Heimskringla - 31.07.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1940
ffdmskringla
(stofnua im>
Kemvr út A hverjum mUSvtkudegi.
Elgendur:
THE VIKINa PRESS LTD.
tSS 00 tS5 Sargent Ávenue, Wtnnipe#
Talsímts SS 537
Ver8 blaSslns er $3.00 fcrgangurlnn borglBt
tyrirfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKINa PBESS LTD.
tju yiSsUfta bréf blaSlnu aSlútandl sendlot:
Manager THE VIKINQ PRESS LTD.
S53 Sarvent Ave., Wtnnipeo
Ritstjóri STEPAN EINARSSON
Otanáskrijt til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINQLA
SS3 Sargent Ave., Winnipeo
"Helmskrlngla” ls pubUshed
and printed by
THE VIKINQ PRESS LTD.
S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepihone: 86 537
WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1940
ÁGRIP AF FUNDARGERÐ
frá 18. ársþingi hins Sameinaða Kirkju
félags íslendinga í Norður-Ameríku.
Hið átjánda ársþing hins Sameinaða
Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku
var sett föstudaginn 28. júní, 1940, kl. 8
síðdegis í kirkju Quill Lake safnaðar í
Wynyard, Sask., af forseta félagsins, séra
Guðmundi Árnasyni; hófst þingsetningin
með því, að sálmurinn nr. 619 í íslenzku
sálmabókinni var sunginn og séra Jakob
Jónsson flutti bæn. Að því loknu flutti
forsetinn ávarp sitt, sem hér fylgir:
Háttvirtu kirkjuþingsmenn og gestir!
Um leið og eg set þetta átjánda ársþing
hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í
Norður-Ameríku, vil eg með nokkrum orð-
um minnast sumra þeirra viðburða hins
liðna árs, sem nánast snerta félagsskap
vorn og starf hans.
Síðan vér komum saman á kirkjuþingi í
Winnipeg fyrir ári síðan, hafa ýmsir sorg-
legir atburðir gerst, sem hafa valdið mikl-
um kvíða fyrir framtíðinni meðal manna
um allan heim, að kalla má. ófriðurinn
voðalegi, sem var fyrirsjáanlegur um svo
langan tíma, hefir brotist út með því
grimdaræði, sem naumast hefir nokkurn
tíma áður þekst í allri sögu mannkynsins.
Um afleiðingar hans þarf ekki að fjölyrða;
það eru einmitt þær, sem allir eru nú mest
um að hugsa; allir vita, að þær eru nú þeg-
ar orðnar hinar hörmulegust og eiga þó
eflaust eftir að verða enn voðalegri, áður
en lýkur. Frammi fyrir öllu þessu standa
menn undrandi og hryggir í huga. En
það er von vor allra, að hinn rétti mál-
staður sigri að lokum, að hið grimdarfulla
og æðisgengna ofbeldi, sem hefir steypt
heiminum í þessar miklu hörmungar, verði
brotið á bak aftur. Og til þess viljum vér
gera alt, sem í voru valdi stendur. Vér er-
um einhuga með öllum þeim, sem berjast
fyrir því, að vernda mannréttindin í heim-
inum og það frelsi, sem menn hafa eignast
með harðri baráttu við einræði og kúgun-
arstefnur stjórnenda og stofnana, sem hafa
fótum troðið frelsi einstaklingsins. Vér
viljum láta það koma skýrt í ljós, að vér
séum með öllum þeim, sem vilja verjast
ofbeldinu í öllum þess myndum og vilja
leggja alt í sölurnar til þess að menn megi
lifcf hvarvetna framvegis ekki ófrjálsari en
þeir hafa verið hingað til.
Síðan vér komum saman síðast, hafa og
sorglegir atburðir gerst í vorum smáa fé-
lagsskap: vér höfum orðið að sjá á bak
tveimur ágætum mönnum, sem vér höfðum
átt langa og farsæla samvinnu með; eg á
auðvitað við þá Dr. Rögnvald Pétursson og
Ragnar E. Kvaran, sem báðir dóu á árinu.
