Heimskringla - 24.07.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.07.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. JÚLf 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA hið rétta jafnvægi milli frjáls- ræðis og þessa aðhalds, er mark- mið þeirrar lífsskoðunar sem vér trúum á. Vér köllum þetta að’ hald stjórn eða lagavald og vort markmið er að rata sem næst meðalhófi milli þess og frjáls- ræðisins. Svona er hin lýðfrjálslega lífs- skoðun. Hin veraldlega hlið hins kristilega lífs er þessu lík. Þegar kemur að dýpstu undirrót- um, finnum vér að hin lýðfrjáls- lega eða demókratiska lífsstefna og hin kristilega lífsstefna er ein og söm. Hin stefnan er þessari alveg gagnstæð. Hún er grundvölluð á því falsi, að mannlegar verur séu misjafnar að eðli og rétt- indum. Hún er bygð á manna- mun — ein þjóðin annari meir metandi, ein stéttin annari rétt- hærri innan hverrar þjóðar, og sem slík upp yfir aðrar mann- eskjur hafin, hafi þess vegna rétt til að stjórna öðrum. Þeirri stefnu er kænlega haldið fram af þeim sem sækjast eftir einræði eða óskoraðri yfirdrotnun. Sú kenning hefir óhollar og harðar verkanir á þá sem taka henni þegar hún er þeim boðuð. Jafnskjótt og sú stefna er upp- tekin kemur sú afleiðing í ljós, að manneskjum er skift í tvo flokka — þá sem eru í hinum út- valda hóp og þá sem eru fyrir utan hann. Á Þýzkalandi er þessi lífsskoð- un bygð á þeirri hégilju, að þýzka þjóðin sé af betra kyni en aðrar og því sé henni ætlað að drotna yfir veröldinni. Dr. Aurel Kolnzi, allra núlifandi manna fróðastur um stefnu Naza, lýsir þessa skiftingu alveg óhjákvæmi- lega ef þeirri kenningu er fram- fylgt. Hann hefir það eftir A. Rosenberg, höfuðkennimanni Naza, að til þess að koma á yfir- valdi Þjóðverja, verði tvennskon- ar kyn að uppalast — annað “Vér”, goðborið og goðumlíkt, hitt “Ekki-Vér”, fyrirlitlegt og auvirðilegt. Það er að skilja, eitt Yfirboðara kyn, allir aðrir þræla- kyns, til þjónustu ætlaðir og þrælkunar. Kommúnista kenningin rúss- neska er lítið eitt öðruvísi vax- in. Á Rússlandi eru hinir út- völdu ekki bundnir við kynið, ætternið, heldur stéttina — þeir útvöldu verkamenn og bændur. En ekki eru allir meðal þessara stétta útvaldir. Meðlimir í konr múnista flokknum rússneska eru aðeins fáeinir útvaldir, en alls ekki allir erfiðismenn og bænd- ur. Eftir andlát Lenins 1924 flutti Jósef Stalin yfirlýsingu á alls- herjarfundi Sóvéta, þaul hugsaða og samda, og þar í var meðal annars þessi einkennilega lýs- ing: “Vér kommúnistar erum sér" stök tegund manna. Vér erum skornir og skapaðir úr öðru efni en annað fólk.” Sérstök tegund! Munurinn er ekki mikill á þessu og hinu sem Þjóðverjar uppástanda, að þeir séu af betra og æðra kyni en annað fólk. Af báðum þessum stefnum hlýtur að spretta ágirnd til valds, frekja til drotnunar, hvorug þessara þjóða hikar við að beita ofbeldi til að svala þeim losta. Vér vitum öll hver stefna Þjóðverja er: að drotna yfir allri veröldinni. Foringjar hinna rússnesku kommúnista hafa strengt þess heit, að troða sinni kreddu upp á allan heiminn, með þar til gerðum samtökum sem nefnast Communist Internation- al. Þessi kenning um yfirburði, bæði sú með rússneska sniðinu og því þýzka, gengur glatt í ung- dóminn. Jafnvel sumt af eldra fólkinu er til í að taka við henni. Það undarlegasta og merkileg- asta er, að jafnskjótt og þetta goðskrök er tekið trúanlegt, þá verður snögg og gagngerð breyt- in á sálarástandi fjöldans. Þeir verða samhlaupa til at" hafna, sem menn með vorri lífs- skoðun mundu hafna óðara, með