Heimskringla - 05.03.1941, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.03.1941, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. MARZ 1941 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA “Já, eg sé að hún er ekki ís- lenzk,” sagði Halldór. “En hvað er með gráhærðu, gömlu, sorg- bitnu konuna á vinstri hlið okk- ar?” Árni rendi arnhvössum aug- unum á vinstri hlið. “Þessi kerl- ing þarna, er ekta Galli,” sagði hann. “Það amar eitthvað að aum- ingjanum, mér sýnist hún gráta,” sagði Halldór. “Það er bara kvef, sem er að kerlingunni,” sagði Árni. “Mér þykir þú vera njaskur að þekkja fólk,” sagði Halldór. “Við, sem búum meðal mis- munandi þjóðarbrota hér í bænum, lærum að þekkja þjóðaeinkennin, — að minsta kosti veit eg ætið, hvaða þjóð- ar sessunautar mínir eru, hvar sem eg er,” sagði Árni. Augu hans hvörfluðu yfir til stúlk- unnar á móti þeim. — Hann hnippir í Halldór og segir: “Finst þér ekki, Halldór minn, hún vera dásamlegt furðuverk náttúrunnar, stelpan þarna á móti okkur? Há og grönn og tíguleg, — bara að hún stæði upp á meðan við sitjum hérna svo mér gæfist kostur á að sjá limalagið. — Ef hún væri ekki Gyðingur, mundi eg falla í duftinu fyrir henni.” Halldór kímdi. — “Eg heyri að þú hefir auga fyrir kven- fólkið eins og í fyrri daga,” sagði hann. “Og því ekki það,” sagði Árni. “Eg er ekki svo gamall, að eg geti ekki gifst.” “Eg sagði það ekki heldur, en þú velur ekki úr stúlkum -— eftir þetta, Árni minn. Þér hefir farið mikið aftur síðan eg sá þig síðast. Sannleikurinn er að þú hefðir átt að vera giftur fyrir löngu,” sagði Halldór. — “Eg sé mikið eftir því að eg giftist ekki fyr, ef eg hefði gert það, væru börnin mín fullorðin nú, og eg átt betri daga.” “Þú hefir þá verið ánægður í hjónabandinu,” sagði Árni dræmt.” “Já, það hefi eg sannarlega verið,” sagði Halldór og andlit- ið ljómaði af innri yl. Mér þykir vænna um Þórunni mína nú, en mér þótti þegar eg giftist henni. Og þú veist nú manna best, Árni, hvað hrifin eg var af henni þá. Manstu eftir þeg- ar---------” Hér þagnaði Halldór snögg- lega og einblíndi á stúlkuna við borðið á móti þeim. Hún hafði lokið úr kaffibollanum og hall- aði sér þægilega aftur á bak í sætið með nývafða sígarettu á milli varanna. Árni aðgætti vin sinn og hló. “Ha, ha, ha! Alt eðli er sjálfu sér líkt,” sagði hann. “Þótt þú, Halldór minn, sért bú- inn að vera tuttugu ár í ham- ingjusömu hjónabandi, þá samt sem áður, hefirðu auga fyrir aðra kvenlega fegurð en kon- unnar þinnar, ha, ha, ha,! Hún er dásamleg, eins og eg sagði áðan.” “Dásamleg!” tók Halldór upp eftir honum með mesta fyrir- litningar svip. “Sérðu ekki að hún reykir?” “Jú. Mér sýnist hún reykja skikkjanlega. Sérðu ekki hvað augun hennar eru björt og hendurnar nettar,” sagði Árni. “Hún reykir eins og versti karlmaður, og það gera ekki nema flögð.” “Mér skilst að það sé hollara fyrir þig, Halldór minn, að hafa þig héðan í burtu.” “Við skulum koma,” sagði Halldór og hálf reis upp úr sæt- inu. “Ertu að ganga af göflunum lagsmaður?” sagði Árni og tog- aði Halldór ofan í sætið aftur, “eða veistu ekki að alt kven- fólk reykir nú á dögum?” “Nei, það veit eg ekki,” sagði Halldór. “En eg veit eitt, að það reykir engin kvenmaður í minni bygð, nema, eins og eg sagði áðan, verstu flögð.” Árni horfði orðlaus af undr- un á kunningja sinn. “Hér í Winnipeg reykir alt kvenfólk, og eg stóð í þeirri meiningu að það gerði það al- veg eins út um bygðirnar, — að minsta kosti hefi eg ekki orðið var við neitt slíkt bind- indi í