Heimskringla


Heimskringla - 11.09.1940, Qupperneq 8

Heimskringla - 11.09.1940, Qupperneq 8
8. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 11. SEPT. 1940 FJÆR OG NÆR Heimskringla hefir námsskeið (scholarship) til sölu á beztu verzlunarskólum þessa fylkis. — Það er hverjum sem nám hugsar sér að stunda á þessu hausti eða vetri hagur að sjá oss því við- víkjandi. * * * MESSUR f fSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Við guðsþjónusturnar í Win- nipeg n. k. sunnudag verður um- ræðuefni prestsins við morgun- guðsþjónustuna, kl. 11 f. h., “A Society Tainted”, og við kvöld- guðsþjónustuna kl. 7 e. h. “Tryyging fyrir framtíðina”. — Sunnudagaskólinn byrjar annan sunnudag hér frá, 22. þ. m. Stjórnarnefnd safnaðarins heldur fund föstudagskvöldið kl. 8 e. h. * * • * Séra Guðm. Árnason messar sunnudaginn 15. sept í Hayland Hall kl. 2 e. h. * * * Gestir frá Johannesburg Á heimili Mrs. og Mrs. B. J. Hallson, 638 Alverstone St., eru staddir þessa viku gestir frá Jo- hannesburg í Transvaal í Suður- Afríku. Eru það Mr. og Mrs. H. C. Patterson ásamt tveim börnum þeirra. Mrs. Patterson, er dóttir Mr. og Mrs. B. J. Hallson. Hafa þau búið um 3 ár í Suður-Afríku. Er Mr. Patterson starfsmaður Coca-Cola félagsins og fær hann hvíldardaga og ferð sem þessa þriðja hvert ár. Þau dvelja hér tvær vikur. Mrs. Paterson segist kunna vel við slg í Johannesburg, segir þar veðurblíðu alt árið um kring, enga snjóa á vetrum né frost en í húsum óupphituðum geti þó orðið kalt. í borginni er og fagurt, við hvert hús blóm- skrúð, sem ekki fölnar eða deyr alt árið. Eitt sem borgina prýddi væri að fyrir hvert hús væri ætl- að miklu meira land en hér; fjórðungur úr ekru eða hálf ekra væru oft umhverfis hvert hús. Borgin er ekki neitt sérlega fjöl- menn. Ferðin hingað hvora leið stendur yfir 3 vikur. * * * f lok ágústmánaðar lögðu Mr. og Mrs. J. Indriðason og börn þeirra frá Gimli af stað vestur að hafi. Þau setjast að í Vancouver. Mr. Indriðason var starfsmaður hjá Lakeside Red & White Store á Gimli. * * * Til leiðbeiningar Samkvæmt tiliðælum K. N. Minnisvarðanefndarinnar, bað hr. Thorlákur Thorfinnsson mig um leiðbeiningar þeim til Tianda, er hefðu í hyggju að skreppa héðan suður til Eyford og vera við afhjúpun minnisvarðans á sunnudaginn kemur. Aðeins þeir, sem hafa fullgilt borgarabréf (Imperial Citizen- ship Certificate) geta fengið vegabréf á Canadian Passport skrifstofunni, 312 Dominion Public Building, Main and Wat- er Streets, Winnipeg, gegn doll- ars gjaldi: umsókn um vegabréf verður að vera staðfest af ábyrg- um canadiskum borgara, er þekk- ir umsækjanda persónulega. Því næst verður umsækjaildi að fram- vísa vegabréfi sínu annaðhvort á skrifstofu aðalræðismanns Bandaríkjann^ á 4 lofti í Tri- bune byggingunni á Smith St., eða á U. S. Immigration skrif- stofunni, Trust and Loan Bldg., Portage Ave. East, Winnipeg, og verður þeim þá afhent þar Bord- er Card endurgjaldslaust. Vegna þess hve tíminn er naumur, er auðsætt, að hafa verð- ur hraðann við til þess að fá nauðsynleg skilríki ferðinni við- víkjandi í tæka tíð. Winnipeg, Man., 10. sept. 1940. Grettir Leo Johannson æðismaður ísland og Danmerkur * * * Samkoma á Lundar fyrir eldra fólk bygðarinnar Hin venjulega árlega samkoma fyrir eldra fólk á Lundar og í nágrenninu verður haldin í ‘ kirkju