Heimskringla - 11.06.1941, Page 3

Heimskringla - 11.06.1941, Page 3
HEIMSKRINGLA 3. SlÐA WINNIPEG, 11. JÚNI 1941 gerir það með hægð. Eg ætlaði vestur til Minne- wakan þennan dag, var búinn að skrifa þangað áður eg fór frá Winnipeg og vissi að eg mundi verða sóttur þennan dag. 3. janúar var veður nokk- uð kalt, en eg ekki köldu van- ur svo eg hélt mig nokkuð inni við þar sem hlýtt var. Eins og eg tók fram, hér að framan kannaðist eg við þó nokkra á Lundar. Einn af þeim var Benedikt Rafnkelsson og fór eg að sjá hann. Bene- dikt er góður heim að sækja, á góða konu og ágætt hús, hann er bráð skýr, en hefir afar ein- kennilegar skoðanir, en hann á þær sjálfur og stælir engann. Hann lét mig heyra nokkrar vísur eftir sig, sem hefðu þótt góðar ef nafngreind skáld hefðu ort þau, en ekki mátti eg skrifa þær upp. Hann er orðinn aldraður maður en við- urkennir það ekki, segist aldrei verða gamall, og víst er um það að hann er ungur í anda, og að því mér skildist trúir ekki á dauðann öðru vísi en millibils dá. Það gerir manni gott að kynnast Ben., hann er hvorki í orði né háttum hvers- dags maður. Hitt er annað mál að það er ekki auðhlaupið að því að verða honum sam- mála, enda er hann fljótur að víkja við ef hann verður þess var að maður ætlar að verða ósáttur við hann, en það mun hann ekki telja sér skylt að tala eins og hver vill. Áður en eg skil við Lundar, skal geta þess, að í þetta sinn sá eg ekki fleiri landa. Síðar kom eg þar og sá þar þá fleiri, mig hafði lengi langað til að kynnast séra Guðmundi Árna- syni, en í þetta sinn vanst ekki tími til þess, en síðar kom eg tvisvar heim til hans, og er þar gott að koma. Þau hjón fá al- mennings orð, eru sögð góð- gerðasöm, hreinlind og frjáls- lynd. Eg var við eina messu hjá honum, hann talar vel, er skýr og fastmæltur og flytur mál sitt svo að eftir verður munað. Alt sem séra Guðmund- ur skrifar eða talar ber með ^éér að þar talar athugull fróð- leiksmaður. Eftir messuna mætti eg nokkrum löndum, og þar á meðal Mrs. H. Bjarnason. Hana hafði mig lengi langað að sjá, því heima á Islandi þekti eg foreldra hennar og systkini, en hana hafði eg ekki séð fyr, en eg þekti foreldra hennar vel og sumt af systkinunum. Faðir hennar var séra Jóhann Knút- ur Benidiktsson, síðast prestur á Kálfafellsstað. Hann var góðmenni en skifti sér lítið af þeim málum sem ekki snertu hans embætti. Ekki veit eg hvort hann hefir verið ræðu- maður meir en í meðallagi, en hann tónaði svo vel, að allir dáðust að, var þá orðin aldrað- ur og heilsubilaður þegar eg man eftir honum. Móðir Mrs. Bjarnason og kona séra Jó- hanns var Ragnheiður Sveins- dóttir systir Benedikts sýslu- manns Sveinssonar, og hefir það fólk verið gáfu og fróð- leiks fólk. Helga Bjarnason er orðin háöldruð kona, en glöð og skír, og skemtileg, og hafði | eg mjög gaman af að kynnast henni. Hún er til heimilis hjá Mr. og Mrs. Árna Pálssyni; þangað kom eg, og er þar gott að koma. Eru þau Pálssons hjón góð og glöð heim að sækja og hús þeirra ágætt. Eg gat þess hér að framan að eg hefði búist við