Heimskringla - 11.06.1941, Síða 1

Heimskringla - 11.06.1941, Síða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 ■----------■— —4 4----------------—-- ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. JÚNl 1941 NÚMER 37. < - HELZTU FRETTIR * < Bretar í Sýrlandi Bretar ætla ekki að bíða eft- ir að Þjóðverjar setjist að í Sýr- landi. Hélt herlið þeirra inn í landið síðast liðinn sunnudag. Áður höfðu þeir þó gert samn- inga um þetta við fyrirliða hins frjálsa Frakklands, en þeir eru De Gaulle í London og Georges Catroux herforingi. Fylgdi her Catroux brezka hernum inn í landið og lýsti Catroux hers- höfðingi yfir, að Sýrland og Lebanon væru óháð lönd og frelsi þeirra yrði varið. Hefir her hans og Breta ekki enn tekið alt landið, því yfirmenn Vichy-stjórnarinnar standa á móti þessu. Þeir hafa nokkra aðstoð frá lofther Þjóðverja, er þeir leyfðu að búa um sig í Sýrlandi. Var enginn efi á að Þjóðverjar ætluðu sér að setj- ast að í landinu og sækja það- an að Bretum við Suez. En Bretar urðu nú þarna fyrri til og ef til vill veit það á gott. Þeir eru ekki að taka landið herskildi, heldur í nauð- vörn. Er einnig að heyra af fréttunum, að landslýðurinn í Sýrlandi sé feginn komu Breta og frönsku fríliðanna til vernd- ar sér fyrir Þjóðverjum. Innrásar herinn er sagt að handtekið hafi 140 fallhlífar hermenn þýzka í fyrstu borg- unum sem þeir tóku, Beirut og Tyre. Weygand hershöfðingi ný- lenda Frakka, telur sér óvið- komandi hverju fari fram i Sýr- landi vegna þess, að þar sé ekki um franska nýlendu að ræða, heldur aðeins yfirráð frönsku stjórnarinnar. En Vichy-stjórninni er hann and- vigur í því, að Frakkar berjist á móti fyrri samherjum sínum, Bretum, eins og Hitler er stöð- ugt að ginna hana til. 1 síð- ustu ferð hans á fund Vichy- stjórnarinnar, fór Weygand ekki dult með, að hann léti hvorki hafa sig til þess, né heldur að veita Þjóðverjum neitt fararleyfi með her um ný- lendur Frakka, ?r hann hefði yfir að ráða. Japönum selt hveiti Einn af þingmönnum sam- bandsþingsins, Mr. E. E. Per- ley frá Qu’Appelle, íhaldsmað- ur, krafðist s. 1. laugardag að fá að vita ástæðuna fyrir því, að hveiti væri sent frá Canada til Japan, sem bannað hefði verið fyrir löngu. Hann kvað þrjú kornfélög Gyðinga gera þetta og, nefndi þau þessum nöfnum: Continental Grain Co., Dreyfus Co. og Bunge Co. — Spurði hann hvort þetta væri með vilja og vitund stjórnar- innar gert. Hon. J. A. McKinnon, verzl- unarmálaráðherra kvað hveit- ið sent af einu félagi er hann nefndi Canada Grain Co. of Vancouver. Sagði hann stjórn- anda þess vera Robert McKee, mjög mikilsmetinn mann i Vancouver. Mr. Perley kvaðst hafa frétt, að Jas. Richardson & Son og Reliance kornfélögin hefðu neitað að eiga nokkuð við þetta, en áminst þrjú félög hefðu tekið það að sér. Eg hefi ennfremur fyrir satt, að kornið hafi verið flutt í pokum í stað þess, sem það er ávalt flutt laust til Japan og Kína. Liti því út fyrir, að það ætti að fara til Rússlands eða alla leið til Þýzkalands. Annars kvað Mr. Perley Hveitisöluráðið, eða stjórnina eiga sökina á þessu. Það vissi hverjum það seldi hveiti og hvert það hveiti færi. Mr. King, forsætisráðherra, gaf skýringu um að samning- arnir um þessa sölu til Japans hefðu verið gerðir áður en bannið var löggilt og af því að hveitið hefði átt að fara til hungraðra Kínverja í héruð- um, sem Japanir réðu yfir, hefði það ekki verið bannað. Mr. Perley svaraði, að bann- ið næði til þessa hveitis og það hefði alls ekki átt að vera