Heimskringla - 11.06.1941, Page 2

Heimskringla - 11.06.1941, Page 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JÚNl 1941 ÖbUvious w t*, the líum' troubW AM ^ ADVlCEtO ®E toWeHc°onom® 2S r:er. tealing C^ W SÉl \et° pp l;fl Forðist töf þegar tlminn er dýrmœtur S í M I Ð HHVE VOUR OWn H 0 m E TELEPHOnE 3-4i FÁEINIR FERÐA- PISTLAR Eftir Þ. G. ísdal Framh. í þessari ferð var eg um kyrt rúma viku í Winnipeg, en fór þá norður í Lundar-bygð og víðar þar norður með Manitoba vatni, og vík eg að því síðar. En áður eg geri það verð eg að minnast sumra sem eg kyntist í Winnipeg, sem sumt voru nú reyndar fornir kunningjar. — Meðal þeirra sem eg kyntist fyrst voru íslenzku ritstjórarn- ir. Ritstjóra Lögbergs hafði eg ekki kynst að mun áður, mundi þó eftir honum sem ungum manni heima á Jökuldal. Hann tók mér vel og var alt af glað- ur og vingjarnlegur þegar eg sá hann. Ritstjóri Heims- kringlu var staddur á skrif- stofu Lögbergs, og kynti Einar Páll okkur. Eg þekti Stefán Einarsson dálitið sem ungling og hefi stundum haft bréfa- skifti við hann síðan hann varð ritstjóri Heimskringlu, en þarna þekti eg hann ekki, með- fram af því eg ætlaði að sjá hann á skrifstofu Heimskringlu og bjóst við honum þar, vissi þá ekki að Bracken væri að laga um báða ritstjórana í Rowell-Sirois sænginni. Bjóst við að Stebbi vildi vera and- fætis en ekki í faðmiögum við Bracken, en við Stefán kynt- umst fljótt og urðum sam- ferða vestur á Banning stræti, þar sem sú kringlótta hefir heimili skamt frá á Sargent, en þá var verið að mála og fága upp í kringum Stefán svo hann var ekki að vinna þann dag. Stóðum við skamt við á skrif- stofunni en vegna þess að kona hans var ekki heima þá í svip- inn hafði farið eitthvað út, fór hann með mig til systur sinnar og manns Rafnkels Bergsonar smiðs, og var þar bæði þá og altaf síðar gott að koma. Kona Rafnkels er Sig- ríður Einarsdóttir frá Árnanesi Stefánssonar, hafði eg þekt öll þau Árnanes systkini áður, og kyntist þeim mörgum í þessari ferð og mætti þar alstaðar sömu gestrisni og alúðinni sem eg vandist á foreldra þeimili þeirra í Árnanesi. Þau Rafn- ,kell og kona hans eiga fyrir- taks heimili; húsið er hið prýði- legasta, alt smíðað ásamt ýmsum vönduðum munum inn- an húss, eftir Kela (svo er hann kallaður af kunningjum sín- um), öll umgengni innan húss lýsti góðum smekk. Til Berg- sons hjónanna koma margir skaftfellingar og fara aldrei svangir til baka. Rafnkell og kona hans eiga tvær myndarlegar dætur og svo eru tvær aðrar systur í hús- inu til heimilis, svo það ætti að borga sig að koma til Kela þó ekki væri til annars en að sjá allar stúlkurnar, því auk þessara fjögra eru þar oft að- komnar stúlkur, því þar er ekki leiði gjarnt. Eg gat þess hér að framan að Stefán Einarssoh hefði far- ið með mér til Bergsons hjón- anna, af því að fólk hans var þá ekki heima í svipinn. Síðar kom eg þó heim til hans og var þar gott að koma, kona hans og börn myndarleg og skemti- leg. Sjálfan húsbóndann þarf ekki að kynna lesendum Hkr., hann er búinn að vera ritstjóri blaðsins Jengur en flestir sem það hafa verið, og ekki verið eigendur, e. t. d. Baldvinsson. Sjálfsagt hefir blaðið aldrei verið vinsælla en undir hans ritstjórn; hann er hið mesta prúðmenni í viðkynningu en fastur fyrir