Heimskringla


Heimskringla - 11.09.1940, Qupperneq 4

Heimskringla - 11.09.1940, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. SEPT. 1940 (StolnuO 18S6) Kemur út i hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VTKING PRESS LTD. 853 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímte 86 537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurlnn borgist ryrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. tJU viSskifta bréf biaSinu aðlútandl sendiat: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanískrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” is pubUshed and printed by THE VIKItlG PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 11. SEPT. 1940 ERU NOKKUR RÁÐ TIL AÐ STÖÐVA EÐA VINNA Á SKRIÐDREKUM (TANKS) ? Eftir “The Sphere” í London í hvert skifti sem nýtt vopn hefir verið notað í hernaði, hefir þess verið skamt að bíða, að einhver ráð hafi verið fundin til þess að draga bit úr eða deyfa egg þess. Þetta má með sanni segja um eiturgas- notkunina, segulmagnssprengjur og ótal fleira. En þó er eitt áhald, sem notað er í þessu yfirstandandi stríði, sem ekkert við- nám hefir enn verið veitt. Það eru skrið- drekarnir (tanks). var þeim varnað þess, að taka þátt í stríð- inu. Var þeim mörgum þungt í geði út af að fá ekki að reyna sprengjur sínar á skrið- drekum nazista. í her samherjanna í Belgíu, þ. e. Breta, Frakka og Belgíumanna, var eitthvað af handsprengjum. En þær voru ekki líkt því nógu sterkar, engar gerðar til þess, að eyðileggja skriðdreka, því þær þurfa að vera sérstaklega gerðar til þess — Vniklu sterkari en vanalegar handsprengjur. Til þessa verks voru heldur engir menn með nokkurri reynslu. Samt hafði hershöfð- ingjunum verið sagt af því, að þarna væri leið fundin til þess að stöðva með skrið- dreka eða véladeildir Hitlers. Þeir sögðu eitthvað á þá leið, að vörn þessi gæti verið nokkurs verð, en þeir ætluðu ekki að láta hafa sig til að fylgja reglum eða aðferðum í stríði, sem spanskir anarkistar hefðu fundið upp — ekki í almennu Evrópu- stríði! En sannleikurinn er sá, að þessi aðferð var ekki einungis notuð af lýðræðishernum á Spáni. Menn Franco’s notuðu hana einn- ig gegn rússnesku skriðdrekunum eftir að þeir komu til sögunnar. Og það er eitt af því, sem sá er þetta ritar hefir ávalt furðað sig á, að herforingjar Frakka og Breta skyldu ekki geta hagnýtt sér þetta og lært það af fastistum, ef ekki mátti læra það af þeim “rauðu” á Spáni, sem þó héldu skrið- drekum Þjóðverja þar til baka í tvö ár með þessari aðferð. Ef á því þarf að halda að verjast skrið- drekum nazista á Englandi, leggur höfund- ur þessarar greinar til, að Bretar læri sem fyrst að búa til og fara með handsprengjur þær, er hér hefir verið minst á. Menn, sem bæði eru kunnir gerð sprengjanna og notk- un þeirra úr stríðinu á Spáni, leggur hann til að fengnir séu, að sjá um þetta verk. Frakkar reyndu með ótal ráðum að stöðva skriðdreka Þjóðverja. Þeir grófu gryfjur, veittu vatni yfir stór héruð, ráku niður stál- og tréstaura og gerðu girðingar úr vír og öllu hugsanlegu. Ennfremur höfðu þeir flugvélar, byssur og sprengjur til að' taka á móti skriðdrekunum. En jafnvel þó vörn geti heitið nokkur í þessu, þurfa margar vikur eða ár til að koma því eins og með þarf í verk. Frakkar höfðu til þess nokkra daga, enda reyndist vörn þeirra léttvæg. Áhrifamesta vörnin af öllu þessu, Voru flugvélarnar, en þær voru of fáar. Mag- inot-víggirðingarnar héldu ekki skriðdrek- unum, þó við því væri búist. Sumir segja, að trúin á þær, hafi orðið Frökkum að falli. Úr því flugvélar voru ekki nægar, hafði mátt athuga það betur sem gert