Heimskringla - 07.08.1940, Side 3

Heimskringla - 07.08.1940, Side 3
heimskringla 3. SfÐA WINNIPEG, 7. ÁGÚST 1940 Ferðalagið hafði staðið yfir þrjá vikur eða rúmlega það. — Þrátt fyrir allar rigningarnar og kuldann, sem smýgur svo ónota- lega gegn um merg og bein þarna austur frá, þegar hinn hráslaga- legi vindur stendur af sjónum, var það í alla staði hið skemti- legasta. Vitanlega þyrfti maður mikið lengri tíma en við höfðum til að geta skoðað sig vel um. Það hefði mátt eyða öllum þeim tíma, sem við höfðum til ferða- lagsins, í borg eins og Boston, að maður ekki tali um New York, og sjá eitthvað nýtt á hverjum degi. Þarna í austurhluta Banda- ríkjanna er menningin mikið eldri en hún er nokkurs staðar í vesturhluta Bandaríkjanna eða Canada. En þrátt fyrir það þó tími væri naumur, munu allir, sem í bílnum voru þessar þrjár vikur á þessari fjögur til fimm þúsund mílna ferð, hafa séð meira en nokkru sinni fyr í nokkurri einni ferð. Maður hefði kosið að hafa lengri við- dvöl sums staðar í borgunum austur frá, en þess var auðvitað ekki kostur. En ferðalagið gekk að óskum frá byrjun til enda, engar tafir og ekkert óhapp af neinu tæi, skemtilegt samferða- fólk og ágætar viðtökur hjá öll- um, sem maður kom til eða hitti að máli. Hvað er ákjósanlegra en þetta á einni ferð?' Ferðinni lauk í Winnipeg á sunnúdagskvöld. Og hér lýkur frá henni að segja. Hafi eitt- hvað gleymst, sem hefði átt að vera sagt, bið eg þá, sem hlut eiga að máli, að virða á betri veg, eins það ef einhvers staðar er skakt með nöfn farið. Mér varð það á í byrjun sögunnar, að eg fór rangt með nafn Sissu, hún heitir Marion fyrsta nafni, en ekki Lillian. Bið eg hana fyrir- gefningar á þessu. En bæði eru nöfnin fögur og vel við hennar hæfi. Hafi þeir svo þökk, sem hafa haft þolinmæ^i til að lesa þessa kafla til enda, og hafi einhver j haft skemtun af því, þá njóti j hann hennar vel og lengi eins og við, sem í ferðinni vorum, njót- um vel og lengi endurminning- anna frá góðri og langri ferð. ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. SVEITAR LÖGMAÐURINN “í djúpi hugans kænn að kafa kom með perlur hann að landi; geislum skygn og skarpur andi skaut á rökkur myrkra stafa. Hverja réði hann rún sem vildi, en—reikning hjartað aldrei skildi.—(Gr. Th. um Brynj- ólf Pétursson andaðan). Joshua Speed hét maður og átti heima í Springfield. Hann var kaupmaður og verzlaði með flestar nauðsynjar. Það var eng- in nýlunda fyrir Speed að sjá ó- kenda menn í búð sinni, því Springfield lá í þjóðbraut og var j sjálfur í hraðvexti. En eitt sinn stóð þó maður við búðarborðið, sem honum varð starsýnt á. Hann var hár, sem drangur og horaður eins og villigöltur í vorharðind- um, næstum því aðdáanlega ó- fríður en aðlaðandi þó, fátæk- lega búinn — en samt eitthvað höfðinglegt við hann. Maður þessi lagði fölur á rúmfatnað — helst gamlan og brúkaðan rúm- fatnað og nauðsynlega ódýran. Hann kvaðst enga peninga hafa en vera kominn til höfuðstaðarins til að stunda lögmensku. Tækist sér að hafa ofan af fyrir sér skyldi hann greiða honum skuld- ina við fyrsta tækifæri, að öðrum kosti fengi hann hana kannske aldrei. Hann sagði til nafns síns og kvaðst heita Abraham Lincoln frá New Salem. Kaupmaður horfðist I augu við komumann- inn. Hann sá í þessum sálar- spegli svo hrekklausa einlægni, svo djúpstætt þunglyndi að hon- um gekst hugur við og tók nauð- leitar manninn að sér, sem þurf- andi bróður. Speed var valmenni mikið og hann og Abraham urðu trygða vinir til æfiloka. Lincoln tók nú að stunda lög- mensku í félagi með, og undir eftirliti eldri og reyndari manns, sem Stuart hét. Það var altítt að yngri menn gengu í þjónustu annara sér til lærdóms og æfing- ar. Menn segja að tækifærin séu meiri nú til fanga og frama en nánar athugað mun það þó ekki reynast. Abraham hefði naum- ast komist í lögmannsstöðu nú á dögum án langrar skóla setu. — Hann hefði orðið að ljúka prófi upp úr alþýðuskóla og upp í