Heimskringla - 09.04.1941, Síða 1

Heimskringla - 09.04.1941, Síða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. APRIL 1941 +——.— ----------—-— ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. NÚMER 28. « - HELZTU FRETTIR < - Nokkur orð til íslenzkra kjósenda Kæru vinir:— Eins og þér munuð hafa veitt athygli, bæði í þessu blaðl og öðrum, hefi eg ákveðið að sækja um þingmensku í Winnipeg í fylkiskosningunum 22. apríl. Eg hefi verið tilnefndur sem stuðningsmaður núver- andi samvinnustjórnar í Manitoba. Eg er með því, að leggja flokksstjórnar fyrirkomulagið á hilluna í fylkis- málum þessa stundina af tveim ástæðum. 1 fyrsta lagi á nú þjóð þessa lands í stríði og hvorki eg né aðrir höfum nokkra hneigð eða tíma til að hugsa um flokksmálin. 1 öðru lagi þurfa allir pólitískir flokkar fylkja Vesturlandsins að standa saman, unz skýrsla Rowell-Sirois nefndarinnar hefir verið lögleidd, og krefjast þess, að umbæturnar í skattaálagningu, sem þar er farið fram á, verði sem fyrst að veruleika. Á þeim tíma sem eldri fylki Canada samein- uðust fyrir nærri 75 árum, lögðu leiðtogar flokkanna niður vopn sín og flokkaríg allan, svo allir gætu unnið saman að sameiginlegri velferð þjóðarinnar. Á þessari sömu sam- vinnu er nú aftur fylsta þörf og verður um nokkurt óákveðið skeið. Með þetta í huga, leita eg nú stuðnings yðar, landar góðir í þessum kosningum, sem allra annara, er sannfær- ingu hafa fyrir því, að samvinnu tilraun sé þess verð, að gefa henni gaum og sé það heilbrigðasta og farsælasta fyrir þjóð þessa lands. Yðar með vinsemd og virðingu, on Nazistar ráðast á Júgóslafa og Grikki Hitler hefir nú sent sveitir sínar í Austiir-Evrópu af stað á móti Grikkjum og Júgóslöfum. Árásina hóf hann á Pálma- sunnudag. I fyrstu árásunum hefir Hitl- er unnið lítið á. Hann hefir sótt á Júgóslavíu að austan, frá Ungverjalandi og Búlgaríu. Júgóslafar hafa hörfað und- an á einum eða tveim stöðum um 20 eða 25 mílur, og bjuggu sig til varnar upp í f jalllendinu. Aðrar sveitirnar héldu suður til Salóniki. Þar mættu Grikk- ir þeim og lofther frá Bretum. Þurftu Þjóðverjar um þröngan dal að fara og er sagt, að af þeim hafi fallið fjöldi her- manna. Grikkir tóku 8 skrið- dreka af þeim og 7 flugför voru skotin niður. Grikkir og Bret- ar hafa sjáanlega verið þarna sterkir fyrir. Fjórar flugárásir voru gerð- ar á Belgrade, höfuðborg Júgó- slavíu. Ollu þær miklum brun- um í borginni. Stjórnin í Júgóslafíu, hefir flutt sig til Grikklands. Einu fréttirnar sem af þessu berast, eru ajmaðhvort frá Sviss eða Tyrklandi. Hitler segir ástæðuna fyrir þessu Balkanskaga-stríði þá, að koma Bretum burt úr Ev- rópu. Hann fýsti ekki að fara í þetta stríð, en úr því sam- vinnu var neitað um að koma Bretum út úr Balkanlöndun- um, hefði hann ekki átt annars úrkosta. Þetta segir hann nú þjóðunum, sem hann er að brytja niður og reynir með því að telja þeim trú um að ást hans til þeirra sé ekki þorrin fyrir þessu. Tyrkir standa hlutlausir hjá og Rússar. Það væri betur að þær aldrei kendu á yfirgangi nazista eins og hinar smærri þjóðirnar hafa gert. Tyrkja bíður auðvitað að verja sig seinna og þá að líkindum einir. Það er eins og um sé að gera, að Hitler þurfi aldrei að berj- ast nema við eina þjóð í einu. En hvorki Rússar né Tyrkir