Heimskringla - 18.12.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.12.1940, Blaðsíða 1
aukablað WINNIPEG, 18. DES. 1940 ^etmökrtngla Winston Churchill Bardagamaðurinn og skóldið “Engum Þjóðverja mun líð- ast að stíga fæti á land á ís- landi.” Svo mælti forsætisráð- herra Breta á þingfundi í enska Parlamentinu, nokkru áður en þeir sendu hingað setulið það, sem nú er í landinu. Þetta voru örlagarík orð fyrir ís- lenzku þjóðina, eins og þeim yar vel fylgt eftir, og maður- lnn> sem mælti þau, ber nú ^eiri ábyrgð á herðum en nokkur annar innan hins víð- lenda brezka alríkis. Hann heitir Winston Leonard Spen- cer Churchill og er fæddur 30. nóvember 1874. Það hefir verið einkenni Churchill-ættarinnar að láta skamt í milli orða og athafna, °g svo er um Winston einnig. Hann er í föðurætt afkomandi hins fræga hershöfðingja Johns Churchill Marlborough (1650— 1722). John Churchill barðist nieð Vilhjálmi af óraníu, sem gerði hann að jarli og hers- höfðingja sínum. Churchill vann og marga sigra og stóra a ríkisstjórnarárum Önnu órotningar, svo sem við Liege, Sonn, Lembprg, Blenheim, Hamillies, Oudenarde og Lille. Er um hann mikil saga og nierkileg, sem hér verður ekki rakin. Foreldrar Winstons voru Handolph Churchill lávarður, föðurnum John, og Jennie Jer- ome, dóttir Ameríkumannsins Leonard Jerome, ritstjóra New York Times. Er það í frásögur fært sem dæmi um skap þessa afa Winstons í móðurætt, að eitt sinn áður en gerð var árás á ritstjórnarskrifstofu blaðs hans í New York, hafi hann verið búinn að vopna skrif- stofufólkið með rifflum og auk þess útvega sér fallbyssu og skipaði að skjóta á múginn, sem og gert var, enda lagði múgurinn á flótta eftir nokkrar blóðsúthellingar. Faðir Win- stons, Randolph lávarður, var einhver atkvæðamesti stjórn- málamaður Breta á árunum 1880 til 1886 og komst í fjár- málaráðherrastöðu. En stjórn- málaferill hans varð stuttur, og hann lézt árið 1895, aðeins hálffimtugur að aldri. Móðir Winstons var um eitt skeið ein- hver dáðasta konan í sam- kvæmislífi Lundúnaborgar, og er henni lýst þannig, að hún hafi í æsku verið töfrandi fög- ur og öll framkoma hennar heillandi, enda framúrskarandi lífsglöð og kát. Sjálfur hefir Churchill lýst móður sinni með þessum orðum: “Móðir mín hafði mikil og heillandi áhrif á líf mitt í æsku. Mynd henn- ar skein fjarlæg, eins og blik- andi stjarna, í huga mér, og eg unni móður minni heitt. Mér fanst hún eins og töfrandi kongsdóttir úr álfheimum.” Sjálfur hefir Winston Chur- chill ritað æfisögu föður síns og lýst þar meðal annars fyrstu kynnum foreldra sinna. Þau hittust í fyrsta sinni árið 1873, hún nitján ára og hann tuttugu og fjögra. Það var ást við fyrstu sýn hjá báðum, og strax daginn eftir hinn fyrsta fund þeirra höfðu þau hvort í sínu lagi trúað einum vina sinna fyrir því, að örlög þeirra væru ráðin og órjúfanlega tengd. Winston lýsir í æfi- sögunni trúlofun þeirra þann- ig: “Daginn eftir hittust þau aft- ur “af tilviljun” — eða svo er mér frá skýrt — og fóru á skemtigöngu saman. Þetta var þriðja kvöldið síðan þau sáust fyrst, — og það var unaðslegt kvöld. Veðrið