Heimskringla - 29.01.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.01.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JANÚAR 1941 SAMSÆRIÐ Hann hafði fyrir löngu síðan komist að því hvernig leikið var á hann með tvíbura Mrs. Mollison og að gamla fóstran hafði gert það. En nú ætlaði hann að tala við hana, og vonaði nú að fá að heyra allan sannleikann í því máli, til þess að verða fær um, að berjast gegn þeirri hættu, sem yfir honum vofði. Hann gekk inn í húsið með þessum valds- mannsbrag, sem var honum svo tamur, stað- næmdist fyrir framan Elsie Doride og horfði illúðlega á hana, þar sem hún sat með vinnu sína. Hún lagði frá sér verkefnið og leit á komumann. “Hér er einhver kominn,” sagði hún, “eg get varla séð yður, en ef þér viljið segja mér hvers þér óskið----” “Ó, það skal eg brátt segja yður,” svar- aði Barras. “Fyrst ætla eg að biðja yður að hverfa tuttugu og fimm ár aftur í tímann. Þetta er ekki í fyrsta sinnið að við höfum sést.” Elsie spenti greipar í kjöltu sinni. “Eg er mjög máttfarin, en minni mitt er eins gott og það nokkru sinni hefir verið, og get eg þekt rödd yðar. Þegar við hittustum síðast var það í London.” “Alveg rétt,” svaraði Barras. “Þér kom- uð þangað til þess að afhenda mér son Molli- sons ofursta og konu hans, og eg var þar fyrir hönd húsbónda míns, Don Argo Marnes. En hversvegna blektuð þér mig í það skiftið? Hversvegna sögðuð þér mér ekki að húsmóðir yðar hefði eignast tvíbura? Það var að svíkja út peninga, og þér eruð alveg eins sek og hún var. Eg býst við að þér vitið að hægt er að hefna yður fyrir slíkt athæfi.” “Það getur vel verið,” svaraði Elsie. “En þótt eg ætti að taka út hegningu þúsund sinn- um, þá gerði eg það á ný ef þörf krefði. Það var miskunarlaust og illmannlegt tilboð, og þér hefðuð átt að skammast yður fyrir það alveg eins og hann, sem sendi yður. En hann sendi yður kannske alls ekki. Er eg hugsa til liðinna daga, minnist eg Don Argos Marne’ sem góðhjartaðs manns og prúðmennis og hann var einn sá besti húsbóndi sem nokkur stúlka gat haft. Eg veit vel að hann varð fyr- ir vonbrigðum, eg veit að hann ætlaði dóttur sinni göfugt gjaforð. En hann var ekki lang- rækinn maður, og af því kemur mér til hugar, að hér séu svik í tafli einhverstaðar. Segið mér, er hann dáinn?” Peggy, sem stóð fyrir utan dyrnar falin í runna einum tók vel eftir hverju orði. Hún sá hið föla og reiðiþrungna andlit Barras rétt sem snöggvast. “Hvað gerir það svo sem til?” spurði hann. “Nú veit eg hvílíkur þorpari þér eruð,” svaraði Elsie áköf. “Eg hefði átt að geta til þess, þegar þér komuð til mín og luguð að mér fyrir tuttugu og fimm árum síðan. En eg var svo heimsk að trúa yður eins og hin kæra húsmóðir mín trúði yður, til þess að bjarga sér og hinum litla drengnum sínum frá því að svelta í hel.” Svo það er þá annar drengur til?” “Já, það var annar drengur, annars hefði hið illa ráð yðar aldrei náð framgangi sínum. En ef þér viljið heyra söguna af vörum mínum er yður það velkomið. Þegar drengirnir fæddust, færði eg yður annan þeirra, en hinn var heima hjá móðir sinni. Þér funduð það út, en löngu, löngu síðar, og þér notuðuð bróður Raymonds til að steypa honum í glöt- un. En hvers vegna standið þér hér og hrellið mig, gamla konuna. Hvers vegna breytið þér ekki heiðarlega við drenginn og-----” “Af því að hann er dauður,” sagði Bar- ras hörkulega. “Hann varð fyrir slysi og dó í fangelsinu. Ef þér trúið mér ekki, skal eg fá einhverp til að lesa fyrir yður morgun- blaðið.” Elsie fórnaði