Heimskringla - 11.09.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.09.1940, Blaðsíða 1
The Modem Housewlfe Knows Quallty That 1» Why She Selects “CANADA BREAD” "The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAY8 ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf In Canada Rich as Butter—Sweet &s a Nut Made only by CANADA BREAD CO. I/TD. LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. SEPT. 1940 NÚMER 50. Rauðárdalurinn (Canadiskur alþýðusöngur) Fólk þig segir á förum úr dalnum; fæstir skilja hve sakna eg þín. Með þér sumrið og sólskinið kveður, sem þú barst inn í draumlöndin mín. Allar huga þíns helgustu raddir heyrðu áður en kveður þú mig; mundu guð þinn og gleymdu’ ekki dalnum— gleymdu’ ei henni, sem elskaði þig. Mundu friðsælu foreldra húsin, finnurðu’ ekki hve sæll ertu þar? Mundu hana í sældum og sorgum sem þér trúust og einlægust var. Allar huga þíns helgustu raddir heyrðu áður en kveður þú mig; mundu guð þinn og gleymdu’ ekki dalnum— gleymdu’ ei henni, sem elskaði þig. Eg hef biðið svo lengi — svo lengi eftir langþráðri játning frá þér; en í stað þess mér sagt er að sértu senn á förum úr dalnum—frá mér. Allar huga þíns helgustu raddir heyrðu áður en kveður þú mig; mundu guð þinn og gleymdu’ ekki dalnum— gleymdu’ ei henni, sem elskaði þig. Þegar hverfur þú héðan úr dalnum —hvað sem forlögin gera við mig— mundu guð þmn og gleymdu’ ekki dalnum— gleymdu’ ei henni, sem elskaði þig. Allar huga þíns helgustu raddir heyrðu áður en kveður þú mig. Mundu guð þinn og gleymdu’ ekki dalnum— gleymdu’ ei henni, sem elskaði þig. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi HELZTU FRÉTTIR Anna frá Þverá (Anna Sigríður (Mrs. Friðfinnsson) dóttir Jóns Þorsteinssonar bónda að Þverá á Staðarbygð í Eyjafirði og Lilju ólafsdóttur konu hans. Ekkja Jóns tón'skálds Friðfinnssonar í Winnipeg, höfundar lagsins Vögguljóð við samnefnt kvæði eftir J. Magnús Bjarnason skáld, sem seinasta erindi þessa ljóðs bendir til.) Enn er lokað landnáms þætti| landskuld hinzta goldin þín, einu ljósi, á landnáms himni landa þinna, færra skín. Kvölds í roða vestrið vefur vora sigra og þjóðar tap. Haustnótt yfir borgar burstum birtir íslenzkt stjörnuhrap. Burt úr örmum Eyjafjarðar aldan mikla burt þig hreif, bar þig ungling yfir hafið, upp á strönd, sem hýsti Leif. Þaðan enn að auðum sléttum alt af vestur brautin lá. Hvorki Súlur, foss né fjörður fyrir sjónum blasti þá. Inn í fátækt frumbýlingá fram með árum lágu spor, þar var reynt á kosti kynsins, krafta, seiglu, táp og þor. Seinna leið þín lá til borgar, léttist þá hin mesta önn. Jafnt í bygð og borg þú reyndist bezta móðir, kona sönn. Ætíð fyrir brjósti barstu barna þinna sæmd og hag, fanst oft ráð, er fáir sáu, fyrir næsta sólarlag. Hetja í stríði, sterk í raunum, stærri von en alt þitt tap, glöð og frjáls á gleðimótum, gegn og þörf í félagsskap. Trygg í sinni, trú í hjarta treystir guði og sjálfri þér. Barnstrú þín sá Ijóðsmið lengra lífið fram, sem endar hér. “Sof þú sof þú,”—“sætt þig dreymi” sælla líf og betri jörð upp í vorhljóms Vögguljóðum vinar þíns, er hvílir svörð. Þ. Þ. Þ. Manntjón í London af völdum i'lugárása Yfir síðustu helgi (á laugar- dag og sunnudag) fórust um 600 manns á Englandi, aðallega í London, og 2600 meiddust. Þetta varð í enini verstu og lengstu árásinni, sem af nazistum hefir verið gerð á Englandi. Eigna- tjón varð auðvitað einnig mikið. Af Þjóðverjum fórust 115 flug- vélar. Manntjónið varð svo mikið vegna þess, að í austurhiuta Lundúnaborgar varð eitt stór- hýsi með fjöla íbúðum, 3 spítalar og tvö öryggisskýli fyrir sprengjum. Sprengjur féllu ekki langt frá þinghúsinu. í árásinni komu flugförin í bylgjum, um 150 í einu og stóð þetta yfir