Heimskringla - 19.02.1941, Side 6

Heimskringla - 19.02.1941, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. FEBR. 1941 SAMSÆRIÐ “Hér er ekkert um þvílíkt að ræða,” svaraði Gilette. “Eg tala um raunveruleik- ann eins og þér vitið mjög vel. Það er auð- vitað hart fyrir yður að tapa fénu ef svo fer, en menn eins og þér, sem gerast þáttakendur í glæpum, hljóta að eiga slíkt á hættu. Nú fáið þér aldrei þúsund pundin yðar vegna þess, að maðurinn, sem hefir heitið yður þeim mun verða kominn í svartholið innan fárra klukkustunda, og viljið þér ekki fylgja hon- um þangað, skal eg ráðleggja yður að vera svo lítið kurteisari.” “Hvað viljið þér að eg geri?” spurði Carlos auðmjúkur. “Eg vil að þér segið mér sannleikann og annað ekki.” “Og ef eg segi yður satt frá öllu, senor?” “Ó, eg ætla mér ekki að gera neina samn- inga við yður. Ef þér neitið að segja það, sem eg spyr að, verðið þér innan einnar stundar kominn í fangelsi. Eg gef yður fimm mínútur til að ákveða hvert þér viljið held- ur.” En Carlos vildi ekki bíða í fimm mínútur. Þrjóskan féll af honum eins og hýði. Hann varð flaðrandi í fasi og út úr honum streymdi heljarflóð af spönskum orðum, svo ört að það var næstum ómögulegt að skilja hann. “Bíðið þér svolítið,” sagði Gilette. “Byrj- ið á ný og talið ensku.” Það tók Carlos nokkurn tíma að segja sögu sína, en þegar henni vari lokið, vissi Gilette alt sem hann þurfti að vita. “Þér hafið breytt mjög skynsamlega, kunningi,” sagði hann. “Þér fáið ekki pen- ingana yðar, en þér hafið haft mjög þægilega ferð og lifað eins og þeir, sem eiga best í landinu. Mönnunum verður auðvitað borgað, en það verður að vilja Don Argos Marne. Heyrði mér nú. Hvenær farið þér aftur um borð?” “Eftir morgunverð, Senor.” “Og hvenær siglið þér?” “Rétt eftir hádegisverð. Það verður hér um bil klukkan þrjú,” svaraði Carlos. “Það er alt saman ágætt. Nú faríð þér og áhöfnin um borð eins og ekkert hafi iskor- ist. Og þér megið ekki minnast með einu orði á þetta skemtilega samtal okkar við vin vorn, hann Barras. Með öðrum orðum. Þér og hásetar yðar farið um borð og að vinnu yðar og verðið reiðubúnir að létta atkerum seinni partinn, og verið vissir um, að Barras gruni ekkert hvað á seiði er. 1 raun og veru get eg sagt yður að þér siglið hvergi vegna ástæða, sem fyrir liggja og þér ráðið ekki við. Þér munuð sjá að Barras verður handtekinn og fluttur burt af sínu eigin skipi, og væri eg í yðar sporum, látist eg verða eins hissa og hinir. Ef þér gerið eins og eg segi verður yður borgað síðar og sennilega gerist engin þörf að kalla yður sem vitni. Nú þarf eg ekki að tefja yður lengur.” Að svo mæltu fór Gilette til gistihúss síns, sem var annað en það, sem þeir Stephen og Barras bjuggu í. Hann lagðist til svefns vel ánægður yfir því, sem hann hafði gert. Er hann kom niður til morgunverðar fann hann hjá diskinum sínum simskeyti, sem komið hafði til hans kvöldið áður. Það sem hann las í skeytinu virtist vera mjög ánægju- legt; því að hann hló er hann las það og stakk því svo í vasann. Því næst ritaði hann bréf, er hann fékk þjóninum með þeim ummælum, að síðar mundi þess verða vitjað og þá skyldi það verða afhent tafarlaust. Þegar klukkan var nærri eitt gekk hann til gistihúss Barras og hitti þar Stephen Mollison, sem beið þar eftir honum með óþolinmæði. “Eg hélt að þér ætluðuð aldrei að koma,” sagði hann, “eg hefi hér borð handa þremur.” “Það er betra að leggja á það handa fjórum,” sagði Gilette. “Fjórum! Því þá það?” spurði Stephen. “Hver