Heimskringla - 11.09.1940, Page 3

Heimskringla - 11.09.1940, Page 3
WINNIPEG, 11. SEPT. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA EKKERT BETRA EN VOGUE að GILDI Þú færð meira fyrir peningana þegar þú vefur sígaretturnar sjálfur úr þessu bragðgóða, fínt skorna tóbaki. — Hvernig sem þú lítur á það, þá er það stór hagnaður að kaupa pakk- an á lOc og J4 punds dósina á 65c Vogue fín skorið tóbak—með Vogue sjálf brennandi síga- rettu ' pappír—gerir þessa á- gætu "vefðu þær sjálfur” sam- einingu. ý lOc PAKKINN í/2-PUNDA DóS FYRIR 65c lífsbaráttan fyrst í stað. Var Elinborg hjá Kristínu til æfi- loka, og tókst henni á efri árum að launa Elinborgu það sem hún hafði gert fyrir hana í uppvext- inum. Elinborg var ein af frumherj- unum sem ekki fóru miklar sög- ur af, hún sótti ekki eftir því að standa í broddi fylkingar, en hún vann þeim mun betur sín skyldu- verk, sem hún sótti minna eftir launum eða orðstýr, og það er margt af okkar besta fólki, og hefir alt af verið um aldirnar sem sagan segir fátt um, því það sótti ekki eftir hégóma eða fánýtri lýðhylli, en sinti sínu kðllunar- verki með trúmensku. Það er viturt fólk, skilningur þess er djúpur og raunverulegur, og hugsjónir þess eru óeigingjarn- ar, “yfir djúpinu hvílir ró og friður, en þar sem grunnsævi er, er öldugangur mikill.” Elinborg var fríð kona sýnum, yfir svip hennar hvíldi norræn tign, hélt hún sér vel fram á elli- ár, hún var vel greind og bók- hneig, og las hún mikið og fylgd- ist með heimsviðburðum fram til þess síðasta. Þegar íslenzku blöðin komu var hátíð fyrir hana, því hún var ramíslenzk, elskaði fsland og alt það sem best er í ís- lenzkum arfi, og íslenzku blöðin las hún því nær til hinstu stund- ar. Elinborg lifði langa æfi, lengri en alment gerist, hún reyndi súrt og sætt, og um mið- hluta æfinnar mætti hún mikl- um raunum, en alt sitt mótlæti bar hún með stillingu, hún stóð eldvíxluna án þess að kavrta. — Þegar hún stóð ein og sá mest alt sitt horfið og tapað möglaði hún ekki en tók því sem verða vildi með jafnaðargeði, og þrátt fyrir alt mótlæti var hún í hjarta sínu þakklát við guð og menn og það innræti krýndi líf hennar far- sæld. Sé land og líf fyrir handan fjallahringinn bláa sem fyrir okkar andlegu sjón blasir, eins og við trúum, sé þar alvaldur konungur sannleikans öllu ráð- andi eins og okkur er kent, sé þar réttlæti það sem við öll byggjum á og treystum og komi hún þar fyrir alsherjar dóm þarf ekki að kvíða úrslitum því skjöldur hennar var hreinn og fagur. Hún var trú hinu sanna í lífinu. Frá hjarta okkar sem henni stóðu næst rísa þakklætistónar, við þökkum henni samleiðina, manndóm hennar og hugsjóna- auð, hvert bros og hvert tár, frá því fyrsta til hinstu stundar. Guð blessi minningu hennar. Elinborg átti mörg systkin og frændfólk margt þó fátt af því sé hér um slóðir, hinn nafnkunni sæmdarmaður Jón J. Henry að Petersfield, Man., er bróðir henn- ar. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu og íslenzku kirkjunni í Glenboro á mánudaginn 1. júlí að viðstöddu fjölmenni. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. G. J. Oleson Húsbóndinn var tekin upp á því að koma ölvaður heim á hverju kvöldi og konan var orðin þreytt á að rífast við hann. Einu sinni datt henni í hug að hræða mann sinn. Er hún heyrði að hann var að staulast upp stigann, setti hún lak um höfuð sér og sagði dimmri röddu: — Eg er fjandinn, eg er f jand- inn. — Jæja, sagði húsbóndinn glaðlega. “Það er gaman að kynnast þér, mágur! * * * * Auðugur maður verður að taka í þjónustu sína þjón, þvottakonu, matsvein og bústýru. Fátæki maðurinn þarf ekki annað en giftast. * * * Nýjasta tíska í baðfötum er sögð vera að hafa þau með smá- gloppum og götúm. Það minkar árlega, sem fólk hefir utan á sér. GETA ÞJÓÐVERJAR KOMIST MEÐ HER MANNS YFIR Á ENGLAND? Enskur sjóliðsforingi segir álit sitt Um fátt er meir rætt um þess- ar mundir en það, hvort Þjóð- verjar geti komist inn í England eða ekki. Hinir skjótunnu sigr- ar þeirra hafa komið mönnum á þá skoðun, að erfitt sé að veita þeim mótspyrnu. í eftirfarandi grein lætur brezkur sjóliðsfor- ingi, Russel Greníell, í ljós skoð- un sína á þessu máli. Greinina skrifaði hann í Daily Herald. Margir Englendingar álíta, að ef Þjóðverjar geti komið Eng- lendingum algerlega á óvænt af fullum kráfti, geti þeim máske tekist í náinni framtíð að komast inn í England. Samt sem áður er eg þeirrar skoðunar, að þetta sé á misskiln- ingi bygt. Ein aðalástæðan fyrir ótta manna er sú, að Þjóðverjar noti nú ný vopn og nýjar hern- aðaraðferðir, sem geri það að verkum, að þeir hafi geysilega yfirburði yfir Bandamenn. í þessu er töluverður sannleik- ur falinn. Það er satt, að þeir hafa töluverða yfirburði í land- hernaði, en við verðum að varast að álíta, -nema hið gagnstæða komi í ljós, að þeir hafi jafn- mikla yfirburði í sjóhernaði. í landhernaði eru skílyrðin alt önnur. Þar er hægt að draga saman miljónaher, búinn vél- knúnum farartækjum, og steypa honum yfir óvinaþjóðina. Skriðdrekar, vélahersveitir, fótgönguliðssveitir og flugvéla- hersveitir geta í einu vetfangi gert innrás í óvinaland. Þá kemst alt á ringulreið, varnarlið- ið er óviðbúið og alt stráfellur, sem fyrir verður. Og þetta er gert með geysimiklum hraða, En ef á að flytja herHð sjóleiðis, er alt öðru máli að gegna. Þá verða hinar margvíslegustu hernaðar- vélar miklu fremur til trafala en til þess að auka hraðann. Áður fyr gátu hermenn borið hergögnin og birgðirnar með sér á bakinu. En nú á dögum er ekki hægt að flytja skriðdreka eða fallbyssur öðru vísi en lyfta því með vélknúinni lyftu* um borð í skip og úr skipinu á sama hátt. Og því þyngri sem vopnin eru, því erfiðara er að flytja þau. Það tekur því langan tíma að skipa slíkum hernaðartækjum upp úr skipum og það er ekki hægt nema á góðum löndunar- stöðum. Slíkir staðir eru tiltölu- lega fáir og þar af leiðándi auð- velt að verja þá. Það var staðreynd, að Þjóð- verjar höfðu náð á sitt vald flest- um slíkum stöðum í Noregi, áður en Bandamenn komu á vettvang, og gerði það þeim ókleift að koma hernaðartækjumú land svo að nokkru næmi. Það er jafnvel mjög langsótt verk og torvelt, að koma miklu liði á land, ekki sízt, þegar hald- ið er uppi látlausum árásum á liðið, meðan á því stendur. Það er því vafasamt, hver á- rangurinn yrði, jafnvel þótt Þjóðverjum tækist að komast