Heimskringla - 11.06.1941, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.06.1941, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. JÚNI 1941 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Edisons, þá gat hann ekki fengið þar neitt að gera . . . jú, ein staða var þar laus, hann gat fengið að þrifa til. . . Og Lars Jörgensen byrjaði starf sitt í Bandaríkjunum sem ræst- ingamaður á verksmiðju Edi- sons. I Þegar við kyntumst honum hafði hann nýlega lokið við að búa til einn af stærstu flóð- görðunum í Californíu, en allir flóðgarðar, sem hann bjó til voru sívalir og var það hans eigin uppgötvun og er mikið notuð um alt land. Meðan Lars Jörgensen var hjá Edison kom það einu sinni fyrir, að hann var í lyftu, sem datt margar hæðir. . . Eftir það óhapp átti hann erfitt með að muna smámuni og sérstaklega mannanöfn. . . Við þektum hann í mörg ár og þektum hann vel, en hann kallaði manninn minn altaf Valdemar — og hann heitir ekki Valdemar — en mig kallaði hann altaf Miss Iceland. Einu sinni vorum við í gildi, sem hann hélt til þess að opin- bera trúlofun sína . . . en þegar Lars Jörgensen stóð upp, til þess að tilkynna trúlofunina, þá gat hann ekki með nokkru móti munað að stúlkan hét Miss Olsen; svo hann tilkynti okkur, hátt og snjalt, að hann væri nú að opinbera trúlofun sína með Miss Nielsen. . . Allir voru steinhissa yfir þessari til- kynningu . . . og þarna sat aumingja Miss Olsen, blóðrauð út undir eyru, meðan áttatíu gestir skimuðust um í allar áttir eftir þessari Miss Nielsen, sem enginn hafði heyrt getið um. . . En að lokum var þessu kipt í lag og allir hlógu dátt, en mest hló Lars Jörgensen. Ýmsir danskir verkfræðing- ar komu til San Francisco á þessum árum, flestir þeirra höfðu tekið “stór” próf heima . . . sumir komu beint frá Dan- mörku, aðrir frá Indlandi, þar sem þeir höfðu haft ágætar stöður . . . nú bjuggust þeir við að þeir gætu fengið góðar stöður í Ameríku . . . en það gekk ekki altaf sem best að fá þessar góðu stöður og leit- uðu þeir þá oft á náðir hins fræga landa síns, Lars Jörgen- sens, en hann var altaf reiðu- búinn til að hjálpa. . . Sumir þessara manna eru enn í stöð- unum, sem þeir fengu þegar þeir fyrst komu, stöðum með miðlungslaunum . . . en Lars Jörgensen, með sitt “fátæk- lega” þýzka próf, sem hinir hálft í hvoru litu niður á, lauk við hvert stórvirkið eftir ann- að, græddi offjár og var al- staðar í hávegum hafður fyrir dugnað sinn. . . En aldrei heyrði eg þann mann gorta . . . hann var yfirlætislausasti maður, sem eg nokkurntíma hefi kynst. . . Einu sinni hlust- aði eg á samtal milli Lars Jörgensens og Bandaríkja- manns nokkurs ... þeir voru að tala um jarðskjálftan mikla og brunan í San Francisco á ár- unum, en báðir áttu þá heima þar. . . Bandaríkjamaðurinn sagði margar sögur af hetju- verkum sjálfs síns í jarðskjálft- anum og Lars Jörgensen hlust- aði með sinni venjulegu kur- teisi og athygli á það, sem hetjan hafði að gorta af, en sjálfur sagði hann ekkert um hvað hann hafði aðhafst, nema eina eða tvær skoplegar sögur, sem hann mundi eftir . . . og þó vissi eg, af annara sögusögn, að hann hafði hjálpað mörgu fólki með ráðum og dáð og yfirleitt komið prýðilega fram í öllum þeim ósköpum. Lars