Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEÍMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MARZ 1941 •>]IUHIIIIIIIC]IIIIII iiic]iiiiiiiiiiii[]iiiiiiiniiic]iiiiiiiiiMi:]iiiimiiiiic]iiiiiiuii9 Æfintýri ritarans “Það var leiðinlegt að hann kom þér svona itla fyrir sjónir, Alf. Hann er annars allra besti drengur. Er á háskólanum og svo fram eftir götunum.” “Svei, það lítur ekki út fyrir að hafa haft mikil áhrif á hann. Hann hefir kannske fengið sér of mikið neðan í því,” sagði Mrs. Carr góðlátlega. “Það var helgidagur eins og þú veist.” “Nei, hann var alveg eins allsgáður og eg var. Vildi ekki vín, en drakk te með mér,” svaraði Carr. “Að minsta kosti vona eg að eg sjái hann aldrei framar,” sagði Alfrey með áherslu. “Það gerir þú sjálfsagt ekki heldur,” svaraði faðir hennar. Næsta laugardag eftir miðdagsverðinn með Stanning, kom Alfrey í tennisklúbbinn og fékk þá að heyra sér til mesta hugarléttis, að Stanning hefði ferðast í burtu. Hann hafði falið Chawles það erindi að biðja hann að verða meðspilandi sinn í kappleikjunum, þótt hann óttaðist að hann gæti ekkert æft sig þangað til. Þessa kveðju fékk hún samvizkusamlega frá hinum heiðarlega Chawles, en Alfrey hugsaði sig ekki lengi um svarið. Hún sagð- ist ekki eiga það á hættunni að kjósa sér þann félaga í leiknum, sem kæmi kannske ekki yfir höfuð. Ef Chawles vildi ennþá að hún yrði með honum vildi hún verða það. Henni þótti í raun og veru vænt um að fá tækifæri til að losna við hálfgert loforð, sem hún hafði gefið Stanning í þessu efni. Það þarf ekki að geta þess að Stuart var himin glaður yfir þessu, og þau æfðu sig kost- gæfilega á kvöldin, sem nú urðu ætíð bjartari því miðsumar var komið. Morgun einn kom hún inn á skrifstofuna, rjóð í frarrian af illviðrinu úti. Hún var vot í andliti eftir rigninguna er hún gekk inn á litlu skrifstofuna sína. Sér til mestu undr- unar sá hún að Guntersted sat við skrifborð- ið hennar og las uppkast að fundargerð, sem haldinn var daginn áður. “Æ, herra minn,” sagði hún óttaslegin, “eg vona að eg sé ekki of sein!” Hann brosti góðlátlega. “Nei, nei, minnist þér ekki á það. Þér komið ekki of seint. En mig langar til að tala við yður þegar þér eruð tilbúnar. Skiftið þér um skó barnið mitt og þessa fínu sokka líka, og komið svo inn til mín. Hann stóð upp út stólnum. “Eg leyfði mér að lesa fund- argerninginn yðar og hann er ágætur. Þér eruð góður ritari, vinur minn.” “Eg væri nú aumi ritarinn ef eg gæti ekki gert útdrátt úr fundargerð,” sagði hún hlægj- andi, er hann gekk með þungum sporum inn á skrifstofu sína. Tíu mínútum síðar kom hún inn til hans með blöð og ritblý í hendinni. “Fyrst þér vilduð að eg kæmi inn strax opnaði eg ekki bréfin fyrst,” sagði hún. “Nei, nei, það gerið þér gert seinna. Fáið yður sæti.” Hann benti með feitu hendinni á stól, ■ sem hann hafði sett við hlið sína þannig að birtan frá glugganum skein beint framan í hana. “Er þér réðust hingað til mín, mín unga vina, þá lagði eg fyrir yður spurningu, sem eg sé af minnisblöðum mínum að þér svöruð- uð neitaði. En síðan eru margar vikur og alt gengur nú með slíkum hraða fyrir æsku- lýðnum. Þessvegna verðið þér að afsaka, þótt eg endurtaki spurninguna. Eruð þér trú- lofaðar?” Hinir mjúku vangar Alfrey urðu ekki rjóðir. “Nei, herra minn,” svaraði hún án þess að hika. “Það er ágætt. En mér virðist sem eg hafi veitt því eftirtekt að æskulýður nútímans hefir horfið að sið þeim, sem var til forna, og velja menn sér nú kunningja til