Heimskringla - 18.12.1940, Blaðsíða 2
10. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. DES. 1940
Vér tökum þetta tækifæri til
að þakka okkar mörgu við-
skiftavinum viðskiftin á árinu
1940 og óskum þeim og öll-
um íslendingum gleðilegra
jóla oe farsæls komandi árs.
Cor. William and Albert
Telephone 25 716
Til
íslenzkra
Vina
Vorra
Beztu
Hátíðar-
óskir
FYRSTA BUÐ CANADA
• Fyrst að róðvendni • Fyrst að vörugœðum • Fyrst að tízkuíylgi
Ennþá einu sinni veitist oss sá frami og sú ánœgja að flytja
vorum islenzku vinum
GLEÐILEG JOL
HAPPASÆLT NÝÁR
ampamj
WINSTON CHURCHILL
Thls advertisement is not inserted by the Government Liquor Oontrol Oomm. The
Comm. is not responsible íor statements made as to quality oí products advertised
Með bestu óskum
um gleðileg jól
Til vina og viðskifta-
manna vorra
J. H. Ashdown Hardware
COMPANY LIMITED
Frh. frá 9. bls.
fanga. Eftir þriggja vikna dvöl!
í fangabúðum í Pretoríu tókst
honum að flýja og komast und-
an yfir landamærin, falinn inn-
an um ullarballa á flutninga-
lest, sem var á leiðinni til De-
lagoa-flóa. Hann sneri síðar
aftur til vígstöðvanna og hélt
áfram fréttaritarastörfum fyr-
ir “Morning Post” til haustsins
1900, að hann hvarf heim til
þess að bjóða sig fram í Old-
ham á ný.
Þetta haust fóru fram kosn-
ingar til fyrsta þingsins, sem
koma átti saman á hinni nýju
öld, en leiðtogar íhaldsflokks-
ins voru þeir Salisbury lávarð-
ur og Arthur Balfour. Sterk-
asti maðurinn í flokknum og
aðalleiðtogi var þó Joseph
Chamberlain, faðir þeirra Aust-
en og Neville, en Neville Cham-
berlain tók við stjórn og var
forsætisráðherra, er stríðið
skall á í septemberbyrjun síð-
astl., eins og kunnugt er. Að-
staða Churchills til að ná kosn-
ingu hafði breyzt stórkostlega,
því nú var hann orðinn frægur
maður af þátttöku sinni í Búa-
stríðinu og greinum sínum í
“Morning Post”. Sjálfur Joseph
Chamberlain fór til Oldham
hinum unga frambjóðanda til
aðstoðar, og það munaði um
minna. Churchill var kosinn
með 222 atkvæða meirihluta
fram yfir annan frambjóðanda
frjálsynda flokksins, Walter
Runciman. Að kosingunum
loknum fór Churchill í fyrir-
lestraferð um England og
Bandaríkin og vakti hvarvetna
athygli fyrir mælsku sína og
glæsileik. Þó var ekki laust
við að hann væri kvíðinn, er
hann átti að tala í fyrsta sinn
eftir að hann tók sæti sitt í
parlamentinu árið 1901, enda
er sú samkoma talin sú gagn-
rýnasta, sem til er í heiminum.
Meyjaræðu sína flutti hann
á kvöldfundi í þinginu 27. jan.
1901. Lloyd George, sem þá
var önnur upprennandi stjarna
í þinginu, talaði næstur á und-
an og réðist á andstæðingana
fyrir meðferðina á Búum, —
Churchill svaraði, og gerði það
svo vel, að hann hlaut mikið
lof fyrir bæði frá meðflokks-
mönnum og andstæðingum. En
þýðingarmesti árangur þessar-
ar fyrstu ræðu Churchills í
þinginu var ef til vill sá, að
eftir þingfundinn voru þeir
kyntir Churchill og Walesbú-
inn Lloyd George, þingmaður
fyrir Carnarvon-kjördæmi, en
sú kynning varð upphafið að
lífstíðarvináttu og samstarfi
þessara tveggja mestu þing-
skörunga Bretlands. Churchill
hafði heldur ekki setið mörg ár
á þingi, er ágreiningur mikill
reis upp milli hans og ýmsra
leiðtoga íhaldsflokksins, eink-
um Josephs Chamberlain, út af
hermálum og verzlunar- og við-
skiftamálum. Churchill var eld-
heitur fylgjandi frjálsrar verzl-
unar, og svo fór að hann sett-
ist á bekk með Lloyd George,
fyrsta andstæðingi sínum í
þinginu, og varð aðstoðar-ný-
lendumálaráðherra í stjórn
þeirri, sem frjálslyndi flokkur-
inn ntyndaði með Campbell
Bannerman að forsætisráð-
herra. Svo heitt var áður orð-
ið á milli Churchills og flokks-
manna hans, að stundum þegar
Churchill reis upp til að halda
ræðu, risu íhaldsmenn úr sæt-
um sínum og gengu af fundi.
