Heimskringla


Heimskringla - 21.05.1941, Qupperneq 2

Heimskringla - 21.05.1941, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. MAI 1941 STÓRA BORGIN Það var blaðamaðurinn og rithöfundurinn frægi, Will Dur- anty, sem sagði í einni af bók- um sínum, að til þess að skrifa um Rússland, þyrfti maður annaðhvort að hafa átt þar heima í tíu ár — eða í tíu daga. . . . Kanske má segja það sama um New York. . . Ef eg fer nú að finna upp á að skrifa um “stóru borgina”, þá er það með þeirri afsökun, að eg var þar (í annað sinn á æfinni) í ná- kvæmlega tíu daga fyrir skömmu. . . (Eins og eg, með minni dæmafáu og alkunnu frekju, þykist þurfa að koma með nokkra afsökun!). Ekki ætla eg að þreyta ykk- ur á að lýsa Radio City eða neðanjarðarbrautunum, né heldur ætla eg að óskapast yfir umferðinni miklu á götunum . . . nema kanske rétt að minn- ast á allar þær miljónir manna, sem þvælast fram og aftur um Broadway á laugardagsnóttun- um fram á rauðan morgun. . . Ekki má eg heldur vera svo “banal” að segja: “New York er skemtileg heim að sækja, en ekki vildi eg eiga þar heima” . . . eða “það væri gaman að eiga heima í New York, ef mað- ur væri nógu ríkur” . . . en þetta segir hver maður . . . þ. e. a. s. allir, nema þær sjö miljónir manna, sem byggja New York, en fyrir þeim er engin veröld til nema “stóra borgin” og þeir getaækki með nokkru móti skilið, að það er til fólk, sem kærir sig um, að eiga annarsstaðar heima. . . New York-maðurinn hefir þjóð- erni alveg út af fyrir sig . . . hann veit, að hann er Banda- ríkjamaður, en fyrst og fremst og altaf er hann New York- maður og framúrskarandi montinn af því . . . þó er það eitt, sem New York-búar aldrei gorta af og það er veðurlagið . . . þeir þola það, en þeir mikl- ast ekki af því . . . og engin furða. Það er sagt, að enginn sé New York-maður meir en sá, sem aðfluttur er annarsstaðar frá . . . og að flest fólk í New York sé aðflutt. . . En hvar í dauðanum spruttu allir Gyð- ingarnir upp, því New York er sannarlega Gyðingaborg. . . Vön er eg við að sjá Gyðinga, því San Francisco er full af Gyðingum . . . en ekki Gyðing- um af því tagi, sem New York hefir að geyma ... það er alveg sérstakt snið á þeim þar . . . flestir þeirra hafa hörð, dul andlit, einskonar grímuandlit . . . og málið, sem þeir tala, er ekki sú enska, sem við eigum að venjast, heldur einhver sér- stök Gyðinga-enska, sem erfið er að skilja, einhvernveginn flatt og tónlaust mál. . . Eitt getur maður venjulega fundið út, þegar maður hlustar á þá . . . þeir eru að tala um verzlun og peninga . . . altaf verzlun og peninga. En hvað sem þessu líður, New York er borg, þar sem hægt er að lifa í “vellystingum praktuglega” . . . um það skul- um við strax koma okkur sam- an . . . frá því augnabliki að við bíluðum gegnum Hol- land-jarðgöngin (getur maður annars kallað göngin undir Hudson-fljótinu “jarðgöng”?) og komum inn í sjálfan bæinn, þá var alt á tjá og tundri fyrir okkur . . . hver skemtunin rak aðra. . . Þeir taka manni vel á Pennsylvania-gistihúsinu, sem er eitt af stærstu gistihúsum borgarinnar, en hvort það er satt, sem þeir segja í litlum bæHlingi, sem er í hverju her- bergi, að 1500 manns “vinni fyrir gestinn” á gistihúsinu, skal eg láta ósagt. Sumir segja, að það sé ó- mögulegt að snúa sér við í New York, án þess að það kosti peninga . . . og er töluvert til í því, en það er langt frá því, að allar skemtanir í New York kosti fé. . . Það er skemtun að horfa í búðargluggana á 5th Avenue . . . það er skemtun að athuga troðninginn um fimm- leitið á neðanjarðarbrautunum . . . og það er skemtun, og um leið lærdómsríkt, að athuga andlitin á fólkinu, sem stendur á Times Square og les síðustu fréttirnar, sem dag og nótt, án afláts, þyrlast áfram í mann- hæðastórum rafmagnsstöfum á þakinu á Times-byggingunni. Það er álit manna yfirleitt í Bandaríkjunum, að fólkið í vesturríkjunum sé vingjarn- legra og viðmótsþýðara en fólkið í austurríkjunum og þá sérstaklega í New York. . . En það er ekki mín reynsla . . . yfirleitt held eg, að hvar sem er í heiminum séu alminleg- heita manneskjur, ef maður sjálfur kemur vingjarnlega fram við fólk . . . þ. e. a. s. það hefir oftast nœr verið reynsla mín. . . En ýmislegt er ólíkt þar eystra . . . það er algengt að sjá konur reykja sígarettur á götunum í New York, en það sést sjaldan hér vesturfrá . . . en hversvegna líta flestar þeirra út, eins og þær séu að gera eitthvað ákaflega djarft! . . . Eins tók eg eftir því, að af- greiðslufólk í búðum í New York raular ekki fyrir munni sér, eins og það gerir oft hér á vesturlandi . . . en það er ósið- ur, sem maður líklega aldrei getur vanið sig við. Já, rauðskinnarnir seldu Manhattan, þar sem New York nú stendur, fyrir eina flösku af Whisky . . . og á dögunum sýndi amerískur kunningi okk- ur (“presidentinn” fyrir Sono- tone-félaginu) skrifstofubygg- ingu eina á 5th Avenue, sem firmað hans er að taka á leigu . . . en Ieigan var 36 þúsundir dollara á ári! Það er ýmislegt, sem er hvimleitt í New York. . . Mér leiddist að heyra síðasta “slag- arann”: “The Last Time I Saw Paris” klingja við hvar sem maður kom, nótt eða dag. . . Mér leiddist — og er þó ekki trúuð manneskja — að heyra sunginp, og fáránlega dansað- ann eftir í “Louisiana Pur- chase”, negrasönginn, eða sálminn, “The Lord Done Fixec Up My Soul” — viðkvæðið er “lof sé guði” — . . . eg sé enga afsökun fyrir slíku guðlasti. . . En þetta er “stóra borgin” . . . það er í “Louisiana Purchase” að leikarinn William Gaxton Canacla Kallar Canada hefir ástæðu til þess að vera þakklátt á þessum þrauta tímum. Canada er þrjú þúsund mílur frá skothríðinni sem er að leggja Evrópu í eyði. Hið mikla úthaf aðskilur oss frá grimdaræði þýzku hersveitanna. Stærstu flotar veraldar—Breta, Bandaríkjanna og Canada,—eru á verði milli vor og óvinanna. Við höfum volduga vinaþjóð, sem sennilega er hin auðugasta og voldugasta í heiminum, á vora hlið. CANADA MÁ VIÐ ÞVÍ AÐ FÆRA MIKLAR FÖRNIR Þessi styrjöld er véla styrjöld. Við höfum nikkel . . . eir . . . b\ý . . . sink og aðra málma sem hernaðar iðnaðurinn þarfnast. Við höfum aðgang að járni. Við getum búið til stál. Við höfum komið upp verksmiðjum sem vinna úr þessum málm- um til þess að framleiða flutninga vagna, skriðdreka, byssur, flugvélar og hafskip. Við höfum iðnaðarmenn og verksmiðjur nægar til að vinna þetta í stórum stíl. Canada hefir hveitið og gnægð matar. Látum okkur vera þakkláta og við öllu búna. Canada er auðugt—sennilega eitt auðugasta land heimsins eftir fólksfjölda, látum oss nú eftir megni, reyna orkuna. Framtíð þjóðfélagsins hvílir á sigri. Við verðum að sigra svo við getum lifað. KRÖFUNUM MUN FJÖLGA Margar kröfur hafa verið gerðar til canadisku þjóðarinnar um fé síðan hún gekk í lið með Éretum. Kröfunum mun fjölga. Látum oss horfa ókvíðna gegn framtíðinni. Canada getur borið byrðina. En hvert mannsbarn verður að bera sinn skerf. Þetta er alvarlegasta stundin í sögu vorri. Látið þá sem skrifa framtíðarsögu þjóðar Canada segja hið sama og þeir munu segja . um heimaþjóðina: “Þetta var þeirra eldraun. TAKTU NU A BYRÐINNI... 0G LYFTU DEPARTMENT OF FINANCE. CANADA sýnir — í bendingaleik — hvernig kona fer í lífstykkið sitt, sem hefir gert mikla lukku . . . og mér datt í hug það kvöld, meðan eg horfði á, að konur þær, sem sátu við hliðina á mönnunum, sem hlógu mest að þessu, voru held- ur en ekki feimnislegar . . . en hlægilegt var það. . . Mér leiddist að sjá og heyra trumbuslagarann f r æ g a , Krupa. . . Maðurinn óskapast við trumbuna, eins og hann sé ekki með öllum mjalla . . . en hann er uppáhald New York- fólksins sem stendur og stýrði hljóðfærasveit sinni á Penn- sylvania-gistihúsinu . . . og fult hús á hverju kvöldi. . . Dag einn, meðan við áttum þar heima, hafði Krupa þessi boðið 500 skólapiltum til þess að hlusta á sig og sveit sína og til þess að hafa fréttaviðtal við sig .. . 