Heimskringla - 13.11.1940, Qupperneq 4
4. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 13. NÓV. 1940
'©cimskrtngla
(StofnvJB 1188)
Kemur út á hverjum miBvikudeai-
Eigendur:
the viking press ltd.
883 og 855 Sargent Avenue, Winnlpeg
Talsimia 86 537
VerB blaSalns er $3.00 árgangurinn barglst
ryrtrfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD._________
tJll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlat:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEÍMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” ls published
and printed by
THE VIKIHO PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Wtnnipeg Man.
Telephone: 86 637
WINNIPEG, 13. NÓV. 1940
“ÞEIR SAMEINUÐU
ÓS AMEIN AÐIR”
Af lúterska kirkjuþinginu í Omaha,
er frétt sú, er hér fer á eftir sögð í viku-
ritinu “Times”, 28. október, sem gefið er
út í Bandaríkjunum og er eitt af víðlesn-
ustu tímaritum vestan hafs.
“Það er ekkert ofsagt um það að
mikið muni til þess þurfa, að smala öll-
um lúterstrúar mönnum í Bandaríkjun-
um í eina og sömu kirkju. Kirkjudeildir
þeirra þar eru nú 17 og æði hjáleitar.
Þetta kom mjög glögt í Ijós s. 1. viku, er
aðeins tvær deildirnar (af 17 alls)
reyndu að sameinast, en mistókst það
með öllu.
Önnur þessi kirkjudeild var United
Lutheran Church, (er hálf önnur miljón
tilheyrir), sem trúir því, að lúterskir séu
brot af prótestöntum sem heild og ættu
ekki að halda sig f jarri neinum af bræðr-
um sínum, í hinum víðara trúarskiln-
ingi. Hin deildin var American Luther-
an Church, (með 500 þús. meðlimi), sem
ekki er alveg eins frjálslynd og United
Lutheran, en ekki eins íhaldssöm þó og
t. d. Missouri sýnodan (er rúm miljón
tilheyrir), sem álítur að lúterska kirkjan
sé lokuð stofnun og ætti fyrst að sam-
einast innbyrðis og svo blandast eða
hafa afskifti af öðrum kirkjum, til þess
eins, að snúa þeim á sitt mál.
En eigi að síður komu nú United Luth-
erans saman í Omaha nýlega, og Ameri-
can Lutheran í Detroit, á þingunum,
sem kirkjur þessar halda annað hvort ár,
með það í huga, að reyna að sameinast.
Það sem aðallega bar á milli voru ólíkar
skoðanir á biblíunni. Báðar kirkjurnar
trúa að hún sé guðs orð, en American
Lutheran trúa því bókstaflegar en hinir.
Nefnd sem til þess hafði verið kosin frá
báðum kirkjunum hafði samið reglu fyr-
ir sameiningu, sem hún vonaði að þær
gætu aðhylst. Er hér sýnishorn af því
uppkasti: “Fyrir sérstakar verkanir heil-
ags anda, sem drottinn gæddi þá alla
með, er hin helgu rit skrifuðu, verða
hinar sérstöku bækur biblíunnar skyld-
ar hver annari og teknar í heild sinni,
eru þær alfullkomin, óskeikul, órjúfan-
leg heild, þar sem Kristur er miðpunkt-
urinn í.”
Inn í viðhafnarsal Omaha hótelsins,
Fontanella, þrengdu United Lutherans
sér einn daginn og endurkusu þingfor-
seta sinn, Dr. Frederick Hermann Knu-
bel frá Manhattan, nú 70 ára, en sem
þrátt fyrir aldurinn, er meðal annars
hvíta hökuskeggið ber vott um, er
skarpur og úrræðaskjótur. Hann hefir
verið forseti þingsins frá byrjun þess.
Greinargerð nefndarinnar fyrir samein-
ingu, kvaðst hann geta rent niður að
minsta kosti með því að “sveigja” hana.
Og United Lutherans, sem ætla sumt
mikilsverðara en annað í ritningunni.
hafa vissulega einnig þurft að gera það.
En alt um það og undir forustu Knubels,
er á eftir rak og jafnframt eflaust knúðir
af lönguninni til sameiningar, /'svelgdu”
United Lutherans nefndarálitið, þ. e.
samþyktu það.
American Lutherans flýttu sér ekki
alveg eins mikið að afgreiða nefndar-
álitið. Þing þeirra er haldið var í sam-
komusal Detroit Salem’s Lutheran
Church, ræddi málið rækilega. Sagði
Dr. Emmanuel Poppen frá Columbus,
Ohio, forseti, þetta: “Við verðum að gefa
1600 prestum og 2000 söfnuðum, sem
hér eiga hlut að máli, tækifæri til að
láta skoðun sína í ljósi.”
