Heimskringla - 21.05.1941, Side 1

Heimskringla - 21.05.1941, Side 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” i Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. MAI 1941 NÚMER 34. « - HELZTU FRETTIR < - Nýtt konungsríki Hitler og Mussolini eru ekki að draga að stofna ný ríki á Balkanskaga. Síðast liðinn mánudag var hertoginn af Spoleto á leið til Króatíu til að taka þar við konungdómi. Króatía er norðurhlutinn af Júgóslavíu og tilheyrði áður Austurríki og Ungverjalandi að mestu; aðeins lítill hluti syðst heyrði til Tyrklandi. Þetta nýja ríki er nú 38,610 fermílur að stærð með 5 miljón íbúum. Öll var Júgóslavía 95,558 fer- mílur með 15.^ miljón manna. Hertoginn, sem krýndur verður einhvern næstu daga, er ítalskur og þremenningur við Victor Emmanuel ítalíu konung. Hann er giftur Irene, grískri prinsessu, systur Georgs Grikkjakonungs. Aimone konungur, er sagt að verði nafn þessa nýja þjóð- stjóra. Þegnar hans, Króat- arnir, eru flestir rómversk- kaþólskir. Hitler kúgar Frakka enn Hitler er ekki af því látinn að kúga Frakka til meiri sam- vinnu við sig, en ákveðið var í friðarskilmálunum. Til þessa hefir þó Vichy-stjórnin reynt að halda sig við samningana. Síðustu eina eða tvær vikur, hefir þó þrengt meira að Frökk- um en áður. Þykir nú svo mik- ið vist, að Frakkar hafi leyft Hitler að fljúga flugskipum sínum yfir Sýrland til Iraq og jafnvel flutning hernaðarvöru yfir landið. Lítur mjög út fyr- ir, að Hitler hugsi sér að nota Sýrland til að ráðast á Pale- stínu og Egyptaland eins og hann notaði Búlgaríu til að ráðast á Júgóslaviu og Grikk- land. Fluglið frá honum berst í Iraq hvað sem öðru líður á móti Bretum. Og Henri Dentz, frakkneski stjórnarinn í Sýr- landi, kvað meira að segja eiga samvinnu við nazista um að efla herinn og útbúnað hans. Hvað Vichy-stjórninni hefir verið boðið fyrir þennan greiða, er auðvitað ekki kunnugt. En því hefir verið hreyft, að í því sé fólgin nokkur lækkun á fæð- iskostnaði setuliðsins. Hann kostar Vichy-stjórnina um 400 miljón franka á dag. Um 100 miljón franka bauð Hitler að lækka þennan kostnað. í bandarískum peningum nemur þessi lækkun tveim miljón döl- um á dag, en 8 miljón dalir eru nú greiddir. En svo er aftur sagt, að Hitl- er sé að hugsa um að láta um 100,000 hertekinni manna lausa, er hann losnar þá við að fæða. Gróði Vichy-stjórn- arinnar er því ekki mikill af þessu. Hún getur hvorki greitt Þjóðverjum 6 eða 8 miljónir dala á dag. Þetta munar hana því minstu. Um 1,800,000 frakkneskir fangar kváðu vera í Þýzka- landi. Bretar eru auðvitað sterkir enn á Miðjarðarhafinu og geta enn komið í veg fyrir að Þjóð- verjar efli herútbúnað sinn í Libyu og Sýrlandi. En þetta er bjarnargreiði af Frökkum eigi síður, að vinna þar með nazistum. Tyrkir hafa hvatt Breta til að taka Sýrland. Það væri bezta leiðin. En þeim mun þykja ílt að taka upp þá að- ferð við óháð lönd. Á hnot- skóg hafa nú samt flugvélar þeirra verið í Sýrlandi. ísland og Danmörk skilin Dagblöð þessa bæjar birtu frétt í gær um það, að alþingi hefði