Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 •» ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. MARZ 1941 NÚMER 26. “Oldur” íslenzkur leikur sýndur í Samkomusal Sambandskirkju 31.8marz og 1. apríl ‘ ’ HELZTU FRÉTTIR - - Júgóslavía sameinast öxulríkjunum Her Breta á Grikklandi Croft barón og aðstoðar ,rík- isritari Breta gat þess í lá- varðadeild brezka þingsins í gaer, að Bretar hefðu nú mik- inn og vel útbúinn her í Grikk- landi. Hann bjóst við, að þess yrði stutt að bíða, að þeir mættu Þjóðverjum á landa- mærum Grikklands og Búlgar- íu. Hann kvað herinn nú hafa fengið þá æfingu og þekkingu á að eiga við hinn mikla her Hitlers, að þarna væri engu að kviða. í Búlgaríu og Rúmaníu er sagt að Hitler hafi 800,000 manna her, vel útgerðan til á- takanna, er á Grikki og Tyrki verður ráðist. í sömu fréttinni er sagt, að her Hitlers sé deilt niður sem hér segir: Á ítaliu og Afríku um 50,000 menn. Á Frakklandi 600,000, Danmörku 300,000, heima í Þýzkalandi, í Póllandi, Noregi, Hollandi og Belgíu um 750,000 til 1,000,000. í Belgrade í Júgóslavíu er um það talað, að Þjóðverjar hafi nýlega sent 18 eða 20 herdeild- ir—um 240,000 manna til ítalíu til þess að halda ítölum í skefj- um og koma í veg fyrir að ítalska stjórnin yrði rekin til að semja sérstakan frið víð Grikki. St. Lawrence-samningurinn Samningur þessi, sem um 20 ár hefir verið þvælt um aftur og fram, var loks samþyktur 18. marz í Ottawa. Fyrir hönd Canada skrifaði Mr. King for- sætisráðherra undir hann, en Mr. Moffatt fyrir hönd Banda- ríkjanna. Svo mikill viðburður þótti þetta, að hreyfimyndir voru í gangi meðan á undirskriftinni stóð. Allur kostnaður við dýpkun fljótsins svo að það verði skip- gengt hafskipum vestur á stór- vötnin, er sagður nema 266 miljón dölum. Sjá Bandaríkin um mest af þeim kostnaði eða alt annað en hvort landið um sig lætur gera til orkuvirkjun- ar meðfram fljótinu. * Líklegast verður skjótlega á verkinu byrjað. En sú byrjun getur orðið löng; það er við litlu meira en byrjun búist næstu fimm árin. Nýr samningur milli Rússa og Tyrkja Rússar og Tyrkir gerðu með sér nýjan samning í gær, er eftirtektaverður þykir fyrir hve fráhverfir Rússar virðast nú Þjóðverjum. 1 samningn- um er sagt, að Rússar -l©fi Tyrkjum vopnum, ef nazistar reyna að hrekja þá burtu úr Dardanella sundunum. Það þótti einnig benda til, að verið væri að reyna að koma vitinu fyrir Júógslava að ganga ekki í öxulsambandið, að samn- ingur þessi er gerður sama daginn og Júgóslavar fara til Vín í þeim tilgangi að semja við Hitler. Ennfremur er sagt, að Rúss- ar hafi síðan 1. marz enga olíu selt Þjóðverjum. Stjórnin og bændur Sambandsstjórnin hefir á- kveðið að mínka um einn þriðja ekru fjöldann, sem hveiti var sáð í í Vesturfylkjum Canada á s. 1. ári. En þá var sáð í 27 miljón ekrur. Það eru níu miljón ekrur, sem nú verð- ur minna sáð í á árinu 1941 en 1940. Greiðir stjórnin bændum $4 fyrir hverja ekru, ef landið er hvílt yfir árið. En verði það notað fyrir hafra eða bygg, verða aðeins $2 greiddir