Heimskringla - 11.09.1940, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.09.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. SEPT. 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Sveinn Thorvaldson gerði til- lögu um að samþykkja nefndar- álitið. Till. var studd af Ág. Eyjólfssyni og samþykt. Forsetinn gat um sýningu á sunnudagaskólabókum og verk- efnum, sem væri að finna í sam- komusal kirkjunnar, og hvatti menn til að veita henni athygli. Sveinn Thorvaldson bauðst til að veita móttöku bókapöntunum, ef einhverjir vildu eignast eitthvað af bókum þeim, sem þarna voru til sýnis. Þá gat forsetinn þess, að kosn- ingar embættismanna færu fram kl. 2 e. h. Bergthór E. Johnson gerði tillögu um að fundi væri frestað. Tillagan var studd af E. E. Einarssyni og samþykt. Fundi slitið. Vararit.: séra P. M. Pétursson Mumsjónarmaður sunnudaga- skóla: Mrs. Ólafía Melan. Undirritað; Thorv. Pétursson Gísli Einarsson Th. Nelson Var þá gengið til kosninga um hvern af þeim, sem nefndin hafði útnefnt út af fyrir sig, og með því að engir aðrir voru útnefnd- ir voru ofannefndir embættis- menn endurkosnir í einu hljóði. Uppástunga Ág. Eyjólfssonar studd af Á. Thórðarson að end- urskoðendur reikninga séu kosn- ir þeir B. E. Johnson og E. E. Einarsson. Tillagan samþykt og þeir kosnir. Ný mál Sjötti fundur var settur kl. 2 síðdegis fyrsta júlí. Fundarbók lesin og samþykt. Forsetinn bað Mrs. Dr. Björns- son að skýra frá rekstri sumar- heimilisins að Hnausum. Mrs. Björnsson tók þá til máls og gaf ítarlega skýrslu um starf- rækslu heimilisins. Var það starfrækt síðastliðið sumar undir stjórn þeirra Mr. og Mrs. Carl Frederickson. Skýrði hún frá fjárhag þess og þakkaði sumar- heimilisnefndinni fyrir gott samstarf, sérstaklega kvað hún þær Mrs. B. E. Johnson og Mrs. P. S. Pálsson hafa lagt mikið á sig í sambandi við fjáröflun fyr- ir heimilið. Fullkomnari skýrsla um heimilið og starfsrekstur þess birtist væntanlega með fundar- gerningum kvenfélagasambands- ins. E. Benjamínsson og Á. Thórð- arson gerðu tillögu um að sam- þykkja skýrsluna og þakka sum- arheimilisnefndinni fyrir góðar framkvæmdir. Tillagan var sam- þykt með því að allir viðstaddir stóðu á fætur. Þá las forseti nöfn þeirra, sem voru í sumarheimilisnefndinni fyrir hönd kirkjufélagsins síðast- liðið ár, og eru þeir þessir: Ólaf- ur Pétursson ,séra P. M. Péturs- son, Sveinn Thorvaldson, séra E. J. Melan, Dr. Lárus Sigurðs- son og Mrs. B. E. Johnson. Miss H. Kristjánsson og J. O. Björnsson lögðu til að þessir fulltrúar væru endurkosnir og var það samþykt. Mrs. Dr. S. E. Björnsson vakti máls á því, að nauðsynlegt væri, að meira væri ritað í The Christ- ian Register um framkvæmdir okkar og sömuleiðis í blað Gen- eral Alliance. Forsetinn tók í sama streng og sömuleiðis Sveinn Thorvaldson, sem taldi heppi- legt, að stjórnarnefnd félagsins sæi um að stuttar ritgerðir um starf þess væru birtar þar, þegar nauðsyn bæri til. Forsetinn kvað heppilegast mundi vera, að ein- hver sérstakur maður tæki þetta að sér og þá helst ritari félagsins. Hvatti hann menn til þess að kaupa The Christian Register, sem hann taldi vera ágætt blað. Sveinn Thorvaldson kvað blaðið hafa fjóra kaupendur í Riverton söfnuði, lauk hann lofsorði á blaðið, og sömuleiðis séra Jakob Jónsson, sem tjáði sig reiðubú- inn til að taka á móti áskriftum fyrir blaðið, ef einhverjir kaup- endur gæfu sig fram. Á. Thórðarson og E. Benja- mínsson lögðu til, að stjórnar- nefndinni væri falið að kjósa fréttaritara. Samþykt. Skýrsla