var í Spán- arstríðinu. í fyrstu var engin leið í því stríði að stöðva skriðdreka Francos, er hann hafði flesta eða alla fengið frá Þýzka- landi. En þegar fram í sótti, var eftir því tekið, að menn voru að koma með bögla undir hendinni og dreifa sér einn eða tveir saman og felast í skógarbeltum, skurðum og gryfjum í nánd við vegina umhverfis Madrid. Þegar skriðdrekarnir komu í nánd við þá, köstuðu þeir böglunum, sem voru litlar en sterkar sprengjur, undir skriðdrekana. Afleiðingin var vanalega sú, að þeir eyðilögðust. Það verður að komast all-nærri skrið- drekunum til þessa. Annar staðar en undir þá kvað og gagnslaust að kasta sprengj- unum. Að skjóta á þá úr lofti eða að framan, hefir borið lítinn árangur. Oft kom það fyrir, að mennirnir með sprengj- urnar fórust, komu of nærri skriðdrekun um og sprengingin frá þeim drap þá, eða að skoti var á þá komið. En yfirleitt er ekki með byssum skriðdreka auðvelt að skjóta mjög nærri sér og niður fyrir sig. Og hvað sem um það er, var þarna fundin leið til að stöðva skriðdrekana, þó hættu- laus væri ekki með öllu. í maí 1940, þegar hinir stærri og sterk- ari skriðdrekar Þjóðverja, brutust inn í Belgíu og Frakkland, slógu skriðdrekarnir eiginlega skjaldborg um brezka, belgiska og frakkneska herinn. (Það hefir verið sagt, að véladeildir Þjóðverja hafi verið 10 eða 11 alls, um 250 skriðdrekar og 250 vagnar og bifhjól í hverri. Frakkar munu ekki hafa haft mikið yfir þrjár vélaher- deildir alls). Byssur Frakkanna reyndust ekki líkt því nógu sterkar fyrir skriðdrek- ana. Brezku byssurnar voru of fáar. Flug- för voru ekki nógu mörg. Og mennirnir, sem vissu hvernig fara átti að því, að eyði- leggja skriðdreka nazista, mennirnir sem reynsluna höfðu fengið í því og öryggir og ótrauðir gengu til verka — það voru spánskir flóttamenn eða alþjóða-sveitir sjálfboða, er sátu í fangaverum á Frakk- landi! Sumir þeirra voru að vísu sendir til Afríku eða Sýrlands í vegavinnu, en öllum Það getur nú skeð og er vonandi, að ekki komi til þess á Englandi, að verjast þurfi skriðdrekum Hitlers, en það dregur ekki úr sannleik orðtaksins, að allur sé varinn góður. Hik Hitlers eða bið að leggja út í stríð- ið, er haldið að átt hafi rætur að rekja til reynslunnar á Spáni af skriðdreka-hernað- inum. í blöðum nýkomnum að heiman, er nýrr- ar kvæðabókar getið, eftir dr. Jón Helga- son í Kaupmannahöfn, þann er við em- bætti Finns heitins Jónssonar tók við Hafnarháskóla. í einum ritdómi er bent á vísu, er kveðin var eftir för fslendinga til olympskuleikjanna í Þýzkalandi fyrir þremur eða fjórum árum og sem freistar manns að lofa kunningjunum að heyra; hún er þannig: Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllum sig hópaði þjóðanna safn, Þangað fór og af íslandi flokkur af kepp- endum snjöllum og fékk á sig töluvert nafn: í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum var enginn í heimi þeim jafn. VAKIR FYRIR JAPÖNUM AÐ LEGGJA UNDIR SIG BANDARIKIN ? Mönnum hefir ekki verið með öllu ó- kunnugt um stórveldisdrauma Japana. — Framferði þeirra í Kína undanfarin ár hef- ir á þá mint. Ennfremur hefir ásælni þeirra í eignir Frakka og Hollendinga eystra ekki leynt sér síðustu vikurnar. Þeir hafa og gefið Hong Kong Breta hýrt auga og mundu ekki undanskilja Indland, ef til þess kæmi, að Bretinn hefði svo mikið á höndum sér við Hitler og Mussolini og Frakkana, sem tóku trú Hitlers að þar yrði óauðvelt að koma vörn við. Þó nokkuð megi nú heita með þessu sagt, er draumur- inn samt ekki allur sagður. Japana mun einnig hafa órað fyrir Astralíu, sem hluta af keisaradæmi þeirra. Og ekki nóg með það, sjálf Bandaríkin eru