ákveðið s. I. föstudag, að slíta öllu sambandi við Dan- mörku. Hlutverk konungs hefði verið falið Islendingi, en hver hann er, getur ekki um. Fréttin barst frá Stokkhólmi. Bardagi á Krít Til eyjarinnar Krít komu Þjóðverjar liði í gær og er þar nú barist af öllum mætti. — Gríska stjórnin hefst við á eyj- unni og þar er sagður fyrir 50,000 manna her. Herliði sínu komu Þjóðverjar þangað með loftförum og þó með nýjum hætti. Til flutningsins er sagt að þeir hafi notað “Gliders” og er það í fyrsta sinni, sem það hefir verið gert. Þessir gliders eru lest af flugförum, sem dregnar eru af einu gríð- arstóru flugskipi, eins og gufu- ketill dregur járnbrauta-vagn- lestir sínar, en hinir miklu vængir halda fluglestinni á lofti, sem annars er létt. Að Þjóðverjar hygðu á slíkan flutning herliðs hefir áður ver- ið minst á í Hkr. Innrásin á England er ekki ólíklegt að reynd verði með þessu móti. En í fyrri nótt komu nazistar 10,000 manna her til Krít-eyjar með þessu móti. Hermenn Þjóðverja voru klæddir her- klæðum Ástralinga, en það er sagt algert brot á alþjóðalög- um, að nota klæðnað hertek- inna manna. Þessi heimsókn til Krítar, ætti að verða naz- istum dýrkeypt me6 þann her er Grikkir hafa þar fyrir. En hvað er mannslífð til Hitlers? Manitoba 70 ára Fyrsta júlí n. k. eru 70 ár liðin síðan Manitoba-fylki var stofnað. Verður þess viðburðar að líkindum minst á einhvern hátt. Að undanteknu því, er próf. V. W. Jackson, við Mani- toba-háskóla, hefir nýlega í stuttri grein drepið á þetta, hefir málið legið í þagnargildi. Að við svo búið standi, er þó ólíklegt. Þegar Manitoba hlaut fylkis- réttindi sín 1870, var það einn sextándi af stærð þess nú. Það var 150 mílur á annan veginn, en 105 á hinn eða 15,750 fer- mílur. Takmörk þess voru landamæri Bandaríkjanna að sunnan, að norðan Boundary Park fyrir norðan Winnipeg Beach, að austan Caliento og Whitemouth, en vestan Glad- stone, eða bein lína um þann bæ norður og suður. Brandon- bær eða staðurinn sem hann er á var þá ekki í Manitoba; held- ur ekki Nýja-Island fyrst í stað. Var það kallað af öðrum “frímerkja fylkið”, vegna þess hve lítið það var, (nákvæml. var það í suður og norður milli 49 og 50^°, en austur og vest- ur milli 96 og 99°). En að 10 árum liðnumf 1881, var þessu breytt. Þá voru menn af sambandsstjórn og Ontario-stjórn skipaðir til að færa út landamærin. Komu þeir sér saman um að frá þeim stað sem Mississippi og Ohio- árnar komu saman, skyldu Austur-landamæri Manitoba vera (á 90°). Þá hefðu bæjirn- ir Ft. William og Port Arthur, verið innan þessa fylkis. En liberal stjórn, sem við tók í Ottawa um þessar mundir, dró þetta til Ontario. Landamær- in urðu því ákveðin þar sem þau nú eru, við 95° eða við vesturbakka Lake of the Woods, og beina línu h. u. b. norður fyrir Winnipegvatn. En i árið 1912, var öllu norðurland- j inu, h. u. b. frá The Pas og norður á 60° bætt við fylkið og þá hallar landamærunum svo í austur, að norður við Hud'- son-flóa verða þau austar en Ft. William. Verður það land líklegast § af stræð fylkisins. ÖIl