Heimskringla


Heimskringla - 21.05.1941, Qupperneq 4

Heimskringla - 21.05.1941, Qupperneq 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. MAÍ 1941 Hdtttskringla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudeffi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 Off 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖH viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON LJItanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 21. MAl 1941 ALDARFJóRÐUNGS AFMÆLI JÓNS SIGURÐSSONAR FÉLAGSINS Tuttugasta mars núna í vor, átti Jóns Sigurðssonar félagið I. O. D. E. aldar- fjórðungs afmæli, sem var haldið hátíð- legt með afar fjölmennri samkomu og afmælisveizlu í Sambandskirkjunni í Winnipeg. Félaginu bárust heillaóskir og afmælisgjafir. Ein besta afmælis- gjöfin það kvöld var söngur hinnar á- gætu söngkonu Maríu Markan, sem syngur ekki einungis eftir listarinnar reglum, heldur líka með skapandi krafti listrænnar sálar. Er það auðheyrt, hvort heldur hún syngur hin ljúfustu vöggu- ljóð, eða magni þrungna operu söngva. Um annað, er var þar til skemtunar fjöl- yrði eg ekki, því bæði íslenzku vikublöð- in fluttu greinilegar umgetningar um þessa samkomu. Mrs. J. B. Skaptason, foseti Jóns Sig- urðssonar félagsins, stjórnaði samkom- unni og mun öllum, er þar voru staddir, hafa verið það sérstakt ánægjuefni, að sjá hana í forsetastólnum þetta kvöld, því frá byrjun félagsins hefir hún verið lífið og sálin í starfsemi þess. Var hún upphafsmaður og aðal stofnandi félags- ins og forseti þess hefir hún verið að öllu samantöldu í tólf ár. Hafa áhrif hennar verið heillarík og kastað virðulegum brag yfir félagið, enda má svo að orði kveða, að hún hafi alið það upp með móðurlegri umhyggju. Jóns Sigurðssonar félagið var stofnað og er starfrækt af íslenzkum konum hér í borginni. Starfsvið þess hefir verið meðal íslendinga og vinna þess hefir verið til styrktar íslenzku fólki. Sé starf félagsins athugað frá þjóðræknislegu sjónarmiði, hefir það lagt sinn skerf til þeirra mála og það eigi lítinn. Að vísu hefir það verið þyrnir í aug- um sumra íslendinga, að vita Jóns Sig- urðssonar fél. standa í sambandi við hið öfluga canadiska kvennasamband I. O. D. E. Var það félag upphaflega stofnað í Austur-Canada, en á nú deildir hér í landi frá hafi til hafs, heima á Bretlandi og suður í Bandaríkjum. Markmið þessa félags er fyrst og fremst að styðja og styrkja sambandið milli Canada og Bretlands. Auk þess lætur það sig varða ýms velferðarmál innan þjóðfélagsins, eins og t. d. fræðslu og uppeldismál, líknar og hjúkrunar starfsemi o. fl. Með- an á fyrra stríðinu stóð, vann I. O. D. E. félagið feiknin öll í sambandi við að styrkja sjúkrahús hermannanna og bar mjög fyrir brjósti velferðarmál þeirra, bæði heima fyrir og á vígstöðvunum. í þeim málum stendur I. O. D. E. félagið í beinu sambandi við Rauða Kross fél. og einnig á vissum sviðum við stjórnarvöld- in og var þessvegna á ýmsan hátt, kunn- ugra um hvernig hentugast var að haga til hjálpar starfsemi viðvíkjandi stríðinu. Það liggja æfinlega orsakir til allra hluta, svo var um stofnun Jóns