Heimskringla - 21.05.1941, Síða 7

Heimskringla - 21.05.1941, Síða 7
WINNIPEG, 21. MAÍ 1941 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA BRÉF TIL HEIMSKRIN GLU Mr. Sigurður Helgason tón- skáld var hér á ferð fyrir skömmu síðan. Hann heim- sótti mig og skýrði mér frá ferð sinni í þarfr svensks söngfé- lags sem heitir American Union of Swedish Musicians of Pacific Coast. Hann er aðal framkvæmdarstjóri þess félags. Hann fór frá Bellingham, Wash., (þar sem hann er bú- settur) þann 14. marz til Salt Lake City, Utah. Þar var hon- um haldin veizla og concert þann 16. s. m. þar sem hann var hyltur sem prófessor í tón- fræði. Hér með læt eg fylgja úr klippu úr blaði sem gefið er út í þeirri borg, þar sem ritstjór- inn getur um viðtal sitt við prófessor Sigurð Helgason: If more persons sang songs and played musical instru- ments there would be fewer acts of violence in the world today, is the opinion of Prof. H. S. Helgason, Bellingham, Wash., director of the Ameri- can Union of Swedish Singers. “People can’t sing and think of war at the same time,” Mr. Helgason said. “When there’s song in one’s heart it is diffi- cult to be cruel.” Eftir nokkra daga dvöl í Salt Lake City, fór próf. Helgasön í heimsókn til systur sinnar, Mrs. Ingibjargar Helgadóttur Kitson, sem býr í Las Vegas, Nevada; ráðskona hjá Jóni Sigurðssyni trésmið. Þaðan til Los Angeles og norður með ströndinni til Seattle og heim til Bellingham, þar sem áætlað er að ársþing félagsins verði haldið þetta ár. Það hefir fram að þessu verið alt of þögult um próf. Helga- son á meðal Islendinga, lítið um hann getið opinberlega, að undantekinni grein sem birtist í dagblaðinu “Vísir” í Reykja- vík um það bil sem hann varð sextugur og nokkrar línur sem sá sem þetta ritar fékk birt í sama blaði á sama tíma. Býr hann þó yfir allmiklu andlegu verðmæti á tónlistar sviðinu, því meira hefir hann verið þektur á meðal Svía. Um nokkur ár stjórnaði hann hér í Los Angeles sænskum karla- kór, 20 manns að mig minnir. Aldrei hefi eg hlustað á yndælli sönghljóma en frá þeim flokki eða séð stjórnað af annari eins list og próf. Helgason gerði að undanteknum hjá söngflokk Reykjavíkur við móttöku okk- ar heimfarenda í Reykjavík og söngflokkanna á Alþingishá- tíðinni árið 1930. Próf. Helgason hefir stjórn- að mörgum söngflokkum og samið mörg indæl sönglög. — Hann er, sem kunnugt er, son- ur hins valinkunna Helga Helgasonar í Reykjavík, sem var snildar söngfræðingur. — Föðurbróðir hans var Jónas Helgason sem um mörg ár síð- ast liðinnar aldar var organ- isti í dómkirkjunni í Reykja- vík. Á þeim árum var harla fátt um hljóðfæri í kirkjum á Islandi, heldur söng hver með sínu nefi eftir bestu getu. Al- staðar þar sem próf. Helgason hefir dvalið hefir hann haft á hendi miklar framkvæmdir á sönglistar sviðinu. Hann hefir látið þýða á svenska tungu ís- lenzka þjóðsönginn “Ó guð vors lands. Kona hans, Hildur Lingren Helgason, er sænsk að ætt. Hún er fyrirtaks piano leikari og hefir á hendi hljómlistar kenslu í heimaborg sinni Bell- ingham, Wash. Hún kann ís- lenzku svo vel að eg hefi heyrt hana syngja íslenzkt kvæði svo vel, að eg hefði haldið að hún væri íslenzk ef eg hefði ekki þekt