er nú stærð þess 251,832 fermílur, og því stærra en hvort sem er, Þýzkaland eða Frakkland, eins og þau voru fyrir stríðið. Vel byggilegt land í fylkinu, er þó ekki mikið yfir % stærðar þess. Próf. Jackson leggur til að Ottawa-stjórnin minnist 70 ára afmælis fylkisins með því að gefa út sérstök frímerki, hálfa miljón dollara að verði og birt- ir með greininni mynd af frí- merkinu sem hann hefir látið draga upp. Skipí með 300 manns sökt Skipi er Zamzam hét, eign Egypta, var sökt sunnarlega á Atlanzhafinu í vikulokin. Það var á leið frá New York til Alexandría á Egyptalandi, með viðkomustöðum í Brazilíu og Suður-Afríku. Á skipinu voru 203 farþegar, auk 120 skips- manna. Voru 25 af þeim Can- adamenn, þar á meðal 5 trú- boðar frá Quebec. Var fyrst óttast, að allir á skipinu hefðu farist, en frá Þýzkalandi kom frétt í gær um að öllum hefði verið bjargað og væru þeir sem með skipinu voru í vörzlu Þjóð- verja. Þýzkt herskip sökti Zamzam. Það var varnarlaust og því var kostur á mannbjörg. HÁSKÓLAPRÓFIN Manitoba-háskóla var sagt upp með venjulegri viðhöfn s. 1. miðvikudag í Winnipeg Audi- torium. Viðstaddir voru His Honor R. F. McWilliams, K.C., fylkisstjóri, alt skólaráðið, all- ir kennarar, ekki einu sinni há- skólans, heldur allra undirbún- ingsskóla (colleges), prófdóm- arar og gestir. Dr. J. W. Dafoe, kanslari háskólans stjórnaði athöfninni ásamt Sidney E. Smith, háskólaforseta. Skýrðij hinn síðast nefndi frá starfi skólans og breytingum ýmsum við kensluna, vegna stríðsins og sérstaks undirbúnings nem- enda er nauðsyn rak til. Eq alt það starf segði skólastjóri hafa lotið að því, að aðstoða Breta, fyrst í að vinna stríðið, þá að því að koma á varanleg- um friði. Nokkrir nemend- ur voru í hernum, er hlutu prófskírteini, og nokkrir við- staddir, er á móti þeim tóku, voru og klæddir hermanna- búningi. Alls voru nemendur 463, er þarna meðtóku prófskírteini sín, verðlaun — í peningum eða medalíum — og aðra heiðra. Innan um þann fjölda, rekst maður á fáein íslenzk nöfn. Skulu þau hér nefnd ásamt námsgreinunum. En auðvitað geta nemendur borið alensk nöfn, þó íslenzkir séu. Hafi yfir þau sézt, væri blaðinu greiði gerður með því, að láta það vita um það. Hér koma þá nöfn þeirra er próf hafa tekið: Bachelor of Arts (Gen. Course) Hjálmar Valdimar Lárusson Bachelor of Science (General Course) Harold Sigurdson Bachelor of Commerce (Honor Course) Leonard Oscar Jóhannsson Bachelor of Science in Electrical Engineering Harold Sigmar Ólafsson Bachelor of Architecture Douglas William Jónsson; hlaut gullmedalíu sem veitt er af The Royal Architectural Institute of Canada. Bachelor of Science in Agriculture Ásgeir Jónas Thorsteinsson; hlaut medalíu. Diploma in Music Halldóra Aðalheiður Sigurðs- son (Pianoforte Teacher). Diploma in Education Margrét Stefanía Bardal, B.Sc. Verðlaun $100 í Second Year Engineering: Edward B. Carlstrom “ÖNNUM KAFNI MAÐURINN” Jón Lárus Marteinsson frá Winnipeg og Nora Wilson frá McKenzie Island, Ont., voru gefin saman í* hjónaband af séra