og athugull og heldur sinni skoðun hvað sem aðrir segja. Vikuna sem eg dvaldi í Win- nipeg þetta sinn, áður en eg fór út á land, kom eg til ýmsra fornkunningja, og þar á meðal til Gísla M. Blöndal, föðurbróð- ir Maríu Markan, söngkonunn- ar frægu, og var þar gott að koma eins og alstaðar. Gísli hefir gott hús og er þar með tveim bráðmyndarlegum og skemtilegum dætrum sínum. Kona hans er dáin fyrir nokkru, hún var systir kon- unnar minnar sáluðu og þeirra systra. Eg ætla nú að kveðja Win- nipeg og fólkið sem þar býr í bráð og bregða mér út að Mani- toba-vatni í bili, en þangað var ferðin upphaflega fyrirhuguð. Þar norður frá var eg í 6 ár áður eg flutti vestur á strönd. Þar átti eg marga góða frænd- ur og kunningja sem mig lang- aði að sjá, enda brást mér ekki sú ánægja sem eg bjóst við af að sjá þá. Það er þá að byrja með að 2. janúar lagði eg á stað norður til Lundar. Fylgdi séra Philip mér á járnbrautarstöðina, eins og hann gerði altaf hvert sem eg fór. Þann dag snjóaði nokk- uð og hélst það alla þá viku, enda voru bilaferðir ekki mögu- legar eftir út fyrir Winnipeg var komið. Lestin fer frá Winnipeg síðari part dags, og er því þann tíma árs orðið dimt þegar til Lundar er komið. Á Lundar var eg ókunnugur en þekti þar fáeina fornkunningja, meðal þeirra voru fyrverandi nágrannar okkar frá Silver Bay, Sigþrúður og ólafur Magnússon. Við höfðum skrif- ast á öll þessi ár síðan, af og til, þessvegna vissi eg að þau voru flutt til Lundar, og til þeirra var ferðinni heitið þetta kvöld, en ekki er eg viss um að ég hefði fundið þau, að vísu vissi eg að hægt var að fá upp- lýsingar um hvar þau bjuggu, en eg var lítið meira en sestur, og séra Philip aðeins farinn þegar öldruð kona kom til mín og heilsaði mér á íslenzku; sagðist hafa heyrt okkur tala íslenzku og því vita að eg væri íslendingur, sagðist hún heita Sigríður Johnson, og vera rit- stjóri aðventista blaðsins “Stjörnurnar”, sem gefið er út af því trúarfélagi. Kannaðist eg þá strax við hana. Hún sagði eg gæti fært mig og setið hjá sér og gerði eg það, því þar voru tvö sæti. Miss Johnson er skír kona og að því er hún sagði mér, allvel mentuð, hún talar góða ís- lenzku og er alúðleg í viðmóti. Eitthvað bar okkur á milli í trúarbrögðum, en út í þá sálma fórum við lítið, en við töluðum saman um margt annað, því hún er margfróð, hún skildi ekki við mig fyr en á hinu hlýja og innilega vingjarnlega heimili þeirra Magnússon hjóna, og það sannfærðist eg um að Miss Johnson skilur eng- an eftir út á klaka, ef hún get- ur hjálpað því, hvort sem mað- ur getur fylgt henni trúarlega eða ekki. Hjá Sigþrúði og Ólafi Mag- nússyni var eg þá nótt og tvær nætur síðar. Þau hjón þekti eg að öllu góðu frá fyrri tíð, og brást mér heldur ekki vinsemd þeirra nú. Þau eru hnigin að aldri, hafa unnið mikið, bæði hér og heima og orðin lúin, en hrein og falslaus í framkomu, ekki fasmikil en athugul, enda bæði bráð vel greind, hafa verið með afbrigðum vinsæl alstaðar þar sem þau hafa ver- ið, en hlut sínum heldur Ólafur fyrir hverjum sem er ef hann trúir á réttan málstað, en hann GLATAÐI SONURINN Á GIMLI Eftir prófessor Watson Kirkconnell VI. Framh. Hann Ólafur hlustaði hljóður og hugsandi’ í þvögunni stóð; hvert einasta orð, sem var talað, varð eldsneyti’ í hitnandi