Heimskringla


Heimskringla - 21.05.1941, Qupperneq 5

Heimskringla - 21.05.1941, Qupperneq 5
WINNIPEG, 21. MAÍ 1941 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA hafa þrifist um aldarfjórðung, hafa landar hér von um að öllu se óhætt næstu tuttugu og fimm árin. En í seinni tíð eru þó margir farnir að líta fram- tíðina efandi augum hvað við- kemur langlífi íslenzkra sér- mála. Jóns Sigurðssonar kon- urnar hafa í tuttugu og fimm ár staðið í félagslegu sam- bandi við hinar voldugu Dætur Bretaveldis. En því andlega jafnvægi hafa þær haldið, að starf þeirra sýnir best að þær eru dætur íslands. Megi það þjóðernislega sjálfstæði, hald- ast og Jóns Sigurðssonar félag- ið lifa og þrífast um langan aldur. Svo að lokum bið eg afsök- unar á því hversu lengi það hefir dregist fyrir mér að hripa upp þessar lauslegu minningar, eins og eg hafði þó lofast til að gera í vor. Guðrún H. Finnsdóttir F R ó N hélt sinn mánaðarlega fund á venjulegum stað þann 15. þ. m. við mikla aðsókn. Læknir E. Steinþórsson lýsti áhrifum j styrjalda á hagi íslands að undanförnu. Verksmiðju eig- andi S. Thorkelsson, kominn fyrir sex vikum eftir árs dvöl á gamla landinu, bar kveðjur góðar, hrósaði ágætum viðtök- um, sem hann þakkaði ekki sínum vinsældum, heldur því að hann var landi að vestan. Hann sagði nýja þjóð upprisna á íslandi, hrausta, glaðværa, örugga til framkvæmda. Orfin væru víða lögð niður, árabát- arnir horfnir, heybands, skreið- ar og kaupstaðar lestir sæjust varla. Þegar við, gamla fólkið, mundum fyrst eftir, áttu ís- lendingar aðeins eitt haffært skip, gömlu Gránu, urðu að fá útlendinga til að stýra því um höfin, en nú eiga þeir sextíu stálskip, auk fjölda motorbáta, öll með íslenzkri áhöfn og öll borguð að fullu. Hann dáðist að dug og kappi sjómanna stéttarinnar, sjávar aflinn væri undirrót þeirra miklu fram- fara sem alstaðar blöstu við til sjós og sveita. Mjög mörg dæmi taldi hann til stórkost- legra breytinga, framfarir í jarðrækt, vinnubrögðum, ferða- lögum, húsagerð, fiskveiðum og nýtingu aflans, ásamt hraðvaxandi iðnaðar fyrir- tækjum. Ennfremur fann hann og gladdist yfir mikilli við- leitni landsmanna til fallegs lögulágs og prýðilegs útlits bæði húsa og annara handa- verka. Hann sagði sér aldrei hafa fundist Isl. hér vestra vera góðir verzlunarmenn (að sér sjálfum undanteknum og Gunn- laugi Jóhannssyni) og það sama virtist eiga sér stað GLATAÐI SONURINN Á GIMLI Eftir prófessor Watson Kirkconnell III. Heilsar annar ágúst fagur —Islendingum helgidagur— Fornan eið þeir endurnýja, ættjörð sinni daginn vígja. Streymir fólk úr öllum áttum, ýmsum vanið bygðaháttum; öllum gestum óttalausum allar götur liggja að Hnausum. Þar skal ársins hátíð halda, hátt og látt því bezta tjalda: þar skal synda, þar skal glíma, þar skal vekja forna tíma. Hátíðlega á helgum bletti hátíðina snemma setti víkingur að vexti oð rómi, vel kjörinn að allra dómi. Margt var sagt í máli stuttu, margir kvæði og ræður fluttu; Stephan G. og Guttorm báða gafst að heyra, af flestum þráða. Oft var minst á bræðrabandið, blessað gamla föðurlandið; minst á landnáms sigursvæðin, sögurnar og fornu kvæðin. Kjörlandið sitt kostaríka Canada þeir dáðu líka; margt að þakka móðurinni mundu — trúir fóstru sinni. Aleinn, sér, af engum kvaddur Ólafur var þarna staddur; horfði á alla helgi dagsins, heyrði tóna sigurlagsins. Eitt þó sá hann öðru fegra, öllu hinu dásamlegra: dýpstu þýðing þjóðverunnar, — það var krýning Fjallkonunnar. Skeður vart að fegri finni Fjallkonu en þessu sinni; ýmsir hneigðu að því talið, aldrei þótti betur valið. Svipfríð var hún, Sigrún hét hún, sálir flestum hlýna lét. hún; brosmild eins og forðum Freyja, fegurst allra Gimli-meyja. Sólbjart hár á höfði glóði, hrundi líkast geislaflóði haftalaust um herðar