hana, svo góður var framburðurinn. Alstaðar þar sem próf. Helga- son kemur fram lætur hann VEGUR DÝRÐARINNAR Sprengjur úr þýzkum flugvélum hafa leitt eymd og dauða yfir varnarlausa menn og konur um mestan hluta Evrópu. Spítalar, skólar, kirkjur og heimili hafa verið gerð að kuml-dysum og haugum. Bretar hafa ákveðið að stemma stigu þessa grimdar- æðis með vissum ráðum, með þeim árangri, að sprengju- skip nazista eru eyðilögð í stærra stíl hultfallslega en áður. Á myndinni er flak af þýzku flugskipi, sem skotið var niður nærri London. NOKKRAR VÍSUR TIL N. N. það vera mjög áberandi að hann er íslenzkur. Þorgils Ásmundsson MARTÍUS Eítir Stephan G. Stephansson Forspá: Víðlendast veraldar ríki, Voldugra en keisara-herdæmin: Vetur og Vindsvala kyn, Leysast mun senn upp af limafalls- sýki Likt eins og stórveldin hin. I. Fyrir gluggann minn gengu Glaða-sólskins dagar. Báru af ylgeislum yddum örvamælir fullan. Beint frá uppsölum árdags Undir randir þeirra Langt og gustmikið gólu Gullin-skýja lúðrar, Stefndu varðliði vors á Vetrarlönd til njósna. Upp í brag hef’ eg búið Bjarkamálin þeirra. Lát þig alls ekki undra, Þó orustuguðsins Nafni, skálda-máls skeið í Sköfnung sínum glamri. Né þó vígroða vorsins Varpi á héröð kvæða Yfir gulnaðan gróður, Genginn undan snjónum. * . Né þó launþráður ljóða Liggi í heimátt, þangað Sem að æsku-skeið og elli Upptök veit og þrot sín — Báðar borgir sér hlaða úr Barnagullum smáum. II. Vor! Ó, vor — Vor! með fjör og for. Efnið, sem að eilíft næði Yfir löng og spánný kvæði, Fram um ljóss og Íífsins svæði Hvert þitt leifða og lengda spor. Þú, sem árs og alda dyr Opnar fyrir gróður-gæði, Hvar sem tímgast blóm og byr. Vor, Þín skuld er ei þessi for — Hún er leif frá víkings-vetri, Valur hans á hverju setri, Meðan frelsi frjóva smárra I fold og sjó, Inn’ í dróma ísa-grárra Arma sinna, fékk þeim haldið. Gaddi gróf Kviksett líf, og hriða-hárra Hörkulögum skerpti valdið. Smáu fræi úr freðnum kögglum Frostið vildi ekki sleppa. Forin er Blökk og ber, Blóð, sem sprakk því undan nöglum Að því fanga-klær að kreppa, Þegar það læðing lyfti af sér. Vor, vor — Vor með fjör og for! Morgun-köll Kliðar snjöll Hlákan þín, við hraun og björk, Hrópandinn á eyðimörk! Vekur svana-söng, Sólskins-dægur löng — Grösin, sem þá gróa um völl, Grundir við og hæstu fjöll, Jafnvel mosinn Fölur, frosinn, Fylking drottins eru öll. Kristsmenn, krossmenn, Birtu og lífsins landnámsmenn. Krossfarar, Fylktir að vinna vöggurnar, Vonarsælli en grafirnar. Vor, vor — Vor með fjör og for Hvessibrýn Hretin þin, Stundar-hamli, á hlaup þér setta, Hik um það, hvað fyrst má spretta, Svo á bót sé byrjun rétt: Þau eru aðsókn öfug-drauma, Eftirlegur vetrar-strauma, Næsta dag af lofti létt. III. Viðlíkt hendir mörk og mann! Fúin, svellköld sinu-læða, Sólar felhellan Tefur fyrir guði að græða Gaddrunninn Sumargróður sinn, Þann sér hugsar hann — Hans er erfð ið unga, smáa, — Ekki skrælan háa-lága — Óskabarn hans alþýðan. Hans er vor Vor með fjör og for, Leiðvisun til lifsins anna, Ljóskveikjan í hugum manna, Frelsisþrá og framsýnt þor — Eitt sinn verða af alþjóð manna Allir vetrar-hlekkir bræddir, Synir ljóssins sumarklæddir — Lífsvon á ið