5000 komu og alt endaði i háa lofti. . . strákarnir réðust á Krupa, rifu hnappana af föt- unum hans og tóku jafnvel af honum hálshnýtið hans — í endurminningarskyni — hann mátti víst prisa sig sælann, að hann komst lífs af úr þessu ati. . . En þetta var alt gert í ást og aðdáun. . . Slik er af- guðadýrkunin í New York. Eg er ekki stíf í talfræðinni og er því ekki fær um að segja, hvað margir næturklúbbar eru í New York . . . en margir eru þeir og aðeins fáir þeirra, sem hafa verulega fyrsta flokks söngvara, eða dansfólk, sem nokkuð er gaman að . . . þ. e. a. s. ef maður hefir séð margt gott af slíku tagi um æfina og hefir nokkra dómgreind til að bera . . . það er yfirleitt móðg- un að bjóða fólki upp á slíkt rusl . . . og ekkert er stórkost- legt eða eftirtektavert, sem maður fær á þessum klúbbum . . . nema reikningurinn, auð- vitað. . . Nýi næturklúbburinn á Broadway, sem kallaður er “Island” (Iceland) er feiknar- lega stór, en hefir ekkert sér- staklega íslenzkt til að bera nema nafnið, víkingaskipið, sem hljóðfærasveitin situr í og íslénzka flaggið, sem málað er yfir leiksviðinu. . . Sýningin, sem þar fer fram er jafn-léleg, sem á öðrum næturklúbbum og fólkið, sem sækir klúbbinn, yfirleitt ekkert skrautfólk . . . en maturinn er góður. . . Sama má segja um sænsku nætur- klúbbana, sem nú eru, eins og “ísland” hæstmóðins vegna “Smörgaasbord”-tískunnar, en hún er nú í almætti sínu um alla Ameríku. . . (Vonandi fær hún langa lífdaga, sú tízka, því hún sannarlega ætti að hjálpa sölu íslenzkra afurða). ... í næturklúbbunum sér mað- ur margt skrítið fólk .. . stund- um situr þar ameríski eigin- maðurinn með konu sinni og er á andliti hans þessi sérstaki, þolinmóði svipur, sem altaf er þar, þegar konan lætur dæl- una ganga. . . En stundum sit- ur þarna ameríski (eigin)mað- urinn með fríðri kvensu, sem augsýnilega ekki er eiginkonan hans , , , en þá er miklu meira líf í karli... En það myndi taka of mikið rúm, að segja frá öllu því skringilega, sem fyrir aug- un ber á New York-nætur- klúbbunum. Ekki fanst mér neitt sérlega til um New York-matsölustað- ina, jafnvel ekki þá sem dýr- astir eru . . . þó komum við á einn þeirra, sem var óvanaleg- ur. . . Francis-matsölustaðinn nálægt Wall Street . . . þar dýrka þeir minningu George Washington, en hann hélt þar fund með hershöfðingjum sín- um á árunum, sem löngu eru liðin. . . Alt er þarna gamal- dags og dyravörðurinn er klæddur í einkennisbúning hersins á tímum Washington’s . . . og get eg ekki stilt mig um að taka fram — þegar öllu er á botninn hvolft hefi eg verið gift Dana í 16 ár, en Danir eru matelskir — að maturinn á þessum fornfálega stað er al- veg ágætur. . . Yfir matsölu- staðnum kvað vera safn, þar sem ýmsir hlutir eru sýndir, er “faðir landsins” átti . . . en eg verð að meðganga, að safnið sá eg ekki . . . þegar maður kemur til New York sextánda hvert ár, nennir maður ekki að fara á forngripasöfn eða önnur söfn . . . og dýragarðinum lofar maður að eiga sig með apakött- unum og öllu saman. Mesta skemtunin mín í New York var að hitta Islendinga, sem þar eiga heima. . . Jón Guðbrandsson, frændi minn, sem er framkvæmdarstjóri Eimskipafélags Islands á staðn- um, var okkur heldur en ekki haukur í horni og engar ýkjur eru það, að hann er það sem kalla má óskafrændi. . . Með honum fórum við í heimsókn til annara Islendinga í borg- inni og alt það fólk tók okkur með kostum og kynjum . . . það var eins og að koma heim, að hitta Islendinga eftir öll þessi ár og heyra íslenzkuna hljóma í kringum sig. . . Kon- urnar, íslenzku, sem eg hitti, tóku á móti mér eins og væri eg systir þeirra, sem þær hefðu heimt úr helju . . . það verður mér ógleymanlegt, þótt eg ætti að lifa það að verða hundrað ára. Island hefir veglega alræðis- skrifstofu á ágætum stað í New York . . . og Thor Thors aðal- ræðismaður og fjölskylda hans eiga stórt og huggulegt heimili í einum af indælu bæjunum á Long Island . . . þau hjón eru prýðilega gestrisin og gaman að heimsækja þau. . . Eg man eftir Thors sem litlum hnokka í Reykjavík og frú Ágústa heimsótti mig á árunum í Höfn. . . . Öllum ber saman um, að aðalræðismaðurinn sé mikill ræðuskörungur, jafnt á ensku sem íslenzku, og dugnaðar- maður í hvívetna . . . þetta er framúrskarandi myndarlegur maður og hefir óvenjulega fallega framkomu, en það er ákaflega þýðingarmikið fyrir mann í hans stöðu. . . Frú Ágústa er fögur kona . . . hún hefir græn augu, en af þeim augum munu flestar konur öf- unda hana. . . Ennfremur er

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.