Heimskringla - 13.11.1940, Page 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 13. NÓV. 1940
jmamhmhhhb.
SAMSÆRIÐ
I. Kapítuli—Maðurinn í Motley
í hásætissalnum í konunglegu gistihöll-
inni Windsor var margt miðdagsgesta. Þar
inni var heitt og notarlegt á þessu viðburða-
ríka nýársdagskveldi. Það hefði gengið glæpi
næst að hvísla um áhyggjur, sorgir eða
hörmungar í þessum hóp, sem þarna var
samankominn, en þó voru gestirnir ekkert
annað en dauðlegt fólk úr holdi og blóði, sem
höfðu að erfðum tekið, sorg og þjáningu, sem
heimsækir oss öll einhverntíma. En ekki í
kvöld, áreiðanlega ekki í kvöld, innan um
allan þenna auð blómskrúðsins, hljómandi
hláturinn og þessa hreinu lífsgleði. Á þenn-
an hátt ræddi Roy Gillette um samsætið,
hálfgert í spaugi við hina þrjá mötunauta
sína, er sátu ásamt honum til borðs í miðj-
um salnum og ásamt Sir Marston Manley.
“Manni í mínum sporum er þetta lind
gleðinnar,” sagði hann. “Hér fengi eg marg-
ar sögur og margan efnivið í kvikmyndirnar
mínar, sem síðarmeir eiga að hrífa heiminn,
ef skáldaandinn væri vöggugjöf mín.”
Gillette brosti og veifaðl sinni vel hirtu
hendi. Sir Marston brosti líka, en það var
öfundsjúkt bros, sem hinn frægi málari faldi
á bak við sitt hvíta og síða skegg og silfur-
spanga gleraugun.
Það er gott að heyra, að þú ætlar að fara
að vinna eitthvað, en kvikmyndir, nei, það
hæfir þér ekki, Roy minn góður.”
“Og því þá ekki?” spurði Gillette. “Þær
eiga sér mikla framtíð. Og það fyllir huga
minn angri, minn góði og gamli fóstri, að
reka mig á þessa öfundsýki ykkar lista-
mannanna gegn kvikmyndunum. Málari,
sem er vinur konungsins ætti að vera haf-
inn yfir slíka afbrýðissemi.
“Nú, jæja, jæja,” svaraði hinn nafn-
frægi málari hlægjandi, “eg ætti að vera
glaður yfir því, að þú tekur þér eitthvað nyt-
samt fyrir hendur.”
Ung stúlka, klædd rósrauðum kjól, hló
glaðlega. Hún var stríðnisleg í augunum,
sem voru eins og hyldjúp stöðuvötn í hinu
daufa ljósi, og hinn hispurslausi Gillette vissi
vel um töfra þeirra. Samt var hann ekki
ástfanginn í Peggy Ferris. Það lítið sem hann
átti af ást tilheyrði hinni ennþá tigulegri
Hetty Bond, sem var miklu stillilegri. Hún
var hávaxin, dökkhærð og ung, og sat við
hliðina á Peggy.
Þau höfðu næstum lokið miðdegisverð-
inum og gleðin tók að vaxa í salnum. Peggy
horfði dálítið alvarlega á hina tvo auðu
diska, sem stóðu á broðinu.
“Æ, hann kemur alveg strax,” sagði
Gillette hlægjandi.
Þetta var fyrsta bendingin um, að allir
gestirnir væru eigi mættir. Það vantaði
sem sé Walter Pennington, alkunnan mála-
færslumann og Raymond Mollison, unnusta
Peggy; var hann maður, sem allir litu á sem
efni í frægðar mann í vísindaheiminum. Sér-
grein hans var blindni og heyrnarleysi og
þeir sem höfðu á einhvern hátt orðið mál-
lausir. Þessir tveir menn, Pennington og
hann, höfðu eitt sinn verið vinir, en einhver
misskilningur hafði gert þá sundurþykka, og
þessi litla miðdagsveisla átti að sætta þá á
ný.