að verða sóttur frá Minnewakan, og brást það ekki, því Vigfús Johnson kom strax og tók mig heim til sín og var eg þar í viku og aðra viku síðar. Með Vigfúsi búa þar þrjár systur hans og Jón bróðir hans. Þetta er félagsbú, einnig er þar öðr- um þræði Þórarinn bróðir þeirra; hann vinnur fyrir stjórnina á sumrin. Ein systir- in er yfirhúkrunarkona á al- menna spítalanum í Winnipeg. Tveir bræðurnir eru giftir og búa þar skamt frá. Framh. MRS. GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDóTTIR JOHNSON Fœdd 8. desember 1866 Dáin 19. febrúar 1941 Þessarar ágætu konu var lít- illega minst með miklum hlý- hug bæði í “Lögbergi” og “Cav- alier Chronicle”, skömmu eftir dánardægur hennar, og þess minst um leið í “Lögbergi” að hennar yrði nánar getið innan skamms í blaðinu. Þá vissi eg ekki að ættingjarnir höfðu mig í huga til þessa verks. Fyrir ítrekaða beiðni þeirra hefi eg tekið að mér að skrifa nokkur minnnigarorð um þessa elsku- legu frænku mína, þó eg oft áður hafi neitað að skrifa nokk- uð um ættingja mina. Mér finst það viðeigandi og um leið mjög erfitt. Guðbjörg var fædd 8. des. 1866, í Smiðsgerði í Kolbeins- dal í Skagafjarðarsýslu. For- eldrar hennar voru Guðmund- ur Pétursson, Þorlákssonar, Höskuldssonar og Þorbjörg Finnbogadóttir, bæði skagfirzk að ætt. Foreldrar Guðmundar, Pétur og Guðrún, bjuggu lengi á Unastöðum í Kolbeinsdal. Þeirra börn, auk Guðmundar voru: Þorlákur og Jóhannes, sem lengí voru bændur í ís- lenzku nýlendunni í Minnesota; Friðrik skipasmiður, lengi til heimilis á Akureyri, faðir séra Friðriks í Reykjavik, og Elíza- bet kona Þorfinns Jóhannes- sonar (blinda), landnemar hér í bygðinni. Til Ameríku kom Guðbjörg með foreldrum sínum í stóra hópnum 1876, sem flutti til Nýja Islands það ár, og sem ferðaðist mest af leiðinni frá “Fishers’ Landing” (nálægt Grand Forks, N. Dak.) og norð- ur að Gimli, á flatdöllum og smábátum. Á leiðinni frá ós- unum norður hvesti á vatninu og báturinn sem Guðbjörg var í varð að einhverju leyti við- skila við aðal-flotann, og hefði farist ef ekki hefði verið fyrir röskleik og góða útsjón eins bátverjans, sem eg því miður get ekki nafngreint. Það voru nokkrir fleiri í þeim ferða- mannahóp, sem björguðu fólki frá druknun á þeirri leið, með sérstöku snarræði, eftir sögn þeirra, sem í hópnum voru. Guðmundur og Þorbjörg settust að sunnarlega í Víði- nesbygð, í nágrenni við Kristj- án Kjernested, og munu hafa dvalið þar hátt á fjórða ár. Þá fluttu þau til Winnipeg og staðnæmdust þar um tveggja ára tíma. Um haustið 1880 komu þau börnum sinum þrem- ur fyrir suður í Dakota, til undirbúnings fermingar, hjá sr. Páli Þorlákssyni, og vöru þau fermd 11. janúar 1881. Þau voru: Kristín, Ólafur og Guð- björg. 