þar ekki undan- skilin. Það mun nú þykja svona og svona trúlegt að Japanir hugsi sér að hertaka þau. En jafnvel þó svo kunni að virðast í margra augum, telja Japanir sjálfir það engan veginn óyfirstíganlegan erfiðleika. Um það ber ótvírætt vitni grein, er einn af yifrhershöfðingjum þeirra reit fyrir skömmu um þetta mál. Greinin var á ensku birt í fjölda rita í Bandaríkjunum, því hún vakti mikla eftirtekt. Hefir hún og verið birt á íslenzku og getum vér ekki stilt oss um að gefa lesendum þessa blaðs sýnishorn af henni. Eigi hún að boða fyr- irætlanir stjórnarinnar í Japan, verður ekki sagt, að Hitler eigi engan ke'ppinaut í áformi sínu um að verða drotnari eða ein- hverskonar allsherji jarðar. Sýnishornið er eftir Morgunblaðinu, sem hér er birt af grein hershöfðingjans; “Fyrirfram er ekki hægt að segja með vissu, hvar og hvenær styrjöld verður háð milli Bandaríkjanna og Japan. Það skiftir ekki máli af hverju það sprettur, eða hver á frumkvæði þess, eða er í sókn.eða vörn. alveg án tillits til þess hlýtur Hawaii að verða einn hinn hernaðar- lega mikilvægasti staður í slíku stríði milli Bandaríkjanna og Japan. Sigur eða ósigur í baráttu um þennan hernaðarlega púnkt, mun reynast að hafa úrslita þýðingu. Með því að hafa Hawaii sem aðseturs- stað, gætu Bandaríkin varpað sprengjum yfir Tokíó eða Osaka án míkilla erfið- leika. Meðan að Hawaii væri undir amerískum yfirráðum, væru Japanir knúðir til að vera í vörninni. En aftur á móti ef Japan hefði yfir- ráðin, væri floti hans ekki aðeins fær um að taka upp sókn, heldur og hefðu þá skap- ast möguleikar til árása á borgirnar á vest- urströnd Ameríku. í stríði við Bandaríkin, verðum vér þess- vegna hvað sem það kostar, þótt vér verð- um að fórna nokkrum skipum til þess, að ná yfirráðum yfir Hawaii. Fjarlægðin milli Hawaii og meginlands Ameríku er nokkru minni en fjarlægðin milli eyjarinnar og Japan. Það þýðir það, að þegar að styrjöld brytist út milli Ame- ríku og Japan, þá gæti ameríski flotinn verið fljótari til að komast þangað en sá japanski, að því tilskyldu, að báðir væru jafn hraðskreiðir. Af þessari ástæðu þarfnast floti vor hrað- skreiðari skipa, en sá ameríski. Ef að megindeildir ameríska flotans væru á hafinu umhverfis Hawaii, þegar stríðið brytist út, þá hlyti að koma til átaka hans við japanska flotann einhvers staðar á milli eyjanna og Yokohama. Ef að flota vorum tækist að koma með sigurinn úr þeirri viðureign, væri honum auðvelt að ná fótfestu á Hawaii og halda henni framvegis. Gagnstæð niðurstaða myndi hinsvegar neyða japanska flotann til varnarstöðu og gera honum yfirleitt mjög örðugt um vik. Megin viðfangefni Japana er þessvegna að sjá fyrirfram að til styrjaldar muni koma og áður en að meginhluti ameríska flotans er kominn til Hawaii verður jap- anski flotinn að hafa starfað með leiftur hraða. Baráttan um Hawaii, verður þannig fyrsti þátturinn í styrjöld á milli Ameríku °g Japan. Að því tilskyldu, að Hawaii væri tekin af flota vorum, yrði næsta hlut- verk hins japanska hers, að eyðileggja Pan- ama skurðinn og flotastyrk Ameríku. Ef að japanska flotanum tækist að eyði- leggja ameríska flotann í Kyrrahafi, myndi reynast tiltölulega auðvelt, að setja lið á land á Kyrrahafsströnd Ameríku. Jafnframt yrði að eyðileggja Panama- skurðinn, því að samgöngur gegnum hann mundu auðvelda íiutninga til ameríska flotans í Kyrrahafi. Árásir á skurðinn yrðu gerðar af sterk- um flugdeildum. Eyðilegging ameríska flotans og skurðs- ins, væru í sjálfu sér hálfur sigur í styrj- öldinni. Með því lyki öðrum þætti styrj- aldarinnar. Þriðji þáttur styrjaldarinnar væri í því fólginn að hefja landsetningu