Heimskringla - 07.05.1941, Side 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. MAI 1941
..................
i i
s
j Æfintýri ritarans j
=
^mimiiitimmmiiinmiiiiiimciiiiiiiiimiuiiiiimiiiiumimimicjiiiiiiiimitiimiimiiraiuiiiMiic?*
“Það er ómögulegt að yður komi nokkuð
við um samband mitt og verkveitanda míns.”
“Þér hafið mjög rangt fyrir yður ef þér ,
haldið að það sé ekki.”
“Slúður og bull!” hrópaði Alfrey fokreið.
“Þér eruð með hinum í samsærinu gegn mér.
Allir sletta sér fram í vinnuna mína. Allir
reyna að fá mig til að gera eins og þeir vilja.
Eg get ekki skilið hvað það þýðir. Það lítur
ekki út fyrir, að nokkur manneskja nema
minn góði vinur, hann Stuart, geti látið vinn-
una mína afskiftalausa. Hvað kemur þeim
hún við?”
Hann tók fram í fyrir henni.
“Afsakið, en hverjir aðrir en eg hafa skift
sér um það? Eg vildi að þér vilduð segja
mér það.”
Það var eitthvað í rödd hans, sem sefaði
reiði hennar um augnablik. Hún hló gremju-
lega.
“Ó, þér þekkið þá ekki og enginn getur
vitað neitt um, eg á við, enginn nema kannske
Miss Cutting.”
“Miss Cutting!” endurtók hann undrandi.
“Hvað vitið þér um hana, ef eg mætti spyrja.”
“Mér finst það ósvífið af yður að spyrja,
en þér megið gjarna vita það. Hún var í
tennis klúbbnum í dag.”
“Miss Cutting hérna í Klúbbnum yðar?”
“Já, og strax og eg sá hana vissi eg að
hún ætlaði að veiða upp úr mér. Hún reyndi
það líka.”
“Mætti eg spyrja hvernig unga stúlkan
komst þar inn? Hvernig datt henni í hug að
koma til Dorflade?”
“Hún er góður vinur eins af meðlimum
klúbbsins. Þekkið þér hana?”
“Já,” svaraði hann rólega. “Eg veit nóg
um hana. Kom hún hingað sem gestur?”
“Eg held að hún sé að reyna að ganga í
klúbbinn.”
“Jæja? Já, þá verð eg líklegast að biðja
yður afsökunar á ný, áður en eg fer — af-
sökunar á því að eg vogaði mér að gefa yður
ráð — ráð sem eg endurtek og undirstrika
samt sem áður, eftir að eg hefi heyrt þetta.
Gerið svo vel og hættið hjá Guntersted. Ger-
ið það á meðan ennþá er tími til þess. Ef
þér gerið það ekki, munuð þér karfnske
brátt sjá eftir því að þér fylgduð ekki ráðum
mínum, hversu illa sem yður fellur við mig.”
“Þér skuluð bara ekki ímynda yður að eg
geri mér far um að falla illa við yður. Eg
þekki yður varla og sé yður aldrei oftar.
Ætlið þér með næstu lest? Þá verðið þér að
fara strax.”
“Eg veit það. Eg fer nú. Góða nótt.
Það er slæmt að þér skuluð vera svona mót-
þróafull. Hvað mundi mér ganga annað til
en umhyggja fyrir velferð yðar?”
Hvað veit eg um tilgang yðar. Það geta
verið margar ástæður. En-----------” bætti hún
við í vingjarnlegri rómi, “vér skulum ætla að
yður gangi gott til, og því verð eg líklegast
að þakka yður fyrir!”
Hann hneigði sig kuldalega og virtist
hugsa sig um. En svo tók hann ákvörðun,
kom nær og greip hendi hennar, sem lá á
stólbríkinni og sagði:
“Ef þér einhverntíma skylduð breyta
skoðun á mér og því sem eg hefi sagt, þá
verið vissar um að eg er yður ekkert gram-
ur. Ung stúlka eins og þér ættuð ekki að
hafa það starf, sem þér hafið. En auðvitað
var það brjálsemi af mér, að ætla að þér
sleptuð því. En samt sem áður gleðst eg
yfir einu, sem eg hefi fengið að vita í kvöld.
Þér kunnið að nota skambyssu. Þér þurfið
hennar kannske með. Og ennþá einu sinni
býð eg yður góða nótt!”
Hann laut niður og kysti hendi hennar.
Lagði hana svo gætilega á stólbríkina og
gekk út í garðinn. Alfrey sat þar eftir og
vissi ekki hvað hún átti að hugsa eða trúa.