Jörgensen elskaði söng og gleðskap og hafði sjálfur góða söngrödd. . . Hann hafði yndi af að vera með ungu fólki. . . . Einu sinni var hann á leið til Danmerkur. . . Skipið kom við í Oslo í Noregi og stóð þar við einn dag . . . þetta var um vorið, daginn sem stúdentarnir útskrifuðust og Carl Johans gatan var full af nýbökuðum stúdentum, sem voru að spóka sig með nýju dúskhúfurnar sín- ar . . . þetta þótti Lars Jörgen- sen heldur en ekki skemtilegt. . . . Hann stansaði einn stú- dentshópinn og gerði sér lítið fyrir og bauð þeim til miðdags á Grand Hotel . . . “takið þið vini ykkar með”, sagði hann. . . . Endirinn varð sá, að hundr- að nýbakaðir stúdentar fengu gratis miðdag á Grand Hotel . . . og þar var gleði og glaum- ur og mikið sungið . . . “það var nú indæll dagur”, sagði Lars Jörgensen, þegar hann var að segja okkur frá þessu. Lars Jörgensen dó fyrir nokkrum árum síðan. . . Hann var kannske ekki það sem kall- að er “spennandi”, en hann var ýmislegt annað. . . Já, hann var frægur fyrir dugnað sinn sem verkfræðingur . . . hann var bæði föðurlandi sinu og fósturlandi til sóma . . . hann var ríkur maður og vel liðinn. . . . En það er ekki það, sem vinir hans nefna, ef hann berst í tal. . . Nei, við segjum: “hvað hann var góður rnaður, hann Lars Jörgensen”. . . Rannveig Schmidt LOKASAMKOMA ISL. SKÓLANS I RIVERTON Hinn 26. maí s. 1. fór fram samkoma íslenzkuskólans í Riverton. Skólinn hefir verið haldinn á hverjum laugardegi frá því s. 1. nóv. til 24. maí. Voru 68 börn innrituð í skól- ann og sóttu skólann eftir öll- um vonum. Kennarar voru 6. Mr. Sveinn Thorvaldson, Mr. E. Árnason, skólastjóri í River- ton; Mr. M. Elíasson, kennari í Riverton; Miss E. Einarson, kennari; Mrs. Kristín Beni- diktson og Miss Florence Rock- ett. Skólinn hefir verið hafður þenna vetur í Parish Hall, sem var að ýmsu leyti óþægilegra, en hefði skólinn í Riverton fengist fyrir íslenzku kensluna, en einhverra orsaka vegna var eigi hægt að fá hann. Kenslan fór fram á hverjum laugardegi og stóð í 2 tíma frá 10 til 12 f. h. Miss F. Rockett ásamt Mr. Marinó Elíassyni kendi börnum íslenzk lög við vísur og kvæði, sem þau lærðu í skólan- um, og við kensluna var helst notuð Baldursbrá auk annara islenzkra bóka, sem kostur var á að ná í. Mr. Sv. Thorvaldson setti samkomuna og gat um starf- semi skólans ag þess að öll skemtiskráin færi fram á ís- lenzku. Auk þess gat hann þess að Mr. S. Thorkelsson, sem nýlega væri kominn heiman frá íslandi, hefði góðfúslega orðið við tilmælum forstöðu- manns skólans að koma á þessa samkomu og segja frétt- ir heiman að. Annars voru það nemendur skólans sem skemtu áheyrendum. Þau höfðu fram- sögn og sungu ýmist fá eða öll íslenzka söngva. Miss Rock- ett lék á píanóið, en Mr. Elías- son stjórnaði söngnum og fórst það mjög vel. 52 börn voru þarna á skemtiskránni og blandaðist engum þeim áheyr- anda, sem þarna var hug- ur um, en það voru á annað hundrað manns, að kennararn- ir höfðu lagt mikla alúð við kensluna og með góðum á- rangri. Alt þetta fólk, sem kendi þennan vetur hefir erfitt starf og hefir auk þess gefið 2 stund- ir af tíma sínum í hveri viku til þess að kenna þarna. Mr. Árnason hefir nokkur undan- farin ár haldið uppi íslenzku