nansen var María hrífandi fögur,
er hann kom til baka til hennar. Dökka, stutta
hárið hennar, sem hrökk svolítið, hvíti hálsinn
hennar skein í hálfrökkrinu, og augun ljómuðu
undir hálflokuðum augnalokunum. Það var
sannarlega alt í röð og reglu á “Chelsea”. Hjarta
Nansens slóst örar af gleði.
í þessari andrá kom Sam snjóbolti í ljós. í
staðinn fyrir sjóhattinn, sem hann bar venju-
lega, hafði hann nú hvíta húfu, sem hann senni*
lega hafði stolið í einhverju matsöluhúsinu í
Ketchikan til að hafa við þetta tækifæri, og
gulltönnin hans ljómaði eins mikið og brosið
hans.
“Komið niður, komið niður,” söng hann með
sinni djúpu rödd, “og borðið.”
María hló ánægjulega. Hún studdi hend-
inni á handlegg Nansens og leiddi hann hana
þannig niður káetu tröppurnar, þar sem helm-
ingur skipshafnarinnar var albúinn að hjálpa
þeim ofan. Snjóbolti fylgdi henni sjálfur til
sætis, en fiskimennirnir biðu standandi meðan
hún fékk sér sæti.
María hafði aldrei á æfi sinni kynst meiri
riddaraskap. Hin æskuhreina fegurð hennar,
kvenlegt látbragð, sem með yndisleika sínum
hafði áhrif á alla samferðamenn hennar, og
lyndiseinkunn hennar, sem þeir ósjálfrátt
skildu, hafði aldrei fengið meiri viðurkenningu.
Hinn stórvaxni fiskimaður skoðaði Maríu sem
heiðursgest og sýndi henni miklu meiri heiður,
en Gillmore höfuðsmanni, sem var frægur í
mörgum löndum.
Frá brúnni yfir þilfarinu horfði Nansen
með gleði á menn sína. Alt gekk vel á skipinu.
Áhyggjan var horfin. Og með þeirri atorku,
sem einkendi hann ætlaði hann að losna við
síðustu leifar hennar. Hann gekk aftur eftir
skipinu til Indíánans Mikaels, sem stóð eins
og Búdda líkneski úr bronsi þar við grindurnar
á borðstokknum.
Útlit mannsins sjálfs var nægilegt til að
gera Nansen rólegan. Hið hrafnsvarta hár
hans, sem var snöggklift, þakti alt höfuðið
alveg ofan að eyrum. Augun voru dauf undir
brúnunum; í andliti hans stóð skráð einkennileg
sorg, raunamædd undirgefni, vegna dauða og
ósigurs kynflokks hans, er það merki, sem ein-
kennir hinar lægri stéttir Indíánanna á strönd-
inni. Að því er virtist harmaði hann forlög kyn-
flokks síns. Hvað vissi hann um styrjaldir, eða
fréttir um styrjaldir?
“Hvenær ætlar þú að borða, Michael?”
spurði Nansen.
Hinar svörtu augnabrýr Michaels hnykluð-
ust svolítið, og sljófi steingerfings svipurinn
hvarf a( gula andlitinu.
“Ó, mig borða, þegar höfuðsmaður Gillmore
búinn að borða. Eg þekki herforingja. Hann
ekki borða með óbrotið fólk. Einkum ekki—”
breitt bros kom fram á varir hans — “einkum
ekki hann borðar með Indíána.”
Nansen kinkaði kolli því til samþykkis.
“Það verður nógur maður eftir,” sagði
hann, “en mig langar til að spyrja þig að einu,
Michael. Eg var í gærkveldi ásamt einum vina
minna inni í mannþrönginni á götunni, er þú og
Jakob Bozen genguð framhjá. Vinur minn
heyrði þig segja eitthvað á Rússnesku.”
Bros Michaels varð ennþá gleiðara.
“Ó, mig tala vel Rússnesku,” sagði hann og
kinkaði ákaft kolli. “Tala langt um betur, en
nokkur Aleut maður. Presturinn segir: “Mich-
ael sá besti í skólanum.” Eg skrifa og tala
Rússnesku-----”
“Þetta var nú ekki það sem eg átti við,”
svaraði Nansen. “Vinur minn kann líka Rúss-
nesku, og þú sagðir nokkuð um verkfallið, sem
eg vildi gjarnan fá útskýringu á. Þú talaðir um
verkfallið og sagðir að það kæmi alveg á réttum
tíma, því að það mundi halda laxveiðabátunum
frá hafinu. Hvað áttir þú við með því, Michael?”