Sigurðs- sonar félagsins og samband þess við I. O. D. E. félagið. Mrs. J. B. Skaptason hafði kynst starfi þessa félags og verið um tíma meðlimur í Gladstone I. O. D. E. deildinni hér í Winnipeg. Hún var sjáTf hermanns kona og gaf því sérstakan gaum allri hjálparstarfsemi félagsins í sambandi við stríðið. Hún færði það í tal við nokkrar vinkonur sínar, að þær ættu að ganga í Gladstone deildina. Mrs. Guðmundur Simmons, tengda- systir Mrs. Skaptason, varð fyrir svör- um, kvaðst hún ekki viljug til þess að ganga í enskt félag, en bætti svo við: Gætum við ekki myndað samskonar ís- lenzkt félag? :— Þar með féll talið niður. En Mrs. Skaptason hugsaði nú um það fram og aftur hvort það mundi verða mögulegt undir kringumstæðunum, að stofna I. O. D. E. deild meðal Islendinga. Þar kom þó að, að hún boðaði til fundar á heimili sínu 20. marz 1916. Á fundin- um mættu erindsrekar frá öllum íslenzku kirkjunum, sem þá voru í Winnipeg. Mrs. Colin H. Campbell mætti fyrir hönd I. O. D. E. félagsins, hefir hún gengist fyrir útbreiðslu þessa félags hér í Mani- toba. Málið var svo rætt fram og aftur og félagsstofnun fékk góðar undirtektir. Sýndist þeim konum, er þarna voru staddar að með svona löguðum félags- samtökum, yrði íslenzkum konum hægra um hönd og þátttakan yrði almennari, í því að hlynna að íslerizkum hermönnum bæði á vígstöðvunum og heima fyrir. Sömuleiðis virtist konunum að öll líkn- arstarfsemi, sem íslenzkar konur höfðu með höndum í þarfir stríðsins, yrði með þessu móti meira skipulögð. — Svo Jóns Sigurðssonar félagið var stofnað. Með því að velja sér það virðulega nafn, setti félagið markið hátt, og tók sér líka á herðar ábyrgð gagnvart íslenzku þjóð- erni. Á þeim dimmu dögum var það andlegur styrkur að hugsa um þann mann, sem aldrei hopaði á hæl í barátt- unni fyrir frelsi og þroska íslenzku þjóð- arinnar. Sameinaðar ætluðu íslenzku konurnar sér að vinna innan þessa félags, að ýmiskonar mannúðar og menningar málefnum. Eins og eg tók fram áður, voru stofnendur félagsins konur úr and- stæðum félögum, útaf fyrir sig var það hálfgert kraftaverk að þær tóku þarna höndum saman og hafa ætíð unnið síð- an, innan þessa félags, með friði og vin- semd að öllum félagsmálum. Margar þær konur, er þarna mættust, höfðu svo að segja aldrei talast við eða kært sig um að kynnast. Þannig urðu sameigin- leg áhugamál, íslenzkra kvenna, til þess að brjóta skörð í ófriðar múrana. Þjóð- ræknisfélagið, sem hefir unnið að því að sameina starfskrafta Islendinga á ýms- um sviðum var stofnað 3 árum síðar. En þá voru íslenzku konurnar orðnar samvinnuvanar, vináttu og kunnings- skapur hafði myndast milli þeirra og þrifist innan Jóns Sigurðssonar félagsins. Á stofnfundinum var Mrs. J. B. Skapta- son kosin forseti félagsins. Aðrir forset- ar hafa verið: Mrs. J. Carson, Mrs. Sigfús Brynjólfsson, Mrs. J. Thorpe og Mrs. Þorsteinn BorgfjÖrð. Allar þessar kon- ur hafa veitt félaginu prýðilega forstöðu, enda var hér um atkvæðamiklar konur að ræða, sem voru þeim gáfum gæddar að þær voru færar um að stjórna um- svifamiklum félagsskap. Frá byrjun fé- lagsins hafa verið kjörnir