forsmán og hryllingi. Ein vinsælasta kvikmynd á Þýzkalandi snýzt um dreng sem situr um föður til njósna. Sá unglingur var gerður að þjóð' hetju og faðir hans fékk þau af- drif sem frávillingar venjulega sæta. “Vérarnir”, það er yfirstéttin, er samvizkulaus gagnvart öðrum. Að ofsækja, kvelja, drepa eða uppræta hina sem ekki eru “Vér”, er alt annað en rangt — þvert á móti, það er skylda. Yfir- þjóðin hefir engar skyldur gagn- vart öðrum þjóðum. Foringjar þeirra hika ekki við að ganga á gerða samninga, ef þeim þykir svo við horfa. Það er líka álitin skylda. Einstaklingarnir sem trúa á glæsilega framtíð kyns eða stéttar, eru fúsir til að undir- gangast hverja skipun sem lögð er á þá, svo að hið mikla krafta- verk megi gerast. Múgurinn lætur sér einræði foringjanna lynda — gerast rimar í stigum, eða tennur í hjóli og ekkert ann- að, fulltrúa um að með því eina móti kunni hið mikla kyn að öðl- ast yfirdrotnan allrar veraldar. Breytingin er andlegs eðlis. Trúarinnar kraftur, sem býr í hverri manneskju, er viðjaður saman við hið pólitíska vald, sem með því móti fær launungarfulla, trúarlega árétting og staðfest- ing. En í stað þess að tigna guð, hina æðstu veru, er fólkið hænt að því, að tigna hugsjón hins æðsta kyns og æðstu stéttar. Að svo miklu leyti sem þeir trúa á yfirnáttúrlega veru, þá er hún aðeins fyrir þá. Þar af stafar að kristnin hverfur smámsaman eða er upprætt. Annars væri átrún- aðurinn tv.ískiftur, annar á hina æðstu veru, hinn á flokk í guðs mynd. Foringjunum eru tileinkaðir kraftar og gáfur svo þeir verði goðum líkir. Hitler álítur sig í- mynd og fulltrúa hins þýzka þjóðarguðs. Lík Lenins, til sýnis í Moskva, er dýrkað af miklum fjölda sem streymir jangað og dýrkar það. Bæði á Þýzkalandi og á Rússlandi er hin sanna trúarkend að hverfa og einskonar heiðindómur að koma í staðinn. En sá nýi heiðindóm- ur er skaðlegri en sá gamli. Það er stórum hættulegra að gera kyn eða stétt að guði, heldur en að dýrka skurðgoð. Af því fyr- nefnda sprettur hatur til þeirra sem álítast vera af lægra eða óæðra kyni. í þeim löndum þar sem svo er komið, hafa foringjarnir full- komið einræðisvald í veraldleg- um og andlegum efnum. En ekki er það nóg. Ráð eru sett til þess að alræði þess hóps sem völdin hefir hrifsað, sæti hvorki aðfinn- ingu né mótmælum; leið fundin til þess að fá einstaklinga, eins og þeir gerast upp og niður, til skilyrðislausrar hlýðni. Þetta er gert með frekum fortölum í óprútnasta lagi, af valdhafanna hálfu, áróðri svokölluðum (pro paganda). Ennfremur, til þess að ná og halda ómótmæltu alræði, skjóta valdhafarnir fólkinu skelk í bringu. Öll mótstaða er brotin á bak aftur, vægðarlaust, þar til enginn þorir að hreyfa aðfinn- ingum né mótmælum. Þeir sem taka ekki við kredd unni, verða að upprætast. Leyni* legur lögregluvefur, svo sem Gestapo í Þýzkalandi og Ogpu á Rússlandi, er þaninn yfir lönd- in. Fáir vita hverjir þessir menn eru og enginn veit hvenær hon- um sjálfum eru gefnar gætur. Tilfinningarnar verður að æsa. Til þess er ekki nóg að setja upp átrúnaðargoð og markmið til að berjast fyrir. Það verður líka að hafa eitthvað til að hata og berjast á móti. Þessum Sat" ans simblum eða fjandans full- trúum er svo kent um alt ilt og andstætt. Þeir mega vera gyð- ingar, kapitalismi, lýðveldin Kvæði um vorið & I. Nú hlýnar í veðri og vindarnir svífa að ströndum, því vorið er komið og blámanum slær á f jöllin. Og senn munu fiðrildin fljúga yfir túnið og völlinn og farmóðu gestirnir koma frá suðrænum löndum. II. Eg minnist þess enn, að eg heyrði á