Heimskringla - 09.04.1941, Side 7

Heimskringla - 09.04.1941, Side 7
WINNIPEG, 9. APRIL 1941 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA DÁN ARFREGN Mrs. Arnfríður Thordarson, andaðist að heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Lindorf í Selkirk, Man., þann 25. marz, eftir 6 mánaða legu. Hún var fædd 14. júní 1865, voru foreldrar hennar Magnús Þorgeirsson og Anna Jdnsdóttir á Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd í Gullbringusýslu. Móð- ur sína misti hún 8 ára gömul, en fluttist þá með föður sínum og systkinum að Innri-Njarð- vík, og ólst þar upp, unz hún giftist Þórði Tómasi Thórðar- syni frá Stapakoti. Bjuggu þau að Tjarnarkoti í sömu sveit, unz þau fluttu til Canada árið 1900 og settust að á Gimli, en þar misti hún mann sinn eftir IV2 árs dvöl. Þau eignuðust 1 son, Theodór að nafni, er hann búsettur í Selkirk, kvæntur Sigríði Steinunni Hoffmann, eiga þau einkar mannvænleg börn, hafa elztu dætur þeirra gengið mentaleið, önnur hjúkr- unarkona, hin kennari. Eftir lát manns síns vann Arnfríður um 1 árs bil fyrir sér og drengnum sínum í Winni- peg. Eftir það fór hún til Þor- bergs Fjeldsted, dvöldu þau í Selkirk á annað ár, en fluttust svo til Mikleyjar, og þar var Þorbergur vitavörður í 16 ár. Eftir að hann lét af því starfi, fluttu þau til Selkirk og þar andaðist hann fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust 2 dætur: Önnu Magneu, sem gift er dönskum manni, Sigvald (Dan) Lindorf, og Helgu Arnbjörgu, er andaðist 1921, þá 16 ára að aldri. Tvær systur hinnar látnu eru á lífi: Margrét, hálfsystir hennar, á Betel, og Ingiríður, alsystir, gift Páli (Guðmunds- syni) Goodman, búsett í Sel- kirk. Arnfríður var kona einkar vönduð, vinföst og trygg, hjart- fólgin þeim er henni kyntust, hugljúf og vildi í hvívetna láta gott af sér leiða, er hennar saknað af mörgum skyldum og vandalausum. Hún var starfs- kona mikil, og fann í iðju og önnum dagsins sælu og sefjun harma. Auk barna hennar og tengdabarna og systra syrgja hana 9 mannvænleg barnabörn og stór hópur frændaliðs og vina. Útförin fór fram frá heimili dóttur hennar og kirkju Selkirk safnaðar, laugard. 29. marz að mörgu fólki viðstöddu. Sóknarprestur flutti kveðjuorð. Sigurður ólafsson AMBÁTTIRNAR “FENJA OG MENJA” Ef til vill hafa ekki margir tekið eftir því að í sumum Eddukvæðum er gert ráð fyrir almættisorði, og er það í undraverðu samræmi við nú- tíma sálvísindi. Svo er hermt að “Óðin” ætti son er Skjöldur hét og var kóngur á Goðlandi. Hann átti son er Friðleifur hét og varð kóngur og enn átti hann son er Fróði hét og vér lesum kvæðið “gróttasöngur” sem ambáttirnar (“Fenja og Menja”) syngja um leið og þær slöngva snúðga steini (kvern- inni). Já, það er eins og vér heyrum og finnum ásökunar hreim í hljóðfallinu, þar er þær tala um að Fróði konungur hafi kosið að afli og álitum en ekki spurt um ætterni er hann keypti ambáttir af risa ættum, en þessi gersemi sem hvernin “grótta”. var er mál það er sá mælti fyrir sem henni sneri, svo sem kvæðið segir, gat þó orðið eigandanum til tjóns og virðist sem ónærgætni við hin- ar sterku ambáttir hafi að ein- hverju leyti ollað því að svo varð. Getum vér ekki með nokkrum sanni sagt að nútíma Fróði maður vorrar jarðstjörnu