höndum og réri fram og aft- ur í mállausri örvænting, og mundi það hafa hrært hvern sem var til meðaumkvunar, ann- an en Barras. Hann sneri sér frá gömlu konunni með fyrirlitningu, og fór svo skyndi- lega út úr húsinu, að Peggy, sem stóð þarna á hleri, gat tæplega skotist í felur áður en hann fór fram hjá henni. Barras gekk upp eftir klöppunum, skuggalegur á svip og órór í skapi, þótt hann hefði nú að vissu leyti fengið þær fréttir, sem hann hafði leitað að alt frá þeir degi, sem hann hafði séð Mollison í London og frétt hverra manna hann var. Hann fór inn í höll- ina og æddi inn í bókastofuna og rakst þar á tvo gesti, sem biðu þarna eftir honum. Hann vissi ekki til að hann hefði séð annan þeirra fyr, en hinn var Stephen Allison, er leit á hann með vingjarnlegu brosi, er Barras kom inn. “Hvað get eg gert fyrir ykkur?” stundi hann loksins upp, “----eg hafði enga hug- mynd um að gestir biðu mín hér heima.” 24. Kap.—Barras fœr símskeyti. Allison horfði vandræðalega á þá Gilette og Mollison. “Þér ættuð kannske að segja honum það,” sagði Mollison. “Það er gott,” svaraði Gilette. “Heyrið mér nú Allison, eða réttara sagt, Mollison, því að það er yðar rétta nafn.’.’ “En eg heiti það ekki!” hrópaði hinn. “Já, en eg veit að þér haldið að nafn yðar sé Stephen Allison, sonur uppfyndingamanns með því nafni, er fyrir mörgum árum síðan átti heima í fátæklegum hluta Lundúnaborg- ar. En til þess að útskýra málið, þá fullvissa eg yður um, að þér eruð bara fóstursonur þessara góðu hjóna. Þegar þau tóku yður, var það með þeim samningum, að þér fram- vegis hétuð Allison og öllu ætterni yðar skyldi haldið leyndu fyrir yður.” Síðan sagði Gilette honum alla söguna. Fyrir hann voru lagðar margar spurningar, sem hann svaraði. En eftir hálf tíma skyldi Stephen Mollison hvernig í málinu lá. “Þetta er furðuleg saga,” sagði hann, “en um eitt er eg sannfærður og það er þetta. Fósturforeldrar mínir vissu ekkert um þessi svívirðilegu svik.” “Já,” svaraði Gilette, “um það er eg líka sannfærður, að þau voru algerlega saklaus. En ef þér hafið ekkert á móti því vilduð þér kannske segja okkur frá því hvernig þér kyntust Barras. Hversu vingjarnlegur hann var við yður og þér auðvitað við hann.” “Já, hann var vissulega mjög vingjarn- legur,” svaraði Stephen. “Eg hafði þá bara smá hlutverk, og þegar hann sagði mér að hann réði miklu í stjórn ýmissra leikhúsa í Argentínu, og bauð mér að útvega mér þar aðal hlutverk og atvinnu greip eg tækifærið. Við gerðum svo samninga og hann fékk mér fé til að kaupa fargjald fyrir til Argentínu. Eg átti að verða honum samferða á sérstöku skipi, og það gerði eg.” “Bíðið svolítið við,” sagði Gilette. “Getið þér munað hvaða mánaðardag þið lögðuð af stað?” “Ó já, það eru átján mánuðir síðan, því— en þetta er sama og eg skal segja þér hvers- vegna eg man þetta. Eg man egjúr til Liver- pool ásamt Barras. Við fórum með kvöldlest á þriðjudagskvöld og sigldum svo næsta morgun.” “Nú komum við að því,” hrópaði Gilette. “Getið þér munað hvað fyrir yður kom á milli klukkan fimm og tíu þetta kvöld?” “Já, það var rigning, því eð eg fór inn í búð og keypti mér regnkápu. Barras vildi tala við mig klukkan sjö eða lítið eitt fyrir sjö, og bað mig að koma á skrifstofu eina, á stað sem heitir Ruthlands Inn, sem er eftir því, sem eg veit best stór bygging nálægt Southampton Row. í byggingu þessari eru íbúðir og skrifstofur, sem leigðar eru að mestu leyti lögfræðingum.” Gilette horfði íbygginn á Raymond Molli- son. “Þér efnuðuð víst að