A. J. B. Hough, að Mc- Kenzie Island hinn 15 apríl. Heimili þeirra er að McKenzie Island. Vorfögnuður Eg heilsa þér vordís, sem hörpuna slær og hljómana mýkstu oss flytur úr geimi. Unaðarríkari hverjum hreimi hreyfist í tónbylgjum anda þíns blær. Mér finst eg sé himninum hálfu nær; frá hljómsveitum Drottins þeir tónar streymi. Þær guðveigar drekkur nú grundin þýð sem glitra á silfruðum skálum þínum; og glæða og örva með svala sínum sigurmagn lífsins á gróðrar-tíð. I skýjanna bikar, um bláloft víð, þau bera henni fullin í lífsins vínum. Hið ósæja lífsafl, í leynd sem bjó, til lífsins þú kveður, með snerting þinni. svo birtist þar upprisin, enn að sinni, efnisklædd sál þess er fyrri dó. , 1 hjarta sér eiga örsmá frjó hinn eilífa lífsneista, falinn þar inni. Heill sá þér.'goðbarna gróandans dís! Þú göfugra starf hefir öllum í heimi. Grænan í skrúða, með gullnu seymi, grundirnar klæðirðu, stundar-vís. Þú, ljósmóðir gróðjarlífsins nýs, sem ljóðar við starf þitt með fagnaðs-hreimi. V. V. Leikurinn, sem Sambands- söfnuðurinn í Riverton er að sýna um þessar mundir í Ár- borg og á Gimli og sem 30. maí verður sýndur í Samkomu- sal Sambandskirkjunnar í Win- nipeg, er eftir leikritaskáldið nafnfræga, Ludvig Holberg. Þó hann og verk hans séu íslend- ingum talsvert kunn, skal hér ofurlítil athygli að höfundin- um dregin. Hér vestra mun ekki hafa verið sýnt fyr neitt af leikjum hans. Ludvig Holberg var norskur að ætt, fæddur í Bergen (Björgvin hinni fornu) árið 1684. En hann leitaði brátt úr landi. Noregur hafði lítið að bjóða gáfuðum, bjartsýnum og framsæknum æskumönnum. — Landið lauL Danmörku og norska þjóðin var komin eins nærri því að glata sjálfri sér og frændþjóð þeirra um það leyti á íslandi. Æfinni, eða 46 árum af henni, varði Hol- berg í Danmörku. Hann ferð- aðist mikið eftir að skólanámi lauk og kyntist frönskum, enskum, þýzkum og ítölskum höfundum og listamönnum þeirra tíma. Að ferðalagi sínu loknu, hlaut hann prófessors stöðu í Kaupmannahöfn. Þegar Holberg fór nú að líta í kring um sig, sá hann, að “400 ára nótt Noregs” og Norð- urlanda að vísu einnig, grúfði enn yfir þjóðlífinu. (Þannig er oft talað um tímabilið frá síð- ustu árum 14 aldar til ársins 1814 í Noregi). Þetta var eftir 30 ára stríðið og Danmörk var eins rúin og reitt eftir það og önnur lönd Evrópu. Útlend- ingskeiminn hafði lengi lagt af þjóðlífinu; í stjórninni voru oft erlendir æfintýramenn, franska var töluð af hærri stéttunum því til Frakklands mændu allra augu, en þýzka í hernum. Félagslífið var óþjóð- legt, óeðlilegt, útlenzk heimska og kreddur óðu uppi. Á móti þessu reis Holberg með leikrit- um sínum. Þau urðu alls um 30 að tölu og mega heita eitt af því fyrsta, er vakti dönsku og norsku þjóðina til sjálfsvit- undar og um hlutverk sitt. 1 einu af sínum fyrstu ritum, Peter Paars, vóg Holberg svo snarpan að hleypidómunum, að við lá, að bókin yrði bönnuð. En konunglegt ráð, sem skipað var til að rannsaka innihaldið, kvað ritið í háði skrifað, en ekki alvöru, svo við það var látið sitja. En þó bók