Nú, eigi að síður vonuðu American
Lutherans, að sá tími kæmi, að þeir
gætu sameinast Missouri sýnodunni,
með United Lutherans síðar. Fundur
þeirra kaus nýja nefnd til þess að halda
áfram að íhuga sameiningarmálið.
United Lutherans urðu meira en lítið
hissa á þessu, en hugguðu sig þó við það,
eins vel .og þeim var unt, að þeim hefði
þó að minsta kosti orðið það ágengt, að
ná í félag sitt einum 6000 meðlimum ís-
lenzks kirkjufélags í Canada og Banda-
ríkjunum.
Aths. Hkr.: Ofanskráð frétt er aðeins
ein af mörgum, er rit og blöð vestra hafa
af Omaha þinginu flutt. Það sem at-
hyglisvert er við þær og komið hefir nú
Heimskringlu til að birta tvær af þeim,
eru myndirnar, sem þær bregða upp af
andlegu lífi þingsins, viðhorfi þess til
mála, hvort sem kirkjuleg eða pólitísk
eru. í ofahskráðri frétt, er það málið
um innblástur biblíunnar, sem boðið er
upp á. í hinni löngu frétt sinni og hugð-
næmu af þinginu í síðasta Sameiningar-
blaði, minnist séra Kristinn ekkert á
þetta, ekkert á samþyktina, sem gerð
var á þinginu um bókstafs og innblást-
urs átrúnaðinn. Honum er það ef til vill
ekki láandi. En United Lutherans voru
einir um þetta; aðrir lúterskir ekki, nema
ef vera skyldu 6000 íslendingarnir! —
American Lutherans höfnuðu uppkast-
inu. í síðari tíð mun vandfundin nokk-
ur kirkja, er frá kaþólsku er horfin, sem
hlaupandi gengur að annari eins sam-
þykt og hér um ræðir. Er það ekki nógu
stór frétt til þess að birtast í Samein-
ingunni?
Heldur getur ekki Sameiningin, sem
málgagn United Lutherans má heita, um
kröfuna á þinginu um vernd þýzks máls
og notkun þess við prédikanir í Canada.
En sleppum að minnast hér aftur á það,
það hefir áður verið gert. Við vitum að
það á hér ekkert bergmál í hugum ís-
lenzkra lesenda. En í stað þess, tekur
Sameiningin óstint upp kröfu United
Lutherans, um að finna að við Roosevelt
forseta. Roosevelt forseti sendi fulltrúa
á fund páfans í friðarerindum; hefir hann
staðið mikið í þeim málum og stappað
um þau, jafnvel við Hitler og Mussolini.
Páfanum mátti Roosevelt ekki reyna að
snúa í fríðarmálum vegna þess, að þar
var um trúarleiðtoga að ræða, er and-
stæða skoðun hafði United Lutherans.
Vatikanið er ríki út af fyrir sig í fylsta
skilningi, og að Roosevelt ætti um við
það en ekki aðrar kirkjur, er af þeim
ástæðum eðlilegt og með öllu réttlætan-
legt. En þarna kemur og fleira til
greina. Vatikanið lagði blessun sína yfir
Blálandsstríðið, segir Sameiningin, og
Roosevelt makkar við páfann! Hefði
þetta komið fyrir kosningarnar út í Sam-
einingunni, hefði auðséð verið hvert með
því var stefnt. En að það kemur ekki
fyr en nú að kosningum loknum, og þeg-
ar allir eru að senda Roosevelt forseta
heillaóskir, það er ajt óskiljanlegra og
mun naumast vel þegið af íslendingum,
jafnvel ekki þó United Lutherans séu nú,
og þetta sé gert til að fóðra gerðir þessa
þings. Það hefði verið betra að láta líða
lengra frá kosningu að birta það, því það
gat þó falið nokkuð vonsku Omaha-
kirkjuþings höfðingjanna í garð Roose-
velts og stefnu hans.
1 Sameingingar greininni er bent á að
einn af prestaöldungum þessa þings hafi
fermt börn íslenzkra vesturfara á fyrstu
árum þeirra austur í Nova Scotia, og
það á að skoðast sem sönnun þess, hve
hugsanir og stefna þessarar kirkju
standi nálægt Islendingum, og vekja
hlýan hug þeirra til hennar. Eg segi nú
ekki nema það, að blað United Luther-
ans kann að klappa á vangann!