sent. Mr. Crerar vörubirgðaráð- gjafi kvað hér ekki um nein svik að ræða. En Mr. Perley svaraði skjótt, að við viss félög væri leikið með þessu og því líku og hvort að félagið er ráð- gjafinn veitti forstöðu í 22 ár, væri eitt þeirra, væri fróðlegt að heyra um. Þessi og þvílík brögð í tafli áhrærandi kornsöluna sagði Perley að yrði að binda enda á, en spursmálið væri, hvort þess væri kostur nema að loka upp Winnipeg-kornhöllinni meðan stríðið stæði yfir. Sigurlánið í gærkvöldi höfðu sigurláns verðbréf verið keypt í Canada fyrir nærri 310 miljón dali. Er þá helmingur lánsins fenginn á rúmri viku. Alls var það 600 miljónir, sem farið var fram á. 1 Manitoba námu verðbréfa- kaupin 25 miljón dölum, en þar var farið fram á 43 miljónir. % Góður gestur Winnipeg-búar eiga von góðs gests til borgarinnar n. k. föstudag. Gesturinn er Rt. Hon. Malcolm Macdonald, er nýlega hefir verið skipaður fulltrúi brezku stjórnarinnar í Canada. Vestur kemur hann í þarfir sigurlánsins og flytur ræðu úti fyrir þinghúsinu. — Verður eflaust fjölment á böl- um þinghússins, ef til vill fjöl- mennara en á nokkurri sam- komu í þessum bæ áður, því þó gesturinn hafi ekki áður heimsótt Winnipeg, nýtur hann mikillar alþýðuhylli; þykir hafa sýnt vitsmuni og mannúð í opinberu starfi. Mr. Malcolm MacDonald, er mikilhæfur maður, mentaður í Oxford og ýmsum erlendum skólum. Hann varð þingmað- ur 1929, þá tæpt þrítugur að aldri og hefir haft þingstörf með höndum jafnframt stjórn- arstörfum síðan. Hann hefir verið nýlendumálaritari, heil- brigðismálaráðgjafi og nú síð- ast fulltrúi Churchill-stjórnar- innar í Canada. Foreldrar hans voru Ramsay MacDonald, um skeið forsætisráðherra Breta, og Margaret Gladstone, kona vel ættuð, skyld William E. Gladstone, annáluð fyrir fegurð, mentun og aðra kosti er konur prýða. Lausn Mr. Malcolm MacDon- alds á írsku málunum og mál- um Palestínu, skipaði honum í hóp framsýnustu stjórnmála- manna brezkra. Hann er sósíalisti í skoðun- um, sem faðir hans var, en hefir samt notið öðrum fremur trausts Baldwins og Churchills, ihaldsleiðtoganna. Það var sagt um Malcolm á námsárum hans, að hann væri hinn hæglátasti forsætisráð- Ásgeir Jónas Thorsteinsson ungur, efnilegur Islendingur, fæddur og uppalinn hér í Win- nipeg, hefir nýlega útskrifast frá Manitoba háskólanum með hæstu einkun í sinni deild. — Hann hlaut gullmedalíu há- skólans hér og honum var boð- ið, af National Research Coun- cil, $250.00 bursary til að halda 'rannsóknum áfram í búfræði. |En hann sá sér ekki fært, | vegna annarar áætlunar, að 1 Þiggja þetta ágæta boð og varð að afþakka það. Hann útskrifaðist úr “Department of Agriculture í Plant Science”. Á skólaárum sínum hefir Jónas áður skarað fram úr. I fyrra hlaut hann Isbister Schol- arship fyrir að vera hæstur í sinni deild, og í vetur heiðruðu skólafélagar hans hann með því að gera hann að forseta þerira sem voru að útskrifast í vor, og einnig var hann vara- forseti skóladeildarinnar í heild sinni, (Vice-Stick). Hann hefir tekið þátt í kappræðusam- kepni háskóla, bæði í ár og í fyrra, — og í vor, er hann út- skrifaðist, var hann kosinn til að mæla fyrir skál kennaranna við hina árlegu háskólaveizlu, (Grads Farewell Banquet). Og samfara þessu öllu, hefir hann að miklu leyti unnið fyrir sér og séð um allan háskólakostn- að sjálfur. Jónas hefir auk þess sem hann hefir framkvæmt á há- skólanum, flutt ræður við ung- menna guðsþjónustur í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, og þessi