Heimskringla - 09.04.1941, Side 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 9. APRÍL 1941
^Tcimskrtttgla
(StofnvO 1188)
Kemwr út A hverjum miOvikudegi.
Elgendur:
THE VIE3NG PRESS LTD.
183 00 »55 Sargent Avenue, Winnipet
Talsímis 88 537
VerO blaSslns er $3.00 árgangurlnn borglst
ryrirfram. Allar borganlr sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
OU vlSskifta bréf blaSlnu aðlútandl sendlat:
Manager J. B. SKAPTASON.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift tU ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Helmskxlngla” is publlshed
and prlnted by
THE VIKINO PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 637
WINNIPEG, 9. APRÍL 1941
AÐ ÞEKKJA SJÁLFAN SIG
Rœða eftir séra Guðm. Árnason
Það er sagt, að yfir musteristdyrunum
í borginni Delfí, sem var mikill helgi-
staður á Grikklandi til forna, hafi staðið
orðin, “Þektu sjálfan þig”. . . Þessi orð
mega vel vera inngangsorð að þeim hug-
leiðingum, sem eg vildi bera fram hér í
dag.
Eg hefi nýlega lokið við lestur nýút-
kominnar íslenzkrar skáldsögu, sem mun
verða talin með merkari skáldsögum
eftir íslenzka höfunda um langan tíma.
Þessari sögu hefir verið valið hið ein-
kennilega nafn: “Sólon Islandus,” eða
hinn íslenzki Sólon. Eins og flestum
mun vera kunnugt, var Sólon grískur
spekingur og löggjafi, sem var uppi á
sjöttu öld f. K. En sagan er um alkunn-
an flæking og óknyttamann íslenzkan,
sem var uppi á síðustu öld,*og sem nefndi
sjálfan sig Sólon Islands og nöfnum
margra annara heimskunnra spekinga
og listamanna.
Höfundur sögunnar, skáldið Davíð
Stefánsson, hefir gert þennan mann að
aðal-söguhetjunni í langri skáldsögu. —
Sagan er æfisaga þessa flækings og ó-
gæfumanns færð í skáldlegan búning.
Aðalatriðin í henni eru sögulega sannir
viðburðir, eins og höfundurinn sjálfur
segir. Eins og vænta mátti frá öðrum
eins ljóðsnillingi og Davíð skáld Stefáns-
son er, er sagan yfirleitt með afbrigðum
vel rituð. Lýsingarnar í henni bregða
upp fyrir manni ógleymanlegum mynd-
um af náttúrunni og fólkinu. Hinn sár-
snauði kotalýður, sem barðist fyrir lífs-
tilveru sinni við “hið yzta haf” og stór-
bændur og embættismenn standa manni
lifandi fyrir hugarsjónum, að lestrinum
loknum; og hið hyldjúpa auðnuleysi
förumannanna, þessa einkennilega
mannflokks meðal íslenzku þjóðarinnar
fram á okkar daga, sem nú lifum, blasir
við manni í öllum sinum ömurleik og í
hlægilega öfgakendum mótsetningum
við hið heilbrigða og venjubundna al-
þýðulíf.
Það er ekki tilgangur minn að segja
hér frá efni sögunnar, eða leggja nokk-
urn dóm á hana, annan en þann, sem
felst í þeim orðum, sem eg hefi nú þegar
sagt. Það er margt í henni, sem sumum,
sem lesa hana, geðjast eflaust ekki vel
að; hún segir frá mörgu ljótu og ógeðs-
legu; maður hryggist oftar en gleðst af
frásögninni. En frá þessu öllu er sagt
með svo mikilli orðgnótt og oft svo fag-
urlega, að engum, sem byrjar að lesa
hana, mun koma til hugar að hætta við
lesturinn fyr en sagan er á enda.
Það, sem eg vildi gera hér að umtals-
efni, er eðli mannsins, sem sagan er um.
