Heimskringla - 22.01.1941, Blaðsíða 7

Heimskringla - 22.01.1941, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 22. JANÚAR 1941 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA kristín schram Hinn 14. sept. s. 1. andaðist að heimili sínu í Árborg, Man., Mrs. Kristín Schram. Hún var fædd 20. apríl 1852. Foreldrar hennar voru Jónas Jóhannes- son frá Saurum í Laxárdal og kona hans, Guðný Einarsdótt- ir. Þau bjuggu á Harrastöðum í Miðdölum í Dalasýslu. Hún fluttist ung til þessa lands og giftist Jósef Schram frá Höfða á Höfðaströnd. Þau giftu sig á Gimli 19. júlí 1877. Þau fiutt- ust þrem árum síðar til Hall- son, N. D., og bjuggu þar í nitján ár. Árið 1901 fluttust þau til Nýja-lslands og námu land í Geysir-bygð, en hin síð- ustu árin bjuggu þau í Árborg og þar lézt maður hennar fyrir nokkrum árum síðan. Þau hjónin eignuðust 11 börn, af þeim eru nú fimm dæt- Ur á lífi: Valgerður, gift Jóni Hordal; Jóhanna, ekkja Jó- hannesar Nordals; Elin, gift Guðmundi Einarssyni verzlun- arstjóra í Árborg; Ásta, gift Vilhelm Pálssyni á Kjarna í Geysir-bygð og Þóra Margrét, sem var heima hjá foreldrum sínum og bjó með móðir sinni í Árborg. Tvö börn uppkomin mistu þau Schrams hjónin: Jónas, sem varð úti á Winni- peg-vatni fyrir mörgum árum síðan og Guðnýju, gift Oddi Sveinssyni. Auk Kristínar sál. komu f jögur systkini hennar til þessa lands: Einar, læknir á Gimli; Jóhannes, bóndi á Jaðri, og tvær systur, Guðrún og Jóna. Með Kristínu er hnigin í val- inn góð kona og merkileg sem hefir unnið langt dagsverk og unnið það vel. Hún var mjög vel gefin kona, þrekmikil og starfskona hin mesta, enda þurfti hún þess með um dag- ana. Það er erfitt verk að vera brautryðjandi og hún var það. Þau hjónin námu land í tveim- ur löndum, fyrst í Bandaríkj- unum og síðan hér í landi, og voru ætíð sjálfstæð og til upp- byggingar þar sem þau voru. Kunningjar þeirra minnast á dugnað þeirra, en einkum þess, hve þau voru vakandi fyrir áhugamálum tímanna og fylgd- ust vel með þeim. Hún var ein þeirra kvenna, sem vaxa við örðugleikana, og þótt hún hefði á liðinni tið mætt þungum sorgum á lífsleiðinni, höfðu þær ekki yfirbugað hana held- ur þroskað hana til meiri skiln- ings á lífinu og aðstöðu hennar til þess. 1 lífsskoðunum var hún frjálslynd og bjartsýn og trúði á mátt hins góða í tilver- INNK&LLUNARMENN HEIMSKRIN6LU I CANADA: Amaranth............................J. B. Halldórason Antler, Sask........................-K. J. Abrahamson Arnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg..............................G. O. Einarsson Baldur..............................Sigtr. Sigvaldason Beckville........................................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..........................H. O. Loptsson Brown.................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge........................H. A. Hinriksson Cypress River........................Guðm. Sveinsson Dafoe.........................-..........S. S. Anderson Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson Elfros.... .........................J. H. Goodmundson Eriksdale...........................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask..................Rósm. Árnason Foam Lake.............................H. G. Sigurðsson Gimli...............................i....K. Kjernested Geysir....................i.........Tím. Böðvarsson Glenboro............................ G. J. Oleson Hayland...................:.........Slg. B. Helgason Hecla............................ Jóhann K. Johnson Hnausa..............................Gestur S. Vídal Húsavík.............................John Kernested Innisfail......................................ófeigur Sigurðsson Kandahar......................-.......S. S. Anderson Keewatin............................Sigm. Björnsson Langruth..............................Böðvar Jónsson Leslie..............................Th. Guðmundsson Lundar..................................... D. J. Líndal Markerville................................... Ófeigur Sigurðsson Mozart............