er hinn fjórði?” “Það fáið þér að sjá þegar þar að kemur. Mér er óhætt að segja, að yður mun furða mjög á komu hans. En guð blessi yður, minn góði vinur, undrun yðar verður ekkert í samanburði við furðu Barras þegar hann kemur. En hvar er hann annars? Eg var hálf hræddur um að eg kæmi of seint. Og eg vildi ekki hvað sem í boði væri vera án þess að sjá þetta.” “Ó, hann kemur víst áreiðanlega,” sagði Mollison. “Hann sendi boð til að segja, að hann kæmi hingað klukkan eitt, og hann vonaði að eg væri hér til að snæða með sér. Er hann ekki kænn náungi?” “Jú, þetta var mjög sniðugt af honum,” svaraði Gilette. “Hann bjóst við að koma og heyra að þér hefðuð ekki komið heim alla nóttina, og þá ætlar hann að látast verða alveg forviða og áhyggjufullur yfir því hvað hafi hent yður. Jæja, eg býst við að við getum gert hann ánægðan hvað það snertir.” “Já, það hugsa eg að við getum,” sagði Mollison þurlega. “En hvernig gekk yður í gærkveldi?” “Ágætlega,” sagði Gilette. “Eg greiddi úr allri flækjunni. Eftir stutta stund hittum við Barras hérna, og þegar eg hefi talað við hann, kemur lögreglan og tekur málið í sínar hendur. Eg hefi þetta alt tilbúið. Hvert ein- asta sönnunargagn er til reiðu. Nú bíðum við í raun og veru eftir að skriðan fari af stað.” Gilette hafði varla lokið við setninguna þegar Barras kom inn í stofuna. Hann kom í áttina til borðsins með sínu blíða brosi, sem varð að helstirðnuðu skelfingarglotti, er hann sá Stephen Mollison sitja þar við hliðina á Gilette, sem var nú ekki lengur í sjómanns- búningi en í sínum venjulegu fötum með þur- legt bi^os á vörum. “Sæli nú,” sagði Gilette. “Þér sjáið að við bíðum eftir yður. Komið og fullskipið þetta borðhald.” Barras drógst eins og hálf rotaður gegn um stofuna og hneig niður á stól. Hann hafði næstum náð sér og reyndi að hefja samræður, þegar maður nokkur bættist í hópinn, og sett- ist þegjandi í stól við borðið andspænis Bar- ras. “Nú erum við hér allir,” sagði Gilette fjörlega. “Mr. Barras, leyfið mér að kynna yður Mr. Raymond Mollison.” 31. Kap.—Sigui; Gilettes Barras stóð upp dauflega og eins og vél og fanst eins og fæturnir vildu ekki bera sig. Þótt forhertur væri fann hann nú til skelfing- ar. Hann sá af hinni ógnandi kátínu, sem leiftraði í augum Gilettes að hann hafði tögl- in og hagldirnar og vissi það auðsæilega. Barras mundi hafa gefið mikið til að vita hver Gilette var í raun og veru og hvaða áhugamál honum var þetta, sem þarna fór farm. “Þetta er fremur óvenjulegt,” tók hann til máls. “Já, auðvitað,” sagði Gilette hlægjandi. “Annars væri eg ekki hérna. En þér, minn kæri herra, eruð þrátt fyrir vitsmuni yðar og hugrekki ekki lausir við forvitni, og það væri því kannske alveg eins rétt, að eg út- skýrði fyrir yður hver eg er.” “Eg bíð eftir að heyra það,” svaraði Barras ögrandi. “Jæja þá,” svaraði Gilette. “Til að byrja á byrjununni, þá er eg maðurinn, sem tók sér það bessaleyfi að níðast á gestrisni yðar, kvöldið, sem þér hélduð grímudansleikinn, þá var eg klæddur sem fangi. Eg kallaði mig Martin, en það er auka atriði. Mr. Mar- tin var óafvitandi verkfæri í minni hendi til þess, að eg kæmist þangað, en hvað fanga- fötin snertir fékk eg þau að láni hjá vini mín- um Mr. Raymond Mollison. Eg hugsa að þér þekkið hann?” “Við höfum aldrei sést fyrri,” svaraði Barras gætilega. “Kannske ekki eftir öllum reglum siða- venjanna, en þér reynið sjálfsagt ekki að segja mér, að yður sé sama um Mr. Mollison.” “Eg veit ekki hver hann er,” svaraði