Flestir þeir, sem fæðst hafa á Islandi
á síðastliðnum sextíu eða sjötíu árum,
munu kannast við nafn Sölva Helgason-
ar. Hann fæddist árið 1820 og dó árið
1896. Margir núlifandi menn muna eftir
honum. Hann var alla sína æfi flakkari,
sem vann aldrei neitt að staðaldri, og var
að ýmsu leyti talsverður misyndismaður
og illa þokkaður hvar sem hann fór. Fólk
hafði yfirleitt andstygð á honum hæddi
hann og storkaði honum; en hann endur-
galt það með svæsnasta níði og illyrðum
um einstaka menn og heil bygðarlög.
Hann hafði svo takmarkalaust sjálfsálit,
að það var hreinasta stórmensku-brjál-
æði, og hann var svo ósannorður, að
engum ,sem þekti hann, datt í hug að
trúa einu hans orði. En á bak við þetta
brjálæðiskenda framferði, sem gerði
hann öllum hvimleiðan, voru eflaust
miklar gáfur og listfengi á háu stigi.
En hvers vegna varð þessi maður
mannfélags-úrþvætti og ræfill, sem fáir
vildu hafa nokkuð saman við að sælda,
eða jafnvel skjóta skjólhúsi yfir, þegar
hann kom þreyttur og hungraður til
bygða af sínum löngu göngum um heið-
ar og öræfi, þrátt fyrir það þótt íslenzka
þjóðin hafi jafnan verið allra þjóða gest-
risnust? Var það upplagi mannsins
sjálfs að kenna, eða voru það áhrifin í
æsku og aðstæðurnar, sem gerðu hann
að vandræðamanni og afhraki?
Það mætti eflaust mikið um það segja
frá sálfræðilegu sjónarmiði, hvort meiru
hefði ráðið um örlög hans, upplagið eða
uppeldið. Föður hans er lýst þannig í
sögunni, að hann hafi verið gáfumaður
en ónytjungur, sem stöðugt vorkendi
sjálfum sér og kendi öðrum um það, sem
var honum sjálfum að kenna. Hann dó,
þegar drengurinn var ungur, en ekki þó
svo ungur, að hann væri ekki búinn að
verða fyrir miklum og varanlegum áhrif-
um frá honum. Móðir drengsins unni
honum hugástum, en seinni maður henn-
ar og stjúpfaðir drengsins var hrotta-
menni, sem beitti hann ósveigjanlegri
hörku og kveikti í sál barnsins óslökkv-
andi hatur. Slíkt uppeldi var eflaust
ekki mjög óalgengt á þeim dögum, en
það var það versta uppeldi, sem barn
með hans upplagi gat fengið. Það virð-
ist sem að öll líkamleg áreynsla hafi frá
byrjun verið honum hið mesta kvalræði,
en hann var stöðugt rekinn áfram til að
vinna, eins og algengt var með börn og
unglinga á þeim tímum. Mjög snemma
hafði hann vel þroskað ímyndunarafl.
Alt, sem var hrikalegt og stórkostlegt
heillaði hug hans. Hann stóð tímunum
saman frammi á sjávarhömrum og horfði
á brimið, sem skall á klettunum með því
heljarafli að jörðin nötraði undir fótum
hans; ímyndun hans fór hamförum og
skapaði sér alls konar kynjamyndir, sem
voru fjarri öllum veruleika. Hann dró
myndir í sand og leir og á snjóinn með
stafspriki, og á hvert blað, sem hann gat
hendur á fest. En möguleikarnir til þess
að þroska listgáfuna eða læra nokkuð í
þá átt voru engir. Eina tækifærið, sem
honum hefði ef til vill boðist í þá átt,
eyðilagði hann með heimskulegu fram-
ferði. Hann vildi alt læra og las allar
bækur, sem hann náði í, en hann lærði
ekkert til hlítar, til þess skorti hann alt
stöðuglyndi. Hann hélt sig vera gáfaðri
og vitrari en alla aðra, og gort hans af
sjálfum sér, lærdómi sínum og afreks-
verkum varð svo hlægilegt og öfgarnar
svo stórkostlegar, að allir þreyttust á
að hlusta á hann. Álitið, sem að minsta
kosti sumir höfðu á hæfileikum hans,
beinlínis druknaði í því flóði andúðar og
lítilsvirðingar sem valt yfir hann hvar
sem hann fór, þegar fólk fór að þekkja
hann.