félags- skapar án þess að hafa nokkurn trúlofunar formála. Þess vegna vona eg að þér skiljið næstu spurningu mína. Er það nokkur slík- ur kunningi á yðar vegum?” Alfrey sýndi hinar fallegu tennur sínar er hún brosti. “Nei, það get eg ekki sagt að sé. Eg þekki marga unga menn, eins og þér hljótið að skilja, en enginn þeirra er nákomnari mér í vináttunni en annar, þér eigið sjálfsagt við það.” Hann leit fast á hana með sínum björtu augum. “Og þér getið sagt að þér hafið ekki sagt neinum neitt, sérstaklega, ekki honum föður yðar um það, sem hér gerist?” Hún horfði á hann hiklaust. “Eg lofaði yður því,” svaraði hún dálítið ásakandi. “Og eg hefi haldið loforð mitt.” Eftir stutta þögn svaraði hann. “Eg trúi yður.” “Mætti eg spyrja yður hvert nokkuð hefir borist héðan út,” spurði Alfrey alt í einu. “Þér hafið sjálfsagt ástæðu til að spyrja mig þann- ig?” “Nei, eg .veit ekki til að neitt hafi borist út,” svaraði hann strax. “Eg spurði af alt pðrum ástæðum. Eg ætla að trúa yður fyrir sérstökum atriðum, og fyrst vildi eg að þér skilduð að alt, sem við segjum og gerum verð- ur leyndarmál öllum óviðkomandi.” “Það getið þér reitt yður á að það verð- ur, herra minn.” “Segið mér þá ennþá eitt, eruð þér nokk- uð taugaveiklaðar. Þér lítið ekki út fyrir að vera það, en taugaóstyrkur birtist í svo mörgum myndum, maður getur verið það á einu sviði, en ekki á öðru. Þér eruð það ekki þegar þér reiðist eða eruð að flýta yður, en þér gætuð verið hrædd við að vera ein — myrkfælin?” “Nei, hreint ekki,” svaraði hún undrandi. “Viljið þér þá gera nokkuð fyrir mig í kvöld? Ef þér segðu nei, verð eg fyrir von- brigðum, en eg minnist þá ekki á þetta fram- ar, því að_þetta er ekki í samningunum milli okkar,” bætti hann við brosandi. “En það stendur heldur ekkert þar hvað eg skuli gera og ekki gera. Eg er ekki félagi í neinu verkamannafélagi, svo eg geri gjarria það sem þér óskið að eg geri, sé eg fær til þess.” “Það er ágætt,” svaraði hann. “Eg skal nú segja yður hvað eg er að komast að. Eg vil að þér séuð hér eftir þegar allir aðrir eru farnir í kvöld. Það er að segja, þér farið héð- an á venjulegum tíma. Kemur nokkur til að fylgja yður he'im?” “Nei.” “Það er gott. Þér farið niður í sjöundu lyftunni og farið burtu sömu leið og þér eruð vanar, svo að drengur, sem stjórnar henni haldi að þér séuð farnar heim fyrir alvöru. Þér skuluð svo ganga eftir götunni, en snúa svo við strax og þér getið, og ganga í kringum bygginguna að hinum inngangsdyrunum. Þér farið inn um þær og*takið lyftuna sem for- stjórarnir nota. Þar er enginn drengur, svo að þér stjórnið henni sjálf og farið upp á þessa hæð, snúið til vinstri og opnið hurðina að þessu herbergi með lykli, sem eg mun fá yður.” Hann fékk henni lykil að lásnum, stóð þunglamalega á fætur — hann minti mann altaf á flóðhest fanst Alfrey — opnaði hurð- ina, sem hann hafði bent henni á og gekk út í lítinn gang, sem var alveg auður og tómur. Fjórar dyr voru út í þennan gang. Einar þeirra að fundarsalnum, aðrar að göngum nokkrurrt, þriðju að herbergi eigandans og fjórðu að skrifstofu eins forstjórans. Á hurð- inni sem þau höfðu opnað, stóð með hvítum stöfum: “Mr. S. Guntersted” og ekkert annað. Alfrey hafði fyr komið í þennan gang, því að hún hafði verið á stjórnarnefndar fundunum, én hún hafði aldrei notað lyftuna, sem Sali sýndi henni nú. Lyftan var við stigann í hinum enda gangsins. “Þér verðið að nota lyftuna en alls ekki stigann,” sagði hann. “Það er vegna þess að eg vil alls ekki