japansks herliðs á vesturströnd meginlands Ameríku og í árásum og eyðileggingu borga og flota- hafna vesturstrandarinnar. Næsta skref verður svo, að mynda varn- arlínu meðfram Klettafjöllunum svo að kleift sé áð setja á land meginherlið vort í hin hernumdu héruð á ströndinni. Þegar að þessar ráðstafanir hefðu verið gerðar á vestur-ströndinni, þá mundi her- afli vor taka upp sóknaraðstöðu og sækja nú fram til austurstrandarinnar. Hún leiddi svo til fjórða og síðasta þátt- ar stríðsins. Sérhver jjáttur styrjaldarinnar gæti e. t. v. staðið eitt eða tvö ár. Þriðja og fjórða tímabilið yrðu lengst. Þannig gæti styrjöldin staðið yfir a. m. k. 6—7 ár. Hún gæti meira að segja staðið lengur. Ef að Japanir yrðu Ameríkumönnum síð- búnari í því að taka Hawaii, gerði japanski flotinn réttast í því, að forðast úrslitaor- ustu við meginflota Ameríku, þar til allur undirbúningur hefði farið fram til þess að mæta honum. Meðan á því stæði, hefði strandlengja vor og borgir orðið fyrir loftá- rásum. Herir vorir yrðu að verja Kyrrahafsstrandlengju vora og bægja burtu tilraunum til land- setningar á herliði þar. Á meðan reyndu svo tundur- spilla- og kafbátadeildir vorar að vinna óvinunum alt hugsanlegt tjón. Þegar að floti vor svo væri al- búinn, myndi meginflotastyrkur vor leggja úr höfn til úrslitaor- ustu við óvininn. Sigur japanska flotans hlyti þá að leiða til töku Hawaii og ann- ara þeirra aðgerða, sem hér að framan er lýst. En hvort sem að Japanar verða í sókn eða vörn í styrjöld við Ameríku, þá er það víst, að sllk styrjöld myndi kosta miklar fórnir, þolgæði og þrautseigju, í senn hjá einstaklingunum og þjóðinni í heild. ÚTDRÁTTUR ÚR FUNDARGERNINGUM frá átjánda ársþingi Hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku Framh. Fimti fundur var settur mánu- daginn fyrsta júlí, kl. 9 að morgni. Fundargerningur síð- asta fundar var lesinn og sam- þyktur. Saf naðarskýrslur Ritari las skýrslur safnaða, sem sendar höfðu verið til hans. Þrír söfnuðir, sem ekki eru í fé- laginu, en sem þjónað hefir verið af prestum félagsins, sendu ekki skýrslur. Skýrslurnar sýndu, að starf safnaðanna hafði yfirleitt gengið vel á árinu. Séra Jakob Jónsson gerði til- lögu um, að heildarskýrsla sé gerð eftir skýrslum safnaðanna um hag og starf þeirra allra. Til lagan var studd af -séra E. J. Melan og samþykt. Séra E. J. Melan gerði fyrir- spurn um, hvað yrði um skýrsl- ur safnaðanna eftir að þær hefðu verið lagðar fram á þinginu, taldi hann nauðsyn á að þær glötuðust ekki, þar sem þær hefðu sögu- legt gildi fyrir félagið. Hann gerði einnig tíllögu um að skýrsl- urnar væru viðteknar. Sú tillaga var studd* af Árna Thórðarsyni og samþykt. Sveinn Thorvaldson gat þess, að skýrsla yfir starf sumarheim- ilisins á Hnausum ætti að vera lesin á þinginu og tekin til íhug- unar. Þá las ritarinn skýrslu skjala- varðar og greinagerð fyrir því hvers vegna hann ekki hefði get- að sótt þingið, sem stafaði af annríki. Bar skýrslan með sér, að lítið eitt hefði selst á árinu af þeim bókum, sem eru í geym- slu hjá skjalaverði og ætlaðar eru til kenslu í sunnudagaskólum. Nokkuð af stafrofskverum, les- bókum og sunnudagaskóla lexí- um eru enn í geymslu hjá skjala- verði. Ág. Eyjólfsson lagði til og Miss H. Kristjánsson studdi, að skýrslan væri viðtekin og var það samþykt. Þá bað forsetinn séra Jakob Jónsson að hafa orð fyrir nefnd þeirri, sem hafði með höndum helgisiðamálið milli þinga. Séra Jakob sagði, að engin rituð skýrsla væri fyrirliggjandi og bað þá, sem í nefndinni hefðu verið, að gefa álit sitt. Gerði hann grein fyrir sinni skoðun, sagðist álíta að of lítið væri í kirkjum