En Churchill var vel fagnað af
frjálslynda flokknum. Einkum
tókst mikil vinátta með honum
og John Morley, þeim er reit
æfisögu Gladstones, og- Her
bert Asquith, sem síðar tók við
forsætisráðherratign af Camp-
bel Bannermann.
Hér á landi eru þeir stundum
nefndir flokkssvikarar, sem
ganga úr einum stjórnmála-
flokki í annan, og það var ekki
laust við að Churchill fengi
svipað orð í eyra. Hann bauð
sig fram í Manchester, sem tal-
ið var trygt íhaldskjördæmi,
þó að hann ætti völ á öðrum
kjördæmum, sem talin voru al-
veg örugg fyrir frjálslynda
flokkinn. Churchill kaus bar-
daga, eins og áður. Hann vildi
ekkert öðlast orustulaust, enda
fékk hann orustuna ósvikna.
Andstæðingur hans í kjördæm.
inu hafði látið semja flugrit
eitt harla ítarlegt, þar sem
vandlega var rakinn ferill
Churchills í íhaldsflokknum og
sýnt fram á í hverja sjálfheldu
hann væri kcminn, bæði í orði
og á borði, með því að bregðast
flokki sínum og ganga í flokk
andstæðinganna. Flugriti þessu
var dreift út á meðal kjósend-
anna og hampað mjög á kosn-
ingafundum. En með mælsku
sinni og eldmóði tókst Chur-
chill að gera að engu áhrif
þess. Á einum fundinum
heimtuðu kjósendurnir, að
hann svaraði ásökunum þeim,
sem á hann voru bornar í rit-
inu og fengu honum eintak af
því. “Svaraðu! svaraðu!” var
hrópað um allan salinn.
Winston svaraði engu öðru
en því, að meðan hann hefði
verið íhaldsmaður, hefði hann
sagt ótal margar vitleysur. —
“Nú hef eg gengið úr flokknum,
af því mig langar ekki til að
halda áfram að segja tómar
vitleysur.” Svo reif hann flug-
ritið í tætlur og fleygði tætl-
unum frá sér með fyrirlitn-
ingu. Þar með var það mál úr
sögunni. Winston var kosinn
með 1241 atkvæða meirihluta.
Churchill var 34 ára að aldri
þegar hann varð forseti við-
skiftamálanefndar (Board of
Trade) í ráðuneyti Herberts
Asquith. Hann hafði þá setið
sjö ár á þingi og í frjálslynda
flokknum rúm fjögur ár. Hann
var alment talinn einhver fær-
asti ræðumaður frjálslynda
flokksins, bæði á þingi og utan
þings. Um þessar mundir
kvongaðist hann ungfrú Clem1
entínu Hozier, og hafa þau
eignast einn son, Randolph,
sem nú er í hernum, og tvær
dætur, Söru og Díönu.
Churchill hafði á þingi verið
á móti hinum gífurlegu fram-
lögum til flotans, en í júlí 1911
breyttist afstaða hans í þessu
máli. Þá hafði þýzka stjórnin
sent fallbyssubátinn “Panther”
til Marokkó. En þetta tiltæki
var af enskum og frönskum
stjórnarvöldum talið fyrirboði
þess, að Þjóðverjar ætluðu að
skapa sér áhrifasvæði í Mar-
okko og víðar á norðurströnd
Afríku. Þeir Lloyd George,
Morley og Churchill, sem þá
var innanríkismálaráðherra,
vöknuðu upp við vondan
Kveðja
Dnimmondville Cotton
Co. Ltd.
55 Arthur St. Sími 21 020
WINNIPEG, MAN.
DRINK
ICED
Býr til og selur áhöld til fiskiveiða í stcerra stil en
nokkurt annað félag I Canada.
"BLUENOSE BRAND"
You’ll Be Glad
You Did!
Eg býð öllum mínum
íslenzku viðskifta-
vinum
GLEÐILEG JÓL
og
FARSÆLT NÝTT ÁR
K*
J. Husband
790 NOTRE DAME AVE.