En á því munu foringjar lúterska
kirkjufélagsins þurfa að halda, ef saman
eiga að liggja leiðir íslendinga og eins
skoðanalega steinrunninnar kirkju og
þeirrar, er fréttin hér að framan bregður
upp mynd af.
Hin mikla vélaöld, sem við lifum á,
mun eyðileggja mannkynið, ef það geng-
ur hinum vélrænu hugsunum á hönd.
Við verðum að verjast því af öllum
mætti að verða ómerkileéar hópsálir.
Verjum einstaklingsfrelsi okkar með
sterkri, rökréttri og drengilegri hugsun.
Sir Philip Gibbs.
* * *
Hvert það þjóðfélag, hvert það skipu-
lag, hver sá flokkur, sem kaupir viðgang
sinn fyrir hrörnandi manngildi þegna
sinna eða fýlgismanna, hlýtur að hrynja.
Sigurður Nordal
AÐ LOKNUM LESTRI
Eftir dr. Richard Beck
I.
Ljóðmœli eftir Jónas Stefánsson
frá Kaldbak. Prentsmiðjan The
Northern Press, Víðir, Mani-
toba, 1939.
Allmargir hafa þegar ritað um kvæði
þessi, en þar sem höfundurinn sýndi
mér þá vinsemd, að senda mér þau til
umsagnar, vil eg, þó um seinan sé, fara
um þau nokkurum orðum.
Enginn les svo bók þessa með athygli
og sanngirni, að hann komist eigi að
þeirri niðurstöðu, að Jónas Stefánsson
býr yfir sterkri og ósvikinni ljóðæð. Með
því er ekki sagt, að kvæði hans séu öll
jafn góð, jafn heilsteypt eða altaf eins
fáguð að Ijóðformi og höfundurinn hefir
hæfileika til, því að það eru þau ekki.
En það eru svo mörg verulega góð kvæði
í þessu safni hans og svo margt vel um
þau yfirleitt, að kostirnir eru þar yfir-
gnæfandi. 1 þeim er undirstraumur
heitra tilfinninga, sem ósjaldan finna sér
framrás í skáldlegum og fögrum mynd-
um.
Mér finst höfundurinn lýsa sjálfum
sér, eins og hann kemur fram í kvæð-
unum, næsta vel í fyr§tu vísunni í bók-
inni:
Eins og stormhrakinn ólgandi sær
er sá hugur, sem leitar að ró.
Eins og holskefla, er landinu hraðar sér
nær,
en hörfar til baka frá ströndinni þó.
Hann er leitandi sál, eldheitur hug-
sjónamaður, sem hvessir sjónir út yfir
mannlífið og hitnar í hamsi, þegar hann
sér, hversu réttur smælingjans er þar
oft fótum troðinn og sannleikurinn og
kærleikurinn rekinn á dyr. Umbóta-
hugurinn knýr hann til ádeilu og vegur
hann að misfellunum í mannheimum í
slíkum kvæðum sem “Jól” og “Borgin
brennur”; er margt vel sagt í hinu fyrst-
nenfda, en þróttmeira er hið síðartalda.
Ekki er það heldur nein tilviljun, að
Jónas finnur sárt til með þeim, sem
næðingssöm hefir orðið æfiferðin; hann
hefir tíðum sjálfur staðið áveðurs um
dagana ,enda yrkir hann fallegt kvæði
(“Eg ann þér”) til þess mannsins, “sem
áveðurs stendur í illhryssing köldum”,
en býður storminum byrginn. 1 sama
anda er kvæðið “Ef áttu hugsjón”, og á
það sér djúpar rætur í sál skáldsins, eins
og lokaerindið í kvæðinu “Jól” sýnir:
Eg ætla að halda heilög jól
í hugsjónanna draum,
þar hef’ eg löngum hlotið skjól,
og hafnað tryltum glaum,
og eygt í skýjum sólna sól
af svörtum tíðarstraum.
Best þykir mér þó Jónas oft hitta í
mark í ljóðrænu kvæðunum, þegar hann
leggur af sér herklæðin og drekkur djúpt
af svalandi fegurðarlindum náttúrunnar.
Gullfallegt er t. d. þetta upphafserindi
úr kvæðinu “Nótt”:
Nú er sólin sigin. Svífur nóttin hljóð
upp af austri stigin yfir kvöldsins roða
flóð.
Alla dagsins elda felur
inn í djúpri myrkra hlóð.
Listhög draumgull lýðum telur
lifsins upp úr nægta sjóð.
Eigi fjarskylt að efni og anda er
“Októberfífillinn”, sem mér þykir feg-
ursta kvæðið í safninu; í því er seiðandi
angurblíða og þar speglast mannlífið
ágætlega á táknrænan hátt. En kvæði
þetta nýtur sín svo best, að það sé lesið
í heild.