í nærri 10 klukkustundir síðast liðna laugardagsnótt. Veður var slæmt, rigning og kolsvört ský grúfðu yfir og skýldu flugliði nazista, er flaug hátt í lofti og fyrir ofan þau, svo ekki var hægt að sjá þau með ljósum, eða ná til með byss- um neðan af jörðu. Á laugardaginn varð manntjón- ið í London 300, en 1,337 meidd- ust; á sunnudaginn 294 dánir, en 1263 meiddir. Göring sagði árás þessa hefnd fyrir árásir Breta á Berlín und- anfarnar nætur. En frá tjóni af þeim árásum segja Þjóðverjar ekki. Hafa þó eldar sézt þar um 60 mílur vegar að nóttu eftir þær. Eftir árás s. 1. laugardag á Berlín, voru myndir birtar af hinu sögulega Moabit dómhúsi í rústum; það var inni í miðri borginni (Berlín). Bretar líta svo á sem Þjóðverj- ar ætli að gera alt sem þeim er unt út þennan mánuð. Verði þeir ekki með byrjun vetrar neinu nær með að taka Bretland vita þeir hvers er að vænta. Þetta verður eins og Göring segir að gerast næstu daga. Tveir dagarnir yfir helgina hafa orðið Bretum tilfinnanlegir, en það er tilviljun ein, og hún vegna veðurs, að svo er. En Þjóðverj- ar urðu einnig fyrir manntjóni. Af þeim fórust 250 flugmenn báða dagana. í stríðinu standa Bretar eins vel að vígi og betur en fyr. Þjóðv. hafa gert sitt bezta í loftinu upp aftur og aftur og hafa af engu nema ósigrum enn að segja. Að Göring fagnar dauðsfallinu á fójki á heimilum sínum í London, nú eftir helgina, minnir á kæti- köst hans á vitfirringahælinu í Svíþjóð um árið. Eins og kunn- ugt er, var hann þar sér til lækn- ingar við æði, er hann átti vanda til af ofmikilli ópíum neyzlu. Hann stjórnar flugárásum Þjóð- verja. Carol II tapar völdum Sá hefir orðið endir á óróan- um í Rúmaníu, að Carol konung- ur hefir orðið að fara frá völdum, en sonur hans, Michael prins, 18 ára, tekur við. Konungur mun hann ekki verða nema að nafninu til, því stjórnarformaður lands- ins, Ion Antonescu, hershöfð- ingi, mun landinu stjórna sem einráður sé fyrst um sinn og með aðstoð hersins. Hann var mestu ráðandi eða foringi þess flokks, er Carol vildi frá völdum, eftir að landið hafði verið brytjað upp. Lýðurinn kendi honum um það, sem Hitjer var um að kenna. Það var hann sem vildi Carol burtu, vegna þess að honum þótti hann draga um of taum Breta. Carol konungur var sagður all- góður stjórnari, en í prívat lífi var hann fremur gáskafullur. — Hann giftist 1921 Helenu Grikkja-prinsessu, en var áður giftur borgaralegu hjónabandi konu er Zisi Labrino hét; skildi hann við hana. Og 1925 stökk hann til Parísar með fagurri, rauðhærðri Júðadrós, Magda Lu- pescu að nafni, og afsalaði sér tilkalli til ríkis, eftir föður sinn Ferdinand og skildi við drotn- ingu sína. Árið 1927, er hann dó, tók því Michael prins við ríki, 5 eða 6 ára gamall, sonur Carols og Helenar drotningar. En 1928 kom hann aftur til Rúmaníu og tók við ríki af syni sínum. Var en í för með honum Magda Lu- pescu og er sagt að hún hafi haft mikil áhrif á Carol, verið allgóð- ur ráðgjafi hans í því er að stjórn laut, auk þess er hann unni henni. En það segir sig sjálft, að viðskifti við Þýzkaland, biðu ekki heill af hennar ráðum. —- Hafði Antonescu rekið hana úr landi nokkru áður en konunginn. Michael konungur hefir kallað móður sína heim til sín; hún var í Þýzkalandi. Með þeim hefir ávalt verið vel. Carol fór undir eins úr landi, suður til Constanta, þar sem Lu- pescu beið hans. Hvar hann verður framvegis, er óvíst. Telja sumar fréttir geta verið að hann flytji til Canada. Helztu fylgismenn Carols og Gyðingar, er sagt að hart muni verða leiknir í Rúmáníu. Er hinn nýi stjórnandi þó fyrst og fremst sagður rúmenskur þjóðernissinni, en ekki nazisti, þó hann verði að koma sér vel við einræðisherr- ana sem mál Rúmaníu láta sig nú svo mikið