heiðursforset- ar þessar konur: Frú Lára Bjarnason, Mrs. Sigtryggur Jónasson, Mrs. B. J. Brandson, Mrs. F. J. Bergmann, Mrs. B. B. Jónsson, Mrs. Rögnvaldur Pétursson og Mrs. Skapti Brynjólfsson. Hafa þær allar átt og eiga ítök í hjörtum Islend- inga og hafa þær stutt félagið með ráði og dáð. Sama má segja um allar þær konur, sem skipað hafa embætti í stjórnarnefnd félagsins, þær hafa verið mætar konur í íslenzka félagslífinu hér í borginni. Nöfn þeirra allra hefði eg viljað nefna, en í þessu greinarkorni gefst ekki rúm fyrir svo langa nafnaskrá, en hún er geymd á bókum félagsins og einnig í íslenzku vikublöðunum. En besta og varanlegasta minning þeirra allra, ligg- ur í því starfi, sem félagið hefir afkastað og þeim áhrifum, sem það hefir haft á félagslíf Islendinga í heild sinni. — Þó get eg nú ekki stilt mig um að minnast á Mrs. E. Hansson, vegna þess að hún er eina konan, sem hefir átt sæti í stjórn- arnefndinni frá því félagið var stofnað, fram til þessa dags. Þótt hún sé nú komin yfir áttrætt er hún samt enn ung í anda, ern ög hress, með lifandi áhuga fyrir öllum félagsmálum. Jóns Sigurðssonar fél. átti strax í byrjun miklum vinsældum að fagna meðal íslendinga. Konurnar tóku því svo vel, að á tiltölulega stuttum tíma taldi það um 200 meðlimi. Þegar í byrj- un varð starfið umfangsmikið. Stríðið var farið að þrengja að fólki æði mikið og útlitið var þá alls ekki glæsilegt, svo það var í mörg horn að líta. Enda létu Jóns Sigurðssonar konurnar hendur standa fram úr ermum. Margar eldri kon- urnar voru landnámskonur og sumar þær yngri dætur landnemanna, aldar upp við það að horfast í augu við erfið- leika, hlífa sér ekki við vinnu og vera hjálpfúsar þegar öðrum lá á liðveizlu. Oft finna menn, “að blíð er bætandi hönd”, en aldrei betur en á neyðartímum stríðs og dauða. Til þess að hafa upp peninga hélt fé- lagið skemtisamkomur, dansa, spila- fundi, kaffisölur og stórkostlegar útsöl- ur. Að útsölunum unnu félagskonur kappsamlega, vinir félagsins bæði í borg- inni og út um sveitirnar gáfu því mikið af fallegum munum. Voru útsölur fé- lagsins einna drýgstu inntekju lindirnar, því öll vinna og alt efni var gefið. Félags- konur unnu svo að segja nótt og dag að alskonar saumum og hannyrðum, hekli og prjónlesi og heimilisiðnaði. Var sumt af því verki svo vandað og fallegt að það hefði sómt sér vel á hannyrða sýningum, enda seldist það eftir því. Samkomur félagsins voru æfinlega vel sóttar og báru yfir sér hátíða brag. Úr- vals ræðumenn íslendinga, bezta söng- fólk og færustu hljóðfæraleikendur skemtu þar. Þegar góða gesti bar að garði eins og nú síðast Maríu Markan, voru þeir félaginu hjálplegir. Vil eg sérstaklega minnast á hina listrænu leikkonu Islendinga, frú Stefaníu Guð- mundsdóttur ,sem dvaldi hér um stund- arsakir með Vestur-íslendingum. Þann tíma, sem hið aldna tónskáld, prófessor Sv. Sveinbjörnsson var hér í Winnipeg, var hann félaginu velviljaður og kastaði hann æfinlega ljóma yfir þær samkom- ur, sem hann aðstoðaði. Núna þegar eg er að skrifa þetta man eg svo marga, sem skemtu vel og skemtu oft á sam- komum félagsins, en margir