Eg þarf ekki að fjölyrða um þessa menn
hér, þeir voru yður öllum svo vel kunnir.
Ragnar E. Kvaran dvaldi hér vestra ellefu
ár, lengst af sem prestur Sambandssafnað-
arins í Winnipeg. Allan þann tíma, sem
hann dvaldi hér, var hann .forseti þessa
kirkjufélags, hann var einn af þeim, sem
stofnuðu það, og hann vann með miklum
áhuga og dúgnaði að málefnum þess. Oss,
sem kyntumst honum og störfuðum með
honum, er ljúft að minnast þess, hve gáf-
aður og f jölhæfur maður hann var og góður
starfsmaður á öllum sviðum í félagslífi vor
Vestur-íslendinga. Þegar fréttin um lát
hans barst hingað vestur, sendi kirkjufé-
lagið strax fjölskyldu hans samúðarskeyti
og efndi til minningarathafnar um hann,
sem haldin var í kirkju Sambandssafnaðar
í Winnipeg fyrsta október 1939. Ræðurn-
ar, sem fluttar voru við það tækifæri, voru
prentaðar í sérstökum bæklingi, sem út-
býtt hefir verið ókeypis.
Hinn maðurinn, Dr. Rögnvaldur Péturs-
son, sem lézt á síðastliðnum vetri, var í
fyllri skilningi en nokkur annar maður
stofnandi og leiðtogi þessa félagsskapar og
þeirrar stefnu, sem hann hefir haldið uppi
meðal Vestur-íslendinga. Hans starf náði
yfir að heita má 40 ára tímabil, eða frá
byrjun aldarinnar og fram til síðasta árs, er
heilsa hans var svo þrotin, að hann gat
ekki starfað lengur. Starf hans var svo
margþætt að það eru engin tök á að lýsa
því í þeim fáu orðum, sem eg get flutt
hér, enda hefir þess verið getið nokkuð
rækilega annars staðar og verður eflaust
betur gert síðar. Eg vil því hér aðeins
taka fram það allra helzta viðvíkjandi
starfi hans sem prests og leiðtoga í kirkju-
málum. Hann byrjaði ungur maður prests-
starf við íslenzka Únítarasöfnuðinn í Win-
nipeg árið 1903 og hélt því áfram, að sex
árum undanteknum, til ársins 1922, er séra
Ragnar kom frá íslandi og gerðist prestur
safnaðarins ,sem þá var orðinn sameinaður
meiri hluta Tjaldbúðarsafnaðarins og bú-
inn að breyta nafni. Þau árin á þessu
tímabili, 1909—1915, sem séra Rögnvaldur
þjónaði ekki söfnuðinum, var hann út-
breiðslustjóri (Field Secretary) fyrir The
American Unitarian Association og um
tíma ritstjóri blaðsins Heimskringlu. Hann
var einn af aðalstofnendum hins únitariska
kirkjufélags, sem var stofnað á Gimli árið
1902, og svo aftur hins Sameinaða Kirkju-
félags fslendinga í N. A., sem var stofnað
í Wynyard tuttugu árum síðar. Mörg hin
síðari ár hafði hann aðallega blaðaútgáfu
með höndum (Heimskringlu), en sinti þó
preststörfum af og til, eða þegar með
þurfti. Hann var ávalt í ráðum með stjórn-
arnefnd kirkjufélagsins og átti nú nokkur
síðustu árin sæti í henni sem útbreiðslu-
stjóri aftur. Var hann kosin til þess em-
bættis beinlínis til þess að hann ætti sæti í
nefndinni, en því fylgdu engin laun. Hann
var milligöngumaður við.útvegun presta
þeirra frá fslandi, sem þjónað hafa innan
vébanda félagsins síðan það var stofnað.