undanfarin þrjú ár, kent þar í sunnudagaskólanum, og einnig tekið leiðandi þátt í störfum ungmennafélagsins. Jónas Thorsteinsson er á- hugamaður mikill, vandvirkur og samvizkusamur. Hann er nú sem stendur að vinna við rannsóknir í búfræði í “Rust Research Laboratories” í sam- bandi við háskólann, og heldur þar áfram að vinna sér góðan orðstír. Mikils má vænta af honum í framtíðinni. Hann er sonur þeirra hjóna Sigurðar heitins Thorsteinson- ar og Halldóru Ólafson hér í Winnipeg. P. M. P. herarsonur í allri hegðun er nokkru sinni hafi verið fædd- ur. Hugðarmál hans eru bók- mentir og listir. Hann er ógift- ur, en hygst senn að fá systur sína, &hiela, til að stjórna heimili sínu í Ottawa. Auk ræðunnar sem Mr. Mac- Donald flytur úti fyrir þing- húsinu á föstudagskvöldið, flytur hann tvær ræður annar staðar í bænum þann dag. Bandarisku skipi sökt Það er nú ekki lengur talinn neinn efi á því, að bandaríska skipinu Robin Moor, hefir verið Islendingur forseti canadisks vísindafélags Dr. Thorbergur Thorvaldson sökt af Þjóðverjum. Fréttirnar af þessu voru ó- greinilegar í fyrstu, en ást-1 ralskt skip, er nokkrum af, skipshöfninni bjargaði, hefir1 tjáð fréttastofum blaðanna frá, ^ að afdrif skipsins hafi orðið þessi. Það var 8. júní, að ástralska skipið bjargaði 11 mönnum af skipinu. Voru þeir á björgun- arbát og höfðu verið það síð- an 21. maí, eða í 19 daga. Það er langur hrakningstími á sjó og furða að nokkur skyldi vera lifandi í bátnum. Robin Moor var á leiðinni frá Bandaríkjunum til Suður- Afríku, hlaðið algengum vör- um, vögnum og vélum, en ekki vopnum. Það var mjög sunn- arlega á Atlanzhafinu, sem því var sökt. Á Robin Moor voru ekki neinir ferðamenn, aðeins skips- höfnin. En eigi að síður minn- ir þetta á gerðir Þjóðverja í fyrra stríði, er Lusitania var sökt, sem rak Bandaríkin út í stríðið þá. BRÉF FRÁ RÆÐISMANNI ÍSLANDS í NEW YORK New York City, 7. júni 1941 Hr. ritstj. Stefán Einarsson, Kæri vinur: Samkvæmt fregnum, sem komið hafa frá Danmörku virð- ast Danir sætta sig eftir atvik- um við ákvarðanir Alþingis í Sjálfstæðismálinu. Símfregn |rá Kaupmannahöfn hermir að forsætisráðherra Dana, Th. Stauning, hafi óskað að láta þess getið við íslenzku ríkis- stjórnina, að stjórn Danmerk- ur skildi örðugleika núverandi ástands, sem kynnu að hafa flýtt þessum ákvörðunum, sem stjórn Danmerkur þætti leitt að heyra. Th. Stauning lét þess sérstaklega getið, að dönsku stjórninni væri það á- nægjuefni að sambandinu væri ekki slitið þegar í stað. Ekki veit eg hvort þér hefir enn verið skýrt frá því, að Þjóðræknisfélagið í Reykjavík hefir boðið Dr. Brandson og frú að koma til íslands sem gestir félagsins, hvort sem þau vilja nú í sumar eða næsta sumar. Dr. Brandson hefir tek- ið boðinu þakksamlega, en vegna anna munu þau hjónin ekki geta farið fyr en næsta sumar, og er vonandi að þá verði engir farartálmar. Þá er mér ánægja að skýra þér frá því, að frá 1. júní hefir Agnar Kl. Jónsson, sem verið hefir starfsmaður hér á aðal- ræðismannsskrifstofunni frá stofnun hennar, verið útnefnd- ur íslenzkur vararæðismaður hér í New York. Agnar, sem er rúmlega þrítugur að aldri, hafði áður starfað um sex ára skeið í utanríkisþjónustu Dana, fyrst í Kaupmannahöfn í fjög- ur ár í utanríkisráðuneytinu þar og síðan í tvö ár við Sendi- ráð Dana í Washington. Er ísland tók utanríkismálin í sín- •ar hendur í apríl 1940 var Agn- ar vararæðismaður á dönsku aðalræðismannsskrifstofunni í New York, en sagði því starfi lausu, er ísland tók