útnefningarnefndar og kosning embættismanna. Þá lagði útnefningarnefndin fram skýrslu sína, sem hér fylgir. Á kirkjuþingi í Wynyard 30. júní 1940. Útnefningarnefndin leyfir sér að nefnaeftirfylgjandi fólk í stjórnarnefnd kirkjufélagsins fyrir næsta ár: Forseti; séra Guðm. Árnason Varafors.: Sveinn Thorvaldson Féhirðir: Páll S. Pálsson Varaféh.: Capt. J. B. Skaptason Ritari: séra Eyjólfur J. Melan Séra E. Melan benti á, að á næsta ári yrði 50 ára afmæli frjálslyndu trúarhreyfingarinnar meðal Vestur-fslendinga og að víðeigandi væri, að það yrði at- hugað af þinginu. Forseti kvað sjálfsagt að taka þessa bendingu til greina, og yrði annaðhvort að kjósa nefnd til þess að hafa undirbúning málsins með höndum eða að fela stjórnarnefndinni að sjá um hann. M. O. Magnússon gerði tillögu um að stjórnarnefndinni sé falið að minnast afmælísins á viðeig- andi hátt. Tillagan var studd af | Ág. Eyjólfssyni og samþykt. Ág. Eyjólfsson mintist á að 1 oft væri skortur á sálmabókum við guðsþjónustur og hvort ekki væri tiltækilegt að fá vélritaða þá sálma, sem oftast væru notað- ir. Séra E. J. Melan áleit að \ þetta væri sérmál hvers safnaðar. Næst lagði tillögunefndin fram viðaukaskýrslu, sem er á þessa leið: Tillögunefndin leggur til, að eftirfarandi yfirlýsing sé sam- þykt. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim áhugá, sem Gunnar Er- lendsson organisti hefir sýnt á bættum kirkjusöng, með því að gefa út safn að kórsöngvum til notkunar við guðsþjónustur. Vill þingið beina þeirri áskorun mjög eindregið til safnaða og söng- flokka, að þeir vinni að því að bókin verði keypt og notuð. Undirritað: Thorv. Pétursson Jakob Jónsson Sveinn Thorvaldson Séra E. J. Melan gerði tillögu um að nefndarálit þetta væri samþykt. Tillagan var studd af B. E. Johnson og samþykt. Séra Jakob Jónsson tók þá til máls og benti á, að P. S. Pálsson hefði gefið nokkuð af upplaginú af ljóðabók sinni “Norður Reyk- ir” til sumarheimilisins. Kvaðst hann hafa bókina til sölu og kost- aði hún einn dollar, gjöfin kæmi ekki að notum nema bókin væri keypt. Séra Jakob las ítarlega skýrslu ! yfir starf sunnudagaskóla Quill Lake safnaðar. Að því loknu var tekið 15 mínútna fundarhlé. Fundur var aftur settur kl. hálf fimm. Tillögunefndin bar fram til samþyktar eftirfarandi ályktun: Vegna þess að þetta er hið fyrsta kirkjuþing, er kemur sam- | an eftir fráfall þeirra séra Rögn- valdar Péturssonar og séra Ragn- ars Kvaran, vill þingið votta að- standendum þeirra samúð sína og viðurkenna um leið hið mikla I starf, sem þessir brautryðjendur hafa unnið í þágu frjálslyndrar kirkju. Þingið felur forseta að flytja þeim frú Hólmfríði Pétursson og frú Þórunni Kvaran þessa kveðju ! þingsins bréflega. Undirritað: Philip M. Pétursson Jakob Jónsson Sveinn Thorvaldson E. E. Einarsson J. O. Björnsson og M. O. Magnússon gerðu tillögu um að ályktunin væri samþykt og var það gert með því að allir við- staddir risu úr sætum. Séra Philip M. Pétursson las þar næst eftirfylgjandi yfirlýs- ingar í sambandi við ófriðinn. The Committee on Resolutions respectfully submits the follow- ing resolution for consideration: Whereas grave responsibilites rest upon us as citizens of the Dominion of Canada, a member nation of the British Empire and one of those democratic nations engaged in the present interna- tional struggle. Be it resolved that the United Conference of Icelandic Churches, in annual meeting as- sembled at Wynyard, Sas., July lst, 1940, 1. reiterate its belief in the principles of Freedom