Starf hans fyrir málefni frjálslyndu kirkju-
hreyfingarinnar meðal vor Vestur-fslend-
inga er afar mikið og margþætt, og þá ekki
síður starf hans í öðrum málum, svo sem
þjóðræknismálum vorum og á sviði ís-
lenzkra bókmenta hér vestán hafs. Leiði
eg hjá mér, tímans vegna, að fara nokkuð
nánar út í það hér, en vona, að mér gefist
tækifæri til þess síðar. Minningarathöfn,
sem kirkjúfélagið tók þátt í við jarðarför
hans, var að öllu leyti hin virðulegasta, og
hefir verið gert ráð fyrir, að ræður þær,
sem voru fluttar þar, ásamt fleiru, verði
gefnar út á kostnað þess.
Vér samverkamenn Dr. Rögnvaldar heit-
ins um mörg ár minnustum hans með mikl-
um söknuði og hörmum dauða hans, vér
minnumst hans sem manns, er að gáfum
og þekkingu á mörgum sviðum skaraði
fram úr; sem manns, er var gæddur sér-
lega miklum og farsælum leiðtoga-hæfi-
leikum; og síðast, en ekki sízt, sem ágæts
vinar, er var ávalt reiðubúinn til að lið-
sinna þeim, sem til hans leituðu, bæði með
góðum ráðum og margskonar annari hjálp.
Blessuð veri meðal vor minning beggja
þessara mætu manna, sem voru starfsbræð-
ur vorir og góðir vinir, og sem vér með
söknuði höfum orðið á bak að sjá á þessu
síðasta ári.
Starf félags vors hefir verið það sama í
ár, sem á undanförnum árum. Stjórnar-
nefnd þess hefir stöðugt haldið fundi, þeg-
ar þörf hefir krafið, og hafa nefndarmenn-
irnir sótt fundina, nema þeir hafi verið for-
fallaðir, og gert sér far um, að ráða fram úr
þeim málum, sem þar hafa legið fyrir til
úrlausnar. Þá hafa prestar þeir, sem þjóna
söfnuðum innan félagsins, starfað með
sama hætti og að undanförnu. Séra Philip
M. Pétursson hefir þjónað Sambandssöfn-
uðinum í Winnipeg og enska Únitara söfn-
uðinum, sem notar kirkju Sambandssafn-
aðarins, og auk þess hefir hann flutt nokkr-
ar guðsþjónustur í Piney og víðar. Séra
Eyjólfur Melan hefir þjónað söfnuðunum
í Nýja-íslandi — í Árborg, Riverton, Ár-
nesi, Gimli og Mikley. Séra Jakob Jóns-
son hefir þjónað söfnuðum og flutt guðs-
þjónustur á eftirfylgjandi stöðum hér í
Vatnabygðunum í Saskatchewan: Wyn-
yard, Mozart, Grandy, Leslie og Hóla-
bygðinni. Eg hefi þjónað söfnuðunum á
Lundar, Oak Point, og Hayland og auk
þess flutt guðsþjónustur á Steep Rock,
Langruth, Piney, Reykjavík P. O. og víðar.
Síðan söfnuðurinn í Mikley var stofn-
aður fyrir tveimur árum, hefir verið ráð-
gert, að kirkja yrði bygð þar, en af ýmsum
ástæðum hefir það dregist. Nú er það
mál svo langt á veg komið að líklegt er,
að hafist verði handa á því verki innan
skamms.
f september síðastliðnum var hér á ferð
Dr. Frederick May Eliot, forseti American
Unitarian Association, og fór hann um
alla þá staði, þar sem krikjubyggingar eru
tilheyrandi söfnuðum innan þessa kirkju-
félags, og skoðaði þær, ásamt sumarheim-
ilinu fyrir börn á Hnausum í Nýja-íslandi.
Hann prédikaði á tveimur stöðum, í Win-
nipeg og Riverton, og hélt marga fundi og
samtöl við sanfaðarnefndir og aðra. Hér
í Wynyard var t. d. haldinn fjölmennur
fundur um miðjan dag á rúmhelgum degi,
og talaði Dr. Eliot þar og fleiri. Yfir
höfuð gerðu söfnuðirnir sér alt far um að
taka sem bezt á móti honum; en þar sem
koma hans var um mesta annatíma ársins,
gátu ekki nærri allir, sem vildu, mætt hon-
um og hlustað á hann. Dr. Eliot var mjög
vel ánægður með heimsókn sína hingað, og
þá ekki síður þeir, sem höfðu tækifæri
til að kynnast honum og eiga tal við hann.