að nokkur sjái yður. Lyftan ér þiljuð inn svo að ekki er hægt að sjá þann, sem í henni er.” Hann fór með hana að lyftunni og sýndi henni hvernig átti að stjórna henni. Svo fóru þau aftur inn í skrifstofuna. “Já, það er satt,” sagði hann, eg skal sjá um að það verði hérna bakki með smurðu brauði og víni handa yður. Kjarnbetri máltíð get eg ekki boðið yður, því að eg vil ekki að neinn skuli vita að þér komið hingað til baka. En eg fæ oft smurt brauð og vín hingað upp, svo það er ekkert óvenjulegt. En haldið þér að eg sé vitlaus ef eg bið yður að snerta ekki á glasinu með berum höndum?” Alfrey horfði á hann með stórum augum. Þetta var eins og í leikriti. Hún hló og sagði: “Þetta fer að verða meira og meira leynd- ardómsfult”. “Nú komum við að aðalatriðinu, sem enginn nema minn látni skrifari og eg hafa séð.” Hann opnaði skúffu og tók upp úr henni lyklakippu, að peninga skápnum. Hann tók þrjá lykla úr kippunni og batt þá saman með rauðum spotta. Hann bætti svo við eins og til að gera hana rólegri. “Verkið sem eg ætla yður að vinna í kvöld felur ekki í sér neina hættu, því megið þér trúa.” Alfrey var farin að fá hjartslátt, er hann mintist á hinn dauða skrifara sinn, en hún var viss um að það var ekki hægt að sjá það á henni, hvernig henni var innan brjósts, því engin svipbreyting sást á henni. Sali lokaði peningskápnum vel og vand- lega, rendi bókahyllunum, sem huldu hann fyrir skápinn og gekk þvert yfir herbergið að hinum veggnum, þar tók hann úr skáp er þar stóð, sex bækur og lagði þær niður, og þegar hann studdi á fjöður opnaðist lítill hlemmur í veggnum, sem var eitthvað hálft j fet í horn. Hann tók einn lykilin, sem j hann hafði tekið úr peningaskápnum og stakk honum í skráargat, sem kom í ljós á bak við hleran. Hann sneri lyklinum og heyrði Alf- rey þá hávaða, sem hún hafði oft áður heyrt inni í sínu herbergi og oft hugsað um af hverju stafaði. Hluti veggsins, sem bóka- skápurinn stóð við, rann til hliðar og komu þá í ljós dyr, eitthvað tvö fet á breidd og hún heyrði hávaða eins og tannahjól félli í skorð- ur sínar á bak við opið. Guntersted gekk inn um dyrnar og sneri á rafmagns ljósi. “Komið og sjáið,” sagði hann. Alfrey hlýddi því og laut áfram. I svelgn- um fyrir neðan sig sá hún járnstiga með grind beggja megin. Stíginn lá niður að trégólfi. “Þorið þér að fara niður?” spurði hann. “Auðvitað. Er hann mjög óstöðugur?” “Nei, mér finst hann ekkert slæmur. Á eg að fara fyrst?” Stíginn reyndist mjög auðveldur, og þeg- ar þau komu niður stóðu þau í herbergi, sem auðsæilega var loft í litlu húsi. Ljósið skein inn um glugga í þakinu er hallaði niður öllu megin svo að þar var þröngt inni. Hurðin var læst, en lykillinn stóð að innanverðu í í skránni, og þau gengu niður þröngan og brattan stiga og komu ofan í forstofu með þremur hurðum. “Þegar við förum til baka skal eg sýna yður hvernig maður dregur stigann upp á eftir sér, nú látum við hann vera því að eng- inn er í húsinu. Komið ofan með mér. Það er nógu bjart núna, en í kvöld verður hér kol- níða myrkur og þér megið ekki kveikja ljós en verðið að hafa með yður vasaljós. Það má vel vera að það séu njósnir um húsið og við megum ekki eiga neitt í hættunni. Að minsta kosti ekki meira en eg geri þegar eg treysti jafn ungri stúlku og yður,” bætti hann við og brosti þurlega. Þau hröðuðu sér niður stigann ofan frá fyrstu hæðinni og svo niður af annari og sáu þar þrjár lokaðar dyr. Á fyrstu hæðinni lágu einar dyrnar út á götuna hinar til