Heimskringla - 05.03.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.03.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows j Quality That is Why She Selects J “CANADA BREAD”! “The Quality Goes in Before the Name Goes On” j Wedding Cakes Made to Order j PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. MARZ 1941 NCMER 23. * * HELZTU Frá stríðinu Eftirtektaverðasta fréttin af stríðinu var sú, er barst fyrir helgina um að nokkuð af her Hitlers hafi vaðið inn í Búlgar- íu. Þykir víst, að með því sé sporið stigið að sækja striðið bæði austur og suður af hálfu Nazista. Oft hefir virst sem Hitler hafi hikað við að heyja stríðið í mörgum áttum í einu og dreifa her sínum, því þó herinn sé mikill er hægt að þynna svo fylkingarnar, að þeirra gæti minna en áður. En Mussolini hefir knúð Hitler til þessa. Hrakfarir hans i Afríku og í Albaníu eru orðnar svo al- varlegar, að Hitler skoðar sér nú ekki til setu boðið. I fréttum nazista er því neit- að að í þessu felist, að þýzki herinn sé kominn á leiðina til Grikklands. Þeir telja herinn aðeins til vara hafa til Búlgaríu farið. Búlgarar gerðu ekkert til að sporna við þessari innrás, enda hafa þeir nú verið kúgaðir fil að skrifa undir samning um að þeir væru gengnir í öxulsam- bandið. Þegar Hitler sýnist, mun hann því nú geta kúgað Grikki til að semja frið við ítali hven- ær sem er. Hvernig Tyrkjum hefir orðið við þetta, má nærri geta. Lík- legast reynir Hitler að gera samning við þá um að leyfa sér yfir þeirra land í Asíu og sækja Breta heim í Egyptalandi. I gær var þó sagt, að bæði Tyrk- ir og Rússar hefðu aukið lið sitt, Tyrkir á landamærum Búl- garíu, en Rússar á landamær- um Rúmaníu. 1 frétt s. 1. mánudag var hald- ið fram að brezkur her væri kominn til Saloniki, sem er borg norðaustan til á Grikk- landi og sama borgin og her Hitlers stefnir til, haldi hann áfram suður. Og þessa sömu borg er mælt, að nazistar hafi boðið Júgóslöfum, ef þeir gengju í öxulsambandið. I Afríku tóku Bretar um helgina í Samolilandi ítala 9000 fanga, ásamt borgina Baudera, sem er aðeins 100 mílur frá landamærum Blálands. ítalir virðast þar gersamlega tapað- ir, ef Bretum vinst tími til að halda stríðinu þarna áfram. Við smábæ í Libyu áttu Bret- ar skærur við herlið nokkurt frá Þjóðverjum og hröktu það til baka. Tala ítalskra fanga í Norður- Afriku er nú sögðu T40,000. í vestrinu hafa ávalt verið háðar nokkrar flugárásir, en frá stórsköðum hefir ekki verið af þeim sagt. “Bretar sigra að lokum” “Ef Þjóðverjar taka ekki England innan sex mánaða, þá er stríðið þeim tapað,” segir Le- land Stowe, herfréttaritari góð- ur, er 17 mánuði hefir verið á hernaðarsvæðum og heimsótt 21 lönd. Hann segir sverfa svo að Hitler haldi stríðið áfram 2 til 3 ár enn, að hann verði að taka Suður-Rússland, en þó það verði banabiti bolshevismans, dugi það Hitler heldur ekki og hann bíði ósigur eigi að síður. Af 200,000 manns, sem innrit- ast hafa í herinn í Canada frá því er stríðið braust út, hafa 20,000 reynst ófærir til her- FRÉTTIR - * þjónustu og verið vísað úr hernum. Rúm 900 af þeim voru komnir til Englands. * * * Munið —að María Markan syngur í Winnipeg Auditorium annað kvöld, (fimtudag) kl. 8.30 e.h. —að íslenzkum söng og rœð- um um íslendinga á