kenslu á laugardögum og má af því sjá að hann hefir trú á þýðingu þessa starfs og reyn- slu fyrir því að það er ekki á- rangurslaust. Mrs. Kristín Benidiktson hefir einnig sýnt undanfarin ár og einnig þetta síðasta ár dæmafáan áhuga fyrir íslenzku kenslu. Áhugi hennar og dugnaður í þessum efnum er þeim mun aðdáunar- verðari fyrir það, að fyrst og fremst hefir hún sjálf þunga fjölskyldu og er mjög heilsu- tæp. Þrátt fyrir það hefir hún lagt á sig kensluna og mikið verk við að æfa og undirbúa samkomuna, og hefi eg heyrt að það starf hafi að miklum hluta verið hennar verk. En öll lögðu þau, sem kendu mikla alúð við að þetta færi sem best úr hendi. Erindi Mr. S. Thorkelssonar var hið besta. Látlaust og greinilegt erindi, sem brá upp ljósri mynd fyrir áheyrendum af því, sem ræðu- maður lýsti, en sérstaklega kom þar fram trygð hans til J ættjarðarinn og aðdáun fyrir| öllum þeim framförum og dugnaði, sem íslenzka þjóðin | hefir sýnt á síðustu áratugum. Að endingu var samkomunni slitið með því að syngja “Eld- gamla ísafold” og “God Save' the King”. Konur Þjóðræknisfélagsins i Riverton báru síðan fram hinar | rausnarlegustu veitingar og fóru menn svo heim mjög á-. nægðir og sjálfsagt þakklátir til þessa fólks, sem hefir fyrirj áhuga sinn unnið óeigingjarnt og gott starf í þágu mannfé-1 lagsins. Og þegar vér hugsum I til þess hve einstakir menn leggja af mörkum er þeir tóku að sér að kenna fyrir enga J þóknun, 2 tíma á viku, þá hlýt-1 ur einnig að vakna sú spurn- ing, með hverju hægt væri að viðurkenna þá fórnfýsi þeirra. Állir sem einhverntíma hafa kent vita það, að það þarf meira til að kenna íslenzka tungu en það að koma inn í skólastofuna og kenna einn eða tvo tima. Það þarf mikinn undirbúning fyrir kennarann og þegar tekið er tillit til þess,1 að nemendurnir fjarlægjast æ með hverju árinu sem líður, að j skilja málið, og einnig það eins og átti sér stað með þenna ís- lenzku skóla að sum börnin voru annarar þjóðar, þá þarf kennarinn vitanlega mjög mik- inn tíma til að undirbúa lexi- urnar ef nokkur árangur á að verða af verki hans. Eg get ekki séð að það væri Þjóð- ræknisfélaginu ofvaxið að gefa út nothæfa kenslubók í iís- lenkzu. Forseti Þjóðræknisfé-1 lagsins er prófessor í íslenzku og hefir árum saman kent út-! lendingum málið. Auk hans eru margir hér í þessu landi mjög færir og hæfir til að hjálpa til við samningu slíkrar bókar. Kostnaður við útgáfu slíkrar bókar getur sjálfsagt ekki staðið í vegi. Reynslan hefir sýnt það í lið- inni tíð, að íslendingar hér í álfu eru ætíð fúsir til að styrkja góð fyrirtæki og svo mundi fara í þessu efni, ef á reyndi. Það þarf ekkert annað en stjórn Þjóðræknisfélagsins beitti sér fyrir því og sýndi að það hefði skilning á og viðurkendi þetta þýðingarmikla starf, þennan á- huga og fórnfýsi einstakra manna, og launaði á hinn eina hátt sem þeir óska eftir, með því að gera kennurunum auðið að ná sem bestum og mestum árangri í starfinu. E. J. Melan LAUSAVISUR Böl ÖIl í gini glötunar gleðimálin eyðast. Gegnum heiminn gaulrifnar grimd og heimska leiðast. Kafbátafárið Óhöpp grætur auðmanns sál eigna festar hrökkva. Djúpt í hafsins dimma ál dollararnir sökkva. Hjáróma Inn í kirkju opið fang æðir sprengju