þeirra eru nú ekki lengur hér. Með svona lagaðri starfsemi hafði fé- lagið saman mikla peninga, enda þurfti mikils með, fyrst og fremst á meðan stríðið stóð yfir og svo síðar fyrir útgáfu- kostnað Minningarritsins. Frá því fé- lagið var stofnað 1916 og þar til stríðinu lauk 1918, munu inntektir félagsins hafa verið um $8,000.00 og gekk um $6,000.00 af því fé til aðhlynningar hermönnunum og skylduliði þeirra. Þegar í byrjun fékk félagið nafnaskrá yfir íslenzku hermenn- ina og við þann lista bættust óðum nöfn allra þeirra sem gengu í herinn 2 síðustu árin. Kvaðirnar urðu fleiri og meiri viðvíkjandi ýmiskonar líknarstarfsemi í sambandi við stríðið. Fátækar ekkjur og munaðarlaus börn þurftu þess með að hlúð væri að þeim og það reyndi félagið að gera af fremsta megni. fslenzkum gamalmennum og einstæðingum, sem lítið höfðu fyrir framan hendur, sendi félagið jólaglaðning, því meira gat það ekki heitið. Heimboð hafði félagið af og til fyrir íslenzku drengina, sem voru við æfingar í herbúðunum hér í grendinni, oft og tíðum fjarri vinum og frændum. En fjölmennustu heimboð félagsins voru tvö samsæti, er haldin voru til að fagna heimkomnum hermönnum og hjúkrunarkonum. Fyrra samsætið var í Royal Alexandra gistihöllinni 6. jan. 1919, sátu það um 300 manns. Hon. Thos. H. Johnson stýrði því með fjöri og bauð hann gestina velkomna. Aðrir ræðumenn voru þeir dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman lögfræðingur og Lieut.- Col. H. M. Hannesson, sem þá var ný- kominn heim frá Frakklandi. Sigurður J. Jóhannesson (eldri) flutti kvæði fyrir minni hermannanna, og einn heimkomnu hermannanna, J. Jónatansson, flutti fallegt kvæði og þakkaði Jóns Sigurðs- sonar félaginu fyrir sendingarnar til hermannanna. — Auk þess var skemt með söng og hljóðfæraslætti og að lok- um ávarpaði forseti félagsins, Mrs. J. B. Skaptason, gesti og heimamenn. Seinna samsætið var haldið ári síðar, 11. febr. 1920, í Manitoba Hall. Voru þá allir her- menn komnir heim, er áttu afturkvæmt og var sú veizla afar fjölmenn. Meðal annara héldu þar ræður Sir. Jas. Aitkins fylkisstjóri Manitoba og C. F. Gray borg- arstjóri í Winnipeg. Mæltu þeir fagur- lega til Islendinga. Og þar var Svein- björnsson með frumsamin lög og söng- menn til að syngja þau. Bæði þessi sam- sæti báru y/ir sér gleðibrag, því af heil- um hug var þeim fagnað, sem menn höfðu heimt úr helju og voru nú komnir heim sigri hrósandi. Nokkru síðar fagnaði félagið öðrum heimkomnum hetjum, en það voru Fálk- arnir, þegar þeir komu til baka úr sinni olympsku frægðarför. í því samsæti var mikill veizlufagnaður, því allir íslend- ingar glöddust yfir sigri þeirra. Einnig hefir félagið, af og til, haft gestaboð fyrir langferðakonur, sem heimsótt hafa landa hér í Winnipeg. Vil eg nefna til þær: Stefaníu Guðmunds- dóttur leikkonu, skáldkonurnar Jakob- ínu Johnson og Láru G. Salverson. Þegar frk. Hólmfríður Árnadóttir var hér á ferð, flutti erindi og sýndi myndir, fagnaði félagið henni og sömuleiðis frú Kristínu Sím- onardóttur frá Reykjavík. Frk. Halldóra Bjarnadóttir var gest- ur Jóns Sigurðssonar fél. engu síður en