utanrikis- málin í sínar hendur. Agnar er sonur Klemens heitins Jóns- sonar fyrverandi landritara og frú Önnu konu hans. Hann er hinn nýtasti maður svo sem hann á ætt til. Með beztu kveðjum. Þinn einlægur, Thor Thors Til Winnipeg kom s. 1. föstu- dag dr. Thorbergur Thorvald- son, háskólakennari frá Saska- toon, Sask. Hann kom í þetta sinn austan frá Quebec, en þar sat hann fund efnafræðinga í Canada, eða félags þeirra (Can- adian Institute of Chemistry). Fundurinn stóð yfir í tvo daga, 2. og 3. júní, og var fjöl- mennur, þrátt fyrir þó efna- fræðingar séu nú allmikið bundnir við störf í þágu hern- aðarins. Eftir mikil ræðuhöld um ýms mál, er hugsjónir og stefnu fé- lagsins áhrærðu, var, sem vant er snúið sér að stjórnarnefnd- ar-kosningum. Kunnum vér það frá þeim að segja, að for- seti var kosinn dr. Th. Thor- valdson. Canadian Institute of Chemistry er fjölment sérfræð- ingafélag. Kosning Mr. Thor- valdsons, er því mikil viður- kenning á vísindamanns hæfi- leikum hans — og honum sjálf- um, sem þjóð hans, mikill heið- ur. Dr. Thorbergur hefir kent FREGNSAFN Til Ottawa kom s. 1. sunnu- dag Bernard prins í loftfari frá Englandi. Hann er eiginmað- ur Júlíönu prinsessu frá Hol- landi, er hér hefir dvalið nokkra mánuði, ásamt tveimur börnum þeirra. Prinsinn kom öllum að óvöru, en gekk rak- leiðis inn í búr, þar sem prins- sessan var að leita að mat handa börnunum. Þau brugðu sér samdægurs í ferðalag suð- ur til Bandaríkjanna, en verða komin aftur heim 17. júní. — Prinsinn er að æfa flug í loft- her Breta. * * * í verksmiðju, er smíðar flug- vélar, í Los Angeles fyrir Breta og Bandaríkin, varð verkfall, er landstjórnin varð að skerast í, um síðustu helgi. Hvað margir störfuðu í verksmiðjunni getur ekki um, en 1000 manns tók til starfa, eftir að herinn kom á ,við Saskatchewan-háskóla síð- an 1913. Tókst hann þá kenslu á hendur eftir nám hans á Har- vard og tveggja eða þriggja ára háskólanám í Evrópu, á Eng- landi og Þýzkalandi. Náms- ferill hans var hinn glæsileg- asti sem bróður hans, Thor- valds. Við yfirkennarastöðu í efnafræðisdeild háskólans í Saskatoon tók hann 1917, að oss minnir, og hefir hann þá stöðu haft síðan. Hann hefir í ýmsum greinum efnafræðinn- ar rutt nýjar brautir og er fyrir það í tölu fremri vísindamanna í Vesturheimi. Fyrir nokkrum árum var hann gerður að fé- laga í Royal Society of Canada. Dr. Thorbergur er skagfirsk- ur að ætt, kom á þriðja ári til þessa lands með foreldrum sín- um, Thorvaldi og Þuríði Thor- valdson og tveim bræðrum, Thorvaldi og Sveini kaupm. Thorvaldsyni, M.B.E., í River- ton. Dr Thorbergur talar og ritar vel íslenzku. Hann er giftur Margréti fyrrum kenn- ara Paulson, dóttur W. H. Paulson. vettvang. Iðnverkamannafé- lagið (C. I. O.) skipaði fyrir um verkfallið, er kaupið, er upp var sett var ekki greitt, en það var 75lægsta kaup og 10^ hækkun fyrir hvern er meira hafði en 75^ á kl.st. Vörnuðu C. I. O. menn verkamönnum að vinna er það vildu. Lenti þá í slagsmálum milli C. I. O. og lögreglu, en lögreglan réði ekki við neitt, enda voru andstæð- ingar þeirra sagðir um 1000. Þegar þannig var komið, var Roosevelt forseta símað. Eftir að tala við meðstjórnendur sína, svaraði hann með því að senda 3,000 hermenn til að skakka leikinn. Verkamönnum sem vinna vildu, hét hann vernd. Brýndi hann þörfina á flugvélasmíðinni fyrir þeim og æskti samvinnu við þá. Verksmiðjan hafði pöntun fyrir flugvélum, er nam 191 miljón dala.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.