Mundi nokkuð hafa orðið úr slíkum
manni, þó að æskuáhrifin og aðstæðurn-
ar hefðu verið aðrar og betri en þær
voru, eða mundu skapbrestirnir hafa
eyðilagt lif hans, hvernig sem hin ytri
kjör þess hefðu verið? Þessari spurn-
ingu verður eðlilega ekki svarað með
neinni vissu. Þessi ógæfusami maður,
sem maður getur ekki annað en haft
mikla samúð með, og þó um leið and-
stygð á, er ráðgáta, eðli hans er lítt skilj-
anlegt, hann er einn af þeim fáu, sem
eru svo ólíkir öðrum, svo sérstæðir, að
yfirburð'ir þeirra megna að hefja þá á
hæsta tind frægðar og aðdáunar, eða þá
að gallarnir draga þá algerlega niður í
sorpið, sem þeir fá aldrei risið upp úr.
Hann hafði bæði yfirburðina og gallana,
en gallarnir urðu langt um yfirsterkari
hjá honum. Hvort þeir hefðu orðið það,
ef hann frá byrjun hefði lifað við þau
kjör, sem hefðu verið samboðnari því
betra og nýtilegra í eðlisfari hans, er
gáta, sem aldrei verður leyst úr. Við
vitum aðeins um það, sem var, ekki um
það, sem hefði getað orðið undir öðrum
skilyrðum.
Við tölum oft um þjóðarkosti og þjóð-
arlesti. Nú er engin þjóð neitt annað
en einstaklingar þeir, sem hún saman-
stendur af, hvort sem þeir eru margar
miljónir eða aðeins rúmar hundrað þús-
undir, eins og hin íslenzka þjóð. Þjóðar-
kostirnir eru þeir kostir, sem mikill f jöldi
einstaklinga með þjóðinni hefir í ríkum
mæli, og þjóðarlestirnir eru á sama hátt
áberandi lestir í fari margra einstaklinga
hennar. Einn þjóðarlöstur okkar er ein-
mitt sá hinn sami, sem átti svo mikinn
þátt í að gera Sölva Helgason að ræfli
og ómenni — það er sjálfsálitið, hinn
barnalegi stórmensku-hugur, sem kann
sér ekkert hóf og verður að sjálfhælni,
sem er bæði ill og brosleg. 1 fáeinum
einstaklingum verður þetta að mikil-
mensku-æði, endalausu, heimskulegu
raupi af ímynduðum yfirburðum og af-
rekum, sem þegar það er skoðað í réttu
ljósi, eru ekkert annað en mjög hvers-
dagslegir og venjulegir atburðir. Við höf-
um öll þekt einhverja slíka einstaklinga,
menn, sem hafa séð eins og í gegnum
stækkunargler alt, sem þeir hafa sjálfir
gert, og þeim hefir fundist það alt meira
og merkilegra en það, sem flestir eða
allir aðrir menn hefðu getað gert í þeirra
sporum. Við höfum oft hent gaman að
slíku raupi og fundist það bera vott um
einfeldni. En það er langt frá því að
allir, sem hafa sterka tilhneigingu til
slíks stærilætis, séu heimskir menn,
sumir þeirra hafa mikla hæfileika, sem
sýnir sig í því, að þeir eru oft dugandi
menn á ýmsum sviðum og hyggnir. En
þá skortir jafnvægið, þeir hafa enga
dómgreind, þegar til þess kemur að
leggja rétt mat á sjálfa sig og sín verk.
Þetta er sú tégund af sjálfselsku, sem fer
eins að og maður, sem reynir að lyfta
sér frá jorðinni með því að toga í skó-
þvengi sína, og sér ekki, að það er ó-
mögulegt að lyfta sér um einn þumlung
með því.
En það er ekki aðeins hjá þeim, sem
eru óvenjulega upp með sér, sem þessi
löstur kemur í Ijós, hann er almennur,
miklu almennari en við venjulega gerum
okkur grein fyrir, og hann birtist í ýms-
um myndum. Við höfum allir sterka til-
hneigingu til þess að vera taldir jafnokar
annara, sem unt er að bera okkur saman
við. Út á það er alls ekkert að setja.