Sambandssafnaðarins á Lundar sunnudaginn þann 22. sept. næstkomandi og byrjar kl. 1.30 e. h. Öllu íslenzku fólki, sem er yfir sextugt á þessu um- getna svæði, er boðið að sækja samkomuna. Kvenfélagið Eining * * * Mr. Laugi Jakobsson frá Gimli, hefir ákveðið að flytja vestur til Victoria, B. C., og setj- ast þar að. Hann hefir stundað laxveiði meira og minna undan- farin 2 ár vestra og farnast all- vel. * * * í bréfi frá Winnipeg-búa er spurt: Hvað veldur því að Gyðingar virðast nú ausa fé í húasbygging- ar í Winnipeg, sem þeir hafa aldrei áður gert? Hvenær lækkar verð á kjöti í Winnipeg og hvað veldur því, að það er svo hátt? Hvað ætla þessar þúsundir Winnipegbúa að gera við ferða- leyfisbréfin sín til Bandaríkj- anna, sem þeir eru nú loksins búnir að fá, þegar canadiskir peningar eru svo verðlitlir í Bandaríkjunum, að það er ekki hægt að kaupa óþarfa fyrir þá á sanngjörnu verði? Hvar fá grafarar í Winnipeg féð til þess að reisa með dýrar viðskiftahallir? * * * Fyrirhugað prógram við Minn- isvarða afhjúpun K. N. Júlíusar, sunnud. 15. sept. í Eyford kirkju í Norður Dakota: 1. Star Spangled Banner — Karlakór. 2. Ávarp forseta dagsins — Dr. Richard Beck 3. Ó Guð vors lands — Karla- kór 4. Ræða — séra H. Sigmar. 5. Afhjúpunarathqfn — Mrs. Benson 6. Sof í ró — Karlakór 7. Svo dreymi þig, sóló — Tani Björnsson 8. Aðal ræðumaður dagsins — Sig. Júl. Jóhannesson. 9. Kominn heim — Karlakór. Kvæði — E. P. Jónsson. 10. Ávörp gesta. 11. O Canada — Karlakór 12. Forseti Bárunnar afhendir Minnisvarðan — S. S. Lax- dal. Mrs. B. E. Johnson stendur fyrir sölu á heimatil- búnum mat í T. Eaton Assembly Hall, laugardaginn 14. sept., er kvenfélag Sambandssafnaðar efn- ir til. Er það hið vanalega haust “Silver Tea” kvenfélags- ins. Miss Ella Hall aðstoðar Mrs. Johnson. Salan stendur yfir frá 2.30 e. h. til 5.30. Allir eru boðnir og velkomnir. 13. Allir syngja — Faðir and- anna 14. Nokkur orð frá forseta dagsins — Dr. Beck 15. Eldgamla ísafold — allir. * * * Earlis Fjóla Gray 1125 Valour Road, Winnipeg “Hví var þessi bcður búinn, barnið kæra þær svo skjótt?” Það er von vér spyrjum, því hún var aðeins rúmlega fimtán ára, þegar hún lézt. Nærri þriðjung jþessa örstutta aldurskeiðs hafði hún verið meira og minna biluð á heilsu, allra ráða hafði verið leitað, og hvergi neitt það til sparað að^fyrirhöfn eða fé er verða mætti henni til gagns. — Nokkrar síðustu vikurnar var hún alveg rúmföst unz hún kvaddi þennan heim, sem svo lít- ið hafði sýnt henni af gæðum sínum og fegurð, utan frábæra umhyggju foreldra sinna og bróður, 16. ágúst s. 1. Hún var jarðsett að undanfarinni hús- kveðju á heimilinu og athöfn í Fyrstu lútersku kirkju á mánu- daginn 10. ágúst að viðstöddu miklu fjölmenni á báðum stöð- unum. Þessi unga stúlka var vissulega harmdauði öllum sem hana þektu. Hún var efnilegt og elskulegt barn. Foreldrum henn- ar, þeim Arthur H. Gray, konu hans Fjólu, og bróður hennar John Albert, er sár harmur kveð- inn í burtför hennar. En þau munu huggast láta því að þeim er það öllum ljóst; “Þótt barnið geymist í grafar- blund, | þá góð er vonin um endurfund. Sá lifir sem líf til bjó. Hann gleðja mun eitt sinn grætta lund og gefa það aftur á sælli stund. Þá vaknar vonin sem dó.” V. J. E. * * * Carl J. Hambro kemur til Winnipeg næsta þriðjudag þann 17. sept. Að kveldi, kl. 8 þann sama