and indi- vidual worth, which is the foun- dation of all free institutions, 2. express its full confidence in the ultimate triumph of every movement based on and in har- mony with these ideals and of the ultimate defeat of every agressor in whatever form that threatens their existence, 3. pledge its loyalty to every effort to preserve the element- ary principles of liberty, 4. call upon the churches to use every possible means to fortify the spiritual life of their members, and to extend beyond their parochial limits their influ- ence of each parish church as a citadel of spiritual strength. Signed: Philip M. Pétursson S. Thorvaldson Jakob Jónsson E. E. Einarsson limi að taka á móti gestum á þetta kirkjuþing. Að lokum tók til máls séra Jak. Jónsson og talaði um þýðingu þessa þings sérstaklega og þýð- ingu slíkra samfunda yfir höfuð. Taldi hann það, sem gert væri á slíkum þingum þýðingarmikið, þó að vitanlega alt, sem á þeim væri rætt og ráðgert kæmist ekki í framkvæmd. Góðar hugsanir gætu aldrei dáið, og þó að störf vor væru í molum, væri eitthvert það afl til í þessari tilveru, sem léti hið góða rætast. Séra P. M. Pétursson lagði til, að stjórnarnefnd væri falið að samþykkja ólesna fundargern- inga. S. Thorvaldson studdi. — Samþykt. Lét þá forsetinn syngja sálm- inn nr. 634 og sagði að því loknu þinginu slitið. G. Árnason E. J. Melan FRIÐÞJÓFUR I. Er það Kölski, eða hinn sem fellur? Hvor sem er, þá heyrist mikill skellur t Verða ljósar leynivaldabrellur: Lýðnum afl í stæltum vöðva svellur. II. Geysar fram með fjölda múg, Frjósöm skelfur jörðin; Sáir eldi borg og bú, Blóði vökvar svörðinn. Hvernig fer með Friðþjófs múg, Frelsarann í honum: Ef að Fjandinn félli nú Fyrir stórveldunum? sitt vistlegt og aðlaðandi fyrir sig og sína. Hún var glaðlynd og dagfarsprúð og veitul á hverskyns þjónustu ástmennum sínum til handa. Mun hennar sárt saknað í vinarhópi en þó mest af þeim er lengst og mest nutu iðju hennar og árvekni. Hún var jarðsungin frá útfar- arstofunni í Ferndale þann 29. júlí af undirrituðum. H. E. Johnson ISLANDS-FRÉTTIR Rimur af Perusi meistara Finnur Sigmundsson magister hefir gefið út rímur af Perusi meistara eftir Bólu-Hjálmar, en eins og kunnugt er, orti Bólu- Hjálmar nokkrar rímur og eru nú með þessari útgáfu, komnar út allar rímur hans, sem komið hafa í leitirnar. Hafa rímurnar af Perusi meist- ara geymst í tveim handritum í Landsbókasafninu. Þeir munu vafalaust vera margir, sem hafa gaman af rím- um og verður útgáfa þessa rímna- flokks þeim kærkomin dægra- stytting, eins og þær voru höf- undinum dægrastytting meðan hann var að kveða þær í skamm- deginu norður í Bólu. —Alþþl. 26. júlí. - HITT OG ÞETTA - Læknir kom til sjúklings, er hafði legið fyrir dauðanum, og 'segir, þegar hann sér hann, við ■ konu hans: “Hann er dáinn, aum- inginn”. En öllum viðstöddum varð bylt við, er sá látni reis upp í rúmi sínu og segir; “Ónei, nei, það er eg reyndar ekki.” Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. BlrgQlr: Heory Ave. Ea*t Sími 95 551—95 562 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Kona hans gall þá við: “O, sussu — sussu, þegiðu maður. Heldurðu að læknirinn viti þetta ekki betur en þú!” * * * Hva ðer hjónabandið? Þessi spurning var einu sinni rædd í samkvæmi. Roskinn maður og reyndur svaraði því á þá leið, að það væri að gefa kvenmanni helminginn af mat sínum gegn því að fá hinn helminginn mat- reiddan. * * * Nýgift frú: “Viltu kaupa músagildru um leið og þu kemur heim.” Jón: “Eg sem kom með