ensku, verður útvarpað frá Winnipeg- útvarpsstöðvunum kl. 8.30 til 9.00 e. h. í dag. * * * Mr. R. F. McWilliams, K.C., fylkisstjóri Manitoba, hefir þegið boð um að vera á söng- samkomu ungfrú Maríu Mark- an n. k. fimtudagskvöld í Win- nipeg-Auditorium. ERINDI UM ÍSLAND Síðan í október á s. 1. hausti að séra Helgi I. S. Borgfjörð kom til Ottawa hefir hann ver- ið önnum kafinn í að flytja ræður og fyrirlestra um ísland. Séra Helgi þjónar Únítara- kirkju í Ottawa, sem kunnugt er. Vegna þess sem er að ger- ast á íslandi, virðist sem fólk í Austur-Canada sé sólgið í að fræðast um landið. Hefir til séra Helga verið mjög leitað í þeim efnum. 1 bréfi til systur sinnar (Miss V. L. Borgfjörð) í þessum bæ, dagsettu 26. febr. segist hann vera búinn að flytja 12 erindi fyrir félög og klúbba um Island og að hann sé ráðinn til að flytja fjögur í viðbót, hvað sem meira verði. Aðsókn hefir á sumum fundun- um verið mjög góð, t. d. á ein- um fundi um 1000 manns, öðr- um 800, þriðja fimm hundruð, en svo frá 100 til 300 á hinum. Ennfremur skal hér birtur kafli úr nefndu bréfi: “Menn hér í Ottawa og grendinni eru þess mjög fýs- andi að fræðast um ísland og ís lenzka menningu þessa stund- ina. Síðan eg kom hingað (í okt. 1940), hefi eg verið beð- inn að flytja 16 fyrirlestra um Island. Eg er búinn að flytja tólf þeirra. . . Var hinn síðasti fluttur hér í National Museum of Canada. Var aðsókn að honum svo mikil, að dyrum salsins var lokað hálfri kl.st. áður en byrja átti. Var þá alt orðið troðfult og er mér sagt að um 500 hafi orðið frá að víkja. . . . Eg er innilega þakklátur vinum mínum í Winnipeg, sem lánuðu muni ýmsa til að sýna og sem fólk sóttist mjög eftir að skoða í sýningarsalnum (í National Museum). Munirnir voru af þessum lánaðir: Mrs. Gísli Jónsson, Mrs. R. Péturs- son, Miss Margrét Pétursson, Miss Elsie Pétursson, Mrs. O. Pétursson og Mrs. P. J. Sívert- sen.” í öðru bréfi til Mi^s Borg- fjörð frá ritara safnsihs (Na- tional Museum of Canada), Mabel Godwin, er þess getið, að sýningarmunina sé nú verið að senda til baka og að þeir hafi vakið mikla eftirtekt. Um fyrirlestra séra Helga, er hin- um lofsamlegustu orðum farið. Að mynd af íslandi, sem sýnd var á eftir fyrirlestrinum og sem hét: “Iceland — Land of the Vikings”, var mikið dáðst, segir ritarinn. Séra Helgi er með þessu að vinna mikilvægt þjóðræknis- starf og á þakkir fyrir það skilið. ÍSLENDINGUR (Lesið á samkomu Þjóðrœknisfélagsins 1940) Hvar helst sem ferðu um höf og lönd, skal himinbláminn æ þig minna á fánann bláa og fjalla þinna faðm, sem að batt þér trygðabönd. Og mundu, að átt þú andans stál, ættartangann úr feðrahögum, hvestan af fornum frægðarsögum, hertan við íslands ís og bál. Virtu þó mest þinn óðalsarf, aðalstign þinnar dýru tungu. Ljóðsvanir aldrei æðra sungu. Túlkar hún alt sem tala þarf. Met hana dýrri öllum auð. Geym hana hreina í hug og minni handa óbornu kynslóðinni. Lifi hún eftir okkur dauð. Ávaxtaðu þitt ættlandspund. Hvar helst sem niður staf þú stingur stöðugt sé hrópað: “íslendingur víkingsarfi með víkingslund.” Steingrímur Arason ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ í síðasta blaði var sagt frá því fréttnæmasta er gerðist tvo fyrstu daga þingsins. Skal þeirri sögu nú haldið áfram og minst viðburða þriðja og síð- asta dagsins (miðvikudagsins). Að morgni var fjöldi nefnd- arálita um smávægileg störf til umræðu; voru flest þeirra skjótt afgreidd. 