“Ó, Raymond kejnur sjálfsagt nógu
snemma til að sjá jólatréð og dansinn,” sagði
hún áhyggjulaust. “Segið okkur nú um hið
nýja áhættuspil yðar Mr. Gillette. Ætlið þér
í raun og veru að stofna kvikmyndafélag?”
“Já, eg get ekki fengið leikritin mín sýnd
nema á sjálfs míns kostnað í mínu eigin leik-
húsi, og það væri óðs manns æði. Enginn
bókaútgefandl vill líta á skáldsögurnar mín-
ar, og þessvegna reyni eg nú myndirnar. Leik-
flokkurinn minn nefnist “Leikflokkur hinnar
löngu slóðar” og hefir bækistöðvar sínar í
Steen, og mikill flokkur bíður nú eftir góðu
veðri niður í Devonshire. En það er annars
ekki langt frá Marston, Sir Marston.”
“En hvað það er dásamleg!” hrópaði
Peggy. “Það er nálægt mínu heimili. Vitið
þér að Raymond Mollison var alinn þar upp?
Og að sumarbústaður Sir Marstons er þar
fast hjá. Ætlið þér að taka kvikmynd af
einhverju miklu sögulegu skáldverki, Mr.
Gillette?”
“Nei,” svaraði Gillette, “það er nútíma-
saga um freistingu og glæp. Eg kalla mynd-
ina, “Söguna um glæpinn.” Glæpurin er
ekki tilbúinn ennþá, en eg vona að hann
endi með manndrápi. Myndin lýsir heilmiklu
af varalestri, Mollison ætti að hafa gaman
af því. Hann er sérfræðingur í þeim efnum.”
“Ó, Raymond er óviðjanfanlegur. Hann
segir að með varalestri og blindraletri á bók-
um, sé það kent í venjulegum skóla, geti
blindir og daufir orðið eins---”
“Er það svo,” sagði Hetty Bond. “Það
langar mig mjög mikið til að sjá.”
“Það skal eg þá sýna yður,” svaraði
Gillette. “Mér datt sagan í hug einungis
vegna þess. Horfið þér nú bara á fólkið við
borðið þarna yfirfrá. Vegna hávaðans, sem
hérna er inni er ómögulegt að heyra eitt orð
af því sem þáð er að segja. Horfið nú á varir
frúarinnar. Hún segir, að hún fái höfuðverk
af öllum þessum aðgangi og sig langi til að
fara í eitthvert leikhús, vera þar í klukku-
tíma, og koma svo aftur til að dansa. Eftir
augnablik skal eg segja yður hvert hún ætlar.
Sjáið nú til, nú svarar maðurinn henni. Hann
kallar á þjóninn og biður hann að panta fyrir
sig tvö sæti í Höllinni.”
Ungfrú Bond til mestu undrunar fór
þetta nákvæmlega eins og Gillette hafði sagt.
Hún heyrði orðið “Höllin” er þjónninn sagði
það. Hún sá hann þjóta að símanum og
koma aftur með yfirhöfn konunnar, og hún
sá þau svo bæði ganga burtu.
“Þetta gerði eg einn, og nú er röðin kom-
in að yður eins og þeir segja í Wales. Seiðið
nú meðan þér bíðið. Og þegar Mollison
kemur og hann verður kyntur mér — en ham-
ingjan besta. Þarna er fugl sem eg vildi gefa
miljón til að ekki sæi mig. Fyrirgefið þér,
Sir Marston!”