Henni fanst hún vera einkennilega æst í
skapi.
12. Kap.—Ný tilraun.
Nokkrum dögum eftir hina undarlegu
aðvörun, sem Eccott hafði gefið henni, tók
Alfrey eftir því hvernig hið kringluleita ungl-
ingsandlit lyftudrengsins, Herbert Trepps,
ljómaði af gleði, er hún var á leið í skrifstof-
una einn morguninn. Hann var altaf glaður
og ánægður, en þennan morgun var hann
miklu skrafhreyfnari en endranær, og er
þau fóru upp í lyftunni, spurði hún hann:
“Hefir þú erft einhvern að stórfé, Berti,
eða hefir þú unnið í síðstu verðreiðunum?”
“Nei, ungfrú, ekki er það, en samt hefi
eg orðið fyrir miklu happi. Pabbi minri dó í
fyrra, og ætíð síðan hefir mamma mín
viljað fá mig heim til sín í litla þorpið okkar.
Hún segir að sér leiðist svo mikið án mín.
En eg get ekki fengið þar neina atvinnu, og
þessvegna hefi eg verið hér. 1 vikunni sem
leið sagði eg forstjóranum þetta og hann
hefir sjálfsagt sagt Guntersted frá því; því
vitið þér hvað? Hann sendi boð eftir mér
og spurði hvort eg héldi að mamma vildi
gæta að húsi, sem hann ætti, og þá gæti eg
átt heima hjá henni. Eg trúði varla mínum
eigin eyrum, en þegar eg hafði náð mér, þá
sagði eg auðvitað, að það mundi hún áreið-
anlega vilja. Þessu lauk svo á þann hátt, að
eg fékk frí einn dag til að fara heim og koma
með hana hingað til bæjarins, svo að hús-
bóndinn gæti talað við hana sjálfa um þetta.
Nú hefir hún fengið þessa vinnu. Og á
þriðjudaginn kemur hún með allan flutning-
inn sinn, og á að gæta að húsi, sem er hérna
fast hjá, og eg get haft vinnuna mína og átt
heima hjá mömmu minni. Og mér þykir
svo vænt um það.”
Alfrey óskaði honum hjartanlega til
hamingju, og fór inn í skrifstofuna sína og
hugsaði um hvað Sali ætlaðist nú fyrir. Var
það húsið við Fulcher strætið, sem Mrs. Tripp
átti að gæta að? Mundi verða búið í húsinu
þegar hún færi næstu ferðina þangað? Það
mundi auðvitað auka hættuna. Gat það
verið það, sem Eccott átti við, er hann var-
aði hana við hættunni?
Hún tók eftir því að húsbóndinn ho'rfði
á hana íbygginn er hún hraðritaði bréfin,
sem hann las upp. Á meðal bréfanna þennan
morgun, var eitt frá skipafélagi í Alexandria.
Félag þetta var stórreitt yfir, að sending
með forngripum, sem send hafði verið frá
Brasin í Síberíu með skipum Guntersteds,
hafði farist á mis einhverstaðar á leiðinni.
Guntersted sendi þeim bréf og sagði í því, að
“Mr. Eccott sinn” hefði fengið það hlutverk
að sjá um þetta atriði, og sér þætti vænt
um að geta sagt þeim, að dýrgripir þessir
væru nú fundnir og yrðu komnir á sinn
ákvörðunnarstað eftir einn eða tvo daga.
Töfin væri að kenna ógreinilegri utaná-
skrift, svo að sending þessi hefði lent til
Kingston í }Herefordshirt í staðinn fyrir
Kingston í Surrey.
Þetta bréf útskýrði margt fyrir Alfrey.
Það leit út fyrir að Eccott væri leynilögreglu-
þjónn hjá Guntersted. Var það mögulegt að
faðir hennar hefði sama starfann, sem henni
fanst fremur lítilfjörlegur? Hvað gat hann
annars átt saman við Eccott að sælda?
Ef þessu var þannig varið, þá var að-
vörun Eccotts ekki út í bláinn. Ef hann var
leynilögreglu þjónn þá vissi hann vel hvað
hann var að tala um. En aftur á móti hafði
Guntersted sagt að starf það er hann fól
henni væri engri hættu bundið, og hún
kaus heldur að trúa honum, en svarta sauðn-
um sínum.