var hlýtt og kyrt, ljósin á snekkjunum með- fram ströndinni skinu svo skært út yfir vatnsflötinn, og yfir var alstirndur himinn. Að loknum kvöldverði hittust þau aftur ein í garðinum, og þó að kynningin væri svona ör- stutt bar hann upp bónorðið og fékk já.” Það kostaði mikið stríð að fá foreldrana til að samþykkja ráðahaginn. En ástin sigraði. Brúðkaupið fór fram 15. apríl 1874, og í byrjun desember sama ár gat að líta eftirfarandi tilkynningu í “The Times”: “Hinn 30. nóvember er lafði Randolph Churchill í Blen- heimhöll fæddur vanburða son- ur.” Þessi sonur, sem þannig var nafnlaus kyntur heiminum í fyrsta sinn, var Winston Churchill, núverandi forsætis- ráðherra Breta. Æfiferill þessa merka manns hefir verið harla viðburðarík- ur, enda hafa þar skifst á sigr- ar og ósigrar í stófeldara mæli en í lífi flestra manna. Hann gerist ungur hermaður og lend- ir í margskonar mannraunum. Hann býður sig fram til þings, og eftir að hann verður þing- maður kemst hann brátt í stjórnina, verður fyrst aðstoð- arráðhera, þá forseti viðskifta- málanefndar (Board of Trade), síðan innanríkismálaráðherra og eftir það flotamálaráðherra, þá hergagnaráðherra, þá ný- lendumálaráðherra og síðan flugmálaráðherra, þá hermála- ráðherra og loks fjármálaráð- herra. Eftir það verður hann flotamálaráðherra í annað sinn og er nú bæði landvarnarmála- ráðherra og forsætisráðherra. Það er öðru nær en hann hafi altaf verið flokksmönnum sín- um þægur ljár í þúfu. Þvert á móti hefir hann aldrei látið flokkshagsmuni sitja í fyrir- rúmi, heldur farið eftir eigin sannfæringu, þó að hún kæmi ekki altaf heim við sannfær- ingu samflokksmanna. Hann hefir þá einnig verið ýmist í flokki ihaldsmanna eða frjáls- lyndra, eftir því við hvora hon- um fell betur í það og það skiftið, en þó miklu lengur í frjálslynda flokknum. Og jafnan hefir hann verið ein- Bond & Ronald LIMITED THE MAKERS OF Wish their Many Icelandic Friends a MERRY CHRISTMAS and a HAPPY NEW YEAR dreginn fylgismaður frjálsrar verzlunar. Hann hefir aldrei getað felt sig við troðnar slóðir hinna dyggu flokkaklíkufylgj- enda innan þings og stjórnar. Til þess er hann of frjáls í hugs- un og gjarn á uppreisn. Hefir þetta leitt til þess, að hann hefir oftar en einu sinni lent í andstöðu við fylgismenn sína og jafnvel staðið einn uppi. Winston stundaði nám í mentaskólanum Harrow og í Sandhurst, en til háskólanáms kom ekki, því að loknu námi í Sandhurst gekk hann í herinn. Honum leiddist latína og gríska, en hafði allan hugann við hernaðarvísindi, enda var hann ekki nema rúmlega tví- tugur þegar hann hætti námi til þess að komast í herinn. Fyrsta orustan, sem hann tók sátt í, var háð á eyjunni Cuba, en þangað komst hann sem stríðsfréttaritari, og gat með jví móti staðist þann kostnað, sem af svo langri ferð leiddi. Þetta sama notaði hann sér, er tann réðist fréttaritari til Ind- lands, fyrir blöðin “Pioneer” og “Daily Telegraph”, upp á 5 sterlingspunda laun fyrir Dlaðadálkinn. Síðar fór hann til Afríku og var þá fréttaritari stórblaðsins “Morning Post” og fékk 15 sterlingspund fyrir dálkinn, svo að ritlaun hans höfðu þrefaldast á skömmum tíma, enda vöktu greinar hans mikla athygli. Kitchener lá- varður var .