annara íslenzkra kven- félaga, sem tóku á móti henni hér vestra. Tók félagið sinn þátt í kveðjusamsæti því, er henni var haldið skömmu áður en hún lagði af stað heimleið- is. Öllum þessum góðu gest- um, höfðu félagskonur ánægju af að kynnast. Þá ætla eg lítillega að minn- ast á umfangsmesta, vanda- samasta og á margan hátt örð- ugasta verkið, sem félagið tók sér fyrir hendur að koma í framkvæmd. Og það var að gefa út Minningarrit íslenzkra hermanna. Félagið hafði borgað allan kostnað í sambandi við eina sjúkrastofu á hermanna sjúkra- húsi I. O. D. E. kvennasam- bandsins hér í borginni. Var það gert til minningar um Magdal Hermannsson, fyrsta íslendinginn, sem féll á Frakk- landi 28. apríl 1915. Varð sú sjúkrastofa fyrsta byrjunin til minnisvarða hugmyndar, sem síðar varð að framkvæmdum. Um það bil að stríðinu lauk var það orðið félagskonum um- hugsunarefni með hverju móti félaginu yrði mögulegt að reisa þeim íslendingum, sem höfðu látið líf sitt í stríðinu, ein- hverskonar sérstætt minnis- merki. Ýmsar hugmyndir og uppástungur komu fram í sam- bandi við það mál. Ein var t. d. sú að byggja -lestrarsal og koma upp bókasafni fyrir Is- lendinga en til þess að geta gert það myndarlega, skorti félagið fé. Sama ástæðan kæfði fleira, sem konunum kom til hugar. Það mun hafa verið Mrs. J. B. Skaptason, sem fyrst varð til þess að færa í tal, að félagið gæfi út Minningar- rit, með myndum og stuttum æfisögum þeirra, er höfðu látið líf sitt af völdum stríðsins. Þessari hugmynd var vel tekið og var hún brátt samþykt. — Hugðu félagskonur að þetta mundi verða tiltölulega auð- velt verk að höndla. En um það bil að upp var sagt varð nú reyndin samt önnur. Um það leyti að útgáfumálið var að komast á fastan fót, fóru konurnar að athuga það nánar frá ýmsum hliðum. Her- mennirnir voru komnir heim, sumir þeirra svo illa til reika að þeim var ekki hugað langt líf. Og svo var enn önnur á- stæða fyrir því, að bókin var stækkuð. Eftir töluverða um- hugsun, komust félagskonur að þeirri niðurstöðu, að frá sögulegu sjónarmiði yrði bókin ekki fullnægjandi, nema að þar yrðu taldir allir þeir Vest- ur-íslendingar, menn og konur, sem tekið höfðu þátt í herþjón* ustu á stríðsárunum frá 1914- 18. . Með þeirri breytingu og við- bót, var vitaskuld alt starfið í sambandi við útgáfu bókarinn- ar svo margfalt örðugra og um- svifameira. 1 full fjögur ár var unnið, hvíldarlítið að því, að eltast við að smala heimild- um saman um þvera og endi- langa Norður-Ameríku. Og þó, því miður, náðust þær aldrei allar. Á sama tíma hafði félagið með höndum fjársöfnun fyrir útgáfu kostnaði og gekk það furðu vel. Sumir voru meira að segja svo velviljaðir þessu fyrirtæki, að þeir sendu félag- inu peningagjafir. íslenzku vikublöðin í Winnipeg gáfu þessu máli fult fylgi sitt og var hjálp þeirra ómetanleg. Þau voru tengiböndin milli fjar- lægðanna og í gegnum þau náðist oft í heimildir, sem að öðrum kosti hefði verið ómögu- legt að hafa upp á. Islendingar í heild sinni, tóku þessu máli drengilega og frændur og vinir hermannanna voru félaginu sérstaklega hjálplegir, á svo margan hátt. Og vegna