Henni þótti gaman að því hve framkoma
Eccotts breyttist eftir að hann vissi að hún
var dóttir föður síns. Áður hafði hann verið
drembinn og ósvífinn við hana, en nú var
hann svo auðmjúklega kurteis. Þessvegna
féll henni hann ekki aðeins illa, heldur fyrir-
leit hún hann líka. Það var auðvitað skrið-
dýrseðli hans, sem lét hann breyta þannig
gagnvart föður hennar. En samt sem áður
varð hún að játa, að hann hafði hiklaust
neitað að biðja hana um afsökun, og svo
hafði hann umsvifalaust sagt henni, að það
væri jafnt á komið með þeim, þegar hún tók
afskiftum hans svona illa.
En hún hafði um annað að hug^a í dag.
Það átti að verða stjórnarnefndarfundur í á-
byrgðardeildinni og bækurnar, sem rannsak-
aðar voru á þessum fundum fundust henni
fremur erfiðar. Það voru svo mörg orð í
sambandi við þetta, sem hún ekki skildi.
Er Guntersted hafði lesið henni fyrir
bréfin, sagði hann henni, að hún mætti ekki
láta Miss Carter skrifa bréfið viðvíkjandi
farangrinum sem vilst hafði af réttri leið.
Hún yrði að hreinskrifa það sjálf og senda
það ásamt einkabréfum hans sjálfs.
Alfrey var önnum kafin að búa sig undir
stjórnarnefndarfundinn alt fram að hádegis-
verði. En þegar hún hafði lokið öllu létti
henni mjög fyrir brjósti og hélt til skrifstofu
sinnar gegnum skrifstofu yfirmannsins,
sagði hann þá við hana:
“Það er mér mikil hugfró að vita til þess
að alt er undirbúið eins og eg vil hafa það.
Nú get eg hvílt mig í heilan klukkutíma,”
sagði hann og hallaði sér aftur á bak í stóln-
um.
“Já,” svaraði unga stúlkan, “eg held að
alt sé tilbúið, en hafi eg gleymt einhverju
getið þér sent mig með það þangað.”
“Já, já, þegar eg hefi yður við hlið mína
er eg rólegur,” svaraði hann brosandi. Eg er
að hugsa um hvort eg geti fengið að tala við
yður eftir fundinn? Hafið þér tíma til þess,
þrátt fyrir æfingarnar fyrir tennis mótið?”
Hún brosti líka.
“Fundurinn verður búinn kl. hálf, og
eg á ekki að fara héðan fyr en kl. fimm.
Annars get eg vel beðið lengur ef þörf ger-
ist.”
Hann kinkaði kolli og bandaði hendinni
til merkis um að hún mætti fara.
Á meðan hinn langdregni fundur stóð
yfir, sat hún og hugsaði um hvað Guntersted
gæti viljað sér. Til allra lukku gekk alt vel
og hálf fimm voru allir fundarmenn farnir.
Hún og Maudie löguðu alt til í fundarsalnum
er þeir voru farnir.
Er hún kom inn til Sala, sat hann við
borð, sem tilreitt var handa tveimur.
“Fáið yður sæti,” sagði hann. “Gerið
mér þá ánægju að vera gestur minn, en þér
verðið að vera húsmóðir líka og hella í
bollan fyrir okkur.”
“Eg vissi ekki að þér væruð vanur að
drekka te seinni hluta dagsins, herra minn,”
sagði hún dálítið glettnislega. “Viljið þér
ekki heldur að eg fari og sjái hvað er þarna
í hornskápnum?”
Hann hló.
“Þér eruð háðfugl. Nei þakk, eg get
drukkið te eins og annað fólk. Takið nú til
matarins. Fáið yður af brauðinu, smjörinu
og súkkulaði kökunum. Eins og þér sjáið
brúka eg sítrónu í teið í staðinn fyrir rjóma.”
“Alfrey fékk að borða og drekka í ró og
næði í tíu mínútur, og það gerði henni gott.
Hún þurfti sannarlega hressingar með.