Barras. “Æ, heyrið mér nú, kæri herra, verið skynsamur. Auðvitað vil eg ekki neyða yður til að tala um leyndarmál yðar, til þess eru yfirvöldin miklu færari en eg, en eins og fólk af yðar flokki segir í voru landi, þá er spilinu lokið, Mr. Barras. Ef yður langar til að standa upp og fara út úr þessu herbergi, er yður það fullkomlega heimilt. Eg skal ekki gera neina tilraun til að hindra yður, en eg held samt að þér gerið það ekki.” Barras starði á Gilette, en eins og hann gat til reyndi hann ekki til að standa á fætur. “Eg átti kollgátuna að þér gætið breytt skynsamlega,” sagði Gilette. “Og yður lang- ar sjálfsagt til að vita hvernig á því stendur að fangi, sem hefir flúið, og er álitinn dauð- ur, skuli sitja hér við sama borð og þér á þessu augnabliki, og þér eruð mjög órór yfir því að Stephen Mollison skuli sitja hjá bróður sínum, þrátt fyrir það að þér gerðuð tilraun fyrir nokkrum stundum síðan að ryðja honum úr vegi — eða með öðrum orðum reynduð að myrða hann.” Barras litaðist órólega um í stofunni. En hinir gestirnir vissu til allrar hamingju ekk- ert um sakir þeirra fjögra við borðið og Gilette gætti þess að tala lágt. “Ó, þetta er mikið endemis rugl,” sagði Barras fyrirlitlega. “Það fanst mér líka í gærkveldi,” svaraði Gilette fjörlega. “Þegar eg varð þess var að öll áhöfnin af snekkjunni var í landi og þér ætluðuð að lokka Stephen Mollison þangað, ákvað eg að koma þangað til yðar. Eg gerði það nú reyndar ekki bókstaflega, en þegar þið fóruð um borð lá eg við hina hliðina í bát, og þegar þér réðust á Mr. Mollison, og fleygðuð honum í sjóinn var eg þar nærstaddur til að hjálpa honum upp úr sjónum. Neitið því ekki, því að eg sá það alt saman, og eg heyrði hvað þér tautuðuð með sjálfum yður, þegar þér fleygðuð vindilstúfnum yðar í sjóinn. En hvað Mr. Raymond Mollison snertir rakst eg á hann af hreinni tilviljun dansleikskvöldið góða. Hann hafði flúið þá um morguninn í fangabúningi sínum og faldi sig í sumarhús- ihu hans Sir Marstons Manleys, og þar fann eg hann. Mr. Mollison slapp lifandi vegna þess að hann þekti ströndina svo vel, og þegar hann stökk fram af brúninni af Böðulsberg- inu, vissi hann vel hvað hann var að gera. Dóttir Don Argos Marne var sem sé góður vinur Sir Marstons og hann hafði mikinn á- huga fyrir velferð sonar hennar, en hann vissi ekki eins og þér að hún ætti tvo sonu.” Er Gilette mælti þetta veifaði hann hendinni í áttina til Mollisons bræðranna. “Þér hittuð sniðugt bragð að nota yður hversu likir bræðurnir voru. Það var ekki örðugt að finna þann drenginn, sem þér höfð- uð afhent Allisons hjónunum enda fyrir löngu og ná vináttu hans. Hann vissi ekkert um það hver hann var, og það var yður í hag. Þér grófuð upp alt sem Raymond Mollison tók sér fyrir hendur, og með því að nota sím- ann á kænlegan hátt, lokkuðuð þér hann burtu sérstakt kvöld, um leið og þér lokkuð- uð þjón herra Penningtons frá heimili hans, og nú geri eg getgátu. Eg get mér þess til að þér hafið farið til herbergja Pen- ningtons þegar hann var aleinn og reynduð að myrða hann. Sennilega haldið þér að þetta hafi hepnast, eða að eitthvað hefir truflað yður, en hvernig sem það vab mis- hepnaðist þetta, en þó voruð þér heppnir að vissu leyti. Sir Pennigton var svo veikur, að ómögulegt var fyrir hann að vitna gegn yður. Hann er miklu betri núna upp á síðkastið. Eg gekk úr skugga um það áður en eg fór frá London núna síðast, og fari honum batn- andi getur hann orðið þýðingarmikið vitni gegn yður þegar við erum