“Þér ekki skilja það, en mig ekki óska lax-
veiðamenn drukna. Eg óska þá vera örugga í
höfn. Mikill stormur koma.”
“Hver hefir frætt þig um það, Michael?”
“Ó, Indíáninn veit altaf það. Máfurinn,
hann kemur nær, situr sig á siglu. Það þýðir,
hann hvíla sig til stormur kemur. Sæpáfa-
gaukur, hann baðar sig, gutlar í vatni, gerir
fjaðrir færar í mótvind. Mikill stormur, áreið-
anlega kemur. Sól, hún rauð, er hún niður fer.
Sól, hún reið. Mikill stormur kemur!”
Nansen brosti og sneri sér burt. Þetta mál
var útkljáð hvað hann snerti. Hvað spádóma
Michaels snerti, kunnu þeir að vera sannir, en
þýðingarlausir. Norðuríshafið hefir altaf eitt
eða tvö ofviðri á prjónunum, um þetta leyti árs-
ins og ofviðri var í Beringshafinu nú. Það
mundi áreiðanlega verða stormur áður en
“Chelsea” næði höfn. En hann hélt að sá
stormur kæmi frá loftstraumunum, en ekki af
ást og hatri og ástríðum, og hvorki máfar, sæ-
páfagaukar né hin rauða sól gátu spáð fyrir
honum.
En María átti eftir að verða bæði glöð og
forviða. Maturinn á skipinu var eigi aðeins
hreinn og það var hún í hálfgerðum efa um að
hann yrði, en hann var líka vel matreiddur og
margbrotinn. Menn gleyptu hann ekki í sig í
flýti, heldur neyttu hans í ró og næði með hinni
mestu kurteisi.
Virðing hennar fyrir samferðamönnunum óx
mjög, þeir skoðuðu auðsæilega skipið sem heim-
ili sitt; þeir sýndu farþegum sínum alla þá nær-
gætni, sem þeim var auðið að sýna þeim, auk
þess var framkoma þeirra hin prúðmannlegasta,
framkoma, sem þeir höfðu lært af að snæða í
litlu herbergi, sem alt af ruggaði.
“Hafið þið svona gott fæði altaf?” spurði
hún undrandi.
Hún beindi þessari spurningu að Snjóbolta,
en hinn gamli svertingi þagði og lét Nansen
svara fyrir sig.
“Altaf,” svaraði hann, “en þangað til þér
reynið veðrið, sem við fáum stundum, skiljið
þér ekki hvað orðið “altaf” þýðir. Auðvitað
verðum við stundum að vera án þess að borða
hænsnasteik og þessháttar. Við getum ekki
geymt matinn svo lengi án þess að hann
skemmist. En við fáum þrjár heitar máltíðir á
dag, hvort sem það er regn eða sólskin, rok eða
blíða. Þótt við séum úti í hinum versta norð'
vestan stormi og það verði að binda pönnuna
eða pottinn ofan á eldavélina, þá vitum við samt
að Snjóbolti bregst okkur ekki.”
í’ Þetta var ekki nema hálfsögð saga. Hann
sagði ekki frá því að Snjóbolti bakaði brauð
þrisvar í viku. Hann nefndi heldur ekki slíkt
sælgæti sem kökur og salat, sem Snjóbolti
sannaði með snild sína í matreiðslunni. Hann
hældi heldur ekki heita kaffinu, sem var þeim
svo kærkomið eftir að hafa þrælað alla nóttina
við frosnar haukalínurnar, sumar og vetur var
Snjóbolti sístarfandi.
Gamli svertinginn naut mikillar virðingar
hjá áhöfninni. Enginn fiskimannanna hæddi
hann fyrir það að hann var svartur — enginn
ókunnugur sýndi honum fyrirlitningu í höfn-
inni. Fimm eða sex þróttmiklir og sólbrunnir
menn voru reiðubúnir að berjast fyrir hann upp
á líf og dauða, eins ofsalega og hann sjálfur
barðist fyrir verndargripnum sínum — sem var
mynd ein, er hann geymdi í rúminu sínu.
Er María sat eftir og talaði ein við Nansen,
því að hinir fiskmennirnir voru farnir, þá sýndi
Snjóbolti henni þennan dýrgrip sinn.
Það var ljósmynd af barni — af lítilli
stúlku, eitthvað átta ára gamalli og var hún
gædd fegurð þeirri, sem minnir á suðurlönd.