1 salti hafði legið frá fyrsta þingdegi “sögu- málið”. Voru nú, er hlé varð á öðrum störfum, hafnar umræð- ur um það á ný. Komu fram í þeim umræðum all-ákveðnar aðfinslur við sögunefndina. — Svaraði þar einn maður fyrir hönd hennar. Var það séra Guðm. Árnason. Sagði hann nefndinni ekki hafa verið gef- inn tími til að yfirfara söguna; Mr. Thorkelsson var í þeim asa með að koma verkinu af, að því var ekki við komið. Bárust því böndin að honum, en Mr. Thorkelsson var ekki á þingi, svo út í það var ekki frekar farið. Var þá og komið fram að miðdagsverðartíma og fundi slitið. Þegar þing kom saman eftir hádegi, fór eins og lög gera ráð fyrir, fyrst fram stjórnarnefnd- ar-kosning. Urðu úrslitin þau er hér segir: Fyrir forseta var dr. R. Beck endurkosinn. Vara-forseti er dr. S. E. Björnsson (nýr); ritari var endurkosinn séra Valdemar J. Eylands. Aðstoðarritari dr. Sig. Júl. Jóhannesson (nýr). Féhirðir var kosinn Árni Eggertsson; aðstoðar-féhirðir: Á. P. Jóhannsson; fjármálarit- ari: Guðmann Levy; vara-fjár- málaritari: S. Thorvaldson, M.B.E.; skjalavörður: Ólafur Pétursson. Nefndarmenn þess- ir, voru allir (5) endurkosnir. Cr nefndinni fara Gísli Jónsson og Páll S. Pálsson. Var þeim þakkað ágætt starf og sam- vinna í nefndinni, af forseta og samnefndarmönnum þeirra á liðnu ári. Þess má geta hér, þó á Þjóð- ræknisþinginu gerðist það ekki, að stjórnarnefndin nýja kaus á fyrsta fundi sínum, er hún hélt fyrir helgina Gísla Jónsson áfram sem ritstjóra “Timarits’.’ Þjóðræknisfélags- ins. Er það vel, því á vand- virkara og hæfara manni en Gísla Jónssyni til þessa starfs, er óvíða völ. Að stjórnarnefndar kosningu lokinni, var “sögumálið” enn tekið til umræðu. Var nú þar komið, að ákveðið var að reyna að halda áfram með útgáfuna með því að leita almennra sam- skota. Var stór nefnd kosin í málið á ný, sem eflaust fer senn á stúfana í fjár- söfnun. Ekki voru allir með þessari aðferð; var að oss minn- ir bent á af H. Hjaltalín full- trúa frá Dakota, að áskrifend- um að næsta sögubindi væri nær og beinna að safna. Virðist og svo vera, ei? þingið áleit samskotaleiðina vænlegri til að ná inn um $1,500, sem skoðað var að með þyrfti, ef haldaj ætti starfinu áfram. 1 sögu- nefndina nýju voru þessir kosn- ir: séra Rúnólfur Marteinsson (formaður), dr. Sig. Júl. Jó- hannesson (ritari), Sveinn Pálmason (féhirðir), Soffonías Thorkelsson, E. P. Jónsson, Mrs. H. Líndal, séra Egill Fáf- nis, séra Philip M. Pétursson, séra Guðm. Árnason, dr. R. Beck, dr. B. J. Brandson og H. A. Bergmann, K.C. Voldug nefnd, ekki skal á móti því bor- ið, en þó mun ýmsum verða á að spyrja, hvort stjórnarnefnd- in, sem ábyrgð ber á starfinu og yfir sögunefndinni vakir, hefði þurft hennar beinlínis með; starfið mun aðallega verða fjársöfnun. En jafnvel þó svo væri ekki og á það reyndi, að líta yfir söguritun- ina með.augum sagnfræðings- ins, er stjórnarnefndin litlu nær fyrir þessa gömlu nefnd, nema hún nú endurfæðist. ■— En ársþingið er þar dómarinn og við hann er sagt að ekki tjái að deila. Ekki er sá er þetta ritar held- ur sem ánægðastur með það hik eða