Metnaður, sé hann í hófi, getur verið
gagnlegur og hvatt menn til dáða oft og
tíðum. Það er heilbrigt að bera sig
saman við aðra í því skyni að reyna að
vera þeim jafnsnjall, ef það er unt. En
það er mikill munur á því og hinu, að
láta sér finnast, að maður sé öðrum
meiri, án þess að hafa nokkra ástæðu til
þess. Eitt hið hégómlegasta stærilæti,
sem hefir loðað við okkur íslendinga og
loðir við okkur enn hér í landi, þó að
það sé nokkuð farið að minka, er ættar-
drambið, þessi sífelda löngun til þ«ss að
telja sig í ætt við einhverja merka menn.
Vitanlega stendur það ekki á sama út af
hverjum maður er kominn, en það er
hreinasta hugsunarvilla, að halda, að
allir þeir, sem hafa orðið nafnkendir fyrir
eitthvað, séu einu mennirnir, sem hafi
haft nokkra verulega verðleika til að
bera. Hjá jafn fámennri þjóð og við ís-
lendingar erum og jafn skyldri innbyrðis
getur mismunurinn ekki verið svo tiltak-
anlega mikill milli ætta; og oft hefir ein-
tóm tilviljun og ekkert annað, ráðið því,
hvaða menn þeir voru, sem komust í
heldri stöður eða urðu efnaðri en al-
menningur. Það er þess vegna sára lítið
byggjandi á þessum ættfærslum. Það
er þó ekki þar með sagt, að ættfræðin
sé ómerkileg eða gagnslaus fræðigrein.
1 sjálfu sér er það fróðlegt að vita hverjir
voru ættfeður manns. En að halda, að
maður sé að sjálfsögðu meiri maður
vegna þess að maður getur rakið ætt
sína til einhvers manns, sem fyrir nokkr-
um hundruðum ára þótti mikill maður,
er hreinasti hégómi.
Lík ættardrambinu er sú mikilmensku
hneigð, að láta sér finnast, að það stafi
á mann einhver ljómi af því að hafa um-
gengist einhver mikilmenni. Og hversu
oft heyrir maður þó ekki fólk telja sér
það til gildis. Viðkynningin við fólk,
hvar sem maður er, fer eftir ýmsum at-
vikum. Það er auðvitað bæði gagnlegt
og skemtilegt að kynnast miklum mönn-
um, hverjir sem þeir eru. En það er
lægsta tegund af sjálfhælni og hégóma-
dýrð að vera ávalt að flíka því að maður
hafi einhvern tíma og einhvers staðar
kynst slíkum mönnum. Og alt óþarft
dekur við menn, sem eru í miklu áliti og
sem maður hittir fyrir og kynnist, er
blátt áfram til óvirðingar og ber vott um
mjög lítilsigldan hugsunarhátt. Rétta
aðferðin er að umgangast slíka menn
hispurslaust og virðulega, og að minnast
þeirra mikilmenna, sem maður hefir ef
til vill einhvern tíma kynst, með virð-
ingu og hæfilegri aðdáun eins og þeir
eiga skilið, án þess að gefa í skyn, að
maður telji sjálfan sig á nokkurn hátt
meiri mann, þótt maður hafi notið við-
kynningab þeirra og vináttu.
•
Ennþá skaðlegri en svona sjálfhælni,
sem flestir sjá fljótt í gegnum og virða
lítils, er sú sjálfhælni, sem birtist í því,
að reyna að upphefja sjálfan sig á kostn-
að annara, með því, að veita þeim ekki
þá viðurkenningu, sem þeir eiga skilið.
Eg hefi þekt menn, sem aldrei hafa getað
litið réttu auga nokkurn mann,
sem komið hefir getað til mála
að væri skoðaður sem keppi-
nautur þeirra um nokkurn
heiður; þeir hafa ekki einu
sinni viljað viðurkenna það,
sem ómögulegt hefir verið að
ganga fram hjá með nokkurri
sanngirni. Þeim hefir fundist,
að öll slík viðurkenning kastaði
einhverri rýrð á þá sjálfa. Þessi
tegund stærilætis er mönnum,
sem hafa hana, oft alveg óafvit-
andi, þeim finst sjálfum, að þeir
séu sanngjarnir í dómum sín-
um, en þeir eru það ekki. Undir
niðri, og óafvitandi, eins og eg
hefi sagt, ganga þeir með þá
tilfinningu, að það að hrósa
öðrum sé sama og að niður-
lægja sjálfan sig.