tilbúnir að lög- sækja yður.” “Þetta er nú gott svo langt sem það nær,” svaraði Barras. “En þér hafið enga sönnun fyrir því, sem þér segið.” “Ekki ennþá, en eg fær þær,” svaraði Gilette. “En eg hefi nægar sannanir fyrir því að þér hafði svikið Don Argo Marne á hinn svívirðilegasta hátt, og fanta brögð yðar hefðu kannske endað ef þér hefðuð ekki upp- götvað að Mrs. Mollison átti tvíbura. Það fór með yður og fyrir það verður yður hegnt.” “Hverng?” spurði Barras. “Hvar eru sannanir yðar fyrir öllu þessu?” “Þér eruð sannarlega reglulegur þorp- ari,” hélt Gilette áfram. “Hér er Stephen Mollison reiðubúinn til að segja okkur frá því hvernig þér stefnduð honum á fund yðar undir sama þaki og Pennigton bjó, sama kvöldið sem árásin á hann var gerð. Og sama kvöld fóruð þér til Liverpool og þaðan til Ar- gentínu og fóruð með hann með yður, þótt hann hefði glaður vitnað bróður sínum í hag, ef hann hefði bara vitað að hann átti slíkan ættingja. En þér spyrjið mig. Rennið hug- anum til baka um tvö ár. Getið þér munað eftir manni í Argentínu, sem lenti í æfintýri einu hálfa mílu frá þeim stað, sem þér földuð Don Argo Marne?” 32. Kap.—Síðasta orðið. “Eg get ekki munað neitt,” svaraði Bar- ras hásum rómi. “Þá verð eg að hresas upp á minni yðar. Eg er að tala um mann, sem hálfdauður af hungri kom að hinu niðurnídda húsi, sem Don Argo bjó í. Þér sáuð hann og voruð mjög glaðir að sjá hann ekki framar. Þetta var maður með illa hirt skegg og klæddur tötr- um, en samt sem áður vill það nú svo til að þessi maður var eg, Mr. Barras, og það var þarna, sem eg fyrst hitti á slóð allrar þess- arar ógæfu. Þegar eg hafði séð hvað gerðist hérna megin hafsins, og séð vin minn Ray- mond Mollison dæmdan fyrir glæp, sem hann aldrei hafði framið, fór eg aftur til Argentínu og spurðist fyrir. Eg vissi auð- vitað að Don Argo Marne gekk í barndómi og þér fóruð með eignir hans eins og yður sýndist. Eg hefi oft og tíðum verið fast við hlið yðar, þótt þér vissuð það ekki. Og er þér höfðuð komið öllu í peninga og sest að á Englandi sem óðalseigandi, fanst mér tími til kominn að hefjast handa. ‘Eg vissi auð- vitað að þér gátuð ekki skilið Don Argo eftir í Argentínu, það var of hættulegt. Það voru margir þar, sem mundu eftir honum og fynd- ist hann yrðu margar óþægilegar spurningar gerðar. Svo að þér ákváðuð að flytja hann til Englands og geyma hann eins og fanga í gömlu höllinni, og núna sem stendur hafið þér hann um borð í snekkjunni yðar.” “Þér hafið frétt þetta undarlega rangt,” sagði Barras. “Það er öðru nær,” svaraði Gilette bros- andi. “Eg var um borð í gærkveldi og heyrði þegar þér sögðuð vesalings gamla manninum allar lygarnar og komuð honum til að trúa því, að hann ætti að fá að sjá dóttur sína. Þér ætluðuð að flytja hnn í kyrþey til Chilstone kastalans og setja hann í land í náttmyrkr- inu, þegar enginn gæti séð hvað gekk á, og næsta morgun mundi snekkjan vera öll á burt. Þetta er alt saman skáldsaga, sem eg l segi yður nú, en ef yður þykir gaman að kvikmyndum fáið þér kannske einhverntíma að sjá þetta á mynd, en nú-------” “Já, en nú,” sagði Barras ögrandi. “Já, nú getið þér gert hvað, sem yður sýnist. Eg hefi lokið máli mínu, nema ef þér viljið spyrja einhvers og séuð búinn með matinn yðar-----” Barras stóð upp af stólnum og án þess að segja orð gekk hann út úr stofunni. Honum hafði verið kannske léttara í skapi ef þeir hefðu reynt að hefta för hans, en þeir virtust vera svo vissir í sinni sök, að það jók á á- hyggju og óró