þessi vekti eftir- tekt, varð Holberg fyrst nafn- frægur meðal annara þjóða fyrir bókina: “Undirheimaför Niels Klim’s”. Norskir menn fréttu af helli uppi í fjalli einu, fara þangað og einn þeirra síg- ur í reipi niður göng í hellinn. En reipið slitnar og hann sveimar þarna um, finnur menn sem lengra eru komnir í menn- ingu, en þeir er ofanjarðar búa. Segir ferðalangurinn frá þessu. Er skáld og veruleiki sagður óvíða betur saman- tvinnaður en í bók þessari. Um vinsældir þessarar bókar ber það vott að hún var undir eins þýdd á 7 erlend tungumál. En betra spegli af pólitísku og fé- lagslegu lífi á 18. öld í Evrópu, hefir aldrei verið brugðið upp fyrir augum manna. Frá mörgu þessu líku mætti um flest leikrit Holbergs segja. En til þess vinst ekki tími hér. VINNUR VERÐLAUN Edward B. Carlstrom Við háskólaprófin í Mani- toba hlaut drengur þessi $100 verðlaun. Hann leggur stund á raffræði (Electrical Engin- eering) og lauk tveggja ára námi í þeirri grein, en þriðja ári á háskólanum með hinum lofsamlega árangri, sem á er minst. Faðir hans er sænksur, Magnus A, Carlstrom að nafni, en móðirin íslenzk. Heitir hún Guðrún; er hún dóttir Sigur- jóns Björnssonar, er nú býr vestur við haf en dvaldi áður í Winnipeg. Guðrún hefir starfað í og haldið sig að ís- lenzkum félögum, einkum sam- bandskirkjunni, og ann ís- lenzku. Edward hefir hún lát- ið ganga á Laugardagsskóla Þjóðræknisfélagsins, svo hon- um er íslenzka ekki ókunn, þó hann segist mikið eiga enn ó- lært í henni. Hann er manns- efni gott og óskar Hkr. og vinir hans og foreldra hans, honum til lukku með framan og góðs gengis framvegis. Hvað af leikjum hans hefir verið þýtt á íslenzku, er oss ekki kunnugt um. En einhver af þeim hafa verið leikin af latínuskólasveinum á fyrri ár- um, þar á meðal “Jeppe á fjalli” og eflaust fleiri. Danska skáldið Oehlen- schlaager segir um Holberg: “Hann hefir málað myndir af lífi Kaupmannahafnar svo vel og rétt, að þó að borgin sykki og gleymdist um 200 ár, væri auðvelt að finna hana aftur eins og hún var af ritum Hol- bergs, eins og Róm var aftur fundin af Pompei og Herkúlan- um”. Það leikrit Holbergs, sem sýnt verður bráðlega í Winni- peg og víðar, hefir á íslenzku hlotið nafnið “Önnum kafni maðurinn”, og er í samræmi við hugsjónir þær, er í öðrum leik- ritum skáldsins koma fram. Á íslenzku hefir Grímur Laxdal snúið því, faðir Mrs. Marju Björnsson í Árborg og þeirra systkina. Gaf hann séra Eyjólfi Melan handritið, er telur þýð- inguna góða. Umsjón leiksins mun séra Eyjólfur hafa. Vér höfum ekki verið á æf- ingu, svo um meðferð leiksins höfum vér ekkert að segja. En vér hlökkum til eins og fleiri eflaust gera, að sjá leik í fyrsta sinni á leiksviði, eftir þennan nafnfræga höfund. Vér erum vissir um að í leiknum munu sjást einhver af snildar-hand- brögðum þeim, er leikir hans eru yfirleitt viðurkendir fyrir. Við sjáúm svo sjaldan mann- lífið túlkað í íslenzkum leikj- um, að hverri tilraun til þess, ætti að vera gaumur gefinn. S. E.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.