Að svo mæltu tók Gillette eins og ekkert
hefði í skorist, en samt með miklum snarleik,
hin stóru silfurspangagleraugu af nefi hins
undrandi málara, og setti þau upp, því næst
greip hann kvekara húfu úr silkipappír og
lét hana á höfuð sitt, sem var vel greitt og
dökkhært. Er hann gerði þetta, kom maður
nokkur gangandi í áttina til þeirra milli borð-
anna. Hann var prúðbúinn, grannur og tigu-
legur. I}ið fríða andlit hans lýsti góðvilja og
miklum gáfum. Hann gekk út í fordyrið og
hvarf þeim sýnum.
“En hvað þetta var fallegur og aðlaðandi
maður,” sagði Peggy. Maður mætti halda að
þér væruð hræddir við hann, Mr. Gillette.”
“Já, eg vissi ekki að hann væri kominn
til Englands.”
Það var eins og öskugrár fölvi hefði
komið á hið litfríða andlit Gillettes er hann
mælti. Sir Márston tók eftir því og rétti
óþolinmæðislega út hendina eftir gleraugun-
um sínum. '
“Hvað gengur að þér,” spurði hann.
Gillette virtist varpa af sér með mestu
erfiðismunum einhverri leyndri skelfingu.
“Hirtu ekki um það, en gerðu mér nú
greiða, Sir Marston, það er auðvitað mjög ó-
svifið af mér að biðja yður um þetta, en eg
hefi engin lífssköpuð ráð önnur. Mundir þú
hafa nokkuð á móti því, að fylgjast á eftir
manninum, og komast eftir því hvert hann
hefir farið?”
“Sir Galhead, verndari hinna nauð-
stöddu,” svaraði hinn mikli málari hlægj-
andi. “Æfintýralöngunin er ekki ennþá út-
dauð úr brjósti mínu.” Sir Marston hvarf
með slíkum hraða, að það var hinum háa
aldri hans til heiðurs. Gillette hneig aftur á
bak í stólinn og var auðséð að honum létti
mjög fyrir brjósti, en sá brátt Sir Marston
koma í dyrnar og benda sér. Eitthvað í svip
hins fræga manns gerði Gillette órólegan.
Hann afsakaði sig og fylgdist með honum út
í forsalinn.
“Hvað er að?” spurði hann dálítið á-
hyggjufullur, “er hann farinn?”
“Já, til að hitta ameríkuskip í Liverpool,”
svaraði Sir Marston, “en hirtu ekki um þetta,
Roy. Hann bjó hér í gistihöllinni undir nafn-
inu Marne. En nú hefir nokkuð hræðilegt
komið fyrir. Eg hitti vin þinn Rivers hérna
í forstofunni, hann sagði mér að Pennington
hefði fundist í herbergi sínu myrtur á sví-
virðilegan hátt.”
“Myrtur!”'hrópaði Gillette. “Það er ó-
mögulegt! Hvenær?”
“Hér um bil fyrir klukkustundu síðan.
Og það eru ekki verstu fréttirnar. Það er
búið að taka Raymond Mollison fastan og
hann er ásakaður um morðið.”
“Mollison!” endurtók Gillette með hásum
rómi. “Guð minn góður! Heyrið mér, Sir
Marston, hver á að segja Peggy fréttirnar?”
2. Kapítuli—Saga herbergisþjónsins
Þeir litu hver á annan með miklum á-
hyggjusvip.
“Segðu mér það alt saman,” Sagði Gil-
lette. “Hvenær skeði þetta og hvar? Hvað
sagði Rivers? Eg get ekki trúað þessu. Eg
hefi ætíð heyrt alla tala svo vel um Mollison.”
“Eg hefi þekt Mollison síðan hann var
barn,” sagði Sir Marston þreytulega og eins
og utan við sig. “Faðir hans dó áður en
hann fæddist. Hann var í hernum og hafði
numið konuna frá foreldrum hennar. Þau
voru fátæk vegna þess að faðjr hennar hafði
slegið af henni hendinni, er hún giftist, og
hann vildi aldrei sjá hana framar. Hann var
einhverskonar útlendingur. Hálfur Spán-
verji og græddi fé sitt á kvikfjárrækt í Ar-
gentínu. Mér hefir verið sagt að hann hafi
verið eins drambsamur og Lúsifer sjálfur og
að enginn hafi verið nógu mikill að vera í
návistum við hann eða vinfengi.”