Kanpið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu hafi í þjónustu sinni ambáttir af risa ættum? Svo sem t. d. aflfræði, efnafræði, o. fl. Vér sem nú erum á jarðlífs braut- inni, ættum að geta numið margskonar fróðleik af Eddu kvæðum, þvi að einmitt þar er undirstaðan að móðurmáli voru, íslenzkunni. M. I. KOSNINGAÞANKAR I. Nú er komið fast að þeim degi, sem kjósendum Manitoba hefir verið ákveðinn til þess að kjósa sér nýja stjórn, eða láta í Ijós endurnýjað traust sitt á þeim, sem farið hafa með völd- in síðastliðið kjörtímabil. Enn- þá hefir samt þessara fyrirhug- uðu kosninga ekki verið getið í blöðum okkar, nema eins og al- mennra frétta, sem íslenzkir kjósendur hafi ef til vill gaman að heyra um ,en kom ekki neitt við að öðru leyti. Eg hefi verið að velta því fyrir mér undanfarna daga, hvernig stað- ið geti á þessu tómlæti. Hvað er orðið um þá umbótahyggju, sem fram til hinna síðustu og verstu tíma, hefir þó lifað í brjóstum Islendinga, og vana- lega látið eitthvað til sín heyra við lík tækifæri? Eru landarn- ir nú svo harðánægðir með frammistöðu Bracken-stjórnar- innar að engin þörf sé nú fyrir frekari umbætur? Eg veit ekki hvernig aðrir líta á það mál, en frá mínu sjónarmiði hefir aldrei í stjórnmálasögu fylkis- ins, verið brýnni þörf á breyt- ingum til bóta en einmitt nú. II. Eins og kunnugt er var stofn- uð hér samsteypustjórn síðast- liðið haust. Var til hennar stofnað á þann hátt, að þing- fulltrúar flokkanna komu sér saman um breytinguna. Viku þá nokkrir Brackenmenn úr ráðuneytinu, en menn úr hin- um flokkunum tóku þar sæti. Ekki var leitað eftir samþykki almennings fyrir þessari ráða- breytni, og urðu töluverðar ýfingar innan flokkanna, mun þá hafa tekist að kæfa þær niður án þess opinber klofning- ur yrði nema í Social Credit flokknum, hann sagði skilið við þingfulltrúa sína, þá sem að samsteypunni stóðu. Samsteypu forsprakkarnir halda því fram, að þeir hafi slegið sér saman til þess að ver- ið gæti fullkomin eining og samvinna um stríðsmálin, og menn geti lagt þar fram ó- skifta krafta. Nú var það löngu yfirlýstur vilji allra flokka, að leggja ekki á neinn hátt stein í götu stjórnarinnar eða annara þeirra er að stríðs- málum vinna, þurfti því allra sízt að gera neinar sérstakar ráðstafanir um einingu í því máli er allir voru samhuga um. Þykir mér miklu trúlegra að þingmönnum hafi sýnst sæti sín tryggari og búist við að halda þeim gagnsóknarlaust, eins og auðvaldsblöðin segja að átt hefði að vera. En hvað sem þeim hefir gengið til, var þetta pólitískur sigur fyrir Bracken og yfirmenn hans, og er hann nú orðinn frægur um land alt fyrir stjórnvisku sína og ættjarðarást, er hann af mörgum talinn atkvæðamesti stjórnarformaður í Canada. Er lof það, sem á hann er hlaðið als ekki ástæðulaust, því hann hefir flesta þá kosti til að bera, sem einn pólitískan auðvalds- þjón mega mest prýða. Honum hefir hepnast að halda fyrsta boðorð lánardrotnanna og ná út úr skattgreiðendum nógu miklu fé, til þess að tekjur og gjöld fylkisins geti vegið salt á pappírnum, og honum hefir tekist að halda völdunum þó kjósendur hafi ekki viljað gefa fylgjendum hans meirihluta þingsætanna. Frá kapitalisku sjónarmiði hefir stjórnmálafer- ill hans verið hinn glæsilegasti. Hann var settur til valda þegar hin svonefnda bændahreyfing