her- bergjanna; þaðan héldu þau niður dimman stiga ofan í kjallarann. I honum var steingólf og loftið var rakt og kalt þar niðri. Alf sá að þarna var eldhús og búr. Þar var hurð sem virtist vera útidyrahurð út í garðinn. Til hliðar við dyr þessar var lítið herbergi og í því var borð og fáeinir stólar. Sali fékk sér sæti á einum stólnum. Hann var móður orð- inn. Hann bað Alfrey að fá sér sæti meðan hann segði henni fyrir verkum. Hún átti að fara af skrifstofunni á mínút- unni kl. 9.30, hvorki fyr eða seinna. Þegar hún kom hingað niður átti hún að bíða til kl. 9.45, þá mundi hún heyra barið að dyrunum, sem lágu út í garðinn. Það var gasljós í lofti hins litla herbergis og það voru hlerar fyrir gluggunum, svo að hún gat kveikt ljós ef hún vildi, en aðeins með því móti að hún slökti það áður en hún færi til dyranna. Hann mundi berja þrjú högg til þess að vekja eftir- tekt hennar. Eftir stundar bið mundi hann berja átta högg og svo fimm. Að síðustu þrjú högg og þá var henni óhætt að opna. Lykill- inn, sem hún átti að nota var merktur með tölunni 3, og hún átti að taka við böggli frá manninum, einum eða fleirum. Hún átti ekki að segja neitt né búast við að hann segði neitt við hana. Hún varð líka að hlusta nákvæm- lega, því að hann mundi ekki berja fast að dyrunum. Þegar hann var farin, átti hún að skjóta slagbröndum fyrir hurðina, og snúa svo aftur upp á skrifstofuna, sömu leið og hún hafði komið. Þar átti hún að opna peninga- skápinn með fjórða lyklinum, sem hún hafði fengið, leggja bögglana inn í hann. Að síð- ustu átti hún að fara niður leynistigann á ný og ganga í gegnum auða húsið og út um framdyrnar. Er hún hafði lokað hliðinu á eftir sér, átti hún að ganga -út á Fulcher strætið, og á horninu á Graft Lane mundi hún finna vagn, sem biði þar eftir henni og mundi hann flytja hana á járnbrautar stöð- ina. Guntersted bað hana að hlusta vel er hún kæmi út í garðinn, og bíða ef hún heyrði fótatak á götunni, og fara ekki út fyr en sá sem á ferð væri, væri horfinn. “Haldið þér að þér getið komið því í verk, sem eg nú hefi sagt yður?” spurði hann næst- um áfjáður. “Þér eruð kannske að furða yður á því, hversvegna eg geri þetta ekki sjálfur. En það stafar af því að eg þarf að vera annar- staðar á þessum tíma. Meira get eg ekki sagt yður.” “Það er í kveld — nú þegar í dag, sem þér ætlist til að eg geri þetta?” spurði Alfrey. 6. Kap.—Mr. Eccott hreyfir mótbárum. “Já, rétt er það,” svaraði gamli herra- maðurinn afsakandi. “Eg bið yður kannske um of mikið? Þér hafið kannske annað fyrir höndum í kvöld, svo að þér eigið bágt með að gera þetta?” “Nei, ekkert, sem ekki getur biðið,” svar- aði Alfrey. “Eg skal hringja heim og segja móður minni að . . Hann varð órór á svip. “Er nauðsynlegt að gera það?” “Að hringja heim? Já, eg vil ekki að mamma verði hrædd um mig, og svo ætla eg að biðja hana að koma skilaboðum til tennis- klúbbsins, því að það á von á mér þar.” Hann stóð á fætur. “Gott er það. Hringið frá skrifstofunni I minni. Eg hefi síma fyrir sjálfan mig.” Alf fanst þetta alt mjög sögulegt. Alt þetta leynibrugg vakti áhuga hennar. Henni fanst næstum að hún vera þýðingarmeiri nú, þar sem henni var trúað fyrir öðru eins og þessu. Hún var upp með sér yfir því og þess vegna bauð hún myrkri og einveru byrgin og hverju sem að höndum bæri. Þau gengu upp á litla loftið og upp leyni- stigann, og lýsti Guntersted því nákvæmlega fyrir henni hvernig hann ynni. “Þér verðið að skilja þessa vél til fulln- ustu,” sagði