Að siðustu tók Sali til máls:
“Nú ætla eg að gera yður tilboð. Eg
ætla að komast beint að efninu og segja
yður, að eg vil að þér búið hjá mér eins og
Stafford Keene gerði. Eg hefi sagt yður frá
honum, eða hvað? Hann bjó í húsinu, sem
þér komuð i um daginn. Eg vil að þér skuluð
búa þar, svo að þér séuð við hendina. Það
getur verið að eg sendi yður til ýmislegra
erinda út fyrir húsið. Vinna yðar verður
kannske ekki takmörkuð við skrifstofustörf-
in. Keene fór ferðir fyrir mig meðal annars,
og það verðið þér einnig að gera ef þér takið
tilboði mínu. Svarið mér ekki strax en
leyfið mér að lýsa fyrirætlan minni. Þér fáið
litla íbúð á þriðju hæð hússins. Svefnher-
bergi, dagstofu og baðherbergi. Ibúðin er
með góðum húsgögnum. Þér þurfið ekki að
borga neina húsaleigu og enga þjónustu, því
að Mrs. Tripp sér um hana, og býr til mat
handa yður. Þér verðið sjálfar að sjá um
húshaldið og ákveða hvernig það skuli vera,
svo að þér séuð ánægðar, en það skal ekki
kosta yður neitt, auk þess fylgir þessu hiti,
rafmagnsljós og heitt vatn. Þér getið farið
heim á laugardögum og sunnudögum, og
þegar yður langar til eftir samkomulagi milli
okkar. En í staðinn verðið þér að vera
reiðubúin að fara ferðir fyrir mig þegar eg
þarf þess með. Þess þarf kannske ekki oft,
en af og til þarf eg að fá yður til að gera
það. Eg veit það mjög vel að þetta er til
mikils mælst, að þér flytjið að heiman frá
yður, og mér er það líka ljóst, að foreldrar
yðar munu sakna yðar. En eg býð yður líka
sömu laun og eg borgaði Keene.”
Hann nefndi upphæðina.
“En eg get ekki unnið fyrir svo háum
launum. Hvernig getið þér líka vitað, að
Vinna mín sé svo mikils virði? Ef þér gjald-
ið mér slíkt kaup hlýtur vinnan að hafa ein-
hverja hættu í för með sér.”
“Það var það sem eg sagði. Enginn
maður borgar starfsfólki sínu of há laun.
Það hlý.tur að hafa verið örðugt fyrir yður að
finna hæfan mann í þessa stöðu, sem þér
hafið í huga. Eg er stolt yfir því, að þér hald-
ið að eg sé fær um að vinna að þessu, og
glöð yfir því trausti, sem þér sýnið mér. En
— ef eg nú ekki tek stöðuna — munuð þér þá
láta mig hætta við þá vinnu, sem eg hefi nú?”
Hann þagði lengi áður en hann svaraði:
“Það mundi koma mér í mikil vandræði.
Eg skal játa það fyrir yður, að eftir að eg
hafði séð, hve rösklega þér leystuð af hendi
erindi það, sem eg fól yður hérna á dögunum,
þá hefi eg tekið að mér fyrirtæki eitt, sem
eg get ekki framkvæmt án yðar hjálpar. Eg
er mjög góður mannþekkjari, skal eg segja
yður, mér skjátlast sjaldan í dómum mínum
í þeim efnum. Hvað Miss Cutting snertir,
þá verð eg að játa að mér skjátlaðist. En
innan tveggja sólarhringa hafði eg uppgötv-
að misgáning minn. Eg veit að þér getið
geymt leyndarmál, og hafið ekki sagt neitt
um það, sem hér gerist, og munuð heldur
ekki gera það. Eg veit líka að í yður býr
löngun til æfintýra — að þér með sjálfri
yður þráið tilbreytingu — og að þér hafið
hingað til litið svo á, að líf yðar væri til-
breytingarlaust. Er það ekki rétt á litið?”
Alfrey roðnaði, beit á vörina og kinkaði
kolli til samþykkis. Þetta voru einkenni,
sem móðir hennar vissi ekkert um. Hvernig
^hafði þá þessi undarlegi gamli maður upp-
götvað þetta?”
“Hvað mig snertir vildi eg gjarna ganga
að tilboði yðar, en það gæti vel verið að for-
eldrar minir hefðu á móti því,” svaraði hún.
“Þér eruð myndug, eða hvað?” spurði
Sali eftir stutta umhugsun.
“Eg er 22 ára.”
Hann brosti.
Þá hafið þér rétt til að ákveða sjálf um
þetta. Eða hvað? En misskiljið mig ekki.
Eg vil ekki að þér gerið neitt móti ákveðnum
óskum foreldra yðar. En eg hefi líka aðra
ástæðu til að óska þess að þér séuð hér.
Ástæðu, sem eg get ekki auðveldlega sagt
foreldrum yðar. Það er til að forða yður frá
hættu, sem þér eruð í. Er eg sagði yður að
verkefnið, sem eg fól yður væri engri hættu
samfara, var eg alveg viss um að eg sagði
satt. En þegar þér sögðuð mér það næsta
morgun, að reynt hefði verið að brjótast inn
í skrifstofuna mína, sá eg að eg hafði haft
rangt fyrir mér. Þér voruð í hættu hefðuð
þér komið fimm mínútum síðar, ef þér hefðuð
fundið manninn hérna inni”.
Hann ypti öxlum og sló með fingurgóm-
unum á borðið á vissan hátt, sem hún var
farin að venjast.