Þá má nefna flokksdrambið,
sem er svo algengt, hver mað-
ur, sem sameinast einhverjum
flokki, finnur eðlilega til þess,
að hann er hluti af flokknum.
Yfirburðir flokksins, sem hann
heyrir til, ef einhverjir eru,
kasta einhverjum ljóma á hann
sem einstakling. Hann telur
sér trú um að sinn flokkur sé
betri en allir aðrir flokkar og
að það sé sómi fyrir sig að
heyra honum til. 1 því getur
vitanlega verið mikill sann-
leikur. Engum dettur í hug að
halda því fram, að allir flokkar,
í hvaða máli sem er, séu jafn
góðir eða hafi jafn rétt fyrir
sér. En flokksdrambið er jafn
rangt og hégómlegt fyrir því.
Það eru stefnurnar, sem eru
annaðhvort réttar eða rangar.
Þó að við séum algerlega sann-
færð um að stefna einhvers
flokks sé röng eða jafnvel skað-
leg, gefur það okkur engan rétt
til þess að hafa fyrirlitningu á
fólkinu, sem stefnunni fylgir
eða fyllir flokkinn, sem um
hana hefir myndast. Við höf-
um aðeins rétt til þess að tala
og yinna á móti henni. Það er
ekkert nema ódrengskapur að
reyna á allan hátt að gera lítið
úr mönnum, sem fylgja ein-
hverjum stefnum, sem okkur
geðjast ekki að, þó að það sé
oft gert. Og hégómlegast og
heimskulegast verður þetta
flokksdramb, þegar það birtist
í væmnasta hóli um einhverja
einstaklinga, aðeins vegna þess
að þeir fylla einhvern flokk.
Þess konar hól er oftast að
finna í blöðum, sem setja
flokksfylgið ofar öllu öðru. —
Mikið af smásálarskap blað-
anna í þeirra smávægilegu
flokksdeilum er sprottið af
flokksdrambi og blindu fylgi
við menn og stofnanir, sem þau
vilja koma sér vel við.
Það mætti mikið meira um
þetta segja, en til þess er ekki
tími hér, enda gerist þess ekki
þörf. Það er nóg, að við veitum
því eftirtekt að á meðal þjóðar
vorrar er alt of mikið skrum
og stærilæti, löngun til þess að
sýnast og láta mikið á sér bera.
Eg er ekki viss um nema að
það sé einn af okkar lökustu,
að minsta kosti hvimleiðustu
þjóðarlöstum. Auðvitað má
maður ekki blanda réttmætri
og eðlilegri framgirni eða hóf-
legum metnaði, sem sprottinn
er af næmri tilfinningu fyrir
sæmd og heiðri, saman við
þetta. Það er t. d. ekkert
stærilæti að einhver reyni að
gera sem mest hann getur úr
hæfileikum sínum, hverjir sem
þeir eru, eða sækist eftir þeirri
viðurkeningu, sem hann á skil-
ið að fá í skynsamlegum sam-
anburði við aðra.
Eg minnist samtals, sem eg
átti fyrir nokkrum árum við
nokkra menn, sem voru saman
komnir á heimili eins vinar
okkar, einmitt um þetta. Okkur
kom saman um að það væri
mikið af skrumi og stærilæti í
fari okkar íslendinga. Einn
þeirra, sem þar voru staddir,
hélt því fram, að þetta stafaði
af vanmáttar^tilfinningu, þeir
sem væru sérstaklega stærilát-
ir fyndu til þess, að þeir væru
minni menn en aðrir og reyndu
að vega upp á móti þessari van-
máttarkend með því að látast
vera meiri en þeir í raun og
veru væru. Þessi útskýring
getur átt við suma, en hún á
alls ekki við alla. Yfirlætið og
drambið er sízt minna hjá
þeim, sem hafa mikla hæfileika
og eru í miklum metum, þó að
það sé ef til vill ábærilegast
hjá sumum lítilsigldum mönn-
um, sem njóta ekki þess álits og
þeirrar virðingar, sem þeir'þrá.