Því aðeins í þeim sælu sólskinslöndum blómgv-
ast börn henni lík. Gamalt hús með súlnaröð-
um, gráir baðmullar akrar, eldflugur, sem tindra
í rökkrinu — ilmur af mangólíum------
Gamla húsið var komið í eign ókunnugra
og var ekkert nema sýn minninganna í huga
Snjóbolta. Sýn sem við og við birtist í þok-
unni. Engin baðmull vaggaði hvítum höfðum í
Norðuríshafinu, þar var ekkert nema hvítt öldu-
löðrið. Hinir tindrandi og þjótandi neistar
eldflugnanna í rökkrinu voru á brottu horfnir
og ekkert minti á þær, nema ef það voru hin
leyndardómsfullu maurildi, sem trufluð af róti
skipsskrúfunnar vörpuðu gagnsægjum ljós-
bjarma í kjölfar “Chelsea”.
“Þessi litli stúfur var skírð Arabella,” sagði
Snjóbolti við gest sinn. “Þeir gáfu börnunum
sínum falleg nöfn í þá daga. En við kölluðum
hana bara Bó-píp. Eg gætti hennar frá því að
hún var smábarn. En hún veiktist þrátt fyrir
það þótt eg reyndi öll hugsanleg meðöl, sem eg
hafði heyrt nefnd — nuddaði litlu fæturnar
hennar með olíu og gaf henni jurtaseyði að
drekka, og fór meira að segja með hana til vís-
indakonu einnar, sem bjó úti í skóginum, en alt
kom fyrir ekkert. Henni batnaði aldrei, og
þegar gamla frúin var líka dáin, og faðir minn
lenti í fangelsið fyrir þjófnað, fór eg burtu úr
því landi og hefi aldrei þangað komið síðan.”
María brosti blíðlega og með hluttekningu.
“Eg vona að þér fáið að sjá hana einhvern-
tíma aftur, Snjóbolti,” sagði hún.
"Já, eg mun sjá hana og þess verður ekki
langt að bíða úr þessu. Eg hefi séð ýmislegt
því til sönnunar upp á síðkastið. Og núna í
vikunni sem leið heyrði eg ugluvæl eina nótt-
• _ >>
ína.
“En það eru engar uglur úti á hafinu, Snjó-
bolti,” sagði Nansen.
“Þessvegna er það svona slæmt fyrirbrigði.
Það er nógu slæmt að heyra ugluvæl á landi,
þar sem uglur eru, en það er miklu verra að
heyra til þeirra úti á hafinu þar sem þær eru
ekki til.”
“En vitið þér hvað, ungfrú. Þér eruð líkar
Bó-píp, eins og hún mundi vera á yðar aldri.
Reyndar var hún Ijóshærð, en þér eruð dökk-
hærðar, og hún hafði blá augu, en annars mætti
ætla að þið væruð tvíburar. Eg hefi aldrei á
æfi minni séð tvær manneskjur eins líkar.”
Augun í Snjóbolta voru eins kringlótt og
steikarapönnurnar hans. Unga stúlkan brosti
ekki að honum, en aumkvaðist yfir þrána, sem
skein út úr augum hans. Og svo einlæg var hún
að eðlisfari, að hún varð ekkert vandræðaleg.
Þessi tilbeiðsla gamla svertingjans gat ekki gert
henni neitt mein. Menn höfðu lagt ást á hana
áður og hún var ekki hrædd við ást Snjóbolta.
Hún talaði lengi við gamla svertingjann og
gekk svo ásamt Nansen upp í stýrisklefann.
Þau stýrðu skipinu í félagi í vestur. Höfði eftir
höfða leið hjá eins og grá rönd í tuglsljósinu,
og hvarf svo í myrkrið á bak við þau. Vindur-
inn jókst.
Hún naut unaðar þessara rólegu stunda.
Löng augnablik liðu án þess að þau mæltu orð
frá munni, og þegar þau töluðu var það um dá"
semdir hafsins — farfuglana, hvalina, ljósblik,
þar sem engir vitar voru og skip sem liðu fram'
hjá og hurfu.
Hin djúpa rödd hans hljómaði í litla her-
berginu. Hinir þróttmiklu andlitsdrættir hans
sáust skýrt í bjarmanum frá áttavitanum, og
þegar einn mannanna kom gangandi eftir þil-
farinu og inn til þeirra, varð henni næstum
gramt í geði yfir því að fá ekki að vera lengur
ein hjá Nansen.