alla leið að Englandsströndum. En komast þeir nokkurntíma yfir sundið? Hinn óbreytanlegi lærdómur sögunnar, svo langt sem hann nær, er sá, að ekki sé heppilegt að vaða beint í ginið á flota, sem er miklu öflugri en árásarflotinn. Gegn þessu hefir því verið haldið fram, að flugflotinn geti bætt upp þann halla. En er því nú þannig farið? Það er satt, að Þjóðverjar hafa sökt fimm eða sex tundurspillum fyrir okkur og skemt fáeina að auki. En það, sem mestu máli skiftir er það, að loftfloti Þjóð- verja hefir ekki getað hindrað það, að við sigldum um þau höf, sem við höfum ætlað okkur að sigla um. Það er líka satt, að loftherinn hélt skipum okkar frá því að komast inn í Skaggerak og Kattegat — en það var ekki vegna þess að skip okkar hefðu ekki getað það, ef þau hefðu vilj- að. • En þau kærðu sig ekki um að fara þar inn. Eg veit, að flota- málaráðuneytinu var það full- kunnugt, að það var stórhættu- legt að fara þar inn, og að það var ástæðulaust að hætta þeim þang- að, þegar nóg þörf var fyrir þau annarsstaðar. Þúsundum Þjóðverja var drekt af kafbátum ókkar, er þeir voru á leið til Noregs. Mér þætti ekki mikið varið í að vera í þýzku liði, sem skip okkar gerðu árás á. Og það er e’kki goft fyrir flugvélar að verða fyrir skothríð tundurspilla okk- ar og beitiskipa. Menn vita ekki með vissu, hversu stóran skipaflota þarf til þess að flytja her, búinn nútíma vopnum. En það mun láta nærri, að það þurfi um 150 stór skip, til þess að flytja um 100,000 manna lið. Og ef þetta lið yrði sent alt í einu, hvort sem væri á nóttu eða degi, þá myndi floti okkar gera því þær skráveifur, sem effir yrði munað. Og þó er 100,000 manna lið ekki mikill herafli. Og í þessu sambandi er ekki vert að gleyma einu atriði, sem þó sést oft yfir. Við Englendingar erum sigl- ingaþjóð, sem höfum meiri reyn- slu í siglingu og sjóhernaði en nokkur önnur þjóð á meginland- inu. Á liðnum árum og öldum hafa verið miklir hergarpar og sigurvegarar ájneginlandinu. En takmörk yfirráðasvæðis þeirra hafa altaf verið bundin við ströndina. Napoleon notaði það, sem á þeim árum var kallað nýmóðins hernaðaraðferðir. Hann “vann á hraðanum” og fór sigri hrós- andi með herdeildir sínar um þvert og endilangt meginlandið. En þegar komið var út á sjóinn fór hann halloka. Sjóliðsforingj- ar hans voru allir sigraðir. Árið 1815 þegar hann stóð sem fangi á þilfari brezks herskips sagði hann: “Brezki flotinn hefir altaf eyðilagt öll áform mín.” En hvað er þá um fallhlífar- hersveitirnar að segja. Þær verða sennilega ekki sendar, nema aðr- ar herdeildir verði sendar um leið þeim til aðstoðar. Án þeirra yrðu fallhlífarhersveitirnar óð- ara brytjaðar niður. Sannleikurinn er samt sem áð- ur sá, að við getum alls ekki ver- ið vissir um það, að ekki verði reynt að gera innrás á England. Við verðum að gera all^jr varúðar- ráðstafanir, sem hugsanlegar eru. Samt sem áður álít eg enn í fullu gildi orð St. Vincent’s lá- varðs, sem hann mælti í lávarða- deildinni 1805: Eg get ekkert sagt um það, hvort óvinirnir koma eða ekki. Eg segi það aðeins, að þeir koma ekki sjóleiðina.