þeim bygðum, sem eg hefi heimsótt,” sagði hann. “Eg veit ekki hvaða bygðir þú heimsækir,” sagði Halldór, “en eg veit að eg hefi ferðast víða um bygðir, og hefi aldrei séð kvenfólk reykja. Auðvitað hefi eg ekki haft neitt verulegt kynni af öðrum konum en ís- lenzkum.” “Ekki eru þær barnanna beztar,” sagði Árni. “Þú held- ur kannske, að íslenzku kon- urnar krossfesti sig frá reyk- ingunum! ó-nei. Þær reykja meira en flestar aðrar, sem eg þekki.” “Þá er umhverfið breytt, síð- an eg var hér,” sagði Halldór dapur í bragði. “Fyrir t.uttugu árum síðan sáust ekki konur reykja í Winnipeg. — Ekki tel eg það hafa verið framfara spor fyrir kvenþjóðina, þegar hún byrjaði á þeim ósið. — Æ, mig undrar ekki þótt þú hafir ekki gifst, Árni minn, ef þú ert að segja satt, að alt kven- fólk reyki hér í bænum. Það, sem þú ættir að gera, gamli kunningi, er, að koma út í bygð- ina til okkar og ná þér í óeitr- aða konu,” sagði Halldór. “Hafðu þig hægan Halldór, hafðu þig hægan maður. Þú misskilur,” sagði Árni. “Mér þykir það engin lýti á kven- þjóðinni þótt hún reyki. Við karlmennirnir gerum það, og þá er það ekki nema réttlátt að konurnar megi gera það sömuleiðis. — En það var ann- að, sem eg ætlaði að spyrja þig að, Halldór, er þú segist hafa verið ánægður í hjónabandinu.- Ertu nú viss um það lagsmaður, að konan þín hafi verið þér trú í þessi tuttugu ár, sem þið hafið verið saman?” Þessi spurning setti Halldór hljóðan. Hann var í efa, hvern- ig hann ætti að taka henni. Loks segir hann, og er fast-J mæltur, og horfir beint í augu Árna: “Já, eg get fullvissað þig um það. Konan mín hefir ætíð verið mér trú í orði og verki. Eg treysti henni fullkomléga. En má eg nú spyrja þig, Árni sæll. Hvað kemur þér til að spyrja svona ósvífnislega?” “Reynsla min,” sagði Árni. . “Eg skal nú segja þér, gamli kunningi, ástæðuna fyrir því, að eg hefi ekki gifst, sem eg hefi engum áður sagt. Eg hefi nefnilega þekt svo mörg hjóna-1 bönd, sem algerlega hafa mis- lukkast. Eg hefi þekt svo mik- ið af ótrúmensku, bæði í h jóna- J böndum og fyrir utan þau, og — svo er eg sjálfur þannig far- inn, að eg er ekki við eina fjöl- ina feldur. Þessi tuttugu ár, sem liðin eru síðan við vorum saman, hafa verið fyrir mér, sí- felt versnandi flug, frá einni kærustunni til annarar. Og — og eg er ekki svo vitlaus að eg viti ekki, að vaninn skapar manninn. Þess vegna, gamli kunningi, hefi eg ekki haft ó- huga á að binda hnútinn. Á hinn bóginn, veist þú, Halldór, að eg er vandlátur maður. Ef svo færi að konan brygðist mér, mundi það spilla alger- lega minni hjónabands ánægju. Það mundi gera út af við mig.” Hér þagnaði Árni snögglega, kiptist við í sætinu og tók hendinni fyrir munninn. Þykk- ur reykjarstrókur hafði farið beint ofan í hann. Hann engd- ist sundur og saman af hósta, en reyndi samt, á milli hósta kviðanna að horfa í kring, til að sjá hvaðan mökkurinn hafði komið. Við borðið á móti þeim, hall- aði unga stúlkan sér makinda- lega aftur á bak í stólnum og sýndist hvorki vita í þennan heim né annan. Af vörum hennar steig sígarettu reykur- inn beint upp í loftið, liðaðist þar í sundur í einn stóran hring sem svo smá seig aftur niður á við og í kringum höfuð stúlk- unnar. Var það ei ófögur sjón að sjá, stúlku andlitið rjótt og fallegt, umkringt svörtu krull- uðu hári, innan í blágráum reykjar hringnum. Árni gleymdi hóstanum af tómri aðdáun, en Halldór, sem ekkert varð snortinn, hélt jafn- væginu. En það stóð ekki lengi. Honum varð litið á vinstri hlið, og sú sjón, sem hann