okkar af því, sem setti ákveðinn helgiblæ á guðsþjón- ustuathöfnina eða flytti nokkurn séstakan boðskap í andlegum skilningi. Sagði hann, að sér fyndist, að meira ætti að bera á blómum, ljósastjökum, myndum yfir altari o. s. frv., ennfremur, að bæði prestur og söngflokkur ættu að vera þannig búnir, að þeir féllu inn í heildarmyndina og væru partur af henni. Hann fór einnig nokkrum orðum um táknmál kirkjunnar og þýðingu I þess. Um sönginn sagði hann, að söfnuðurinn engu síður en söngflokkurinn ætti að taka þátt í honum. Þá mintist hann einn- ig á þýðingu bænarinnar og kvaðst fyrir sitt leyti kunna mjög vel við þögula bæn, þar sem allir viðstaddir gætu samein- ast í huga. Einnig fór hann nokkrum orðum um framkomu fólks í kirkjunni, einkanlega fyr- ir messu, og vildi að fólk sýndi meiri virðingu með því að sitja hljótt í sætum sínum áður en guðsþjónustan byrjaði. Alt x sambandi við guðsþjónustuna, sagði hann, að ætti að skapa heild, sem samræmi væri í: út- lit krikjunnar, söngurinn, bæn- in, prédikunin og framkoma fólksins. Séra E. J. Melan tók til máls og sagði, að söfnuðir sínir væru að gera það sem kringumstæður leyfðu til þess að prýða kirkj- urnar. Hann sagðist vilja fegurð í kirkjunum, en á hinn bóginn ætti fegurðin ekki að vera til þess að hylja það sem vantaði að öðru leyti á trúarviðleitni mann- anna. Hann sagðist vera upp al- inn í fríkirkju á íslandi og kunna vel við hið einfalda messuform sem tíðkaðist í kirkjum okkar hér vestra. Sveinn Thorvaldson sagðist vilja eins mikla fegurð í kirkj- unni og mÖguleikar væru á. —■ Hann sagðist kunna vel við skikkjur eða “gowns” fyrir söng- flokk og prest, og sagðist álíta, að guðsþjónustuathöfnin gaeti verið hátíðlegri og meira aðlað- andi heldur en hún væri alment, sagði hann, að kvenfélögin gætu gert mikið að því að prýða kirkj- urnar. Séra Guðm. Árnason tók næst- ur til máls. Kvaðst hann vera séra Jakob samdóma í mörgu. Kirkjan ætti að vera virðulegt hús, sem vekti lotningu hjá mönnum, en þar sem kirkjur okkar eru flestar litlar, geta þær ekki verið jafn tignarlegar og viðhafnarmiklar og stórar kirkju- byggingar venjulega eru. Um klæðnað prestsins sagði hann, að kringumstæður yrðu að ráða, það sem ætti við í stórri kirkju, ætti t. d. ekki við í litlu skólahúsi eða samkomuhúsi. Víða væri ó- mögulegt að hafa æfða söng- flokka og mjög nauðsynlegt væri, að allir sem gætu fylgdust með í söngnum. Hann kvaðst ekki kunna við hávært samtal I kirkjum fyrir guðsþjónustu, en að fólk ætti að tala saman að messugerðinni endaðri. Séra P. M. Pétursson talaði nokkur orð um þetta mál. Hann kvaðst álíta að hinir ytri siðir hefðu sína þýðingu, en það mætti ekki leggja of mikla áherslu á þá, því að svo gæti farið, að það sem búningurinn ætti að klæða gleymdist vegna búningsihs sjálfs. Aðalatriðið væri boðskap- urinn og stefnan, sem ætíð bæri að hugsa meira um heldur en formið. Séra Jakob talaði aftur og gerði frekari grein fyrir hvað fyrir sér vekti. Þar sem fleiri tóku ekki til máls, var umræðum um þetta mál þar með lokið. Skýrsla lagabreytingarnefndar Þá las Bergthór E. Johnson skýrslu þingnefndarinnar í laga- breytingar málinu, og er hún sem fylgir: Álit lagabreytinganefndar: — Samkvæmt umræðum, er orðið hafa á þinginu, í sambandi við breytingar á tveimur liðum í grundvallarlögum kirkjufélags- ins, og eftir grandskoðun á lög- unum, leyfir nefndin sér að leggja til, að engar breytingar séu gerðar á lögunum sem stend- ur, og sé það á valdi stjórnar- nefndarinnar, að sjá um, að þeim sé framfylgt. Undirritað: B. E. Johnson E. J. Melan S. Thorvaldson

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.