mið- skóla, upp úr miðskóla og upp í lærðaskólann (college), upp úr lærða skólanum og upp í háskól- ann. En þrátt fyrir öll þessi próf hefði hann þurft að standa fyrir dómnefnd lögfræðjnga í því ríki, sem hann ætlaði sér að reka lögfræðistörf og svara ótal spurningum áður honum yrði veittur réttur til að færa mál fyrir rétti. Alt þetta nám kostar mikinn tíma og mikla peninga enda útilokar það flesta frá stöð- unni. Sama gildir um allar eða flestar lærðar stéttir. Það er líka tilgangurinn að bola sem flestum frá, svo hinir eldri fái atvinnu. Þetta gildir ekki ein- ungis meðal mentamanna heldur hjá öllum faglærðum mönnum. Verkamannafélögin gera mikið að því að útiloka nýliða frá at- vinnu, svo eldri félagar fái henn- ar notið. Nei, tækifærunum fækkar með ári hverju, fyrir þeim er leitast við að ryðja sér brautir með eig- in atorku, þrátt fyrir alla gjálfur mælsku og staðlausar fullyrðing- ar um betra líf og bætta hætti. Frá þessu meini stafar þurrotn- un þjóðmeiðanna er lyfjar þeim elli fyirr aldur fram. (Eg mun síðar víkja að þessu atriði nokkru nánar í sambandi við hugsjóna- stefnur amerísku frumherjanna). En eg vil árétta það aftur að Lincoln hefði, með sínum tak- mörkuðu tækifærum, aldrei kom- ist í lögmanns stöðu nú á tímum og þessvegna heldur aldrei orðið landi sínu og þjóð slík heillastoð, sem hann reyndist, um sína daga. “Með lögum skal.land byggja, en með ólögum eyða”, svo hljóð- ar hið forna spakmæli. Lögin eru sett til að grundvalla og viðhalda réttlæti og á réttlætinu aðeins getur friður haldist. Það var því sízt að undra þótt Gyðingar—og reyiídar fleiri fornþjóðir — eign- uðu guði öll sín lög. Þetta má líka til sannsvegar færa. Mann- leg lög eru í verunni einungis mannlegar tilraunir til að upp- götva og starfrækja lög náttúr- unnar í mannlegum félagsskap. Þau ættu því að byggjast á vís- indalegu innsæi og endurmati á þjóðfélags þörfum verðandi tíð- ar. Því fer þó allfjarri að þessu sé sint heldur eru gamlar venjur og úreltir fordómar látnir gilda sem lög fyrir lifandi lýði. Þetta gagnaði föður mínum og afa og því skyldi það þá ekki mér hlýða. En lífssveiflurnar eru margar og margvíslegar í heiminum svo eitt getur verið þarflegt og nægi- legt í dag þótt það sé alls ekki að ári liðnu. Boðorðin hafa að líkindum verið nægileg sem lög fyrir hina frumstæðu Hebrea, í fornöld. i raun og veru er full ástæða, fyrir Gyðinga að mikl- ast af sínum tíu lagaboðum því þau leggja grundvöllinn að öllu lagasmíði síðari alda. Ann- ars er það með öllu rangt að skoða boðorðin sem alt gildandi lög fyrir Gyðinga. Þau voru einungis nokkurskonar grund- vallarlög en út frá þeim voru margar lagasetningar samdar, sumar viturlegar aðrar harla fá- kænskulegar. Hegningar voru yfirleitt ómannúðlegar og að- ferðin til að fella dóma talsvert villumannaleg. Fram eftir öll- um öldum var sýkn og sekt manna ákveðin eftir alskyns jarðteiknum, t. d. með því að drekka eitur eða bera glóandi járn. Var hugmyndin að guð myndi vernda þá saklausu frá grandi. En jafnframt þessu þektist þegar í fornöld önnur aðferð, kviðdómur, er ákvað hvort ein- staklingurinn væri brotlegur gagnvart lögunum. Drög til slíkra dómþinga finnast hjá forn Egyptum en þar sátu þrjátíu valdir menn í dómi. Það gæti verið fróðlegt fyrir þá — og þeir eru alt of margir — er ímynda Framh. á 7. bls. Þér Sem notið radio úti í sveit, látið oss g-era við það á verði sem í bæjum gerist. Við greiðum burðargjald á öllum batteries keyptum af oss. Kadio eru prófuð borgunarlaust á heimili yðar, hvar sem er í Greater Winnipeg. Ný og brúkuð radio seld á góðum skilmálum. WESTEBN RADIO ELECTHIC Keevvatin & Logan ' Sími 27 758 NATIONAL STOCK TAKING NEEDS NATIONAL REGISTRATION CANADA BIÐUR alla borgara sína, hverrar þjóðar sem eru, karl og konu, yfir 16 ára aldur, að skrásetja sig 19., 20. eða 21. ágústmánaðar. Skráningaskrifstofur verða opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 10 e. h. Ástæðan til þessarar