Barras. Flótti, það var úrræð- ið, sem fylti huga hans. Þessir menn höfðu gefið honum tækifærið og hann ætlaði að nota það. “Er þetta alt og sumt?” spurði Mollison er Barras hvarf út úr dyrunum. “Á hann að fá að sleppa svona auðveld- lega?” “Hann skal ekki sleppa burtu,” svaraði Gilette þurlega. Hitt felum við lögreglunni. Þegar við hittum Barras aftur verður það í réttarsalnum, þar sem öll sagan verður gerð heyrum kunn og sakleysi yðar verður sannað. Við getum ekki lokið þessu á neinn annan • hátt. Þetta skal standa í öllum blöðum, svo að engin slúðursskjóða geti síðar meir hrist höfuðið og sagt, að það hafi verið eitthvað saman við þetta. Við verðum helst að hverfa heima eins fljótt og auðið er, og eg er hrædd- ur um, Raymond, að þér verðið að fara til Slagmoor og framselja yður yfirvöldunum þar. Þér verðið þar aðeins í fáeina daga, en engin önnur leið er til.” En Barras gekjc niður strætið þangað til hann kom niður að höfninni. Hann fékk sér bát og lét róa sig út að snekkjunni. Að svo miklu leyti, sem séð varð, var öll skipshöfnin þar, og þar sem háflæði var, var það engum örðugleikum bundið að komast burt á hálf- tíma, og eftir það gat Gilette og vinir hans ekkert gert. En strax og Barras steig fæti á þilfarið kom til hans maður í einkennisbún- ingi og lagði hendina á öxl hans. “Monsieur Julius Barras, n’est ce pas?” “J-oú,” stamaði Barras, “það er eg.” “Þá verð eg að handtaka yður. Það eru margar kærur gegn yður, Monsieur og þér verðíð að fylgjast með mér í land. Yður verður haldið í fangelsi hér, þangað til yfir- völdin í London senda vitni sín hingað. Verði ekkert mál höfðað gegn yður, verður yður slept, en vilji svo óheppilega til að sannanir séu færðar gegn yður verðið þér afhentur ensku stjórninni.” Alt þetta var sagt mjög kurteislega, en í rómnum var kaldur, ósveigjanleiki og ákvörð- un, sem setti hroll gegn um merg og bein sökudólgsins. Hann litaðist um eftir tæki- færi til flótta, en hann hætti við að reyna það, þegar hann sá að maðurinn var ekki einn. “Jæja þá,” sagði hann, “eg skal koma, en það er gamall maður hérna um borð--------” “Don Argo Marne,” sagði lögregluþjónn- inn. “Hann er þegar kominn í land.” Klukkutíma á eftir að Barras var kom- inn undir lás og hespu í litla fangelsinu í þorpinu, voru þeir Gilette og félagar hans á leið til Englands. Þeir náðu brátt heim til Marston þar sem þeir sögðu Mr. Bond alla söguna og ungu stúlkunum, sem voru mjög skelfdar. Eftir það gekk Raymond ásamt Peggy út í garðinn og stuttu síðar gengu þau niður klettana til húss Elsie gömlu. “Eg má til að sjá hana,” sagði hann. “Eg vil gjarnan sannfæra hana um að mig hefir ekki hent neitt slys, og að eg verð innan skamms frjáls maður á ný. Svo verð eg að leigja mér vagn á gistihúsinu og aka til Slagmoor.” “Þarftu þess endilega?” spurði Peggy. “Neyðist þú til að gera það. Það virðist hræðilegt að þú skulir þurfa að fara aftur til þessa hræðilega staðar.” “Það verður ekki lengi,” svaraði Ray- mond. “Og svo verð eg frjáls og eg kem hingað til þín og við þurfum ekkert að óttast í framtíðinni. Sjáðu til ástin mín, þess meira sem talað verður um þetta þeim mun betra er það fyrir okkur. Við viljum að öll sagan eins löng og hún er til, sé sögð í blöðunum. Verð eg að geta horfst í augu við heiminn án þess að nokkur geti sagt að alt sé ekki eins og það ætti að vera. Þetta verður að gerast jafnt fyrir þínar sakir og mínar.” “Það er líkalegast,” sagði hún og stundi Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.