dag held- ur hann ræðu í Grace kirkju, um: “What happened in Nor- way.” Aðgöngumiðar 25 og 50c. Mr. Hambro er víða þektur, hefir verið forseti stórþingsins og forseti í League of Nations Assembly. Alvanur ræðumaður á mörgum tungumálum, vel kynt- ur sem öruggur framsögumaður og fulltrúi hinna smáu þjóða á allsherjar fundum í Geneva. Álit hans í heimalandinu (Noregi) má marka af því að hann er jafn- an kosinn til forseta á þingi, þó í minnihluta sé. Hann hefir stjórnað blaðinu “Oslo” og stór- blaðinu “Morgenbladet”, þýtt á norsku rít merkilegra skálda, þar á meðal Dickens, Kipling og Robert Service. Margan mun fýsa að heyra svo frægan mann og framan ræðuskörung, segja frá þeim I sviplegu tíðindum sem gerðust í Noregi þetta vor og hverju þar fer fram síðan. * * * Mrs. Th. Johnson, Langruth, Man., tilkynnir trúlofun dóttur sinnar Lee og Mr. Skapta Reyk- dal, sonar Mr. og Mrs. Paul Reykdal. Giftingin verður í Winnipeg, 5. október. * * * íslenzk kona getur fengið at- vinnu við að gera húsverk og stunda sjúka konu á heimili í Langruth bæ hjá öldruðum hjón- um. Engir aðrir á heimilinu. — Símið fyrir upplýsingar 63 170. * * * We have been authorized to ac- cept applications for the SEC- OND WAR LOAN and we in- vite your subscriptions. J. J. Swanson & Co. Ltd., 308 Avenue Bldg., 26 821. * * * Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton þann 17. þ. m. * * * Flugvélatapið til þessa í stríð- inu, er talið sem hér segir: Þýzk Bresk 8. ág. til 31. ág. ... . 1,050 289 1. sept 25 15 2. sept 55 20 3. sept 25 15 4. sept 60 11 5. sept 39 20 6. sept 46 19 7. sept 99 24 8. sept 8 3 9. sept 52 13 Samtals . 1,459 429 * * * Til leigu Tvö björt, rúmgóð herbergi, (light housekeeping), 745 Al-1 verstone St., Winnipeg. * * * Messur í Gimli Lúterska Prestakalli 15. sept. — Engar messur áj Betel og Gimli vegna messuferð- ar til Lundar. 22. Sept. — Betel, morgun- messa. Árnes, messa kl. 2 e. h. Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli Gimli safnað- ar kl. 1.30 hvern sunnudag. Hið árlega “picnic” sunnudagaskól- j ans verður haldið í Gimli Park,! föstud. 13. sept. kl. 4 e. h. Allir boðnir og velkomnir. B. A. Bjarnason # * * Auglýsing Kona getur fengið fría rentu, 2 verelsi á fyrsta gólfi með eld- hús og pantry fyrir áð hafa part- lega eftirlit með eiganda á öðr- um sem renta og sjá um eitt rúm uppi á lofti; þarf ekkert að hafa meðferðis nema rúmstæði, föt og kommóðu, alt annað er í húsinu j sem nægir til brúks. Má hafa j 1 eða 2 unglinga. Plássið til reiðu strax, umsókn þarf að vera komin fyrir enda þessa mánaðar. Hkr. vísar á. * # * Messur við Lundar Sunnudaginn 15. september messar séra Bjarni A. Bjarnason á eftirfylgjandi stöðum og tím- um: Mary Hill, kl. 11 f. h. Otto, kl. 2.30 e. h. Lundar, kl. 7.30 e. h. * * * Lúterskar messur í Vatna- bygðum, sd. 15. sept. n. k. Foam Lake, kl. 3 e. h. (ensk). Leslie, kl. 7.30 e. h. (ensk). Mozart, kl. 11 f. h. (ísl.) Elrofs, kl. 7.30 e. h. (ísl.) Wynyard, kl. 3 e. h. (ensk). Mr. Zulaof prédikar í Foam Lake og Leslie. Þetta verða skilnaðarræður hans. Carl J. Olson Prestur sagði í lok ræðu sinn- ar: Samskot fara fram á eftir messu og eg vil mælast til þess að sá sem stal hrútnum hans Jóns ! í Dal á dögunum leggi ekki neitt í samskotabaukinn. Enginn fró svo úr kirkjunni í þetta sinn, að hann legði ekki