koma þangað?” sagði hann. “Já, eg reyndi það,” svaraði Stephen. “En skrifstofan, sem Marne átti að bíða mín í var lokuð, eg gekk því niður og símaði gisti- húsinu, sem Marne bjó í, en það var það sem hann sagðist heita. Þeir í gistihúsinu sögðu mér, að hann væri farinn út til að snæða mið- degisverð, og að farangur hans væri þegar fluttur niður á járnbrautarstöðina. Þá gat eg ekki gert neitt annað, en ná farangri mín- um, og gerði það. Við stigum svo á skip næsta dag.” “Já, eg veit það, en eina spurningu enn. Er þér fóruð niður göngin í Ruthlands Inn, og höfðuð reynt að hitta Marne á skrifstofunni, hittuð þér þá nokkurn, sem yrti á yður?” “Já, það gerði eg,” svaraði Stephen for- viða. “Það virtist vera þjónn einhvers herra- mannsins, sem þarna bjó, sem eg mætti, hann kallaði mig eitthvað, sem eg ekki man, en eg bjóst við að hann tæki mig fyrir einhvern annan og svaraði honum því engu, en hélt leiðar minnar. Er eg kom út á götuna, stóðu þar tveir menn, sem mér voru gersamlega ókunnugir og yrtu þeir á mig eins og þeir þektu mig.” Þarna fáum við bókstaflega lausnina á gátunni,” sagði Gilette. “Sjáið þér nú til Stephen — maðurinn, sem þér mættuð í göngunum var herbergisþjónn Penningtons. Hann hélt að þér væruð bróður yðar, og þess- vegna sór hann það við réttarhaldið, að hann hefði mætt Raymond fyrir utan dyr Penning- tons kvöldið, sem á hann var ráðist. Hann breytti eftir bestu vitund er hann gerði þetta, því að þetta var sannfæring hans. Hið sama er að segja um hina mennina, sem þér mætt- uð úti á strætinu. Þetta hafði Barras útbúið og hugsað út í ystu æsar. Honum var það til happs að óvinátta var milli þeirra Raymonds og Penningtons, og það var líka heppilegt fyrir hann að þér, Stephen, voruð við hendina til að leika þetta hlutverk fyrir hann. Hann vissi það mjög vel, að þér yrðuð farnir er- lendis innan tveggja stund, og áður en þér kæmuð heim, yrði Raymond kominn í fang- elsi og yrði að dúsa þar árum saman. Og vona eg nú að þér skiljið hvílíkur erkifantur Barras er.” “Já,” svaraði Stephen, “eg fyrir mitt leyti er reiðubúinn til að gera hvað sem þið viljið.” Það kom stríðnissvipur á andlit Gilettes. “Mér þætti gaman að erta Barras svolít- ið,” sagði hann. “Komið með mér Stephen. Við skulum fara upp til hallarinnar og þér getið fengið yður önnur föt, sem eiga betur við um þetta leiti dagsins, og síðan getið þér komið til mín inn í bókastofuna. Yður er best að fara heim í vagninn, Raymond — þér leikið ekkert í þessum þætti.” Skömmu síðar hélt Raymond Mollison áleiðis til vagnsins, en hinir tveir klifruðu upp klettana og gengu gegn um garðinn að höllinni og hurfu inn um aðaldyrnar. Þeir gengu djarflega inn án þess að kveðja dyr- anna. Stephen hepnaðist að komast upp í herbergi sitt án þess að hitta neinn, en Gilette gekk í mestu makindum inn í bókaherbergið, og þar sátu þeir í ró og næði þegar Barras kom inn. Illúðar svipurinn á andliti hans breyttist í furðusvip, blandaðan ótta, er hann sá Stephen Allison sitja þar ásamt manni, sem var Bar- ras gjör ókunnugur. “Þér hérna, Allison?” stundi hann upp. “Já, því þá ekki?” spurði Allison rólega. “Vitið þér hvað, Mr. Marne. Eg hefi lent í hið furðanlegasta æfintýri.” “Æfintýri?” stamaði Marne. “Eg skil yður ekki. Eg hélt að þér hefðuð farið burtu úr höllinni.” “Nei, það var nú öðru nær,” svaraði Stephen. “En eg lenti heldur en ekki í æfin- týri skal eg segja yður. Sjáið þér til, eg geng stundum í svefni, og þegar eg vaknaði í morgun, var eg ennþá í kjólfötum og lá á