Heimskringla - 29.01.1941, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.01.1941, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. JANÚAR 1941 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA LANDN ÁMSKON A LÁTIN Mrs. Soffía Guðnadóttir Gíslason, kona Þórarins Gísla- sonar bónda og landnáms- manns við Árborg, Man., and- aðist að heimili sínu, þann 3. jan. árd., eftir langvarandi þjáningar. Hún var fædd 23. des. 1868 að Dallandi í Borgar- fjarðarhreppi (eystra), Norð- ur-Múlasýslu; voru foreldrar hennar Guðni Stefánsson og Guðný Högnadóttir. Ólst hún upp með foreldrum sinum, á þeim slóðum. Þann 27. okt. 1894, giftist hún eftirlifandi eiginmanni Þórarni Gíslasyni, frá Hofs- strönd, í Borgarfirði (eystra). Þau bjuggu á ýmsum.stöðum í Borgarfirði, þar til þau fluttu vestur um haf, árið 1903, tóku Þau næsta vor rétt á landi því er þau bjuggu á ávalt síðan. Systkini Soffíu sem lifa eru: Gyðríður, kona Stefáns Egils- sonar við Leslie, Sask.; Þor- björg, ekkja Guðmundar And- erson, Vancouver, B. C.; Guð- rún, starfandi í Winnipeg; Baldvin, bróðir þeirra, andaðist 1911. Foreldrar Soffíu voru sin efstu ár á heimili Gíslasons hjóanna og nutu aðhjúkrunar dóttur sinnar. Þau önduðust þar árið 1922. Börn Soffíu og Þórarins eru: 1. Guðlaug, kona Guðjóns Dan- íelssonar, bónda við Árborg; 2. Gyðríður Björg, hjúkrunar- kona; 3. Edward, heima með föður sínum; 4. Ingibjörg, starfar hjá Hudson’s Bay fé- laginu í Winnipeg; 5. Guðni Aðalsteinn, giftur Sigurlaugu Jakobínu Jakobsson. Einnig áttu þau tvær stúlkur er þau mistu, aðra heima á ís- landi, en hina hér vestra, báð- ar látnar á bernsku aldri. Með Soffíu er mæt kona til grafar gengin; við burtför hennar minnist maður ósjálf- rátt orðanna eftir Bjarna skáld Thorarensen: En þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má. En ilmur horfinn innir fyrst, urta hvers bygðin hefir mist. Það sem einkendi skapgerð Soffíu var hin staka ró og jafn- aðargeð, hófleg glaðværð og bjartsýni. Hún ætlaði engum annað en gott, og gladdist jafnan yfir velgengni annara. Aldrei á æfinni mun hún hafa átt nokkurn óvildarmann; allir sem kyntust henni báru hlýjan hug til hennar. Hún var kona mjög ijóðelsk, kunni mikið af Ijóðum hinna eldri skálda, og fann yl og styrk í þeim. Hún var mjög söngelsk og hafði æfi- langt, óþrotlegt yndi af söng; mátti segja að heimilisfólkið alt, foreldrar og börn, væru söngvin og ljóðelsk. Lífsbarátta Gíslasons hjón- anna var affarasæl, hávaða- laus og hamingjusöm, ágæt- lega máttu þau teljast sam- hent að vera; og unnu af sam- einuðum hug, að heill og heiðri heimilis síns. Hinum íslenzka félagsskap umhverfis sig léðu þau trygt fylgi og haldgott. Voru þau ágætir stuðnings- menn Árdalssafnaðar alla tíð, frá stofnun hans; sömuleiðis lestrarfélagsins í Árborg; lið sitt léðu þau hverju góðu mál- efni á staðfastan og kyrlátan hátt. Hið hinsta stríð Soffíu varð langt og þungt, en borið af henni með hinu sama fágæta rólyndi og trú, er einkendi alla afstöðu og framkomu hennar. Naut hún fágætrar umönnun- ar og aðhjúkrunar Gyðríðar dóttur sinnar, er lagði störf sín til hliðar og vék aldrei frá móður sinni svo að segja þau full fjögur ár er sjúkdómsstríð hennar varði; — er það fágætt, en fagurt dæmi. Hendur heim- ilisfólksins, systkinanna og eiginmanns voru útréttar hinni sjúku móður og eiginkonu til ánægju og gleði. Þann 7. jan. fór útför hénnar fram, fjölmenti fólk á heimil- inu og í kirkju Árdalssafnaðar, en þar voru hinztu kveðjumál flutt. Þegar eg hugsa um Soffíu Gíslason, og andrúms- loft það er hún skapaði, og á- hrifin ljúfu er frá henni streymdu, minnist eg orða Steingríms skálds Thorsteins- sonar, er kvað: “Hér rósamt kvenlíf endað er, sem ávalt þræddi feril dygðar, þess lof í heimi hátt ei fer, en harmast samt með gráti hrygðar. Mörg látlaus æfin lífsglaum fjær sér leynir einatt góð og fögur, en guði er hún alt eins kær, þó engar fari af henni sögur.” Friður guðs signi sálu þína og fagra minningu er ástvinir um þig geyma til daganna enda. — Farðu vel! INNKbLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU í CANADA: Amaranth........... Antler, Sask....... Árnes.............. Árborg............. Baldur............. Beckville.......... Belmont............ Bredenbury......... Brown.............. Churchbridge......... Cypress River...... Dafoe.............. Ebor Station, Man.... Elfros............. E3riksdale......... Fishing Lake, Sask. Foam Lake.......... Gimli.............. Geysir............. Glenboro............. Hayland............ Hecla.............. Hnausa............. Húsavík............ Innisfail.......... Kandahar........... Keewatin........... Langruth .......... Leslie............... Lundar............. Markerville........ Mozart............. Narrows............ Oak Point__________ Oakview____________ Otto............... Piney.............. Red Deer........... Reykjavík.......... Riverton........... Selkirk, Man....... Silver Bay, Man.... Sinclair, Man...... Steep Rock......... Stony Hill......... Tantallon.......... Thornhill.......... Víðir.............. Vancouver.......... Winnipegosis....... Winnipeg Beach..... Wjmyard............ ................J. B. Halldórsson ...............K. J. Abrahamson ..............Sumarliði J. Kárdal ................G. O. Einarsson ...............Sigtr. Sigvaldason ................Björn Þórðarson ...................G. J. Oleson .....;...........H. O. Loptsson ..............Thorst. J. Gíslason ...............H. A. Hinriksson ...............Guðm. Sveinsson ..................S. S. Anderson ...............K. J. Abrahamson ..............J. H. Goodmundson .................ólafur Hallsson .................Rósm. Árnason .........:.......H. G. Sigurðsson ...................K. Kjernested ................Tím. Böðvarsson ....................G. J. Oleson ...............Slg. B. Helgason .....•.......Jóhann K. Johnson .................Gestur S. Vídal .................John Kernested ..............Ófeigur Sigurðsson .........—........S. S. Anderson ................Sigm. Björnsson ...............Böðvar Jónsson ...............Th. Guðmundsson ................... D. J. Líndal ............. Ófeigur Sigurðsson .................S. S. Anderson ...................S. Sigfússon ................Mrs. L. S. Taylor ...................S. Sigfússon ...................Björn Hördal .................S. S. Anderson ..............Ófeigur Sigurðsson ..............Björn Hjörleifsson Mrs. David Johnson, 216 Queen St. .................Hallur Hallson ..............K. J. Abrahamson ....................Fred Snædal ...................Björn Hördal ..................O. G. Ólafsson ..............Thorst. J. Gíslason .................Aug. "Einarsson ..............Mrs. Anna Harvey ......................S. Oliver .................John Kernested .................S. S. Anderson í BANDARfKJUNUM: Bantry................ Bellingham, Wash...... Blaine, Wash.......... Cavalier and Walsh Co. Grafton............... Ivanhoe............... Los Angeles, Calif.... Milton________________ Minneota.............. Mountain.............. National City, Calif.. Point Roberts......... Seattle, Wash......... Upham................. ..................E. J. Breiðfjörð ............Mrs. John W. Johnson ..........Séra Halldór E. Johnson .................Th. Thorfinnsson .................Mrs. E. Eastman ..............Miss C. V. Dalmann ......................S. Goodman ..............Miss C. V. Dalmann .................Th. Thorfinnsson ...John S. Laxdal, 736 E 24th St. ..................Ingvar Goodman ,J. J. Middal, 672S—21st Ave. N. W. ..................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba Sigurður ólafsson Þakkarorð Öllum þeim er veittu okkur aðstoð í löngu sjúkdómsstríði konu minnar og móður okkar, Soffíu Gíslason; öllum er glöddu okkur með blómagjöf- um við útförina, og heiðruðu minningu hennar með nærvist sinni, vottum við okkar hjart- anlegustu þakkir. Thórarinn Gíslason og börn, Árborg, Man. ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. Það gengur að heljar veður Ártalið er 1850 eða rúmlega það. Nú er mikil ólga í heim- inum. — Febrúar byltingin franska er nýlega afstaðin og lýðurinn er gripinn æsingu. Er nú önnur skelfingaröld í aðsígi, svipuð þeirri er yfir skall eftir fyrstu byltinguna á Frakk- landi? — Spyrja skelfdar þjóð- ir. Alt er í uppnámi. Vísindin hafa grafið grunnin undan vanahelguðum lífsvenjum og arfleiddum skoðunum. Vélaöld- in með öllum sínum umbrotum er í uppsiglingu.' Bændasynir, í Norðurálfunni, yfirgefa sínar feðraslóðir og flykkjast til j verksmiðjanna eða flytja til | Ameríku. Fólkinu fjölgar, í | Bandaríkjunum á einum áratug um 35.9% eða 17,069,453 upp í 23,191,876 (1840—1850). Alt færist úr jafnvægi og alstaðar eru menn að leita að nýjum hamingju leiðum, fyllra lífi, meira frelsi, réttlæti og sann- leika. Út til íslands skolaðist dálítil lágbylgja þessa andlega öldu- róts og stælti lund landans til, mótspyrnu gegn hinu danskai alræði. Þjóðfundurinn mikli j árið 1851 sýndi það best. Til þessarar ráðstefnu komu kjörn- j ir fulltrúar að boði konungsj sins en kringum þessa ármenn landslýðsins raðaði Trampe grieifi og fulltrúi konungs, dönskum hermönnum með blikandi byssustingi. En nú; létu Islendingar ekki bugast,! því nú var han til hásætis stig- in í hjörtum Frónverja er skáldin hafa heppilega skírt íslands hvíta ás — Jón forseti Sigurðsson. Nei, aldrei skul- um vér að dönskum tylliboðum ganga og framselja réttindi lands og þjóðar” segir forsetinn og þeir fylgdu honum er höfðu djörfung til að mótmæla. Þeir fylgdu honum hinir góðu guðs- menn: Séra Hannes á Ytra- Hólmi og séra Halldór í Hofi; þeir fylgdu hounm lærðumenn- irnir : Jósep læknir á Hnaus- um, Jón Guðmundsson ritstjóri og Eggert sýslumaður Briem; þeir fylgdu honum skáldin: Jónas, Steingrímur og Benidikt Gröndal (oftast nær); þeir fylgdu honum framfaramenn- irnir: Ásgeir kaupmaður á Isa- firði, Benediktsson frá Flatey og Ásgeir á Þingeyrum; þeir fylgdu honum spámennirnir af Suðurnesjum, fjörðum og eyj- um; þeir fylgdu honum ein- yrkjarnir úr dölunum og vinnu- mennirnir á bæjunum, réttu úr bognu baki og fundu til mann- dóms síns því þeim var nýr og þjóðlegur frelsari fæddur. Nú var öðrum íslendingum að mæta en á Kópavogs fundi forðum. íslenzka sumarsólin skein á stálhjálma danskra dáta, en hér blikaði einnig á annað stál, stál viljans í eðli forsetans og stál viljans í hug- um heillrar þjóðar. Þar lýsti af heilögum, guðinnblásnum frels- is funa sem aldar andinn hafði uppvakið og æ mun lýsa meðan mannlundin varir. voru bændur lítið eitt betur staddir, því þá var verðið oft- ast afar lágt, því mennirnir tóku það sem drottinn gaf. — Samgöngur voru þess utan afar slæmar og miklum erfiðleikum bundið að koma afurðunum á markaðinn. Alt þetta mundu menn þó hafa þolað í von um betri tíma ef eitt óréttlæti hefði ekki ábæzt, að auðmenn græddu einna mest í harðær- um, því þá gátu þeir selt nauð- synjar með okurverði en keyptu þær fyrir lítið þegar gnægð var fyrir höndum, og þeir fyltu forðabúr sín. Þetta skapaði hvað mesta óánægju. Menn þráðu eitthvað nýtt en vissu þó naumast hvað en ergi- leg lund ýfist til ofstopa þegar þannig er háttað og stillingu þrýtur, til að ræða vandamál- in með góðri greind, höfuðmál- efni þjóðarinnar — þrælahald- ið. Löggjafar ættu að vera ekki einungis hagfræðingar heldur einnig sálfræðingar, en eru oftast hvorugt en þvert á móti samvizkusljófir og þekk- ingarlitlir kjaftaskar. “Að geðjast aðeins gáfuðum það gengur ekki á þjóðfundum, því flónin eru fleiri”, sagði Guð- mundur læknir Björnsson á sínum tíma. Á vinjum Suðurrikjanna virt- ist lífið ganga sinn rólega vana- gang. Þar sem þrælar erfið- uðu en höfðingjar átu góðgæti og drukku vín í dýrðlegum fögnuði. En þótt alt virtist I kyrlátt á yfirborðinu slógu (hvergi fleiri hjörtu í kvíða og BARON SOLEMACHER. Þessi óvið- jafnanlega tegund, framleiðir stærri ber úr hvaða sæði sem er. Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinar og liggja ekki við jörðu, framleiða því stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín í garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) (2 pakkar 45c) Póstgjald borgað. FRt—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1941 Betri en nokkru sinni fyr DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario angist. Menn fundu öldurót yfirvofandi byltingar undir ilj- um sér, eins og smákippi aðvíf- andi landskjálfta. Höfðingj- arnir höfðu séð hatursglampa í sindrandi blökumanna aug- um. Þeir vissu að svertingjarnir voru ekki allir svo heimskir og þrællundaðir að þeir fyndu ekki hjartað slá í takt við frelsishreyfingar sinnar sam- tíðar. Þrælabylting hafði líka orðið í Vestur-Indversku eyj- unum þar sem svertingjar brut- ust til valda og ofsóttu hvíta menn með mikilli grimd. Karl- menn voru drepnir en konur svívirtar. Það sem einu sinni gerist getur aftur skeð og það einmitt hér — ályktuðu Suður- ríkjamennirnir. Framh. Hinn danski greifi rauf þing þetta, með atbeina hersins og í nafni konungs en Jón Sig- urðsson mótmælti í nafni þjóð- arinnar og réttlætisins. Vér mótmælum allir, kvað við frá hinum kjörnu fulltrúum Is- lands, og það var sem þessi mótmæli endurómuðu frá hverju fjalli og lifði í loftinu eins og Jóhannes úr Kötlum kemst að orði í sínu kraftmikla kvæði um Jón Sigurðsson. — Margir aðrir þættir í þjóðar- sögu vorri eru til vanvirðu, en þessi varpar Ijóma fram á ó- farnar brautir. í Vesturheimi urðu umbrotin stórfeldari og erfiðara miklu að stilla þeim í hóf. Fólkið streymdi inn í bæjina og verk- smiðjuhverfin. Kaupið var lágt í samanburði við þarfir lífsins og atvinnan stopul svo margir liðu nauð. Við þetta sköpuð- ust verkalýðs óeirðir er fóru stöðugt vaxandi. Verkafólkið tók að mynda samtök en slík samtök voru þá alment skoðuð sem uppreisnar starfsemd með- al hinna svokölluðu betri borg- ara. Blöðin, skólarnir og kirkj- urnar fordæmdu þau. Vinnu- veitendurnir leituðust við að knúsa þau í fæðingunni. Þeir leigðu sér verkfallsbrjóta og skipulögðu ógnaræði með leigðum skálkum, hinum svo- nefndu “vigilante” sveitum er frömdu alskyns lögleysu á verkafólki. Þetta espaði fólk- ið til ofbeldisverka og svo þeg- ar við ekkert varð ráðið sendi stjórnin herinn til að skakka leikinn, en herinn framkvæmdi vilja stjórnendanna þ. e. a. s. efna mannanan og margt verk- fallið var kæft í blóði alþýð- unnar. Alt þetta skapaði hættulegan uppreisnar anda hjá þjóðinni. f landnáms héruðum Vestur- landsins var djarflega barist af dugmiklum mönnum til óðals og frelsis. Þar voru menn, er létu ekki alt fyrir. brjósti brenna og mögluðu lítt þótt þeir yrðu að þola þrautir ef framtak þeirra fleytti þeim nær hinu setta marki. En bar- áttan virtist oft vonlaus. Óhöpp eyðilögðu uppskeruna: ofþurk- ar, hagl, frost, engisprettur, of tíðar rigningar og fleiri óáran. Við þessu varð ekki unt að gera, en hitt sveið mönnum meir að fengist rífleg uppskera - NAFNSPJÖLÐ - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg Skrlístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl 6 skrifsrtofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 15» Thorvaldson & Eggertson Lögfræðing'ar 300 Nanton Bldg. Talsimi 97 024 Owice Phoni _ Res. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 108 MEDICAL ARTS BUILDING OrncE Hours: 12-1 4 P.M. - 6 P.M AND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl * viðlögum ViBtalstimar kl. 2—4 •. h. 7—8 at> kveldinu Simi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Johannesðon 806 BROADWAT Talsiml 30 877 VlBtalatimi kl. 3—fi e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá besti. — Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phone: »6 S07 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REÁLTORS Rental, Inaurance and Financial Agentt Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Freah Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aítur um baeinn. margaret dalman TEáCHER OF PIANO »54 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR A. V. JOHNSON DENTIST 606 Somerset Bldg. Office 88 124 Rea. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 eli. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.