glóð, er kveiktu þær andstæður allar, sem átti hans sálríka þjóð. 1 nýja og heiðari heima með huganum Ólafur sá:— Nú Kvaran úr sögunni sýndist, og Sigrún við breytingu þá ei lengur var heitbundin honum. Til hamingju vegurinn lá. Hann vakandi dreymdi þá drauma, sem drottinn oss fegursta gaf og hreyfðu því bezta, sem hulið í hugsana djúpinu svaf: Hann sigldi með ástvin í anda um æfinnar sólríka haf. Það skeð gat að hepnaðist honum, ef hamingjan með honum vann, að komast í álit og efni, —því auðurinn stækkaði mann— og sýna’ ’henni Sigrúnu litlu að samboðinn maki var hann. En breytingum hyldýpi hugans er háð—eins og mannlifið alt— þar ráða því stormar og straumar hvort stöðugt er fley eða valt; og hvast var um hugsanir Ólafs, því hjarta ’hans þyrsti og svalt. Á svipstundu sýningin breyttist: Nú sá hann þá alvöru mynd, sem íslenzka þjóðlífið átti og ekki var tilviljan blind. Já, alvaran ísköld og sárbeizk varð Ólafi svalandi lind. Það virtist sem áum hans öllum, sem oft hafði faðir hans nefnt, með frelsi á freistinga stundu til fundar við hann væri stefnt, og loforð um látinna verndun á lifendum, væri nú efnt. Og sál hans í sárum þó flakti, það sífelt í minni hann bar er faðir hans verklúinn vakti og vandlega úr spurningum skar; hann ættina alla leið rakti til Óðins—hve dýrðlegt það var! Hann mundi þá Axel og Ara og Egil og Bjarna og Svein og Guðmund og Kolbein og Gísla og Gunnar og Snorra og Stein og Friðrik og Freystein og Kára.------- Og frægðin um nöfn þeirra skein. Hví skyldi ’hann ei gera það glaður að ganga’ út í hættur og stríð sem ærlegur íslenzkur maður, er eignar sér fornhelga tíð? Því hér var ei stund eða staður að standa með hikandi lýð. Úr ættinni mundi’ ’hann svo marga, sem mundu’ ekki hika í nótt ef lifðu þeir, bræðrum að bjarga; að bregðast þeim fanst honum ljótt, og mannlegra fjörinu^ að farga en flýja með huglausri drótt. Og eggjandi sá hann í anda þá islenzku sjómannastétt, er sigldi frá ströndum til stranda. þó stækkaði hafaldan grett, og skelfdist ei sker eða granda er skyldan að marki var sett. í faðmlögumn járnkaldra jelja, sem jöklanna tröll höfðu sent þá brast hvorki orka né elja og aldrei var hugleysis kent; þeir glottu ef gretti sig Helja— á glæ var ei sálinni hent. Þótt Ólafur skildi það eigi hann öðlaðist fjölþættan mátt, sem þjóð hans á láði og legi í liðinni tíð hafði átt á einskonar upprisudegi þess alls, sem var göfugt og hátt. Svo hratt hann fram kænunni’ hans Kvarans í kolsvarta myrkrinu einn og mannfjöldinn horfði’ eftir honum, en hugsandi þagði’ eins og steinn og hélt að hann vitstola væri: Af vatninu’ ei bjargaðist neinn. Á svipstundu hvarf hann þeim sjónum og sviplega stormurinn lét. — Nú sigraðist sorgin á Hrefnu, en sjálfstæðið bar hana fet, svo fleygði’ ’hún sér flatri á snjóinn í fjörunni’, og hástöfum grét. Frá jakanum klakaðir, kaldir hann Kvaran og félagar hans með vaknandi vonir í huga um vökina horfðu til lands með blessunar bænir á vörum um bjargráð ins hugrakka manns. Hve fagnað var nálægu frelsi ei frekari skýringu þarf. — En gleði var skift fyrir skelfing og skammlaunað fórnandi starf; því bátnum við brotísinn hvolfdi, í bylgjurnar Ólafur hvarf. Að honum þeir leituðu lengi, —en leit er oft vonbrigðum háð— í svellkalda djúpinu svaf hann, í sál þeirra nafn hans var skráð.