Hún sagði ekkert, en hann bætti við:
“Þér eigið kröfu til þess, að eg tali hrein-
skilnislega við yður, og það skal eg gera.
Þegar lásasmiðurinn var hérna og skifti um
skrána, talaði eg við hann og hann setti á
hurðina vél eina.” Hann benti á hvíta töflu
hátt uppi á hurðinni. Henni var skift niður
í reiti með mjóum, svörtum strykum.” Eftir
að nýji lásinn var kominn getur enginn
komist inn án þess að bjalla hringi, og þegar
hún hringir flyst vísirinn, sem þér sjáið á
henni, fram um eitt bil. Þremur dögum eftir
að nýja skráin var sett fyrir, var ný tilraun
gerð til að komast inn í skrifstofuna, það
sá eg seinna á töflunni. Sennilega varð
maðurinn hræddur, þegar hann heyrði bjöll-
una hringja, því að síðan hefir engin tilraun
verið gerð. En eg vil ekki að þér séuð í
neinni hættu.”
Alfrey gat ekki að sér gert að segja:
“Það virðist þá vera einhver, sem langar
mjög til að vita hvað gerist hér.”
“Já”, svaraði hann alvarlega. “Og því
miður hepnaðist honum að koma inn á mig
njósnara yfir stutt tímabil. Eins og eg sagði
yður, varð eg þess brátt var að stúlkan var
njósnari, en eg óskaði ekki eftir að hún
skyldi vita að eg vissi það, og því lét eg hana
vera í tvo mánuði og vilti henni sýn allan
þann tíma. En það var andstyggilegt að
verða að koma hingað hvern morgun og fara
yfir bréfin, til þess að hún fengi aðeins þau
bréf, sem hún mátti fá. Eg lét hana fara við
fyrsta tækifærið, sem hún gaf mér að standa
sig að verki. En þér skiljið, að henni tðkst á
einn eða annan hátt að ná í lykil að hurð-
inni.”
Alfrey ákvað nú að segja alt, sem hún
vissi.
“Mr. Guntersted, eg skal segja yður
nokkuð um fyrirrennara minn. Eg held að
hún sé ekki búin að sleppa allri von ennþá.
Það er að segja ef það er Miss Cutting, sem
þér eruð að tala um. Hún hefir gengið í
tennis klúbbinn okkar. Á laugardaginn var
reyndi hún að veiða upp úr mér.”
Það var enginn vafi á því, að þessi frétt
fylti gamla tnanninn gremju. Hann varð
rauður í framan og starði á ritarann sinn,
eins og hann ætti bágt með að trúa sinum
eigin eyrum. Hann kom svo með heila runu
af spurningum, sem hún hlustaði á rólega og
með eftirtekt. Að síðustu kom spurningin,
sem hún hafði búist við. Sala langaði að vita
hver það hefði verið, sem hefði gert hina
fögru Evie kunnuga skrifaranum sínum.
“Það er góður vinur ungs manns, sem er
í Klúbbnum og sem eg hefi mjög mikið álit
á.”
Nafn hans kannaðist Guntersted auð-
sæilega ekki við.
“Stanning! Stanning! Aldrei heyrt um
hann talað. Vitið þér hvaðan hann er?”
“Eg veit að hann var félagi Peters
Stuarts þegar hann var í Heilebury, en hann
hefi eg þekt síðan eg var barn. Það var
vegna Peters, sem hann settist að í Dar-
flade.”
“Hvað langt er síðan?”
“Æ, það er ekki ár síðan. Hann kom inn
í klúbbinn síðasta misserið. Það eru líklega
níu mánuðir síðan.”
“Vitið þér hvar hann bjó áður?”
“Nei, það virðist sem hann sé í þjónustu
ríkisins — að minsta kosti gaf hann það í
skyn. Hann hefir mikinn áhuga á högum
mínum og starfi mínu hér. Hann hefir oftar
en einu sinni reynt að fá mig til að tala um
það, og þegar það hepnaðist ekki, held eg
að hann hafi tekið Evie með sér til að vita
hvort henni gengi ekki betur.”
Sali laut áfram alvarlegur á svip.
“Hvernig maður er þetta?”
Hann er fríður og viðkunnanlegur. En
talsvert útlendingslegur. Mjög alúðlegur og
kurteis í framkomu. Hann hefir fallega litla
bifreið og virðist hafa næga peninga.”
“Verður hann með í kappleiknum?”
“Já, eg held að Evie Cutting verði félagi
hans. Hann vildi að eg yrði það, en eg neit-
aði því. Eg var farin að gruna hann, af því
að hann reyndi að veiða upp úr mér og þekti
Evie Cutting.”