Gillette hrökk við eins og reiðarslag
hefði hitt hann.
“Hvaða nafn nefndir þú?” spurði hann
hásum rómi, “Marne. Það er nafn mannsins,
sem þú eltir fyrir mig rétt í þessu. En haltu
áfram. Segðu mér alt, sem þú veist um
Mollison. Svo faðir hans er dáinn.”
“Já, áður en hann fæddist,” hélt Sir Mar-
ston áfram, og hann skildi eftir konu sína í
mikilli fátækt. Alt þetta gerðist ári eða
tveimur árum áður en eg setti málarastofu
mína niður í Marston. Eg á við gamla húsið,
þar sem eg mála alt sumarið.”
Gillette kinkaði kolli. Hann þekti vel
hina brosandi Paradís, þar sem Marston mál-
aði, lék golf og hvíldi sig hið langa sumar.
Við og við hélt Gillette smáveislur þar í fjar-
veru Manleys, en þótt undarlegt megi virðast
hafði hann aldrei hitt hinn ógæfusama Mol-
lison, eða ungu stúlkuna, sem hann var trú-
lofaður, fyrri en fyrir hálfum mánuði síðan,
þegar Peggy hafði komið til bæjarins, til þess
að dvelja fáeina daga hjá gamalli skólasystur
sinni, Hetty Bond.
“Jæja,” sagði Marston. Frú Mollison og
litli drengurinn hennar bjuggu í Marston og
lifðu á litlu árstillagi, sem faðir hennar gaf
henni á meðan hún ónáðaði hann ekki, og
byggi úti í sveit. Hún sá ekki föður sinn í
þessu lífi, og hann neitaði að gera nokkuð
i' fyrir dótturson sinn eftir að hann væri nógu
gamall til að sjá um sig sjálfur. Sennilega er
gamli maðurinn nú kominn undir græna
torfu.”
“Eg er viss um að hann er það ekki,”
svaraði GiIIette. “En við getum rætt um það
síðar. En hvernig skeði þessi hörmungar við-
burður í Rutland Inn. Eða gerðist þetta þar?
Var Rivers að leita eftir mér þegar þú sást
hann hérna áðan?”
“Það skildist mér. Hann sagði að þú
hafir verið með þeim síðustu, sem sáu Walter
Pennigton á lífi seinnipartinn í dag, og þegar
hann heyrði hvað fyrir hefði komið, kom
hann strax hingað vegna þess að þú hafðir
sagt honum, að þú mundir borða hér mið-
í degisverð ásamt nokkrum öðrum.”
“Sagði Rivers nokkuð meira?”
“Það var lítið. Eftir því sem mér skilst
fór Pennigton heim til sín í Rutland Inn hér
um bil klukkan sjö, og gekk upp í svefn-
herbergi sitt, sem er fyrir ofan hin herbergin
hans. Hann sagði þjóninum sínum að hann
mundi snæða annarstaðar miðdegisverð, og
þyrfti hans því ekki meið. Skömmu síðar
hringdi síminn, og Fishe, þjónn Penningtons,
svaraði. Það voru boð til hans sjálfs að
bróðir hans vildi gjarnan tala við hann rétt
sem snöggvast, og hvort hann vildi vera svo
góður og fara yfir í “Græna manninn”, sem
er knæpa ein lítil í Armory strætinu. Fisher
fór upp á loft og barði að dyrum húsbónda
síns, og fékk leyfi til að fara. Hann var
kannske burtu í fjörtíu og fimm mínútor, og
kom heim í illu skap yfir því að boð þessi
höfðu reynst gabb eitt. Hann komst að því
að bróðir hans var ekki einu sinni i bænum,
en hafði farið eitthvað út í sveit til að vinna
þar. Þegar Fisher varð þess var að utanyfir-
föt húsbónda hans hengu úti í ganginum, tók
hann að gerast órólegur. Er enginn svaraði
er hann barði að dyrum hans, gekk hann þá
inn og fann Pennington liggja dauðan á gólf-
inu með mikið sár aftan á höfðinu.”