1 þeim fermingarhóp voru 14 stúlkur og 7 drengir, og mun það hafa verið fyrsta fermingarathöfn í þessari Is- lendingabygð. Þann vetur var Guðbjörg til heimilis hjá Har- aldi Þorlákssyni og konu hans, Ólafur hjá Bjarna Dalsted. — Hvar Kristín var veit eg ekki. Um sumarið 1881 fóru þær systur til Winnipeg í vinnu, þangað sem Guðrún systir þeirra vann á gistihúsi. Þar kyntist eg fyrst þessum frænk- um mínum sumarið 1883. Nokkru seinna kom Guð- björg hingað suður til foreldra sinna, sem þá voru alflutt til þessarar bygðar, og dvaldi ýmist heima eða hún vann í vistum bæði í Mountain og Garðar bygðum, þar til hún giftist Jóni Jónssyni Jónssonar í Garðarbygð, ættuðum úr Bárðardal í Þingeyjarsýslu. — Hánn og St. G. St. systkina- synir. Skömmu eftir giftingu þeirra Jóns og Guðbjargar tóku þau við landi og búi for- eldra hans, og bjuggu þar all- an sinn búskap. Á meðan Jón eldri hafði heilsu til, hjálpaði hann mikið utanhúss við bú- skapinn en síðustu 8 ár æfinn- ar lá hann rúmfastur og Sig- urbjörg konan hans var blind í 7 ár, og part af þeim tíma rúm- föst. Þar að auk var þriðja gamalmennið á heimilinu, systir eldra Jóns, sem varð hjálparvana síðustu ár æfinn- ar. Má því nærri geta hversu erfið staða húsmóðurinnar hef- ir verið undir svona kringum- stæðum, þar sem líka alt henn- ar starf, bæði í þágu þessara krossbera og barnahópsins, var leyst af hendi með nákvœmni, alúð og umhyggjusemi; að því var eg oft sjónarvottur og dáð- ist með sjálfum mér, að þolin- mæðinni og innilegheitunum gagnvart öllum jafnt. Ekki má heldur gleyma því að maður- inn hennar veitti henni alla þá hjálp er hann gat, en hans verkahringur var aðallega utanhúss, eins og gefur að skilja, og í opinberri starfsemi utan heimilisins, eins og á var minst í æfiágripi hans. Það kom snemma í ljós á æfi Guðbjargar hvað hún fann til með þeim, sem eitthvað áttu bágt, og reyndi að létta þeim byrðina, ef unt var; enda mun það hafa haft áhrif á hana, að móðir hennar lá rúmföst í mörg ár. Á meðan Guðbjörg vann í vistum hjálpaði hún foreldrum sínum það, sem hún gat, og ætíð var hún sívinnandi þegar hún var heima, “til að hvíla sig”, sem kallað var. Hún lærði snemma iðni, nýtni og spar- semi og var því vel undir það búin að taka við búsforráðum, enda reyndist hún fyrirmyndar húsmóðir og móðir. Um heim- ilisbraginn yfirleitt hefi eg áð- ur getið í æfiminning mannsins hennar og læt því nægja að fullyrða hér, að hún átti sinn óskiftann þátt í öllum þeim myndarskap sem þar ríkti, u.tan húss og innan og sem gerði heimilið svo aðlaðandi fyrir gesti og heimilisfólk. Þrátt fyrir allar annirnar fann hún þó stundir til að lesa, og af þeim lestri hafði hún gott gagn, því hún var bæði minnug og skáldhneigð; hafði unun af góðum skáldskap bæði í bundnu og óbundnu máli; þess- vegna voru þau hjónin samval- in í því að skemta gestum er að garði bar. Jón og Guðbjörg eignuðust 13 börn; tvö dóu í æsku, Jón og Bogi. Stefán Pétur 25 ára, dáinn 1912. Clara, dáin 1934, 35 ára. Þau sem nú eru á lifi eru hér talin eftir aldursröð: Emilía Sigurbjörg, gift H. A. Bergman, K.C., í Winnipeg; Friðrik Guðmundur, býr á föð- urleifð sinni, kvæntur Ásu Sig- urlaugu Skaptason; Jón Helgi, kvæntur Guðrúnu Magnúsdótt- ur Magnússonar (Melsted). — Þau búa eina mílu suðvestur frá gamla heimilinu hans; Fjóla, bókhaldari hjá innflutn- ingafélagi í Seattle, Wash., ó- gift; Sigrún, gift