Er hann bæði maður mjög vingjarnlegur í
umgengni og samúðarfullur, og hefir, að eg
hygg, betri skilning á hinu kirkjulega
starfi hér en flestir aðrir vorir góðu gestir
frá Bandaríkjunum. Tel eg heimsókn
hans einn hinn merkasta viðburð á árinu í
félagsskap vorum.
Það var að nokkru leyti heimsókn Dr.
Eliots að þakka, að Mrs. Dr. Björnsson frá
Árborg var boðið að sækja aðalfund í The
General Alliance of Unitarian and Other
Liberal Christian Women í maí í vor, sem
var haldinn í sambandi við The May Meet-
ings of the American Unitarian Associa-
tion. Mætti hún þar sem fulltrúi fyrir hið
íslenzka kvenfélagasamband frjálslyndra
kvenna, sem hún er forseti í. Mun hún
skýra hér á þinginu frá ferð sinni og þátt-
töku í störfum þingsins.
Auk Mrs. Björnsson sótti Dr. Björnsson,
börn þeirra tvö, Sveinbjörn og Marion
Jóna, og eg þetta ársþing The American
Unitarian Association í Boston í vor, og
um leið ársþing Western Unitarian Con-
ference, sem haldið var í St. Paul í Minne-
sota nokkrum dögum fyr. Það þing sóttu
líka Bergþór E. Johnson, forseti Sam-
bandssafnaðarins í Winnipeg, Kristín kona
han^, Mrs. B. Brown frá enska Unitara-
söfnuðinum í Winnipeg og Miss Jóna
Goodman frá sunnudagaskóla Sambands-
safnaðarins í Winnipeg. Bæði þessi þing
voru fjölmenn og mjög ánægjulegt á þeim
að vera, eins og allir, sem þar voru, munu
samdóma um.
Eins og öllum hér er kunnugt og marg-
oft hefir verið frá skýrt á þirkjuþingum
vorum, hafa flestir söfnuðir þeir, er í fé-
laginu eru, notið styrks frá The American
Unitarian Association. Hefir sá styrkur
verið ómetanleg hjálp í starfi voru, sem oft
hefði alls ekki getað haldið áfram án hans.
Fyrir þessa hjálp og alla þá velvild, sem
embættismenn A. U. A., bæði þeir, sem
hingað hafa komið og aðrir, hafa sýnt fé-
lagsskap vorum, erum vér mjög þakklátir.
Á þinginu í Boston í vor talaði eg við þá af
embættismönnum A. U. A. sem mestu ráða
um fjármál félagsins, svo sem Mr. G. Davis
o. fl., og var farið nákvæmlega út í fjár-
hagslegar ástæður safnaða vorra hér. —
Sömuleiðis var Dr. Eliot skýrt nákvæmlega
frá öllu þar að lútandi, þegar hann var á
ferð hér. Eg held að mér sé óhætt að
segja, að A. U. A. muni framvegis eins og
að undanförnu veita þá hjálp, sem það get-
ur. En þess ber að gæta, að tekjur þess
hafa minkað mikið, eins og tekjur allra
slíkra stofnana, þessi síðustu ár. Auk þess
hefir það ráðist í, að stofna nýjar kirkjur
á nokkrum stöðum, þar sem engar Únitara-
kirkjur voru áður til, og hefir það, eins og
gefur að skilja, mikinn kostnað í för með
sér. Það er þess vegna ósk allra forráða-
manna A. U. A., að allir söfnuðir, sem nú
fá hjálp frá því, geri sitt ítrasta til þess að
láta þá hjálp fara smám saman minkandi,
með því að leggja sjálfir meira til prest-
launa, ef mögulegt er. Eg vona, að full-
trúar þeir, sem hér eru mættir, flytji söfn-
uðum sínum þessa ósk, sem áreiðanlega er
ekki sprottin af neinu öðru en eðlilegri-
umhyggju um fjárhag félagsheildarinnar.