kaupa sig með hlutleysi frá stríði við Þjóðverja þó þeir haldi það. 1 fréttum frá Berlín er þýzku þjóðinni sagt frá því, að þarna megi ekki búist við eins skjót- um úrslitum og í Vestur- Evrópu. Addis Ababa fallin Bretar tóku Addis Ababa, höfuðborg Blálands, s. 1. laug- ardag. ítalska liðið sem þar var fyrir, flýði norðvestur í land. 1 Eritrea eru tvær her- sveitir enn ósigraðar og eru Bretar að eltast við þá. Haile Selassie getur líklega bráðum farið heim til sjn; hann er í Blálandi um 120 mílur norður af hinni gömlu höfuðborg. Herstyrkur Júgóslafa Herstyrkur Júgóslavíu, sem á þrem stöðum á nú hendur að verja fyrir Þjóðverjum, er sem hér segir: Landher 1,500,000; hann hef- ir verið aukinn um helming á s. 1. ári. Loftherinn: 1500 flugmenn; 1000 flugför, helmingur þeirra ef til vill af eldri gerð. Sjó- flotinn: 1 gamalt beitískip, 3 tundurspillar, 8 torpedo skip, 4 kafbáta og nokkra smærri skotbáta. Úr Vínarborg er verið að reka Gyðinga og Tékka hópum sam- an. Er svo sagt í Zurich, að verið sé að rýma til með þessu fyrir þýzku stjórnina, en það sé í ráði að flytja hana frá Berlín til Vínarborgar vegna flug- árása brezka hersins á höfuð- borgina. * * * Tillaga var samþykt á brezka þinginu 28 marz um að veita bandarískum borgurum í Bret- landi og bankarískum ferða- mönnum brezk þegnréttindi meðan þeir dvelja á Englandi. Þetta firrir Bandaríkjamenn mörgum vanda, sem aðrir út- lendir ferðamenn verða að horfast í augu við. * * * Rauði krossinn í Canada sendi nýlega vistir til Grikk- lands, eu metnar voru að verði til $25,000. * * * Á fundi í Roblin, Man., s. 1. viku tapaði S. E. Rogers út- nefningu. Hann var leiðtogi Social Credit flokksins til að byrja með og riúverandi þing- maður. Sá er sækir nú er W. J. Westman, er um mörg ár hefir verið þingmaður; keppi- nautarnir við útnefninguna höfðu báðir gott orð að segja um Bracken-stjórnina. Rogers er ekki talinn líklegur að fást meira við stjórnmál. * * * Oddur Ólafsson núverandi þingmaður fyrir Rupertsland kjördæmi, sækir ekki í þessum kosningum um þingmensku. í stað hans hefir verið valinn D. R. Hamilton, hann er liberal- progressive og vinur samvinnu- stjórnarinnar og verður likleg- ast einn um totann þar nyrðra. Kjördæmi þetta ætti að leggja niður sem slíkt og sameina öðrum; það er ekki nógu mapn- margt til að vera kjördæmi. Þar eru aðeins námaverka- menn, sem félögum eru háðir, sem námaiðnað reka, sem styrktur er af stjórninni á ýms- an hátt. Að greiða þar at- kvæði öðruvísi en með fylkis- stjórninni, þýddi atvinnutap. * * * Páfinn er sagt að muni út- varpa á páskadaginn nýjum tillögum um frið. Hversu vel sem páfinn meinar, eru litlar líkur til að hann geti fyrir hönd öxulþjóðanna boðið neinn rétt- látan frið. Án réttláts friðar er til lítils um hann að tala. * * * Rússar og Júgóslafar gera vináttusamning með sér um leið og Þjóðverjar ráðast á Júgóslavíu. Rússar hættu að selja Þjóðverjum olíu, daginn sem nazistar óðu inn í Búlgaríu. Þeir vita ósköp vel hvað fyrir Þjóðverjum vakir. Þessi strekk- ingur þeirra austur, er með það í huga gerður, að komast yfir Dardanella sundin og ná olíu- lindunum í íran, sem Rússar hafa átt svo greiðan aðgang að og Tyrkir. Það má vera tals- vert í boði, ef Hitler tekur það fyrir þessar olíulindir. En