fyrir ekruna. Með því að hvíla sáðlandið, verða því hveitibændum greiddir 36 miljón dalir af stjórninni; það eflir kaupgetu þeirra. Hveitiráðið greiðir 70c, sem áður, fyrir hveiti á árinu 1941. Vakir fyrir stjórninni að tekjur jarðyrkjubænda nemi 325 mil- jón dollurum á árinu. Hveitiráðið kaupir sem áður um 230 miljón mæla af hveit- inu. I vörzlum bænda eru 146 miljónir mæla frá árinu 1940. En nú eru í vörzlum kornfé- laga hveiti svo að nemur 575 miljón mælum (óselt búist við 31. júlí) í lok uppskeru-ársins. Hefir sambandsstjórnin ábyrgð á þessu og nemur hún í pening- um 400 miljón dölum. Verði nú rokna uppskera á þessu ári, getur svo farið, að hveiti-birgðir Canada nemi einni biljón mæla ($1,000,000,- 000) á komandi hausti.. Og þá kemur til hinna vand- ræðanna, að geymsla er ekki fyrir meira en 582 miljón mæla. Fjársöfnun til stríðsins t byrjun þessarar viku var lagt af stað í nýja fjársöfnun- arferð í Canada í þágu stríðsins eða öllu heldur hermannanna, því það sem fyrir vakir, er að ná inn fé, svo gera megi þeim lífið þægilegra og betra þó í stríði sé. Féð sem gert er ráð fyrir að safnt, nemur $5,500,000 í Can- ada. Skerfur þessa fylkis mun vera $280,000. Það eru 6 félög sem nú sem fyr leggja á sig að annast um þessi samskot. Þau eru Canadian Legion, I.O.D.E., Knights of Columbus, Salva- tion Army, Y.M.C.A. og Y.W.C.A.. Ætti starf þeirra að vera metið að verðugu — og það er bezt gert með því, að gefa eftir getu sinni í þennan sjóð. Þegar á alt er litið, getur það ekki minna verið en að. greitt sé fyrir starfi sem þessu í þágu stríðsins. Það þættist mörg stríðsþjóðin sæl, sem ekki þyrfti meira að leggja í sölurnar, en frjáls samskot til að verja frelsi og mannréttindi sín og annara í þessu striði. Verið með hver eftir sinni getu. Sprengjuárás á Berlín Síðast liðinn mánudag (24. marz) hófu Bretar feikna flug- árás á Berlín. Köstuðu þeir um 10,000 sprengjum yfir borg- ina. Er líklegt að af því hafi miklir skaðar hlotist þó naz- istar hafi ekki hátt um það. Sendingarnar voru sumar eld- kveikju sprengjur en aðrar hin- ar sterkustu, er til hafa verið búnar. Þetta er 38 flugárásin á Berlín. Hin síðasta var 12. marz og er sögð að hafa verið þessari meiri. • Anhalter-járnbrautastöðin er talið víst að hafi orðið fyrir sprengju, því í útvarpi í gær frá Berlín, sagði að verzlunarmála- ráðherra Ungverja, Joseph Varga, hefði komið til Berlínar og verið mætt á Friedrich- strasse-stöðinni, en lestir frá Budapest koma vanalega á An- halter-stöðina. Örlæti Þjóðverja Darlan, aðmíráll og vara- forseti Frakklands, mintist þess nýlega, “að Þjóðverjar væru örlátari og mannúðlegri en Bretar hefðu verið s. 1. ár. Hér er brot af þeirri “örlætis og mannúðarsögu” Þjóðverja: 80,000 frakkneskir hermenn fallnir. 100,000 særðir. 