hálmhrúgu inni í herbergi, sem líktist helst miðalda fangelsi. Mér var ómögulegt að muna hvernig þetta hafði alt atvikast, en mér skildist samt, að eg hefði á einn eða annan hátt komist ofan í kjallara hallarinnar. Eg reyndi svo hurðina og var hún ólæst. Þetta er rétt nýskeð. Mér hepnaðist syo að komast upp í herbergið mitt án þess að nokk- ur sæi mig. Það er engin furða að yður væri órótt yfir burtuveru minni.” Barras hlustaði á alt þetta gapandi af undrun. “Þetta er vissulega mjög furðuleg saga,” sagði hann með uppgerðar hlátri. “Eg verð sjálfsagt neyddur til að læsa yður inn í her- berginu yðar á nóttunni meðan þér dveljið hér. En hver er þarna með yður?” “Það væri líklega réttast að eg geri grein fyrir því sjálfur,” svaraði Gilette. “Eg er bendlaður við kvikmyndafélagið hérna úti á heiðinni. Þér voruð svo vænir að leyfa nokkrum af leikendum mínum að taka hér fáeinar myndir í gærkveldi, nú langaði mig til að vita hvort að þér vilduð gera okkur enn meiri greiða, Mr. Marne, og leyfa okkur að taka fáeinar myndir af veislusölunum yðar. Við gerum það, ef þér veitið okkur leyfið til þess, á morgun og næsta dag. En ef þér eigið von á gestum gegnir þetta auðvitað öðru máli.” “Hvaða herbergjum óskið þér helst að taka myndirnar af?” spurði Barras. “Fyrst og fremst af hinni stóru horð- stofu,” svaraði hann, “og einnig af mynda- salnum. Við skulum ekki verða yður neitt til óþæginda, né tefja fyrir þjónunum yðar.” Barras ætlaði að svara honum einhverj- um vingjarnlegum orðum, en þá opnuðust dyrnar, ög þjónn einn kom inn með símskeyti á bakka og rétti Barras það. Hann feif það upp í skyndi og las það, og færðist þá gleði- svipur á andlit hans. Því næst fleygði hann símskeytnu á borð eitt rétt eins og hann hirti ekkert um hvað af því yrði og stóð svo á fætur. “Eg verð að biðja ykkur um að afsaka mig svolitla stund,” sagði hann. “Eg verð að fara út og síma. Það verða kannske tíu mín- útur þangað til eg næ sambandi í gegn um Exeter, en eg skal ekki verða lengur burtu en eg þarf.” Því næst fór Barras út úr herberginu. Beið þá Gilette ekki boðanna, en gekk að stóra borðinu og tók símskeytið og las það með mestu rósemi. Það var bara stutt simskeyti frá París, og sagði frá því, að snekkja, sem Barras byggist við, lagi á höfninni í Brest, og það væri best að hann kæmi til Frakklands tafar- laust. “Síðasti þáttur leiksins,” sagði hann við Mollison. “Yður langar kannske til að koma með mér og sjá leikslokin?” I 25. Kap.—Allison kemur til sögunnar. “Yður er óhætt að reiða yður á mig,” sagði Mollison, einkum ef eitthvað kátlegt er á ferðinni.” “Nú þetta fer alt eftir því, hvað þér kallið kátlegt. Ef yður er sama þótt þér hættið lífi yðar ennþá einu sinni, þá get eg lofað yður því, að þetta verður ekki óskemti- legt; en þetta gefur okkur tækifæri til að ná tökunum á Barras. Með öðrum orðum, l við komum honum þangað»sem okkur langar til að hann sé, og hafi eg ekki mjög rangt fyr- ir mér vitum við nú, hversvegna þessi hug- vitssami vinur okkar hefir búið hvelfinguna svona vandlega húsgögnum. Mig langar mjög til að taka síðustu myndirnar mínar þar niðri, og hafa á myndinrii mjög eftirtektar- verða persónu. Munið þér eftir að hafa séð mann með hvítt hár og skegg í leikflokknum, sem kom á grímudansleikinn í gærkveldi?” “Já, auðvitað,” svaraði Stephen. “Og eftir því sem mér sýndist virtist Barras falla illa að sjá hann. Gilette hló eins og honum væri vel skemt. “Það veit Júpíter að það er satt,” sagði hann. “Þetta var einn hinna sérstöku