Morgum kann að finnast, að
þetta skifti ekki miklu máli,
yfirlætið og skrumið sé ofur
meinlaust, allir sjái í gegnum
það og lítilsvirði það. En þetta
er ekki rétt. Skrumið hefir
blekt marga, og það hefir eyði
lagt suma menn. Það má ef til
vill með sanni segja, að hjá ein-
staklingnum sé það ekki mjög
skaðlegur löstur, ef afleiðingar
þess bitna ekki á neinum nema
honum sjálfum. En við sjáum
nú dæmi þess, hvernig óstjórn-
legt stærilæti og mikilmensku-
brjálæði getur gripið stóra
flokka manna, jáfnvel heilar
þjóðir, og hversu óendanlega
mikið ílt það getur haft í för
með sér. Það er máske of mik-
ið sagt, að það sé aðalorsökin
að ófriðnum, sem nú stendur
yfir, en það er enginn vafi á
því, að það er ein af orsökum
hans. Evrópa logaði ef til vill
ekki í ófriði nú, ef ekki hefði
verið æst upp í sumum þjóðum
þar þetta stórmensku-æði nú
um nokkur ár. Þessi tilfinning
getur hæglega orðið svo sterk
bæði í einstaklingum og þjóð-
um að hún leiði þær út í hættu-
legustu öfgar. Að vísu má
segja, að á því sé ekki mikil
hætta hjá smárri og vanmátt-
ugri þjóð, en það getur fyr
valdið tjóni en að það steypi
svo að segja öllum heiminum í
blóðugan ófrið.
Ein helzta dygð mannanna,
samkvæmt kristnum siðakenn-
ingum, er lítillætið. Þetta orð
hefir verið misskilið af mörg-
um, menn hafa oft skilið það
svo, að lítillæti þýddi það, að
vera síauðmjúkur og beygja
sig fyrir hverri mótspyrnu,
gera yfir höfuð sem minst úr
sjálfum sér. En lítillæti er
ekki falið í neinni slíkri veikl-
un viljans eða þrekleysi, held-
ur þýðir það, að hreykja sér
ekki upp, vera ekki drambs-
fullur, að unna öðrum verðugs
hróss á móti sjálfum sér og að
sýna öðrum þá velvild, sem er
sprottin af því að maður metur
manngildi þeirra, 4ivort sem
þeir eru háir eða lágir, auðugir
eða fátækir. Hin rétta tegund
af lítillæti er ef til vill mest í
því falin að leggja rétt mat á
sjálfan sig, og þá líka á aðra
menn, eða með orðum þeim,
sem stóðu yfir dyrum hins
forna helgidóms, að þekkja
sjálfan sig. í því er mikil
vizka. En hún á ekkert skylt
við vanmáttarkenda auðmýkt
og þá tilfinningu, að maður
hafi litla eða enga verðleika,
hún getur verið samfara rétt-
um metnaði og vilja til þess að
nota alla hæfileika í það
ítrasta.
Sagan, sem eg gat um í byrj-
un þessa máls, er harmsaga.
Hún skýrir frá hvernig góðir
hæfileikar fara forgörðum og
eyðileggjast. Sú saga hefir
margendurtekist með hinni ís-
lenzku þjóð. Stundum hafa
það eflaust verið utanaðkom-
andi öfl og áhrif, sem einstakl-
ingarnir hafa ekki ráðið við,
sem hafa valdið því, en oftar
hafa það líklega verið skap-
brestir þeirra sjálfra. Það
tekst ekki öllum vel að ávaxta
sitt pund. Og þó hefir hver
einasti maður, sem gæddur er
heilbrigðum likams- og sálar-
kröftum, eitthvað til að ávaxta.
Hæfileikarnir, sem hann er
gæddur, hvort sem þeir eru lik-
amleg hreysti og starfsþrek
eða þeir eru andlegir eru Guðs
gjafir til hans. Hann má hvorki
grafa þá í jörðu né eyða þeim