sá þar, kom honum til að skjálfa í hnjáliðunum. Gamla konan, sem áður hafði verið svo þreytuleg og niðurbeygð, sat nú teinrétt uppi í sætinu með sígarettu milli tannanna og sendi frá sér þykkan reykja- mökk. Það kom eitthvert ráða- leysis fálm á Halldór. Hann gaf Árna þrjú olnbogaskot og segir í hálfkæfðum vandlæt- ingar róm: “Árni, sjáðu viðurstygðina. Þaðan hefirðu fengið reykjar- mökkinn ofan í þig.” En nú batnaði ekki. Gamla konan tekur sígarettuna út úr sér, brosir til þeirra og hristir höfuðið. Nú var Halldór nóg boðið. “Eg er farinn héðan,” sagði hann. “Eg get ekki dregið andann lengur hér inni.” “Hvað er að þér, maður?” sagði Árni. “Þú ert ekki í nein- um flýtir? Við fáum ekki betri stað en þetta að rabba saman. Hér er enginn íslendingur. Það er okkur nóg.” “Eg get ekki horft á kerling- una, komna á grafarbakkann reykja eins og versta púka. Eg er ekki vanur að hafa samneyti við kvenfólk, sem reykir,” sagði Halldór þurlega, en hætti samt við að standa á fætur. “Þér verður ekki ílt af tó- baksreyk, maður sem reykir sjálfur,” sagði Árni. “Það er annað verra,” sugði Halldór og hálfstóð upp úr sætinu aftur. “Hún var að brosa til okkar áðan kerlingar fíflið. Það er líkast því að hún vilji fara að verða nærgöngul.” “Ha, ha, ha,” hló Árni. “Það er líkast því að þú hafir eytt æfi þinni þessi tuttugu ár inn í hólum, þú fylgist ekki með framförum og breytingum tím- ans, maður. Þú veist ekkert og þú skilur ekkert. Ekki einu sinni að þú skiljir það að gamla konan var að afsaka með brosi sínu að reykur hennar fór ofan í mig. Hana nú, sestu aftur maður.” Það hægðist óróinn í Hall- dór. Hann mjakaði sér lengra inn í sætið. “Það er víst satt, sem þú segir, Árni. Eg er ókunnugur háttum og siðum nútíma Win- nipeg-búa. Eg missi jafnvægið þegar eg sé gamlar konur, komnar að dauða, reykja. Þú segir mér þó ekki að íslenzku landnáms konurnar hafi tekið upp á þeim ósið.” “Hu. — Mér er nær að halda að þær hafi gert það. Eg þekki auðvitað ekki margar gamlar konur, en þær, sem eg þekki, reykja. Og þær eru svo áfjáð- ar lagsmaður, að ef þær eru sjálfar tóbakslausar, rífa þær sígaretturnar út úr munninum á mönnum sínum og stinga þeim upp í sig,” sagði Árni. Halldór hristi höfuðið. “Það virðist ekki vera mikla siðmenningu að sækja hingað til bæjarins fyrir dætur okkar bændanna,” sagði hann. “Er langt síðan þessi reykingar alda byrjaði?” “Já, mörg ár,” sagði Árni. Halldór hristi höfuðið. “Það er ljóta pestin,” sagði hann. “Eg vildi ekki láta ala mín börn upp á eitraðri mjólk. Ungu mennirnir í minni bygð, giftast ekki konum, sem reykja, ef einhver unga stúlkan byrjar ,á þeim ósið, lítur enginn piltur Jviðhenni. Hún verður því ann- aðhvort að leggja það niður eða giftast ekki.” Nú var það aumingja Hall- dór, sem kiptist snögt við í sætinu og byrjaði að hósta. Þykkur reykjarmökkur hafði komið beint framan í hann. Árni horfði til gömlu konunnar. Hún var hætt að reykja, og sami þreytusvipurinn var aftur kominn á andlitið. Stúlkan á móti var að láta á sig vetling- ana og búa sig undir að fara. En maðurinn með ljósa hárið, á hægri hlið þeirra, hallaði sér aftur á bak í sætinu og reykti af krafti. Hann horfði brosandi til stúlkunnar, sem nú var að standa upp. “Sá skal fá hrekkinn endur- goldinn þegar stúlkan er far- in,” hugsaði Árni. “Hann hefir verið að gera okkur hlægilega í augum hennar, af því við töl- uðum á máli, sem hann skildi ekki.” Nú var athygli Árna dregin að limalagi Gyðinga stúlkunn- ar, sem var staðin upp. En í staðinn fyrir að ganga beint fram gólfið og út, gengur hún yfir að borði þeirra félaganna, og segir, á góðri íslenzku: “Verið þið sælir landar, og þakka ykkur fyrir skemtun- ina.” ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. Árið 1854 komu ný lög, sem Stephen Douglas var upphafs- maður að. Þessi lög heimila þrælahald í öllum nýlendum en ákveða að fólkið greiði atkvæði um hvert það vilji leyfa það þegar nýlendurnar fá ríkisrétt- indi. Þetta virtist lýðræðislegt í fyrstu en leiddi samt sem áður til meiri óróa, haturs og hermd- arverka en nokkuð það er hing- að til hafði verið gert. Bæði þrælahaldssinnar og andstæð- ingar þeirra neyttu allra bragða til að ná yfirhöndinni og skirðust sízt við ofbeldi. Fimm þúsund manns frá Mis- souri réðust inn í Kansas, við kosningar, og hrifsuðu atkvæð- in. Um eitt skeið voru tvær stjónir þar og börðust um völdin. Sunnanmenn gerðu á- rás á Lawrence, höfuðstað frí- veldisliða og hertóku hann. Um þessi lög og afleiðingar þeirra farast Emerson þannig orð: “Lögin um strokuþrælana kom okkur til að opna augun en þessi Nebraska-Kansas lög koma mönnum til að stara í skelfdri undrun.” — Horace Greely, ritstjóri New York Tri- bune, áhrifamesta blaðsins í öllu landinu, hafði þetta um þau að segja: Senator Douglas og Pierce forseti hafa uppvakið fleiri aflátsmenn en Garrison, Philips og Parker hafa megnað á hálfri öld. Nú var Norðurríkjunum nóg boðið og nýr stjórnmálaflokk- ur, þjóðveldisflokkurinn (Re- publicans) myndast til and- spyrnu við þrælahalds valdið. Þessi flokkur varð til fyrir samruna gömlu Whiganna og lýðveldissinna (Democrats) Norðurríkjanna er nú gátu ekki átt samleið framar með lýðveldismönnum Suðurrikj- anna. Fyrsta forsetaefni hins nýja flokks var Fremont nokk- ur en á móti honum sótti James Buchanan þrælahalds vinur. Buchanan hlaut kosningu og dáðlausari maður hefir aldrei setið á veldisstóli. Það var með ráði gert að velja aukvisa fyrir forseta. Með því móti gátu foringjar haft öll ráð í sínum höndum. Þrem dögum eftir að Buch- anan tók völd, feldi yfirréttur- inn í Washington þann dóm er frægur hefir orðið að endemum ætíð síðan — hinn svonefnda Dread Scott úrskurð. Samkvæmt honum getur svertingi ekki orðið bandarísk- ur þegn; að þrællinn sé eigin- dómur er lögin beri að vernda á alveg sama hátt og hestinn hans, landið hans og húsið hans. Jafnvel þingið hefir eng- an rétt til að gera hann að bandarískum ríkisbrogara. Að- eins þar sem ríkin höfðu útilok- að þrælahald með sérstökum lögum, innan sinna vébanda, var nú mönnum meinað að kaupa og halda þræla. En nú fóru að heyrast raddir í þá átt að slík lög ættu að úrskurðast gagnstæð stjórnarskránni og þar með ógildast. Þar með hafði þrælahald verið lögleitt um öll Bandaríkin. Hinir ákaf- ari þrælahalds sinnar létu heldur ekki þar við sitja heldur fóru nú að ympra á því að allar reglugerðir gegn þrælasölu skyldu úr lögum numdar svo bændur gætu fengið þý sin með vægara verði, beint frá blökkumanna veiðurunum í Af- ríku. Já, þeir færðu sig ennþá upp á skaftið og fóru að tala um að það væri algerður ó- þarfi að binda þrælahaldið við blökkumennina eina, því ekki þrælka alla öreiga. Að þessu hefði líka að líkindum rekið enda fóru kyneinkennin smá- saman hverfandi eftir því sem blóðblöndunin varð meiri. Tóku nú hugir manna mjög að æsast enda óspart að eldin- um skarað frá báðum hliðum. Hingað til höfðu aflátsmenn unnið að útrýming þrælahalds- ins þar sem það hafði náð að festa rætur — í Suðurríkjun- um; nú þyrftu þeir að varna þess að það yrði