Heimskringla - 31.07.1940, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.07.1940, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLf 1940 Ef þér hafið ekki reynt Harman’s eigin ísrjóma þá er nú tækifærið til þess ÞÉR HAFIÐ ALDREI NEYTT FINNI EFTIRMATAR NEINSSTAÐAR selt aðeins hjá Harman’s Drug Store Sherbrook and Portage Sími 34 561 Sargent Pharmacy Sargent and Toronto Sími 23 455 ISLANDS-FRÉTTIR CRESCENT VÖRUR EINGÖNGU SELDAR E. & M. SIGURDSON Cafe and Confectionery nokkur skref fyrir sunnan Gimli Park ísrjómi, Nýmjólk og Rjómi ER SEM KUNNUGT ER FRÆGT The Crescent Creamery Company Limited WINNIPEG SIMI 37 101 Vestmannadagurinn Vestmannadagshátíðahöldin á sunnudaginn var fóru fram hér í bænum eins og ráð hafði verið gert fyrir. Var það sýnilegt að bæjarbúar sinna málefni dagsins af heilum hug. Kl. 2 hóf Lúðrasveit Reykja- víkur að leika á Austurvelli. En er hún hafði leikið eitt lag, gekk Jakob Möller fjármálaráðherra, fram á svalir Alþingishússins og flutti ræðu er var útvarpað. — Gjallarhorn flutti ræðuna út yfir völlinn. Þungbúið veður var um morguinn, en glaðnaði til eftir hádegi og var nú komið besta veður. Fjöldi áheyrenda var á vellinum. Mæltist Jakob mjög vel, þar sem hann lýsti landnámi og vesturförum, og þeim skiln- ingi, sem heimaþjóðin lagði í vesturfarir hér áður, og hvernig almenningur lítur nú öðrum aug- um á Vestur-íslendinga en hann gerði um skeið. Hvernig sam- úðin tengir íslendinga betur yfir hafið nú en nokkru sinni fyr. Því næst talaði Gunnar B. Björnsson ritstjóri og verður ræða hans mörgum eftirminnileg. Því hann er þróttmikill mælskumaður. — Lýsti hann fagurlega tilfinning- ! um Vestur-íslendinga gagnvart : ættjörð sinni. Um kvöldið var svo kynn- I ingarkvöld í Hótel Borg. Að- sókn þangað var svo mikil, að margir urðu frá að hverfa, sem j vildu þar vera, því hvert sæti j var skipað í öllum sölum hótels- í ins. Þaðan var útvarpað í eina j klukkustund, 4 ræðum, og söng í karlakórsins Fóstbræður, og upp- lestri á kvæði Jakobs Thoraren- sen er hann nefnir Sólstöðuvísur til vesturíslenzkra gestkomenda. Þar töluðu þeir Ásgeir Ás- geirsson bankastjóri f. h. stjórn- ar Þjóðræknisfélagsins, Ásmund- ur P. Jóhannsson og Árni Egg- HEILLAÓSKIR T. Eaton félagið óskar fslendingum í Vestur-Canada til heilla á Þjóðminningardegi þeirra. Vér dáumst að því er þér hafið lagt til fram- fara Vesturlandsins; skerfur yðar hefir reynst þar staðgóður. Vér get;um einnig stoltir litið hins liðna. Það hefir verið starf vort, að líta eftir vöruþörfum bóndans, skógarhöggsmannsins, námamanns- ins, fiskimannsins, og koma til þeirra, með aðstoð vöruverðskrá vorri, öllu því er þejr hafa þarfnast eða hefir vanhagað um. Megi hin góðu viðskifti, sem okkur hafa í milli farið í liðinni tíð, vara sem lengst. T. EATON 02 WINNIPEG LJMITED CANADA . ertsson og séra Friðrik Hall- grímsson. Hnigu allar ræður þeirra að samúðinni og samband- inu milli Vestur-fslendinga og heimaþjóðarinnar, en þó hafði hver sinn svip, sitt erindi til allra. Var kvöldsamkoma þessi í alla staði hin ánægjulegasta. —Mbl. 26. júní. * * * Nýja Raufarhafnarverksmiðjan í vor hefir verið unnið kapp- samlega að byggingu nýju síldar- verksmiðjunnar á Raufarhöfn, og hafa oft verið um 100 manns í vinnu. Vélum tókst að ná til landsins í tæka tíð í vetur. En gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði fullbúin eftir miðjan mán- uðinn, og geti tekið síld til vinnslu um mánaðamót. Mun hún geta unnið úr 5000—6000 málum á sólarhring. Gamla verksmiðjan, sem verður starf- rækt áfram, vinnur úr rúmum þúsund málum á dag. —Tíminn, 7. júní. * * * Veðrátta í Skaftafellssýslu Samkvæmt símtali við tíðinda- mann blaðsins í Vík í Mýrdal, hefir verið ágæt gróðrartíð þar eystra undanfarið, og eru ágætar horfur með grassprettu. Sauð- burður hefir gengið vel. Svip- aðar fréttir hefir blaðið einnig haft úr Öræfum.