niður, henni fylgdi tign og friður. Há og grönn að hefðarsæti hiklaust gekk ’hún kvik á fæti; fríðar meyjar fagurklæddar fylgdu henni prýði gæddar. Glöð, en hógvær úti og inni, aldrei stolt af fegurð sinni; skerpu náms og skilning bar hún, skólasystir ólafs var hún. Hógvær sat í háu sæti, helgidagsins eftirlæti. — Úti í hópnum Ólaf sá hún, augun mættust, litum brá hún. Ástfanginn á augabragði ólafur á flótta lagði heim — og svaf ei næstu nætur, náðust engar sorgabætur. Hvernig átti hann að vinna himinn dýpstu óska sinna? Hann, sem flestir háðstönn bitu; hann, sem allir fyrirlitu. Vart hann gat — þó altaf ynni — unnið sér og móður sinni allra lægsta viðurværi. — Von um ekkert tækifæri. V Sömu bekki, sömu stóla sátu þau í barnaskóla; jafnt til náms þau jafnan fóru, jafningjar í flestu vóru. Sálir beggja sólskin vafði— Seinna lífið skamtað hafði honum smán, en henni lotning — hann var þræll, en Sigrún drotning. Svo var eitt, sem innra skar hann; allir sögðu að Walter Kvaran sér til handa sjálfum kysi Sigrúnu — með auð og glysi. Walter Kvaran hafði honum hjálpað framar öllum vonum þegar aðrir af sér bitu Ólaf, smáðu og fyrirlitu. Ibúð hans var hefðarstaður, hann var ríkur ekkjumaður, skipbrotsmönnum hjálparhella, heillavörður sleipra svella. ♦ Fríður þótti ei fólki Kvaran, fertugur að aldri var hann; þó var Sigrún sæmd af honum: sett á bekk með höfðingjunum. Lífi sínu hann lifði hreinu, lét sér aldrei skeika í neinu. Ólaf hjó það sviðasári: Sigrún mundi gift að ári.. Samt var, þegar Sigrún brosti, sál hans þídd úr öllu frosti. Það var eins og augað dyldi eitthvað, sem hann tæpast skildi. Þreyttur vann hann dag frá degi; draumum sínum slepti hann eigi. — Átti Sigrún áttir tvennar? — Eitthvað þýddi brosið hennar. Hann það sér í huga geymdi, hálfum við það sorgum gleymdi. Ásta þyrstur, vonavana vísu þessa kvað um hana: "Enn í leyni lífsmark á eg, lengi treinir Sigrún það. Hana eina elska má eg; ekki neina í hennar stað." Eins og sannur íslendingur Ólafur var hagyrðingur: höfuðstafi og stuðla kunni, stikaði létt á hringhendunni. Honum fanst sem ást hans yrði ótal sinnum meira virði * væri hún bundin léttu ljóði, ljóði til að raula í hljóði. Framhald í næsta blaði. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi heima: viðskiftin undir þung- um álögum, þar að auki viðjuð boðum og bönnum, svo sam- kepni væri sama sem dauð. Alt um það væri þjóðin, sem var svo fátæk, orðin rík: af mannvirkjum, dugnaði og for- sjálni. Þeir eru orðnir margir fyrir- lestrarnir um Island, sem við höfum hlustað á í síðastliðinn aldarfjórðung, en enginn var líkur þessari ræðu, sem stóð nokkuð á annan klukkutima, frásögnin var svo Ijós og lífleg, með látlausu fasi, lipru og gamansömu orðalagi, svo á- heyrendum varð dátt, sem þeir sýndu með tíðu lófaklappi. Ræðumanni virtist ekki liggja hátt rómur, þó heyrðist vel til hans, jafnt yzt í salnum sem inst. Mrs. R. Gíslason söng fjóra söngva við ágætar undirtektir, R. H. R. lék undir. Samkomunni stjórnaði forseti Fróns, Ragnar H. Ragnar, hann þakkaði vel þeim sem skemtu og minti viðstadda á samsöng barnanna með margvíslegri annari skemtun, sem fer fram í Fyrstu lút. kirkju þ. 29. þ. m. K. S. FJÆR OG NÆR Mr. Tryggvi Oleson, kona hans og barn, frá Toronto, Ont., komu til bæjarins í gær. Hann hefir verið við nám eystra, en dvelur heima hjá sér í Glen- boro yfir sumarmánuðina. — Námsgreinin sem hann hefir stundað í 3 ár, er sagnfræði. # # * Lúterska kirkjan i Selkirk Sunnud. 25. maí, 6. sd. e. páska. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. íslenzk messa kl. 7 e. h. Safnaðarfundur eftir messu. — Fólk vinsamlega beðið að fjöl- menna á messuna og fundinn. S. Ólafsson Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og n. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir Jacob A. Riss. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. Upplag þessara bóka er lítið. Þeir sem eignast vilja þær, ættu því að snúa sér sem fyrst til ráðsmanns Hkr. * * # Messur í Gimli Lúterska prestakalli Sunnud. 25. maí: Betel, morg- unmessa. Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli Gimli safnaðar kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason # * • LandnámssÖgu íslendinga í Vesturheimi má panta hjá Sveini Pálma- syni að 654 Banning St., Dr. S. J. Jóhannessyni að 806 Broad- way, Winnipeg og Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg. HITT OG ÞETTA Fæða sú, sem dýr með heitu blóði þurfa, fer eftir rúmmáli þeirra, en ekki þyngd. T. d. þurfa 5000 hagamýs 17 sinnum meiri fæðu en maður, sem veg- ur 68 kg., þótt þær vegi ekki meira en hann, vegna þess að rúmmál þeirra er 17 sinnum meira. ▲ Þjóðverjar í Bandarikjunum Meðal Þjóðverja í Bandaríkj- unum er nú rekin öflug áróð- ursstarfsemi í þágu Þýzka- lands. Þeir eru fjölmennastir í New York og Chicago. Talið er, að í New York séu 600 þús. manns af þýzkum ættum, en í Chicago 400 þús. Stjórnarvöld Bandaríkjanna fylgjast vand- Þarfnastu fjár? PRIVAT LAN ER SVARIÐ. Þér getið samið um lán við félag vort sé fyrirtæki yðar nokkurs vert, greitt það tiljbaka mánaöarlega. Vextir eru fægrí hjá oss en nokkrum öðrum í Win- nipeg, þar sem við höfum starfað í 20 ár. Komið, símið eða skrifið oss. Commercial Securities CORP. LTD. C. H. McFadyen, stjórnandi 362 Main St. Simi 93 444 lega með áróðri þessum. Flest- ir helztu áhrifamenn Banda- ríkjanna sem eru af þýzkum ættum, eru fylgjandi Bretum, eins og t. d. Wendell Willkie. Dregur það mjög úr áhrifum þessa áróðurs. ▲ Jón: “Hundurinn þinn var að spangóla í alla nótt og geri hann það í þrjár nætur, þá boðar það feigð”. Árni: “Hver heldurðu að deyi?” Jón: “Hundurinn”. ▲ Píanó-snillingurinn heims- frægi, Paderewski, kunni að leika á píanó þriggja ára gam- all. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið leoessQOSsoðeðosocoðððoseos VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. ÁTTUNDA FYRIRSKIPAÐA Manntal Canada 2. júní 1941 Manntal sýnir íbúatölu landsins — tölu karlmanna, kvenna og barna; landbúnaðinn, viðskiftin og iðnaðinn og hag þjóðfélagsins yfirleitt. Með því, er öllum stjórn- um landsins, sambands-, fylkja og sveita og bæja, gert auðveldara að vinna verk sitt betur og ódýrara, í hag hvers einasta borgara landsins. áSStSt^. Ábyrgðin sem hvílir á hverri stjórn á þess- __ um tímum, er svo mikil að hún getur ? ekki gert sitt bezta n nema með því móti að hún viti út í allar [T æsar um kringum- (__stæður þjóðarinnar. * Það er fyrir þessa á- stæðu að vér biðjum um samvinnu yðar við þetta manntal. Þegar skrásetjari kemur til yðar, þá takið honum vel og gefið honum allar hcor nnnlvcinomr Vtonn hiftnr Munið eftir að hann er í yðar þjón- ustu, segið honum rétt og fljótt frá öllu sem spurt er, það hjálpar stjórn- landsins, sem nú á við stríðs erfið- leika að fást, og til að sjá þjóðinni borgið eftir stríðið. ALLAR UPPLÝSINGAR VEITTAR SKOÐ- AÐAR SEM TRÚNAÐARMÁL Þér getið borið fult traust til skrásetjarans, um að halda upplýsingum leyndum. AUar upplýsingar sem þér gefið, verða skoðaðar sem trúnaðarmál, bœði af honum og Dom- inion Bureau of Statistics og geta aldrei verið notaðar á móti yður af nokkrum skatt- heimtu, hernaðar eða öðrum agentum eða í nokkrum dómsal. það er skylt að lögum, að svara spurn- ingum, en þér aðstoðið stjórn yðar mikið, á þessum alvarlegu timum með því að gefa upplýsingar fljótt og rétt, í anda góðs þegns. Issued by authority of The Honourable JAMES A. MacKINNON, M.P., Minister DOMINION BUREAU OF STATISTICS - DEPT. OF TRADE AND COMMERCE

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.