þá hershöfðingi Breta í Afríku og naut mikils álits og þó enn meira síðar, bæði í Búastríðinu og loks í heimsstyrjöldinni 1914—1918. En Churchill gagnrýndi í grein- um sínum Kitchener allfrek- ega, einkum fyrir meðferð íans á föngum, enda varð af nokkur kali milli þeirra út af þessu. Segir William Stead í “Skapgerðarlýsingu” sinni af Churchill, sem hann reit í Re- view of Reviews 1904, að her- stjórnin hafi kunnað því illa, hvernig þessi tannhvassi und- irmaður leyfði sér að gagn- rýna yfirmenn sína. En um fréttabréf Churchills segir Stead, að þau hafi verið “fram- úrskarandi góð, skilmerkileg, ljós, myndauðug og hreinskil- in”, enda vakið almenna eftir- tekt. Það var haustið 1898, að Winston kom heim fré Egypta- landi, lagði niður stöðu sína í hernum og bjóst til að gerast stjórnmálamaður að dæmi föð- ur síns. Hann leitaði fyrir sér um stuðning hjá íhaldsflokkn- um, en fékk daufar undirtektir, bauð sig þó fram í Oldham kjördæmi, en féll í kosningun- um. í október 1899 réðist hann aftur fréttaritari hjá “Morning Post” og fór til Suður-Afríku í sama mánuði, til þess að skrifa fréttir frá Búastríðinu fyrir blaðið. Hann átti að hafa 250 sterlingspund í kaup á mánuði og allan ferðakostnað frían — cg var harla ánægður með kjörin. En hálfum mánuði eftir að hann kom til Höfðaborgar höfðu Búar tekið hann til Frh. á 10. bls. sa áttundi í röðinni frá ætt- Sargent Pharmacy Sími 23 455 Sargent og Toronto, Winnipeg Þakkar fyrir viðskiftin á liðnu ári og óskar öllum viðskiftavinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA 0G FARSÆLS NÝÁRS We D0MINI0N BANK STOFNSETTUR 1871 Vér seljum bankaávísanir og ferðamannaávísanir á því lægsta verði, sem mögulegt er. Sérstakt athygli veitt reikningum skiftavina, sem utan bæjar búa. Allar upplýsingar veittar sem um er beðið. Vér bjóðum yður að byrja reikning hjá oss, og nota þá sparisjóðsdeild, sem næst yður er. Vér lofum skifta- vinum skjótri og prúðmannlegri þjónustu. WINNIPEG ÖTBÚ:' «> Main Office—Main Street and McDermot Avenue Main Street and Redwood Avenue North-End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Avenue and Sherbrook Street Portage Avenue and Kennedy Street Portage Avenue and Sherbrook Street Union Stockyards, St. Boniface A. S. Bardal og þeir sem hjá honum vinna, óska öllum sínum mörgu viðskiftamönnum og vinum hjartanlega GLEÐILEGRA JÓLA 0G FARSÆLS NÝÁRS 21 parbal ÖTFARARSTJÓRI 843 SHERBROOK STREET Símar: — 86 607 og 86 608 Hvað ætlarðu þér þegar þú ert 55 ára að aldri, 60 eða 65? Muntu hætta störfum með fulltryggar tekjur það sem eftir er æfinnar? Hvi ekki setjast hjá erindreka Great-West Life? Seztu hjá honum og gerðu fyrir þörf- um þínum með hans aðstoð —ráð sem tryggja afkomu og farsæld ástvina þinna. Fulltrúi vor er reyndur mað- ur og á bak við hann eru úrræði og auður eins elzta og traustasta liftryggingar félags í Canada. Finnið og ráðgist við erindreka Great-West Life B. DALMAN Umboðsmaður SELKIRK, manitoba wÍCREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.