sigur-sanna! Þið! Grösin, vaxin við Vosbúðina og harðlendið, Birkibeinar, búalið: Kona og karl! — Áburðurinn einsamall Ofþrif skóp og ógresið — Ljáið lið! Hvar sem ungur uppvaxandinn Unnið hefir leir og sandinn, Glæsti teiginn gróðurríka: Allar hendur unnu það! Eignuðust. landið, fyrir að Svelgja ei upp sína líka. Fram þú lýður! • Landavíður, Liggur i hlekkjum heimur þinn, Harðfrosinn Á hönd og fæti, en hjarta-þíður — Leys hann meðan lífið biður! Slíkt var þinna glapa gjald — Grimd og myrkri fyrir þér Sjálfur trúðir, sár og ber Gafst þig inum vonda á vald. Hræum þínum hörku-tól ■ Hlóðu sér i valdastól. Lát nú eigin dáðir duga, Djarfleik þinn og vorljóss-huga, Þó að forin fljóti í tárum — Þó það hlaupi á hundrað árum Hjörnin forn að yfirbuga. Lýður, bíð ei lausnarans, Leys þig sjálfur! Þínu eirðu — Oft voru fjötrar foringjans, Fastast sem að að þér reirðu. Sagan gjarnast eignar einum Afrekin þín, dreifði múgur! Samt mátt bera, svara-bljúgur, Sakir alls, sem hlaust af meinum. Því hefir hlotnast herra-staða Heimskra sagna mörgu fóli — Einn gat ráðið skipa-skaða Skeikull Páll frá Staðarhóli. Lengur mátt’ ei, þjóðlíf, þig um Þvældum trúa söngu-lygum, Magnið þinnar orku ugga, Auðsveip dýrka kalda skugga Uppi á hjarni hásætanna, Heimsins stærstu slysamanna. Æ í starfi oddvitans Alt sem vanst, til harms og gleði, Það var fylgdin foringjans, Fyrst og síðst, er sköpum réði. Skipstjórinn er heillum háður Hásetanna, mikilráður — Leifur hefir ekki áður Aleinn bjargað flota af skipum, Hríðföstum í hranna-gripum. Vorönn sú, að veturnóttum Vínlands góða auðnu-fundi Göfugri var á Grænlandssundi, Góðfrægari landnáms-dróttum, “Hepni” við hans heiti tengdi — Hún var það, sem nafn hans lengdi. IV. Fyrir gluggann minn gengu Glaðar sumar-vonir! Stefndu blysförum beint til Bjarmalands í framtíð, Girtar megingjörð morguns, Mannprýði og sannleiks, Merkt var handsal á hjálma, Hjartarót á skjöldu. slógu ljóma' fram um löndin, Leiftrum út i fjarlægð, Glæstu rósir og runn, að Regnbogum i austri. Báru hugsjóna-heimsins Heilögustu Ritning, Þar sem al-þjóðir áttu, Eftir hvern sinn spámann, öll sín vorkomu vitni: Vers og kapítula. Hófu sólar-ljóðs söngva Samerfingjar jarðar, Sérhvert þjóðerni þekti Þar í sína tungu. Komin gestur góður er göfugur mest og fróður, sá í flestu sóma ber — sagna festir gróður. Brott svo farðu friði í fljótt þó skarð ei byggist, höppin jarðar hljóttu frí hugans arður tryggist. 1 lífsstríði ötull sá öslaði víða snæinn, viðmóts þýður virðum hjá varpaði kvíða á glæinn. Hann er bæði heill og skýr, hampar fræði-brögum, á andans svæði syngur hýr söngva í kvæða-lögum. Traustur lengi tölti storð, tök á strengjum braga. Þessum dreng ei þrutu orð, — þó mun enginn klaga. Hans á tungu léku ljóð, lífs í þungu stími, afli þrungin andans glóð í var slungin rími. Dómgreind rétta rækja vann, róg og pretti níddi, máli þéttan þunga fann þegar réttast hlýddi. Títt hjá Braga treindi mas, tókst að laga bögur; lengst um daga laus við þras, — lífs er sagan fögur. Stormar lengi styrkan vel stiltu drenginn viltann, og þó fengi frost og él flest af mengi hylt’ann. Ölkær nokkuð alloft var á lífs brokki gleyminn. Þessi bokki brags við far brá á skokk um