—Alþbl. ÍSLANDS-FRÉTTIR Skuldirnar gagnvart útlöndum lækkað um kr. 9 milj. síðustu 12 mánuðina í skýrslu bankanna (birtri í Hagtíðindum, til maíloka 1940, sást m. a. að aðstaðan gagnvart útlöndum hefir batnað svo að skuldir bankanna nema nú kr. 5.4 miljónum. í maí lok í fyrra námu skuldirnar 14.2 miljónum. Síðustu mánuðina hefir aðstað- an farið jafnt og þétt batnandi. Skuldirnar námu í júlílok í fyrra 17.5 milj. í októberlok námu þær um 17.1 miljón, en voru í árslok komnar niður í 12.4 miljónir. í marslok voru þær komnar niður í 9.3 milj., í apríllok í 8.4 miljónir og í maílok 5.4 miljónir. Undanfarin ár hafa skuldirnar hækkað um þetta leyti árs, en síðan lækkað nokkuð síðustu mánuði ársins. Það er þess vegna þeim mun eftirtektarverðara hve aðstaðan hefir batnað síðustu inánuðina. Innlög í bönkunum námu í maílok 82 miljón krónum (í maí- lok í fyrra 71 milj. kr.). Útlánin námu um sama leyti 108 miljón krónum (í fyrra 99.6 milj. krón- um). Seðlaútgáfan hefir hækkað all- mikið síðustu tvo mánuðina, einkum í maí. Hún var kr. 12.4 miljónir í marslok (11.2 miljónir í marslok í fyrra), en var orðin kr. 14.4 miljónir í maílok (12.2 milj. í maílok í fyrra). Gengi sterlingspundsins var fyrstu fimm mánuði ársins (með altal) ; í jan. kr. 25.78, febr. 25.84, mars 24.68, apríl 23.01 og í maí 31.51.—Mbl. 4. júlí. * * * Tundurdufl frá Orkneyjum til íslands og þaðan til Grænlands Brezka flotamálaráðuneytið til- kynti í gær, að brezk tundurdufl hefðu nú verið lögð alla leið frá Orkneyjum til íslands, á 750 km. löngu svæði, og frá íslandi í suð- vesturátt til Grænlands, á 1200 km. löngu svæði. Með þessum tundurduflalagn- ingum hafa Bretar gert ráðstaf- anir til þess að loka tveimur siglingaleiðum, sem mikið hafa verið notaðar af þýzkum skipum suður og vestur í Atlantshaf og eins austur til Evrópu þaðan; leiðinni milli fslands og Græn- lands og leiðinni milli Orkneyja og fslends. Það er tilkynt, að skip, sem vilja komast í gegnum tundur- duflagirðinguna, verði að sigla eftir rennu milli eyjarinnar Rona og Wrathöfða nyrst á Skotlandi og koma víð í eftirlitshöfn Breta í Kirkwall í Orkneyjum. —Alþbl. 11. júlí. * * * Líftryggingarstarfsemin að færast á innlendar hendur Fram undir árslok 1934 var ekki rekin hér á landi nein inn- lend líftryggingarstarfsemi, að undanskildum lífeyristrygging- um í lífeyrissjóðum embættis- manna og barnakennara. En 6 erlendar lífsábyrgðarstofnanir ráku hér líftryggingarstarfsemi, þrjár danskar, Statsanstalten for Livsforsikring (síðan 1884), Danmark (síðan 1913) og Nye danske (síðan 1930), tvær sænsk- ar, Thule (síðan 1919) og Svea síðan 1927) og ein norsk, And- vaka (síðan 1920). f desember 1934 byrjaði Sjóvá- tryggingarfél. íslands á lífsá- byrgðarstarfsemi jafnframt ann- ari vátryggingarstarfsemi sinni, og varð því brátt töluvert ágengt, því að í árslok 1936 var líftrygg- ingarupphæðin hjá því orðin rúml 3. milj. kr., eða rúml. 754% af allri tryggarupphæðinni hér á landi. í ársbyrjun 1937 yfirtók Sjó- vátryggingarfélagið allar líf- tryggingar Thule á fslandi með samningi, sem tryggir félaginu fullkomna afhendingu á öllum þeim tryggingum, sem tryggj- endur vilja yfirfæra til Sjóvá- tryggingarfélagsins, en afgang- inn endurtryggir Thule hjá Sjó- vátryggingarfélaginu. Má