Allmörg tækifæriskvæði, minni og
erfiljóð er að finna í safninu; í þeim eru
góðir sprettir, en betur tekst skáldinu þó
upp í kvæðum þeim, sem um almenn
efni fjalla. Óneitanlega er þó víða fag-
urlega í strengina gripið í þesskonar
kvæðum, svo sem í “Heimför”, “Stephan
G. Stephansson” og “Til Islands”.
Prentvillur óprýða bókina, en engin
jörf gerist, að fara hér frekar út í þá
sálma.
n.
Rímur af Oddi sterka. Kveðnar
árið 1932 af Erni Arnarsyni. —
Reykjavík, 1938.
Þegar eg ritaði í fyrra grein mína um
Örn skáld Arnarson í Tímarit Þjóðrœkn-
isfélagsins. láðist mér að minnast á ofan-
nefndar rímur hans, af því að eg hafði
þær eigi við hendina, en hafði
þó séð þeirra getið í blöðum
heima á íslandi. Vil eg nú bæta
fyrir þessa vanrækslusynd
mína, ekki síst vegna þess, að
höfundurinn var svo hugulsam-
ur, að senda mér rímurnar ný-
lega; en þær eru svo mikil ger-
semi í íslenzkri nútíðarljóða-
gerð, að skylt er að geta þeirra
ítarlegar heldur en gert hefir
verið vestur hér fram að þessu.
Ekki eru rímur þessar mikil
bók að fyrirferð, enda mælist
ljóðagerð eigi, sem betur fer,
eftir ummáli, hvorki á lengd
né breidd. En þess mikla fagn-
aðarefnis er þá einnig að geta,
að engin vísan í Oddsrímum
hefði betur verið ókveðin, þar
haldast snild í hugsun, máli
og myndum svo vel í hendur.
Þessum dómi til staðfestingar
vil eg taka upp eftirfarandi
ummæli dr. Sigurðar Nordals
um rímurnar:
“Sumum kynni að þykja, að
Oddur sterki væri ekki yrkis-
efni samboðið öðrum eins snill-
ingi, sem Örn Arnarson er. En
það sést á þessum rímum, að
veldur, hver á heldur. Það er
varla ofmælt, að i þeim sé
hver vísa listaverk. Þar er
ekki einungis leikið á strengi
orðsnildar og braglistar, held-
ur glitra rímurnar af fyndni,
fegurð og stórfeldum skáldleg-
um tilþrifum.” (Morgunbl. 23.
apríl 1938).
Lítum nú til frekari árétting-
ar á rímurnar sjálfar og berum
niður í mansöngvunum, en þeir
eru góðrar og gamallar ættar í
íslenzkum skáldskap. Ekki fat-
ast Erni þar listatökin, t. d. í
þessum vísum:
Nú kom andinn yfir oss
eins og sjávarbylgju koss.
Kom þú, dávæn hringa Hnoss,
hlustaðu á vorn ljóðafoss.
Glymur hátt við hreystimál,
hlymur dátt við gleðibál,
rymur lágt við angursál,
ymur smátt við banaskál.
Vors um ljóma, leik og blóm,
lætur óma sætan hljðm,
höstum rómi dauðadóm
dæmir gróm og fáhýtt hjóm.
Ekki er meistarabragurinn
minni á þessari lýsingu skálds-
ins á sveitastúlkunni
Ein er, veit eg ,uppi í sveit,
ekki þreytu neina leit,
æskuteit og hjartaheit,
hökufeit og undirleit.
Skáldið lýsir æskuárum
Odds og sjómannsárum, og er
sú lýsing bæði markviss og
bragðmikil, og sama máli gegn-
ir um kröftuga lýsinguna á
Oddi sjálfum. Svo snýr Oddur
baki við sjómenskunni og ger-
ist stjórnmálamaður; fylgir nú
hver ríman annari um blaða-
mensku hans og þjóðmálaræð-
ur, og er ósvikinn mergur í
seim. Átti enginn flokkurinn
grið undir eggjum hans, því að
“þeir, sem stjórna þjóðarhag,
jekkja varla áralag”. Mergj-
uðust er þó “Dómadagsræða”
Odds. Mælska skáldsins og
bragfimi renna þar í stríðum
straum og missa hvergi marks-
ins, en hyggjuviti umbóta-
mannsins kyndir undir:
Snauður, þjáður bað um brauð,
brauði ráða hróðug gauð,
gauð, sem dáðu aðeins auð,
auð, sem smáði þjóðar nauð.