hukl ársþingsins, að á- kveða engu gelggra um það en fyr, hvort að Þjóðræknisfélagið sé útgefandi sögunnar. Það ætti þó að vera útlátalaust, að gera tillögu um þetta til þess að taka af skarið um það. En þingið minnist ekki á þetta og sumir stjórnarnefndarmenn að minsta kosti neita, að ábyrgðin af útgáfu fyrsta bindis komi nokkuð Þjóðræknisfélaginu við. Samt stendur á bindinu, að Þjóðræknisfélagið sé út- gefandinn og fyr en yfirlýsing kemur um það gagnstæða eða hvernig á þessu stendur, frá stjórn eða þingi, hlýtur Þjóð ræknisfélagið að bera alla á- byrgð starfsins, bæði fjár- munalega og á annan hátt. En þetta er hvað eftir öðru, því hvorki Þjóðræknisfélagið á þingi sínu eða sögunefndin virðist komin að niðurstöðu um, hvort verið sé að skrifa heildarsögu Vestur-íslendinga, eða aðeins safn til hennar. En á þessu er mikill munur, sem áður hefir verið bent á í þessu blaði. Heildarsagan verður um það hvað lífrænt eða ólífrænt dæmist í starfi tveggja eða þriggja kynslóða í þessu landi, en þann dóm kveður enginn einn maður upp, svo óbrigðult sé. Það er og of mikið i húfi til þess að freista nokkurs eins manns með því. Þetta verk yrði einnig alveg nógu erfitt, þó mikið safn til sögunnar væri nú þegar ritað til að velja úr eða styðjast við. Án þess er það auðvitað énn erfiðara. Ct í ekkert af þessu virðist hafa verið hugsað hið minsta, þegar stárf þetta var hafið, ekki einu sinni neitt ákvæði gert um stærð heildarsögunn- ar, kostnað hennar eða tilhög- un. Á annað skal nú minst, sem vér erum ekki ánægðir með frá þessu þingi. Það er samþykki þingsins um það, að hætta að gefa út “Baldursbrá”. Hr. Á. P. Jóhannsson framsögumaður þess máls benti á, að kaup blaðsins hefðu verið svo tak- mörkuð, að útgáfa svaraði ekki kostnaði. Til að byrja með voru kaupendur um 500, en nú síðasta árið aðeins 175.Um 1000 væri árlega gefið út af blaðinu og fyr en það upplag væri selt, áleit framsögumaður ekki ráð- legt, að byrja á að gefa blaðið út á ný. Á móti því að kistu- leggja barnablaðið, hefði að- eins heyrst ein rödd, sú í Hkr., er ýmsa ræki minni til. Þótti oss nú eftirtektavert, hvað þingið hefði frekar um þetta mál að segja. En við þetta var ekki ein einasta athugasemd gerð og greftrunin var sam- þykt, með atkvæðum nokkurra fundarmanna, en fjöldans eigi. En þetta var nóg til að sýna, að almenningi, er á þingi sat, lá það í léttu rúmi, hver úrslit þessa máls urðu. Maður verður nú að segja eins og er, að þingið sýndi hina furðulegustu afstöðu í þessu máli. Að ætla að bíða eftir því með að gefa blaðið út að selja gamla árganga þess, er svo fáránleg fjarstæða, að mann furðar á, að nokkur skuli halda því fram. Það fer ekki mikið fyrir 175 kaupendum, það er satt. Baldursbrá hel'ir kostað Þjóðræknisfélagið um $63 á síðast liðnu ári, og er það stærsti skellurinn sem félagið hefir við þetta biðið. Það er tekjuhallinn á útgáfu blaðsins, að oss minnir. En ef hægt er nú að fá 175 æskumenn til að lesa íslenzku með því að halda henni við, er sá mikli skaði, sem þarna hefir orðið, að engu bættur með því? Að vorum dómi er hann það. Þessir 175 lesendur blaðsins og þaðan af fleiri, munu ekki fara að kaupa sama blaðið og þeir hafa áðun keypt, ef gengið er út frá, að kaupendatalan sé hér ekki meiri, eins