eina í seinustu viku”. Frúin: “Já, en það er mús í henni”. * * * “Vinur minn frá Aberdeen sendi mér mynd af sér í gær.” “Hvernig lítur hann út?” “Eg veit það ekki enn. Eg er ekki búin að láta framkalla film- una.” * * * “Kæri Jim,” sagði móðirin í bréfi til sonar síns, sem hafði gerst hermaður. “Eg vona að þú mætir stundvíslega á morgnana og látir ekki herdeildina bíða eftir þér á máltíðum.” Tillaga B. E. Johnson studd af Mrs. Dr. S. E. Björnsson, að þessi yfirlýsing sé samþykt. Til- lagan samþykt. Tillögunefndin hefir, sam- kvæmt uppástungu Mrs. Dr. S. E. Björnsson, tekið til athugun- ar, hvað unt væri að gera til þess að styrkja líknarstarf Unit- arasambandsins meðal flótta- manna og annað líknarstarf vegna ófriðarins. Nefndin legg- ur fram eftirfarandi tillögur og ályktanir: 1. Þingið skorar á presta og söfnuði að helga þessu máli eina guðsþjónustu eða samkomu, þar sem fólkið sé frætt um málið og samskota leitað til starfsemi líkn- arnefndar Upitarasambandsins (Untiarian Serv. Committee). 2. Stjórnarnefnd kirkjufél. sjái um, að greinar verði jafn- framt skrifaðar um málið í ísl. blöðin. 3. Þingið hvetur einstaklinga og félög innan kirkju vorrar til að styrkja eftir mætti þá líkn- arstarfsemi, sem fram fer í bygð- arlögum þeirra. 4. Þar sem ástæða er til að ætla að skortur kunni að verða á íslandi, á ýmsum nauðsynjum, vegna einangrunar og erfiðrar aðstöðu á ófriðartímum, skorar þingið á alla Vestur-íslendinga, bæði félög og einstaklinga, að fylgjast sem bezt með ástandinu á íslandi og gera alt, sem í þeirra valdi stendur til aðstoðar, eftir því sem þörf gerist. Undirritað; S. Thorvaldson Marja Björnsson Jakob Jónsson P. M. Pétursson E. E. Einarsson Samþykt. Þá flutti Gísli Einarsson fyrir hönd Riverton safnaðar þinginu boð frá þeim söfnuði um að halda næsta kirkjuþing í Riverton. Þá bar séra E. J. Melan fram tillögu þess efnis að þakka Qill Lake söfnuði og kvenfélagi safn- aðarins fyrir frábærlega góðar viðtökur. Tillagan var studd af mörgum og samþykt í einu hljóði. Ö. O. Magnússon mælti nokkur orð í þessu sambandi og kvað það hafa verið óblandna á- nægju fyrir alla safnaðarmeð- Margir gráta erfi ár: Allir dýrka náinn, Flestir munu fella tár Á foringjann sinn dáinn. Ef að losnar embættið Illur bætist skaðinn: Mig, ef velja viljið þið Vininn hans í staðinn? /• /• N. DÁN ARFREGN Þann 22. júlí s. 1. andaðist, á sjúkrahúsi í Bellingham, húsfrú Steinunn (Christine) S. Baker frá Mountain View-sveit í Wash- ington-ríki. Dauðameinið hlotn- aðist af byltu er olli stórmeiðsl- um. Steinunn var fædd að Fremri Fitjum í Miðfriði, Húnavatns- sýslu þann 7. febr. árið 1869. Hún var dóttir Finns Finnssonar bónda á Fremri-Fitjum en móð- irin hét Guðrún Árnadóttir. Hún ólst upp með föður sínum þar til hún fór til Ameríku árið 1887. Dvaldi hún fyrst í vist, í Winni- peg og gekk þar á kveldskóla til að læra ensku og fleira. Eftir þrjú ár þar eystra flutti hún vestur að hafi — til Seattle — árið 1890. Þann 18. nóv. 1890 giftist hún Magnúsi S. Baker og nokkru seinna fluttu þau hjónin til Bell- ingham, en höfðu þar skamma dvöl. Árið 1899 settu þau sam- an bú að Mountain View skamt frá Ferndale, Wash., og hafa bú- ið þar síðan. Þau eignuðust þrjá syni; dvel- ur einn heima, Pétur að nafni en tveir eru skipstórar, Finnur og Andrew, og eiga heima norður á Vancouver-eyjunni í British Columbia. Auk eiginmannsins og sonanna þriggja átti hún tvö systkin á lífi: Pétur Finnsson og Mrs. Kristín Líndal, bæði í Blaine héraðinu. Steinunn sál. (Hún hafði tekið upp nafnið Christine meðal enskumælandi fólks.) var. hin mesta sæmdar kona í hvívetna, og vinsæl mjög. Manni sínum reyndist hún hin ástríkasta og umhyggjusamasti lífsförunautur og börnum sínum hin bezta móð- ir. Hún var kona iðin og verk- hög með afbrigðum og varði öll- um stundum til að gera heimili INNKÖLLUNARMENN HEIMSXRINBLU í CANADA: Amaranth...........r....................J. B. Halldórsson Antler, Sask......................