2,000,000 herteknir. Allur herútbúnaður Frakka tekinn. Öll þau matvæli er Þjóðverj- um hefir þóknast. Eitt hundrað biljón fránka (100,000,000,000 fr.) í setuliðs- kostnað. Frelsi og heiður frönsku þjóðarinnar. Og það verður ekki enn sagt, að séð sé fyrir endann á þessu “örlæti og mannúð.” Bruni The Steele block — stórhýsi með mörgum búðum og skrif- stofum, þar á meðal Metropoli- tan búðin, á Portage og Carl- ton strætum brann til kaldra kola í morgun. THE VOYAGER John Greenleaf Whittier I ótal bugðum fer áin, sem óralöng hlekk-keðja, rauð, um sléttuna vindsvala, víða, veglaus skóglönd og auð. Aðeins er endur og sinnum einstakan reyk að sjá, í strjálum veiðiverum, þeim viltu Assiniboins hjá. Úr ísþrungnu norðrinu næðir napurt inn kaldi blær; augað af aðgæslu er þvingað og eins þyngist höndin sem rær. Með annan fót úti á vatni, en annan á rökkvandi strönd, aðvarar engill húmsins að aldimm nótt fari í hönd. I Er helsyngja-kvak sem heyr- ist? eða hljómur af indjána-róm? eða vindur að feykja og flytja fjarlægra klukkna hljóm? Ræðarinn hugglaður hlustar á hvarflandi misvinda-þras; hann kannast við kvöld-hring- inguna klukknanna í St. Boniface. Klukkna innar rómönsku kirkju sem kalla úr turnunum tveim, á volkaða vegfara Rauðár, og veiðimenn sléttunnar — heim! Svo einnig, á okkar lífsferli, finst andkaldur norðan blær; og löngum á lífsins Rauðá langþreytta mannshjartað rær. Og þegar engill húmsins um öldur og strendur fer, og oss dimmir loks fyrir aug- um, og andróður þreytir oss hér. Sæll er þá hver sá er heyrir hljóma síns lausnar-máls-klið, frá klukkum í hæstum hæðum, —samhringing um eilífan frið. Þessi þýðing er tileinkuð Miss Audrey Gillies, af afa hennar, sem óskar og vonar að hún læri vel og vandlega ís- lenzkt mál, sem er allra tungu- mála fegurst! — og viturlegast. E. G. Gillies ISLANDS-FRÉTTIR Sextán póstpokar frá Ameríku hafa glatast Samkvæmt upplýsingum, er íslenzka póststjórnin hefir fengið frá póststjórninni í Ame- ríku, höfðu 16 póstpokar til Is- lands verið með skipinu “West- ern Prince”, sem skotið var í kaf, og allur pósturinn glatast. Guðmundur Hlíðdal, póst- og simamálastjóri, skýrði Morgun- blaðinu svo frá, að hér væri um að ræða póst frá Ameríku til íslandi, á tímabilinu 18 nóv. til 5. des. Alls var hér um að ræða 16 póstpoka, þar af var einn pok- inn með ábyrgðarpóst. í hon- um var, auk pósts frá Ameríku, talsvert af pósti frá Norður- löndum, aðallega Svíþjóð. :—Mbl. 5. febr. * * * Þingsetningin Alþingi verður sett á laugar- dag. Flestir þingmenn munu Sú illa frétt barst hingað frá Vín í gær, að Júgóslavía hefði loks látið bugast og sameinast öxulríkjunum. Samningur um þetta var gerður í Vín í gær. 1 fréttinni er tekið fram, að eftir samningnum haldi Júgó- slavía öllu sínu landi og sé meira að segja lofað höfn við Grikklandshaf. Yfir landið á ekki her að fara, nema nauð reki til fyrir Þjóðverja, að kom- ast til Grikklands. Samningur þessi er auðvitað hinn sami og Hitler hefir gert við Rúmaníu, Búlgaríu og Ung- verjaland. Um sjálfstæði Júgó- slavíu er nú líkt komið. Serbarnir í Júgóslavíu, sem miklir fjandmenn Þjóðverja eru, kváðu láta órólega út af þessum samningi. Kveður svo mikið að því, að sagt er að upp- reisn geti af því hlotist. Kom færandi hendi Wendell