“Já, en hvar kemur Mollison við sög-
una?” spurði Gillette snöggur í bragði.
“Æ, það er nú það hörmulegast af þessu
öllu saman,” svaraði Sir Marston. “Þegar
Fisher þaut út í ganginn í áttina til herbergja
Penningtons, þá mætti hann Mollison, sem
virtist hafa verið að heimsækja Pennington,
því að hann virtist koma frá herbergjum
hans. Hann hafði litla, svarta tösku í hend-
inni, og virtist vera í mjög miklum flýti.
Fisher furðaði sig mjög á þessu, því að hann
vissi að húsbóndi sinn og Mollison höfðu
verið hinir mestu óvinir upp á síðkastið, og
þessvegna tók hann sérstaklega eftir þessu.
Hann sagðist hafa yrt á Molison, sem virtist
falla það illa, að nokkur skyldi sjá sig þarna,
og hann svaraði ekki. En tveir aðrir menn í
húsinu urðu varir við Mollison og töluðu til
hans, en hann svaraði hvorugum þeirra ekki
neinu, en flýtti sér út i myrkrið. Báðir þessir
menn báru þetta strax og Fisher aðvaraði
lögregluna, og féll grunurinn því strax á
Molison. Hann var handtekinn í herberjum
sínum fyrir rúmum klukkutíma síðan. Og
þar sem hann annaðhvert gat ekki eða vildi
ekki segja frá hvar hann hefði verið á þessum
tíma, sem morðið var framið, þá tók lögregl-
an hann og fór með hann til Brent Street
iögreglustöðvarinnar, og þar er hann nú. Eg
má til að fara þangað og tala við hann
snemma í fyrramálið, því að eg er viss um að
þetta er einhver raunalegur misskilningur.”
GiIIette sat fáein augnablik í þungum og
raunalegum hugsunum. Þaðan sem hann sat,
gat hann séð hina grönnu yndislegu stúlku í
rauða kjólnum og gleðisvipinn á andliti henn-
ar.
“Ekki í kvöld,” sagði hann mótmælandi.
“Það er næstum grimmúðugt að láta vesal-
ings stúlkuna sitja þarna, svona brosandi og
hamingjusama, þegar þessar hörmungar bíða
hennar. Vilt þú fara og segja fréttirnar, eða
á eg að gera það?”
“Nei, jæja, eg skal gera það,” sagði Sir
Marston. “Það er gamalt fólk eins og eg,
sem skilja sorgina best.”
“Gillette sat og beið þeirra, áhyggjufull-
ur. Hann sá Peggy koma, brosandi og hlægj-
andi og á hvorri hlið hennar gekk smá stúlka.
Hetty kom á eftir þeim mjög alvarleg, en
samt sást gleðibjarmi í augum hennar. Mál-
arinn kom á eftir þeim og var hann fölur og
mjög hrærður. Það var enginn hægðarleikur
að losna við þessa kátu unglinga, en loksins
tókst þeim það, og Sir Marston fór með þau
inn í autt herbergi í gistihöllinni, og þá fyrst
skildi Peggy að eitthvað alvarlegt var á ferð-
inni.
“Hvað gengur að?” spurði hún brosandi.
“Ó, þið hafði heyrt að Raymond komi ekki.
Það er afleitt! Og Mr. Penington kemur
ekki heldur.”
“Nei, hann kemur ekki, góða mín,” sagði
málarinn blíðlega. “Þér verðið að vera hug-
rökk, Peggy. Það hefir mikið slys viljað til.”