Rússar eru hræddir, sem þeim er ekki láandi. Það er nú kom- ið svo, að samningurinn, sem Rússar gerðu við Hitler 1939, er að hafa alt annað en skemti- legar afleiðingar í för með sér fyrir Rússa. Það var eitthvað verið að hrósa Rússum þá fyrir framsýni og að hafa leikið á Breta og Frakka. Að fyrir þeirri framsýni hafi mikið far- ið, reyna þeir eflaust bráðum. Með tvær sterkustu flotaþjóðir á móti sér, Bretland og Banda- ríkin, verður ríki Hitlers aldrei feitt af aðflutningum. Og hvert skyldu nazistar þá leita, nema til Suður-Rússlands. Stríðið er byrjað í Austur- Evrópu. Það er hættulegt Bretum, því er ekki að neita. En það er fyrst í stað hættu- legra Tyrkjum og Rússum. ÚTVARPSERINDI Áminst kvöld verða útvarps- erindi flutt af G. S. Thorvald- son í þessari og næstu viku yfir CJRC: 10. apríl, kl. 10.55 til 11.00 að morgni (Miss Hilda Hesson tal- ar fyrir hönd G. S. Th. í þetta sinn og allra úr sama flokki). 15. apríl, kl. 6.05 til 6.10 e.h. 17. apríl, kl. 9.45 til 9.50 e.h. 19. apríl, kl. 10.15 til 10.25 e.h. UM FLUGHRAÐA Stærstu flugför heimsins eru nú framleidd í Bandaríkjunum. 1 köldum skildingum hefir ver- ið lagt úr fyrir að smíða Doug- las B-19 sprengjuflugfarið þrjár miljónir. dala. Hafa þessi miklu skip verið kölluð “verndari vesturálfunnar.” Á nú hvað af hverju að reyna flugfarið. Það vegur 70 tonn, getur flutt 125 hermenn og lítur út fyrir að vera að stærð á borð við “Queen Mary” á þurru landi. Svo koma önnur flugför, Bell Aircobra svo nefnd, er met hafa sett í hraða; þau hafa farið eða “dýpt” sér 620 mílur á klukku- stund. Yfir þessu öllu hrista menn höfuðin af undrun. Þeir spyrja: “Hvað tekur næst við?” Það er daglega talað um 500, 600 og jafnvel 1000 mílna hraða á klukkustund . . . flug um- hverfis jörðina . . . ferð til tunglsins eða marz. Fyrir 20 ár- um var 100 mílna hraði skoð- aður stórfenglegur, ef ekki hræðilegur, jafnvel fyrir flug- för. Nú fara flugför fjórum sinnum hraðara en þetta.Ef svo heldur áfram mætti búast við 800 mílna hraða á næstu 20 ár- um. Maðurinn á götunni bros- ir í kamp og bíður eftir að sjá raunina verða þessa. Hvi ekki? Það er heldur ekki langt síð- an, að sérfræðingar í flugvéla- smíði kímdu sjálfir og spurðu “Hvíekki?” En nú hrista þess- ir sérfræðingar höfuðið. “Við erum ekki komnir brautina á enda ennþá, en við eygjum hana.” Eftir 30 ára stöðugar fram- farir í flughraða, horfast nú vísindamennirnir í augu við þann sannleika, að komið sé að takmörkum flughraðans. Qg þó eru ekki nema fáeinir mán- uðir síðan, að menn komust að þessari niðurstöðu. Rannsókn- irnar hafa bandarískir vísinda- menn haft með höndum. Það er ekki þar með sagt, að nýir sigrar í flugi geti ekki beðið vísindanna. En með þeim að- ferðum og lögmálum sem nú eru þekt, virðast takmörkin ekki langt framundan. Helztu lögmálin, sem að flugi lúta, og sem fylgt er enn, mega heita hin sömu og Leondaro da Vinci hugkvæmdust fyrir daga Kolumbusar. Og síðustu 20 árin hefir framförin eingöngu verið fólgin í umbótum, en ekki í því að nýir vegir hafi verið fundnir til loftferða. Að sigra þyngdina með nögu stórum vængjum og nógu mikl- um hraða, virðist nú ef til vill einfalt. En þegar til hins kem- ur, að flytja afarmikinn þunga, verður að auka hraðan og meira að segja byggja miklu stærri