Bölsýni á þó ekki síðasta
orðið hjá skáldinu. Líkt og
hinn ónafngreindi höfundur
“Völuspár” lítur Örn Arnarson
(í orðum Odds) sól rísa af
tímans djúpi og hella geislum
sínum yfir nýjan og betrý
heim:
Eilífstæð og öllum vís
yfir gæði mannheims nýs
sól, sem bræðir allan ís,
úr þeim græði síðan rís.
(Frystu þættina í þessum
bókmentapistlum m í n u m
nefndi eg “Frá lesborðinu”.
En góðkunningi minn benti
mér á það, að Jón skáld ólafs-
son hefði fyrir mörgum árum
haft þá fyrirsögn yfir svipuð-
um þáttum. Nú vil eg síður
fara í smiðju til frænda míns,
og hefi því breytt fyrirsögn-
inni. R. Beck).
FREKJA OG ANNAÐ
Einhversstaðar las eg grein
um nokkra unga íslendinga,
sem fyrir skömmu komust
heim frá Danmörku við illan
leik. Þeir komu til Reykjavík-
ur á litlum mótorbáti, sem þeir
kölluðu “Frekja” . . . vegna
þess, sögðu þeir, að það út-
heimti mikla frekju að fá leyfi
Þjóðverja til ferðarinnar.
Það er svo margt sem er
frekja . . . t. d. að eg skuli vera
að böglast við að skrifa grein-
ar á íslenzku . . . eg hefi auð-
vitað altaf haft grun um að
svo væri . . . en mér varð það
sérstaklega Ijóst á dögunum,
þegar eg sá greinarstúf eftir
mig í Heimskringlu og Stefán
ritstjóri hafði komið honum
fyrir í blaðinu milli tveggja
greina, annarar eftir Dr. Rich-
ard Beck, sem skrifar eins og
engill og hinnar eftir Dr. Guð-
mund Finnbogason, sem, eins
og allir vita, skrifar einna fal-
legasta íslenzku núlifandi
manna . . . það er engum blöð-
um um það að fletta, að mér
var á sínum tíma úthlutaður
ríkulegur skerfur af frekju . . .
en hvað segir ekki sænski pró-
fessorinn, sem skrifaði bókina,
“fsland, land mótsetning-
anna”: “hver og einn íslend-
ingur hefir mikið sjálfsálit til
að bera — jafnvel þegar hann
hefir ekkert að vera drjúgur
yfir!” . . . Skrítið hvað orða-
forðinn minkar ár frá ári,
þegar maður ekki talar málið
oft. . . að tala íslenzku, eins óg
eg hefi gert, að meðaltali einu
sinni á ári síðustu árin, er ekki
mikið . . . og það hjálpar ekki
upp á sakirnar, að maður talar
tvö önnur mál, ensku og
dönsku, á milli . . . en um dag-
inn fanst mér jólin vera komin,
þegar eg fékk heimsókn af
tveimur góðum íslendingum —
þótt annar sé fæddur í Norður
Dakota og hafi aldrei til ís-
lands komið — það voru Þor-
varðsson-feðgarnir frá Moun-
tain, Norður Dakota , . . það
var gaman að tala málið.
Fékk kveðju á dögunum frá
Magnúsi Árnasyni . . . hann
hefir verið að halda málverka-
sýningu á Akureyri og verið
þar vel tekið . . . þekti hann a
árunum í San Francisco og
hefi oft undrað mig yfir hvað
hann tæki sér fyrir hendur nú,
hvort hann væri myndhöggv-
ari, tónskáld eða málari . . .
sá maður er sannarlega gáfað-
ur í margar áttir.
Þetta minnir mig á atvik,
sem kom fyrir mig í fyrra . . .
eg þurtfi að fá nýjan ramma
um litla vatnslitamynd, sem
Kjarval gaf mér einu sinni og
rammasmiðurinn spurði mig,
hvort eg vildi ekki, að hann
málaði ofan í myndina, því lit-
irnir væru svo daufir . . .
Fyrir nokkru síðan var eg í
fyrirlestraferð í Havre, Mon-
tana, og komst þar að raun
um, að íbúar bæjarins hafa
ekki gleymt Dr. Vilhjálmi Stef-
ánssyni, því að hann kallaði
Havre kalda.sta,blettinn á jörð-
inni . . . og svei mér ef eg ekki
held, að það sé satt . . . annars
tóku Havre-búar mér ágætlega
og talaði eg um fsland fyrir
Rotary-klúbbinn og fyrir klúbb
háskólakvenna . . . i þeim síð-
arnefnda hitti eg óvænt ís-
lenzka konu, sem kom og heils-
aði upp á mig á íslenzku, eftir