Abo hinn finnski var kominn til að leysa
Nansen frá stýrinu. Þeir mæltust við fáein
orð viðvíkjandi stefnu skipsins. Það virtist sem
Abó væri ekki mjög kunnugur þar um slóðir i
íshafinu, en eins og hver annar sjómaður gat
hann stýrt eftir áttavitanum. Hann hafði kom"
ið til Ketchikan fyrir tveimur mánuðum síðan
með finska skipinu “Carlo”, og eftir því sem
sagt var, farið af því fyrir einhverjar ástæður,
sem snertu hann sjálfan.
Abó var maður, sem María skildi ekkert í-
Henni fanst þó næstum óskiljanlegt að hann
væri mannleg vera eins og hún sjálf, gæti elsk-
að og hatað eins og hún, gæti hrifist af fegurð
og hljóðfæraslætti eins og hún. Henni fanst
hann ennþá tilfinningalausari, en Michael
Indíáni. Andlit Michaels með gula litnum og
hinum djúpt liggjandi augum gat búið yfir
miklu, sem engan grunaði, það gat búið vilt og
óþekt eðli á bak við hina ytri mynd. Abó aftur
á móti var næstum því líkastur Glámi. Ljósbláu
augun hans voru eins skær og héraaugu og and"
lit hans var næstum því alveg sviplaust. Ermar
hans voru brotnar upp fyrir olnboga og hand"
leggirnir voru með holum í eins og á barni —
það var næstum óskiljanlegt að þessi maður er
fór af einu skipinu á annað og hafði Valið
Ketchikan í Alaska í staðinn fyrir Helsingfors
í Finska flóanum.
“Heyrið mér Abó, hvað dró yður til að fara
til Alaska?” spurði María. “Eða leiddist yður
kannské skipið yðar og langaði til að breyta
til?”
Hann horfði alvarlega á hana. Að því er
virtist var hann hvorki glaður yfir þessum áhuga
hennar um hagi hans, né reiður yfir forvitni
hennar.
“Carlo var gott skip,” svaraði hann rólega,
“mér þótti vænt um það. En mér fanst eg sjá
mann einn í Ketchikan, sem mér fanst eg
þekkja. Eg saðnæmdist því þar til að ganga
úr skugga um þetta.”
“Gamall vinur yðar? Eg vona að yður hafi
ekki skjátlast í þessu.”
Finninn stóð við gluggann. Andlit hans
var rólegt og hvítt eins og ský á sumardegi.
“Það vona eg líka,” sagði hann loksins.
“Eg fæ sjálfsagt að vita það mjög bráðlega.”
María varð óttaslegin án þess að vita
hvernig á því stóð. Henni fanst það undarlegt,
að Abó hefði ekki fundið manninn að máli og
spurt hann um þetta.
“Þegar þér hafið nú séð þetta land, langar
yður þá aftur heim til Finnlands?” spurði hún.
“Þangað vil eg aldrei framar koma,” svaraði
hann og hristi höfuðið. “Eg vil aldrei framar
sjá Oviseyjarnar, því sjáið þér til eg á þar
engan ættingja lengur.”
Unga stúlkan sneri sér að honum með hlut-
tekningarsvip, en hún átti ekkert orð. For-
vitni hennar hafði leitt hana of langt inn í
einkamál þessa manns. Hún sá nú eftir að
hinar hugsunarlausu spurningar hennar höfðu
ýft upp gömul sár. En þegar Abó var á annað
borð farinn að tala, var ekki svo auðvelt að láta
hann þagna. Einn hjartastrengur hans hafði
verið snertur.
“Átthagar mínir voru nálægt Oriseyjum
ekki allfjarri Joensum,” sagði hann ákafur.
Honum virtist ekki vera það ljóst að þessi
staðanöfn sögðu henni fremur lítið. “Við vor-
um aðeins um fimtán kílómetra frá landamærum
Rússlands, og þegar hinir rauðu komu urðum
við beint á leið þeirra.”
Nansen kinkaði kolli alvarlega þar sem
hann stóð við stýrið, en María horfði á þá með
galopin augu og vissi hvorki upp né niður.
“Þeir komu æðandi yfir landamærin og við
gátum ekki veitt þeim viðnám. Eins og þér
sjáið, þá eru þeir ný þjóð eins og við. Og þegar
nýrri og öflugri þjóð er gefin ný hugsjón til
að berjast fryir, þótt sú hugsjón sé ill, þá berst
hún fyrir henni eins og Kamtsjatkas tígrisdýr,
og svo mjög að menn, sem elska heimili sín
eins og við gerum gátum ekki rönd við þeim
reist. Skiljið þið þetta?”