hljóðbærum kvöldum hlakkandi lækina renna yfir slýmjúka steina, og þrastanna klið í runnum grænkandi greina og glaðværan söng á fljótsins dumbrauðu öldum, uns alt var kyrt — og litanna logar dóu og lágnættishulan sveipaði ása og grundir — og lundarbakkanum brandan sofnaði undir, en brakandi ilmur steig frá moldunum frjóu. % Og annarleg þögnin unir mér fersk í minni, þegar ástfangnir gaukarnir hvíldust að loknu þingi, en gljáandi sniglarnir skriðu á laufi og lyngi og lambadrotningin kúrði hjá móður sinni. í skjólsælu lautunum blómin mín bljúgu anga — og brönugrös titra svo milt um heiðbjartar nætur. — Og ennþá veit eg að ungir og grannir fætur, óljósa slóð í döggina munu ganga. Því fiðrildin lífið laðar á hverju vori, en lætur þau seinna verða að dusti og mori. Ólafur Jóh. Sigurðsson —Lesb. Mbl. yfirleitt að eitthvert eitt þeirra, svo sem Bretland. En hin nýja kredda verður líka að flytjast á jákvæðan hátt. Til þess að draga upp sem glæsi- legastar myndir af framtíðinni er beitt hinum kænlegasta alls- herjar áróðri af ríkisins hálfu, sem engin annar má reka. Sá áróður fylgir öllum athöfnum innan ríkisins. Ríkið eitt ræður hvað prenta skuli og síma megi; allar kenslubækur eru samdar í valdhafanna vild og anda; sam- kvæmi og skrúðgöngur með ná- kvæmu eftirliti; ferðalög til að “eflast af ánægju”; fundahöld með eftirliti að fylgi sýni sig við valdhafana; sögusagnir af skorti og skakkaföllum í öðrum löndum — öll hugsanleg ráð til að út- breiða kenninguna. Það er snarp- asta sölukapp, kænleg framið til að láta alla þjóðina hugsa eins. Ef litið er á þennan leiðangur heild sinni, þá er hann sam- aland af þeim skelk, er stafaði af Ganghis Khan, af Rannsókn- arréttinum spánska, af hatri Catos, af frekum fortölum fyrir almenningi og hvatasta sölu- kappi. Með þessum fíýu orðum hefi eg reynt að sýna þessar tvær gagn- stæðu lífsstefnur. Á aðra hlið- na er allsherjarvald í fárra manna höndum. Af því sprettur óhjá- kvæmilega kúgun og stríð. Á hina hliðina einlæg viðleitni til að ná sem lengst þangað, sem öll- um er sem mest frjálsræði veitt. Þetta, ef ekki er hamlað, leiðir til friðar í veröldinni, og gerir hvern mann sælan. Þessi saga er ekki ný. Ef satt er sagt, þá er hún eins gömul og menningin. Á umliðnum tímum hefir baráttan verið háð, en að vísu á minna sviði og sízt í þeim tröllslega ham eins og nú. En munurinn á þessum tveim stefn- um hefir alla tíð fyrir fundist. Það hlaut svo að fara, að þeim slægi saman. Stríðið sem nú stendur yfir, mun skera úr, hvor meira má. En Þýzkaland og Rússland hafa ekki einkarétt til harðstjórnar stefnunnar. Hún hefir slegið rótum víðar. Ef hún skyldi gangast við, í þessu stríði, þá mun hún breiðast óðfluga út um heiminn. Hvert land sem verður á vegi árásarstjórnarinnar er í bráðri hættu statt. Þar á ofan hyllir undir hraðari háska. Höf og sund eru ekki framar óyggj' andi vörn gegn áhlaupum og því mun þeim löndum hætta búin nú, sem að undanförnu höfðu sjóinn að vörn og virkjum. Enn- fremur er ekki út að horfa við öllum háska. Viljinn til að beita hörðu mun vaxa meðal almenn- ings, og þar mun koma, að ekki þyki annað hlýða en láta hart mæta hörðu. Þá mun við hættunni að innra. Þetta stríð er stórum meira en rétt eitt stríðið til í Evrópu. Veröldin berst öll um það hvor lífsstefnan skuli ráða. Um það verður barist til þraut- ar. Úrslitin taka til allra menskra manna. sinum. Sigríður kona hans hefir og verið hin mesta dugnaðarkona og samvinna þeirra á heimilinu með afbrigðum góð. Heimili þeirra hefir verið fyrirmynd að reglusemi og