Er Peggy sá hið föla yfirbragð þeirra og
tárin í augum þeirra gat hún sér til þess að
svo væri.
“Það er Raymond. Upp á síðkastið hefir
mig órað fyrir því, að eitthvað kæmi fyrir
hann. Ef hann er dáinn, þá segið mér það.
Eg mun reyna að bera mig vel.”
Gamli maðurinn sagði nú Peggy mjög
blíðlega og með tárin í augunum, það sem
hann hafði heyrt. Hann sá hina fölu vanga
hennar verða rauða af reiði og gremju. Hann
hafði einmitt búist við því.
“Þeir hljóta að vera brjálaðir,” sagði
hún. “Æ, þetta er fáránleg hugmynd, að
Raymond hefði dottið nokkuð þvílíkt í hug
hvað þá framið slíkt. Sir Marston, eg má til
að hitta hann strax. Þér verðið að fara með
mig til hans undir eins. Hann býst sjálfsagt
við því.”
Sir.Marston hristi höfuðið með raunasvip.
“Eg er hræddur um að það sé ómögu-
legt,” sagði hann, “yfirvöldin leyfa ekki slíkt,
barnið gott. Þér eruð sú hugrakkasta stúlka,
sem eg hefi þekt, og hamingjan veit að þér
þarfnist þess.”
En Peggy varð yfirbuguð af harmi er hún
ók heim til sín ásamt Hetty. Hún brast í
grát og var það henni til léttis, að geta grátið
við brjóst vinukonu sinnar. Og langt fram
á nótt ræddu þær Hetty og hún um þennan
raunalega viðburð.
3. Kapítuli—Grœnu gleraugun
Áður en Sir Marston skildi við Gillette
hafði hann ákveðið hvað hann ætlaði að gera.
Hann ætlaði að reyna alt sem auðið væri til
að fá þetta leyndarmál útskýrt. Alt af síðan
hann hafði keypt hinn unaðsfagra sumar-
bústað sinn í Marston á strönd norður Devon,
hafði hann þekt Raymond Mollison. Hinn
mikli listamaður hafði mikið álit á honum,
því að hann hafði brotist gegn um mikla
fátækt í góða stöðu, og hefði gert það með
því að vinna vel og eiga það skilið. Þegar
hann hafði ekið Gillette heim, bauð hann
vagnstjóra sínum að aka með sig til þing-
hússins, en Ijósið í turni þess gaf til kynna
að löggjafarnir sætu þar ennþá á ráðstefnu.
Hann sýndi þjóni einum í göngunum, nafn-
spjald sitt, og hafði það að venju hin töfra-
fullu áhrif, og stuttu síðar sat hann í einka-
herbergi innanríkisráðherrans.
“Nú hvað get eg nú gert fyrir þig minn
kæri vinur?” spurði ráðherrann.
Sir Marston komst strax að efninu. Hann
lýsti öllum þessum sorgarviðburði, og lauk
máli sínu með því að biðja um leyfi til að tala
einslega við fangann. Mr. Calverley sat í
þungum þönkum um stund.
“En góði maður,” sagði hann, “þetta er
mjög óvenjulegt.”
“Við erum gamlir vinir,” sagði Sir Mar-
ston, “og þar sem við erum það tala eg blátt
áfram. Framtíð þessa unga manns er mér
mikið áhugamál, þótt honum sé það ókunn-
ugt. Eg hefi fylgst með ferli hans á menta-
brautinni alt frá því að hann var smádrengur
í hnébuxum, og hann hefir aldrei brugðist
vonum mínum eitt einasta skifti. Hér er
einhver hræðilegur misskilningur á ferðinni,
og það er ásetningur minn að finna sann-
leikann í málinu, þótt það kosti mig helming-
inn af eignum mínum. Og nú veist þú það
alt eins og það er. Þér getið gefið mér leyfið
ef þér viljið.”