varð svo öflug hér, að hún náði meirihluta á þingi, skömmu eft- ir hina fyrri styrjöld, skömmu síðar náði hann liberalflokkn- um undir skikkjufald sinn. — Voru þá þingmennirnir nefndir progressive-liberalar, en eru nú oftar nefndir liberal-progres- sive eða aðeins Bracken-liber- alar, á það líklega að merkja það, að bændahreyfingin sé nú dauð en liberalisminn ennþá með lífsmarki, og nú er svo komið að hann hefir náð öllum þingflokkunum, nema Social Credit flokknum upp í sitt breiða auðvaldsfang, svo nú virðist ekki vera annað eftir, en að vefja þá innan í Sirois- nefndar tillögurnar og bera svo fórnarlömbin inn á altari lánar- drotnanna í einum böggli. III. En hvað hefir Bracken gert fyrir bændurna, sem settu hann til valda? Hann hefir verið á þönum fram og aftur um landið, haldið fundi og þing; stefnt saman mönnum úr öllum áttum, til að ræða og ráða fram úr vandamálum bændanna. Hefir þessi mikli áhugi og framtakssemi hans verið mikið rómuð í blöðum landsins og menn hafa sagt að hann væri þó að reyna að gera sitt besta. Má vel vera að svo sé. En á meðan alt þetta ýra- fár hefir staðið yfir hafa iðju- höldar og kauphallakonungar rúið bændurnar inn í “berann bjórinn” og stundum tekið hrygglengjuna með. En fylkið hefir sokkið dýpra ofan í skuldafenið með hverju líðandi ári. Nemur sú skuldahækkun nálægt 60 miljónum dala á hans 18 ára stjórnartíð, og vextirnir af þeirri upphæð ef §era má ráð fyrir 4^% $2,700,000 á ári. Fyrir nokkr- um árum sat eg eitt þetta Bracken-þing eða conference og hlustaði á mál manna. Þar voru saman komnir sérfræð- ingar frá háskólum víðsvegar að. Þeir fluttu erindi um ýms- ar greinar landbúnaðarins og hvernig ætti að gera vörurnar úr garði svo þær seldust sem allra best á útlendum markaði. En á heima markaðinn, var ekki minst með einu orði, lá þó mikill hluti hans ónotaður, og liggur enn. En á því verður aldrei ráðin bót, nema með gagngerðri og róttækri breyt- ing á gjaldeyrismálum og fé- sýslu landsins eins og Social Credit sinnar hafa réttilega haldið fram. Fyrst svona hefir nú tekist til með þennan mikla hæfileika og eljumann, bændaleiðtogann Bracken, hann hefir engu til leiðar komið bændunum til hagsbóta, en er nú orðinn önd- vegishöldur auðjarlanna, dáður og dýrkaður af leigðum lof- tungum þeirra; liggur í augum uppi að þeir verða að líta í aðra átt ef þeir vonast eftir að fá nokkra viðrétting sinna mála. Menn verða að átta sig á því að hér, eins og í öðrum kapi- taliskum löndum búa tveir flokkar manna, auðmenn og fá- tæklingar, hagsmunir þeirra eru andstæðir og ósamrýman- legir undir því skipulagi sem þar er ríkjandi. Það getur eng- inn þjónað tveimur herrum. — Góðu mennirnir sem eru að biðja aðra að kjósa sig á þing og lofa að vinna jafnt fyrir alla, en eru þó fyrirfram á- kveðnir fylgjendur hins ríkj- andi skipulags, bjóðast til að gera það sem ómögulegt er: Að þjóna tveimum herrum. IV. Aðal málin í þessum kosn- ingum verða, samsteypan og Sirois-nefndar tillögurnar. Á samsteypuna hefi eg áður minst en þó vil eg bæta því við að eg álít hana einræðiskenda nazistiska að eðli, til þess gerða að drepa niður réttmæta gagn- rýni á gerðum þings og stjórn- ar. Þessi marglofaða eining er ekkert nema kjaftæði. Meðan þjóðin skiftist í þrautpínda bændur og atvinnulausa