skessa. Drjúgir í þeim djöfla gang drottins prestar messa. Öfugstreymi Þó að enskir ótal vers ættu til að lof’ ’ann —Kristur ekki—en kappinn Hess kom af himnum ofan. Gömul og ný sannindi Auðnum brenna undir heitt illar vítis glóðir. Þegar engir eiga neitt allir verða góðir. Myrkur Magnast þessi myrkra öld —mannlífs stoðir rugga. Hvenær ætli alheims völd opni himinsglugga? J. S. frá Kaldbak FRÓÐLEIKSMOLAR Charles F. Kettering, merkur bandarískur uppfyndingamað- ur, lét það nýlega í ljósi, að þess yrði ekki langt að bíða, að kafbátarnir yrðu upprættir. Þetta skal gera með nýju á- haldi, er uppgötvað héfir verið til að finna þá eða vísa á þá einkum um nætur, þegar kaf- bátarnir eru ofansjávar að hlaða orkugjafana (batteries) rafmagni. En áhaldið visaði einnig til þeirra í kafi. Mr. Kettering er starfsmaður hjá General Motors, og stjórn- ar starfi rannsóknar-deildar fé- lagsins. Hann uppgötvaði “self-starter” á bílum. Og hann sagðist í sex ár hafa unnið að rannsóknum ýmsum fyrir sjó- her Bandaríkjanna. Hann held- ur auðvelt, að ráða niðurlögum kafbátanna. BRÉF TIL HEIMSKRIN GLU Lúterska prestakallið í Vatnabygðum Guðsþjónustur 15. júní 1941: Leslie (s. s.) 11 f. h. Foam Lake 3 e. h. Leslie 7 e. h. Altar- isganga í báðum kirkjunum. Guðsþjónustur 29. júní 1941: Mozart kl. 11 f. h. (ísl.) Wyn- yard kl. 3 e. h. (ísl.), Kanda- har kl. 7.30 e. h. Carl J. Olson * * * Lúterska kirkjan í Selkirk 15. maí, 1.1 s.d. e. tr.: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 e. h. S. Ólafsson Mountain, N. Dak. 7. júní 1941 Hr. ritstj. “Hkr.”: Þjóðr. deildin “Báran” er að undirbúa útisamkomu “Picnic” við Samkomuhúsið á Mountain 17. júní, og viljum við láta sem flesta vita um það, og því flýjum við á þínar náðir með þessa tilkynning. — Við höf- um verið svo hepnir að fá lof- orð frá Mr. G. J. Guttormssyni í Riverton og Mr. Soffonías Thorkelssyni í Winnipeg að flytja sitt erindið hvor á ís- lenzku og búustum einnig við að geta fengið Mr. Ásmund Benson (lögfræðing) frá Bot- tineau með ræðu á ensku. — Allir þessir menn eru góðir ræðumenn, en lítt þektir hér í bygð, og ætti því öllum að vera umhugað um að koma og hlusta á þá. — Þeir eru bæði stuttorðir og gagnorðir, og munu því ekki þreyta neinn með mílu löngum ræðum. Mr. P. S. Pálsson hefir einnig lofast til að flytja fyrir okkur frumort kvæði, við þetta tæki- færi. Á milli ræðanna, og í byrjun og endir skemtiskrárinnar syngur karlakórinn undir stjórn Mr. R. H. Ragnar. Veitingar, úti og inni, á staðnum og dans að kveldinu undir stjórn Mountain hljóm- leikaflokksins, “Stony’s Or- chestra”. Ágóðinn af samkomunni, ef nokkur verður, gengur upp í söngkenslukostnað. Nefndin Aöur en þér farið úr bænum Skiljið eftir yðar DÝRMÆTU LOÐVÖRU hjá oss Viðgerð á loðvöru Fóðrun Breytingar gerðar Hjálpið til að ljúka verkinu KAUPIÐ Sigurláns Verðbréf Sumarverð niðursett SIMIÐ 21 857 SUMAR BUÐARTÍMAR Júní, júlí. ágúst - - . 