Willkie, sem til Tor- onto kom s. 1. mánudag og hélt þar ræðu í þágu fjársöfnunar til stríðsins, kom og færandi hendi. Þegar hann var kominn nokkuð fram í ræðu sína, af- henti hann fjársöfnunarnefnd- inni ávísun, er nam 5,000 ster- lingspundum ($22,500) frá ein- stökum mönnum og félögum í Bandaríkjunum. Ræða Mr. Willkies var mikil- væg rómuð, enda var hún ein sterkasta áskorunin, sem út- varp hér hefir flutt þjóð þessa lands um að styðja Breta í stríðinu. Mr. King, forsætisráðherra Canada, bauð Willkie velkom- inn. í förinni með Willkie var kona hans og dóttir. vera komnir til bæjarins, nema Austfirðingarnir. Vegna samkomubannsins verður að hafa aðra tilhögun á guðsþjónustunni fyrir þing- setninguna, en verið hefir. — Verður tilhögunin sú, að út- varpað verður guðsþjónustu frá dómkirkjunni og prédikar þar séra Sigurbjöfn Einarsson, hinn nýi prestur í Hallgríms- sókn. Dómkirkjan verður ekki opin fyrir almenning, vegna sam- komubannsins. Þar verða að- eins þingmenn og þeir fáu boðs- gestir, sem venjulega eru við þingsetningu.—Mbl. 14. febr. * * * Amerísk lögregla^ í Grœnlandi í “Norsk Titend” frá 14. jan. er sagt frá því samkvæmt fregn frá Stokkhólmi, að verkamenn, sem unnið hafa við kryolitnámurnar í Ivigtut, séu nýkomnir til Hafnar. Segja þeir frá, að Amer. lög- reglulið hafi sest að í Græn- landi, og sé amerísk lögregla í Ivigtut. Matarskömtun var lögleidd í Grænlandi í vor, en skamtur- inn er mjög ríflegur, fá Græn- lendingar nauðsynjar sínar frá Ameríku. 1 öðru blaði, sem hingað hef- ir borist, er frá því sagt, að landstjórinn í Grænlandi, er fór til New York í sumar til þess að semja um viðskifti við Bandaríkjamenn, hafi skýrt svo frá, að Grænlendingar þurfi engrar fjárhagsaðstoðar við, útflutningsvörur þeirra nægi til þess að greiða með þeim allan innflutning til landsins.—Mbl. 14. febr. * * * Aðalfundur Þjóðrœknisfélagsins Aðalfundur Þjóðræknifélags- ins var haldinn á miðvikudags- kvöldið í Kaupþingssalnum. — Var fundurinn allvel sóttur. Formaður félagsins, Jónas Jónsson, setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Kristján Einarsson framkvæmdastjóra, en séra Jakob Jónsson til skrif- ara. Síðan skýrði hann frá hel- stu störfum fél. á síðastliðnu ári, og þá einkum heimboði VesturTslendinga á síðastliðnu sumri, stuðningi félagsins við útgáfu á Sögu Vestur-lslend- inga, og fyrirætlun félags- stjórnarinnar er lýtur að auk- inni kynningu við landa vestra. Út af þessu spunnust all- langar umræður um það, hvernig heimboðum Vestur-ís- lendinga skyldi hagað í fram- tíðinni, en allir eru sammála um, að þeim skuli haldið á- fram. Séra Jakob Jónsson lagði til, að m. a. yrði boðið heim yngri mönnum, sem væru á miðjum starfsaldri, en- aðrir töldu að fyrst skyldi bjóða eldri mönnum, sem með því væri sýnd viðurkenning fyrir vel unnin störf. Margir Vestur-lslendingar voru nefndir í þessu sambandi, og skal hér aðeins minst á nokkra þeirra, svo sem Hjört Þórðarson hugvitsmann og raf- magnsfræðing, dr. B. Brands- son í Winnipeg, Vilhjálm