Annað í þessu samb'andi, sem mér dettur
í hug að söfnuðir vorir gætu gert til þess
að endurgjalda að litlu leyti þá hjálp, sem
þeir hafa fengið, er það, að þeir reyndu að
hækka, þó ekki væri nema lítils háttar, árs-
tillög sín til A. U. A. Þau tillög hafa
verið svo lág fram að þessu, að það ætti
að vera hægt að hækka þau nokkuð án þess
að söfnuðirnir fyndu mikið til þess. Ef
því fyrirkomulagi væri komið á, að hver
safnaðarmeðlimur greiddi einhverja ofur-
litla upphæð á ári bæði til A. U. A. og
kirkjufélagsins, t. d. 50 cents eða einn
dollar, auk þess, sem þeir leggja til safn-
aða sinna, þá mundu tillögin til beggja fé-
laga aukast til muna, en bein útgjöld safn-
Hannesson Net & Twine
Company
206 SCOTT BLOCK
WINNIPEG, MAN.
Vér árnum öllum íslendingum til heilla og hamingju
á þessum þjóðminningardegi
Útgerðarmenn og fiskimenn—gleymið ekki að vér
höfum til boðs net og öll fiskiáhöld með lægsta
verði.
Talsími 94 926
aðanna til félaganna mundu
hverfa. Eg bendi á þetta sem að-
ferð, sem mér virðist að tiltæki-
legt væri að reyna. Hvað lítið
sem við lækkum hjálp þá, sem
við verðum að fá frá A. U. A. og
hvað lítið sem við gætum hækk-
að gjöld okkar til þess, mundi
það létta undir að nokkru leyti
með fjárhagslega erfiðleika þess,
og sýna verðuga viðleitni af
hálfu safnaðanna, sem auðvitað
mundi verða mikils metin.
Aðra bendingu viðvíkjandi
fjármálum vildi eg líka leyfa
mér að gefa, og hún ervsú, að
söfnuðirnir reyni að fá meira af
tekjum sínum með beinum til-
lögum frá meðlimunum heldur
en nú á sér stað. Tillögin þurfa
ekki að vera há frá hverjum, ef
þau eru almenn. Geta fólks í
þessum efnum er að vísu mjög
misjöfn, en það er misskilning-
ur, að vegna þess að tillög sumra
meðlima hljóti altaf að vera lág,
þá muni ekkert um þau. Eg geri
ráð fyrir, að engir söfnuðir vilji
eða sjái sér fært, að leggja nokk-
urt ákveðið gjald á nokkurn með-
lim sinn, öll tillög verða að vera
algerlega frjáls og án allrar
þvingunar, en ef unt væri að fa
nokkurn vegin ákveðin tillög frá
sem flestum meðlimum, auðvitað
lögð fram af frjálsum vilja, þá
væri að minsta kosti nokkur
hluti teknanna viss, og sá hlut-
inn, sem afla þyrfti með sam-
komuhaldi eða öðrum ráðum, og
sem ávalt hlýtur að vera meira
eða minna óviss, yrði hlutfalls-
lega minni en hann nú er.
Milliþinganefndir þær, sem
settar voru í* fyrra, munu gefa
skýrslur sínar nú. Eg vil sér-
illarltiotougí) i|otel
SMITH ST.
WINNIPEG
Eitt af beztu gistihúsum bæjarins og vinsælasta.
Verð mjög sanngjarnt.
Við óskum íslendingum til lukku með Þjóðhátíðardaga
sína á Iðavelli og Gimil.
Morris Fisheries Inc.
727 Fulton St.
Chicago, 111.
óskar eftir viðskiftum íslenzkra
fiskimanna í Manitoba
Okkar félag selur meiri fisk en
Nokkuð annað fiskifélag í
Bandaríkjunum
Manitoba Office okkar er
720 McINTYRE BLOCK, WINNIPEG