heiminn. Svo segir sagan að Gísli Súrs- son hafi haft tvær draumkonur og var önnur björt yfirlitum og blíðgeðja en hin dökk ásynd- um og grimmgeðja, og var sú betri honum fyrir góðum afla og velgengni, en sú verri fyrir illum afdrifum, en nútíma sál- arfræði segir oss að menn geti oft dreymt vakandi engu síður en sofandi ef menn vilji það sjálfir í fullri alvöru. Það eru og sérstaklega tvær ósýnilegar fylgikonur sem menn hafa sér- staklega haft mætur á, það er vonin og trúin; en þeir menn eru þó til (nú orðið) sem álíta þó að vissan ein sé betri en þær báðar, als svo góðar sem þær þó óneitanlega eru. Vonin og trúin Vonin greiðir vega skil vanda eyðir fegin, trúin leiðir lífsins til ljós á breiðir veginn. Veik þó tíðum vonin sé veitir hún lýðum gleði, lífs í stríði ljær oss hlé losar kvíða úr geði. Halt er stöndum hárs á kvon hels við grönd og amann -— tengjast böndum trú og von taka höndum saman. Saknaðar stef Vel hér undi æskan fríð ánægju og gleði vér hlutum, samveran öll var björt og blið blessaða guðslífsins nutum. Sem reiðarslag dundi dauðans él deyddi án minstu vægðar, svo leikur jafnan líf og hel lágreist er dýrðin frægðar. Gömul og ný myrkra starfsemi Bannið þylja þankataugar þær er vilja tungu-haft. Nöfn sín hylja drísil draugar, djöflar skilja ljóssins kraft. Vígvéla vefstóllinn Vígvél kljáð er viti manns visku-þráður sleginn, stór er háður darradans daglega báðum megin. M. Ingimarsson LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Á Göring að verða konungur Bretlands? Þýzk blöð skýra frá því, að Göring og Georg VI. Bretakon- ungur séu frændur. Borgarstjórinn í Brunswick hefir látið semja ættartölu Görings og var hún færð hon- um að gjöf, þegar hann varð 48 ára, en það var fyrir skemstu síðan. Samkvæmt þessari ætt- artölu rekur Göring ættir sín- ar til Henry II. Englandskon- ungs, og Georg VI. rekur einn- ig ætt sína til hans. Henry II. var uppi á síðari hluta 12. ald- ar. Sum ensk blöð hafa getið þess til, að það sé hugmynd nazista að gera Göring að kon- ung Bretlands, ef Þjóðverjum tekst að ná því á vald sitt. Þess vegna sé verið að ræða fram og aftur um ættartölu þessa í þýzkum blöðum. Það eigi m. a. að undirbúa jarðveginn á þann hátt.—Tíminn. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstxjfusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Hedmili: 46 Alloway Ave. Talsími 33 158 Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12—1 4 P.M.—6 P.M. and by appointment M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lsetur úti meðöl í viðlögum Viðtalstimar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Simi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Jóhannesson 806 BROADWAY Talsimi' 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season ‘ We specialize in Wedding & Concert Bouquots & Funeral Designs Icelandic spoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 Banning St. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST y 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma DR. J. T. CRUISE 313 Medical Arts Bldg., litur eftir öllum sjúklingum min- um og reiknóngum i fjarveru minni. THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.