Emil Sigurð- son úr Mouse River bygð, búa á næsta landi sunnan við gamla Iheimilið hennar; Lillian May, 'gift A. E. Funk póstafgreiðslu- stjóra í Hebron, N. Dak.; Mag- nús Bogi búnaðarhagfræðing- ur við ríkisháskólann í Knox- i ville, Tennessee, kvæntur Car- (ólínu Hall, hjúkrunarkonu frá jGarðarbygð; Percival læknir í Flin Flon, Manitoba, kvæntur Elizabeth Swain, hjúkrunar- ikonu frá Morris, Man.; Gestur | starfar við efnafræðisrann- [sóknir á ríkisháskólanum í Ft. j Collins, Colorado, kvæntur Alice Holtz, skólakennara frá Pembina County. Auk barnanna 9, lifa Guð- björgu 19 barnabörn og 3 j barna barna börn, og ein syst- jir, Sesselja Carroll, ekkja, sem heima á í Grafton, N. Dak. Guðbjörg var svo lánsöm að geta verið kyr á heimilinu sínu og notið ástríkis og umönnun- ar sonar sins og tengdadóttur, sem þar búa, ásamt þeirra er altaf voru í nágrenninu. Á þessu tímabili komu líka börn- in hennar, sem bjuggu í fjar- lægð oft til að sjá hana, og hún fór í heimsókn til þeirra, Alt gerðu þau til að láta henni líða sem bezt. Seinustu þrjár vik- urnar sem hún lifði, hjálpaði dóttir hennar, Mrs. Bergman, til að stunda hana; og síðustu vikuna einnig Dr. Percival og Fjóla og Gestur f jóra daga áður en hún kvaddi hópinn sinn í síðasta sinn. Guðbjörg dó af afleiðingum af slagi, sem hún fékk 13. des. s. 1., og sem ágerðist þar til kraftarnir þrutu og hvíldin kom þann 19. febrúar. Öll börnin voru við dánarbeð henn- ar og jarðarför, nema Magnús og Lillian, sem ekki gátu kom- ið sökum fjarlægðar og ann- ara erfiðra kringumstæða. Útförinni stjórnaði sóknar- presturinn séra H. Sigmar bæði á heimilinu og í eldri kirkjunni á Garðar, að óvenjulegum fjölda fólks viðstöddum. Mrs. Sigmar söng einsöng: “Drott- j inn vakir”, eftir S. Kr. Péturs- son. Að síðustu kveðjum við þessa indælu frænku mína við gröf mannsins hennar, þar sem hennar jarðnesku leifum er búin hvíla við hlið hans, og þá hvarflar hugurinn til baka yfir lífsstarf þeirra beggja, og við finnum að líkindum flest til þess, að við gætum mikið af þeim lært. En við getum ekki í einlægni ímyndað okkur gröf- ! ina sem takmark lífsins, og því fylgjum við ástvinum okkar í anda út yfir hafið mikla, til þeirra nánustu vina og ætt- ingja, sem við trúum að veiti þeim móttöku með opnum örmum, og þar sem kærleikur- inn rikir á hærra stigi heldur en þekkist hér á jörð. Þá trú hafði Guðbjörg heitin og þá trú lifði hún. “Líf er vaka, gimsteinn gæða, | Guði vígt, en ekki mold; aldrei sagði Sjóli hæða að sálin yrði duft sem hold.” Eg veit að nánustu ættmenn hennar og vinir, og alt hennar samferðafólk, sem kyntist henni vel, kveðja hana með j ást og virðing og þakklæti fyrir hennar kærleiksríka starf og hlýhug til allra, sem hún átti samleið með, sem móður, sem húsmóður, og sem þátttakanda í kvenfélags- og safnaðarmál- um. Blessuð sé minning hennar! Thorl. Thorfinnson DÁNARFREGN Charles Franklin Benson, M.D. “Aldrei er svo bjart yfir öðl- ingsmanni, að ekki geti dimst jafn sviplega og nú”. Þessi orð skáldsins góða munu hafa kom- ið ýmsum í hug er sú