öreiga annars vegar en auðmenn og okurfélög hins vegar verður engin eining nema í orðavellu þeirra sem settir eru út til að afsaka og fegra rangindi hins ríkjandi skipulags. Menn geta sameinast um lífsnauðsynja- mál eins og það að leggja fram óskifta krafta til að vinna stríð- ið. En menn gera það í þeirri von að lífið geti orðið betra og fegurra þegar sigur er fenginn en ekki til þess að tryggja skuldaklafann sem peninga- valdið hefir í hyggju að smeygja yfir háls komandi kynslóða. Þeir sem efast um að þetta sé takmark auðhyggj- unna ættu að lesa skýrslu bankamála nefndarinnar síð- ustu. Þar segir t. d. formaður miðbankans: — Hvers vegna skyldum við borga þjóðskuld- ina. Hún er inneign eða höfuð- stóll íbúanna í landinu. Með þessu var hann víst að gefa í skyn að skuldabréf stjórnarinn- ar væri flest í höndum Canada- manna. Þegar hann var spurð- ur hverjir væri eigendudr bréf- anna svaraði hann: Fólkið í heild. Nú liggur það í augum uppi að megin þorri þessara bréfa er í höndum fárra manna, en bændur og verkalýður hafa ekkert af þeim að segja nema borga af þeim vextina, sem koma í hækkandi sköttum og lækkandi lífeyri. Þessa skulda- trú sína áréttaði bankastjórinn með því að gefa í skyn að engin önnur ráð væri til að við- halda og auka menninguna í heiminum. Hann sagði: “Af- ríku villimenn hafa enga þjóð skuld.” En hvers vegna skýrði hann ekki frá því að þeir hafa heldur ekki lært að líða skort vegna of mikillar framleiðslu. Finnist nú hugsandi mönnum ráðlegt að trúa þeim lengur fyrir meðferð fjármálanna, sem haldnir eru af sömu hagfræði- legri hjátrú eða höfuðsótt, sem kemur fram í orðum þessa erki- biskups canadiskra fésýslu- mála. Um Sirois-nefndar tillögurn- ar er það að segja að eg álít mjög varhugavert fyrir fylkin að gefa nokkuð eftir af þeim rétti sem þau nú hafa, og fleygja honum í hendur sam- bandsstjórnarinnar í Ottawa, því hún er lífvörður peninga- valdsins og hins úrelta skipu- lags, sem við lifum undir, grun- samlegt þykir mér það hve kapitalistarnir og blöð þeirra eru einróma um nauðsyn þess að flýta sem mest framkvæmd- um þess sem tillögurnar fara fram á, bregður undarlega við ef þar er um almennings heill að ræða, en ekki eitthvert gróðabragð fyrir braskarana. V. Eg vona að það komi fram í kosningunum 22. þ. m. að þó félagsskapur umbótamanna sé nú nokkuð í molum þá sé um- bótahugur þeirra vakandi. 1 C. C. F. flokknum eru margir ágætir umbótamenn, en samt er nú ekki lengur hægt að telja flokkinn í heild umbóta flokk, vegna þess að fyrirliðarnir virðast nú orðnir svo nátengdir atfurhaldinu að þar gengur ekki hnífurinn á milli. Hefir þetta komið berlega fram, bæði í samsteypumálinu og í hinum sjúklegu ofsóknum þeirra á hendur öllum umbótahreyfing- um sem ekki bera C. C. F. brennimark. — Kommúnista- flokkurinn er nú í banni og má ekki hreyfa sig fyr en því er af- létt. Gömlu flokkarnir liberalar og conservatívar, sem farið hafa með völdin á víxl fram að þessu, ættu að bera ábyrgð á því efnalega öngþveiti sem landið er komið í, en frá þeim er einkis að vænta nema á- Þjónar bænda Deild, skipuð fœrustu mönnum í öllu er að akuryrkju lítur, hafa Federal Elevators. Það sem þeir geta fyrir bœndur gert, er endurgjaldslaust. Sjáið agent vorn yður til ráðleggingar. framhalds í sömu átt. Þar