starfsemi, og áttu þau bagði jafnan þátt í því. Það var eitt af þeim heimilum, sem altaf var gott að koma á, því bæði hjónin voru frábærlega gestrisin, vingjarnleg og glöð í viðmóti. Áttu þau, hvar sem þau voru, stóran hóp vina og kunningja, sem voru tíðir gestir á heimili þeirra, og munu mörg- um minnisstæðar þær ánægju- legu stundir, er þeir voru gestir þeirra. Jón var jafnan glaður og reifur og manna skemtilegastur í viðræðum, hafði hann jafnan á takteínum spaugsyrði og hnittin tilsvör, sem komu mönnum í gott skap. Hann var hreinskilinn og drenglyndur maður, sem sagði meiningu sína blátt áfram, hver sem átti hlut að máli, en þó oft- ast án þykkju eða kala. Hann var greindur vel, las mikið og var mikið hneigður fyrir söng, enda ágætur raddmaður og íðk- aði söng talsvert. Hefði hann eflaust, ef hann hefði fengið söngmentun á yngri árum, getað orðið mjög góður söngmaður. í ., skoðunum var hann víðsýnn og SJIL'*æ L frjálslyndur. Fylgdi hann ein- dregið hinni frjálslyndu kirkju- hreyfingu og var meðlimur frjálslyndu safnaðanna bæði á Lundar og Gimli. Með Jóni er fallinn frá einn hinna duglegustu manna meðal íslenzku landnámsmannanna hér vestan hafs, góður drengur, um hyggjusamur heimilisfaðir og ástríkur eiginmaður og faðir. — Hinir mörgu vinir hans sakna hans einlæglega því að hann var trúr vinur og maður, sem ávalt var gott að hitta, sökum hans mikla bjartsýnis og drengilega viðmóts. Hann var jarðsunginn á Gimli 6. júní af séra Eyjólfi Melan, að viðstöddum fjölda manns. Sá, sem þessar línur rit ar, flutti þar einnig nokkur kveðjuorð. G. Á. JÓN GUÐMUNDSSON (Æfiminning) Hann andaðist þriðja júní síð- astliðinn á Gimli, þar sem heim- ili hans hafði verið síðastliðin tólf ár, því nær 75 ára gamall. Jón var fæddur 15. ágúst 1865 og voru foreldrar hans Guð- mundur Þormóðsson í Hjálms- holti og Margrét Jónsdóttir prests á Mosfelli í Grímsnesi. Jón ólst upp í Árnessýslunni og dvaldi þar lengst af meðan hann var á íslandi. Árið 1892 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sig- ríði Bjarnadóttur Jónssonar í Tungufelli. Bjuggu þau fyrst fjögur ár á Ásum í Gnúpverja- hrepp, síðan tvö ár í Jötu í Ytri- hrepp og loks tvö ár á Mosfelli í Mosfellssveit. Árið 1900 flutt- ust þau vestur um haf og settust fyrst að í Sayerville í New Jer- sey í Bandaríkjunum. Ekki undi Jón sér þar og fór hann þaðan burt eftir tveggja ára veru og fluttist vestur til Manitoba. Nam hann þá land í Grunnavatnsbygð- inni í Grend við Hove, P. O., þar sem hann bjó 17 ár. Árið 1919 seldi hann lönd sín þar og flutt- ist í grend við Lundar, rúmar ÍSLENDINGADAGURINN I SEATTLE íslendingadagurinn í Seattle, verður haldinn þann 4. ágúst, við Silver Lake, 30 mílur norður af Seattle, og er allur undirbúning ur næst um því búinn. Árni Helgason frá Chicago, gerir sér- staka ferð þangað í flugvél til að sýna þar hinar framúrskarandi fögru hreyfimyndir sínar frá fs- landi, sem hann hefir tekið ferðum sínum um fslnad. Mr, Heigason sýnir hreyfimyndirnar sínar einnig í Blaine, mánudag- inn 5. ágúst að tilhlutun bókafé lagsins “Trausti”, og í Portland á miðvikudaginn 7., að tilhlutun Þér sem notiB— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BtrjfMr: Henry Ave. Bul Sími 95 551—95 562 SkrUstofa: Henry og Argylo VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA tvær mílur ffá þorpinu, og þar j íslenzka félagsskaparins þar bjó hann níu ár. 1928 seldi i (Mrs j R Newcombe, 6042 N.E. hann lönd sín við Lundar og Avenue, er ritarinn). Mynd' irnar eru til og frá af landinu, og eru um 40% af þeim