skifta. Landið hefir mínkað mikið, tapað Bessarabíu í hendur Rúss- um, Transylvaníu í hendur Ung- verjum og Dobrudja er Bulgarar kröfðust. Árásir Breta á Berlín Undanfarna 4 eða 5 daga hafa Bretar haldið uppi látlausum flugárásum á Berlín og fleiri borgir í Þýzkalandi. Urðu íbúar Berlínar mjög hissa á þessu fyrsta daginn, því þeir höfðu ver- ið fullvissaðir um að brezki flug- herinn væri úr sögunni og gæti ekki sótt Berlín heim. Þeir hafa nú þreifað á því, hve satt sumt af því er, sem nazistar segja þeim. Það er ekki getið um í fréttum nazista að neinir skaðar hafi orð- ið af árásum Breta. En samt hóta þeir Bretum því, að þeir skuli gera London sömu skil og Var- sjá, ef þeir haldi áfram upptekn- um sprejigju-árásum nótt eftir nótt á Berlín. Á mánudaginn í þessari viku, hittu sprengjur Breta bæði raf- ljósastöð og gasframleiðslu- stofnun í Berlín, skipasmíða- kvíar í Bremen og Hamburg, bryggjur og herskipalægi í Kiel og Wilhelmshaven og iðnstofn- anir í Essen og Barnstorf. Hafa ekki einungis orðið skaðar þessu samfara fyrir Þjóðverja, heldur eflaust jafnframt nokkurt mann- tjón, þó nazistar viðurkenni hvorugt. Franskar og hollenskar hafn- borgir hafa Bretar einnig helt sprengjum yfir, eins og Ostend, Calais, Bologne og þýzku her- stöðina í Cap Gris Nez í Frakk- landi, sem nú er notuð til þess að skjóta sprengjum yfir Ermar- sund til Dover. Er frá Englandi einnig skotið austur yfir sundið og fylgja þessari skothríð af beggja hálfu ávalt flugför með sprengjum, til að reyna að eyði- leggja hvers annars skotstöðvar. Bretar hafa sérstaklega beint á- rásum að hafnborgum vegna þess, að þaðan er ávalt skipa von, ef nokkurt hækifæri gefst til að senda þau af stað. En svo hefir auk þessa verið sótt á hundruðir ónefndra bæja um alt Þýzkaland. Fyrir ítölum söktu Bretar tveimur skipum með vistum og vopnum til hers ítala í Libýu í byrjun vikunnar. Er haldið að Mussolini reynist erfitt hvað líð- ur, að koma vistum til hers síns í Libýu og Blálandi. Og á hinn mikla Blálandsher sækja nú Bretar frá Kenya. Herskip ítala hættu sér ekki mikið út úr Adriahafinu og eru því æði vel lokuð inni. Her ítala virðist því á tvístringi og samvinna loft-, lands og sjóhersins lítil eða eng- in. FREGNSAFN f skýrslum Ottawa-stjórnar- innar, er gert ráð fyrir að hveiti- uppskera Canada nemi 561 mil- jón mæla á þessu hausti. Aðeins árið 1928 hefir uppskeran orðið svipuð þessu; var hún þá 566 miljón mælar. Hvað Canada á nú að gera við þennan fjögra eða fimm ára brauðforða sinn, er ráðgáta. Ot- tawa-stjórnin tekur ekki vel í að greiða fyrir nokkuð af honum áður en hann ‘selst út úr landinu og þykir fylkisstjórnirnar betur samtaka um að koma byrðinni á sig, en að leggja nokkuð sjálfar af mörkum. Fyrst um sinn stendur því þarna hnífurinn í kúnni. * * * S. 1. miðvikudag komu 11,500 canadiskir hermenn og 33 hjúkr- uilarkonur til Englands. Eru þá alls komnir frá Canada til Eng- lands 46.000 hermenn. * * * Tveir senatorar dóu í Ot- tawa í gær með nokkra klukku- stunda millibili. Var annar þeirra Joseph M. Wilson, liberal, frá Quebec, en hinn Guillaume Andre Fanteux, íhaldsmaður, einnig Quebecingur. * * * Þrjú hundruð miljón dala lán- ið, sem Ottawa-stjórnin er að taka, er nú þegar að hálfu leyti fengið á aðeins tveimur dögum. Menn byrjuðu að sinna þessu s. 1. mánudag. Hæsti lánveitandi er Sun Life vátryggingarfélagið í Quebec með 10 miljón dali. Yfirleitt eru vátryggingarfélög- in á undan að lána. En svo gera önnur félög einnig vel og lána frá 100,000 til $500,000 dali. Fá- ein eru mið 1 og 2 miljónir. “Vel innrættur maður bakar engum manni sársauka,” sagði prestur einn. “Það er hart fyrir tannlæknana að heyra það”, var honum svarað. SUNDURLAUSIR ÞANKAR Sinn er