því í rauninni telja, að allar trygging- ar Thule séu orðnar innlendar. f ársbyrjun 1938 yfirtók Sjóvá- tryggingarfélagið allar líftrygg- ingar félagsins Svea hér á landi með samskonar skilmálum. í árslok 1938 (en skýrslur Hagstofunnar ná ekki lengra), voru í gildi innlendar líftrygg- ingar, að upphæð kr. 26.1 milj., en erlendar vátryggingar að upp- hæð kr. 21 milj. 4tr., eða líftrygg- ingar samtals að upphæð kr. 47,155. Hafði orðið almikil hækk- un frá árinu á undan (1937), því að þá voru líftryggingarnar sam- tals að upphæð kr. 42.9 miljónir (innl. kr. 23 milj., erl. kr. 19.8 milj.). Lífsábyrgðarskírteini gefin út á árinu 1938, voru að upphæð kr. 11.7 milj., þar af innl. kr. 7.7 milj., en erl. kr. 4 milj. Hér eru taldar með innlendum trygging- um þær tryggingar, er Sjóvá- tryggingarfélagið hefir yfirtekið af erlendum félögum, enda þótt sumar þeirra hljóði enn á nafn hins erlenda félags, en séu að- eins endurtrygðar af Sjóvátrygg- ingarfélaginu. — Svo var ástatt um tryggingar að upphæð hér um bil 10,380,000 kr. í árslok 1937 og tryggingar að upphæð hér um bil 3,394,000 kr. í árslok 1938. Svo sem sjá má af þessu, fækkar þess- um trygginum ört, og verða þær smám saman innlendar einnig að formi til. Við yfirtöku Sjóvátryggingar- félagsins á tryggingum Thule og Svea er meira en helmingurinn orðinn innlendur, 53.7% í árslok 1937 og 55.3% í árslok 1938. Líftryggingarnar jfara mjög vaxandi. Árið 1938 hafa þær vaxið um 4,282,000 krónur, eða um 10% ' Auk þessara tryggingar mun eitthvað vera í gildi af trygging- um frá eldri tíð hjá öðrum er- lendum félögum, sem ekki hafa hér umboðsmenn, en varla mun það vera mikið.—Mbl. 4. júlí. * * * Norsk blöð í fjötrum ritskoðunar Norska útvarpið í London sagði í gær frá því, að norskum blöðum sé í skrifum sínum bann- að að nota orðið “heimsstyrjöld” um yfirstandandi ófrið. Þeim er ennfremur bannað að birta mynd- ir af meðlimum kpnungsfjöl- skyldunnar norsku svo og ráð- herrunum. Fréttirnar frá fréttastofunum Reuter og Havas eru háðar rit- skoðun fréttastofunnar þýzku og má ekki birta þær á áberandi stöðum. Hinsvegar verða her- stjórnartilkynningarnar þýzku að birtast þar, sem þær vekja mesta athygli. Þá sagði útvarpið einnig frá því, að blað Quislings, “Fritt folk”, hafi lýst því fyrir skömmu að gömlu stjórnmálamennirnir, Frh. á 7 bls. • Winnipeg’s largest, most modern, and most beautifully appointed private Commercial College. • Winnipeg’s only air-conditioned private Commercial College. • In our Day Classes we enroll only students of Grade XI (Supplements allowed), High School Leaving, Grade XII, or University standing. • Provides its students with— (a) Jndependent graduation examinations set and marked by the Business Educators’ Association of Canada. (b) A large staff of experts, the most of whom are University Graduates. (c) The service of an active Employment Bureau. FALL TERM Now Open As our accommodation is limited, we advise early reservations. Write now for application form and copy of free 40-page illustrated Prospectus. Telephone 25 843 Portage Ave. and Edmonton St. WINNIPEG

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.