þess að bókarmálinu var alment svona vel tekið, varð útgáfa Minningarritsins möguleg. Nefndin, sem kosin var til að vinna að bókarútgáfunni, var skipuð þessum konum: Mrs. J. B. Skaptason, Mrs. Finnur Johnson, Mrs. G. Búa- son, Mrs. Þorsteinn Borgfjörð, Mrs. W. J. Líndal, Mrs. P. S. Pálsson og Mrs. Gísli Jónsson. IVar Mrs. Finnur Johnson for- j maður nefndarinnar og Mrs. G. iBúason ritari. Að henni lát- I inni annaðist Mrs. F. Johnson að miklu leyti um bréfaskriftir nefndarinnar. Mrs. P. S. Páls- son sá um alla reikningsfærslu í sambandi við sölu.bókarinnar og annaðist útsendingu hennar. En öll nefndin starfaði í sam- einingu og með áhuga. Er þýðingarlaust að útskýra alla þá margþættu vinnu, aðalat- riðið var, að bókin kom út vor- ið 1923 og verkinu var lokið. Til Minningarritsins var mjög vandað að öllum ytra frá- gangi og hvað innri frágang snertir, nægir að benda á nöfn þeirra manna, er nefndin fékk til að skrifa bókina. Formál- ann ritaði dr. Rögnvaldur Pét- ursson og einnig æfiminningar föllnu hermannanna, eftir heimildum. B. L. Baldwinson, fyrv. ritstj. “Heifnskr.” skrifaði líka eftir heimildum, öll æfiágrip heim- komnu hermannanna. Rit- gerðirnar, sem eru nokkurs- konar söguskýringar í sam- bandi við stríðið og þátttöku Islendinga í því, rituðu þessir menn: Próf. Þorbergur Þorvaldsson Dr. B. J. Brandson George Peterson, lögfræðingur Séra Björn B. Jónsson Dr. Sigurgeir Bardal Séra Guttormur Guttormsson Ennfremur las dr. Rögnvald- ur Pétursson fyrstu tvær próf- arkir, leit eftir efnisniðurröðun í samráði við nefndarkonurnar og lét sér á allan hátt jafn ant um bókina eins og hann væri sjálfur útgefandinn. Gísli Jóns- son las síðustu próförk, gaf leiðbeiningar um frágang og ytra snið bókarinnar. Allir þessir menn, sem hér hafa ver- ið taldir gáfu félaginu hjálp sína og fyrirhöfn án endur- gjalds. — Samt varð útgáfu- kostnaðurinn afar hár og fé- lagið varð að taka lán. En bókin seldist vel og allar skuld- ir í sambandi við hana voru borgaðar. Um tíma vann félagið svo á- fram, mestmegnis að ýmiskon- ar líknarstörfum. En svo komu fjárkreppu árin og allur félags- skapur átti þá erfitt uppdrátt- ar. En mestmegnis fyrir á- huga og dugnað þáverandi forseta, Mrs. Þorst. Borgfjörð, lifði Jóns Sigurðssonar félagið af þau harðinda ár. Eitt af því, sem félagið hefir gengist fyrir nú á síðari árum, er að veita dálítinn styrk, ís- lenzkum ungmennum, sem hafa skarað fram úr við músík nám við Manitoba háskólann. Áður hafði félagið tekið lítillega þátt í því, að leggja til í sam- eiginlegan námsstyrk I.O.D.E. kvennasambandsins, sem veita árlega efnilegum háskólanem- endum héðan styrk til háskóla- náms heima á Englandi. Einu sinni vann íslendingur þann námsstyrk og þá lagði Jóns Sigurðssonar fél. ríflega af mörkum. En nú á Canada-þjóðin aftur, í stríði og þarf að taka á öllum sínum kröftum. Konur þessa lands leggja til sinn skerf og Jóns Sigurðssonar félagið mun ekki liggja á liði sínu nú, frem- ur en áður. Vestur-lslendingar mæla tímabil sín í stuttum skrefum, þegar einhver félagssamtök

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.