og Á. P. J. virðist gera ráð fyrir. En hver vill taka fyrir, áð jafnvel á meðal svo fárra lesenda, sem 175, geti komið fram maður, sem mikil áhrif getur haft og mik- ilsverður reynst þjóðræknis- málinu í framtíðinni? Að kenna hér 175 unglingum að lesa íslenzku á hverju ári, get- ur verið meira vert, en við fá- um gert okkur fulla grein fyrir. Hugsunarleysi þingsins um af- greiðslu þessa máls, er víta- vert. Það yrði auðveldara en margt annað, sem Þjóðræknis- félagið hefir með höndum, að auka tölu áskrifenda blaðsins upp í 500 eða jafnvel 1000, ef áhugi er vakinn fyrir því, eins og vera ber. Hér er ekki neinu öðru um að kenna en áhuga- leysi; getuleysi kemur ekki til neinna mála. Þjóðræknisfélag- ið verður fyr en síðar að sjá þarna hvað til síns friðar heyr- ir. Það verður að vaka yfir hverju tækifæri sem býðst til að koma hugsjón sinni i fram- kvæmd. Ensku blöðunum hér í bæ var með tillögu þakkað fyrir fréttir þeirra af þinginu, enda voru þau hin vinsamlegustu í garð þess og Islendinga, sem reyndar má segja að þau séu oftast nær nú orðið. Má ef- laust líta á það sem afleiðingu nánari kynna af íslendingum. Að kvöldi þessa dags var samkoma Þjóðræknisfélagsins sjálfs, ókeypis, eins og allar samkomur ársþingsins ættu að vera, í stað þess að vera nokk- urs konar “fjárplógur” eins og með talsverðum rétti má segja að þær nú séu. Aðalræðuna á þessari samkomu flutti unjjur læknir, sem að heiman kom á s. I. hausti og stundar hér fram- haldsnám. Ræða hans var fróð- leg og full áhuga fyrir að koma einhverju varanlegu, óslít- andi sambandi milli Vestur- og heima íslendinga. Sami and- inn var í ræðu Þórhalls Ás- geirssonar og eiga ungmenni lessi innilegustu þakkir skilið fyrir heimsóknina á ársþingið og ágætar ræður og alla við- * kynningu. Um leið og Karla- kórinn var kvaddur til að syngja þjóðsöng íslands og Canada, gengu nokkrar konur inn í samkomusalinn; á meðal leirra var ókunnug kona, há vexti, tíguleg með ljósar brár, norræn á svip. Tóku þær sér sæti á meðal áheyrenda, en við- staddir spurðu sín á milli hver sú hin hauklega væri. Þegar byrjað var á þjóðsöngnum ís- lenzka og hún tók undir fram- an úr sæti sínu, sem fjöldinn, lukust augu manna upp og sögðu þá allir, að þessa vold- ugu og fögru söngrödd ætti engin íslenzk kona nema María Markan. Reyndist það og satt vera. Var hún síðar kynt þing- heimi af séra Valdimar J. Ey- lands og kom hún þá sjálf fram mótfjalirnar og ávarpaði landa sína. Hún sagði sér hefði fundist í æsku Winnipeg vera öll Canada, af því að þar bjuggu íslendingar og sér fynd- ist hið sama að nokkru ennþá. Var komu hennar fagnað hið bezta. 1 samkomulok, var aftur tek- ið til vanalegra fundarstarfa. Af þeim munum vér fátt annað en að séra Rúnólfur Marteins- son og Sigtryggur Jónasson voru gerðir að heiðursfélögum Þjóðræknisfélagsins. Fagnaði þingheimur þessu. Á þingi þessu komu margir fram og hefir nú á flesta þeirra verið minst. Eins manns vild- um vér þó frekar geta, er óhætt er að segja um að skemt hafi með þeim beztu. Það var Vig- fús skáld Guttormsson frá Lundar. Hann las upp kvæði og vísur eftir sig á samkomu “Fróns”, og hélt áheyrendum hlægjandi lengst af með þvi og í góðu skapi. Kvæðaflutningur Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.