8.30 f.h. til 6 e.h. LAUGARDÖGUM 8.30 f.h. til 1 e.h. HOLT, RENFREW Portage at Carlton GULLAFMÆLISBÖRN ÍSLENDINGADAGSINS Sem undanfarin ár útbýtir íslendingadagsnefndin, gullaf- mælisborðum til allra þeirra, sem dvalið hafa hér í landi fimtíu ár og meir. Óskar nefndin eftir að allir, sem hafa aldur til, sendi inn greinilega skýrslu um sig og sína, því þess greinilegri upp- lýsingar, sem gefnar eru, þess hægri er aðstaðan fyrir þá, sem skrifa sögu Vestur-lslend- inga. Og helst þyrftu upplýs- ingarnar að vera svo nákvæm- ar að þær verði einskonar manntals skýrsla. Annað sem eg vil biðja fólk að minnast, er að rita skýrt og greinilega það sem það setur niður í skýrslu sína, því það sparar nefndinni fyrirhöfn með bréfaskriftir. Hér á eftir fara nokkur atriði og spurningar, sem óskað er eftir að sé svarað og sett niður á skýrsluna: 1. Fult skírnarnafn, for- eldranöfn o gnafnbreytingar. 2. Fæðingarstað á Islandi, fæðingardag og ár. 3. Hvar þið voruð síðast á Islandi. 4. Hvaða ár þið komuð til Canada og helst mánaðardag- inn eða mánuðinn. 5. Til hvaða staðar komuð þið fyrst? 6. Hvar settust þið fyrst að hér vestra? 7. Hvaða ár fluttuð þið til þessa og þessa staðar og hvað lengi voruð þið í hverjum stað? 8. Hvaða atvinnu stundið þið? 9. Ereut giftur? Giftingar- dag og ár. 10. Ekkjumaður (eða kona). Hvenær maður þinn eða kona andaðist. 11. Nafn eiginmanns eða eiginkonu. 12. Hvað mörg börn og barnabörn og nöfn og aldur þeirra allra. Og svo auk þessa ýmsar aðr- ar upplýsingar sem þið hafið í huga og haldið að komi að gagni. Gullafmælisborða sendi eg hverjum, sem gefur mér allar þessar upplýsingar og hefir dvalið hér vestan hafs fimtíu ár. Bregðist vel við þessu góðu menn og konur, þið hjálpið með þessu til að skrásetja sem flesta Islendinga hér í álfu og styðjið að söfnun sannra heim- ilda í landnámssögu ykkar. Davið Björnsson 702 Sargent Ave., Winnipeg Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og II. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir Jacob A. Riss. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. Upplag þessara bóka er lítið. Þeir sem eignast vilja þær, ættu því að snúa sér sem fyrst til ráðsmanns Hkr. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld socccoeococcooosecosooooooi Manitoba fyrir sumar fríið DVELJIÐ I MANITOBA í SUMARFRIINU YÐAR. Þar eru leikvellir alls staðar. Til þeirra þarf ekki langt að fara. "The Whiteshell"—Það er óvíða fegurra en þar. Og þangað er svo skamt að fara. Þar er eilíft sólskins- land, miklir skógar fullir veiðidýrum, fjöldi fljóta og vatna að veiða fisk í; að ganga um skóginn eða skemta sér á smábátum á ánum, er það sem allir sportsmenn þrá. Að eyða frídögunum í Whiteshell, er það ákjós- anlegasta. "Riding Mountain National Park"—Þessi óviðjafnan- legi þjóðgarður, með sínum leikvöllum, er svipaðast að heimsækja og töfraheim. Það gerir ekkert til hvaða skemtanir þér hafið helzt í huga i fríinu yðar; þér getið notið þeirra þar hið bezta. Allur útbúnaður fyrir ferðafólk er þarna til reiðu á mjög sanngjörnu verði. ”Winnipeg-vatn"—Þetta mikla vatn er vel þekt fyrir sínar ágætu strandir og baðstaði, en það bíður þeirra ósvikið gaman, sem taka sér ferð með bátum norður til hins sögulega staðar Norway House. Bátar ganga eftir ákveðinni áætlun þangað frá Winnipeg yfir sum- armánuðina. PROVINCE of MANITOBA Department of Mines and Natural Resources Winnipeg, Manitoba Hon. J. S. McDIARMID, Minister D. M. STEPHENS, Deputy Minister N

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.