sem C. C. F. þingmennirnir hafa nú gengið í bandalag við þá verða þeir að hlýta sama dómi. Þeir eru allir talsmenn og merkisberar auðvalds, kúg- unar og afturhalds. Þeir eiga ekki skilið atkvæði nokkurs hugsandi manns. Alt er á sömu bókina lært hjá þessum herr- um, þeir koma sér saman um að svíkjast að kjósendunum með því að hafa kosningu á þeim tíma sem vegir eru lítt færir og því líkindi til að fjöldi kjósenda komist ekki á kjör- stað. Social Credit flokkurinn er nú eini starfandi umbóta flokk- urinn í fylkinu. Social Credit sinnar einu mennirnir, sem enn hafa hug til að andæfa kúgun peningavaldsins. Alberta-fylki er eina fylkið í Canada sem hefir lækkað skuldir á seinni árum og hefir þó gert margvís- legar umbætur innan fylkis sem ekki hafa átt sér stað ann- arstaðar. Það sem gert hefir verið í Alberta væri einnig hægt að gera í Manitoba. Menn ættu því að skipa sér undir merki Social Credit og veita þeim óskift fylgi. VI. Tvær íslenzkar kohur bjóða sig nú fram undir merki Social Credit. Miss Salóme Halldórs- son, sem átt hefir sæti á fylkis- þingi s. 1. fimm ár, þingfulltrúi fyrir St. George kjördæmi. Hún hefir getið sér góðan orðstír fyrir það hve vel og einarð- lega hún stendur fyrir sínu máli. Mun hún eiga vísa end- urkosning. Mrs. Ásta Oddson sækir um þingmensku hér í bænum. Hún er vel mentuð kona, kjarkmikil og vel máli farin, líkleg til að verða þjóð- flokki sínum til sóma ef hún kemst á þing, er vonandi að Is- lendingar styðji hana svo hún nái kosningu. Hjálmar Gíslason Aths.: Heimskringla er ekki sammála höfundi ofanskráðrar greinar um alt, en birtir hana eigi að síður. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrtfstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnaajúk- dóma. Er »5 flnnl 6 skrlfatofu kl. 10—12 f. b. og 2—6 e. h. Helmill: 46 Alloway Ave. Taltimi: 33 1S8 Thorvaldson & Eggertson LögfræSlng-ar 300 Nanton Bldg. Talsíml 97 024 Omcs Phoni jus. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILÐINa Omci Houib: 13-1 4 P.M. - 6 P.M. 4ND BT APPOINTMBNT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINQAR Sérorein: Tauoasjúkdómar Lætur útl meððl í vlðlögum ViBtalstímar kl. 2—4 •. h. 7—8 at kveldinu Simi 80857 643 Toronto St. Dr. S. J. Johannesðon 806 RROADWAY Talaiml 80 877 VlOt&latlml kl. S—0 e. h. A. S. BARDAL selur llkklstur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá be«U. — Enníremur selur hann aUskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKB 8T. Phone: S0 607 WINNIPEQ J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Inturance and Financial Agentt Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG,—Winnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Fresh Cut Fiowera Daiiy Plants ln Season We specialize ln Wedding & Concert Bouqueta & Funeral Design* Icelandlc spokeo H. BJARNASON —TRAN SFER— Baooage and Fumiture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allakonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO SS4 BANNINQ ST. Phone: 26 420 DR. A. y. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Rea. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusimi 80 887 Heimasími 48 551 THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 » Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.