eitthvað til samskotanna. Men’s ESC0RT Oxfords Fyrir Haustið 1940 Skór, sem eru áf réttri gerð— með einhverju af þeim einkenn- um, sem gefa þeim sérstakt útlit. Skór úr völdu kálfs og kiðskinni, og gerðir af þeim hagleik, er tryggir bæði þægindi og varanleik. í blucher, balmoral, brogue og wing tip gerð. Litir: svartur, brúnn, toney- rauður og hinn nýi tan litur á haust skóm. Stærðir 6 til 11, yfirleitt, og vídd B til E. Parið á...................................... —Mens' Shoe Section, The Hargrave Shops íor Men, Main Floor S5.69 T. EATON C9, UMITED ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG fSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. Allir sem vilja eignast póst- kort af landnema lendingunni að Gimli 1875, geta pantað þau hjá Davíð Bjömsson, 853 Sar- gent Ave., (Heimskringla) og sent hvort sem þeir vilja heldur frímerki eða peninga. Hvert póstkort kostar 10c og er tekið af málverki eftir Friðrik Sveins- son listmálara, en hann var einn í þessum hóp, sem 'lenti við Gimli 21. október 1875. * * * fslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. Nokkrar stúlkur í bæ einum í Englandi gerðu með sér félags- skap um kossabindindi. Mátti engin félagskona kyssa karl- mann. Þeir, sem hafa séð-stúlk- urnar, segja að félagsskapurinn hefi verið alveg óþarfur. MESSUR og FUNDIR l kirkju SambandssafnoHar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaBarnefndin: Fundlr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsta mánudagskveld 1 hverjum mánuði. KvenfélagiO: Fundlr annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki s»öng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöídi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. —•+ Mr. Ólafur Olson frá Minne- apolis, Minn., kom við um helg- ina hér í borginni, þar sem hann er fæddur og upp alinn. Mr. Olson var á heimleið frá Van- couver, en þangað fór hann til að vera viðstaddur jarðarför Sigurð- ar Grímssonar. Ekkja hans, Mrs. Guðrún Grímsson, er systir Mr. Olson. * * * Dr. Thorson er hér staddur, ásamt konu sinni. Þau komu fra Boston, Mass., þar sem læknir- inn hefir hatf kenslu á hendi við læknastofnun. Héðan fara þaU til Rochester, Minn., en á stofn- un Mayo bræðra er Dr. Thorson ráðinn til starfa framvegis. — Doctorinn er sonur Mr. og Mrs. John Thorson, Sherburn St., og tróðursonur lögmannsins. SARGENT TAXl Light Delivery Service SIMI S4 555 or 34 557 7241/2 Sargent Ave. Stefna Félagsins W. H. Carter, forseti Winnipeg Electric félagsins, lýsti nýlega stefnu félagsins á þessa leið: “Við viljum gera það sem réttast er, bæði gagn- vart félagi voru og þeim, sem það þjónar. í viðskiftaathöfnum mínum, hefi eg ávalt orðið þess var, að þeir, sem með mér hafa unnið, hafa leitast við að gera sem bezt fyrir mig og eg hefi reynt eftir minni beztu getu að breyta eins gagn- vart þeim.” WINNIPEGELECTRIC C O M P A N Y Por Information *ee your local districfman or chief operator. Alone in the house . . . far from friends or neighbors . . . and ' danger threatens ! Don't you be caught in such a position! See to it that you have a S. telephone on the farm — the one A. means of bringing help immediate- ly when help is needed most. Don ’t be isolated . . . Enjoy Ihe Security oí Huving YourOwn HOME TELEPHONE

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.