siður í landi hverju. . . Kurteisi í Bandaríkjunum er nokkuð frábrugðin kurteisi í Norðurálfunni. . . Eg er enn ekki búin að venja mig við, að enginn segir “gerið þér svo vel” þegar hann réttir eitthvað. . . og að amerískir karlmenn aðeins lyfta hattinum lítið eitt ef þeir mæta konu, sem þeir þekkja á götunni. . . og að enginn karl- maður tekur ofan fyrir öðrum karlmanni (ef hann gerði það mundi hann hreint og beint vera álitinn ekki með öllum mjalla!) En enginn Ameríkumaður situr ef kona er í sömu stofu og stendur og enginn karlmaður lætur konu setjast að borðum með sér án þess að hjálpa henni til sætis, með því, að ýta stólnum undir hana. . . Skrítið var það í fyrstu, að koma hér í búðir og afgreiðslustúlkan kallaði allar konur “gæsku” og “góðu”, þótt hún hefði þær aldrei fyrri augum litið . . . eða ef eg ók of hart í bíl og - lögregluþjónn stansaði mig og sagði: “hvað liggur þér á systir!” Ógleymanleganlegur svipurinn á þremur ungum Dön- um, sem nýkomnir voru að heim- an, þar sem þeir höfðu verið liðs- foringjar i hernum, er þeir komu inn í matsölustað í New York í fyrsta sinn og þjónninn sagði við þá: “hvað er ykkur á höndum, drengir mínir!” . . . Flestir hér nota hnífinn er þeir borða fisk, sem er nærri “dauðasök” í Norð- urúlfunni... og meðan við tölum um borðsiði' og mat hér, þykir maís (corn) ákaflega ljúffengur réttur, en í Norðurálfunni eru það bara kýrnar sem borða maís . . . eg er annars að velta fyrir mér, hvort betra er, maís eða ryklingur . . . get ekki komist að neinni niðurstöðu, því það eru meir en 15 ár síðan eg borðaði rykling, en báðir réttir eiga sam- merkt með sér, að þeir eru borð- aðir “með fingrunum” . . . Fólk jhér, sem enginn mundi gruna um slíka ósvinnu, stangar tennurnar með sýnilegri ánægju og framúr- skarandi úthaldi eftir hverja mál- tíð .. . óþarfi er að ofreyna skyn- semina þegar maður talar við Ameríkumann . . . bara byrja að tala um bílinn hans og hann er í essinu sínu . . . þetta er nú ekki allskostar rétt, því eg hefi talað við marga gáfaða og hámentaða Ameríkumenn, sem leiðist að tala um bíla! . . . Þegar Ameríkumað- ur segir, að einhver sé “þéttur”, þá meinar hann, að maðurinn sé annaðhvort kendur eða nískur. . . Fyndinn landi sagði við mig á árunum, að aðal gallinn á íslend- ingum væri sá, að þeir kynnu ekki að láta tappann í flösku. . . Ameríkumenn líkjast fslending- um að því leyti, að þeir kæra sig bara um sterka drykki og kunna ekki að meta vín. . . Af Norður- landamönnum held eg að Danir séu mestir hófsmenn við drykkju. Minnisstætt á ýmsan hátt Þegar Jóhann Sigurjónsson las “Lygamörð” upphátt kvöldstund eina í vinahóp í Kaupmannahöfn . . . Á heimleið frá Danmörku á Gullfossi eitt sumar, söngur frá morgni til kvölds, góðir söng- menn og Sveinbjörn Sveinbjörns- son stjórnaði söngnum. .. íslend- ingurinn, sem heimsótti mig í San Francisco og heilsaði mér með orðunum: “langamma þín og langamma mín voru systur” — (langömmurnar voru Rannveig og Kristín, systur Bjarna Thor- arensen) . . . þegar eg átti að segja nokkur orð um dönsku skáldkonuna frú Thit Jensen á undan fyrirlestri, sem hún hélt í norræna klúbbnum í Háskóla Californíu í Berkeley, fór upp á ræðupallinn og gat ekki með nokkru móti munað nafn frúar- innar. . . Hrifningin á andliti Kjarvals þegar Sigfús frá Höfn- um las Bragarbót Matthíasar upphátt fyrir okkur — og gerði það skínandi vel — en Kjarval heyrði þá kvæðið í fyrsta sinn. .. Á Lögbergi, mörg í hóp, í rign- ingu — og einhvernveginn býst maður altaf við sólskini á Lög- bergi — en Ragnar Kvaran var svo fyndinn og andríkur, að við gleymdum rigningunni. . . Great Falls, Montana, 1. sept. 1940. Rannveig Schmidt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.