hann. “Því ef eitthvað stendur á sér, svo að hurðin með bókaskápnum rennur ekki í far sitt, þá hefir það illar afleiðingar.” Hann lýsti og sýndi henni þessa vél með mestu þolinmæði og lét hana sjálfa endur- taka tilraunirnar hvað eftir annað, svo að hún þyrfti ekki að vera óróleg yfir að stjórna þessu, og áður en þau fóru úr litla herberginu tók hann olíukönnu og bar á öll hjól og ása. Alfrey kom með þá afhugasemd að það heyrðist ekki eins vel fast hjá eins og inni á skrifstofunni hennar, er stíginn væri settur niður eða dreginn upp. Hann sneri sér snögt við og leit á hana. “Þér hafið þá heyrt hávaðann í honum?” “Já, eg hugsaði oft um það hvað þetta gæti verið. Eg hélt að þeir væru að steypa kolum ofan í kjallarann, eða eitthvað þess háttar, en í fyrsta sinn hélt eg að flugvél hefði rekist á þakið.” “Jæja, þá gat Miss Cutting heyrt það líka á sinni skrifstofu, og enn betur ef hún þrýsti litla eyranu að veggnum, eins og eg sá hana gera einu sinnu er eg kom að henni að óvör- um,” sagði hann eins og í þönkum. “Já, já, hún hefir sjálfsagt brotið heilann um þetta hugsa eg. En nú höldum við áfram og þegar þér komið inn í skrifstofuna mína, þá símið þér heim.” Alfrey skildi ekkert í að ennþá væri heil klukkustund þangað til að borðað yrði. Hún símaði svo heim og að því búnu sneri hún sér brosandi að honum. “Jæja nú get eg verið róleg og þúsund þakkir, herra minn. Eg fer nú og sæki bréf- in,” sagði hún. Hún aflæsti hurðinni að skrifstofunni sinni, sem hún hafði læst samkvæmt skipun hans áður en þau fóru ofan í leynigöngin. Gamli maðurinn horfði á eftir henni hugsandi. Hann hafði kannske búist við að hún sýndi óróa eða forvitni, er hún heyrði hvað hún ætti að gera. En hún hafði tekið öllu þessu eðlilega og með dásamlegri ró. Ef hún var eins áreiðanleg og hann hélt að hún væri, gat vel skeð að hann hefði fengið þjón- ustu konu, sem hann þarfnaðist og hafði leit- að eftir. Hvað Alfrey snerti var hún full af áhuga fyrir þessu æfintýri. Henni þótti það mjög merkilegt. Það var ekki hægt að halda því fram, að þetta væri í verkahring vélritara eða skrifara. Það gat ekki hjá því farið, að eitt- hvað leyndardómsfult gekk á hjá Guntersted —eitthvað, sem aðrir menn voru ákafir í að frétta. Hugmyndín að Stanning hefði sett Evie Cutting til að njósna fyrir sig og er það brást ætlaði að reyna að veiða upp úr henni sjálfri fanst henni nú ekki eins ótrýleg og fyr. Þvert á móti fanst henni það sannsýni- legt. Sali gamli átti mörg leyndarmál og hvaða leyndarmál þetta var vissi hún ekki. Hún vissi að hann hafði trúað henni fyrir því, og henni fanst þetta dásamlegt æfintýri, sem hún hlakkaði til að reyna. Strax og hún tók að skilja bréfin í sundur var barið að dyrum, og Máudie Carter kom inn. “Jæja, svo þér eruð hér ennþá, hélt að þér væruð farnar fyrir fult og alt með gamla manninum,” sagði hún önuglega. “Eg hefi komið hingað inn hvað eftir annað til að finna yður.” “Það þykir mér leiðinlegt, en við urðum að fara snöggvast ofan til forstjórans,” svar- aði Alf glaðlega. “En vilduð þér mér nokk- uð?” “Já, frammi er maður, sem spyr eftir hús- bóndanum. Hann er alveg orðinn vitlaus yfir því að þurfa að bíða svona lengi.” “Er hann í biðstofunni?” “Já, eg skyldi segja það og skila kveðj- unni.um leið. En gætið að yður að hann bíti ekki af yður höfuðið. Eg hefi beðið hann Greg að vera á verði.” Alf stóð rólega á fætur, gekk gegn um fremri skrifstofuna og fram í biðstofuna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.