happa- bragða minna. En eg skal segja yður frá þessu áður en langt líður. Getið þér þolað stutta sjóferð?” “Eg get þolað hvað sem vera skal,” svar- aði Stephen glaðlega. “Og ef eg get með því hjálpað hinum óhamingjusama bróður mín- um, er eg reiðubúinn að fara nú þegar.” “Þetta líkar mér að heyra, vinur minn. Við leggjum bráðlega af stað. Þegar Barras kemur, mun hann segja okkur að hann fari í burtu í einn eða tvo daga, sem þýðir það að hann er neyddur til að fara til Frakklands til að sjá snekkjuna sína, sem liggur í Brest. Nú vill svo til að eg veit hvað þetta skip flytur, og hvað Barras kemur við um það. Hann mun sigla snekkjunni hingað og flytja far- angurinn í land, sem hann telur mjög dýr- mætan. Skipið mun liggja í litla voginum næstum því undir gluggum þessa herbergis. Við getum samt ekki séð voginn héðan, en hann er þar samt sem áður. Eg væri ekkert hissa á því, þótt Barras byði yður að fara með sér. Eg mundi miklu fremur furða mig á því ef hann gerir það ekki.” ' “En því í ósköpunum skyldi hann bjóða mér með sér?” “Hversvegna? Af þeirri einföldu ástæðu, að hann vill losna við yður,” svaraði Gilette rólega. “Lítið þér nú á, hefði hamingjan ekki betur séð, væruð þér dauður innan viku tíma. Svo hefði farið ef við hefðum ekki fundið yður. Þér eruð fyrir honum, vinur minn. Hann heldur að Raymond sé dauður, og inst í hugskoti sínu, hefir hann óljósan grun um, að þér munuð fara sömu leiðina og það bráðlega. En samt sem áður vil eg að þér segið já, er hann býður yður að koma með sér til Frakk- lands.” “Það skal eg gjarna gera, alt sem eg get gert til að hjálpa. En---” “Já, eg veit það alt saman,” svaraði Gil- ette. “Eg skal aldrei verða yður fjarlægur, í raun og veru verð eg fast hjá yður alla leið- ina. En því getum við komið fyrir síðar meir. Þér verðið að vera á þessari snekkju ög svara mér þegar eg gef yður merki til þess. Þegar þér og Barras akið héðan til að ná lestinni, verð eg rétt á eftir ykkur og eg skal verða í lestinni alla leið til Brest. Eg mun sjá yður fara um borð í snekkjuna, en þér munuð ekki sjá mig, að minsta kosti ekki eins og eg er venjulega. Lítið eftir sjómanni með sjó- mannshúfu og tvíhneptri treyju með látúns hnöppum, Eg mun líta út eins og sextíu ára gamall maður, rauður í andliti og með mjög myndarlegt vangaskegg. Við getum kallað mig Gordon, það er eg. Og sjáið þér mig í einhverri klípu, sem eg sennilega verð, skuluð þér ekkert hirða um það.” Lengra komst Gilette ekki, því að Barras kom inn með breitt bros á andlitinu, og mjög vingjarnlegur í viðmóti, en Gilette sá að hann var órólegur og eins og utan við sig. “Mér þykir slæmt að eg lét yður bíða svona,” sagði hann, “en eg tafðist við símann. Þér sögðuð að yður langaði til að taka fleiri myndir af herbergjum hallarinnar. Mér er það ánægja, en eg verð að fara í burtu og ferðast til London innan þriggja tíma. Eg er hræddur um að eg neyðist til að fara til París og dvelja þar næstu viku. En eg sé ekki að það geri yður neitt til. Þér getið tekið allar þær myndir, sem yður líkar.” “Þetta er fjarskalega vingjarnlegt af yður, Mr. Marne,” svaraði Gilette. “Áður en þér farið væruð þér kannske svo góður að segja þjónum yðar, að þér hafið leyft okkur að koma hingað. En mig langar sérstaklega til að mynda hinn elsta hluta hallarinnar, mig grunar að þar séu merkilegar hvelfing- ar.” “Þar er ekkert því líkt, ekkert þvílíkt,” svaraði Barras í mesta flýti. Stephen drap titlinga framan í Gilette.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.