lögleitt í öllum Bandaríkjunum. Hingað til höfðu þrælahalds sinnar beitt sér fyrir að vernda það heima fyrir; nú færðust þeir í aukana og hugðust að lögleiða það í öllu landinu. Margir tóku nú að fallast á staðhæfingu Lincolns að landið gæti ekki til lengdar þrifist hálft frjálst og að hálfu leyti í þrælafjötrum. Hvorugur fékk öðrum treyst og báðum lærðist að líta á andstæðinga sína sem hættulegustu fjandmenn. Há- værir æsingamenn æstu lýð- inn. Síblaðrandi blaðasnápar létu ókvæðis orðum rigna. — Gjallandi málsprautur slengdu fram sláandi slagorðum frá stjórnmálalegum vettvangum. Prestarnir ákölluðu guð og báðu mann nú í öllum bænum að hjálpa sér, en samt ekki til að beygja inn á betrunar veg- in, heldur til að yfirstíga and- stæðingana. Það var jafn ó- guðlegt, í Suðurríkjunum, að ljá þrælum liðsyrði sem í Norð- urríkjunum að gera það ekki. Það gat hæglega kostað mann lífið að segja nokkuð gott um norðlendinga sunnan- lands. Ekkert getur betur lýst hugarfarinu, þar syðra, en framkoma fólksins gagnvart Brooks þingmanni frá Suður- Carolínu. Hann réðist á Sumn- er öldungaráðsmann frá Massa- chusetts í sjálfum þingsalnum og barði til óbóta með göngu- staf sínum. Fyrir vikið var Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle .* VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Ný tegund STRÁBERJA BARON SOLEMACHER. Þessi óvið- jafnanlega tegund, framleiðir stœrri ber úr hvaða sœði sem er. Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinar og liggja ekki við jörðu, framleiða því stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín I garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) (2 pakkar 45c) Póstgjald borgað. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1941 Betri en nokkru sinni fyr DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario hann endurkosnin og hyltur sem þjóðhetja. Litlu betri var tónninn norð- anlands. Sunnanmenn voru þar alment fordæmdir sem sam- vizkulausir þrjótar, verri en Rómverjar og aðrir heiðingjar. Alskyns hroðasögur, um með- ferð þeirra á blökkumönnum, gengu þar ljósum logum. Ein- stök dæmi voru látin gilda sem almennur háttur. Þannig magnaðist hatrið og bjó þjóðina til styrjaldar. Þegar rætt er um styrjaldir og tildrög þeirra yfirsézt flest- um þýðingarmesta atriðið — þeir gera sér ekki ljóst sálar- ástandið á undan stríðinu — veita því ekki athygli hversu mikil ítök villumannseðlið á í okkur ennþá, þótt siðmentaðir teljumst. Menn gera ráð fyrir rólegri athugun, sem reiknar tap og á- bata áður en til vopnaviðskift- anna dregur. Þessu er ekki þann veg farið því það dregur aldrei til ófriðar nema að minsta kosti annar aðilji sé þegar orðin viti sínu fjær af ótta, hatri, þjóðdrambi. Þetta er alt sprottið frá tilfinninga- lífinu og ber skynsemina ofur- liði. Hver æsir annan þar til heildar ástandið nálgast al- gerða múgsturlun (mob de- mentia). Eina ráðið er að gripa fyrir ræturnar í tíma með því að auðsýna meira réttlæti. Theodore Roosevelt sagði að framrás sögunnar líktist elfu er myndast við samruna ótal smákvísla, eftir að vatnsmagn- ið eykst er ekki unt að stöðva það og erfitt að beina þvi á ákveðnar brautir, það vex manni yfir höfuð.” Þegar hern- aðar æðið hefir vaxið upp í vissa fyllingu verður ekki við það ráðið. — (Að þessu atriði verður síðar vikið þar sem ræð- ir um beinar orsakir borgar- styrjaldarinnar í Bandaríkjun- Frh. á 5. bls. ‘DREWRYS DRY * Now /Sc 3 FOR 39/ LARGE FAMILY SIZE

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.