litmynd lönd sín við fluttist til Gimli. Keypti hann tíu ekrur vestanvert við Gimli bæinn og bjó á þeim þar til hann fyrir rúmu ári hætti búskap og fluttist inn í Gimli bæinn. Hafði hann þá verið við búskap á íslandi og í Manitoba hér um bil 44 ár. Börn þeirra Jóns og Sigríðar voru fimm, fjórar dætur og einn sonur, og eru nöfn þeirra þessi: Inga (Mrs. McFarlane) til heim- ilis í Winnipeg; Margrét (Mrs. Rutherford) til heimilis á Gimli; Katrín, kona Einars Eiríkssonar frá Vestfold, Man., nú í British Columbia, dáin fyrir mörgum ár- um 27 ára gömul; Anna (Mrs. Loraine) til heimilis í Winni- peg; og Bjarni búsettur í Winni- peg, stundar rakaraiðn, giftur Hrefnu dóttur Hjálms heitins Þorsteinssonar á Gimli. Upp- eldissonur þeirra Jóns og Sigríð- ar er Baldur Sigurðsson, til heimilis í Winnipeg. Jón var dugnaðarmaður mikill og búmaður ágætur. Farnaðist honum vel og komst í dágóð efni; enda var hann fyrirhyggju- maður og heppinn í fyrirtækjum hefir sýnt þessar myndir í næst- um því hverjum einasta íslenzka félagsskap í Canada, og við að sjá þessar fögru myndir og sjá ísland þannig í nýju ljósi, ætti Dað að vera áhugaefni hverjum, sem af íslenzku bergi er brotinn, og ekki síður en feðrum þeirra og mæðrum. Mr. Helgason er einn af for- stjórum Chicago Transformer Corporation, sem er eitt af þeim stærstu rafmagnsfyrirtækjum þar í borg. í júní 1940, var Mr. Helgason sæmdur doktors-nafn- aót í vísindum, af North Dakota Agricultural Callege. Mr. Helga- son kom frá íslendi 1912 og vann við fiskveiðar á Winnipeg vatni og landbúnaðarstörf í Norður Dakota. 1924 útskrifaðist hann í verkfræði af háskólanum í Wisconsin. Allir, sem séð hafa þessar hreyfimyndir Mr. Helgasonar, kemur saman um, að þær séu þær allra bestu, sem til eru í þessu landi, og langt framyfir það, sem nokkur hefir séð hér áður. Sökum þess, að Mr. Helgason er á hraðri ferð, vegna anna heima fyrir, tekur hann flugleið- ina. Á skemtiskránni verður Mrs. Jakobína Johnson, einnig allskonar söngur og “music” und- ir umsjón Mr. H. Sigurðar Helgasonar, sem mun verða þar með söngflokk frá Bellingham, og ennfremur mjög fullkomið Prógram af allskonar íþróttum og skáldlegum sögnum, sem all- ir, bæði eldri og yngri hafa á- nægju af, og verðmæt verðlaun. Þar verður og ágætt orchestra og bæði gamlir og nýir dansar, hljómplötur frá fslandi verða spilaðar þar gegnum hátalara- áhöld svo allir geta heyrt þau vel langt til. Og svo verður þar ókeypis kaffi frá kl. 12 til 1, og frá kl. 3 til 6. Margar umbætur hafa verið gerðar bæði á íþrótta- vellinum og bílasvæðinu. Allir ættu að koma á þessa samkomu, sem geta, því aldrei hefir betur verið vandað til há- tíðahalds íslendingadagsins í Se- attle, sem nú, og það munu þeir sannfærast um, sem þangað koma. Skemtiskráin byrjar stundvís- lega kl. 12.30 (hálf eitt). Allir fslendingar eru vinsamlega beðn- ir að muna eftir þessu hátíða- haldi, og koma þangað með alla sína kunningja og vini. íslendingadagsnefndin í Seattle. Lincoln Jóhannsson, ritari ir, bæði frá Reykjavík og Akur- eyri, myndir af f jöllum, fólki og allskonar stöðum. Þessar mynd- ir skýrir Mr. Helgason allar um Hún (æf): Og þú kannast við það, afmánin þín, að þú hafir hætt að elska mig strax eftir leið og hann sýnir þær, og tekur I brúðkaupið! það um klukkutíma að sýna þær Hann (rólegur): Eg elska með skýringum. Mr. Helgason I aldrei giftar konur! HERST -UHERST d.STILUERS L.M.TEO AMH fMHEBSTBORO. ONT. This advertisement is not published or displayed by the Liquor ' Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.