skráningar er sú, að koniast að fullri vissu um mannafla þjóðarinnar svo að hægt sé að kalla hann og gera Canada mögulegt, að gera alt sem hún getur til verndar þessu landi og til happasæls reksturs stríðsins. Hér eru spurningarnar, sem þér verðið beðinn að svara. Bréfspjaldið fyrir konur, verður svipað, en þó með nokkrum nauðsynlegum breytingum. Hyggið vandlega að spurningunum nú, svo að yður sé hægt að gefa greið og fullkomin svör skráningamanni. SKRÁNINGADAGAR:- 19, 20 OG 21 ÁGÚ8T Date of Registration 1940 • Electoral District No. POLLING DlVISION No. !. Month Day Year 1. Sumame...................................................................Given Names...................................................... (Print in block lcttcrs) 2. Permanent Postal Address (if avvay from usual residence when filling in card give name of usual residence) Strect and Numbcr Rural Route and Poat Office Town or City Province 3. Age last birthday.., Date of birth.. Year Month Day 4. Conjugal conditions: Single............Married.................Widowed................Divorced................ 5. Of what dependents (if any) are you the sole support:— (a) Father................(b) Mother....*............(c) Wife............-—«....(d) Number of children under 16 years................~.(e) Number of other dependents.......................(f) Do you contribute partial support to any one.........................................................................!...... 6. Country of birth of (a) Yourself...........................................................Place. (b) Your father........................................................Place (c) Yourmother..........................................................Place.. 7. Nationality or country of allegiance:—British subject (a) by birth?............................................... (b) by naturalization?.......................(c) Foreign citizen?....................v....(d) If naturalized, in what year?............................(e) In what place?....................................(f) If not Dritish subject, to what country do you owe alleg:ance?....„........................................................... (g) If an immigrant, in what year did you enter Canada?........................................................ 8. Racial origin............................................... 9. Language or languages: (a) Do you speak English?.................. (b) French?..................... (c) What other language can you speak, read and write?........................................... 10. Education: (a) Primary only.................(b) Primary and Secondary................(c) Vocational Training (Business College, Technical High School)............................................... (d) College or University Degree?....................... ' 11. Is your general health (a) good?............(b) fair?.............(c) bad?............ 12. If blind, deaf, dumb, crippled or otherwise physically disabled, state nature of disability................. If permanently disabled, are you in receipt of a þension?.......................In respect of War Service?..........Workmen’s Compensation?........................Old Age or Blind?................ Other? (Specify)...................................-.............................................. 13. Class of occupation: (a) Are you an employer of labour other than domestic?......-................ If so, state busíness.......................................(b) Are you working on own account, but not employing labour?............If so, state business...................................... (c) Are you an employee? (1) working at usual occupation............. (2) working at other than usual occupation...............(3) unemployed................. (d) Not working because pensioner, dependent, retircd, independent means............................................................ (Spjci^J 14. Occupation or Craft:— 'Years of expcrience in (a) Present occupation?....................................................f (a)................. (b) What is your regular oecupation?.......................................-s (b).............. (c) What other work can yoq do well?.......................................( (c)............. (d) If an employee, who is your present employer? Name................................................ Address..................................................... Nature of business where e'mployed? (state preciscly) ..........................................-.................................... (e) If éxperienced in a skiltcd industrial occupation or profession, describe specifically the type or types of work in which you are spccially cquipped by training orexperience............................... 15. Unemployment: (a) How many weeks did you work in the past 12 months?....................... (b) If out of work now, state number of vveeks since last employcd in any occupation other than work performed in retum for direct relicf...?....................(c) Are you totally incapacitatcd for employment?............................................................—.............. 16. (al) Were you brought up on a farm?..............(a2) Until v/hat age?—..........(bl) Have you worked on a farm?__________(b2) How long............(b3) In what province or country......... (cl) Can you handle horses?...........(c2) Drive a tractor?...........(c3)Use farm machinery? ........... (c4) Can you milk?............(c5) Are you able to do other farm work?........... 17. Is there any particular occupation in which you would like to be specially trained?.......................... 18. Defence Services: (1) Have you previously served in any Naval, Military or Air Forces?........... Ifso, state: (a) Forces of what country......................................................... (b) Approximate dates between which services performed.......................................... (c) Unit..............................(d) Rank hcld...............................(2) If retired or discharged, give reasons therefor.............................................................. (3) Have you been rejected for military service in the present war?..........................— t (a) Why?.......................................(b) Where?..................................i------- Hér er yðar tækifæri að leggja yðar skerf fram í þjóðar þágu. Til þess að skráningastarf þetta verði sem kostnaðarminst, æskir stjórnin samvinnu allra þjóðlega sinnaðra manna við skráningarstarfið. Þér getið hjálpað með því að finna skráningamann plássins og bjóða honum aðstoð yðar. Hvar fer skráning fram Skránin&arskrifstofum er komit5 á fót í hverri kjördeild eins og í síbustu sambandskosningum. Og þeir sem skrásetja sig, eru betSnir ab gera þab á þeim stafi í sinni kjördeild, sem þeir át5ur hafa greitt atkvœ'Öi En skyldi sá er sig skrásetur, ver«a at5 heiman, í Öbru fylki cða héraði, á skráningardegi, getur hann eða hún fengið sig skrá- setta þar sem hentast er, ef nægileg grein er gerð til skráninga- manns fyrir, hvernig á stendur. Skráningarviðurkenning yðar Hverjum manni eða konu sem spurningum öllum svara viðunanlega, verður afhent viður- kenning fyrir skráningunni af skráningamanni. Þetta er lítið bréfspjald, sem hver maður verður að bera á sér heima og að heiman. Hegning fyrir að vanrækja skráningu —Vanræksla í ats skrásetja sig, kostar hvern mann og konu, giftan e«a ógiftan, yfir 16 ára aldur, sekt, er ekki skal fara yfir tvö hundruö dollara, eöa fangavist, sem ekki skal fara yfir þrjá mánutii. Ennfremur skal hann greitSa fyrir hvern dag fé er ekki fer yfir tiu dali fyrir hvern dag frá skráningardegi, sem hann er óskrásettur. Gefið ut með leyfi HON. JAMES G. GARDINER Ráðherra herþjónustudeidarinnar

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.