Stef- ánsson, Sveinbjörn Jónsson prófessor, Guðm. Grímsson dómara, Sig. Júl. Jóhannesson skáld, Jóh. Magnús Bjarnason, Hjálmar Bergmann lögmann og Ottó Bárðarson skólastjóra. En vafalaust mætti lengi telja þá Leikfélag Sambandssafnaðar er um fleiri ár hefir eitt haldið uppi sýningum íslenzkra leikja vestan hafs, býður almenningi í byrjun næstu viku einn leik- inn enn. Hann heitir “Öldur” og er skrifaður af séra Jakob Jónssyni. Um þennan leik hef- ir verið birt í þessu blaði nokk- uð af því, sem hefir verið skrif- að um hann heima á Islandi, þar sem hann hefir verið leik- inn. Skal hér ekkert endurtek- ið af því. Á hitt skal þó mint, að leikurinn er spennandi, að skamt er á milli þátta, og hann gengur skjótara en nokkur annar leikur, sem vér höfum séð að jafnri lengd. Leikstjór- inn er Árni Sigurðsson í þetta sinn. Hefir hann lagt mikið verk í að æfa flokkinn, svo að til efs er, að hér hafi leikendur nokkru sinni verið betur þjálf- aðir. Leikendur eru og felstir þeir sem áður eru vel kunnir fyrir list sína, svo sem Ragnar Stefánsson, Miss Elín Hall, Haf- steinn Jónasson, o. s. frv. Hér er því von á góðri leik- sýningu. Og meðan kostur er á að sjá íslenzka leiki hér, ættu íslendingar að sæta því. upptaldir væru þeir menn, sem vel væru þess verðugir að boð- ið yrði hingað heim. Séra Jakob Jónsson skýrði frá því, að komið hefði til mála að Leikfélag Reykjavíkur byði hingað heim Árna Sigurðssyni leikstjóra í Winnipeg. Engar ákveðnar tillögur sam- þykti fundurinn í þessu máli. Árni G. Eylands, er hefir haft reikningshald félagsins á hendi, lagði fram reikninga þess og voru þeir samþyktir. Lagði hann ennfremur til, að ársgjald félagsins, sem var 2 kr. yrði hækkað í 5 kr. með tilliti til þess að félagið gerði samning við Þjóðræknisfélagið vestra um að fá Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins handa félags- mönnunum, er þá fengju það fyrir árgjald sitt. Var þeirri tillögu vel tekið og hún sam- þykt. Sérstök nefnd hefir starfað innan fulltrúaráðsins, er hefir athugað hvað tiltækilegast væri til þess að auka bókavið- skifti milli Austur- og Vestur- Islendinga. Guðm. Finnboga- son skýrði frá áliti hennar. Þvínæst flutti Soffonías Þor- kelsson verksmiðjueigandi ræðu um bókaútgáfu Vestur- Islendinga og bókakaup þeirra héðan að heiman. Hafði hann ýmsar viturlegar tillögur að gera í því máli, sem vonandi komast í framkvæmd. Stjórnarkosning fór fram á fundinum. Jónas Jónsson, er gegnt hefir formannsstörfum, baðst undan endurkosningu, og var Árni G. Eylands kosinn í hans stað. En þeir Ásgeir Ás- geirsson og Valtýr Stefánsson, sem voru fyrir í stjórninni, voru kosnir með Árna. Frh. á 5 bls. Þess var getið í útvarpsfrétt- um hér í gær — og haft eftir Þjóðverjum, að nazistar litu nú á Island sem undir vernd Breta og skip er sigldu að eða frá landinu, sættu hinu sama og skip Breta. Quisling er sagt að fái dag- lega bréf frá löndum sínum í Noregi er fara fram á það við hann, að hann fremji sjálfs- morð.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.