-...................S. ^S. Anderson Narrows............................................_S. Sigfússon Oak Point........................... Mrs. L. S. Taylor Oakview............................... S. Sigfússon Otto.....................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer.......................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík................................ Riverton............................Björn Hjörleifsson Selkirk, Man...........Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Silver Bay, Man.....................Hallur Hallson Sinclair, Man....................K. J. Abrahamson Steep Rock................................Fred Snædal Stony Hill...............................Björn Hördal Tantallon...............................O. G. ólafsson Thornhill..........................Thorst. J. Gísiason Wðir................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis................................S. Oliver Winnipeg Beach........................John Kernested Wynyard...............................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Bantry................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash..................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co...............Th. Thorfinnsson Grafton.............................Mrs. E. Eastman Ivanhoe..........................Miss C. V. Dalmana Los Angeles, Calif.... Milton...................................S. Goodman Minneota.........................Miss C. V. DaJmann Mountain............................Th. Thorfinnssor National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24tb Si Point Roberts.......................Ingvar Goodma Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave N V Hpham.................................E. J. Breiðf jörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba unni, og starfaði með vilja og vitund í þá átt. Eftir hana liggur því langt og þarft starf í þessu mannfélagi voru. Hún var vegna framkomu sinnar og mannúðar mjög vinsæl, eink- utn voru það börnin, sem í ná- grenninu voru, sem þótti vænt um hana, hún var þeim bæði góð og gjöful og þau munu minnast lengi hinnar aldur- hnignu, fallegu konu, sem skildi þau svo vel, sem hafði lifað svo miklu lengur en þau og reynt svo miklu meira, en átti í sál sinni æskuna eins og þau. Hún hefir kvatt þennan heim og er horfin til hvíldar- innar frá löngu og þörfu dags- verki, sem lifir eftir hana og geymir minningu hennar um langa stund. t E. J. Melan Eftir miðnætti fór fólk að tínast heim með skemtilegar endurminningar í hjörtum sín- um um viðkunnanlega íslenzka kveldskemtun. Munu þá óefað hafa hugsað að á meðan við höfum “Sólskin” á meðal okk- ar hér í hinni há-ensku Kyrra- hafsborg, megum við vera full- viss um að einu sinni á ári fá- um við íslenzkan mat og njót- um íslenzkrar skemtunar. Einar Svanbergson —563 W. Broadway Ave., Vancouver, B. C. i 7 R Æ Ð A ÁRSMÓT “SÓLSKINS’ Þann 15. nóv. s. 1. komu sam- an hátt á þriðja hundrað manns og nokkrir vinir þeirra í svenska samkomusalnum til að sitja hina árlegu kveldmál- tíð og samkomu kvenfélagsins “Sólskin”. Var komið saman um kl. hálf sjö og voru þá borð hlaðin allskonar réttum sem mintu mann á að maður væri komin heim til Islands. Þar var hangikjöt, rúllupylsa, lifra- pylsa, kæfa, skyr, vinarterta, pönnukökur og reglulega in- dælt íslenzkt kaffi. Allir borð- uðu með góðri lyst og ánægjan sem skein út úr andlitunum sýndi hvað þakklátt fólkið var kvenfélagskonunum sem svo ötullega höfðu starfað að því að tilreiða svona góða máltíð. Að lokinni máltíðinni þegar búið var að rýma til á borðun- um byrjaði skemtiskráin með því að allir sungu “O Canada”. Því næst söng söngflokkurinn “Ó Guð vors lands”, “Heyrið vella á heiðum kveri”, og “ls- land vér elskum þig.” Guðmundur Gíslason, sem stýrði skemtiskránni ávarpaði gestina og mintist þess hvað skemtilegt er fyrir okkur land- ana