fregn barst um bæ og bygð að þessi bráðefnilegi ungi læknir væri horfinn yfir móðuna miklu. — Framtíðin virtist blasa við hon- um björt og heillandi, og glæsi- legar vonir voru við hann tengdar. Að hann hafi mann- kosta sinna og mentunar vegna gefið tilefni til þeirra vona, er allra manna mál er hann þektu. Foreldrar hans Voru þau Vé- steinn Benson, vel þektur at- hafnamaður í Winnipeg borg, þingeyskur að ætt, og Anna kona hans ættuð úr Reykjavík. Hann var snemma efnilegur og námfús og var settur til menta á unga aldri. Barna og mið- skólafræðslu fékk hann í skól- um borgarinnar, innritaðist síð- an í læknadeild Manitoba-há- skólans og útskrifáðist þaðan, 26 ára gamall, árið 1935. Að loknu prófi starfaði hann svo árlangt við Almenna spítalann i Winnipeg, en fluttist skömmu síðar vestur til McCreary, Man., og stundaði læknisstörf þar síðan. Fyrir nokkrum vik- um varð hann fyrir bílslysi. Hlaut hann þar meiðsli er hann Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skriistofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA bar ei siðan bætur fyrir, og er talið að þau hafi leitt hann til dauða. Dauða hans bar að með mjög bráðum hætti þriðjudag- inn 3. júní. Hann var jarðaður frá útfararstofu Bardals á fimtudaginn í sömu viku, að viðstöddu miklu fjölmenni. — Hann var borinn til grafár af bræðrum sínum og embættis- bræðrum úr læknastétt, og lagður til hinstu hvíldar í Brookside grafreit. Auk for- eldra sinna lætur hann eftir sig tvo bræður, Donald og Har- old, tvær systur, Mabel og Láru sem öll eiga heima í Win- nipeg, og eina gifta systur, Mrs. D. S. Patterson, búsetta í Kenora, Ont. Hann var með- limur í frímúrarareglu Mc- Creary bæjar. Læknisstörf sín stundaði hann þar með góðum orðstír og vaxandi vinsældum; var hann talinn af þeim er þektu hann þar heppinn lækn- ir og drengur hinn besti. For- eldrum hans og skylduliði öllu er vissulega sár harmur kveð- inn fyrir ótímabæra burtköll- un hins unga manns, en sú huggun er syrgjendum gefin “að aldrei er svo dimt yfir sorgarranni, að ekki geti birt fyrir guðlega trú.” V. J. E. Landnámssögu íslendinga í Vesturheimi má panta hjá Sveini Pálma- syni að 654 Banning St., Dr. S. J. Jóhannessyni að 806 Broad- way, Winnipeg og Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg. FORNIR? Augnablik . . . Einhversstaðar á Eng- landi eru þúsundir canadiskra manna albúnir til hinnar mestu fórna, jafnvel fórna lífsins sjálfs yðar vegna og Canada vegna. 1 London ganga konur og menn kyrlátlega til starfa sinna milli brjálæðis miðnæturinnar og opinberunar dagrennigarinnar . . . Það er “einungis skylda þeirra.” Þess er ekki krafist af yður að þola slíka hluti — það er aðeins farið fram á að þér lánið peninga yðar til þess að hægt sé að veita hermönnum vorum þann útbúnað, er þeir þarfnast — — til þess að halda uppi hinni fræknu eyjavernd — — og vernda canadiska lifnaðarháttu. Þetta eru mikilvægustu kaupin, sem þér hugsanlega getið gert . . . Framkvæmið þau nú þegar! CITY HYDRO

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.