lendingar-staði en nú eru, til þess að flugförin geti tekið flugið. Það eru ekki sízt vandræðin, sem því fylgja, að hafa þung og stór flugskip, að um leið gerist svo miklu erfið- ara að lenda þeim og að taka flugið með þeim. En hraðinn hefir nú samt sem áður ávalt verið að auk- ast. Fyrst 100 mílur á klukku- stund, þá 200, 300, 350, 400 og 450, sem vissulega má alt furðulegt heita. En þetta hefir alt kostað nokkuð. Aukinn hraði hefir haft mikinn aukinn kostnað í för með sér. Flugfarið sem Lindbergh flaug einn fyrst- ur manan á yfir Atlanshafið, hafði 100 mílna hraða á klst., en til þess þurfti 40 hestafla vél. Flugskip það var nefnt “The Spirit of St. Louis.” En til þess nú að auka hraða þess flugskips um helming, hefði þurft með 325 hestöfl eða til að auka hraðan fjórfalt 2600 hest- öfl. En þeim aukna krafti, fylgir svo mikið meiri þungi. Samt mætti það í sjálfu sér gott heita, ef annað kæmi ekki til sögunnar. Vængina og kraft- inn mætti auka, ef hraðinn eða þyngd vélanna ekki takmark- aði það. Það er orðin sannfæring manna og reynsla, að núver- andi flugförum geti ekki verið ætlaður mikið meiri hraði, en sá, sem nú þegar er náð. Það eru ýmsir, sem halda fram að flughraði loftfara, ætti að geta náð hraða hljóðsins, um 760 mílum á klukkustund. Þetta má vel vera að einhverntíma reynist svo. Sem stendur, fer að verða óvissa ýms flughrað- anum samfara, þegar yfir 400 mílur kemur. Það er vísinda- lega sannað og er það nýjasta, sem að hefir verið komist, á- hrærandi flughraða. Eins lengi og hraðinn fer ekki yfir 400 mílur, er engin breyting á loft- bylgjunum, þó flugfarið kljúfi þær. Loftfarið fer í gegnum þær, sem stöðugan láréttan straum, sem það klýfur og út af því ber ekki. Þetta virðist eðli- legt. En þegar hraðinn fer fram úr 400 mílum, virðist loft- ið þynnast fyrir framan flug- farið, loftagnirnar verða kraft- minni og loftstraumurinn, sem klofinn er, verður ekki framar láréttur, heldur sem iða, sem óvíst er um hvert sogast, eða hvert bera loftfarið. Þarna virðist því hraðinn kominn að takmörkunum, lögmálið, sem loftið lýtur, sýnist við þennan hraða enda. Þá fer að koma babb í bátinn, og stjórnendur flugfarsins vita ekkert hvað gera skal. öll kunn vísindi standa þarna ráðalaus og vita ekkert, sem á nokkru lögmáli, sem þeir þekkja, hvílir, sem úr þessu geti bætt. Þeir segja auðvitað ekkert um það, að ekki getið verið fundin leið til að yfirstíga þetta með ein- hverjum nýjum uppgötvunum, Frh. á 5. bls. HVÖT Tileinkað Karlakór íslendinga í Winnipeg. Hvestu stormsveit, anda vorra áa út í mollu-þoku-loftið gráa, upp í hásöng hef þú forna dáð; feyktu burtu ryki lágra leiða lyftu jarðar-sál í bláman heiða að þín saga lifi frægðum fágð. Búðu skjöld þinn hljóma-gulli glæstu. Graminn höndum sigurvaldsins læstu hjálmgerð þín sé Norðra-rúnum rist; klædd í brynju skreytta skírum málmi skjóttu beint til marks af þöndum álmi. Ættar vorrar er það gömul list. Þá mun Vestri hátt á lofti lita lands þíns fánann: bláa, rauða’ og hvíta blaktandi; — í bliki sólar frjáls. Þó skal af þér ennþá meira krafið: að þú leggir Bifröst yfir hafið milli frænda, til hins yzta áls. Jón Jónatansson ■■■■■Karlakórinn syngur í sönghöll Winnipegborgar 16. apríl

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.