—Tíminn, 7. júní * * * . Byggingar í Reykjavík Samkvæmt ársskýrslu Lands- bankans voru bygð hér í bænum á síðastl. ári 149 hús, fyrir sam- tals 5.7 millj. kl. Af þessum húsum voru 76 íbúðarhús, með 208 íbúðum. Árið 1938 voru bygð hús í Reykjavík fyrir 5.8 millj. kr.—Tíminn, 7. júní. * * * Sælgæti í ársskýrslu Landsbankans fyr- ir 1939 er að vanda yfirlit um iðnaðarframleiðsluna. Samkvæmt þeirri heimild hefir framleiðsla á sælgæti á síðastl. ári verið sem hér segir: Súkkulaði 92 smál brjóstsykri 47 smál., karamellum 16.9 smál., konfekti 14.5 smál og ávaxtasultu 54 smál. Fram- leiðsla þessara vara var þó tals- vert minni en árið áður. -—Tíminn, 7. júní. * * sþ Hinn kunni Vestur-íslending- ur, Sveinn kaupmaður Thorvald- Son í Riverton, Man., hefir gerst æfifélagi í Skógræktarfélagi ís- lands.—Freyr, júlí 1940. ♦ ♦ ♦ Frá vígslu Háskóla- byggingarinnar Víðsla hinnar nýju háskóla- byggingar fór fram með mikilli viðhöfn í gær, á afmælisdegijóns Sigurðssonar forseta. Eins og kunnugt er, hefir bygging þessi verið í smíðum í fjögur ár og hefir til hennar verið varið fé því, er happdrætti háskólans hefir af sér gefið. Alls hefir byggingin kostað 1600 þúsund krónur, enda er hún með miklum glæsibrag. Einkum er heillandi fögur hin mikla forhöll bygging- arinnar með hvolfþaki, skreyttu íslenzkum steintegundum, kap- ellan og hátíðasalurinn. Upp drætti að byggingunni gerði Guðjón Samúelsson prófessor. Meginþáttur háskólavígslunn ar fór fram í hátíðasalnum og hófst kl. hálf þrjú í gær. Var þá sunginn fyrsti þáttur hátíðaljóða eftir Jakob Jóh. Smára. Ræður fluttu þar dr. Alexander Jó- hannesson rektor, Hermann Jón- asson forsætisráðherra og Sig- urður Nordal prófessor, er skýrði frá því, að heimspekideildin Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSir: Henry Ave. KmI Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry o(f Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA hefði kjörið Guðjón Samúelsson prófessor doktor philosophie honoris causa í virðingarskyni og þakklæti fyrir starf hans í háskólans þágu. Var þá sungin annar þáttur hátíðaljóðanna. Þessu næst fluttu fulltrúar er- lendra ríkja ávörp á latínu. Loks flutti rektor háskólans, Alexand- er Jóhannesson, ræðu á latínu. VIÐ ÁRNUM ISLENDINGADEGINUM HEILLA Á FIMTUGASTA OG FYRSTA AFMÆLINU SPEIRS RflRNELL 666-676 Elgin Ave. Phone 23 881 Visit The WHITESHELL Holiday ’midst the natural beauty of this Invigorating northern refuge, with Tall trees, green valleys, rocky cliffs and the Ever-changing scene of its lakes and streams—A Sportsman’s paradise, conveniently reached over Highways and woodland trails of rugged beauty. Explore this vast playground by canoe; fish for Lake trout, northern pike and pickerel, or relax at Leisure on fine sandy beaches and swim in cool clear waters. Illustrated booklet with map now available. Department of Mines and Natural Resources WINNIPEG — Honourable J. S. McDiarmid Minister MANITOBA D. M. Stephens Deputy Minister Generators at Slave Falls YÐAR ÞJÓNN! í nærri 30 ár, hefir City Hydro helgað til- raunir sínar því, að þjóna eigendum sínum, borg- urum Winnipeg-bæjar. Afkomu sína á City Hydro í hlutfallslega stórum stíl að þakka stuðningi íslendinga í Winnipeg. Svo á árshátíð yðar á Gimli, óskar City Hydro sínum íslenzku vinum til hamingju. CITY HYDR0 ÞAÐ ER YÐAR - - - N0TIÐ ÞAÐ

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.