að koma saman á okkar eigin mannamótum, og kallaði síðan fram Mrs. D. L. Durkin sem flutti aðal ræðuna þetta kveld. Hún talaði á ensku um frammistöðu kvenna bæði fyrri á tíð og nú á þessum tímum. Mintist hún á margt fróðlegt og upplýsandi, enda er Mrs. Durkin víðþekt ræðukona hér á ströndinni. Næst var fíólín sóló eftir ungan og efnilegan fiðluleik- ara, Lenard Erlendson. Þar á eftir kom Miss Anna Pearson fram með upplestur. Það er altaf gaman að hlusta á hana og hefir hún skarað fram úr öðrum í þeirri grein hér í Van- couver. Og öllum þótti unun af að hlusta á Mrs. Dorothy Limpus sem svo prýðilega leik- ur á píanó. Magnús Elíasson, hinn vel- þekti kennari í ræðumensku flutti ávarp á íslenzku, til eldra fólksins. Hann talaði um hina mörgu örðugleika sem vestur- förin og landnámið hafði í för með sér. Og lýsti því hvað ís- lendingar hefðu yfirleitt staðið uppréttir undir erfiðleikunum, að útkoman hefði verið happa- sæl og endirinn sigursæll. Og að endingu söng söng- flokkurinn: “Verði ljós”, “Enn er lítil lands vor saga” og “Eld- gamla Isafold.” Þá var skemtiskránni lokið en ekki beið á löngu þar til kom líf og fjör í fólkið undir tónum Bjarna Friðleifssonar. Dönsuðu bæði ungir og gamlir og þeir sem voru ekki eins léttfættir og fyrrum, slóu sér í smáhópa og dæmdu um góðan skáldskap og lélegan, rétta og ranga póli- tík og viðeigandi. og óviðeig- andi vinnubrögð og margt og margt fleira. Mátti þar heyra undurfagra íslenzku, vel talaða ensku og vestanhafs íslenzka ensku. Frh. frá 5. bls. stefnu í fésýslu málum þá glati þjóðin frelsi sínu og lýðræði.” Þetta er breytingatillaga sem Mr. Blackmore lagði fram í sambandsþinginu. En svo eg víki nú aftur að Sirois-nefndar skýrslunni þá er afstaða mín þannig, að þar sem tillögur hennar fara fram á að fylkin gefi eftir af þeim réttindum sem þau nú hafa er eg ákveðin á móti því að slíkar tillögur verði staðfestar. Það hefir verið stjórnmálastefna hins breska ríkis að veita hin- um ýmsu löndum sem alríkið mynda sem mest sjálfsforræði og samdráttur valdsins á einn stað er andstætt þeirri stefnu. Þriðji liður: Sanngjörn úr- lausn landbúnaðar málanna, svo að bændunum verði trygð sala og verð fyrir afurðir sínar, svo að þeir hafi að minsta kosti eitthvað fram yfir tilkostnað. Þessum lið er eg samþykk, en þó lít eg svo á að undir nú- verandi gjaldeyris fyrirkomu- lagi sé ómögulegt að ná því takmarki. Til sönnunar mínu máli mætti eg benda á að hinn heiðraði stjórnarformaður hef- ir nú um átján ára skeið varið öllum sínum miklu hæfileikum til úrlausnar þessum bænda- málum og hvernig standa svo málin i dag. Bóndinn er um- kringdur sölubanni og stjórn- ar ráðstöfunum á allar hliðar og skuldasúpan vaxin honum langt yfir höfuð. Eg hefi fulla samúð með þessum tilraunum stjórnarformannsins að reyna að rétta við hag bændanna, en eins og eg hefi áður bent á verður þetta ekki gert nema teknar sé upp þær breytingar á gjaldeyrismálum og fésýslu sem Social Credit flokkurinn hefir á sinni stefnuskrá. Fjórði liður: Að þingið geri alt sem í þess valdi stendur til þess að stríðskostnaður og þær fórnir sem fram verður að leggja í sambandi við það komi sem allra jafnast niður á allar stéttir manna. Þessum lið er eg samþykk. En um leið verð eg að lýsa því yfir að meðan við ekki breyt- um stefnu í fjármálum eru þetta ekki nema orðin tóm og eg mætti minna á það að í apríl s. 1. kom fram tillaga hér í þinginu um að skora á sam- bandsstjórnina um að gefa út skuldlausa peninga til stríðs þarfa. Tilgangur þeirrar til- lögu var að forða þjóðinni frá að safna skuldum meðan á stríðinu stendur. En meiri- hluti þingmanna greiddi at- kvæði móti tillögunni. Getum við talað um að skifta jafnt niður þeim fórnum sem stríð- inu eru samfara meðan við gerum ekki neitt til að hnekkja peningavaldinu sem altaf legg- |ur þyngri og þyngri byrðar á þjóðina. Það hefir verið minst já þá fjármála örðugleika sem j hljóta að verða i landinu eftir stríðið og einn þingmaður jkomst svo að prði: að hvert mannsbarn í landinu verði ! eignalaust að striðinu loknu. Þetta kann að vera satt en það þarf ekki svo að vera. Und- j ir Social Credit fyrirkomulagi j yrði sú aukna véltækni sem j óhiákvæmilega verður meðan á striðinu stendur, notfærð að stríðinu loknu, til uppbyggi-1 legrar framleiðslu. En undir núverani fyrirkomulagi sé eg ekki hvernig þeim, sem nú vinna að stríðsframleiðslu verður séð fyrir atvinnu eða lífsframleiðslu. Eða eigum við að setja þá á fátækra styrk eins og nú tíðkast? Hvað hefir Sirois-skýrslan um það að segja? Eina ráðið sem eg sé er að þessum mönnum verði gefin sá hluti í framleiðslunni sem þeim ber með réttu. Og mundi þá framleiðslan senn aukast þangað til allir fengu atvinnu eftir því sem þörf krefði. Og þá fyrst höfum við lýðræði sem meira er en orðin tóm. Fimti liður: Að ráða sem best fram úr fylkismálum og líta eftir hagsmunum fylkisins innan ríkisheildarinnar meðan á striðinu stendur og að því loknu. Mér hefir oft verið sagt það af samþingsmönnum mínum að gjaldeyrismálin heyri ekki und- ir fylkisþing. En ef við eigum nú að líta eftir hagsmunum fylkisins á vettvangi sam- bandsmálanna, vonast eg eftir að heyra samsteypu þingmenn- ina krefjast þess að ríkið taki upp heilbrigðara fésýslu skipu- lag, svo þeir geti komið fram einhverju af því sem stendur í stefnuskrá þeirra. Af þeim ástæðum sem að framan eru taldar lýsi eg yfir því: Að eg er andvíg þeirri ein- ræðisstefnu sem fram kom við myndun samsteypustjórnarinn- JITMBO KÁLHÖFUÐ Stærsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 til 40 pund. Öviðjafnanleg í súrgraut og neyzlu. Það er ánægju- legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem leið seldum vér meira af Jumbo kál- höfðum en öllum öðrum káltegund- um. Skýrsla viðskiftavina sýna vigt alt að 44 pundum. Pakkinn 12c, únza 40c, póstgjald 3c. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1941 Betri en nokkru sinni fyr DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario ar og þó eg sé samþykk til- gangi þeim sem látinn er uppi í fjórum liðum stefnuskrárinnar þá hefi eg enga trú á að þeim tilgangi verði náð undir ríkj- andi fésýslu skipulagi sem samsteypumennirnir fylgja. Þess vegna óska eg að bera upp þessa tillögu sem studd er af Mr. Stubbs þingmanni fyrir Winnipeg. Þingið lýsir yfir óánægju sinni yfir myndun samsteypu- stjórnar án þess gildar ástæður kalli fyrir slíkt, og lýsir yfir því að slíkt sé andstætt grund- vallar atriðum þingræðis og á- byrgðarfullrar stjórnar. Tillagan var feld. H. G. þýddi - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrtfstoíusíml: 23 674 8tundar sérstaklega lungnasJVSk- dóma. Er aS flnnl & skrlfstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmill: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 ÍSS Thorvaldson & Eggertson LögfræOlngar 300 Nanton Bldg. Talsimi 97 024 OfTICl Pbonk Rks. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDINO Ornci Houss: 12-1 4 P.M. - fl p.M. iND BV APFOINTMBNT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl l vlðlögum ViBtalstímar kl. 2—4 « h. 7—8 ah kveldlnu Simi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Johannes.ion 806 BROADWAY Talsimi 80 877 ViSt&lstiml kl. 8—ð e. h. A. S. BARDAL selur llkkistur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sé bestl. — Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina 843 SHERBROOKE 8T Phone: se 607 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Insurance and Financíal Agents Simi: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Dally Plants In Season We apecialize tn Weddlng A \ Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast ailsfconar flutninga fram og aftur um bæirm. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 054 BANNING «7 Phone 26 42< DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Someraet Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefa og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusimi 80 887 Heimasími 48 551 THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.