«K. J. Abrahamson Ámes..................................Sumarliði J. Kárdal Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur.................................Sigtr. Sigvaldason Beckville...............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. 0. Loptsson Brown.................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge...._______________________H. A. Hinriksson Cypress River.............................Páll Anderson Dafoe.....................................S. S. Anderson Ebor Station, Man...................~..K. J. Abrahamson Elfros________________________________J. H. Goodmundson Elriksdale...............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.......................Rósm. Ámason Foam Lake................................H. G. Sigurðsson Gimli......................................K. Kjernested Geysir.................................. Tím. Böðvarsson Glenboro....................................G. J. Oleson Hayland..................................Slg. B. Helgason Hecla...................................Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Húsavík..................................John Kernested Innisfail........................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar..................................S. S. Anderson Keewatin...........................................Sigm'. Björnsson Langruth..............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar..............................................D. J. Líndal Markerville......................... Ófeigur Sigurðsson Mozart...................................S. S. Anderson Oak Point...............................Mrs. L. S. Taylor Otto......................................J3jörn Hördal Finey.....................................s. S. Anderson Red Deer...............................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík................................... Riverton............................................Björn Hjörleifsson Selkirk, Man............Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson Steep Rock..........................................Fred Snædal Stony Hill.........................................Björn Hördal Tantallon.................................O. G. Ólafsson Thomhill..............................Thorst. J. Gíslason Víðir....................................Aug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis......................Finnbogi Hj álmarsson Winnipeg Beach...........................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co..................Th. Thorfinnsson Grafton................................Mrs. E. Eastman Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.... Milton---------------------------------------S. Goodman Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain...............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th SL Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Mlddal, 6723—21st Ave. N W. Upham....................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.