— Að láta sitt líf fyrir aðra, það lengst getur fórnfýsin náð. Á bátnum þeir heimleiðis héldu og horfðu’ út í biksvartan geim, en hungraðir, þreyttir og þyrstir og þjakaðir komust þeir heim. Með undrun og grátsælli gleði beið Gimli og fagnaði þeim. Og senn er nú sögunni lokið— en samt mætti bæta þvi við að Kvaran af kuldanum veiktist, þó kæmist hann aftur á skrið; en tvímælalaust var hann talinn um tíma við eilífðarhlið. Svo mættum við minnast á Hrefnu; hún meðal við sorginni fann: Hún drenginn sinn druknaða syrgði, en drottinn var góður við hann að láta hann dáðríki drýgja og deyja sem hugrakkan mann. í blöðum og bókum og skjölum og bréfum, sem hann hafði átt, hún las hverja einustu línu: Það lífgaði og jók henni mátt. Alt líf sitt ’hún helgaði honum í hljóði—en talaði fátt. P Þar kvæðin til Sigrúnar sá hún og samstundis til hennar fór og spurði með auðmýkt en ákefð og andakt sem prestur í kór hvort vissi’ ’hún um ástir hans Ólafs, og eins hversu fórn hans var stór. En hverju því svaraði Sigrún í sögunni hvergi það finst því þær kunnu báðar að þegja— —á þögninni tapast og vinst.— Á margt, sem er huganum helgast, við heiminn er aldrigi minst. VII. Það glatt var á hjalla að Gimli þann dag, sem giftust þau Sigrún og Kvaran: Þar hópaðist fólkið með hátíðabrag, því höfðingi bæjarins var hann. Svo fram liðu tímar—hún fæddi’ ’honum son, og fríður sem móðir hans var ’hann, og foreldrum augasteinn, framtíðarvon, og frumnafnið Ólafur bar ’hann. En Gimli á bústað, um aldur og ár sem allir í jöfnuði byggja, í draumlausum svefni, þeim drýpur ei tár— þar druknuðu feðgarnir liggja. En þar hefir Sigrún um þrjátíu ár —og þangað hún taldi’ ekki sporin— við grafirnar staðnæmst, og stundum felt tár, og stungið þar rósum á vorin. Nú þagnaði presturinn, sagan var sögð —við sáum í fölnandi glóðih— En sagan af mörgum á minnið var lögð, sem mállausir sátum við hljóðir. 1 hópnum var lögmaður, hann tók til máls, og honum fanst það vera skrítið, hvað geymt væri’ í minni frá Pétri til Páls og prédikað breytinga lítið. En presturinn svaraði—andlegan eld í ásýnd og röddinni bar hann; “Eg prédikaði’ ekki sem Pétur í kveld né Páll—Eg er Ólafur Kvaran.” Endir. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi ATHUGASEMD Þetta kvæði orti prófessor Kirkconnell og las það yfir útvarpið árið 1939. Mér þótti það merkilegt að mörgu leyti en þó einkum vegna þess hversu glöggan skilning höf. sýn- ir á íslenzku hugarfari og íslenzkum sálar- einkennum. Eg fékk leyfi hjá honum til þess að þýða það ef mér einhvern tíma gæf- ist tækifæri til. Eg má biðja höfundinn fyrir- gefningar á því að eg breytti um bragarhátt á kvæðinu í íslenzku þýðingunni; einnig hinu að eg hefi alls ekki þýtt bókstaflega, geri það aldrei, hvórki get það svo vel færi né vil gera það, finst sem flestar bókstafsþýð- ingar tapi einhverju af sínu innra gildi — bíði skipbrot á sálu sinni ef svo mætti að orði kveða. íslendingar eru í mikilli þakkar- skuld við prófessor Kirkconnell fyrir það hversu mjög hann hefir haldið þeim og bók- mentum þeirra á lofti; slíkt er mikils virði þegar það kemur frá penna og tungu annars eins manns og hér er um að ræða. —Þýðandinn.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.